Dagur - 01.05.1968, Side 5
4
I
5
Skiifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Súnar 1-1166 og 1-1167
Ritstjóri og ábyrgðamiaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
Stjórnarskráin
UM síðustu helgi var haldin í
Reykjavík ráðstefna á vegum Sam-
bands ungra Framsóknarmanna um
stjómarskrármálið. Degi er ekki
kunnugt um, hvórt ályktanir hafa
verið gerðar þar, en Tíminn segir,
að þar hafi verið flutt nokkur erindi
um þessi mál og hverjir hafi flutt
þessi erindi. Eitt þeirra flutti Ás-
kell Einarsson um „Stjómarskrá og
byggðastefnu".
í þessu sambandi er þess að minn-
ast, að á Alþingi í fyrra flutti Karl
Kristjánsson tillögu til þingsálykt-
unar um endurskoðun stjómarskrár-
innar. Þessa tillögu endurflutti Gísli
Guðmundsson á s.l. þingi. Á báðum
þingum var hún meðal þeirra mála,
sem ekki fengust afgreidd.
Rétt \im þessar mundir eru 26 ár
liðin síðan Alþingi ákvað (vorið
1942) að kjósa nefnd til að endur-
skoða stjórnarskrána í tilefni af
stofnun lýðveldisins, sem þá stóð
fyrir dyrum. Rétt eftir að lýðveldið
var stofnað var svo skipuð ný nefnd,
hinni til aðstoðar og voru samtals 20
menn í þessum tveim nefndum. —
Tveim árum síðar voru báðar þess-
ar neíndir lagðar niður og ein sjö
manna nefnd sett á laggirnar í henn-
ar stað. Formaður þeirrar nefndar
var Bjarni Benediktsson. Þetta var
1947. En árið 1965 var endurskoð-
unarnefnd þessi ennþá skráð í Rík-
ishandbókinni og nöfn nefndár-
manna. Mun nefndin þó hætt störf-
um fyrir löngu.
Þess má geta, að 20 manna nefnd-
in réði sér framkvæmdastjóra, þjóð-
kunnan mann og lærðan í lögum.
Það var Gunnar Thoroddsen, sem
fór vítt um lönd til að viða að sér
fróðleik um efni vegna endurskoð-
unarinnar. Það er ekki furða þó að
mönnum finnist tírni til kominn að
endurskoðun fari að ljiika og þjóð-
in fái lýðveldisstjómarskrána.
Það mun hafa verið um það leyti,
sem stjómarskrárendurskoðunar-
nefnd Bjarna Ben. var skipuð, eða
fyrir rúmum 20 ámm, að Fjórðungs-
sambönd Norður- og Austurlands
tóku að sinna þessum málum. Af
þeirra hálfu voru borin fram merki-
leg nýmæli: Að greina skyldi á milli
framkvæmdavalds og löggjafarvalds
betur en nú er og fela lýðveldisfor-
seta meiri völd. Að skipta landinu í
fimmtunga eða fylki. Og að Alþing-
ismenn í neðri deild skyldu kosnir í
einmenningskjördæmum en fylkis-
þingin kjósa þingmenn til efri deild-
ar. Mörgum leizt vel á þessar tillög-
ur. Einnig átti sú hugmynd fylgi að
(Framhald á blaðsíðu 7).
Mjólkursölumálin á Ólafsfirði
Svar við skrifum blaðanna íslendings og Vísis
kipasfóllinn í ársíok 1967
í ÁRSLOK 1967 áttu ís-
lendingar 863 skip með þil-
fari. Þar af 776 ffskiskip, 7
hvalveiðiskip, 9 varðskip og
björgunarskip, 32 vöruflutn-
ingaskip, 5 olíuflutningaskip,
7 farþegaskip og 27 skip til
ýmissa nota.
Brúttólestatala skipaflot-
ans var rúmlega 150 þús.
Stálskip voru 296, þar af
224 fiskiskip (30 togarar) og
196 fiskibátar, og 7 hval-
veiðiskip.
Af fiskibátunum voru 208
bátar 100 brúttólestir og
stærri, 174 bátar 50 til 99
brúttólestii', 211 bátar 12 til
49 brúttólestir og 153 minni
en 12 brúttólestir.
Opnir velbátar eru, sem
fyrr er sagt, ekki meðtald-
h'. □
- Veiða árlega um 30 þús. laxa
ÞANN 23/4 s.l. birta þessi blöð
fjögurra dálka rammagreinar
um mjólkursölumál á Olafsfirði
með stórri fyrirsögn um stríð í
Ólafsfirði. Er heimildarmaður
fréttarinnar Gunnar Sigvalda-
son fram kvæmdastjóri Val-
bergs h.f. — Þar sem í grein-
um þessum eru rangtúlkanir og
tilhæfulausar ásakanir, tél ég
mér skylt að svara.
