Dagur - 04.05.1968, Blaðsíða 2

Dagur - 04.05.1968, Blaðsíða 2
2 Nauðsyn að til nafna sé vandað í „DEGI“ frá 10. apríl er grein með fréttum af stanfsemi HSÞ. Gefur greinin tilefni til ofur- lítilla athugana, og skal þá byrjað á nafni samtakanna eða nafnleysi, því aldrei í grein- inni er annað en skammstöfun- in notuð, þegar ekki er talað um samband, og lesendum ætl- að að skilja. Þetta mun véra ungmenna- eða íþrótta-sam- band, en forðast ér að láta það koma fram í heiti þess, eða hafa sémafn á samtökunum, sbr. Skarphéðinn á Suðurlandi. — Héraðssamband Þingeyinga eða Héraðssamband Suður-Þing- eyinga eða ei'tthvað í þá átt mun þetta samband heita. Slík náfngift getur á'tt við öll félaga- samtök á sömu slóðum. Aftur á móti mun bæði búnaðarsam- band og kvennasámband t. d. gefa í nöfnum sínúm ögn 'til 'kynna um félagsskapinn. Virð- ist það lýsa undarlega mikilli andlegri fátaekt Þingeyinga þetta heiti, sem notað er á sambandinu, af hvei-ju sém það stafar. E. t. v. hefir ekki þótt fært að kalla það ungmenna- samband, því aldurshámai'k mun ekki ætíð tiltekið í ung- mennafélögum þessum. íþrótta- félag er í Húsavík innan sam- bandsins, og eru ekki íþróttir eina eða næstum eina starf þessa sambands, og mætti kenna það við þær? Prentvillupúkinn virðist hafa ruglað efni áminntrar frétta- greinar og örðugt að lesa í mál- ið. En sagt er frá umræðum um leiðbeininganámskeið að Laug- um og óskir annarra sambanda á Norðurlandi um þátttöku. Því mátti ekki nefna þetta nám- skeið sínu rétta nafni? Að öH- um líkindum er átt við íþrótta- námskeið, sbr. framanritað, og þá leiðbeiningar í þá átt. í greininni er lýst óánægju yfir þeim tíma, sem landsmótið á Eiðum skal haldið. Ekki var sá 'tími tilgreindur, en hefði verið útlátalítið eins o g margt fleira. Mátti þó leyfa lesendum gagnrýni líka á þeirri ákvörð- un. Virðist. oft bera á því, að jafnan sé hálfsögð sagan, eða aðeins hálfur sannleikur sagð- ur, jafnvel í útvarpi líka. Þá er í áframhaldi af þessU minnzt á námskeið fyrir börn og unglinga með sama sniði og í fyrra, en ekki hvers konar námskeið. Fjárhagur sambandsins var talinn betri en í fyrra, en ekki nánar tiltekinn. Það hlýtur nú Frá verðlagseftirlifini! á Akureyri TIL ÞESS að almenningur eigi auðveldara með að fylgjast með vöruverði birtir skrifstofan skrá yfir útsöluverð nokkurra vöru- tegunda á Akureyri eins og það reyndist vera 1. maí 1968. Verðmunurinn, sem fram kemur á hinum ýmsu tegund- um getur stafað af mismunandi innkaupsverði. Nánari upplýsingar um vöru- verð eru gefnar á skrifstofunni eftir því sem við verður komið, Og er fólk hvatt til þess að spyrj ást fyrir er því þykir ástæða til. Sími skrifstofunnar er 1-16-54. Samanburðarverð á nok'krum vörutegundum 1. maí 1968 Vörutegund Fjöldi Hæsta Lægsta Mis- verða verð verð munur Hveiti, 5 Lbs. 6 38.75 33.00 5.75 Hveiti, 10 Lbs. 2 69.20 66.90 2.30 Strásykur, 1 kg. 6 8.90 8.25 0.65 Molasykur, 1 kg. 7 15.20 13.50 1.70 Flórsykur, 1 kg. 3 16.00 10.50 5.50 Púðursykur 1 kg. 3 19.90 16.50 3.40 Sólgrjón, 1 