Dagur - 04.05.1968, Blaðsíða 4

Dagur - 04.05.1968, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síniar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðamiaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Traustan grunn vantaði EEN AH AGSM ÁL ARÁÐUN AU T- UR ríkisstjómarinnar, Jónas Har- alz, flutti mikla ræðu á þingi iðn- rekenda, nú fyrir skömmu. Þessi um mæli eru m. a. prentuð úr ræðunni í einu stjórnarblaðanna í Reykjavík: „Því miður hefur efnahagsþróun- in undanfarin ár beinzt inn á braut- ir, sem ekki er varanlegur grundvöll- ur fyrir. Við höfum lent í enn einu síldarævintýrinu, sem nú torveldar okkur vöxt á traustari grundvelli. Við höfum beitt okkur að síldar- gróða en jafnframt vanrækt aðra þætti atvinnulífsins. Meginverkefní næstu ára er að skapa grundvöll fyrir alhliða þróun, er ekki sé einungis miðað við innlendan markað, lield- ur einnig miðað við útflutning. Reynslan segir okkur, að án þess að útflutningur aukist náist ekki ör hagvöxtur". Eins og að framan segir, þurfi að treysta grundvöllinn því að liann sé ekki varanlegur í efnahagsþróun- inni. Og hann kennir síldveiðunum þar um. Aðrir þættir hafi verið van- ræktir. Þetta er harður dómur um viðreisnarstefnuna. Að sjálfsögðu hvetur ráðunauturinn til að skapa traustan grundvöll efnaliagslífsins — búa til nýjan —. Verður þá mörgum að spyrja: Er ríkisstjóm, sem ekki hefur tekizt betur en raun ber vitni í löngu samfelldu góðæri, fær um að leggja nýjan þegar skórinn kreppir, eins og nú? Sennilega munu flestir svara því neitandi, ef stuðst er við reynsluna. En með einliverju þurfti að afsaka þá staðreynd í upphafi „iðnkynningar“ að alger stöðvun í íslenzkum iðnaði 1967 sé af einhverj um orsökmn! I ávörpum sínum 1. maí leggja verkalýðsleiðtogar áherzlu á eflingu iðnaðar í landinu, sem vanræktur hafi verið of lengi. Þar vegur iðn- kynning lítið á móti þótt hún sé góðra gjalda verð og allir þjóðliollir menn eigi að styðja bæði í orði og verki. Ef iðnkynningin sannfærir valdhafana um nauðsyn breyttrar stefnu, er ávinningurinn tvíþættur og er vel ef svo verður. □ Menn þurfa að læra að njéla hinna miklu gjafa iífsins segir Sigtryggur Símonarson mjólkurbílstjóri á Jórunnarstöðum Á FIMMTA HUNDRAÐ bænd- ur í byggðunum við Eyjafjörð framleiða árlega 20 millj. lítra af mjólk og senda til sölu og vinnslu í elztu mjólkurstöð landsins, Mjólkursamlags KEA á Akureyri, sem nýlega minnt- ist 40 ára starfs. Hinar lifandi og dásamlegu efnaverksmiðjur, sem felast í hverju grænu blaði jurtanna, og með hjálp sólarljóssins ■vinna efni úr lofti og jörð, 7 til 8 þús kynbættar mjólkurkýr, sem breyta grasi og heyfóðri í þann lífdrykk okkar, sem allri fæðu er betri í ávaxtalausu landi, og að síðustu mjólkurstöð, er keðja í hinu daglega lífi og undirstaða vaxtar og velmegun- ar í sveit og bæ. Mjólkurbílstjórarnir eru þýð- ingarmiklir í þessari keðju fram leiðslu og neyzlu dýrmætustu fæðutegundarinnar, sem þjóðin á. Þeir aka morgun hvern í sín- um stóru mjólkurflutninigabíl- um í bæinn, og eru margir komn ir þangað og sumir um langan veg, áður en dagsins önn hefur truflað drauma mætra