Mjólkursamlagið á Ólafsfirði
hefur frá upphafi heitið Mjólk-
ursamlag Kaupfélags Ólafsfjarð
ar, það var byggt upp af Kaup
félaginu í samvinnu við bænd-
ur og er eign þess. Á aðalfundi
Kaupfélags Ólafsfjarðar árið
1956 er samþykkt tillaga þess
efnis að komið skuli upp mjólk-
ursamlagi með tækjurn til ger-
.ilsneyðingar á mjólk. Skulí
mjólkursamlagið rekið sem
sjálfstætt fyrirtæki undir yfir-
stjórn Kaupfélagsins.
Þegar verið var að ræða um
stofnsetningu þessa samlags
bentu ýmsir sérfróðir menn á,
að vonlítið væri að reka mjólk-
ursamlag fyrir svo litla mjólk,
sem bændur í Ólafsfirði mundu
framleiða. Samt var ráðist í
framkvæmdir og þá reynt að
haga fyrirkomulagi og rekstri
þannig að kostnaður yrði sem
minnstur, og því þ á m. a. kom-
ið þannig fyrir að samlagið er
sambyggt sölubúð Kaupfélags-
ins. Þegar búið er að láta mjólk
ina í umbúðir setur samlagið
hana inn í kæliklefa sem neyt-
andinn tekur hana úr þegar
hann kaupir mjólk. Það er not-
aður sami kælirinn fyrir sam-
lagið og búðina, kostnaður við
flutning og tilfærslu á mjólk-
inni er því enginn. Ýmislegt
annað er starfrækt sameigin-
lega af Kaupfélaginu og Mjólk-
ursamlaginu.
Um árangur og útkomu á
rekstri þessa litla samlags er
það að segja, að alltaf hefur
veríð hægt að greiða bændum
fyrir mjólkina dálítið hærra
verð en verðlagsgrundvöllur
landbúnaðarins hefur gert ráð
fyrir, og þar með hærra verð
en flest önnur samlög landsins
hafa greitt.
Nú gerist það með stofnun
verzlunarfyrirtækisins Valbergs
h.f. að þeir vilja fá hlutdeild í
þessum rekstri, það er að segja
þeir geta ekki þolað að öll
mjólkin sé seld beint úr Mjólk-
ursamlaginu í gegn um mat-
vörubúð Kaupfélagsins. Sam-
laginu beri að koma með mjólk
ina til þeirra líka svo þeir geti
selt hans líka eins og Kaupfé-
lagið. Stjórn Mjólkursamlags-
ins hefur talið, að um aukinn
kostnað yrði að ræða ef sam-
lagið þyrfti að flytja mjólkina í
fleiri verzlanir, en það eru ekki
nema um 100 metrar á milli
verzlunar Valbergs h.f. og
Kaupfélagsins. Stjórnin hefur
því ekki talið ástæðu til að láta
Valberg h.f. hafa mjólk til end-
ursölu.
Blöðin íslendingur og Vísir
túlka þetta mál m. a. þannig,
eftir upplýsingum framkvæmda
stióra Valbergs h.f., „að svo
langt hafi verið gengið í sam-
komulagsátt við Mjólkursam-
lagið, að bjóða því aðstoð við
að koma upp áfyllingarvélum í
sambandi við kassaumbúðir.
Svarið hefði verið algjör neit-
un og hefði því fylgt m. a. hót-
un til bænda í Ólafsfirði um
viðskiptabann af hálfu Kaup-
félagsins ef þeir styddu málstað
Valbergs h.f.“ — Þetta eru til-
hæfulaus ósannindi og lýsi ég
fullri ábyrgð ofangreindra aðila
vegna þessa rógburðar. Ég hef
aldrei sem framkvæmdastjóri
Kaupfélagsins og Mjólkursam-
lagsins haft í hótunum við
bændur um viðskiptabann þótt
þeir styddu málstað Valbergs
h.f. Ég óska þess að áðurnefnd-
ir aðilar sanni þessi ummæli og
upplýsi hverjir það eru sem ég
hef beitt þessari kúgun, að öðr-
um kosti þerði þessi ærumeið-
andi ummæli gerð ómerk.
Gangur mjólkursölumálanna
hefur verið þessi í stórum
dráttum. Þann 7. desember 1961
ákvað Framleiðsluráð að Ólafs-
fjörður skuli vera sérstakt
mjólkursölusvæði samkvæmt
heimild í 22. grein laga um
framreiðsluráð og Mjólkursam-
lagi Kaupfélags Ólafsfjarðar
úthlutað Ólafsfirði sem sölu-
svæði. Samkvæmt nefndum
lögum er landinu skipt í mjólk-
ursölusvæði og er bannað að
flytja mjólk, rjóma og skyr
milli sölusvæða nema með leyfi
Framleiðsluráðs. — Eru þessi
ákvæði sett til verndar fram-
leiðslu þeirra bænda sem búa í
nágrenni viðkomandi kaup-
staða og einnig til að forðast
tilflutning á mjólk milli sölu-
svæða og þann aukakostnað
sem af slíku leiddi. Með þess-
ari ákvörðun hefur Mjólkur-
samlagi Kaupfélags Ólafsfjarð-
ai' verið veittur einkaréttur til
sölu og dreifingu á mjólk,
rjóma og skyri hér í Ólafsfirði
og flutningur á mjólk frá öðr-
um samlögum hingað án leyfis
Framleiðsluráðs því algjört
lagabrot. Mjólkursamlag K. Ó.
má að sjálfsögðu ekki selja
mjólk annars staðar en í Ól-
afsfirði nema með leyfi Fram-
reiðsluráðs.
