Dagur - 01.05.1968, Blaðsíða 8

Dagur - 01.05.1968, Blaðsíða 8
8 Gjöfin afhcnt í Fjórðungssjúkrahúsinu. - (Ljósm.: G. P. K.) SMÁTT OG STÓRT AÐ ENDURTAKA BINDINDISMÁLAFUND Ekki hljómar það trúlega en er þó satt, að mælzt hefur verið til þess við bindindisfélög hér í bæ, að endurtaka fund þann um bindindismál, er fyrir skömmu var haldinn og hér var frá sagt. Það hefði einhverntíma þótt tíðindi til næsta bæjar og eru það enn, að fólk sé svo áhuga- samt um þessi mál, að fleiri sæki fund en húsrými á stærð við salinn í Hótel Varðborg rúmi fundargestina. Brazelíu. Ríkisstofnun, sem hafði það hlutverk að vemda þjóðflokkinn, byggja lionum skóla og búa honum aðstöðu til menningarlífs á ýmsum svið- um — brást hlutverki sínu —. Starfsmennirnir, sem hrósað var fyrir þá óeigingirni, að vinna í þágu hins umkomulitla þjóðflokks, stungu framlögum ríkisins í eigin vasa og myrtu 90 þúsundir þeirra manna, er þeir áttu að vernda. SELDU KONUR Ríkisstarfsmennirnir hirtu svo Lionsfélagar gáfu FjórBungssjúkrahúsinu sjúkrarúm í VETUR fóru félagar úr Lions (klúbbnum Huginn söluferð um bæinn og seldu bæjarbúum kerti og spil. Ágóða af sölunni var varið til kaupa á sjúkra- xúmi frá Svíþjóð, er það rúm ásamt borði og má stilla rúm ÓVENJU MÍKIL VEIÐI NOKKRAR síðustu vikur hef- ur verið óvenju mikill þorsk- afli á innanverðum Eyjafirði og mikið af þeim afla mjög vænn fiskur. Mest hefur veiðst í net og stunda 6 trillubátar þá veiði að staðaldri en 2 eru með línu og afla miðlungi vel. Sjaldan aflast vel á færi. Auk þessarra báta er fjöldi annarra á sjó um helgar og oft- ar, þótt eigendur séu í fastri vinnu. Mesta dagsveiði trillubáts í net var á fimmta tonn og þurfti báturinn fleiri ferðir með afl- ann í land. □ þgt.ta á ýmsa vegu cg er eink- urp sptlað, .fyriv hjartveikissjúkl inga............. Sl. þriðjudag (23, þ. m.) fór stjórn klúbbsins á fund stjórnar sjúkralhússing og afhentu rúm þetta. .Formaðúr. klúbbsins sagði það.. von klúbbfélaga að rúm þetta yrði læknum sjúkrahúss- ins verulegur stuðningur í hinu þýðingarmikla starfi þeirra. Hann gat þess að undirtektir bæjarbúa héfðu, verið hinar beztu og sýndi það bezt hug al- niennin.gs til sjúkrahússins. Loks gat hann þess að félags- menn vildu einnig með gjöf þessari minnast látins klúbb- félaga, Guðmundar Tómasson- ar framkvæmdastjóra, sem ver- ið hefði einn af stofnendum klúbbsins. Formaður sjúkra- hússstjórnar, Eyþór Tómasson og yfirlæknarnir Ólafur Sig- urðsson og Guðmundur Karl Pétursson, þökkuðu Hugins- félögum framtak þeirra og vin- semd. Stjórn Hugins skipa þetta starfsár: Formaður Haraldur Sigurðsson bankagjaldkeri, rit- ari Pétur Pálmason verkfræð- ingur og gjaldkeri Jón Stefáns- son skrifstofumaður. Formaður fjáröflunarnefndar er Bergur Lárusson framkvæmdastjóri. □ SumarbúSimar að Hólavatni EINS OG undanfarin sumur Starfrækja KFUM og KFUK á Akureyri sumarbúðir að Hóla- vatni í Eyjafirði. — Innritun í dvalarflokka hefst n.k. fimmtu- dag, 2. maí. (Sjá auglýsingu annars staðar í blaðinu). Dval- Fruntsýning L. A. annað