Dagur - 29.05.1968, Blaðsíða 4

Dagur - 29.05.1968, Blaðsíða 4
4 5 Málverkasýning Hrings Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f, SKÆÐASTI ðVINUR MANNKYNSINS í ERLENDU blaði stóð nýlega eftir farandi athugasemd: Lesandi góður. Það tekur þig 15—20 mínútur að lesa eina síðu í þessu blaði. En á meðan þú lest þessa blaðsíðu deyja 420 menn af skorti einhversstaðar á jörðinni. Þetta er ástæðan til þess, að í ýmsum löndum er nú hafin „her ferð gegn hungri“ m. a. hér á íslandi. íbúatala jarðarinnar er talin vera 3400 milljónir. Á morgun þarf jörð- in að metta 180 þúsundir munnum fleira en henni ber að metta í dag. Talið er, að helmingurinn af þess- um 3400 milljónum jarðarbúa fái of lítið að borða — búi við næringar- skort og beint hungur —. Fólksfjölg- unin er svo hröð, að talið er að f jöldi jarðarbúa verði kominn upp í 7000 milljóriir um næstu aldamót. Með þetta í huga er ályktað, að matvæla- framleiðslan þurfi að aukast um 4— 5% á ári. Á árunum 1953—1965 jókst hún um 2.4% árlega, en árið 1966 stóð hún í stað. Það er ekki langt síðan sultur og hungurdauði vofði yfir fólki hér á landi, þegar sjávarafli eða grasvöxt- ur brást. Skyrbjúgur lagðist á vetr- um á þurrabúðarfólk við sjóinn og einnig á fólk á sumum heiðarbýlum hér á Norðurlandi. Margt fólk, sem enn er á lífi, minnist þeirra tíma þegar matarskortur var á fátækum heimilum. Nú framleiða íslending- ar gnægð góðra matvæla. Unga fólk- ið trúir því naumast, að til hafi verið fólk á Islandi, sem ekki fékk nægju sína að borða hvern dag. Nú er hægt að segja það við saddan mann í skjól góðum fötum, að hann „lifi ekki mannsæmandi lífi.“ Áður hefði eng- inn látið sér slíkt um munn fara. En hvað sem íslendingum líður um J>essar mundir, er það staðreynd, að helmingur mannkyns á líf sitt að verja fyrir liungurvofunni, og að afrakstur jarðarinnar og hafanna nægir ekki til að seðja öll mannanna böm. Enn sem fyrr er hlutverk mat- vælaframleiðslunnar mikilvægt í at- vinnulífi þjóðanna, en víðast hvar vanmetið og einnig hér á landi. — Tölumar hér að framan em úr tíma riti FAO, matvælastofnun Samein- uðu þjóðanna. Með sameiginlegu átaki sérstakra stofnana Sameinuðu þjóðanna hefur verið unnið að vísindalegum rann- sóknum á að nýta betur auðlindir hinna mörgu Jnúunarlanda, með aukna matvælaframleiðslu í huga og (Frarahald á blaðsíðu 7). B Á UPPSTIGNINGARDAG opn aði norðlenzkur listmálari, Hringur Jóhannesson, frá Haga í Aðaldal málverkasýningu í Landsbankasalnum. Alls eru á sýningunni 50 myndir, 31 olíu- krítarmynd, 9 teikningar og 10 olíumálverk. Það er mjög ánægjulegt, þeg- ar okkar Norðlendingum gefst kostur á að kynnast okkar ágætu listamönnum. Því miður förum við oft á mis við góða list, vegna þess að við fáum ekki tækifæri að geta sjálf kynnt okkar verk þeirra. Hring ur Jóhannesson er þegar orðinn þekktur sem listamaður, hefur haldið margar sjálfstæðar sýn- ingar, þetta er sú fimmta. Einn- ig hafa verk hans verið á fjölda samsýninga bæði hér og erlend is. Einnig er hann kennari við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands og Myndlistaskólann í Reykjavík. Ég ætla ekki að kveða upp neinn dóm um sýn- ingu Hrings, aðeins vil ég vekja athygli á nokkrum myndum, er mér fundust bera af. Af olíu- krítarmyndum vil ég nefna Kvöldroða nr. 9, hugmyndarík