Dagur - 04.05.1968, Blaðsíða 8
SMÁTT OG STÓRT
HINN 1. maí gengur sumar-
áætlun innanlandsflugs Flug-
félags íslands í gildi. Sam-
kvæmt henni vreða í fyrsta
Miklir erfiðleikar
Skagaströnd 2. maí. Á Skaga-
strönd er hjartsýni manna á
'hröðu undanhaldi en hefur
löngum staðið af sér margskon-
ar óáran. Má nú heita, að hver
maður barmi sér. Hér er þó auð
ur sjór og íslaus en kuldar
miklir og atvinnuleysi. Hólanes
h.f. fær ekki menn til vinnu
vegna greiðsluerfiðleika vinnu-
launa. En vera má, að úr því
rætist í dag, enda er Helga
Björg væntanleg með afla hing
að, en fer annars til Siglufjarð-
ar, ef peningamál frystihússins
komast ekki í lag. □
ÁTJÁN STIGA FROST
Gunnarsstöðum 3. maí. Aðfarar
nótt fyrsta maí var hér 18 stiga
frost og má af því ráða, að þessi
landshluti fer ekki varhluta af
kuldanum, enda fimm til átta
tíundu hlutar sjávar undir ís.
Menn hafa lítinn frið til að
veiða þorsk eða hroknkelsi og
hafa misst net undir ísinn.
Einhverjir bændur munu hey
litlir orðnir en aðrir e. t. v. eitt-
hvað aflögufærir. Ó. H.
sinn í sögu félagsins allar ferðir
frá Reykjavík til staða innan-
lands flognar með Fokker Fri-
endship skrúfuþotum. Þá er
það nýmæli að allar ferðir frá
Reykjavík eru beinar ferðir til
viðkomandi staða, nema ferðir
til Hornafjarðar og Fagurhóls-
mýTar á fimmtudögum og
súnnudögum,: en þá er lent á
báðum þessum stöðum í sömu
Skoruvík á Langanesi 3. maí.
í viku má heita að landfastur ís
hafi legið hér. Honum sló ögn
frá landi í gær en er nú kominn
aftur. Skyggni er ágætt og sést
því, að vakalaus ís er svo langt
út sem séð verður. Gamall snjór
var ekki orðinn teljandi en ný-
snæfi er nokkurt og allt hvítt
yfir að líta. Kuldi er svo mikill,
að sólin yinnu ekkert á. Bjarg-
fuglinn flýgur að og frá, æðar-
fuglinn hefur flutt sig og í sjón-
um er ekkert líf það er séð verð
ur. f morgun var hér 9 stiga
frost og er enn það sama, nú
um hádaginn. Ég man ekki jafn
harðan vetur, en hér hef ég alið
aldur minn og faðir minn á und
an mér. Saman hefur farið,
Flugferðir frá Iteykjavík.
Frá Reykjavík verður flogið
sem hér segir: Til Akureyrar
3 ferðir alla daga. Til Vest-
mannaeyja 3 ferðir, þriðjudaga,
fimmtudaga og laugardaga en
tvær ferðir alla aðra daga. Til
Egilsstaða verða ferðir alla
daga. Til Húsavíkur er flogið
mánudaga, miðvikudaga og
föstudaga. Til ísafjarðar eru
(Framhald á b'.aösíðu 7).
frosthörkur, óstilling og svo ís-
inn og fannfergið. B. K.
KARLAKÓRINN Geysir mun
halda samsöngva í Sjálfstæðis-
húsinu á Akureyri dagana 6.,
T. og 8. maí n.k. Síðar í mán-
uðinum hyggur kórinn á söng-
för til ísafjarðar og þaðan til
Suðurlands.
Æfingar hafa verið strangar
í vetur og starfsemi kórsins með
blóma. Sigurður Demetz Franz-
son, hefir raddþjálfað kórinn
Á KÖLDU VORI
Hafís og kulclar eru einkenni
þessa vors, auk versnandi af-
komu fólks af öðriun ástæðum.
Þrátt fyrir það hækkar sólar-
gangurinn og sumarið kemur
eins og áður, hvort sem það
uppfyllir þær mörgu óskir,
sem við það eru bundnar og
vonir þær, sem aðeins sumarið
getur látið rætast. En íslend-
ingar eru vank löngum V'etrum
og vorkuldum og eldri menn
niuna harðindi af liafísum. Þeir
munu þola nokkur áföll og flest
ir geta vissulega breytt lífs-
venjum sínum í samræmi við
þarfir, þegar á reynir.