bæjar- manna. Okumenn bænda eru margir þreklegir, enda vaskir menn, sem taka daginn snemma, svo sem fyrr og síðar hefur þótt bera mönnum gott vitni. Þeir þurfa að geta tekið til hendi við þungaflutningana, ekki aðeins við mjólkurbrúsana, sem með hverju ári verða fleiri og stærri, heldur einnig við sekkjavöru, sem flutt er úr kaupstað í sveit til búrekstursins. og þeir mega ekki láta bugast í stórhríðum og snjóatöfum skammdegisins. Og þeir munu flestir öruggir til orðs og æðis í daglegum störí- um sínum fyrir bændastéttina, — enda menn, sem ekki velja auðveldustu leiðina til að vinna fyrir daglegu brauði. Þeim hef- ur oft verið við brugðið í seinni tíð þegar erfið ferðalög hafa borið á góma og þrekraun þurft til að komast á leiðarenda. Einn þessara marrna er Sig- tryggur Símonarson á Jórunn- arstöðum í Eyjafirði. Hann er fæddur og upp fóstraður í Öl- vesgerði í Saurbæjarhreppi; var tólf ár bóndi í félagi við Tryggva bónda á Jórunnarstöðum, en hefur nú verið mjólkurbílstjóri í samfelld átta ár. Hann á, eins og fleiri Eyfirðingar, um sárt að binda vegna berklaveikinnar. Móðir hans og systir hans, 14 ára, dóu báðar úr berklum árið 1919, en þá var Sigtryggur að- eins fjögurra ára. Hann ólst svo upp með föður sínum og skildu þeir ekki meðan báðir lifðu, en Símon andaðist árið 1935, þá nær 71 árs. Kvæntur er Sigtryggur Hrafn hildi Aðalsteinsdóttur og eiga þau hjónin fjögur börn. Hann telur kvonfang sitt og síðan börnin hinn stóra vinning lífs síns og jafnframt þann eina markverða. Sigtryggur er hár maður, þrekinn og kraftalegur, rauðhærður og bláeygur. Greindur mun hann í bezta lagi, oftast skjótur til svars og gagn- orður, geðríkur nokkuð og kem ur til dyranna eins og hann er klæddur. Nokkuð Ieiðigjamt að flytja mjólkina ár og síð? Þegar maður lítur til baka, yfir lengri tíma, er starfið ekki viðburðaríkt. En þó er enginn dagur öðrum líkur og jafnan ber eitthvað nýrra við. Stóivið- burðir eru hins vegar sjaldgæf- ir og slysum hefi ég ekki orðið fyrir og er ég því láni þakk- látur. Um erfiðar vetrarferðir er ekkert að segja. Þær geta tekið langan tíma í stórhríðum og miklum snjóalögum. En ég nýt þess aðra daga að aka um fagurt hérað, t. d. á björtum sumardögum. Það er ánægju- legt að fylgjast með því hvernig ræktarlönd bændanna stækka ár frá ári og ný hús rísa af grunni. Og hvað hefur þú dagleg sam skipti við mörg heimili í svpit þinni? Ég annast flutninga fyrir 30 fjölskyldur. Flyt afurðir bú- anna til bæjarins og vörur til búa og heimila. Fyrrum hafði Sigtryggur Símonarson. ég ehmig á hendi fólksflutn- inga, en nú ek ég bifreið með einföldu húsi og er laus við farþegaflutninga að mestu, eða hef misst þá, hvort réttara er að segja. En þungavörurnar, pakk amir og pósturinn er alveg nóg. Hvernig semur þér svo við sveitunga þína í starfinu? Árekstrar út af staríi mínu hafa nær engir orðið. Ég reyni að hafa allt á hreinu í viðskipt- unum. Tek nótur fyrir öllu, sem ég kaupi fyrir Pétur og Pál, enda er samkomulagið gott og frá mínum bæjardyrum séð eru þessi samskipti sæmilega ánægjuleg. Skeði ekki ýmislegt skemmti legt á meðan þú liafði