og falleg mynd, nr. 5 Lindin og rir. 20 Úr Aðaldal, nr. 31 Norð- ur Aðaldal og kannski ekki sízt nr. 13 Ein í hrauni, gullfalleg jnynd. Þó teikningar hans séu þarna í minnihluta, eru þær alls ekki síðri t. d. nr. 38 Við - VERUM SAMTAKA (Framhald af blaðsíðu 1). • férðarverðirnir gerðu gott gagn. Yfirlögregluþjónn hefur beðið blaðið að færa þeim, lögreglu- mönnunum og svo öllum al- menhingi, þakkir fyrir mikil og góð störf tvo fyrstu daga hægri umferðar, sem liðnir eru. Eftirlitið verður í engu skert fyrst um sinn. Sérstaka áherzlu ber að leggja á réttan ökuhraða, - sagði yfirlögregluþjónninn, og verður tekið hart á brotum á þyí sviði. 50 km. hámarkshraði fyrstu dagana og síðan 60 km. hámarkshraði á vegum úti, er leyfður og rik áherzla lögð á, að reglur þar um séu haldnar. Þá kom það fram, að breyt- ingár verða gerðar á umferð- inni hér í bæ, að endurskoðun lokinni, þar sem reynslan sýnir að þörf er á, en ekki þó nema í smáatriðum. Að lokum sagði Gísli Ólafsson, að nauðsyn væri að sýna áfram samtök í því að auka umferðarmenninguna, og munu allir geta tekið undir þá ósk. □ land. Af olíumálverkunum fannst mér nr. 41 Grásleppunet og nr. 48 Úr Aðaldal, mjög skemmtilegar, þó ólíkar séu. Flestar myndirnar eru úr Aðal- dal og Dalvík, má sjá að heima byggðin er honum minnisstæð. Áður en ég fór af sýningunni náði ég tali af Hring. Hvernig byggir þú upp mynd ir þínar? í fyrsta lagi hef ég notað eins og sjá má landslagið, síðan læt ég mínar eigin hugmyndir koma fram t. d. litaval og mynd byggingu. Ég geri frumdrög á staðnum, en nota svo kannski bara hluta af henni og vinn þannig upp myndina heima á vinnustofu, en flestar af þessum myndum sem hér eru til sýnis, eru Unnar á staðnum. Þú hefur teiknað mikið? Já, því ég tel teikningu undir stöðu allrar myndlistar. Á fyrstu sýningu minni voru nær eingöngu teikningar og frá fyrstu tíð gert afarmikið að því að teikna. Er ekki að verða offram- leiðsla á listmálurum? Jú, það eru margir kallaðir, en fáir útvaldir. Það er að verða eins og með rímnaskáldin fyrir aldamót, allir gátu ort rímur, hún er víða offramleiðslan. Og nú ætlarðu að viða að þér efni í sumar? Já, það mun ég gera, en hvemig úrvinnslan verður er ekki gott að segja. Hvernig finnst þér undirtekt- ir Akureyringa? Ágætar, sérstaklega finnst mér ánægjulegt hve sýningar- gestir hér gefa sér góðan tíma að skoða myndirnar. Ég þakka Hring greinargóð svör. Ég hvet fólk eindregið að skoða þessa sýningu. Það verð- ur enginn fyrir vonbrigðum. Aðsókn hefir verið ágæt og á laugardag voru 16 myndir seld- ar. Sýningin verður opin til 3. júní frá kl. 14 til 22. J. Ö. - LAXARÆKTIN (Framhald af blaðsíðu 1). eins á þessum stað, heldur ótelj andi öðrum. En það er fróðlegt að fylgjast með þróun mála vestur þar, hvað laxaræktina snertir. Endurheimtur laxa voru sæmilega góðar á síðasta ári og vógu laxarnir 2—4 kg. eftir eins vetrar dvöl í sjó, en seiðin eru 15—100 grömm þegar þau ganga til sjávar. í sumar eiga menn von á 40— 50 löxum í Lárvatn. YFIR 200 UNGLINGAR BIÐJA UM VINNU í SUMAR ATVINNUMÁLANEFND Akureyrar hefur látið fai'a fram könnun á atvinnuhorf- um unglinga í Gagnfræða- skólanum nú í sumar. Könn un þessa önnuðust Valgarð- ur Haraldsson og Jón Ingi- marsson með aðstoð skóla- stjóra og kennara Gagn- fræðaskólans. Af 583 ungling