Lög þessi eru sett m. a. til að
styrkja atvinnuöryggi bænda.
Hugsum okkur t. d. hversu
auðvelt væri fyrir Mjólkursam-
lag K.E.A. að fylla markaðinn
hér í Ólafsfirði. Við það mundu
bændur hér ekki losna við sín-
ar mjólkurafurðir nema flytja
þær eitthvað til að reyna að
keppa við stóru samlögin. Yrði
kostnaður við slíkt það mikill,
að vonlaust yrði fyrir bændur
að halda áfram búskap. Við það
töpuðu bæjarbúar því öryggi,
sem þeir hafa varðandi mjólk-
urkaup sín þá tíma árs sem
samgöngur eru erfiðastar. Nú
fyrir mánuði síðan vofði það
yfir okkur að lokast hér inni
um tíma, þegar hafísinn ógnaði
og kaffenni var á Múlavegi. —
Áðurnefnd lög eru því fullkom-
lega réttmæt og stuðla að því
að halda milliliðakostnaði við
sölu og dreifingu á mjólkurvör-
um niðri. Um kjötið gildir ann-
að, þar eru engin lög til vemd-
ar milliliðakostnaði, enda er
kjötið flutt að óþörfu til og frá
um landið á kostnað bænda.
Þann 26/10 1966 skrifar Val-
berg h.f. bréf til stjómar Mjólk
ursamlags K. Ó. og sendir afrit
af því til allra mjólkurframleið
enda í Ólafsfirði. Þar fara þeir
í annað sinn fram á að fá mjólk
urvörur frá samlaginu til endur
sölu. Síðan segir orðrétt:
„Vegna breyttra aðstæðna á
næstunni viljum við taka það
skýrt fram, að verði um neitun
að ræða munum við nota þá
möguleika, sem skapazt kunna,
til að fara aðrar leiðir, til að
vei'ða við óskum viðskiptavina
okkar í þessu efni.“
Ég spyr, felst ekki svolítil hót
un í þessum setningum? Ef ekki
vérður gengið að kröfum þeirra
munu þeir fara aðrar leiðir, ef
til vill ólöglegar? Stjórn Mjólk-
ursamlagsins svaraði þessu með
því að tjá Valberg h.f. að af-
staða þeirra væri óbreytt frá
fyrra svarbréfi.
Síðastliðið sumar flytur svo
Valberg h.f. all mikið af mjólk
til Ólafsfjarðar frá Mjólkursam
lagi KEA, Akureyri. Þessum
aðilum var hógværlega bent á
að þetta væri ólöglegt, en þeir
létu það sem vind um eyru
þjóta og héldu áfram meðan
Múlavegur var fær.
í haust fóru fram viðræður
milli fulltrúa Valbergs h.f. ann-
ars vegar og Mjólkursamlags og
kaupfélagsins hins vegar. Var
fulltrúum Valbergs tjáð að ráð-
gerður væri fundur framleið-
enda til að ræða mjólkursölu-
málin. Niðurstaða þessa fundar
var sú að ef fallist yrði á að láta
Valberg h.f. hafa mjólk til end-
ursölu átti samlagið að flytja þá
mjólk sem pöntuð yrði af Val-
berg h.f. til þeirra, kl. 9 fyrir
hádegi þeim að kostnaðarlausu,
ef sú pöntun nægði ekki í dags-
söluna ætluðu þeir að sækja við
bót sjálfir. Ef umbúðir lækju
eða gölluðust átti samlagið að
'bæta það. Þeir vildu fá sömu
sölulaun og kaupfélagið. Þessi
niðurstaða var undirrituð af for
manni stjórnar Mjólkursamlags
ins og framkvæmdastjóra Val-
bergs h.f. Á þessum fundi kom
það aðeins fram að ráðamenn
Valbergs h.f. töldu sig reiðu-
búna að aðstoða við lánsfjár-
útvegun vegna kaupa á áfyll-
ingárvél fyrir kassaumbúðir,
bein fjárhagsleg aðstoð fékk
ekki hljómgrunn og er mér ekki
kunnugt um að þeir hafi haft
áhuga fyrir að leggja fjármuni
í kaup á þeim dýru vélum sem
þurfa í samlagið.
