Dagur - 22.05.1968, Blaðsíða 1

Dagur - 22.05.1968, Blaðsíða 1
EFNAVERKSMIÐJAN SJOFN LI. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 22. maí 1968 — 22. tölublað FILMU HÚSIÐ Haínarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJÖSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Erum samfrosin við Norðurpólinn Gunnarsstöðum, Þistilfirði 21. niaí. Enn er ekkert rót á ísnum. Sumir eru hissa á því, að hann skuli ekki reka frá landi. En við erum víst orðin samfrosta við Norðurpólinn og er þráseta íss- ins þá skiljanleg. Veður hefur verið gott síðustu daga, en enn- þá er snjórinn, sem fyrr setti niður á þessu sumri, ekki allur horfinn, enda frost á hverri nóttu. Fyrir hálfum mánuði sýndi Leikfélag Þistilfjarðar Þorlák þreytta og síðar sýndi Leikfélag Þórshafnar Sælt er það hús. Aðsókn var ágæt á báðar sýn- ingarnar og undirtektir góðar. Sauðburður er aðeins í byrj- un og hefst fyrir alvöru seinni part vikunnar. O. H. Samvinnufryggingar og Andvaka Á AÐALFUNDI Samvinnu- trygginga og Líftryggingafélags ins Andvöku 10. þ. m. kom m. a. fram: Heildartekjur Samvinnutrygg inga námu á árinu 1967 kr. 219 millj., sem var 10% aukning. Brotizt inn á Hjalteyri í SÍÐUSTU VIKU var brotist inn í síldarverksmiðjuna á Hjalt eyri og stolið nokkru af tækjum á verkstæði verksmiðjunnar. Aðkomu'bátur lá um þetta leyti á Hjalteyri og féll grunur á þá, sem á honum voru. Voru þeir teknir til yfirheyrslu, játuðu þeir á sig verknaðinn og skil- uðu þýfinu. Skemmdarverk voru framin á nýbyggingu M. A., einnig voru skemmdar vörur til plast- gerðar á Oddeyrartanga. □ "SSS Heildartjón, sem bætt voru, námu 179 millj. kr., sem var nokkuð lægri upphæð hlutfalls lega en árið áður. Reksturs- kostnaður var 14.71% af iðgjöld um. Nettóhagnaður varð rúm- lega hálf milljón, eftir að endur greiddur hafði verið tekjuaf- gangur til tryggingartakanna, nær 2 millj. kr. Endurgreiðslur af tekjuafgangi Samvinnutrygg inga eru þá orðnar tæpar 65 milljónir króna. Bónusgreiðslur til bifreiðaeigenda fyrir tjóna- lausar tryggingar námu 28 millj. kr. árið 1967. (Framhald á blaðsíðu 4). Sauðburður stendur nú sem hæst en hvergi er gróður kominn. (Ljósm.: E. D.) Hvað fá imglingarnir að gera? YFIR 40 manns, sem áður störf uðu í Tunnuverksmiðjunni komu á vinnumarkaðinn á Ak- ureyri í fyrradag. Forstjóri Vinnumiðlunar í bænum sagði, að erfitt væri að koma þeim öllum í atvinnu. Vega- og brúar LITLAR BREYTINGAR A ISNUM SÍÐUSTU DAGA hafa litlar breytingar orðið á hafísnum hér við land, enda hægviðri. fsinn er kominn suður fyrir land allt á móts við Skeiðarársand. Aust firðir eru flestir lokaðir af ís og siglingar norð-austur fyrir land útilokaðar en torfær hin vest- ari leiðin. Bjarndýr sást á Norð firði, út á ísnum í fyrradag. Síðustu daga hefur verið hlýrra í veðri og í gær bárust þær fréttir, að á nokkrum stöð- um norðan og austan hefði ís- inn gisnað og jafnvel myndast auðar rennur með löndum fram. □ vinna væri með minnsta móti, hraðfrystihús U. A. og Niður- suðuverksmiðjan gætu ekki bætt við sig fólki, eins og stund um og framkvæmdir bæjarins myndu vart nægar. Á vegum bæjarins vinnur nú nefnd, sem hefur athugað sérstaklega at- vinnumál unglinga á gagnfræða skólaaldri og veit blaðið ekki um niðurstöður þeirra athug- ana. Ein samkvæmt lauslegum fregnum munu 2 af hverjum 5 14—16 ára nemendum í Gagn- fræðaskólanum vera atvinnu- lausir, og munu hafa óskað að- stoðar við vinnuleit. í