um svöruðu 500 fyrirspurn- um nefndarinnar, 259 dreng ir og 241 stúlka, þar af töldu 262 (139 drengir og 133 stúlk ur) sig 'hafa sumarvinnu, 43 (28 drengir og 15 stúlkur) töldu sig hafa von eða vil- yrði um vinnu en 195 (92 drengir og 103 stúlkur) töldu sig enga vinnu hafa. í könmm þessari kom einnig fram hvemig þeir unglingar, sem atvinnu hafa, skiptust í atvinnugreinar, 202 unglingar óskuðu eftir að sér yrði útveguð vinna. Atvinnumálanefnd mun halda könnun þessari áfram, nú með áherzlu á að kanna atvinnuhorfur fyrir unglinga á gagnfræðaskólaaldri. Þessi könnun hefur þegar leitt í ljós að hér er um alvar legt vandamál að ræða. Ekki þarf að lýsa því, hve óæski- legt er að unglingar á þess- um aldri séu með öllu iðju- lausir fyrir sumarmánuðina. Vill atvinnumálanefndin hvetja þau fyrirtæki, sem hyggjast ráða, eða hafa möguleika til þess að ráða unglinga til vinnu að þau geri það sem fyrst. Akureyri, í mai 1968. Atvinnumálanefnd Akureyrar. (Fréttatilkynning) I Bílafjöldi, sjósport og mistur á H-degi á Akureyri. «II|IMIIIIIIIIIIIII|I||||||I IMMMMMMMMMMMMI imiimmmmmmimimimiiimimiimmmmimmmmmmmmm) Skólðslit Oddeyrarskólans ODDEYRARSKÓLANUM á Akureyri var slitið 17. þ. m. Skólinn var fullsetinn í vetur og voru í honum 453 nemendur í 18 bekkjardeildum. Á kom- andi skólaári verður samt sem áður veruleg nemendafjölgun og hugsanlegt að þá verði að þrísetja í eina kennslustofuna. Að þessu sinni tóku barna- próf 59 nemendur og stóðust allir prófið. Hæstu einkunn hlaut Steinunn Jónasdóttir 9.31. I haust var hafin kennsla í ný-stærðfræði í einum af fyrstu bekkjum skólans og er það til- raunakennsla, sem gerð er á vegum skólarannsókna. Nokkrum börnum, er skör- uðu fram úr í teikningu var gef inn kostur á að vinna frjálst að málun stórra veggmynda. Einn ig var nokkrum börnum gefin kostur á frjálsum vinnubrögð- um í föndri og unnu þau nokkra nýstárlega og skemmtilega hluti. Þetta frjálsa starf var sjálfboðastarf og fór fram eftir venjulegan kennslutíma á dag- inn. Áhugi barnanna var mikill og komust færri að en vildu. í vetur urðu nokkrar breyt- ingar á söngkennslu og gerðar í samráði við Egil Friðleifsson, söngkennara í Hafnarfirði. Hann kom hingað til Akureyr- ar á vegum barnaskólanna. Keypt voru til skólans fullkom- in hljómflutningstæki og dálítið safn af hljómplötum með sí- gildri tónlist, sem svo var kynnt í söngtímum. Þá var einnig ikeypt tafla til söngkennslu. Töflur sem þessar eru alveg nýj ar á markaði og eru bæði notað ar sem hljóðfæri og til þess að skrifa á þær nótur. íþróttalíf var mikið í skólan- um. Flokkakeppnir voru í hand bolta, sundi og svigi. Sigurveg- arar hlutu að launum farand- bikar er geymdir verða í stof- um þeirra til næstu keppni. í svigkeppni hlaut bezatn braut- artíma Gunnar Guðmundsson og fékk til eignar fagran verð- launapening, sem Vilhelm Þor- steinsson, framkvæmdastjóri gaf. Heilsufar skólabarna var gott, en fjórir af föstum kennurum skólans forfölluðust um lengri tíma, olli það nokkrum erfið- leikum þar sem kennaraskortur hefur verið hér á Akureyri. Við skólaslit voru afhent fjöl mörg verðlaun fyrir góða náms árangra og hegðun. Gefendur voru: Kvöldvökuútgáfan, Zonta klúbbur Akureyrar og Eiríkur Sigurðsson fyrrv. skólastjóri. Skólastjóri þakkaði gjafir, sem skólanum hafa borizt bæði frá