Niðurstaða þessa viðræðu-
funda var síðan lögð fyrir fund
mjólkurframleiðenda. Málið var
rætt all mikið og að lokum bor-
in fram eftirfarandi tillaga:
„Fundur haldinn að Hringveri
12. des. 1967 í Mjólkursamlagi
K. Ó. samþykkir að svara Val-
berg h.f. eftirfarandi: Vegna
kostnaðarauka, sem óhjákvæmi
lega yrði við dreifingu mjólkur
innar fram yfir það sem nú er
og við óbreyttar aðstæður telur
fundurinn ekki fært fyrir
Mjólkursamlagið að hafa fleiri
útsölustaði eins og sakir standa
nú.“
Tillaga þessi var borin upp og
samþykkt með 11 atkvæðum,
2 greiddu atkvæði á móti og 1
sat hjá. Tillaga þessi var send
Valberg h.f.
Þann 23/2 1968 skrifar Fram-
leiðsluráð landbúnaðarins bréf,
sem sent var Mjólkursamlagi
KEA, Akureyri, Mjólkursam-
lagi K. Ó. og verzluninni Val-
berg h.f., Ólafsfirði. Er þar bent
á að mjólkurflutn. frá Akureyri
til Ólafsfjarðar séu algjört laga
brot og aðilum bent á að halda
þessum málum í því formi sem
gildandi lög geri ráð fyrir svo
ekki þurfi að koma til mála-
reksturs. — Þegar Múlavegur
opnaðist í vor hóf Valberg h.f.
aftur flutning á mjólk frá Mjólk
ursamlagi KEA. Þessi fyrirtæki
sýndu þá áþreifanlega að þau
virða hvorki aðvaranir Fram-
leiðsluráðs né gildandi landslög.
Við ákváðum því í samráði við
Framleiðsluráð að óska eftir við
bæjarfógeta að hann sæi um að
gildandi lögum yrði framfylgt.
Því að beygja sig undir lands
lög virðist Valberg h.f. una illa
og lætur því umrædd blöð
flytja áróðursgreinar og róg-
burð um Kaupfélag Ólafsfjarð-
ar og Mjólkursamlag þess.
Nú er mikið rætt um hagræð
ingu á ýmsu, hvaða rök eru þá
fyrir því að réttlætanlegt sé að
taka mjólkina úr kæliklefa
kaupfélagsins, bera hana út á
bíl og aka henni í verzlun Val-
bergs h.f. sem byggð hefur ver-
ið svo að segja við hliðina á
Mjólkursamlaginu og matvöru-
búð kaupfélagsins, bera hana
þar inn og greiða síðan þessari
verzlun sölulaun fyrir að ann-
ast söluna. Starfsmenn samlags
ins og kaupfélagsins hefðu
minna fyrir því að selja mjólk-
ina sjálfir beint til neytandans,
ef hún er send heim er fyrh’-
höfnin svipuð. Hver á svo að
greiða þennan aukatilkostnað
vegna Valbergs h.f.? Ekki þeir
sjálfir, nei, — heldur bændur,
— eða ef til vill kaupfélagið? —
Ég tel ekkert vit í slíkri óhag-
ræðingu og sóun á fjármunum.
Ég held að Valberg h.f. og kaup
mannasamtökin verði að sætta
sig við að skipulag sé haft á
dreifingu og sölu landbúnaðar-
vara og milliliðakostnaðinum
haldið niðri til þess að hinn al-
menni neytandi geti fengið þess
ar nauðsynlegu vörur á sem
lægstu verði og bændur fái sem
mest fyrir sínar vörur. Hvaða
vit er í því að allir matvöru-
kaupmenn þessa lands geti feng
ið mjólkurvörur í umboðssölu á
kostnað bænda. — Ég tel að
frelsi í verzlun sé æskilegt en
frelsi án þess að því sé stjórnað
og ákveðnum reglum fylgt hlýt
ur að leiða til ófarnaðar fyrr
eða síðar.
Að lokum vil ég upplýsa að
innán skamms eru væntanlegar
vélar til að fitusprengja mjólk
og jafnframt tæki til áfyllingar
vegna kassaumbúða. Mjólkur-
samlag K. Ó. vænth- því þess að
stutt verði í það að Ólafsfirð-
ingar geti fengið hjá því fitu-
sprengda mjólk bæði í 1 líters
plastpokum og 10 lítra kassa-
umbúðum. Ég vona að Ólafs-
firðingar beri gæfu til að stuðla
að sem hagkvæmastri, ódýrastri
og beztri eigin framleiðslu.
Á AÐALFUNDI Bændafélags
Fljótsdalshéraðs í Valaskjálf 20.
apríl mætti Gunnar Guðbjarts-
son formaður Stéttarsambands
bænda og gaf yfirlit um verð-
lagsmál og kjaramál bænda.
Fundurinn samþykkti eftirfar-
andi.
