Dagur - 29.05.1968, Blaðsíða 8
SMÁTT OG STÓRT
Þessi mynd er af heimsókn „hins forna fjanda“ til Akureyrar. (Ljósm.: F. Vestmann)
Bláhvít ísröndin færist nær og fjær
LÍFSVENJUBREYTING
Á sunnudaginn varð sú lífs-
venjubreyting hér á landi, sem
alla snertir, er út fyrir liúsdyr
koma. Frá og með þeim degi
tók hægri umferð gildi í um-
ferðinni, að undangengnum
miklum áróðri og kynningu á
breytingunni — og um leið auk
inni umferðarmenningu —.
Breyting þessi var mjög um-
deild og liefði sennilega ekki
náð fram að ganga ef þjóðar-
atkvæðagreiðsla hefði skorið
úr. En fulltrúar fólksins á lög-
gjafarþinginu samþykktu hana
svo ekki varð isn villst og hún
tók gildi á sunnudaginn. Þar
með hefur ísland sömu aðal-
umferðarreglur og nágranna-
vel. Borgararnir og leiðbeinend
ur lögðust á eitt og dagurinn í
heild var bæjarbúum til sórna.
Mætti slík samvinna oftar verða
í mikilvægum málefnum.
TÁKN A HIMNI
Hinn nverka dag, hinn 26. nvaí,
var hlýtt, logn og nvjög mikið
nvistur í lofti. Útihátíð sjó-
mannadagsins féllu niður, en á
Pollinum mátti sjá unga nvenn
á sjóskíðum og öll skip í höfn
voru fánunv prýdd. Unv kvöldið
urðu þau teikn á liinini, að sól-
in varð logarauð og síðar dumb
rauð og í fleiri litunv. Mundi
það fyrrum hafa þótt boða nverk
tíðindi. Tún hafa grænkað ört
síðustu góðviðrisdaga, en ísinn
Langanesi 28. maí. Undanfarna
sex daga 'hefur verið gott veður
og hlýtt, sólskin og hægviðri,
12—15 stig. Ár eru nú sem óð-
ast að ryðja sig en ís er enn
víðast á vötnum, fannir í brekk
um og lægðum. Þess er vonandi
ekki langt að bíða, að tún fari
að grænka. Á sumum bæjum er
sauðburður kominn nokkuð
áleiðis, annarsstaðar rétt að
byrja og þykir nógu snemmt í
gróðurleysinu. Allur fénaður er
á gjöf cig notkun fóðurbætis
gífurleg. og hvergi nærri lokið.
ísinn hreyfist lítið og er það
ömijrleg sýn, sem nú blasir við
þegar horft er til hafs. Bláhvíta
beltið næst landi breikkar og
mjókkar á víxl. Undanfarna
daga hefur verið hægt að kom-
ast á sjó frá Þórshöfn, innan til
Norðurverk gerir brimvarnargarð
við Vopnafjarðarhöfn
F
1
sumar
MIKINN brimvarnargarð á í
sumar að gera við Vopnafjarðar
höfn, úr nærtæku stórgrýti.
Verkið var boðið út og fyrir
nokkrum dögum voru tilboð
opnuð. Það lægsta var frá Norð
urverki h.f. á Akureyri og mun
það hefja vinnu éystra, er geng
ið hefur verið frá samningum
að fullu og vélakostur kominn
á staðinn. Varnargarður sá, sem
bvggður verður í sumar, er
áfangi mikilla hafnarfram-
kvæmda í Vopnafirði.
Þá er Norðurverk h.f. þessa
dagana að hefja á ný vinnu við
nýja kísilveginn í S.-Þingeyjar
sýslu. En vegur sá liggur
skemmstu leið milli Grímsstaða
í Mývatnssveit til Laxamýrar,
42 km. Allmikill klaki er enn í
jörð, en er þó ekki talinn hindra
SJÖ ÓKU OF HRATT
ÁSAUÐÁRKRÓKI
Sauðárkróki 28. maí. H-dagur-
inn á Sauðárkróki fór í alla
staði vel fram. Sjö löggæzlu-
menn voru að störfum þann
dag og unglingar önnuðust um-
ferðargæzlu. Menn gættu sín og
fóru að settum reglum, nema
sjö menn sem kærðir voru fyrir
of hraðan akstur. Frá og með
H-degi verða Sæmundargata,
Knarrarstígur og Skólastígur
aðalbrautir og bannað verður
að stöðva bíla annars vegar við
Aðalgötu. S. G.