kvöld ANNAÐ KVÖLD frumsýnir Leikfélag Akureyrar „Óvænta heimsókn“ eftir John B. Priest- ley í Samkomuhúsinu. Leik- stjóri er Gísli Halldórsson. Höfundurinn, fyrrum hermað ur, síðan blaðamaður og mikil- virkur rithöfundur, hefur sam- ið fjölda leikrita, m. a. Hættu- legt horn, Óvænt heimsókn, Ég hef komið hér áður og Tíminn og við. Sum leikrit hans eru tal in á mörkum þess raunverulega og mjög spennandi. Svo er um það leikhúsverk, sem L. A. frum sýnir á morgun. Leikfélagið var svo heppið að fá hingað norður Gísla Hall-' dórsson, hinn kunna leikhús- mann, til að setja Óvænta heim sókn á svið. Er líklegt, að fimm vikna dvöl ,svo vandvirks leik- stj'óra hér á Akureyri, beri þann árangur, sem vert sé að veita athygli, ekki sízt þar sem einnig er um að ræða sérstætt og mérkilegt leikrit. Leikendur eru: Júlíus Odds- son, Sigurveig Jónsdótir, Ólafur Axelsson, Guðlaug Hermanns- dóttir, Sæmundur Guðvinsson, Laufey Einarsdóttir og Guð- mundur Gunnarsson. □ arflokkar verða í sumar sem hér segir: 7. til 21. júní: Drengir, 9 ára og eldri (fæddir 1959). 28. júní til 12. júlí: Stúlkur, 9 ára og eldri. 12. júlí til 19. júlí: Stúlkur, 11 ára og eldri. 19. júlí til 9. ágúst: Drengir, 9 ára og eldrf. 9. ágúst til 23. ágúst: Drengir, 11 ára o g eldri. Vegna aukinnar eftirspurnar er fólki bent á, að hafa sam- band við skrifstofu sumarstarfs ins sem fyrst. □ EINN GLEYMDIST I frásögn af fundi þessum féll niður nafn þess mannsins, sem mest undirbjó þennan ágæta fund, Eiríks Sigurðssonar, fyrr- um skólastjóra, og er hér með bætt úr því. í viðræðum við ýmsa borgara um bindindismál að undanförnu, virðist það álit manna, að áhugi sé vaxandi á þeim og er vel ef svo er. Og í sambandi við að endurtaka fundinn um bindindismálin eða halda annan jafn vel undirbú- inn, vill blaðið eindregið hvetja til þess. BREZKT KYNÞÁTTA- VANDAMÁL Árlegur innflutningur hörunds- dökkra manna og kvenna til Bretlands er nú talinn um fimm tíu þúsundir. Mál þetta er orð- ið pólitískt hitamál og er það haft eftir kunnum stjómmála- manni, að það væri hið mesta brjálæði að leyfa slíkan inn- flutning og með því væri brezka þjóðin að safna viði í sinn eigin bálköst. En í þinginu er þessa dagana rætt um stjóm arfrumvarp, sem afnema á allt kynþáttamisrétti í landinu. SVARTUR BLETTUR Fréttir herma, að 90 þúsund Indíánar liafi verið myrtir í eigur hinna myrtu, nauðguðu ekkjum og seldu þær síðan, svo og börnin. Fréttir þessar hafa vakið viðbjóð og sorg um allan heim. Brazelísk stjórnarvöld liafa nú heitið því, að taka í taumana og réfsa hinum seku hlífðarlaust, eftir að málið var kært og tjaldið dregið frá sviði þessara óliugnanlegu mála. UNGT FÓLK OG IÐNAÐUR Sextugt ungmennafélag í Hruna mannahreppi samþykkti á af- mælisfundi sínum að hvetja menn til að styrkja íslenzkan iðnað. Og félagsmenn sam- þykktu að leggja fram fjámiagn til þessa. Skömmu áður höfðu- menntaskólanemar á landsþingi samþykkt að skora á almenn- ing í landinu að taka íslenzkan iðnað fram yfir erlendan. Þökk sé hinum ungu mönnum. GÓÐUR HLJ ÓMGRUNNUR