Dagur - 22.05.1968, Blaðsíða 5

Dagur - 22.05.1968, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Hvernig á að koma börnunum í sveil? BÖRN hafa lokið eða eru að ljúka skólavist. Mörg móðirin spyr: Hvem ig á ég að koma barninu mínu í sveit? Sem fyiT, er það álit foreldra, að það sé börnunum heilsusamlegt bæði fyrir sál og líkama og á allan hátt heppilegt fyrir bæjarbörn, að dvelja sumarlangt á sveitaheimilum og taka þátt í störfum fólks, að því leyti sem það er við þeirra hæfi og umgangast húsdýr. Það var áður al- gengt, og oftast tiltölulega auðvelt að koma börnunum fyrir. En nú er öldin önnur í þessu efni. Fjölbýlis- börnunum hefur fjölgað en sveita- fólki fækkað og vélar hafa komið í stað vinnandi handa í sveitum. Að sækja hesta, færa fólki mat á engjar, fara með heybandslestir, snúa heyi í flekk með hrífu o. s. frv., eru. allt störf, sem að miklu leyti heyra nú fortíðinni til. Það er jafnvel liætt að reka kýmar í haga, að nokkru leyti. Og sauðburður er oft búinn eða langt kominn þegar bömin losna úr skólum. Allt miðar þetta að því, að torvelda bömum að vinna gagnleg störf í sveit, sem var þeim hollasti þáttur sveitadvalarinnar. Á allra síðustu ámm hafa einstöku bændur tekið mörg böm til sumar- dvalar, heilan hóp, jafnvel nokkra tugi. Það er ekki til að létta bústörf heldur er hér um að ræða bama- heimili. Eflaust getur þetta verið hagkvæmt á báðar hliðar, en krefst starfsfólks, sem kann sitt verk, í stað þess að kaupstaðarbömin gangi til starfa með heimilisfólkinu, þar sem þau eru eitt eða fá á bæ. Á tveimur eða þremur undanföm um þingum hefur Ingvar Gíslason ásamt tveimur öðmm alþingismönn um hreyft tillögu þess efnis, að stjórnarvöldin í landinu láti athuga þetta mál og gera tillögur um stofn- un sumarheimila í sveitum, þar sem m. a. börnunum væri séð fyrir við- fangsefnum við hæfi, er gæti orðið þeim að sem mestum notum, til al- hliða þroska. Bent er á, að þar komi gæzla húsdýra og ræktunarstörf mjög til greina. Ennþá liefur meirihluti Alþingis ekki fallizt á að eiga frumkvæði þessa máls. En trúlega kemur að því fyrr eða síðar, að það þyki þess virði. Félög og einstaklingar hafa að vísu sýnt talsvert framtak í málinu. En fleira mun þurfa til að koma. □ KVEÐJA AÐ VESTAN Jón St. Melstað Hallgilsstöðum Fæddur 29. okt. 1881 - Dáinn 17. apríl 1968 JÆJA, Jón frændi. Þú ert far- inn. Við þessu mátti búast, því að þú varst orðinn 86 ára gamall og búinn að skila miklu dags- verki. í prestsþjónustubók hef ég séð, að foreldrar þínir, Stefán Jónasson afabróðir minn og Ingibjörg Margrét Eggertsdótt- ;ir, 'voru gefin saman í hjóna- band í kirkjunni á Breiðabóls- stað í Vesturhópi 16. febrúar 1878. Það ár áttu þau heima í Me.lrakkadal í Víðidal, en flutt- ust á næsta ári að Litluhlíð, sem er innarlega í sömu sveit. Þar bjuggu þau í sjö ár og eign uðust nokkur börn, en sum af þeim dóu á unga aldri. Á þessum árum gengu harð- indi yfir landið, og