Fundur í Bændafélagi Fljóts-
dalshéraðs 20. apríl 1968, telur
þróun í verðlagsmálum landbún
aðarins undanfarin ár, með sí-
fellt lækkandi afurðaverði mið-
að við hækkandi rkestrargjöld
og í samanburði við launatekj-
ur viðmiðunarstéttanna, horfa
til vandræða og upplausnar í
atvinnuveginum.
1. Eina aðalorsök þessa undan
halds í kjaramálum bænda tel-
ur fundurinn sexmannanefndar
ákvæðið í afurðasölulögunum,
sem gefur fulltrúum neytenda
í nefndinni aðstöðu til að hindra
réttmæta verðákvörðun afurð-
anna hverju sinni.
2. Fundurinn gerir þá kröfu
til Stéttarsambands bænda, að
það beiti sér hið bráðasta fyrir
breytingu á lögum um Fram-
(Framhald af blaðsíðu 1).
En þær rannsóknir eru þó svo
skammt á veg komnar, að um
algert brautryðjendastarf er að
ræða. Samkvæmt reynslu a nn-
ara þjóða, er með ýmsu móti
unnt að glæða fiskveiðar í ám
og vötnum. Allar miðast þær að
sjálfsögðu við það, að fjármun-
ir, sem í framkvæmdir eru lagð
ir, skili sér aftur með góðum
rentum.
Sem dæmi um fiskirækt má
nefna sumareldið á Teigi í
Hrafnagilshreppi, þar sem við
það er miðað, að sleppa mjög
ungum laxaseiðum í ár. Á öðr-
um stöðum eru seiðin alin upp
í göngustærð og virðist reynsl-
an mæla meira með þeirri að-
ferð. Hver veiðiá hefur tak-
möi'kuð uppeldisskilyrði. Því
hefur viðbót „sleppiseiða" mjög
heppileg áhrif til örvunar. Með
gönguseiðunum má jafnvel
gera þær fiskgengar ár að
sæmilegum veiðiám, sem sjálf-
ar hafa ekki skilyrði til að
rækta sig upþ. Það er engin
fjarstæða að ímynda sér, að
auka megi laxgengd og þar
með laxveiðar í íslenzkum ám
um helming eða jafnvel marg-
falda hana. Kemur þá til greina
hvar heppilegast sé að setja upp
eldisstöðvar framtíðarinnar fyr
ir hina ýmsu landshluta og
hversu megi á ódýrastan hátt
framleiða nægilegt magn göngu
seiða til að fullnægja eftirspm'n
og þöi'fum.
Vegna þess hve laxinn er
verðmikill fiskur, m. a. til út-
flutnings, eru miklar líkur á
leiðsluráð o. fl., á þann veg að
sexmannanefndarákvæðið verði
fellt niður, en sett í þau ákvæði
um beina samninga við ríkis-
valdið hverju sinni.
3. Þá vill fundurixm eindregið
mæla með tillögum endurskoð-
unarnefndar um lög og reglu-
gerð Stéttasambandsins um
fjölgun í stjóm sambandsins til
að auka áhrifavald hennar.
4. Fundurinn lýsir yfir að
sölustöðvun eigi að beita, ef
nauðsyn krefur, til þess að fá
réttmætum kröfum stéttarinnar
framgengt.
5. Fundurinn mótmælir harð-
lega dómsniðurstöðu yfirdóms
um verðlagningu búvara á sl.
hausti og telur að í fullkomið
óefni stefni með efnahag
margra bænda, sé stéttin beitt
slíkri valdnýðslu,
Ennfremur telur fundurinn
að neitun ríkisstjórnarinnar um
fyrirfreiðslu við landbúnaðinn
samkvæmt erindi Stéttasam-
bands bænda, um niðurgreiðslu
áburðar o. fl., lýsi fullkomnu
skilningsleysi á hagsmunamál-
um bændastéttarinnar. □
hagnaði ef þeim fjármunum,
sem á skynsamlegan hátt er
varið til að auka magn h ans í
veiðiánum. En laxatekjur og
allar framtíðaráætlanir um
aukinn lax byggist á þeirri
staðreynd, að laxinn, sem í
svokalaðri göngustærð yfirgef-
ur ána, sem hefur fóstrað hann,
kemur aftur þangað að vissum
tíma liðnum og hefur þá marg-
faldað stærð sína og þyngd með
ótrúlegum hraða á hafi úti. Og
þegar inniræktuðum laxaseið-
um er sleppt í einhverja á, fá
þau á örfáum dögum „tilfinn-
ingu“ fyrir vatninu og rata sem
þroskaðir fiskar til baka, þótt
áin, þar sem þeim var sleppt,
hafi alls ekki fóstrað þá, en að-
eins opnað þeim leið út í víð-
áttur hafsins.
