Dagur - 12.06.1968, Blaðsíða 4

Dagur - 12.06.1968, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar hi. ÞRENGT AÐ SAMVINNUFÉLÖGUNUM í PRENTAÐRI skýrslu stjómarfor- manns og framkvæmdastjóra KEA til síðasta aðalfundar segir m. a. svo: „Að öllu samanlögðu verður ekki annað sagt en að árið 1967 liafi verið eitt hið erfiðasta rekstrarár, sem Kaupfélag Eyfirðinga hefur reynt síðustu áratugina. Verður þar þó ekki kennt um sérstaklega erfiðu ár- ferði. Að vísu brást síldarafli að nokkm sl. sumar, en þorskafli varð aftur meiri hér fyrir Norðurlandi en mörg undanfarin ár. Heyskapur varð í góðu meðallagi og nýting góð. Eft- ir 7 ára samfellt góðæristímabil, hefði því mátt vænta, að flest fyrir- tæki hefðu getað búið svo í haginn fyrir sig á þeim ámm, að þau hefðu ekki átt að finna svo mjög fyrir einu eða tveimur lakari árum. En því mið ur er það staðreynd, að á góðu ámn- um var, að minnsta kosti engu sam- vinnufélagi gefinn nokkur kostur á því að safna í sjóði. Aðstöðugjald, launaskattur og hækkaður fasteigna- skattur, svo að eitthvað sé nefnt af þeim sköttum, sem samvinnufélögin greiða og telja fram til síðasta eyris, hafa á þessum ámm útilokað gjör- samlega eðlilega og sjálfsagða fjár- myndun félaganna, og því miður virðist engin stefnubreyting vera framundan í skattamálum. Mega samvinnufélögin því búast við enn lakari afkomu á yfirstandandi ári, ekki sízt vegna mjög versnandi efna- hags bænda sökum stórhækkaðs verðs á rekstrarvörum landbúnaðar- ins vegna gengisfellingarinnar á sl. hausti, sem ekki hefur fengizt viður- kennd í liækkandi afurðaverði. Stjórn og framkvæmdastjóri harma það mjög að verða nú að leggja fram reikninga, er sýna rekstr- arhalla. Teljum við þó, að engar ráð stafanir frá okkar liálfu hefðu getað afstýrt slíkum niðurstöðum. Okkur var það ljóst þegar á miðju ári 1967, að rekstrarafkoma ársins hlaut að verða mjög slæm. Og þegar gengis- fellingin skall á í nóvemberlok með þeim geigvænlegu töpum, sem hún hlaut að Iiafa í för með sér þegar á árinu 1967, varð taprekstur ekki um- flúinn. Vonandi verður ekki önnur geng- isfelling á þessu ári — 1968 —, en það er þó svo langt frá því, að við getum treyst nokkru í þeim efnum, eða yfir leitt í yfirstjóm íslenzks fjármálalífs. Við samvinnumenn ráðum ]>ar engu og erum aldrei að spurðir af núver- andi ríkisstjórn, eða hennar ráðgjöf- um, og því höfum við engin úiTæði önnur en að taka því sem að hönd- um ber, á hvaða tíma sem er, og (Framhald á blaðsíðu 5) A STORAASI Viðtal við Sigurð Helgason eftiiiitsmann á Akureyri. SIGURÐUR HELGASON eftir litsmaður hjá Rafveitu Akureyr ar er Þingeyingur að ætt en býr í Brekkugötu 39 á Akureyri. Seinni ex hann til svars en margir hans sýslungar, fremur dulur í skapi, mun kunna betur við sig meðal fárra en í fjöl- menni, var fyrrum íþróttamaður góður og öðlaðist snemma þrek og seiglu, sem enzt hefur hon- um síðan. Hann hefur um langt skeið verið eftirlitsmaður raf- lagna hjá Rafveitu Akureyrar og er það enn. Foreldrar