fólks- flutninga? Jú, ekki get ég neitað því. Það skringilegasta er hreint ekki til þess fallið að koma fyrir almenningssjónir. En það skemmtilegasta var það, að vera með glöðu og góðu fólki. Viðræður þess voru oft hinar fróðlegustu og tilsvör stundum frábær. Þú minntist áðan á hinn fagra Eyjafjörð? Já og kvað ekki of sterkt að orði. Hins vegar er ég ekki svo blindur, að ég sjái ekki einnig fegurð annarra héraða. Til þess þarf ekki lengra en austur í Þingeyjarsýslur, að sjá bæði fjölbreyttari og svipmeiri nátt- úrufegurð. Jafnvel hraunin búa yfir undra mikilli fegurð. Ferðu snemma á fætur? Ég legg af stað kl. 6.45 að morgni. Heim kem ég venjulega kl. 7—8 að kveldi. Það er margt, sem tefur, þótt leiðin sé ekki löng. Sumir bændur verða þó að fara fyrr á fætur en ég, til að mjólka og koma mjólkinni í veg fyrir mjólkurbílinn. Margir eru árrisulir í Eyjafirði og flest um er það gott. Þú munt stunda veiðiskap þegar tími er til? Ég skaut dálítið af rjúpu á meðan ég var yngri. Nú reyni ég að gefa mér tíma til að fara með stöng og veiða silung stöku sinnum og þykir mér það hin bezta skemmtun, sem völ er á. Ég fékk einu sinni átta punda urriða í Eyjafjarðará, mjög sér- kennilega og frétti af öðrum svipuðum. Hann var svo dökk- ur, að annað eins hefi ég ekki séð, en jafnframt feitasti silung um, sem ég hefi dregið. En mest hefi ég fengið 16 bleikjur í Eyja fjarðará, seinni part dags og í sumar veiddi ég þar dálítinn lax, heldur leiðinlegan í drætti. Vænsta bleikja, sem ég hefi veitt í ánni, var sex pund, falleg ur fiskur. Fórstu aldrei í fyrirdrátt? Jú, einu sinni, það var fyrsta sunnudag í sumri 1936, með Daníel í Saurbæ, en hann var þá í Samkomugerði. Vöxtur var í ármi, eftir hlýindi, en þennan dag gekk hann í norðan svarra. Ég átti brúnan hest, traustan og góðan. Á honum reiddi ég netið í poka niður að ánni. Daníel sagði, er þangað kom, að bezt væri ég prófaði ána og færi yfir. Gerði ég það og gekk vel. Þetta var við Arnarhól. Ég gaf svo út netið og steig á bak á ný og reið með ánni. Netið barst fremur hægt undan straumi, þar til Daníel kallar, að mér sé nú óhætt að ríða út í til að buga netið upp. Ég gerði það og taldi mig fara á sama stað og áður, miðað við snjódíla á árbakkan- um. En fyrr en varði skall yfir og Brúnn fór á hrokasund, en ég hafði ekki sundriðið áður. Gerðist það nú jafn snemma, að netið tók í með fullum þunga og tóið var á enda. Ætlaði ég nú að stöðva hestinn, eins og á þurru landi, og brást mér þar boga- listin, því hesturinn reis upp og ég losnaði úr hnakknum en náði þó taki á faxi eða hnakk- nefi. Ég kunni ekki sund. Daníel kallaði hástöfum og sagði mér að sleppa netinu. Það gerði ég ekki og klárinn svam til lands með mig og netið. Eitthvað spriklaði í netinu og fannst mér ekki eftir neinu að bíða að koma því og veiðinni á land, en varaði mig ekki á því, að ég dró netið á loft og silungurinn hvolfdist úr því við tærnar á okkur nema tvær silungsbrönd- ur. Ég var reynslunni ríkari og fengum við 13 í öðrum drætti á sama stað og gekk allt skaplega. Veiðin var 15 fallegar bleikjur, hinar Ijúffengustu. Ekkert fengist við