nemendum og öðrum vel- unnurum skólans, m. a. barst skólanum nú fyrir skömmu, ágætt umferðarkennslutæki og er það gefið af Kvennadeild Slysavarnafélagsins á Akureyri. Lokaorð hans til bamanna voru á þessa leið: „Kynslóðir koma og fara. Senn verðið þið ábyrg- ir vakandi borgarar, sem ásamt öðrum þurfið að halda uppi heill og heiðri þessa lands, vinna því gagn á sem flestum sviðum og njóta í staðinn gæða þess. Reynið þá ætíð að vera traust og nýt. Leggið ekki út á niðurrifsveg sumra ungra æsku manna og kvenna, sem svala kröftum sínum í eyðileggingar- og skemmdarstarfsemi. Reynið að vera þeim skólum er við ykk ur taka vaxandi og traust fólk. Þannig virðið þið bezt foreldra ykkar, heimili og þá stofnun, sem þið nú kveðjið í dag. Með þetta í huga náið þið einnig beztum námsárangri og leggið traustastan grundvöll að því ævistarfi er fyrjr ykkur kann að liggja.“ Skólastjóri Oddeyrarskólans er Indriði Úlfsson. Fermingarbarnamót Á ANNAN í hvítasunnu, mánu daginn 3. júní n. k., verður ferni ingarbarnamót fyrir börn í Eyja fjarðarprófastsdæmi, sem fermd eru á þessu vori. Mótið verður sett kl. .10 f. h. og þyí lýkur kl. 9.30 e. h. Þátttakendur eru beðnir um að hafa með sér mat til dagsins að öðru leyti en því að mjólk fær hver og einn á staðnum. Þá eiga allir að koma með Nýja- Testamentið sitt, og vera í skjól góðum fötum. Svo sem að venju fer fram guðsþjónusta, leikir og íþróttir, og mótinu lýkur með kvöldvöku. — Mótsgjaldið er kr. 40 auk far- gjalds til og frá Hrísey. Póst- báturinn Drangur flytur börnin frá Akureyrarprestakalli og verður lagt af stað kl. 8 f. h. Fargjald báðar leiðir er kr. 100. Undirbúningsncfnd. - ÍÞRÓTTIR - Einar Bollason verð- ur áfram á Akureyri 6/ Spjallað við Einar Bollason, þjálfara Þórs þjálfa og leika með Þór. Einnig mun ég þjálfa yngri flokka fé- lagsins, en við þá eru miklar vonir bundnar. í því sambandi vil ég sérstaklega minnast á II. fl. kvernia, en þar eru stúlkur, sem með ótrúlegri elju og ástundun við æfingar í vetur hafa náð mjög langt í íþrótt- inni, og er það von mín að þess- ar stúlkur eigi eftir að auka mjög hróður félagsins á kom- andi árum. SÚ SAGA var á kreiki í bæn- um, að KR-ingar Jeggðu mikið kapp á að ná Einari BoIIasyni suður aftur, og alveg óvíst væri hvort hann yrði hér næsta vet- ur, en eins og allir vita hefur Einar unnið hér mjög vel og af miklum krafti í vetur að fram- gaiigi körfuknattleiksíþróttar- innar, og á hann heiður skilið fyrir það. Ég sneri mér því beint til Einars Bollasonar og spurði hann hvort það væri rétt, að hann færi suður aftur. En alla unnendur körfuknatt- leiks get ég glatt með því að svo verður ekki. Einar Bollason mun starfa hér næsta vetur. Hann varð góðfúslega við því að svara nokkrum spurningum, sem fara liér á eftir. Ertu ánægður með árangur Þórsliðsins í vetur? Ég er mjög ánægður með árangur Þórs í vetur. Það að ná 3. sæti í I. deild, er ekki auð- velt fyrir nýliða, en það tókst nú samt og reyndar töpuðum við 2 leikjum eingöngu fyrir skort á leikreynslu. Nú, sigur- inn á móti KR síðastliðið haust mun seint gleymasty svo og þátt taka okkar í hraðmótinu rétt fyrir jólin. í því móti má segja að annar dómarinn hafi rænt okkur sigri yfir íslandsmeistur- unum, þegar hann sleppti aug- Ijósu broti undir körfunni á síð- ustu sekúndum leiksins og