Dagur - 04.05.1968, Blaðsíða 1

Dagur - 04.05.1968, Blaðsíða 1
FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJOSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPICRING HVER ÍSLAUS DAGUR ER GÓÐUR Blönduósi 2. maí. Bóndi einn úr héraði er nýfarinn héðan af skrifstofunni og sagði hann mér, að 60 ær hans hefðu látið lömfoum. Læknar ráðleggja úti- vist sauðfjárins, en ill veðrátta hefur hamlað því. Hér er um smitandi og erfiðan sjúkdóm að ræða, sem stundum fyrr hefur stungið sér niður á bæjum. Miklir erfiðleikar steðja nú að landbúnaðinum og á vond veðrátta þátt í þeim. Engar kröfugöngur voru farnar hér 1. maí og engin kröfuspjöld sáust, fremur en vopn í Moskvu þenn an hátíðisdag verkalýðsins. Húnavakan á Blönduósi var mjög fjölsótt og gleðskapur bæði mikill og góður, að sögn þeirra, sem hana sóttu mest. Hafísinn sjálfan sjáum við ekki og finnst okkur hver ís- laus dagur góður dagui'. En kuldinn af ísnum leynist eng- um og minnir hann á nálægð sína á þann hátt. O. S. Teksf að gera Hörgá að laxveiðiá? AÐALFUND sinn hélt Stang- veiðifélagið Flúðir á Akureyri 29. apríl þar sem ársskýrslan var rakin og fjárhagsmál og framtíðarstarfsemi rædd. Félagið hefur næsta sumar Selá í Vopnafirði á leigu, en FJORUGT LEIKLÍST- ARLÍF Á AUSTUR- LANDI NÝLEGA voru sýndir á Reyð- arfirði Þrír eiginmenn. Leikstj. Jóhann Ogmundsson, Akureyri. Lukkuriddarinn er sýndur í Valaskjálf í Egilsstaðakaup- túni, undir leikstjórn Ragn- hildar Steingrímsdóttur, Ak- ureyri. Og á Eksifirði setti Er- lendur Svavarsson Reykjavík, Pilt og stúlku á svið. Af þessu má ljóst vera, að mikill leikáhugi er á Austur- landi og stendur leiklistarlífið með blóma á þeim slóðum, og áhugi á leiklistarmálum er mik ill og almennur, og hæfileika- fólk hvarvetna þar sem eftir er leitað. Á Austurlandi, sem og víða um land, utan höfuðborgarinn- ar, er svipaða sögu að segja: Oll vinna við leiksýningar bygg ist á sjálfboðaliðastarfi áhuga- fólks, þegar leikstjórn er frá- talin. Vinna fólksins er jafnan mikil, en um leið lærdómsi'ík, þegar það nýtur leiðsagnar góðra leikstjóra. □ ekki Hofsá í sömu sveit, eins og verið hefur undanfarin ár. Enn fremur hefur félagið nú á leigu Hluta Laxár í Þingeyjarsýslu, neðan fossa og allt til Oseyrar í Hólmavaðslandi. En svæði þetta er fyrir þrjár laxastengur og fjórar silungsstengur. Hluti lands við ána á þessu svæði er þó öðrum leigður. í þriðja lagi hafa Flúðir Hörgá á leigu og eru, í félagi við landeigendur, að gera merki lega tilraun með að rækta ána. í fyrra var sleppt í hana þrjú þúsund gönguseiðum og í sum- ar er ráðgert að bæta allt að sex þúsund gönguseiðum við. En áður bafði pokaseiðum verið sleppt þar, að virtist það bera árangur. Þá má geta þess, að Flúðir hafa 'sett nokkurt magn ársgamalla laxaseiða í Selá sl. 2 ár. En landeigendur setja þar seiði í göngustærð í sumar. (Framhald á blaðsíðu 7). MYNDIN er tekin 30. apríl og var kuldalegt um að litast. Á Höfnersbryggju má sjá margan stangveiðimann, þegar sjór er auður, draga vænan þorsk. (Ljósmynd: E. D.) Aðalfundur Kaupfélags Þingeyinga AÐALFUNDUR Kaupfélags Þingeyinga var haldinn á Húsa- vík í hinu nýja félagsheimili þar, dagana 23. til 24. apríl. Fundinn sátu eitt hundrað kjörnir fulltrúar frá deildum félagsins, félagsstjórnin, kaup- félagsstjórinn, endurskoðendur og nokkrir gestir. Fundinum stýrði Karl Krist- jánsson formaður félagsins og Ulfur Indriðason varaformaður þess. Ritarar fundarins voru Ind- Ólafur Jóhannesson talar á fundi Framsóknarmanna á Ak. Á FIMMTUDAGINN, 9. maí mun Ólafur Jóhannesson prófessor formaður Fram- sóknarflokksins flytja ræðu á fundi Framsóknarfélag- anna á Ákureyri, sem hald- inn verður á Hótel KEA. Þetta er í fyrsta sinni sem Ólafur talar á fundi hér á Akureyri eftir að hann var kjörinn formaður Framsókn arflokksins. Má því vænta þess að Framsóknarfólk í bæ og nágrenni fjölmenni á þennan fimd. □ riði Ketilsson, Hjörtur Tryggva son og Ingi Tryggvason. Eftir að kjörbréf höfðu ver- ið athuguð og lögmæti til fund- arsetu kannað, svo og lesnar upp fundargerðir deilda, flutti formaður ársskýrslu fyrir hönd félagsstjórnar um fundahöld hennar, ályktanir og aðra starf- semi 1967. Gerði grein fyrir málefnum, er síðasti aðalfundur hafði til hennar vísað. Sagði ennfremur frá helztu fram- kvæmdum félagsins á árinu, er lágu utan sjálfs