niinkinn? Ekki hefi ég nú stundað minkaveiðar. Hins vegar sá ég einu sinni minkaslóð í nýfölln- um snjó, skammt norðan við Hóla, meðfram ánni að vestan- verðu. Ég skoðaði slóðina og síð an sá ég hana öðru hverju úr bílnum á leiðinni frameftir. En vegurinn liggur nálægt ánni. Ég hitti kunningja minn, Hjalta í Ártúni og sjálfur sótti ég heim haglabyssu. Við fórum svo að leita. En þar sem við síðar mættumst við ána, sáum við tvær minkaholur. Tróðum við strax upp í aðra og Hjalti fór að stinga niður árbakkann. Minkurinn kom þá úr holu sinni eins og örskot og misstum við hans. Hann skaust undir bakka þar skammt frá. Hjalti hjó þá í árbakkann, þar sem hann var og styggði hann fram. Var hann þá í dauðafæri frá mér og fór hann ekki lengra. En rjúpnadrápið? Um það er lítið að segja. Þó var ein rjúpnaferðin mín dálítið skrýtin. Ég var þá hjá Jóhanni bónda á Möðruvöllum. Eitt sinn kom ég úr kaupstað og ætlaði til rjúpna morgunin eftir. En Reið ég svo út að Grund og rak erindi mitt. Heimkominn spurði pabbi mig, hvort ég hefði ekki ég svaf nokkuð lengi. Jóhann spurði mig hvað ég hugsaði að sofa svona lengi. Hann var glett inn á svip og skildi ég síðar hvað því olli. Það var komin grenjandi hríð. En ég klæddist og bjó mig til ferðar. Aldrei hafði mér áður hugkvæmzt að fara til rjúpna í slíku veðri. Það var kóf í byljunum en upp rof á milli. Þó var ég ferðafús og léttur á mér þar sem ég gekk upp með Möðruvallalæknum. Þetta mun hafa verið haustið 1938. Líklega í nóvember. Það hafði hríðað áður um haustið og orð var á því gert, að Páll Guðmundsson frá Seljahlíð, þá á Helgastöðum, ætti eitthvað af fé úti, sem ekki fannst. Sjálfur var Páll þungfær orðinn til fjár leitanna. Jæja, þegar ég er kom inn þarna spölkorn uppeftir geng ég fram á tvær ær í lækjar gilinu. Onnur stóð á steinum í læknum og var því þurr en hin stóð með afturfætur í vatni. Ég dró kindurnar upp og var sú máttfarin, sem í vatninu stóð. Rétt á eftir sá ég kindarhaus upp úr snjónum í gilinu þar skammt frá. Alls fann ég þarna fimm kindur, þar af eitt lamb. Páll átti æmar en mark Jóns Sigfússonar í Kálfagerði var á lambinu. En hann hafði þegar kollheimt og auglýsti þetta lamb síðar. Svona fór úm þessa rjúpnaferð mína. Ég fór heim með kindurnar og þar með var ferðalagi mínu lokið þann dag- inn. Mér fannst ferðin góð þótt ég hefði ekki not af byssunni. Hafa nokkur lítt skiljanleg atvik fyrir þig borið? Lítið fer fyrir því, enda er ég hvorki skygn eða berdreyminn. Þó er ekki fyrir að synja, að þau atvik hafi gerzt, sem ég ekki fæ skilið. En ekki þurfa það að vera merkileg atvik að heldur. Ég mun hafa verið átta eða níu ára þegar faðir minn kom einn sumarmorgun inn til mín og vakti mig. Hann var þá búinn að reka kýr í haga og kom með hross heim. Sagðist hann ætla að senda mig út að Grund og átti ég að kaupa eitt- hvað smávegis í verzlun Magn- úsar kaupmanns og bónda þar. Fór hann síðan með orf sitt og gekk að slætti. En ég ætlaði nú fyrst að sækja vatn út í lind til að þvo mér áður en ég legði af stað. Greip ég fötuna og gekk fram göngin. Man ég vel, að ég sá út í sólskinið, þegar ég var