kg. pk. 6 22.70 19.10 3.60 Sólgrjón, Vz kg. pk. 8 12.00 9.70 2.30 Hrísmjöl, 450 gr. pk. 8 13.60 9.60 4.00 Hrísgrjón, 450 gr. pk. 6 16.50 10.00 6.50 Kartöflumjöl, 1 kg. pk. 5 21.80 18.30 3.50 Kókósmjöl, 1 kg. 9 152.50 86.00 66.50 Súpujurtirí 1 kg. 10 400.00 172.50 227.50 Grænar baunir, Vi dós. 7 18.50 15.75 2.75 Blandað grænmeti, % dós. 9 22.50 16.80 5.70 Gulrætur, % dós. 6 23.00 17.70 5.30 WC-pappír, 1 rl. 7 14.00 8.50 5.50 Bón (Mjöll), 1 dós. 7 44.00 37.00 7.00 Ómó þvottaduft pk. 5 18.25 16.00 2.25 Handsápa (Lúx) 1 stk. 5 11.75 10.00 1.75 Handy Andy þvottal. 1 bk. 7 45.00 36.50 8.50 Vimm ræstiduft 1 bk. 7 15.00 12.45 2.55 Tómatsósa (Valur) 1 fl. 6 34.50 29.50 5.00 Borðedik % fl. 4 17.00 12.75 4.25 Borðedik V2 fl. 4 20.75 17.50 3.25 Appelsínusafi, Assis, 680 gr. 5 48.00 36.50 11.50 Kakó Vi lbs. 11 26.70 15.40 11.30 Matarsalt (Nezo) 750 gr. 2 8.40 8.30 0.10 Matarsalt (Saxa) 1 Ibs. 4 16.00 11.50 4.50 Royal gerduft Va lbs. 8 22.50 20.00 2.50 Rasp Paxo 1 pk. 6 16.00 14.50 1.50 Appelsínur 1. kg. 6 35.00 26.00 9.00 Epli fersk. 1 kg. 4 45.00 41.50 3.50 Bananar 1 kg. 5 48.00 46.00 2.00 Rúsínur 1 kg. 8 78.00 43.00 35.00 Sveskjur 1 kg. 6 92.00 60.00 32.00 Sveskjur 1 kg. hálfsoðnar 3 108.00 100.50 7.50 Gráfíkjur 1 kg. pk. 3 66.00 42.50 23.50 Þurrkaðir ávextir 1 kg. 5 114.00 80.00 34.00 Ananas niðursoðnir 1/1 dós 9 68.00 38.00 30.00 Ananas niðursoðnir 567 gr. 4 42.00 33.00 9.00 Perur niðursoðnar 1/1 dós 4 58.00 50.75 7.25 Bl. ávextir niðurs. 1/1 dós 5 65.00 53.00 12.00 Cornflakes Kellogs pk. 5 21.C0 18.50 5.50 Þvottaklemmur 36 stk. pk. 6 21.00 15.00 6.00 Allar vörurnar eru af sömu tegund og sömu þyngd eða stærð. Akureyri 1. maí 1968. Verðlagseftirlitið. næstum alltaf að verða svo, að annað hvort batnar eða versn- ar fjárhagurinn, og eins, þó mjög litlu geti munað. En að hann væri eins frá ári til árs, væri frekar frásagnarefni, því slíkt er svo fágætt. Að lokum er greinin undir- rituð Fréttaritari HSÞ. Ovenjulegt er slíkt hjá þann- ig stofnunum, og ekki minnist ég að hafa séð neitt þvílíkt áð- ur, 'hvorki í símaskrá t. d. eða annars stiaðar. En blöð og út- varp hafa fréttaritara víðsveg- ar sem kunnugt er. En Þingey- ingar eru í þessu efni sjálfsagt frumlegir. Jón Árnason. VERNDUM FUGLANA MIKIL vanþekking og kæru- leysi er of áberandi í sambandi við fuglaveiðar og friðun fugl- anna. Samband dýraverndun- arfélaga hefur sent skólum landsins smárit um þetta efni, til að kynna nemendum. Er vonandi að nemendur njóti þeirrar fræðslu, sem í ritinu er, — ennfremur þá staðbundnu fræðslu, sem nauðsynleg er í þessu efni, ásamt lögum lands- ins. Skotgleði og eggjatöku þurfa að vera takmörk sett. En þar er fræðsla líklegust til ár- angurs — sem annars staðar. — Og sinubrennslan á varptíman- um er enn algeng og er til van- virðu. En sinu má ekki brenna eftir 1. maí, nema með sérstöku leyfi. Á íslandi skulu allar villtar fuglategundir vera friðaðar allt árið, að undanskildum þeim tegundum er hér greinir: A. Ófriðaðir allt árið: Kjói, svartbakur (veiðibjalla), síla- máfur (litli-svartbakur), silf- urmáfur og hrafn. B. Ófriðaðir frá 20. ágúst til 15. marz: Dílaskarfur, topp- skarfur, grágæs, 'heiðagæs bles- gæs og helsigi. C. Ófriðaðir frá 1. september til 31. marz: Lómur, fýll, súla, stokkönd, urtönd, rauðhöfða- önd, duggönd, skúfönd, hávella, toppönd, skúmur, hvítmáfur, bjartmáfur, hettumáfur og rita. D. Ófriðaðir frá 1. september til 19. maí: Álka, langvía, stutt- nefja, teista og lundi. E. Ófriðuð frá 15. október til 22. desember: Rjúpa. Friðunin, hvort sem hún er alger eða tímabilsbundin, tekur ekki aðeins til fugla heldur einnig til eggja og hreiðra þeirra. Frá 15. apríl til 14. júlí ár hvert eru öll skot bönnuð nær friðlýstum æðarvörpum en tvo km, nema brýna nauðsyn beri til. □ HREPPAKEPPNIN Á SL. HAUSTI tók UMSE upp þá nýbreytni að láta 'hreppana keppa á fjölmennum samkom- um í sveitunum. En hver hrepp ur valdi sér þrjá menn til að leysa úr spurningum keppninn- ar. Staðan er nú þannig, að efstir og ósigraðir eru Árskógshrepp- ur og Dalvíkurhreppur og keppa þeir til úrslita í Sjálf- stæðishúsinu 9. þ. m. kl. 9. Vín- barnum verður lokað. Forsala aðgöngumiða er hjá formönnum ungmennafélaga og hjá Bókval frá 6. maí. □ Fjórðungsglíma Norðurlands FJÓRÐUNGSGLÍMA Norður- lands verður háð — í þriðja sinn — í íþi'óttahúsi Akureyrar laugardaginn 4. maí n.k. og hefst kl. 16. Keppt er um glæsi- legan grip, Glímuhornið, sem Kaupfélag Eyfirðinga gaf til þessarar keppni. Er þetta far- andgripur-, og var unninn í fyrra af Inga Árnasyni, Akur- eyringi, sem nú dvelur í Dan- mörku við íþróttanám. Á fyrstu fjórðungsglímunni, 1966, hlaut Þóroddur Jóhannsson, Hörg- dælingur, Glímuhornið. Hörg- dælir hafa sýnt mikinn áhuga á þessari ágætu íþrótt og æft af káppi s.l. vetur. Þingeý- ingar eiga enn sem fyrr áhuga- menn mikla um glímu, og munu þaðan koma hraustir menn til þessarar keppni. Fátt er um Akureyringa á glímuæfingum í vetur, og mun samtakaleysi um áð kenna, því að fyrri vetur voru hér allmargir áhugasamir unglingar komnir vel af stað. Þó munu einhverjir taka þátt í umtöluðu glímumóti. — Glímt verður í tveimur aldursflokk- um: í aðalflokknum, þeir, sem 17 ára verða á þessu almanaks- ári og eldri. f hinum yngri en 17 ára. Tilkynningu um þátttöku skal senda til undiritaðs svo fljótt sem verða má. Akureyri, 29. april. Jónas Jónsson, Brekknakoti. Sími 1-21-38. Frá Unglingareglu góðtemplara UNGLINGAREGLA I.O.G.T. hefur nú starfað í rúma 8 áratugi hér á landi og er elzti félagsskapur barna og unglinga á íslandi. Fyrsta barnastúkan, Æskan nr. 1, var stofnuð í Reykjavík 9. maí 1886 og síðan hver af annarri. Samkvæmt síðustu skýrslum voru alls starf andi 65 barna- og unglinga- stúkur víðs vegar um land með 7.720 félögum. Á þessum 8 áratugum hafa á vegum Unglingareglunnar ver- ið unnin ómetanleg uppeldis- störf, sem seint verða fullþökk- uð. Og enn er æskulýðsstarf Reglunnar með miklum blóma. Nægir í því sambandi að nefna mikið og fjölþætt starf barna- stúknanna um land allt, útgáfu hins glæsilega og vinsæla barna blaðs Æskunnar, sem