Sigurð ar voru Helgi Árnason, Bárð- dælingur og móðir hans Anna Sigurðardóttir frá Hólum í Lax árdal. Þau bjuggu á ýmsum heiðarbýlum, voru fremur fátæk, svo sem títt var um þá, sem ekki gátu valið sér hægar bújarðir. Sigurður þekkir því einveruna og tilbreytingarleys- ið, ótta heiðarbúans í illviðrum, • ef einhver hafði farið af bæ og yar ókominn. En hann þekkir líka þau jákvæðu öfl einverunn ar til þroska, sem fáir njóta nú. Sigurður 'hefur greitt götu ýmsra þeirra, sem erfiða göngu eiga en hér verður ekki nánar ger að umtalsefni. Ég hitti hann fyrir nokkru og áttum við þá eftirfarandi samtal. Þú ert Þingeyingur, Sigurð- ur? Ég fæddist í Syðstabæ á Húsa vík 13. febrúar 1902, og ég man fyrst eftir mér þar. Þá fékk ég að fara upp í tum Húsavíkur- kirkju og horfði þaðan yfir Skjálfanda og fjallahringinn undir stjörnuhimni. Ég kalla þessa mynd stundum fram í hugann. En ég fluttist svo með foreldrum mínum austur í Kelduhverfi þegar ég var á sjötta ári. Nokkuð sögulegt við þá ferð? Við fórum á litlum þilfarsbáti í góðu veðri austur að Fjalla- höfn, sem er á sandinum austan við Lónsósinn. Kýrin okkar, Huppa, var með og var hún látin síga fyrir borð í segli og svamlaði hún svo í land. Og hún bar mig svo á bakinu upp að Fjöllum, þangað sem förinni var heitið. Þar voru foreldrar mín- húsmennsku hjá Jóni Ólafssyni, föður Ólafs, sem síðar var lengi oddviti í Kelduhverfi. Ég varð alveg heillaður af fegurð- inni í Kelduhverfi og bý að því ennþá. Einkum var það skógur- inn, annar gróður og svo fugia- lífið. Ég var orðinn ákafur veiði maður á þessum árum. Móðir mín gaf mér bæði títuprjóna og skólin, svo ekki vantaði veiðar- færin. Fjallaáin var full af lont um. Helzti leikfélagi minn var grábröndóttur köttur og fylgdi hann mér í marga veiðiför. Ein- hverju sinni lét ég undan þeirri freistingu að kasta kisa út í ána til að sjá hann synda. Ekki skil ég hvað kom að mér að gera slíka vitleysu, enda sagði sam- virzkan til á samri stund og það greip mig sterk sektarmeðvit- und. Reyndi ég af fremsta megni að bæta fyrir brot mitt, því köttum er illa við vatn, en kisi var tortrygginn fyrst í stað og trúði mér varlega. Hann tók mig þó að lokum í fulla sátt og hrekkjaði ég hann aldrei upp frá því. Dvölin varð stutt á Fjöll um, aðeins tvö ár. Ég man enn hvað ég kvaddi hana Önnu Sig- urðard. á Fjöllum með miklum söknuði er við fórum. Hún hafði verið mér svo góð og gefið mér margan góðan bita og sopa auka lega. Svo var nú lagt af stað. Faðir minn átti gráa hryssu, stólpagrip, en hún var fælin. Eitthvað skrölti er við höfðum skammt farið og Grána hljóp. Ég lenti undir kviðinn og hún stökk yfir mig. Það var hvorki í fyrsta eða síðasta skiptið, sem það kom fyrir en aldrei slasað- ist ég af slíku. Við fórum nú að Grásíðu og vorum þar eitt ár, annað ár í Kílakoti og þaðan fórum við að Þórólfsstöðum, sem nú eru löngu komnir í eyði. Sigurður Helgason. \ Þar var næsti bær við Garð, beint suður af Vatnsbæjunum svonefndu. Á Þórólfsstöðum var