lífsbaráttan var hörð fyrir barnafjölskyldur, sem höfðu óhentugt jarðnæði. En faðir þinn og móðir voru dugleg og vandanum vaxin. Þið, börnin þeirra, sem upp komust, voruð góðum hæfileikum búin og dugandi fólk. Á síðustu áratugum hafa nokkur býli innst í Víðidal og í Miðfjarðardölum, á mörkum byggðar og heiðar, farið í eyði. En einhver vemdarvættur virð ist vaka yfir Litluhlíð, kotinu þar sem þú fæddist. Þar býr nú ungur dugnaðarmaður, sem hef ur stækkað túnið, byggt yfir fólk og fénað og hefur þar all- gott bú. Þar er ágætt sauðland. Þú varst innan við fermingar aldur þegar þú fórst úr foreldra húsum til að vinna fyrir þér. Þar gekkst þú í harðan skóla, en laukst pi-ófi úr honum með prýði. Það bar vott um dugnað og framsóknai-hug, að um alda- mótin, þegar þú varst tvítugur, fprst þú til annars lands, til að kynnast háttum manna þar og læra af þeim. Heim kominn úr þeirri föi' leiðbeindir þú mönn- um í átthögum þínum við að nota hestaverkfæri, plóga, herfi og sláttuvélar, við ræktun og heyskap. Síðan fórst þú til Ak- ureyrar, en þangað voru for- eldrar þínir og systkini komin á rmdan þér. Aðeins eitt af syst kinum þínum, Guðrún, varð eftir fyrir vestan og vann þar sitt ágæta lífsstarf. Þú varst sá hamingjumaður að hitta góða konu í Eyjafirði, sem varð þinn lífsförunautur. Þú hefur verið góður liðsmaður í félagsmálum Eyfirðinga, og einn af mikilvirkum ræktunai'- mönnum og góðbændinn þar í héraði. Og börnin ykkar hjón- anna eru manndómsfólk. Það var alltaf gaman að hitta þig, Jón frændi. Það fylgdi þér hressandi blær, og líf og fjör var í för með þér. Ég hef kynnzt sumum af sonum þínum og haft ánægju af. Þeir eru hressir í anda og skemmtilegir eins og þú. Ná hljóði úr hvers manns munni. Ég kannast við þetta, því að fleiri menn í okkar ætt geta gripið til þeirrar íþróttar. En allt er það græskulaust og aðeins til gamans. Ég veit ekki hvað við tekur þegar hérvistinni lýkur, en geri ráð fyrir að það sé eitthvað okk ur hentugt. Ekki þykir mér ótrú legt að þú fáir næg og góð verk efni hjá Pétri á Efstabæ, því að þú munt kunna því betur að hafa eitthvað fyrir stafni er til heilla horfir, eins og fyrri dag- inn. Ég þakka þér innilega fyrir ánægjulegar samverustundir og óska þér alls hins bezta. Einnig konu þinni og afkomendum ykkar. Vertu blessaður og sæll. Þinn Skúli Guðmundsson. SUMARGJÖF TIL FSA HJÚKRUNARKVENNAFÉ- LAGIÐ á Akureyri færði barna deild Fjórðungssjúkrahússins góðar gjafir þann 15. maí sl. Það voru fjórar barnavöggur á hjólagrindum og blóðþrýstings- mælir, að verðmæti 50 þús. kr. Formaður félagsins, frú Ragn heiður Ámadóttir, afhenti gjaf- irnar og gat þess, að félagskon- ur hefðu aflað fjár til þeirra undanfarin tvö ár með kaffi- sölu og jólabazar. Forráðamenn Fjórðungs- sjúkrahússins veittu gjöfum móttöku og sögðu þær koma í góðar þarfir og þökkuðu vin- semd og hlýhug í garð sjúkra- hússins. (Fréttatilkynning) - MIN JASAFNIÐ (Framhald af blaðsíðu 