I 17. JÚNÍ NEFND
B/EJARSTJÓRN Akureyrar
hefur kosið þessa menn í 17.
júní nefnd. Þeir eru:
Jón Ingimarsson, Gísli Kr.
Lórenzson, Sæmundur Guðvins
son, Kristján Árnason, Óðinn
Árnason og Angantýr Einars-
son, og hefur nefndin þegar tek
ið til starfa. □
fnimkvæmdii' verulega, sem
unnar eru með öflugum tækj-
um. □
á Þistilfirðinum og er reynt að
stunda þar bæði hrognkelsa-
og þorskveiðar. En hætta stafar
af ísjökum, sem eru á sveimi á
firðinum.
Flugvélar hafa hér viðkomu
þrisvar í viku, en um aðrar sam
göngur er naumast að ræða eins
og sakir standa. Líf í fuglabjörg
um í útnesinu mun vera með
minna móti og lítið um æðar-
fugl. En allmikið er af kríu í
Skoruvík, en þar hefur verið
eitt mesta kríuvarp á landinu
undanfarin ár.
Kaupfélag Langnesinga hélt
aðalfund sinn 22. maí. Séra
Marinó Kristinsson á Sauðanesi
flutti sjómannamessu í félags-
heimilinu á Þórshöfn á sunnu-
dagirm. G.
Sjómannadagurinn á Sauðárkróki
Sauðárkróki 28. maí. Sjómenn
á Sauðárkróki eiga þakkir skild
ar fyrir framlag sitt til hátíða-
haldanna á sjómannadaginn og
sýndu glöggt hvað gera má, þeg
ar vilji er fyrir hendi. Mættu
forráðamenn stéttarfélaganna
taka það sér til fyrirmyndar
hvað 1. maí viðkemur.
Dagskráin hófst með hópsigl-
ingu, síðan var gengið í kirkju,
þar sem séra Þórir Stepensen
predikaði. Kl. 11.30 sýndi björg
unarsveitin björgun. Línu var
skotið yfir Kirkjuklauf og
menn dregnir yfir á björgunar-
stól. Fjöldi fólks horfði á björg
unaræfinguna. Kl. 2 e. h. hófst
svo skemmtun í Sundlauginni
með ræðu Hákonar Torfasonar
OLIULAUST ER NU
Á RAUFARHÖFN
Raufarhöfn 28. maí. Heita má,
að orðið sé olíulaust hér á Rauf
arhöfn og fleiri vörur eru gengn
ar til þurrðar. ísinn hefur lítið
eitt fjarlægzt og talið er nú, að
e. t. v. sé skipum fært fyrir
Sléttu. Allir vegir eru ófærir og
höfum við ekki aðrar samgöng-
ur en í lofti. Ekki urðu netatjón
veruleg hér, því þótt ísinn færi
yfir netin, fundust þau aftur.
Vel veiðist af grásleppu, þegar
hægt er að stunda sjóinn. H. II.
Bagur
kemur næst út á laugardaginn
1. júní.
bæjarstjóra. Síðan kepptu skips
hafnir og björgunarsveitir í
margskonar greinum, svo sem
kappbeitingu, splæsningu,
stakkasundi, boðsundi og reip-
togi. Milli atriða lék hljómsveit
Sveins Inga. Færri komust í
sundlaugina en vildu. Um kvöld
ið var dansleikur í Bifröst. S. G.
löndin, að Bretum undanskild- liefur lítið hopað.
um.
Á AKUREYRI
Akureyringar hófu umferð
snemma dags hinn 26. maí og
mátti kalla, að hvert ökutæki
bæjarins væri á ferðinni mik-
inn hluta dagsins. Stjórnendur
þeirra voru að æfa sig í umferð
inni, undir stjórn lögreglu og
margra umferðarvarða. Á þann
hátt var vel og skynsamlega við
brugðist og er þess að vænta,
að framhaldið verði samkvæmt
því. En menn höfðu orð á því,
að þeir þekktu naumast sinn
bæ, svo mikinn svip setur um-
ferðin, sem nú var gjörbreytt,
á bæinn. En það voru allir stað-
ráðnir í því, að nema hin nýju
umferðarfræði og æfa sig. í
þetta sinn voru allir byrjendur
í þessum skóla og allir áhuga-
samir.