verzlunarrekst- ursins. Að lokinni skýrslu formanns- ins flutti kaupfélagsstjórinn ýt- arlega skýrslu um verzlunar- reksturinn 1967 og fjárhagsaf- komu félagsins. Las upp og lagði fram aðalreikninga félags- ins á árinu 1967 og skýrði þá lið fyrir lið. Þá gerðu endurskoðendur fé- lagsins grein fyrir starfi sínu og mæltu með samþykkt reikning- anna. Nokkrir fundarmenn tóku til máls. Síðan voru reikningarnir sam þykktir í einu hljóði. Um einstök atriði úr sögu fé- lagsins á árinu er þetta helzt að segja: Heildarvörusala í búðum fé- lagsins var rúm'lega 98 milljón- ir. Það er 6% hærri sala en ár- ið áður. Á liðum þeim í rekstrinum, sem hægt er að koma hagræð- ingu við, varð ekki hækkun á árinu. Hins vegar hækkuðu þeir liðir, sem félagið hafði ekki á valdi sínu svo sem vaxta- kostnaður og opinber gjöld. — Einnig vai'ð gengisfellingartap. Afskriftir eigna voru reikn- aðar eins og árið áður. Reksturshalli yfirfærður til (Framhald á blaðsíðu 7). Verið að búa til umferðakort Kartöflurækt undir plastdúk í FYRRASUMAR var gerð til- raun með það á nokkrum stöð- um hér á landi, í fyrsta sinn, að rækta kartöflur undir plastdúk. En í Noregi og Danmörku hef- ur sú aðferð borið góðan ár- angur, með þei-m einfalda hætti, að plastdúkurinn er breiddur á kartöflubeðin. Auk meiri upp- skeru urðu kartöflurnar-jafnari að stærð og fyrr neyzluhæfar. Reynslan hér í fyrrasumar benti í sömu átt. Finnlaugur bóndi á Arnarstöðum í Hraun- gerðishreppi, segir (samanber Frey), að uppskeruauki undan glæru plasti hafi verið allt að 50%, en lítill eða enginn upp- skeruauki, þar sem svartur plastdúkur var notaður. -— En aukakostnaður er við „plast- ræktun“, þæði dúkurinn sjálf- ur og meiri vinnukostnaður. Við meiriháttar kartöflurækt undir plastdúk þai'f vélvæðing að koma til — til að spara vinnu. Við ræktun í smágörð- um er vinna síður metin til verðs, enda ekki aðkeypt, en uppskeran engu síður verðmæt. Kartöflurækt undir plastdúk ætti því að vera .áhugamál margra. En fleira má nefna í sam- bandi við plastdúk og ræktun. Nú er svo komið, að margir nota slíka dúka í stað glers yf- ir vermireiti, þar sem græn- meti er ræktað til heimilisþarfa og sölu. Nú er kvartað um erfiða tíma, dýrtíð og minni atvinnu en áður. Þetta örvar fólk til að rækta sjálft fyrir heimili sín. Koma má upp fremur ódýrum vermireitum, sem vel henta til að rækta kál og gulrætur, enn- fremur jarðarber, svo að eitt- hvað sé nefnt, til mikilla bú- drýginda, auk kartaflna. Nokkrir pokar af kartöflum og gulrófur og gLdrætur til vetrarins er mikils virði og vert fyrir þá að athuga möguleikana sem finna til þess, að mánaðar- kaupið endist of skammt. Til þess eru ráðUnautar og ræktunarmenn ekki of góðir, að veita nauðsjmlegai' leiðbeining- ar. En í þessu efni er ekki vert, þótt svalt sé þessa daga, að fresta nauðsynlegum undirbún- ingi. □ VERIÐ er, á vegum umferða- öryggisnefndar og umferða- nefndar bæjarins, að búa til umíerðakort af Akureyri. Kortið varður í litum, að- albrautir og einstefnuaksturs- götur greinilega merktar. Enn- fremur verða þar ýmsar aðr- ar nytsamar upplýsingar um umferðamál. Þessu korti verð- ur dreift um bæinn, væntanlega nú um miðjan mánuðinn. Kostur er gefinn á auglýsing- um einstaklinga og fyrirtækja og þarf í því efni að snúa sér til Sigurðar Sigurðssonar bókhald ara eða Hermanns Sigtryggs- sonar æskulýðsfulltrúa. Umferðaöryggisnefnd hefur ráðið Þórodd Jóhannsson til að flytja fræðsluþætti um umferða mál á fjölmennum vinnustöð- um í bænum. Fræðslufundir verða haldnir víða í héraðinu, og einnig hér í bæ, á tímabil- inu 10. til 20. maí. Fundarstað- ir eru: Ólafsfjörður, Dalvík, Grenivík, Melar, Sólgarður, Freyvangur, Skógar, auk Ak- ureyrar, og verða fundirnir auglýstir síðar. Væntanlega getur blaðið birt leiðbeiningarmynd af Akureyri í næstu viku, en sú mynd hef- ur enn ekki verið tiltæk. □ FANNEY SOKK UT AF HORNI FANNEY RE 4 sökk sl. fimmtu dagsnótt 25 sjómílur suðaustur af Horni. Sjö manna áhöfn fór í björgunarbátana og Björgvin frá Dalvík fór með skipsbrots- menn til Siglufjarðar. Skipstjóri var Kristján Rögnvaldsson. Veður var gott. Siglt var um íshrafl. Fanney var smíðuð vestan hafs 1945, sérstæð að allri gerð og hefur sinnt mörgum verk- efnum, sem kunnugt er. Hún var í eigu Síldarverksmiðja ríkisins. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.