8). um hvort kasta eigi þeim á hauga, að hafa samráð við sig áður. Söfnin í bænum bera vott um menningu bæjar- og sýslubúa, og um ást á þeim menningar- arfi, sem við megum sízt án vera. □ - Samvinutryggingar (Framhald af blaðsíðu 1). Heildariðgjaldatekjur Líf- tryggingafélagsins Andvöru námu á árinu 3.6 millj. kr. og höfðu aukizt um eina milljón kr. Tryggingastofninn í árslok var orðinn 392 millj. kr. og tryggingasjóður félagsins 31 millj. kr. Stjórn félaganna skipa: Er- lendur Einarsson, forstjóri, Reykjavík, formaður, Ingólfur Ólafsson, kaupfélagsstjóri, Reykjavík, Jakob Frímannsson, kaupfélagsstjóri, Akureyri, Kar vel Ögmundsson, framkvæmda stjóri, Ytri-Njarðvík og Ragnar Guðleifsson, kennari, Keflavík. Framkvæmdastjóri félaganna er Ásgeir Magnússon, lögfræð- ingur. □ Emi um Dalvísu og Gljúfrabúa ÉG hef verið forfallaður und- anfarnar vikur (spítalalega) og því ekki getað komið því við að gera athugasemdir við svar- greinar þeirra Árna Óla og Önnu Vigfúsdóttur frá Brún- um, sem birtust í Lesbók Morg- unblaðsins 7. apríl s.l., 12. tbl., við grein minni um sama efni í sama blaði 3. marz s.l. Þykir mér sjálfsagt að láta konuna sitja fyrir, þó ég hafi litlar at- hugasemdir að gera við henn- ar grein. Ekki get ég þó verið henni sammála um að Skúli Skúlason hafi verið ókunnugur undir Eyjafjöllum, né heldur málvenju Eyfellinga. í fyrsta lagi er nú engin óraleið frá Odda austur undir Eyjafjöll. í öðru lagi hefði Skúli hvorki verið beðinn um né tekið að sér að skrifa leiðarvísir fyrir ferðafólk um Eyjafjallasveit, ef hann hefði ekki verið kunnug- ur þar. Það er líka misskilning- ur að hann hafi ekki þekkt mál- venju Eyfellinga. Hann nefnir fossinn Gljúfurfoss, sem senni- lega er hið upprunalega nafn en bætir við samkvæmt mál- venju Eyfellinga: „eða Gljúfra- búi sem Jónas gerði frægan“. Bróðir Skúla hefur líka sagt mér að þeir bræður hafi verið kunnugir í Eyjafjallasveit, farið t. d. oft á sumrum austur að Skógafossi. Dalvísur voru ortar árið 1844 og urðu fljótt kunnar. Ég veit að Anna Vigfúsdóttir muni segja satt um það, að hún sjálf, faðir hennar f. 1863 og kona fædd um síðustu aldamót hafi jafnan heyrt fossinn kall- aðan Gljúfrabúa og faðir henn- ar dáðst að fegurð þess nafns, sem verðugt er. Ég mun því hafa ofmælt er ég sagði að fossinn hafi ekki verið nefndur svo fyrr en á síðustu árum. Hitt held ég fast við, að það hafi ekki verið fyrr en eftir að Dalvísur urðu kunnar og að Jónas Hallgrímsson sé faðir þessa fagra nafns. Og að hann hafi ekki átt við hinn umdeilda foss, vegna þess að nafnið er í Dalvísum og þær eru um Öxnadal, eða getur Anna Vig- fúsdóttir eða aðrir nefnt nokkr- ar heimildir um það að fossinn hafi verið kallaður Gljúfrabúi fyrir árið 1844? Það ár var Dalvísa kveðin og mun hafa borizt sama ár til íslands, a. m. k. til Steinsstaða í Öxnadal. Um grein Árna Óla gæti ég verið fáorður, því meginatriðið í okkar ágreiningi er það hvort trúa má Rannveigu systur skáldsins. Ég mun þó fyrst víkja að því, sem nýtt er í síð- ari grein hans. Hann bendir á að séra Tómas Hallgrímsson hafi ekki verið fæddur fyrr en hálfu þriðja ári eftir að Jónas dó. Móðir mín var heldur ekki fædd fyrr en 11 árum eftir dauða hans. En hvað kemur þetta málinu við? 