Dagur - 22.05.1968, Blaðsíða 8

Dagur - 22.05.1968, Blaðsíða 8
8 Hafís fyrir landi á Árskógsströnd og Látraströndin hvít af snjó. Myndin tekm 19. niaí. E. D. fyrir olíu við Húnaflóa SMÁTT OG STÓRT Birgðasföð AÐALFUNDUR sýslunefndar Austur-Húnavatnssýslu var haldinn dagana 29. apríl til 3. maí. Ymis mál voru rædd að venju en aðalefni fundarins var endurskoðun fj allskilareglugerð ar fyrir Austur-Húnavatns- sýslu. Nokkrar breytingar voru gerðar á fjallskilareglugerðinni og nýmæli tekin inn í hana varð andi markadóm. Þá var lögð fram uppkast að nýrri lögreglu sam'þykkt og var ákveðið að fresta sýslufundinum til 6. júní n. k. svo sýslunefndarmönnum gæfist kostur á að kanna það frumvarp til hlýtar. Þá var sam þykkt áætlun um tekjur og gjöld sýsluvegasjóðs 1968. Nið- urstöðutölur hennar eru 900.115.00 kr. Til nýbygginga vega verður varið 555.000.00 kr. og til viðhalds vega 300.000.00 kr. Niðurstöðutölur áætlunar sýslusjóðsins eru 2.980.500.00 Akureyrartogarar HARÐBAKUR landaði 30 tonn um á Akureyri í gær. Hann kom að vestan og gekk sæmi- lega gegn um ísinn á heimleið. SVALBAKUR landaði 14. maí 212 tonnum á ísafirði. SLÉTTBAKUR landaði í Hafnarfirði 13. maí 151 tonni. KALDBAKUR landaði 286 tonnum á Akranesi 16. maí. Aðalfundur Ú. A. verður 10. SPARISJÓÐUR Glæsibæjar- hrepps er fluttur í Brekkug. 7, Ak., eigið húsnæði. Bændurnir Stefán Stefánsson á Hlöðum, Kristján Jónsson í Glæsibæ og Benedikt Guðjónsson á Mold- haugum stjórnuðu sjóðnum í öndverðu, en nú eru í spari- sjóðsstjórn Gunnar Kristjáns- son, Dagverðareyri, Stefán Hall dórsson, Hlöðum og Þorsteinn KARLAKÓR AKUREYRAR ætlar að láta til sín heyra í Sam komuhúsinu á Akureyri í kvöld, 22. maí og síðan á upp- strgningardag og föstudag. Sam söngurinn hefst kl. 21 nema á uppstigningardag kl. 17. Söngstjóri er Guðmundur Jó hannsson, undirleikari Dýrleif Bjarnadóttir og einsöngvarar Eiríkur Stefánsson og Hreiðar Pálmason. Klarinettleikur Finn ur Eydal. Aðgöngumiðar eru sendir til styrktarfélaga og í kr., þar af álögð sýslusjóðsgjöld 2.271.000.00 kr., til menntamála kr. 952.000.00 þar af 500.000.00 kr. til Húsmæðraskólans á Blönduósi, 100.000.00 kr. til ný- byggingar bókasafns, og kr. 227.000.00 til byggingar barna- skóla. Til félags- og íþróttamála kr. 375.000.00, til heilbrigðis- mála er varið 911.000.00 kr. þar af 700.000.00 kr. til byggingar læknisbústaðar á Blönduósi. Til atvinnumála er varið 218.000.00 kr. þar af eru 45.000.00 kr. sem sýslan leggur fram til að flýta fyrir útgáfu gróðurkorta af há- lendinu. Meðal samþykkta fundarins ENN ER HAFIS Vopnafirði 21. maí. Nú hafa ver ið þrjár frostlausar nætur, þær fyrstu á sumrinu. Sauðburður er að hefjast hér í sveitum og á stöku bæ er allmargt borið. Heyin endast ennþá og hafa þau mjög verið spöruð með kjarnfóðurgjöf í vetur og vor. Fjörðinn fyllti af ís 12. maí og nú er hann fyrst að gisna og gliðna, einkum með löndum. Er sennilega skipum fært nú síð- ustu daga. ' Ákveðið hefur verið að gera sjóvarnargarð við höfnina og skýla fyrir austanáttinni. Verk- Stefánsson, Blómsturvöllum. — Sparisjóðsstjóri var lengst Jón Marinó BenedOvtsson frá Mold- haug.um,' gþa þárjtil í fyrra, síð- aií JJórt "Th'örareiísen. í tilefni