Reykja- vík og Hafnarfirði hafa þessi mál verið leyst að nokkru með forgöngu bæjar- og borgaryfir- valda. Verður ekki annað séð, en að þess sé hins fyllsta þörf hér. En ekki er séð, að vinnu- þörfinni verði fullnægt, eins og BIFREIÐMJÖLDINN 1958-1967 KOMNAR eru í Hagtíðindum út skýrslur um fjölda skráðra bifreiða hér á landi ár hvert á 10 ára tímabilinu 1958—1968. Hefur bifreiðafjöldinn í árslok verið þessi: Ár 1958 — 18807 bifreiðar — 1959 — 20256 — — 1960 — 21621 — — 1961 — 23300 — — 1962 — 25485 — — 1963 — 29224 — — 1964 — 31924 — — 1965 — 34959 — — 1966 — 39278 — — 1967 — 42117 — Þetta eru talandi tölur um það, hve mjög þörfin fyrir fjár- framlög til vega hefur aukizt á þessu tíu ára tímabili, og hve fávíslegt er af stjórnarvöldun- um að afsaka sig með því að vitna í vegafjáruppliæðir fyrr á tímum. □ útlitið er nú, þótt málið verði eflaust tekið til athugunar í bæjarstjórn. Vinna unglinga var í fyrra mjög lítil þótt það væri minna áhyggjuefni þá. Þá var enn allgóð atvinna og eftir- vinna hafði þá ekki verið klippt af, eins og nú hefur víðast verið gert. Þess er að vænta, að bæjar- yfirvöldin og öðrum takist vel í baráttunni við mesta böl ung- menna, atvinnuleysið. Hin brennandi spurning er: Hvað fá unglingarnir að gera í sumar? Ær bera - hryssur kasta Blönduósi 20. maí. Ærnar bera og hryssurnar kasta í björtu veðri en svölu þessa síðustu daga. Bændur munu margir orðnir heylitlir og sumir hey- lausir. Isinn er kominn inn með Vattarnesi. Svolítið veiða menn af rauðmaga og grásleppu og silungs hefur orðið vart við fjörur. í ráði er að Kaupfélag Skag- strendinga sameinist okkar fé- lagi. Það hefði átt að vera búið fyrir löngu. O. S. HÆGHI UMFERÐ NÆSTKOMANDI SUNNUDAC, 26. MAÍ Sigluf jarðarkaupstaður 50 ára Siglufirði 21. maí. Á mánudag- inn átti Siglufjarðarkaupstaður 50 ára afmæli og 150 ára afmæli sem verzlunarstaður. Af þessu tilefni hélt bæjarstjórnin hátíða fund í kvikmyndahúsi bæjar- ins. Á þeim fundi var einróma samþykkt, að hátíðaliöldin í til- efni þessa tvöfalda afmælis, skuli fram fara um fyrstu lielgi júlímánaðar. Verður þá boðið hingað mörgum gestum. Meðal gesta verða fulltrúar frá vina- bæ Siglufjarðar í Danniörku, Herning. Þá var ákveðið, að gefa út sögu staðarins í bókarformi, sem Ingólfur Kristjánsson rit- höfundur hefur þegar tekið saman. Kemur bókin væntan- lega út um það leyti, sem há- tíðahöldin fara fram. Enn var samþykkt að koma upp gufubaðstofu við sundlaug- ina. Þá samþykkti bæjarstjórn- in að afhenda íþróttafélögum kaupstaðarins Hól, bæði jörð og mannvirki. Er staðurinn eink- um ætlaður til að efla vetrar- íþróttirnar. Að hátíðafundi loknum var 14 ára Siglfirðingum og eldri boðið til kaffidrykkju í Hótel Höfn en börnum skemmt í Bíó- húsinu. J. Þ. Á SUNNUDAGINN ganga lög um hægri umferð á íslandi í gildi, kl. 6 að morgni. Bækling- ur með leiðbeiningum fyrir Ak ureyri sérstaklega verður bor- inn um bæinn. Fundur um umferðarmálin var haldinn í Borgarbíói í fyrra kvöld. Var þar fullt hús. Bæjar stjóri, Bjarni Einarsson, flutti ávarp, Valgarð Briem flutti ræðu en Þóroddur Jóhannsson sýndi umferðarmyndir og skýrði. Gísli Ólafsson yfirlög- regluþjónn var fundarstjóri. Áður hefur verið dreift leið- beiningapésa um H-umferðina og eru menn hvattir til að lesa hann rækilega, svo og umferðar leiðbeiningar þær, sem hér á Akureyri eru útgefnar og áður var minnzt á. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.