ekkert vatnsból nær en í Grá- síðu eða vatnsból Garðs. Á báða staðina er um hálfrar stundar gangur, hvor leiðin sem farin er. Á vetrum var bræddur snjór, en á sumrin var vatnið flutt á hestum eða borið í föt- um. Ég fékk litla fötu með loki við mitt hæfi. En ekki munaði nú mikið um það. Fábrotinn félagsskapur á Þór ólfsstöðum? Við vorum aðeins þrjú, en ég átti vini og leikbræður, svo sem Svein Þórarinsson í Kílakoti, síðar listmálari og Arngrím Bjarnason frá Lóni, síðar lækn- ir. En auk þess leitaði ég á vit náttúrunnar og undi þar vel hag mínum. Fólkið í Lóni var mér gott og var ég stundum dögum saman hjá Birni Guð- mundssyni þar. Við strákarnir dorguðum oft silung upp um sprungur í hrauninu. Það var mjög spennandi. Þarna kynnt- ist ég Sveinunga málara og man vel efíir mjög fallegum æðar- blika við útidyrnar, sem hann málaði þar á tré. Einnig man ég Svein Víking, en hann var dálítið eldri. Einu sinni var hann prestur og hélt mikla pre- dikun yfir mér, því ég var söfn- uðurinn! Ekki veit ég hvort hann var þá farinn að hugsa um prestskap. Þá má ég ekki gleyma þeim bræðrum í Austur görðum, Þórarni og Birni, sem voru mér einkar góðir og skemmtileg ungmenni. Þú hefur unað hag þínuni all vel á þessum árum? Já, og þó við værum fremur fátæk, leið okkur allvel á þeim árum. Og ég man ætið hina sérstæðu fegurð Keldu- hverfis, hvort sem horft var langt eða skammt. Skipaferðir um þveran flóann voru ævin- týralegar og gáfu ímyndunar- aflinu byr undir báða vængi. Sérstaklega var það þó landið sjálft, sem hafði djúpstæð áhrif á mig og á enn sterk ítök í huga mínum, sem fagrar og töfrandi myndh'. Nokkuð myrkfælinn? Ég fann ekki til myrkfælni fyrr en ég fór að lesa þjóðsög- urnar. Á þeim árum mun ég hafa verið eitthvað „næmur," sem kallað^er og fékk vitneskju um marga hluti í draumi eða milli svefns og vöku. Ég hug- leiddi þetta ekkert þá, og það var ekkert um þetta rætt. Einhverntíma á þessum árum var halastjarnan fræga á ferð- inni? Já, þegar við vorum á Þórólfs stöðum. Við vorum nýflutt þangað og öldruð hjón, sem þar voru áður ekki búin að flytja sig. Þau áttu kú undir palli og höfðu miklar áhyggjur af henni því heimurinn átti að farast. Ráðagerðir voru hinar margvís- legustu. Bóndi vildi flytja kúna í gamlan hesthúskofa, sem standa mundi þótt önnur hús hryndu. Konan vildi aftur á móti láta fjarlægja steinhellu eina mikla, sem var upp á grónu baðstofuþakinu, beint yfir kúnni. Varð svo að vera, sem hún vildi. Ég fór að sofa um kvöldið þótt ég væri dálítið spenntur. Um morguninn vakna ég og stendur kerling þá á bað- stofugólfinu. Ég spurði um heimsendi, en hún bað mig þegja og var hin alvarlegasta. Það bar við síðari hluta vetr- ar að pabba vantaði eina kind að kveldi. Morgunin eftir sýnd- ist honum fjárhópur skammt frá, hélt að þarna væri fé frá Garði og sín kind e. t. v. meðal þeirra. Gekk hann áleiðis til- kindanna, en þetta voru þá hreindýr. Pabbi velti sér upp úr snjó og snéri við, án þessv að styggja dýrin. En þegar Kátur