vor- um við þá 1 stigi yfir, en KR- ingar áttuðu sig fyrr á því að ekkert var dæmt, brunuðu upp völlinn og skoruðu sigurkörf- una. Heppnir KR-ingar þar! Annars hafa piltarnirj Þórs- liðinu sýnt mikinn dugnað á æfingum og mæting verið með fádæmum góð. Þetta tvennt ásamt einstöku keppnisskapi og sigurvilja hefur fyrst og fremst skapað grundvöllinn fyrir vel- gengni okkar í vetur. Er ekki mikill áhugi fyrir körhiknattleik hjá unga fólk- inu? Áhugi meðal ungs fólks hér á Akureyri er geysimikill, og á námskeiði því, sem haldið var hér í vetur á vegum -KKRA æfðu hátt á annað hundrað unglingar, og hafa margir þeirra sýnt miklar framfarir eins og kom fram í Norðurlands mótinu, sem haldið var hér á dögunum. Hér má þó ekki láta staðar numið. Eldurinn hefur aðeins verið tendraður, og hann verð- ur fljótur að slokkna, ef ekki er haldið vel á málunum. Fái þess ir unglingar rétta meðhöndlun, og næg tækifæri til að spreyta sig í keppni við jafnaldra sína, þarf körfuknattleikur á Akur- eyri engu að kvíða í framtíð- inni, efnisviðurinn er nógur. Eitt er það, sem ég get ekki látið undir höfuð leggjast að minnast á. Hér í bænum er á mörgum stöðum ágæt aðstaða til að iðka knattspyrnu og hand knattleik, en hvergi nokkur staðar hef ég séð körfur vera settar upp. I Reykjavík þar sem hlutfallslega færri leggja stund á körfuknattleik, heldur en hér, finnst ekkert leiksvæði án 1 eða 2 körfuknattleiksvalla. Nú í sumar, þegar íþróttahúsin eru lokuð, skortir því alla aðstöðu til þess að iðka körfuknattleik hér í bæ. Hátt á annað hundrað unglingar bíða þess með óþreyju að taka til við æfingar á nýjan leik. Það má ekki valda þeim vonbrigðum. Kostnaður- inn við þetta er hverfandi lítill, og vona ég að þessu verði kippt í lag hið bráðasta. Er ekki afráðið að þú verðir hér í bæ næsta vetur? Það er afráðið að ég dvelji hér einnig næsta vetur við kennslu í Gagnfræðaskólanum á Akureyri og mun ég þá einnig Einar skorar á móti Simmen- thal, Evrópumeisturum frá ítalíu. I. deildarlið Þórs á erfitt verk fyrir höndum, þ. e. að verja sæti sitt í deildinni og þá fyrst og fremst 3. sætið. Að sjálf- sögðti er ekki útilokað að sigur náist gegn „stórveldunum“ tveimur ÍR og KR, en þó tel ég það frekar ólíklegt, þar sem okkur skortir tilfinnanlega meiri hæð í liðið til þess að verj ast hinum hávöxnu pg sókn- djörfu leikmönnum þessara liða. Samt sem áður er ég þess fullviss að baráttugleði piltanna ásamt aukinni æfingu og feng- inni reynslu geri það að verk- um að Þórsliðið gengur sterkt og samstillt til leiks í næsta móti, og því get ég lofað akur- eyrskum áhorfendum, sem svo dyggilega hafa stutt okkur í vet ur, að margir svipadropar munu hníga til jarðar áður en Þórs- liðið verður sigrað á heimavelli næsta vetur. Viltu ekld bæta einhverju við, Einar? Að lokum vil ég hvetja alla unglinga, sem leggja stund á körfuknattleik, að stunda æfing ar vel og leggja sig alla fram, enginn verður óbarinn biskup og til þess að árangur náist má aldrei slaka á, hvorki á æfing- um eða í leik. Kærar þakkir flyt ég einnig öllum stuðnings- mönnum Þórsliðsins, þeirra hlutur liefur verið ómetanlegur og ég er þegar farinn að hlakka til þess að klæðast hvíta og rauða búningnum á nýjan leik og heyra hið uppörvandi og geysisterka hróp, „áfram Þór“ hljóma af áhorfendapöllunum. Blaðið