'Hvorugt þeirra ber Jónas sjálfan fyrir neinu, heldur Rannveigu systur skáldsins, ömmu annars þeirra og fóstru beggja. Svo heldur hann að hún hafi ekkert um þetta vitað af því að fundum þeirra Jónasar bar ekki saman eftir að hann orti Dalvísu, telur svo að það hafi aðeins verið ósk hyggja hennar að vísurnar væru um Öxnadal og umhverfi Steinsstaða sérstaklega. Auk móður minnar þekkti ég í ung- dæmi mínu fleira fólk sem þekkt höfðu Rannveigu náið t. d. fóstursystur móður minnar frá Steinsstöðum, 2 menn sem verið höfðu vinnumenn hjá þeim Steinstaðahjónum og dótt urson Stefáns alþm., sem einnig ólst upp hjá þeim hjónum og var 14 ára þegar Rannveig dó og mundi hana vel. Allir sem hana þekktu og ég heyrði tala um hana báru henni sama vitn- isburðinn, að hún hafi verið hin mesta ágætiskona. Mun hún aldrei hafa staðhæft það, sem aðeins var óskhyggja hennar. Tel ég og sjálfsagt, og margir aðrir, vitnisburð hennar fulla sönnun þess að Dalvísa sé um Öxnadal og þá umhverfi Steins staða sérstaklega. Auk þess sem vísurnar bera það <alveg með sér að þær eru um æskustöðvar skáldsins, eins og ég hef áður bent á og þarf ekki að endur- taka. Þetta finnur hver maður sem les eða heyrir vísurnar. Ámi Óla bendir á að vísumar hljóti að hafa borizt með bréfi frá Jónasi til Steinsstaða. Telur enga sönnun í vitnisburði Rann veigar nema það bréf sé lagt fram. En hfeur hann bréf frá Jónasi um það að vísumar séu um Markarfljótsdalinn? Ég hygg ekki. Heldur Árni Óla virkilega að Jónas Hallgrímsson hafi verið svo kærulaus sonur, að hann hafi ekki skrifað a. m. k. móður sinni árlega meðan hann var erlendis og þá einnig árið 1844? Móðir hans, Rann- veig Jónasdóttir, hefur þá enn verið í fullu fjöri. Hún andaðist ekki fyrr en 1866, eða 21 ári á eftir syni sínum. Hún dvaldi á Steinsstöðum til æviloka. Móð- ir mín mundi hana vel. Rann- veig Hallgrímsdóttir hefur auð- vitað lesið bréfin til móður sinn ar og sjálfsagt hefur hún einnig sjálf fengið bréf frá bróður sin- um, því mjög kært var með þeim systkinum. Það eru fullar heimildir fyrir því að Jónas Hallgrímsson hugs aði heim til Steinsstaða í fjar- lægðinni. í kvæði hans „Heima“ segir hann í miðvísunni: „Þar er barmi blíður og blómafríður runnur í rei, er ég rökkri sleit, dalur, sól og sær og systur tvær, einka móðir og ástvinir góðir.“ Systur hans tvær og móðir voru á Steinsstöðum frá því að Jónas var smábarn og til ævi- loka þeirra allra, nema hvað móðir hans mun haf a átt heima annarsstaðar 1 eða 2 ár. Jónas orti og annað kvæði beinlínis til móður sinnar, sem hefst svo: „Ég veit það eitt, að enginn átti aðra eins móður.