sextugsafmælis síns gaf sjóðurinn 150 þús. kr. til fé- lagshgimilisbyggingar í hreppn- um og 50 þús. kr. til heimilis vangefinna á Akureyri. □ Bókval er miðasala. Steingrím- ur Eggertsson tekur á móti nýj- um styrktai'félögum. Kórinn hefur notið raddþjálf unar Sigurðar D. Franzsonar og hefur æft af kappi í vetur. Agætir dómar, sem kórinn hlaut í söngför um Norðurlönd sl. sumar, varð mikil uppörvun og er þess að vænta að margt fólk njóti góðs söngs á sam- söngvum Karlakórs Akureyrar nasstu daga. □ var áskorun til ríkisstjórnarinn ar til þess að koma í veg fyrir olíuskort að vetrinum, vegna þess möguleika að hafís heppti siglingaleið til Norðurlands og benti á að koma upp olíubirgð- arstöð t. d. að nota geyma síld- arverksmiðjunnar á Skaga- strönd. Vegna hafíshættu voru svo- hljóðandi tillögur samþykktar á sýslufundinum: Sýslunefnd A.-Hún. beinir þeirri áskorun til ríkisstjórnar íslands að hún komi upp birgða stöð fyrir olíu við Húnaflóa þar sem tiltækar séu að jafnaði 2— (Framhald á blaðsíðu 5). A VOPNAFIRÐI ið var boðið út og á held ég að opna til'boðin í dag. Félagsheimilið Mikligarður skemmdist af eldi 23. apríl og er tjón á húsi metið á 1.2 millj. kr. en auk þess skemmdist bóka safn hreppsins mjög mikið og fleira verðmætt, sem í húsinu var. Þ. Þ. MINJASAFNIÐ á Akureyri, fyrst opnað 1963, telur nú 3350 skrásetta safnmuni í húsi sínu númer 58 við Aðalstræti, sem heitir Kirkjuhvoll. Blaðamenn bæjarins gengu þar um í fylgd safnvarðar, Þórðar Friðbjarnar sonar, á mánudaginn. Þar er hreinlæti og snyrtimennska til fyrirmyndar, safngripum vel og smekklega fyrir komið og Hringur Jóhannessoo, listmálari. DUGLEGA STÚLKA Hún heitir Rannveig Árnadótt- ir, Kringlumýri 5, og er 9 ára, telpan, sem bjargaði litlum dreng frá drukknun og minnzt var á fyrr í þessum þætti. Rann veig er komin í sveit — dvelur hjá frændfólki sínu á Silfra- stöðum í Skagafirði. FÓTBROTNAÐI Á HEST- BAKI Maður einn fótbrotnaði á hest- baki í hópreið Fáks, er hestur slóg liann. Hann fór fram á 162 þús. kr. bætur. Féll dómur í héraði svo, að eigandi slæga hestsins var sýknaður en Fáki gert að greiða 81 þús. kr. í þján- inga- og miskabætur. Hæsti- réttur leit hins vegar svo á, að fótbrotni maðurinn skuli óbætt ur. RYKIÐ ÆTLAR AÐ KÆFA MANN f okkar blessaða bæ ætlar rykið að kæfa okkur í umferðinni. Það smýgur inn í hús, leggst á gróðurinn, auk þess sem það grálitar föt okkar og smýgur inn í nef og lungu. Rykið á göt- um Akureyrar er plága, sem meira þarf að vinna á móti en gert er. Það mun eiga að koma hingað stór göturyksuga og byrjað er að gera við holur í malbiki þessa dagana. En rykið verður að binda á malar- og moldarvegum en hreinsa það af steyptum og malbikuðum göt um. Annað er óviðunandi með öllu. ÍSLENZKUR PRESTUR f HÖFN Deilt liefur verið um þá ákvörð un, að leggja íslenzka prests- embættið í Kaupmannahöfn nið margt að sjá. Þó eru margir hin ir stærri munir úr atvinnulífi landsmanna, svo sem sjávarút- vegi og landbúnaði ennþá hvergi til sýnis vegna vöntunar á húsnæði. Allmikil viðbygging er á dagskrá, ennfremur að flytja gömlu Svalbarðskirkju á grunn gömlu kirkjunnar á Ak- ureyri og gera hana hæfa til kristilegra athafna. Hana smíð- MALVERKASYNING