sá pabba svona, fór hann að gelta. Tóku dýrin á rás en pabbi minn tók byssu sína og skaut eitt þeirra. Við borðuðum hrein dýrakjöt til vors. Svo lá leiðin í Stóraás? ÓSKEMMTILEGT er það til frá sagnar, að hér í Eyjafirði er að gerast niesta hneykslissaga land búnaðarins, sem um getur á síð ari árum. Á þessu vori er tveggja ára afmæli hringorma- eða Grundarveikinnar liér á landi. En sá búfjársjúkdómur barst að Grund í Eyjafirði og síðan frá einum bæ til annars. A þessu vori er líka-annað af- mæli: ársafmæli gaddavírsgirð- inga í kring um bæi þá, sem sýkin herjaði. Og á þessum tíma mótum hefur það loks verið staðfest, að veikin er komin að Moldhaugum í Glæsibæjar- hreppi og liefur verið þar undan farnar vikur eða mánuði. Veiki þessi er talin svo alvar- leg, að einskis megi láta ófreist- að til að útrýma lienni. Hún veldur búfjáreigendum fjárliags legu tjóni og leggst einnig á fólk. Þetta er ein tegund húð- veiki, sem sveppar valda og er nánast ólæknandi þar sem eng- in lyf megna að ráða niðurlög- um hennar. Það var óhapp að veikin barst hingað til Iands, vegna skorts á heilbrigðiseftirliti með dönskum fjósamönnum, sem sóttu liingað vinnu. En það var frá upphafi hneyksli hversu yfirvöldin brugðust við, eftir að þau liöfðu tekið málið í sínar hendur. Sök- ina eiga landbúnaðarráðherra og yfirdýralæknir og geta þeir skipt á milli sín „heiðrinum“ af Já, og ég var þá orðinn 10 ára. Pabbi rak ærnar beinustu leið yfir heiðar. Hann hafði nesti en var lengur á leiðinni, en ætlað var. Nestið þraut og lifði hann þá ó fjallagrösum, því að hitun- artæki hafði hann. Síðar fórum við svo öll svipaða leið og var síðasti áfanginn frá Gautlönd- um að Stóraási. Aðkoman fannst mér heldur dapurleg. Þar hafði ekki verið búið síðasta ár- ið og síðasta húsfreyjan á bæn- um hafði orðið úti við fjár- gæzlu. Það greip mig einhver dapurleiki þarna og skildi ekki við mig að fullu á meðan ég var þar. Þó man ég margar góðar stundir, sérstaklega við Sand- vatn. Hvar er Stórás? Á heiðinni fram af Reykja- dal. Þaðan er hálfs annars klukkutíma gangur að Lundar- brekku í Bárðardal og álíka langt að Gautlöndum í Mývatns sveit. Stóriás fór í eyði um 1920. Viltu segja mér eitthvað frá Sandvatni? Vorið sem við fluttum þangað var mikið af dauðum silungi á fjörunum við vatnið. Um orsök ina veit ég ekki með vissu. En e. t. v. var það súrefnisskortur vegna fannfergis. En veiðin glæddist strax aftur og silung- urinn var góð björg fyrir þá, sem á Stóraási bjuggu, bæði fyrr og síðar og fleiri bæir áttu þar land að. Fékkstu nokkru sinni óvænta veiði? Aldrei hefi ég glaðzt eins mik ið yfir veiði og einmitt þar. Það var vetur, fannfergi mikið og faðir minn fór með Gránu til Húsavíkur að sækja björg í bú- ið. Hann kallaði mig „litla bónd ann.