“ Hér gæti ég raunar látið máli mínu lokið. í mínum augum ber Dalvísa það með sér, að hún (þær) er ort um hiemahaga skáldsins. Auk þess er staðhæf- ing Rannveigar bein sönnun fyrir því. Ég verð þó enn að minnast á átthagaástina, sem hann telur að hafi komið Rann- veigu til að fullyrða það sem hún vissi ekkert um. Skyldi Jónas ekki hafa fundið til átt- hagaástar líka? I því sambandi minnist hann á Þorstein Erlings son og kvæði hans „Vara þig Fljótshlíð.“ Þar segir: „Þú veizt að hann Hvalfjörður áleit- inn er, þó ást okkar geti ’ann ei slitið.“ Svo sér hann Skorradal- inn og þykir hann enn fegurri. Ætli hann hafi þó fremur getað slitið ást Þorsteins á Fljótshlíð- inni heldur en Hvalfjörður? Jónas þótti Fljótshlíðin fögur, líklega fegurri heldur en Öxna- dalur, en ætli hún hafi getað slitið ástum Jónasar og heima- haga hans fremur en Hvalfjörð ur ástum Þorsteins og Fljóts- hlíðar? Davíð Stefánsson hafði farið víðar um heiminn heldur en Jónas Hallgrímsson og séð margt fagurt. Þegar hann svo siglir inn Eyjafjörð og sér heimahaga sína kallar hann þá „helga jörð.“ Svo um Fagra- skóg: „Á þessum bóndabæ bíða mín opnar dyr.“ Ætli Jónasar hafi ekki jafnan beðið opnar dyr á Steinsstöðum? Jú áreiðan lega. Menn þurfa ekki endilega að elska það heitast, sem þeir sjá fegurst. Já átthagaástin er sterk, eins og Árni Óla segir, bæði hjá skáldum og öðrum. Ég hygg að flestir aðrir en Árni Óla trúi því að svo hafi einnig verið um Jónas Hallgrímsson. Það er rétt að orðálagið „í dalnum frammi," hlaut Norð- lendingur að hafa viðhaft. Ekki er þetta þó nein sönnun þess, og ekki einu sinni líkur, að Jónas hafi viðhaft þau um Mark arfljótsdalinn. Hann var í Dan- mörku þegar hann kvað Dal- vísu og þar gat hann vel sagt framm að Steinsstöðum sam- kvæmt okkar málvenju, jafnvel þó hann hefði verið staddur neðar í Öxnadal. Kirkjustaður- inn Bakki í Öxnadal er gengt Steinsstöðum vestan ár. Eitt sinn fóru mörg sóknarbörn séra Jóns Þorlákssonar að Bakka- kirkju, en hann þjóngði þá að- eins Bægisársókn, en séra Hall- grímur faðir Jónasar Bakka- sókn. Um þessa messuferð orti séra Jón skopvísu, er hófst svo: „Þelamerkurþjóðin frakka þeysti gjörvöll franim að Bakka.“ Orðin „í dalnum framrni" gátu því vel átt við Steinsstaða- land. Bakki og Steinsstaðir eru alveg jafnt frammi í Öxnadaln- um. Það má vel vera að Bleiksá í Fljótshlíð sé bakkafögur, en það munu margar fleiri ár á ís- landi líka vera, einnig Öxna- dalsá, a. m. k. á köflum. Það mun öðru skáldi Hannesi Haf- stein hafa þótt. Hann segir í kvæðinu um Hraun í Öxnadal: „Geislar sumarsólar silungsána gylla, þar sem háir hólar hálfan dalinn fylla.