kominn fram fyrir beygju í göngunum. Útidyr stóðu opnar og glaðasólskin var úti. Hraðaði ég mér nú fram göngin. En þá sá ég allt í einu hvar maður kemur úr suðausturhorni bæjar dyranna, á móti mér. Allt bar þetta að með skjótum hætti og varð mér illt við. Sá ég greini- lega útlínur mannsins en ekki sá ég andlit hans svo að mér festist í minni. Eitthvað flaxað- ist aftur af honum, eins og úlpa eða yfirhöfn. En ég sneri við og hljóp til baka og skellti aftur hurð í göngunum. Ég og pabbi bjuggum einir og var ég nú einn í bænum með þessum ókunna manni. Má nærri geta um sálarástand mitt. Saknaði ég föður míns ákaflega, en ekki var hans von heim fyrst um sinn. Smám saman minnkaði hræðslan. Vatnið fann ég í bak- katli á eldavélinni og hressti þvotturinn mig. Að síðustu herti ég upp hugann og fór út. Varð ég einkis var. Fór ég hross inu á bak og reið-til pabba yfir svokallað Steinbogasund. Sagði 5 ég honum það, sem fyrir mig hafði borið en hann svaraði fáu. mætt neinum á leiðinni, er ég fór að heiman. Ekki var það. Hann sagði mér þá, að litlu eftir að ég fór, hefði maður úr ná- grenninu komið með hest og vagn og flutti hann lík aldraðs manns á leið til greftrunar í Miklagarði. Yfir höfðagafli kist unnar var ábreiða eða teppi. Fleira sérstakt fyrir borið? Varla getur það til tíðinda talist. Það bar til eitt vetrar- kvöld þegar við pabbi vorum að gefa fé í fjárhúsum, að fjár- húsdyrnar opnuðust. Hurð féll þar fast að stöfum, enda húsið snarað og skakkt á þann veg að hurðin toldi ekki opin. Ég var innan við tóftardymar er þetta bar við. Hurðin féll aftur eftir andartak og kindurnar, sem höfðu raðað sér á garðann, tvístruðust. Enginn maður var sjáanlegur. Þetta gerðist í björtu veðri að degi til, síðari hluta vetrar. Daginn eftir og á sama tíma vorum við aftur í fjárhúsum. Ég var í tóftinni og aftur sá ég birtu falla á hey- stabbann til hliðar við mig, þeg ar fjárhúshurðin opnaðist. En nú stóð maður í dyrunum. Það var kunningi okkar. Vatt hann sér inn fyrir og ræddi við okkur um stund. Svo bar það eitt sinn við, er ég um tíma var hjá Jóni Sigfús- syni í Samkomugerði, að ég skrapp sunnudagskvöld eitt yfir í Bringu og sótti byssu mína úr viðgerð til Magnúsar Árnason- ar, hagleiksmanns, er þá bjó þar, oft kenndur við Litladal. Er heim kom var rökkvað og tók ég þegar að leysa fjósheyið. Hafði ég grafið hring-geil inn úr tóftai'dyrum. Þar sem ég nú stend og er að enda við að leysa 'heyið, en átti eftir að vigta það, eins og þá var siður þar, vissi eg ekki fyrr til en mér fannst eitthvað koma þarna inn og fara inn í geilina. Fylgdu þessu ónot og óhugnaður og dró úr mér mátt. Ég þóttist vita að þetta „eitthvað“, sem ég ekki sá en fann, færi kring um stabb- ann. Yrði ég því á vegi þess. Þrýsti ég mér nú í óskiljanlegu fáti eins og ég gat upp að hey- (Framhald á blaðsíðu 7). María Pétursdóttir Fædd 22. febrúar 1924 Dáin 30. marz 1968 KVEÐJA til hjartkærrar vinkonu frá heiniilisfólkinu Laxagötu 3 Svo óvænt kom hin dökka dís og dóma felldi sína og harmabylgja höfug rís, er helgar vonir dvína. Of fljótt þú varst til ferðar kvödd, við finnum sviða í