Umræður spunnust m. a. um
það, hvernig auðveldast væri
að koma upp silungseldi við
sveitabæi. Gaf veiðimálastjóri
ýmsar upplýsingar um það mál
og einnig um þá takmörkuðu
þekkingu og reynslu, sem fyrir
lægi á því sviði. En með sil-
ungseldi er átt við eldi í litlum
tjörnum, þar sem fiskurinn er
daglega fóðraður eins og hús-
dýr.
í sambandi við silungseldi á
sveitabæjum er mikið undir
vatninu komið og varmi vatns-
ins hefur ákaflega mikla þýð-
ingu hvað fæðutöku og vaxtar-
hraða snertir, gagnstætt dýrum
með heitt blóð og jafnheitt,
hversu sem viðrar. Hins vegar
getur laxinn hundraðfaldað
þunga sinn á einu ári í sjó og
virðast vaxtarhraðanum því
ekki sett þi'öng takmörk, þar
sem skilyrði eru hagstæð.
Ennþá eru og lítt rannsakað-
ir þeir möguleikar, sem hin
fjörmörgu veiðivötn í byggð og
óbyggð kunna að búa yfir, ef
maðurinn kæmi til hjálpar. —
Hins vegar eru takmörk fyrir
því, hvað t. d. hver hektari
vatns getur skilað miklum
nytjafiski, án aðstoðar. Eins til
tíu kg veiði af hektara er
stundum nefnt í því sambandi,
en mun lítt rannsakað 'héi'. Þar
kemur bein fóðrun og dreifing
vissra jurta- og skordýranær-
andi efna til greina, en er ó-
rannsakað hér á landi hvern
árangur kynni að bera. En ekki
má rugla saman fiskeldi í tjöm-
um og ýmsum aðferðum til að
örfa fiskigengd í ám, og þroska
fisks í vötnum með aðferðum,
sem ekki heyra undir beina
fóðrun.
Á bændaklúbbsfundinum kom
það skýrt fram, sem fæstum er
raunar lengur hulið með öllu,
að í fiskeldi og margs konar
fiskirækt í ám og vötnum, eru
möguleikarnir miklir. Samfé-
lagið verður að verja nokkrum
fjármunum til margþættra til-
rauna í fiskiræktarmálum —
meira en verið hefur til þessa.
Það er of dýrt að láta hina
miklu möguleika ónotaða. □
Armann Þórðarson.
Sölosföðvun ef nauðsyn krefur
Nokkrar ininiiiiigar frá Árskógsströnd
NORÐLENDINGAR hafa nú
daglega ísinn fyrir augum, þeir,
sem til sjávar sjá og búa nú við
nær algera siglingateppu. Hin
mikla hafíshurð féll að stöfum
og lakaði Norðurland inni hvað
samgöngur á sjó snertir. Sjó-
menn hafa misst hundruð neta
undir ísinn og hafa ekki haft
frið til sjósóknar, enda sum
fiskiskip algerlega innilokuð á
hinum ýmsu norðlenzku höfn-
um. Allir vita, að samkvæmt
reynzlu fyrri ára getur hafísinn
fyllt hvern fjörð, vog og vík á
einum stórhríðardegi, og þá er
vá fyrir dyrum. Og menn rifja
upp minningar frá gamalli tíð,
eða frostavetrinum 1917—1918,
en þá varð Eyjafjörður fullur af
hafís og fraus ísinn þegar saman
í grimmdar-frosthörkum, sem
þá gengu. Þá voru sleðaferðir
farnar til Hjalteyrar og jafnvel
alla leið til Hríseyjar, héðan frá
Akureyri. Þetta muna margir
eldri menn.
Blaðið átti tal við sjötugan
mann af Árskógsströnd, Jón
Níelsson, nú kaupmann á Akur
eyri, og voru þá rifjuð upp
nokkur atvik frá heimabyggð
okkar, sem gerðust fyrir hálfri
öld. Hann sagði frá á þessa leið:
Það var í janúar 1918 eða fyr-
ir 50 árum, sem Eyjafjörður
fylltist af hafís og allt fraus
saman, svo akfært var á sleðum
um allan fjörðinn, frá Látrum
og Grímsnesi að austan og Dal-
vík að vestan.
Þá voru fréttirnar ekki eins
fljótar að berast og nú, milli
sveita og bæja. En þó bárust
þær fréttir furðu fljótt, að mikið
hefði verið drepið af höfrung-
um við Grímsnestanga á Látra-
strönd. En þar hafði haldizt auð
vök um skeið. Bændurnir Jón
Halldórsson á Grímsnesi og
Steingrímur á Skeri unnu að
höfrungadrápinu ásamt heima-
mönnum sínum. Þeir áttu sela-
skutla og skutluðu dýrin og
stungu síðan en skutu þau ekki.