“ Ég fann mikið til þeirrar „stöðu“ og vildi nú láta hendur standa fram úr ermum. Það var farið að þrengjast með mat heima. Bað ég nú móður mína að fara með mér á Sandvatn til að dorga. Hún taldi ólíklegt, að silungur fengist á dorg undir fannbreiðunni. En samt gerði hún það og gengum við á Sand vatn. Var þar allt undir þykkri því að röng stefna og léleg fram kvæmd Ieiðir til ófarnaðar. I fyrsta lagi er veiki þessi ólæknandi. Yfirvöldhi ákváðu strax lækningar! Veikin er mjög þrálát og getur lifað utan búfjár, og borist með dauðum lilutum. Yfirvöldin létu setja upp gaddavírsgirðingar og gáfu út flóknar reglugerðir! Girðing- arnar voru ófullkomnar, engin hliðvarsla og slælegt eftirlit haft með framkvæmd annarra reglugerðarákvæða svo að þau voru brotin á hverjuni degi og svo er enn. Nautgripir eru mjög næmir fyrir veikinni, svo og hross, en kindur lítt næmar. Yfirvöldin létu slátra sauðfénu og hross- unum, en ætluðu að lækna naut gripina! Þannig var öfugt að flestu farið. Líklegasta úrræðið til fullrar útrýmingar á hinum óvelkomna búfjársjúkdóini var búfjár- skipti. En til þess ráðs hafa ís- lendingar fyrr þurft að grípa. Um þetta mál liefi ég skrifað nokkrar greinar og varað við þeirri leið, sem farin hefur ver- ið. Fjöldasamtök norðlenzkra bænda, Búnaðarþing og fl. aðil- ar hafa samþykkt áskoranir um aðrar og róttækari aðferðir, cn því hefur ekki verið sinnt. Fyrir ári síðan voru, sem fyrr segir, sýktir bæir girtir af. Nú er til viðbótar verið að undir- búa girðingar kring um þrjá bæi til viðbótar. Þaimig hefur fannibreiðu. Við mokuðum okk- ur niður á ísinn og hjuggum svo gat á hann. Beitu hafði ég ekki aðra en mörbita, sem ég tók úr súru slátri. Fór ég nú að dorga og varð ekki var. Löng stund leið og vildi móðir mín þá halda heimleiðis. Ég vildi ekki gefast upp og spurði hana, hvort hún héldi, að guð gæti ekki gefið okkur silung, ef hann vildi. Hún svaraði því fáu en varð hugs- andi á svipinn. Brátt lá stór og feitur urriði í snjónum við fætur okkar. Þetta var hátíða- matur og þessi veiði er sú dýr- mætasta, sem ég hef fengið um mína daga. Var bátur á vatninu á sumr- in? Ekki fyrst, en pabbi kom eitt sinn með nokkur borð frá Húsa vík, fletti þeim með handsög og smíðaði ofurlítinn bát, sem síð- an var notaður og dugði okkur vel. Mikið vetrarríki á Stpraási? Alveg ógurlegt. Það fennti yfii' okkur svo við bjuggum nán ast í snjóhúsi. Það lágu snjó- göng niður að bæjardyrunum í langan tíma. Við lentum fyrri veturinn í eldiviðarskorti og fór faðir minn þá eitt sinn niður í Bárðardal til að sækja taðpoka á bak sér. Það voru erfiðir að- drættir. Eitt sinn er faðir minn var að heiman skall á stórhríð og áttum við mamma í erfiðleik um að koma kindunum í hús. En alltaf var reynt að beita, ef nokkur snöp var. Daginn eftir var sama veðrið og póbbi enn ekki kominn heim. Við fórum í fjárhúsin með þeim hætti, að mamma tók þráðarlegg og röktum við af honum og fund- um fjárhúsið. Heimferðin úr fjárhúsunum gekk ágætléga því nú höfðum við þfáðinn aðlfara eftir. En kvíðinn Iá á okkuif eins og farg þar til veðrinu slotaði og pabbi kom heim. Hverjir voru- helztu leikir þín ir á vetruni? Ég las íslendingasögurnar og báru leikirnir keim af þeim. Ég