hjarta, en minninganna milda rödd, fær minnt á daga bjarta. Þeir líða fram og ljós og blær víst leikur um þá alla og lindin hjalar, lyngið grær og lauf — sem aldrei falla. Það gefur sýn í sólarátt og sóley nett í spori þar sem þeir léku lífsins þátt, er Ijúfu unnu vori. Þín vinsemd var á bjargi byggð, liún brást ei nokkru sinni. En reyndist jafnan raunsömi dyggð — það ríkt er fest í minni. Og nú við þessi þáttaskil við þökkum gengnu sporin og vináttunnar yndisyl í ætt við mildu vorin. Við nutum hans og vermdumst vel og við það birti yfir, þótt fórn án nægðar heimti Hel — í hugum minning lifir. Nú björtust dís með blys í hönd þér brautir nýjar greiði, svo rósir lifni og rofni bönd og röðull skini í heiði. J. Ó. é Um laugafruflun íhaldsins á Akureyri ÞAÐ spaugilega tiltæki Morgun blaðsins 27. apríl að slá upp æsi frétt um starfsemi „kommún- ista“ á Akureyri mun víðast hafa vakið aðhlátur, en óneitan lega um leið athygli á því, að til er hérlendis fólk, sem lætur sér ekki standa á sama um þjóðar- rnoi'ð það, sem Bandaríkjamenn eru að fremja í Vietnam. Þetta sama mætti segja um skrif vikublaðsins íslendings á Akureyri sl. þriðjudag, en rit- smíðar hans bei'a auk þess menningar og hugarástandi rit- stjórans slíkt vitni, að orða- skipti við hann koma tæpast til greina, enda er honum efst í huga að hvetja til pólitískra of- sókna til að hefta starfsemi „ungkommúnista“. Á annan hátt verður önnur grein hans vart skilin. Rétt er að benda á, hve breið an hóp ihaldsblöðin kalla komm únista, þegar þau eru í þessum ham. Ritsmíðar íslendings benda því til þess að ritstjórinn sé farinn að óttast að sú alda róttækni sem nú breiðist út meðal ungs námsfólks víða í Evrópu hafi einnig náð til Akur eyrar. íslendingsritstjórinn reynir svo að sýna Morgunblaðskolleg unum námsgetu sína og notar tækifærið til að brýna Hanní- bal. Vonandi merkja þeir fram- för. Átyllan til þessara æsiskrifa íhaldsblaðanna er sú, að Viet- nambréfi nr. 3 var dreift á Ak- ureyri um leið og Morgunblað- inu á sumardaginn fyrsta, sýni- lega til að mótmæla hinni sví- virðilegu afstöðu þessa volduga blaðs til Vietnamstríðsins, en ekki til að spara fé og fyrirhöfn eins og Jón Helgason formaður Alþýðubandalagsins á Akur- eyri heimskar sig á að upplýsa í Morgunblaðinu, ótilkvaddur að eigin sögn. Vietnambréfin innihalda hlut lægar upplýsingar um eðli og gang Vietnamstríðsins án stór- yrða og æsinga, þeirra er ekki þörf. En þessar upplýsingar, sem oftast vantar í hinar dag- legu fréttir, eða koma þar sam- hengislaust innan um fréttir af stríðsrekstrinum og ummælum stjórnmálamanna, knýja lesend ur bréfanna til að hugleiða og endurmeta heimsmálin af al- vöru og án fordóma, enda kallar Sverrir Pálsson skólastjóri áhrif bréfs nr. 3 á sig „óvenju- lega reynslu". Á meðan Vietnamstríðið leit- ar á samvizku mannkynsins með meiri þunga en nokkuð annað sem gerzt hefir frá lok- um heimsstyrjaldai'innar og dómstóll Russels úrskurðar framferði Bandaríkjanna í Viet nam glæp gegn mannkyninu, en sænskur ráðherra úr flokki socialdemokrata er meðal for- ystumanna í kröfugöngu, sem beint er gegn Bandaríkjunum, vilja