TIL FYRIRflTYNDAR
Stjórn lögreglumanna var róleg
og örugg, hjálp umferðarvarða
var mikilvæg. Umferðin var
gífurleg, enda margt aðkomu-
manna, sem komu til að kynna
sér breytinguna. Margir þurftu
leiðbeininga við og tóku þeim
VEGIRNIR
Hinir 8800 lon. þjóðvegir og
2000 km. sýsluvegir eru við-
kvæmir á þessum tíma árs. Hér
á Norðurlandi og Norðaustur-
landi eru þessir vegir víða næst
um ófærir. Hinir 44 þús. bílar,
sem landsmenn eiga nú, gera
meiri kröfur til vega en áður og
krefjast aukins viðhaldskostn-
aðar. Yfir 40 flokkar vegavmnu
manna, sem starfa munu í sum-
ar, auk nokkurra brúarvinnu-
flokka, vinna sem fyrr að við-
haldi og endurbótum, en fjár-
skortur liamlar stórátökum.
Tekjur af umferðinni hér á
landi liafa að of miklu leyti
runnið í aðra farvegi en til veg-
anna sjálfra. Margir fjölfarnir
vegir á landsbyggðinni eru
verri nú en fyrir nokkrum ár-
um og er það ástand óviðunandi
með öllu.
HVERNIG GETA ÞEIR LIFAÐ
NORÐUR í HAFI?
Þjóðkunnur og gáfaður maður,
sem hér var nýlega á ferð, liafði
orð á því, að Flateyingar hefðu
haft vit á því að forða sér í land
(Framhald á blaðsíðu 7)
Æskulýðsleiðtogi sr. Friðrik Friðriksson
HINN 25. maí 1868 fæddist á
Hálsi í Svarfaðardal sveinn sá,
er síðar varð landskunnur and-
ans maður, æskulýðsleiðtoginn
séra Friðrik Friðriksson dr.
theol. Blöð og útvarp hafa
minnzt lians á 100 ára afmæl-
inu, þúsundir manna um land
allt geyma minninguna um
hann, sem helgan dóm.
Ég heyrði séra Friðrik og sá
í ræðustóli, í kirkju og utan.
Ég sá hann umgangast börn og
unglinga og síðast sá ég hann
mjög aldraðan og nær eða al-
veg hlindan, en hressan og
glaðan.
Kraftur og kærleikur stafaði
frá honum og fólk talaði um, að
mikil blessun hafi fvlgt heitum
fyrirbænum hans. Unglingar,
scm tóku í hönd honum eða
hlustuðu á ræður hans urðu
betri menn. Orð hans snertu þá
og leiddu huga þeirra á veg
kærleika og drengskapar. Ég
man ennþá liina þróttmiklu
rödd, karlmannlegu og frjáls-
legu framkomu og hinn óbifan-
lega trúarhita og sannfæringar-
kraft, sem fólst í orðum hans,
einföldum, djörfum og kærleiks
ríkum.
Séra Friðrik Friðriksson, hinn
mikli og ástsæli æskulýðsleið-
togi vann ættlandi sínu sérstætt
og mannbætandi ævistarf, sem
hafa ber í heiðri á þessum tíma
mótum. E. D.
Tcgveiðarnar hafa gengið vel
Dalvík 28. maí. Vegir um sveit-
ina og til Ólafsfjarðar eru sæmi
legir en illfært til Akureyrar.
Sauðburði er að Ijúka hér og
hefur gengið vel. Hafgolan
færði hafísinn til okkar í gær,
en í nótt hefur hann aftur látið
Séra Friðrik Friðriksson.
undan síga. Togbátarnir
aflað ágætlega í vor.
hafa
Á sjómannadaginn var Stefán
Gunnlaugsson heiðraður. Hann
var lengi formaður en er nú
verkstjóri í fiskimjölsverk-
smiðju KEA hér á Dalvík. Um
morgunin var kappróður, síðar
um daginn skemmtiatriði í
íþróttahúsinu og að síðustu
dansað. J. H.