þakkar Einari Bolla- syni fyrir svörin, og ekki er að efa að íþróttaunnendur vona að hann og fjölskylda hans festi yndi hér í bæ og dvelji hér sem lengst. Vonandi tekst Handknatt- leiksráði að ráða til sín góðan þjálfara næsta vetur, sem bú- settur verður í bænum, og er þá ekki að efa, að íþróttaunnendur njóta margra ánægjustunda í íþróttaskemmunni næsta vetur. Sv. O. Féð 29 vikur á húsi - en hefur verið hraust og fóðrun góð Kasthvammi 11. maí. Hér hefur verið norðan stórhríð og veður- hæð í allan dag mikil snjókoma en vægt frost og enn komnir 2 metra skaflar og hefði það nægt í fréttaauka frá Vest- mannaeyjum. í fyrstu maívik- unni voru stilt og björt veður en ægilegir kuldar 15 og 16 stiga frost um nætur, og einn daginn fór frost aldrei niður fyrir 7 stig. Snjór var nokkuð mikill enn, einkum stórfenni. Einnig eru mikil svell á flat- lendi því mjög svellaði á því um mánaðamótin febrúar— marz. Veturinn langur og harð- ur, fé búið að vera 29 vikur í húsi þar af 15 vikur á innistöðu (allir innistöðudagar taldir) og marga daga var vafasamur vinn ingur að láta út. Hey voru mjög sæmileg (um miðjan apríl) eng inn illa staddur en allmikið er búið að gefa af fóðurbætir. Fé hefur verið ágætlega hraust og góðrun góð. Sauðburður er byrjaður og er hætt við að lambær verði þungar á fóðri á næstunni. Annað hvort hafa þeir á Vetr arbrautinni sett dæmið skakkt upp, eða spámaður þeirra á Langanesinu hefur reiknað skakkt, því lítið breyttist til batnaðar 26. apríl. Og ekki veit ég út frá hverju þeir hafa reikn að, sem töldu menn bjartsýna á betra vor en undanfarið, það hafa líklega verið stjórnmála- eða stjómaraugu — sem hafa séð þess merki. Það er annars merkilegt að ekki skuli hafa komið tilkynningar um „klaka- stíflur í Laxá“ þessa undan- farna daga. Gunnl. Tr. Gunnarsson. SMATT OG STORT 1 (Framhald af blaðsíðu 8). en Gríniseyingar þráuðust enn við og liann spurði, livernig þeir gætu lifað norður í hafi? Sá, sem komið hefur út í Gríms ey, ber aldrei fram slíka spurn- ingu, a. m. k. ekki, ef hann Iief- ur kynnt sér aflabrögðin annars vegar og tilkostnaðimi hins veg ar. Góð fjárhagsleg afkoma leynist ekki heldur þeim, sem athugar híbýli eyjarbúa. En hér eru tölur ekki tiltækar að sanna það mál. Hins vegar er rétt að benda á, að í Grímsey og mörg- um öðrum smærri byggðum við sjó, vinna nær allir vinnufærir menn við framleiðslustörfin en fáir við svonefnd þjónustustörf, en það er öfugt við þróunina á stærri stöðunum og þjóðfélags- ins í heild. Á máli hinna gömlu verkalýðsleiðtoga er enginn afætulýður í Grímsey. segir ritstjórinn alveg satt. Greinin er frá Valbergi í Ólafs- firði, um mjólkursölumál. \ EN IIVERS VEGNA HEFUR GREININ EKKI VERIÐ BIRT? Þessari spurningu er nauðsyn- legt að svara. Greinin var áður búin að birtast í Akureyrar- blaði. Degi er óljúft að birta langar greinar, sem eru rétt búnar að koma í öðrum blöð- um, og það er m. a. af því, að blaðið er oftast í hreinum vand ræðum, vegna rúmleysis, að birta það efni, sem því berst, auk frétta og auglýsinga. Verð- ur þá að velja og hafna í hvert sinn og blaðið kemur út, hvað eigi að birtast og hvað að bíða birtingar. Þetta sjónarmið skildi forstjóri Valbergs, er við áttum tal saman — betur en ritstjórá íslendings. FLEKAVEIÐAR Grímseyingar hafa sótt um leyfi til að