íhaldsblöðin hér forða les- endum sínum frá þeirri „reynslu" að hugsa þessi mál. Að lokum þetta: Viðbrögð íhaldsblaðanna benda ekki til þess, að málstað Bandaríkjanna hafi vei'ið gerður greiði með dreifingu bréfsins, eins og Þor- steinn Jónatansson þykist hafa fundið af skarpskyggni sinni. Hitt mun sanni nær, að öll kynning á því dragi heiðarlega og réttsýna menn til mótmæla gegn Bandaríkjastjóm og lepp- um hennar. Skrif Þorsteins er hins vegar greinilega af annarlegum hvöt- um, og smáborgaraviðhorfin auk þess sízt minni hjá Verkamann- inum en hjá íhaldsblöðunum. Hér með er mál þetta útrætt af minni hálfu. Akureyri, 2. maí 1968. Jón Hafsteinn Jónsson. P. S. Heyrzt hefir, að Halldór Blöndal hafi ritað ofannefndar greinar í íslendingi, þótt ekkert nafn sé undir. Gæti það orðið nokkur skýring? J. H. J. Á ðS leggjð niður prests- embæiti í Höfn? Blaðinu liefur borizt ef tirfarandi. vitnisburðum margra er HEILBRIGÐUM mönnum er ekki tamt í velsæld sinni að hugleiða þann möguleika, að skyndilega standa þeir frammi fyrir þeirri staðreynd, að ást- vinur 'þeirra sé sendur í skyndf á sjúkrahús erlendis vegna slyss eða sjúkdóma, sem engin aðstaða er til að lækna hér heima. Slíkir atburðir gera sjald an boð á undan sér. Vel gæti farið svo, að þú, sem þetta lest, standir skyndilega í .þessum sporum, að verða að fára utan annað hvort sem sjúklingur eða með sjúklingi, sem þér er ná- kominn, t. d. barni þínu eða öðrum nánum ástvini, til lands, þar sem þú þekkir engan og getur varla eða alls ekki bjarg- að þér í málinu, sem. þar . er. talað. Hvað mundir þú gera til und iihúnings? í vaxandi mæli hafa fjölroarg ir íslendingar staðið frammi fyrir þessu vandamáli. í Kaupmannahöfn hafa marg ir íslendingar fengið bitra reynslu einstæðingsskapar á míög dýru hóteli, sem sendiráð- ið hefur útvegað langt frá sjúkrahúsinu, sem daglega.þarí að heimsækja. Hlutverki sendi- ráðsins er þar með lokið að mestu eða öllu leyti, og íslend- ingurinn stendui' aleinn með öll sín vandamál og vandamál ást- vinarins í ókunnri borg, einangr aður, ef hann skilur ekki talaða dönsku, þótt hann geti gert sig skiljanlegan við og við á skóla- dönsku eða ensku. Síðastliðin 4 ár hefur orðið gjörbreyting til batnaðar á þess um málum í Kaupmannahöfn með komu íslenzka prestsins, séra Jónasar Gíslasonar. Séra Jónas hefur sýnt það í verki, að hann skilur veiga- mesta starf prestsins, þjónust- una og sálgæzluna, þ. e. að leysa eftir megni hvers manns vanda með hvers konar fyrir- greiðslu, hafa samband við sjúklinga og einmana aðstand- endur, veita þeim andlegan styrk, huggun og kjark í áhyggj um, vonleysi, sorgum og jafnvel í örvæntingu. Þetta hefur verið aðalstarf séra Jónasar fyrir hina fjöhnörgu hjálparvana ís- lendinga, sem hafa leitað til hans. íslenzkir námsmenn í Kaup- mannahöfn hafa sömu sögu að segja um hjálpsemi og leiðbein- ingu séra Jónasar. Það mun vera fjarri séra Jónasi og öllum öðrum sönnum kirkjunnar þjónum að láta blása í básúnur fyrir sér, þ. e. að auglýsa þau störf, sem unnin eru af kærleik, því sönnum presti finnst hann aðeins vera að gera skyldu sína með