bjó t. d. til snjómenn pg skaut þá síðan með ör eða spjóti. Svo veikin breiðzt út, þrátt fyrir endurteknar yfirlýsingar um, að allt gangi samkvæmt áætlun. Yfirvöldin og málsvarar þeirra liorfa blindum augum á það enn í dag, að svokallaðar lækningar og gaddavírsgirðingarnar voru frá uppliafi kák, sem dæmt var til að mistakast og sömu yfir- völd berja enn höfðinu við stein inn, þrátt fyrir ábendingar og áskoranir bændanna. Menn hugleiða nú með mikl- um ugg þau tíðindi, að veikin skuli enn hafa náð að festa ræt ur á nýjum stað og nú allfjarri fyrri sýktum bæjum. Hvernig liefur hún borizt? Hvar kemur hún næst? Hvað verður nú gert til varnar? Víst er, að á þessum nýja stað, Moldhaugum, liefur veikin verið um alllangt skeið. Og menn spyrja: Getur liún ekki nú þegar verið víðar? Fyrsta svar yfirvaldanna nú, cr þetta: Nýjar girðingar. En liið rétta svar átti að vera: Hingað og ekki lengra — og bú- fjárskipti á hverjum nýjum, sýktum bæ. Slíkt svar og það eitt, gæfi von um, að unnt yrði að útrýma mjög leiðum og lang vinnum búfjársjúkdómi, sem annars breiðist út um Iand allt. Vera má, að á þessum tímamót- um sé síðasta tækifærið til síð- búinna en skörulegra aðgerða yfirvalda, og að með þeim sé unnt að koma í veg fyrir land- læga plágu. E. D. Hringormaveikin komin til Moldhauga Matthías Einarsson lögregluþjónn með verðlaunagripi sína úr sjó- stangveiðimótinu. (Ljósm.: E. D.) brytjaði ég þá niður með sverði. Svo skemmtum við Glói okkur við margskonar leiki, en Glói var kátur hundur og skemmti- legur. Ég var ekki einn þegar hann fylgdi mér. Þegar ég nú minnist veru okkar á þessum afskekkta heiðarbæ, hlýt ég að minnast bræðranna á Stöng, sem reyndust okkur vel. Þeir voru: Kolbeinn, Kristján og Valdimar Ásmundssynir. Hvert lá svo leiðin? Næst að Grímsstöðum á Hóls fjöllum til Kristjáns Sigurðs- sonar móðurbróður míns. Við vorum þar í tvö ár, síðan eitt ár á Gautlöndum, síðan í Bald- ursheimi og Bjarnastöðum í Mývatnssveit, sem nú heitir Heiði og þaðan í Máskot. Þetta var mikill flækingur. Eftir þetta hófst nýr þáttur í lífi mínu. Ég hélt fagran marzmorg un af stað til Akureyrar, óð Reykjadalsá og tók stefnuna yfir Fljótsheiði sunnarlega. Mér varð heitt á göngunni og velti mér nakinn í snjónum. Ég hafði ekkert ákveðið í huga og hélt út í óvissuna, segir Sigurð- ur að lokum og lýkur hér við- talinu. Blaðið þakkar svörin. VATNAVEXTIR í GÆR voru lækir glaðir og ár á sumum stöðum farnar að flæða yfir bakka sína, gruggug- ar, enda mikill hiti undanfarna daga. Hvergi voru þó skemmd- ir orðnar af vatnavöxtum þar sem blaðið spurðist fyrir um það. □ - Aukin samvinna miili SÍS og ASÍ (Framhald af blaðsíðu 1). hinna dxeifðu byggða í fram- farabaráttu þeirra. Nauðsynlegt er að samvinnuhreyfingin búi við þau skilyrði, sem geri henni kleift að rækja forystuhlutverk sitt áfram, bæði innan vébanda byggðaáætlana og við fjár- magnsfyrirgreiðslu til einstakra verkefna. 