veiða fugl á fleka, svo sem fyrrum var gert, bæði þar og á öðrum stöðum, en er nú bannað. Margir álíía, að flekaveiðar, eins og þar hafa verið stundaðar í Grímsey, eigi ekki að liöggva nærri siðferðis- vitund manna um meðferð dýra. Sjálfir segjast þeir liggja yfir flekunum, eða hafi gert svo, á meðan þeir stunduðu þessar veiðar. Og að jafnskjótt og fugl festist, hafi hann verið aflífaður. Nú er ís við Grímsey og e. t. v. er þess þörf, að veita nefnda undanþágu, ef fiskur bregst af völdum ísa. En ógrynni er af bjargfugli við Grímsey og eggja tekja var mjög mikil á meðan hún var stunduð kappsamlega. Grímseyingar liafa lialdið uppi litlu en menningarlegu og far- sælu samfélagi um langt skeið. Er það laust við mörg þau sjúk- legu einkenni samtíðarinnar í okkar landi, sem nú þjáir þjóð- félagið. AÐSENT BRÉF Herra ritstjóri. í blaði yðar, dags. 22. maí sl., var svofelld klausa í dálkinum „Smátt og stórt“: „Blöð hafa stunðingsmenn forsetaefnanna gefið út, jafnvel hafa sumir séð þriðja blaðið (Gunnarsblað), sem siðan var tekið úr umferð.“ Fullyrðing þessi er tilliæfu- laus með öllu. Þetta leiðréttist hér með. Akureyri 24. maí 1968, virðingarfyllst, Arnþór Þorsteinsson, Jón Ingi- marsson, Jón G. Sólnes, Þor- valdur Jónsson. BOTNINN DATT ÚR HONUM Botninn datt úr ritstjóra fslend ings í Menntaskólamálinu, þeg- ar honum var bent á, að hann setti blett á skólann með ógæti- legum skrifum sínum. Hann mótmælir þessu ekki í blaði sínu í gær, enda mun hann finna til fljótfærni sinnar. En til áð segja þó eitthvað, og svara fyrir sig, eins og stráka er sið- ur, segir hami Dag lúra á grein úr Ólafsfirði í fleiri vikur. Þetta HLJÓMLIST OG SÖNGUR Undanfarnar vikur hafa íbúar Akureyrar átt þess kost að njóta söngs og tónlcika í ríkurn mæli. Skal þar fyrst nefna Sin- fóníuhljómsveitina. EnnfremuE hefur Geysir sungið, Karlakór Akureyrar og Skagfiröingar0 Fyrr sungu Gígju-konur;,Lúðra sveitin lék og Tónlistarfélagi® kom á lieimsókn flciri listafólks en þeirra, sem leika í Sinfóníu- hljómsveitinni, og nemendum Tónlistarskólans má ekká gleyma, með sína árlegu skóla- tónleika. 5 OLÍAN NOTUÐ TIL LÆKNINGA Galdramenn notuðu- fyrruna jarðolíu til lækninga. Lyfsali í Bandaríkjunum setti liana á flöskur og seldi til lækninga, Englendingur fann upp, að hrcinsa olíu og nota hana á lampa. En það var John D. Rockefeller, sem keypti auðug’ olíusvæði og skipulagði fram- leiðslu og sölu. Og þegar Edison fann upp rafperuna, lá nærri., að veldi olíukóngsins liryndi í rúst. Þá fami Daimler upp benzínbílinn og síðar var farið að brenna olíu undir skipkötl- um. Notkunarsvið olíunnar lie£ ur sífellt stækkað, síðan Drake fann olíu á 20 metra dýpi og náði úr henni fimm þús. lítruim á dag árið 1858. Hann dó í sárri fátækt en Rockefeller varð rík- asti maður heims. FERMINGARBÖRN Ferming á Munkaþverá annan hvítasunnudag, 3. júní, hefst kl. 12. STÚLKUR: Eyrún Þórsdóttir, Akri Sigrún Kristjánsdóttir, Sigtúnum Solveig Anna Haraldsdóttir, Svert- ingsstöðum j Rósa María Tryggvadóttir, Litla- j Hamri ) DRENGIR: Ari Biering Hilmarsson, Þverá j Finnur Sigurgcirsson, Staðarhóli i Sigurður Hreinn Jónasson, Rifkcls- , slöðum j Snorri Baldursson, Vtri-Tjörnum Sölvi Halldór Aðalsteinsson, Króks- stöðum j Sóknarprestur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.