“ Ég læt nú máli mínu lokið og mun tæplega ansa oftar þeim fjarstæðum, sem Árni Óla hef- ur á borð borið í þessu máli, þó þær kunni að skjóta upp koll- inum aftur. Lakast hefur mér þó þótt hjá honum og stappar nærri svívirðu, að væna aðra eins ágætiskonu og Rannveigu. Hallgrímsdóttur á Steinsstöðum um ósannindi vegna óskhyggju einnar. Ég endurtek, að hún staðhæfði aldrei annað en það sem hún vissi. Ég hef haft það miklar spurnir af henni, að ég veit þetta. Bernharð Stefánsson. Allar leturbreytingar mínar. B. St. YFIRLÝSING NEM- ENDA í M. A. VEGNA linnulausra blaða- skrifa um hina svonefndu „kommúnistaklíku“ og pólitísk an áróður í M. A., sjáum við undirritaðir okkur tilneydda til að taka fram eftirfarandi: Þær ásakanir, sem fram hafa komið í áðurnefndum skrifum, á hendur vissum kennurum skólans, að þeir noti aðstöðu sína sem kennarar til að reka pólitískan áróður innan veggja M. A., eru með öllu tilhæfu- lausar. Við vítum þessa málsmeðferð viðkomandi blaða, sem einkenn ist af vanþekkingu á öllum málsatvikum og hörmum jafn- framt, ef skólinn hefur beðið álitshnekki þeirra vegna. M. A. 13. 5. ’68. Björn Þórarinsson, inspector scholae. Björn Jósef Arnviðar- son, fráfarandi inspector scholae. Benedikt Ásgeirsson, formaður skólafélagins Hugins. Sigmundur Stefánsson, fráfar- andi formaður Hugins. Sigurð- ur Jakobsson, ritstjóri skóla- blaðsins Munins. Gunnar Frí- mannsson, fráfarandi ritstjóri Munins. Björn Stefánsson, for- maður 6.-bekkjarráðs. Erlingur Sigurðsson, formaður 5.-bekkj- arráðs. Kristján Sigurbjamar- son, formaður 4.-bekkjarráðs. Benedikt Ó. Sveinsson, formað- ur 3. bekkjarráðs. Jón Georgs- son, formaður Raunvísindadeild ar Hugins. Jóhann Tómasson, fulltrúi í Nemendaráði. Jóhann Pétur Malmquist, fulltrúi í Nem endaráði. Sláfurhúsið hraSar hendur SJÓNLEIKUR með þessu óskáldlega nafni er um þessar mundir sýndur í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri. Ágúst Kvaran setti leikinn, sem er eftir Þingeyinginn Hilmar Jóhannesson mjólkurfræðing í Borgarnesi, á svið og er hér um að ræða söngva- og gamanleik. Frumsýningin var 17. þessa mánaðar. (Sjá auglýsingu um næstu sýningar). Meðfylgjandi mynd úr leiknum er af Helenu Eyjólfsdóttur og Pétri Jósefssyni. □ Frá Sumarbúðunum við Vestmannsvatn. Sumardvöl á Vestmannsvafni ÆSKULÝÐSSAMBAND kirkj- unnar í Hólastifti hefur sumar- búðastarf að Vestmannsvati fyr ir börn á aldrinum 8 til 14 ára og verður þá tekinn í notkun nýr svefnskáli og bætir það mjög mikið alla aðstöðu barn- anna til föndurs og innileikja. I sumar verður hafizt handa með gróðursetningu trjáplantna í landi sumarbúðanna og munu bömin vinna við það að ein- hverju leyti. Umsóknir um dvöl fyrir börnin hafa verið mjög margar og færri komizt en vildu, enda er hér um að ræða mikið og gott tækifæri til að láta börn- in dvelja á fögrum stað og gefa þeim veganesti út í lífið. Aldursflokkarnir og tímabil- in eru sem hér segir: 1. flokkur. Stúlkur 8 til 10 ára. 14. júní til 29. júní. 2. flokkur. Drengir 8 til 10 ára. 2. júlí til 17. júlí. 3. flokkur. Drengir 10 til 12 ára. 18. júlí til 2. ágúst. 4. flokkur. Stúlkur 10 til 12 ára. 6. ágúst til 21. ágúst. 5. flokkur. Stúlkur 12 ára og eldri. 