3. Ráðstefnan vekur athygli samvinnumanna á því, að ýms- ar þýðingarmiklar starfsgrein- ar hafa ekki verið skipulagðar eftir leiðum samvinnuhreyfing- arinnar, bæði í iðnaði og sjávar útvegi, og bendir á möguleika á stofnun samvinnufélaga innan þessara greina í skipulagstengsl um við kaupfélögin og Samband ísl. samvinnufélaga. 4. Ráðstefnan fagnar því sam starfi sem tekizt hefur milli SÍS og ASÍ um bréfaskóla og hvetur til aukins samstarfs samvinnu- hreyfingarinnar og verkalýðs- hreyfingarinnai' á sviði félags- og efnahagsmála, til hagsbóta fyrir alþýðu sjávar og sveita. í því skyni verði komið á fót sam starfsnefndum þessara hreyf- inga er taki til meðferðar frek- ari samvinnu samtakanna, 5. Ráðstefnan leggur áherzlu á að stóraukinn verði félaga- fjöldi í Kron og að efld verði eftir mætti samvinnuverzlun á höfuðborgarsvæðinu með nýj - um liðsmönnum. 6. Samvinnuhreyfingin er al- mannahreyfing, sem hvorki má staðna sé slitna úr lífrænum tengslum við þann fjölda, sem hún þjónar. Til þess hlýtur hún að kveðja ungt fólk í auknum mæli til forustu og fram- kvæmdastarfa. í trausti þess að samvinnuhreyfingin ræki hlut- verk sitt í framlíðinni, eins og hún hefur gert til þessa og hafi sem fyrr almennaheill að leiðar ljósi, heitir unga fólkið henni fullum stuðningi. □ EVRÓPUMÓT í sjóstangveiði var haldið í Reykjavík dagana 1.—3. júní sl. Þátttakendur voru 140 frá mörgum löndum en um helmingur keppenda voru ís- lendingar. Bolli Gunnarsson, Reykjavík, var framkvæmda- stjóri móts þessa. Eggert G. Þor steinsson sjávarútvegsmálaráð- Matthías Einarsson Evrópum. herra setti það og var verndari mótsins og Geir Hallgrímsson borgarstjóri sleit því með ræðu. Róið var frá Keflavík á 22 bátum af ýmsum stærðum. Úti- vistartími bátanna var 7 klst. dag hvern. Síld, krabbi og gervi beita var notuð. Margskonar reglur voru settar um veiðiað- ferðir og var sérstakur trúnað- armaður um borð í hverjum bát til að hta eftir að reglur væru haldnar og skrifuðu þeir jafn- framt niður mistök veiðimanna ef út af reglum brá. Meðal kepp enda var belgískur prins. Matthías Einarsson lögreglu- þjónn á Akureyri varð tvöfald- ur Evrópumeistari á þessu sjó- stangveiðimóti. Annan dag móts ins var Evrópudagurinn og í einmenningskeppni þann dag fékk Matthías 197.1 kg. af fiski. - Saravinnufélögin (Framhald af blaðsíðu 4). reyna þá að snúast við vand- anum á því augnabliki eins og okkur sýnist vænlegast. Fyrirfram gerðar áætlanir einstakra fyrirtækja til auk- innar hagsæklar virðast ekki vera mögulegar lengur hér á landi. Sjálfsagt telja margir, að slíkt sé mikil svartsýni, en við samvinnumenn höfum áreiðanlega ekki ástæðu til bjartsýni, eins og að okkur er búið nú á þessum tím- um.