Iðnaðuriim hefur búið við vax- andi örðugleika undanfarin ár og staðnað, enda vegið að lion- um með tvennum hætti. Erlend um iðnvarningi hefur verið lirúgað inn í landið til að veita vissum aðilum viðskiptagróða, og verðbólgan innanlands hefur torveldað samkeppnisaðstöð- una. En í umræðum og deilum um iðnað hefur gleymzt að (Framhald á blaðsíðu 2). Fræðslukvöld um hreinlætisniál EÐVARÐ Friðriksen eftirlits- maður heilbrigðismála dvaldi á Akureyri nokkra daga og sýndi þá kvikmyndir og skuggamynd ir, kennslumyndir frá Osló, um ýmsa þætti heilbrigðismála, einkum varðandi meðferð mat- væla og hráefna til þeirra. En hreinlætið er þar veigamikill þáttur og í þeim efnum víða pottur brotinn hér á landi. Þessi kynning stóð þrjú kvöld og lánaði íslenzk-ameríska fé- lagið húsnæði og sýningarvélar. Eðvarð lét þess getið er blað- ið ræddi við hann litla stund að kynningu lokinni að Kjötiðn- aðarstöð KEA og Mjólkursam- lagið hefði óskað sérstakra kynninga fyrir sig, hvort í sínu lagi. En kynningunni lauk á sunnudagskvöld með sýningum fyrir matvörukaupmenn bæjar- ins. Sjálfur flutti Eðvarð skýr- ingar og þótti þetta bæði þörf kynning og mjög vekjandi. Að- sókn var yfirleitt góð, enda margt fólk hér í bæ, sem á einn eða annan hátt vinnur að mat- vælaframleiðslu og sölumaður Minkur fer í róður Guðlaug og Sæmundur í hlutverðum sínum. (Ljósmyndast. Páls) ÞAÐ bar við fyrir skömmu á Sævari frá Grenivík, þegar bát- urinn var kominn 8 mílur norð- austur af Gjögrum, að formað- ur sá mink fram á hádekkinu. Hafði hann farið með í þennan róður. Formaðurinn — Sævar Sigurðsson — hægði ferðina og vakti háseta sinn og ætluðu þeir að ná dýrinu. Það tókst ekki og hvarf það. Mun hafa stokkið fyrir borð, því vandlega var leitað í bátnum, en án ár- angurs. Frá Grenivík eru nú gerðir út þessir þilfarsbátar: Sævar, Frosti, Haraldur, nýkeyptur 35 tonna bátur, Víðir og Brúni. — Ennfremur er gerður út dekk- bátur á hrognkelsaveiðar og 4 trillur stunda sjóinn, þar af ein 4 tonna. Línufiskur Grenivíkurbáta er oftast tregur, einnig á þeim slóður, þar sem togbátar afla mjög mikið. □ sagði, að fólk tæki frðslu og ábendingum mjög vel, því flest- ir vildu standa vel í stöðu sinni en gerðu sér oft ekki nógu ljósa ábyrgð sína í meðferð hinna við kvæmu og þýðingarmiklu hrá- efna í matvælaiðnaðinum og í verzlunum. Þeir Eðvarð og Björn Guð- mundsson ‘heilbrigðisfulltrúi, sögðu blaðinu, að unnið væri að því að undirbúa nokkurra daga hópnámskeið hér og víðar um land, til fræðslu á þessu sviði. En kennslan nýtist bezt í flokka- eða hópkennslu fyrir hinar ýmsu greinar. □ Refir og refaskvttur í BÁRÐARDAL lagði bóndi einn út kindarskrokk hjá íbúð- arhúsi sínu, sem mannlaust hafði staðið um hríð. Klukkan 5 næsta morgun leit hann út og sá þá ref, sem runnið hafði á ætið, og skaut hann út um gluggann. Tveim stundum síðar kom annar og fór allt á sömu leið. Annar Bárðdælingur elti uppi tvo refi á snjósleða og þriðji bóndinn skaut þrjá refi úr skotbyrgi. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.