HRINGUR Jóhannesson, ætt- aður fró Haga í Aðaldal, opn- ar málverkasýningu í Lands- bankasalnum á Akureyri 23. maí kl. 3 e. h. og lýkur henni að kveldi annars hvítasunnu- dags. Á sýningu þessari verða 50 myndir, olíukrítarmyndir, olíu- málverk og teikningar og allar til sölu. Hringur Jóhannesson hefur haldið fimm sjálfstæðar mál- verkasýningar — en þetta er fyrsta sýning 'hans á Akureyri. Mai'gar myndanna eru unnar eftir landslagi í Þingeyjar- og Eyjafjarðarsýslu. Munu margir unnendur málaralistar hafa gaman að sýningu þessari, en þessarar listgreinar njóta bæj- arbúar aðeins með höppum og glöppum, þegar góða gesti ber að garði. □ ur, og í því efni hafa margir ver ið leiddir til vitnis um nauðsyn þessa embættis. Á sama tíma eru 18 prestaköll auglýst laus til umsóknar hér á landi og fást ekki prestar til starfa þar. Öll- um þessum prestaköllum er þjónað af nágrannaprestum og í tveimur prestaköllum eru þjónandi prestar til bráða- birgða. Með þessu er ekki lagð- ur dómur á gildi prestsstarfs í Kaupmannahöfn, lieldur bent á þróunina heimafyrir, og um leið á þörfina á úrbótum heima fyrir. MISHEPPNUÐ FYNDNI Misheppnuð fyndni tveggja menntaskólakennara á Akur- eyri, er þeir léti; áróðursskjal innan í Moggann, varð Morgun blaðsmönnum tilefni mikilla blaðaskrifa og bættu þeir því við, að sömu kennarar notuðu aðstöðu sína í skólanum til óhollra, pólitískra áhrifa. Nem- endur, sem kosnir hafa verið til ýmsra trúnaðarstarfa af skóla- systkinum sínum, mótmæla þessum blaðaskrifum harðlega (Sjá yfirlýsingu á öðrum stað). LJÓTUR BLETTUR En það er kominn ljótur blett- ur á skólann í augum fjölda manna, sem m. a. má marka af opinberum yfirlýsingum for- eldra, að þau muni taka börn sín úr skóla og vinna að því að aðrir geri það einnig, og er það alvarlegt mál, Hinir svörtu sauðir eða rauð- leitu, í hópi menntaskólakenn- ara, lágu vel við höggi. Morgun blaðspiltarnir neyttu þess með þeim afleiðingum, að bletturinn á M. A. er ljótur, fyrst og fremst aði, þ. e. Akureyrarkirkju, Jón Kristjánsson ■'^fiikkari á þeirri tíð, en kirkjan endaði sögu sína sem skemma . getuliðs. Framan við Minjasafnið er elsta trjá- ræktarstöð landsins, með trjám sem þar voru gróðursett fyrir aldamót. Mikill fuglafjöldi er þar og gerir sér. nú hreiður. Á síðasta ári komu 3500 gest- ir í Minjasafn Akureyrar, þar af voru margir útlendir. Minjasafnið verður opnað al- menningi daglega um miðjan júní en á sunnudögum þangað til og eftir óskum þess utan þegar ástæða þykir til. Safninu eru enn að berast góðir munir og það eru vinsam- leg tilmæli safnvarðar til fólks, sem gamla muni á og er í vafa (Framhald á blaðsíðu 5). SKJÓTAST Á FÆRI Hrísey 21. mai. ísinn er að greið ast sundur hérna við eyjuna en ínn fjörðinn er mikinn ís að sjá og allt fullt af ís norður. Drangur kom hér í dag og fór til Dalvíkur, á leið til Siglu- fjarðar. Honum gekk vonum framar. Snæfell lagði hér upp 25 tonn í fyrradag. Reynt hefur verið að skjótast á færi. Afli er dá- lítill en friðux nær enginn. S. F. júní. □ Sparisjóður Giæsibæjarhrepps Karlakór Akureyrar syngur (Framhald á blaðsíðu 5). Minjasafnið á Akureyri senn opnað

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.