Höfrungarnir, sem drepnir voru
í þessari vök voru 92 talsins ög
voru þeir til jafnaðar 410 pund,
þó misstórir. Síðar fundust 42
höfrungar í botninum, sem kafn
að höfðu undir ísnum á sömu
slóðum. Mikil bjöi'g var af þess
ari veiði. Pundið var selt á 10
aura og sagað þvert yfir í
stykki, þegar ekki var selt í
heilu lagi.
Þegar fréttin um höfrungana
barst vestur yfir fjörðinn,
fannst mörgum sjálfsagt að út-
vega sér nokkurn forða af þessu
kjöti. Ekki sízt vegna þess, að
líkur bentu til þess, vegna haf-
íssins, að ekki yrði farið á sjó-
inn að svo stöddu, e. t. v. ekki
næstu vikur eða jafnvel mán-
uði.
Níels Jónsson á Birnunesi,
faðir þess, er söguna segir, kom
að máli við Þorvald Jónsson frá
Kleif, þá á Hinriksmýri og var
hann reiðubúinn til að taka að
sér forystu í leiðangri austur
yfir fjörð. Þeir, sem með honum
fóru, auk sögumanns og farar-
stjóra, voru: Ásmundur Sig-
fússon, Gunnlaugur Jóhannes-
son, Gísli Sölvason og Finnbogi
Guðmundsson. Við vorum þann
ig sex saman með stóran sleða
meðferðis og drógum hann á
sjálfum okkur. Ferðin gekk vel
austur yfir fjörðinn, en krók-
ótta leið urðum við að fara til
að sneiða sem mest hjá háum
jökmn en fara heldur sléttan
lagísinn. Mig minnir að við
kæmum að Grímsnesi kl. 11 ár-
degis. Var þá byrjað að verzla
við Jón bónda og sagði hann að
við gætum fengið það sem við
treystum okkur með. Við tók-
um þrjá höfrunga á sleðann og
hefur ækið þá sennilega verið
um 1200 pund eða vel það.
Ekki vildi Jón láta okkur
fara án þess að þiggja fyrst
kaffisopa og var því tekið með
þökkum. Á meðan góðra veit-
inga var neytt, sagði Jón okkur
frá höfrungadrápinu og að
mai'gir hefðu án efaAafnáð únd
ir ísnum. Bjóst hann við, að kjöt
af þeim væri’ mun verra en þó
allgóður matur. Síðar . kom í
Ijós, að kjöt af þeim höfrimgum,
sem síðar fundust á sjávárbotni,
var gott enda sjórinn mjög kald
ur og þessum höfrungurrí hafði
blætt inn. Við vorum víst lyst-
ugir, en jafnóðum var. bætt.á
diskana.
Við héldum svo af stað heim-
leiðis í allgóðu veðri og skilaði
sæmilega þótt - við færum nú
ekki lengur með tóman sleða.
En þegar við vorum komnir- í
miðjan ál eða þar um bil, skall
á norðan stórhríð með grimmd-
arfrosti. Sáum við okkur ekki
annað fært en að skilja sleðann
eftir. Stungum við löngum
broddstaf hjá ækinu og héldum
svo til Hríseyjar og gistum þar
um nóttina. Næsta morgun vát
bjart og 30 stiga frost. Fórum
við þá að sækja ækio, fundum
það strax og héldum nú heim-
leiðis og bar ekkert sérstakt til
tíðinda. Við héldum á okkur
hita á leiðinni, þótt veðrið væri
svalt. Margir nutu kjötsins sem
við sóttum á sleðann á Gríms-
nes og þótti ferðin hafa tekizt
vel.
Það var löngu seinna þennan
sama vetur. ísinn hafði þá brot-
ið upp, alilt inn að Birnunes-
nöfum. Þrír menn, þeir Gunn-
laugur Skarphéðinsson, Krist-
inn Kristjánsson og Kristinn
Pálsson báðu mig að koma með
sér yfir að Grímsnesi til að
sækja höfrungakjöt. En þá
höfðu höfrungarnir fundizt í
botninum. Pabbi átti bát og lán
aði hann. Drógum við bátinn
fram á ísskörina og var þaðan
auður sjór. Er við höfðum róið
kippkorn rauk hann upp með
suðaustan drif svo strax fór að
gefa á. Segi ég þá, að nú yrði
að setja upp segl til að ná Gríms
nesi. Einn félaga minna varð
æfur við og spurði hvort ég
væri orðinn vitlaus að setja upp
segl á galtómum bát í svona
veðri. Þetta varð þó svo að véra
og sigldum við hinn ljúfasta
beitivind og skilaði okkur
drjúgum austur yfir og allt upp
í Grímsnesfjöru. En fyrrnefnd-
ur maður hélt í klóna.
En fleiri voru á ferð en Ár-
skógsströndungar. Fimm bátar
frá Olafsfirði voru komnir á
undan okkur. Enn hafði hvesst
og fóru tveir Ólafsfjarðarbát-
arnir heimleiðis um þetta leyti.