“ □ ÐAVÍÐSHÚS verður nú opnað ahnenningi í smnar, eins og að undanförnu. Nánar síðar. □ Næstur varð Bretinn John Short og var hann á sama báti. En Matthías varð líka Evrópu- meistari í B-sveit íslands, en með honum voru Halldór Snorrason, Jóhann Gunnlaugs- son, báðir úr Reykjavík, og Sig urður Albertsson, Keflavík, og öfluðu þeir alls 376 kg. Afli Matthíasar Einarssonar var í heild 422.1 kg. á þessu móti ag var það yfirburðasigur. Um leið og blaðið óskar Matt híasi Einarssyni til hamingju með sigurinn, minnir það á hina. óvenjulega góðu aðstöðu til sjó- stangveiða á Eyjafirði. □ - Fiskiræktin (Framhald af blaðsíðu 1). um óskum vegna annríkis, og þótti öllum fundarmönnum mjög miður að svo varð ekki. Miklar umræður fóru fram á fundinum um nauðsyn þessa máls og báru allar ræður fundax manna vott um áhuga fyrir því, að hafist yrði handa nú þegar um undirbúning þessa máls í samráði við veiðimálastjóra. Að umræðum loknum var borin fram og samþykkt í einu hljóði svohljóðandi ályktun: „Fundur um fiskiræktarmál, haldinn á Akureyri 8. júni,1938, á vegum Ræktunarfélags Norð urlands, samþykkir að fela stjórninni, ásamt einum full- trúa fyrir hverja sýslu á Norð- urlandi ,að beita sér fyrir eftir- farandi: 1. Rannsókn verði látin fara fram, nú þegar á þessu sumri, á vegum veiðimálastofnúnar- innar og atvinnumálaráðuneyt- isins, hvar sé bezt aðstaða á Norðurlandi, fyrir stofnun fisk- eldisstöðva. 2. Að rannsókn lokinni verði gerð kostnaðar- og reksturs- áætlun fyrir eina eða fleiri fisk eldisstöðvar í fjórðungnum. 3. Kr-;maðir verði möguleikar til fjáröflunar, svo sem með stofnun almenningshlutafélags, eða á annan hátt.“ Að fundi loknum skoðuðu margir fundannanna fiskeldis- stöðina í Teigi í Hrafnagils- hreppi undir leiðsögn forstjóra hennar, Stefáns Þórðarsonar. (Fréttatilkynning) - Söngmót Heklu (Framhald af blaðsíðu 8). nokkur lög. Ákvað því stjórn „Heklu“ að hafa það á valdi kóranna sjálfra hvort þeir kysu þetta fyrirkomulag. Nú kemur fram á mótinu ein slík söng- sveit, að sem standa kórar aust an Vaðlaheiðar. Þetta fyrir- komulag ætti að vera trygging fyrir því að betur tækist til með undirbúning þeirra verkefna sem fílytja skal. Þá var einnig fenginn grundvöllur fyrir meira samstarfi kóranna innan hinna ýmsu héraða á sambandssvæð- inu. Stjórn Heklu skipa: Áskell Jónsson formaður, Árni Jó- hannesson, Þráinn Þórisson, Guðmundur Gunnarsson, Jón Tryggvason og Páll H. Jónsson. TAPAÐ SEÐLAVESKI, sem í er nafnskírteini, peningar o. fl., tapaðist á Svalbarðsstrandarvegi um Hvítasunnuna. Skilist á afgreiðslu Dags. KOKK karl eða konu, vantar á 260 tonna síldveiðiskip. LJpplýsingar á Vinnumiðl- unarskrifstofu Akureyrar. Símar 1-11-69 og 1-12-14. BIFREIÐIN Þ 32, sem er Simca Ariane, ár- gerð '63, er til sölu. Skipti á ódýrari bíl kemur til greina. Uppl. í síma 2-13-22 eftir kl. 7 á kvöldin. Bíleigendur! ÞVÆ OG BÓNA bíla, bæði fljótt og vel. Hringið í tíma í síma 1-27-35. mmmtm SBoMBiBn’SWWKnfMKniHHHgBOggC 17 ára stúlka óskar eftir ATVINNU nú þegar. \;ön afgreiðslu og heim- ilisstörfum. Upplýsingar í síma 2-12-80. Miðaldra kona óskar eftir RÆSTIN GARVINNU Fleira kemur til greina. Uppl. í síma 2-12-33. 12 ára stúlka ÓSKAR EFTIR VIST Uppl. í síma 2-10-73. 13 ára piltur vill RÁÐA SIG í SVEIT Sími 2-12-78, eftir kl. 7 á kvöldin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.