FÉKK HVERGI INNI
Hér í blaðinu er yfirlýsing frá
Jóni Hafstein menntaskóla-
kennara um „blaðburðarmál“,
en þátttaka lians í því hefur
orðið tilefni blaðagreina. Deilur
um þann atburð leiðir blaðið
hjá sér. En Jón taldi vafasamt
að hann hefði í önnur hús að
venda með yfirlýsingu sína og
því er hún birt hér, enda ekki
viðunandi, að borgararnir fái
ekki aðgang að einhverju af
fjórum blöðum bæjarins til
svars við all hörðum árásum —
réttmætum eða óréttmætum —.
FORDÆMI NORÐMANNA
Forsætisráðherra Norðmanna
hvatti þjóð sína til að vernda
og efla norskan iðnað, með því
að kaupa eigin iðnaðarvörur
fremur en innfluttar. Þessari
áskorun var vel tekið og talið,
að hún hafi borið mikinn ár-
angur. Fleiri þjóðarleiðtogar
hafa farið að dæmi hans.
Hér á landi liefur verið karp-
frá síðastliðnu hausti. Lagaval
er við allra hæfi og ekki sízt
fyrir yngri kynslóðina. Auk
kvartetta, sem fléttast inn í sum
lögin, koma fram 6 einsöngvar-
ar með kórnum.
Stjórnandi kórsins er Jan
Kisa, sem nú er Akureyringuna
að góðu kunnur fyrir ágætan
árangur með Lúðrasveit Akur-
eyrar. Undirleikari er hinn
að um vandræði iðnaðarins —
þrátt fyrir yfirlýsingar og hvers
konar gaspur valdhafa um
grósku iðnaðar og gullin loforð
um verndun hans og aðstöðu,
liggur nú fyrir stöðnun þessar-
ar atvinnugreinar á s.l. ári —
sem nú er viðurkennd.
ÞJÓÐARNAUÐSYN OG
METNAÐARMAL
í hinu mikla kapphlaupi velti-
áranna að hrúga sem flestum
iðnvörum inn í landið, undir
kjörorðinu „viðskiptafrelsi“,
gleymdist sú þjóðarnauðsyn, að
veita íslenzkum iðnaði réttláta
samkeppnisaðstöðu, og þann
nauðsynlega þjóðarmetnað, að
kaupa fremur innlenda vöru en
erlenda, gleymdist að vekja. —
Nú er loks vakin hreyfing í
þessu máli, sem almenning
varðar og blöð og útvarp flytja:
Kaupið íslenzkan iðnað.
ÚR MÖRGU AÐ VELJA
Enn er vöruval mikið í verzlun-
um. Ef menn hafa í huga inn-
lendan og erlendan fatnað, inn-
lend og erlend húsgögn, hrein-
lætisvörur, ýmis konar matvör-
ur o. s. frv. og velja innlendar
vörur að öðru jöfnu, er það ís-
lenzkum iðnaði mikill styrkur.
Munið, að með því að kaupa er-
lenda iðnaðarvöru, hvort sem
hún er stór eða smá, eruð þið
að greiða „vinnulaun úr Iandi“
í stað þess að greiða þau sam-
borgurum í eigin landi.
KVÖLDVÖKUR
Á liðnum vetri voru upp tekn-
ar kvöldvökur með nýju sniði í
Saurbæjarhreppi í Eyjafirði. —
snjalli píanóleikari Philip
Jenkins.
Þeim sem vildu gerast styrkt
arfélagar Geysis, er hér með
bent á, að snúa sér til Haraldar
Helgasonar kaupfélagsstjóra í
KVA, eða Sigmundar Björns-
sonar forstjóra Vátryggingar-
deildar KEA.
Formaður Geysis er Jóhann
Guðmundsson póstmeistrai.
Aðgöngumiðar eru seldir í
Bókval og við innganginn. □
Vörur fluttar á vélsleð
um úr strönduðu skipi
Raufarliöfn 3. maí. Deyfð er hér
yfir öllu vegna ísa og kulda.
Stapafell liggur enn hér við
úryggju og kemst ekki út. Og
höfnin var lögð í morgun. Snjór
er töluvert mikill.
Um daginn var síldarmjöl
flutt úr strandskipinu danska á
vélsleðum til lands og þaðan á
bílum til Kcpaskers og Húsa-
víkur, samtals um 50 tonn, að
sögn. En þar er að verki Einar
M. Jóhannesson frá Húsavík,
sem bauð í farm skipsins og hef
ur áður bjargað nokkru magni
af mjöli. En talið er, að mikill
hluti farmsins muni enn
óskemmdur í skipsflakinu sem
nú rótast ekki í ísnum. H. H.
ferð.
Harðasti vetur í sex ératugi
(Framhald á blaðsíðu 7).
Söngskemmtanir Geysis í næstu viku