Jón Bergsson, nú háaldraður
maður á Akureyri og mörgum
kunnur, var formaður á öðrum
bátnum. Þeim gekk vel heim,
en vegna ísjaka var siglingin þó
hættuleg. Það var mikið horft
á eftir þessum bátum á meðan
þeir voru að hverfa vestur yfir
álinn.
En Jón á Grímsnesi tók nú til
sinna ráða. Hann sagðist ekki
afgreiða fleiri báta í dag og varð
svo að vera. Hins vegar væri
gisting heimil. Gistum við svo
þarna 16 talsins og var bæði
nægilegt húsrými og matföng.
Um kvöldið var slegið upp balli.
Lítil harmonika var til á bæn-
um og lékum við Jón Frímanns
son frá Ólafsfirði á hana. Döm-
ur voru heldur fáar en við
skemmtum okkur hið bezta. Ég
minnist þess enn, eftir 50 ár,
hve rausnarlega var á borð bor-
ið. Heimamenn voru skraf-
hreifnir. Jón bóndi sagði okkur
þá m. a. sögur af vöskum mönn
um. Einu sinni tóku þeir Odd-
geir Jóhannsson og Þorsteinn
Ágústsson, báðir á Grenivík,
80—90 punda bagga á bak sér
og báru frá Grímsnesi og heim
til sín. Þriðji maður, Þórhallur
Geirfinnsson frá Botni í Þor-
geirsfirði, fór með 110 punda
bagga á bakinu frá Grenivík að
Botni í Fjörðum, en bar 90
pund frá Grímsnesi til Greni-
víkur.
Eitt sinn að kveldi dags komu
tveir Hríseyingar að Birnunesi
og báðust gistingar. Það var vel
komið. Þeir spurðu um manna-
ferðir og áttu von þriggja
manna annarra, er allir komu á
ísnum frá Akureyri og ætluðu
að hittast á þessum stað. Seint
þetta kvöld gekk faðir minn út
og heyrði þá hóað frammi á ísn-
um. Hann hóaði á móti, fór síð-
an inn sótti lukt og hengdi hana
á flaggstöngina. Þetta voru Hrís
eyingarnir, orðnir rammvilltir
en komu nú. Þessir menn voru:
Þórður Jónsson frá Yztabæ,
Abel Jónsson, en nafni 3. manns
ins hefi ég gleymt. Þeir gistu
allir hjá okkur um nóttina.
Einu sinni eftir að ísinn
braut inn að Birnunesnöfum,
man ég að menn komu róandi
frá Ólafsfirði en gengu svo til
Akureyrar og höfðu með sér
sleða til að flytja varning á. Ég
minnist þess hve þessir ferða-
menn voru oft þreyttir, illa á
sig komnir og þyrstir. Móðir
mín, Kristín Kristjánsdóttir, fór
oft út í fjós með fötu til að gefa
þyrstum ferðamönnum spen-
volga nýmjólk að drekka. Það
var vel þegið.
Einu sinni fórum við þrír
strákar til Akureyrar af Ár-
skógsströnd: Þorsteinn Stefáns-
son, síðar hafnarvörður á Akur
eyri, Tómas Sigurðsson á Selá
og ég. Við fórum með sleðaanga
með okkur og á honum var
koffort. Afmæli ungmennafé-
lagsins okkar, Reynis, var fram
undan og vorurn við sendir til
að kaupa til veitinganna. Við
fórum á glærum ís frá Rauðu-
vík og allt til Akureyrar á
skautum. Gekk sú ferð vel. Gist
um við svo á Akureyri um nótt
ina en héldum heim með vör-
urnar daginn eftir. En þá var
hvass sunnanstormur og hláka.
Bar ekkert til tíðinda fyrr en
hjá Gæseyri. Þar bilaði skaut-
ur. ísinn var glerháll og nær
ógangandi. Létum við manninn
því setjast á koffortið og héld-
um áfram. Skilaði okkur vel
með storminn í bakið svo við
þurftum lítið fyrir að hafa.
Einn fyrsta daginn eftir að
hafísinn fyllti fjörðinn, var ég
sendur með áríðandi bréf suður
í Selá. Þá var 35 stiga frost og
var ég mjög dúðaður enda kal-
hætta mikil í slíku frosti og var
ég með „strút“ til að kala ekki á
andliti. Á leið minni var fjöldi
fugla, sem lágu á snjónum eins
og hráviði, dauðfrosnir. Þar var
bæði æðarfugl, hávellur, haf-
tyrðlar og svartfugl. En á ís-
breiðunni yfir fjörðinn þveran
sást enginn fugl og ekkert líf.
HÆTTUR Á VEGUM
Á NÝHEFLUÐUM vegi í Þing-
eyjarsýslu gróf vatn gjótu, sem
olli skemmdum á 6 bílum.
Bílstjórar þurfa að gæta var-
úðar á viðsjálum vegum — og
Vegagerðin að „standa vel í
stykkinu". □