22. ágúst til 6. september. Sækja þarf um vist fyrir börnin til sóknarpresta á Norð- urlandi, og eru menn beðnir um að koma umsóknunum til for- manns sumaíbúðanefndar, séra Sigurðar Guðmundssonar, pró- fasts á Grenjaðarstað hið fyrsta og mun hann þá senda hverju bami allar upplýsingar um dvölina og ferðir til og frá Vest- mannsvatni. Þetta er fimmta sumarið sem FERMINGARBÖRN FERMING á Grund á uppstign- ingardag. STÚLKUR: Guðrún Sigurðardóttir, Torfufelli Guðrún Inga Tryggvadóttir, Gilsá Sigrún Jóhannesdóttir, Gilsbakka Sigríður Tryggvadóttir, Akureyri DRENGIR: Aðalsteinn Bernharðsson, Laugar- b°rg Friðfinnur Ðaníelsson, Gnúpufelli Kristján Matthíasson, Botni Snæbjörn Friðriksson, Kristnesi Njáll Kristjánsson, Grænuhlíð Ólafur Andri Thorlacius, Öxnafelli SJÓMANNADAGSRÁÐ Akur- eyrar vill vekja athygli bæj- arbúa á því, að þar sem svo hef ur tekist til að þessu sinni, að umferðarlagabreytingin (H-dag urinn) kemur til framkvæmda á Sjómannadaginn 26. maí, sjá- um við okkur ekki fært að efna til útihátíðahalda að þessu sinni. — Þó verður á laugardag inn 25. maí efnt til kappróðurs á Akureyrarpolli ef næg þátt- taka og aðrar kringumstæður leyfa. barnastarfið er á hinum undur- fagra stað í Aðaldal, en 28. júní 1964 voru sumarbúðirnar vlgð- ar. . . ~ * Á Siglufirði veitir umsóknum móttöku Júlíus Júlíusson, kaup maður. Daggjald er kl. 125,00. Sumarbúðastjóri' er Gylfi Jónsson, Akureyringur, sem stundar guðfræðinám við Há- skóla íslands. (Frétt frá ÆSK). - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). af þeirra skrifum af því þeir kunnu- ekki vel til verka. TVÆR SKRIFSTOFUR TVÖ BLÖÐ Stuðningsmenn forsetaefnanna, doktoranna Kristjáns Eldjárns og Gunnars Thoroddsens, hafa sett á laggirnar kosningaskrif- stofur á Akureyri. En um skrif stofuhúsnæðið ganga sögur um bæinn, sem hér verða ekki raktar. Blöð hafa stuðnings- menn forsetaefnanna gefið út, jafnvel liafa sumir séð þriðja blaðið (Gunnarsblað), sem síð- an var tekið úr umferð. KLIPPTI OG TAUTAÐI Tveir borgarar gengu í fyrra- kvöld fram hjá húsi einu á Ak- ureyri. Þar var húseigandi að klippa runna og tautaði fyrir munni sér ófögur orð, svo sem hann ætti í höggi við vonda and stæðinga og léti klippurnar ganga á þeim. Heyrðist Tiann nefna Gunnar. Eruð þið kannski Gunnarsmenn, mælti liann er hina bar þar að. Þeir litu á stór ar klippur í sterklegum liönd- um, neituðu spurningunni snar lega, sögðust kjósa Kiristjáit eins og allir sannir Norðlend- ingar. Mildaðist húseigandinn og bauð upp á kaffi. Svo segja menn að flestir séu áhuga- lausir um forsetakjör. Skipshafnir, starfshópar eða fyrirtæki, sem hafa hug á að taka þátt í róðrinum eru vin- samlega beðin að tilkynna þátt- töku sína sem fyrst til: Jónasar Hannessonar, síma 2-14-25, Pét urs Kristjánssonar, síma 1-26-15 eða Ármanns Sveins- sonar, síma 2-10-16. Bátarnir munu verða lánaðir til æfinga þeim er þess óska, vikuna áður eli keppni fer fram. (Aðsent) Fjölmenni við skólaslit Ólafsfirði* 