þess- um störfum, en það er ekki hægt að þegja um þessi „leynd- armál“, þegar Alþingí héfur samþykkt frumvarp fjármála- ráðherra um að fella niður fjár veitingu til þessa embættis, svo að starfið verði lagt niður. Eftirfarandi umsagnir eru úr drættir úr bréfum ýmissa manna, sem staðfesta það, sem hér hefur verið sagt: Kaflar úr umsögnum manna um starf íslenzka prestsins í Kaupmannaliöfn. . . . Á taugaskm-ðdeild Rík- þó sleppt: isspítalans eru stöðugt inn- lagðir íslenzkir ríkisborgarar —• oft alvarlega sjúkir — og á stundum eru íslendingarnir fleiri en 10% af samanlögðum sjúklingafjölda deildarinnar. — Vegna mismunandi tungumála er okkur oft ógerlegt að standa í sambandi við sjúklingana, svo við verðum að nota túlk til að fá fram nauðsynlegar upplýs- ingar varðandi sjúkdóminn, og það sama er uppi á teningnum, þegar um er að ræða sérstakar rannsóknir, er krefjast virkni sjúklingsins. Um sama vanda- mál er að ræða, þegar við vilj— um hafa samband við aðstand- endur sjúklings .... í öllu þessu varðandi sjúk- lingana, aðstandendur þeirra, og ekki hvað sízt, starf deildar- innar, hefur okkur verið ómet- anleg hjálp af pastor Gíslasyni, sem alltaf hefur fúslega mætt sem túlkur, auk þess sem hann hefur að eigin frumkvæði heim- sótt sjúka landsmenn sína til mikillar uppörvunar fyrir þá .... Eins og sézt af framanrit- uðu, er spítalastarf pastors Gíslasonar mjög umfangsmikið. Það er ætíð unnið á mannleg- an, jákvæðan og nærgætinn hátt .... Ég vona að þér skiljið þýð- ingu starfs pastors Gíslasonar og áhyggjur okkar yfir þeim vandræðum, sem niðuríelling starfsins muni valda sjúkling- um, aðstandendum og viðkom- andi læknum .... J. Riishede (sign.) , professor, dr. med., Taugaskurðardeild Ríkisspítalans, , Kaupmannahöfn. . . . Starf prestsins meðal ís- lendinga í Kaupmannahöfn og enda annars staðar á Norður- löndum eftir því sem við hefur verið komið, er vinsælt og þakksamlega þegið. Ber því beztan vott sóknin á þær guðs- þjónustur, sem hann heldur þar, og hver sóknarprestur á íslandi mundi telja sig mega vel una, og enda mæta vel mið- að við stærð safnaðarins. Hitt er e. t. v. aukaatriði frá sjónarmiði kirkjunnar, að oft er kallað á prestinn til erinda- flutnings um ísland eða íslenzk málefni á ýmsum mannfundum. Starf hans á þennan hátt, sem „menningarfulltrúi“ (kultur- attaché) við sendiráðið er eng- an veginn óverulegt. Síðasta atriðið og það, sem fyrir mér verður e. t. v. þyngst á metunum er það óhemju mikla og erilsama, en um leið harla þýðingarmikla starf, sem presturinn ynnir af hendi fyrir þá fjölmörgu sjúklinga, sem fara til Kaupmannahafnar og aðstandendur þeirra. Er þar oft um að ræða ferðir til rannsókn- ar í erfiðum og tvísýnum sjúk- dómum. Veit ég til þess, að að- stoð prestsins og fyrirgreiðsla hefur oft orðið slíkum sjúkling- um og aðstandendum þeirra ómetanleg hjálp til lausnar raunhæfum vanda og styrkur í miklum þrengingum. — Hinir sjúklingarnir eru því miður ekki færri, sem þurfa að fara á sjúkrahús þar ytra til hættu- legra aðgerða. Á það um fram, (Framhald á blaðsíðu 7)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.