keypt mun á flestum heimilum þjóð- arinnar, þar sem börn alast upp og margþætt og sívaxandi starf íslenzkra Ungtemplara (Í.U.T.). Hinn árlegi kynningar- og fjáröflunardagur Unglingaregl- unnar ve'rður n. k. sunnudag, 5. maí. Þá verða eins og venju- lega seld merki og bókin Vor- blómið til ágóða fyrir starfsem- ina alls s taðar þar, sem barna- stúkur starfa. Merkin kosta kr. 10,00 og bókin aðeins kr. 40,00. Þessi barnabók Unglingaregl- unnar, Vorblómið, hefur náð miklum vinsældum og selzt í stóru upplagi. BRYNJU HLÍÐAR MINNZT NÝLEGA komu saman nokkr- ar konur, allt gamlir skátar, í hinu glæsilega félagsheimili skáta, Hvammi. Tilefnið var að mynda samtök þeirra kvenna, sem starfað hafa í kvenskátafé- laginu Vilkyrjan, frá upphafi, og minnast vilja Brynju heit- innar Hlíðar á 50 ára afmæli Vilkyrjunnar hinn 23. apríl 1973. Kosin var framkvæmda- nefnd. Konur þær, sem taka vilja þátt í þessum samtökum, og ekki hefur náðst til, geta snúið sér til Ernu Árnadóttur, sími 1-12-52, Ullu Ardal, sími 1-24-72, eða Grétu Randvers- dóttur, sími 1-20-22. Önnur blöð eru vinsamlegast beðin að birta þessa frétt. — Framkvæmdanefndin. □ Það eru einlæg tilmæli for- vígismanna þessa félagsskapar, að sem allra flestir landsmenn taki vel á móti sölubörnum okkar, þegar þau bjóða ódýr merki og athyglisverða bók á sunnudaginn kemur. - Aðalfundur Kaup- félags Þingeyinga (Framhald af blaðsíðu 1). næsta árs var 379 þúsund krón- ur. Fjárfestingar voru með minnsta móti á árinu vegna hins almenna fjármálaástands í landinu. Miðuðust fjárfesting- arnar aðallega við það að ljúka framkvæmdum, sem áður hafði veíið á byrjað. Stærsta fram- kvæmdin var að lokið var byggingu og tækjabúnaði verzl unarútibús í suðurhluta kaup- staðarins. Finni Kristjánssyni kaupfé- lagsstjóra voru færðar sérstak- ar þakkir fyrir árvekni og dugnað á þessu viðsjála og erfiða verzlunarári. Ýmissar tillögur voru sam- þykktar vegna framtíðarstarfs félagsins, t. d. um athugun á því að koma á fót kornmölun til fóðurblöndunar. Ennfremur tillögur um aukna fræðslu í samvinnumálum. í stjórn félagsins höfðu lokið kjörtíma: Jóhann Hermanns- son, Karl Kristjánsson og Teit- ur Björnsson. Voru þeir allir endurkjörnir til þriggja ára. Ennfremur voru endurkjörn- ir tveir menn í varastjórn til eins árs: Þráinn Þórisson og Óskar Sigtryggsson. Endurskoðandi Var endur- kjörinn til tveggja ára: Hlöðver Hlöðversson. Fulltrúar á næsta aðalfund Sambands íslenzkra samvinnu- félaga voru kjömir: Karl Kristjánsson, Teitur Björnsson, Haukur Logason, Ingi Tryggva- son og Baldur Baldvinsson. Kvöldvaka var höfð 23. apríl fundarmönnum og gestum þeirra til skemmtunar. Þar söng 10 manna Karlakór úr Reykjadal og Aðaldal undir stjórn Páls H. Jónssonar. Finn- ur Kristjánsson hélt ræðu. Baldur Guðmundsson flutti ferðasöguþátt. Þormóður Jóns- son sagði frumsamda gaman- sögu. Benedikt Jónsson sýndi litskuggamyndir. Yfir borðum báða fundar- dagana fluttu ýmissir kveðskap og stuttar ræður. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.