20. maí. Þegar ísinn lónaði ögn frá á miðvikudag fór Sæþór út og kom eftir rúman sólarhring með 25 tonn. Súlan kom með 48 lestir í dag. Trillu- bátarnir afla dálítið hér innan- um ísinn, og er veitt á hand- færi. Bannaskólanum var slitið á föstudaginn. Hæstu einkunn á barnaprófi hlaut Sigurlína Sig- urbjörnsdóttir 9.28, næst Val- gerður Sigurðardóttir 9.03 og í þriðja sæti var Sveinn R. Brynj ólfsson. Hæstur í 5. bekk var Hörður Björnsson 9.20 og i 4. bekk Kristín Hulda Marinós- dóttir 8.43. Skólastjórinn, Bjöm Stefánsson, flutti skólaslitaræð- una og lagði áherzlu á siðgæðið. Fjölmenni var við skólaslit. B. S. BANAÐ 5 TÓFUM Á TÍU KLST. Klausturseli 7. maí. — Gunnar Guttormsson, bóndi á Litla- Bakka í Hróarstungu kom hér til bæja í fyrrakvöld, af Fljóts- dalsheiði. Hafði hann verið þar á ferð á snjósleða að huga að tófum og var hann þá, eftir 10 klst. sleðaferð um heiðina, bú- inn að bana 5 tófum. — Alls er hann búinn að drepa 9 tófur I. vetur með aðstoð snjósleða og sinna ágætu skotvopna. Gunnar er vel þekkt grenja- skytta og hefur margri tófunní banað. Líkur eru á að fyrir ríki. og sveitarfélög muni verða lan-g ódýrast að vinna tófur á þenn- an hátt — en verðlaun fyrir hlaupa-dýrin ættu að vera miklu hærri og myndi það alla vega verða ódýrara en vor- grenjavinnsla. G. A. - BIRGÐASTÖÐ (Framhald af blaðsíðu 8). 3 mánaða birgðir, auk birgða olíufélaganna, til þess að grípa til, ef hafís leggst að landi, Sýslunefndin bendir á að ef til vill mætti nota geyma S. R. á Skagaströnd, svo ekki þurfi aS koma til fjárfestingar í mann- virkjagerð. Olíufélögunum verði jafn- framt gert að skyldu að eiga ávallt a. m. k. 2ja mánaða ibirgð ir af olíu í héraðinu að vetrin- um og fram á vor. Sýslunefndin b'einir þessari áskorun til hæst- virtrar ríkisstjórnar að marg- gefnu tilefni. Hin síðari ár hafa olíubirgðh- hvað eftir annað ver ið á þrotum en hafís lokað um tíma siglingaleið eða lónað úti fyrir Norðurlandi. Telja má óframkvæmanlegt við núver- andi ástæður að fullnægja olíu- þörfinni landleiðina. Sýslunefnd A.-Hún. vekur athygli hæstvirtrar ríkisstjórn- ar á því hættuástandi, sem skap azt getur í héraðinu, ef skortur verður á fóðurbæti vegna flutn ingaerfiðleika á sjó og landi að vetrinum. Sýslunefndin telur að í nóvemberlok verði að vera til í héraðinu 4—5 mánaða birgðir af fóðurbæti. Sýslunefndin lít- ur svo á, að hér sé fyrst og fremst um fjárhagsatriði að ræða, þ. e. að útvega verði fjár- magn til þess að unnt verði að kaupa þetta miklar birgðir svona snemma vetrar og geyma fram eftir. Verzlanir, sem aðal- lega verzla með fóðurbæti hafa eins og er ekki fjárhagslegt bol- magn til þess að leysa þetta vandamál. Sýslunefndin skorar því á ríkisstjórn íslands að gera nú þegar ráðstafanir, svo nægi- leg fóðurbætiskaup geti farið fram þegar á næsta hausti. , (Fréttatilkynning) { Frá Sjómannadagsráði Akureyrar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.