Dagur - 12.06.1968, Blaðsíða 8

Dagur - 12.06.1968, Blaðsíða 8
B §I!i Si SMÁTT OG STÓRT ÓFEITI OG OFÁT Ekki er langt síðan ófeiti var algeng dánarorsök hér á Iandi og ber sagan því glöggt vitni. Enn er hungrið svo mikið í hehninuni, að talið er, að helm- ingur jarðarbúa sé vannærður. Um skeið hafa íslendingar búið við allsnægtir í mat og drykk og er skannnt öfganna milli, því nú er ofátið komið til sögunn- ar, sem mikið vandamál og hið sama er að segja um margar aðrar þjóðir. Þessi efni eru rak- in í bók AB „Matur og nær- ing,“ sem xit kom fyrir skönunu og er mjög fróðleg. Hungrið er elzta vandamál mannkynsins og þjakar enn þjóðir lieims. landa eru þessar: Til Græn- lands 287 krn. Til Færeyja 420 km. Til Jan Mayen 550 km. Til Skotlands 798 km. Til Noregs 970 knx. TIGN BÝR í TINDUM Helztu tindar landsins eru þess- ir: Hvannadalshnjúkur 2119 m. Bárðarbunga 2000 m. Kverk- fjöll 1920 m. Snæfell 1S33 m. Hofsjökull 1765 m. Herðubreið 1682 rn. Eiríksjökull 1675 m. Eyjafjallajökull 1666 m. Tungna fellsjökull 1540 m. Kerling 1538 m. KAPPAKSTUR? Enn og eftirleiðis er hægri um- ferðin á dagskrá, eldti aðeins sem umræðucfni heldur sii stað „Islendingar ! NÓRÐLENDIN GAFJÓRÐUNG 1 UR óskaði ekki að notfæra sér þá aðstöðu, sem sýningin íslend ingar og hafið setti upp í Laug- ! ardalshöll og enn stendur. Þú var Akurevringum boðin þátt- ' taka og notuðu þá aðstöðu, sem ; bauðst. b Bæjarstjórn og atvinnumála- ! nefnd Akureyrar gengust fyrir því að leita eftir þátttöku. Eftir ; fundi með forystumönnum j margra fyrirtækja var kjörin i nefnd til að annast framkvæmd : málsins og koma sýningardeild- i inni upp. Nefndina skipa: Val- ! ur Arnþórsson, Bjami Jóhannes son, Tryggvi Helgason, Mikael Jónsson og Pétur Bjarnason, ! sem var formaður nefndarinn- ar. 16 fyrirtæki tóku þátt í Ak- urey rardeild sj ávarsýningarinn ar í Laugardal: Slippstöðin, Kristján Jónsson & Co., Kaup- félag Eyfirðinga og ýmsar deild ir þess, Útvegsmannafélag Ak- ureyrar, Atli, Oddi, Nótastöðin, Radíóviðgerðast. Stefáns Hall- grímssonar, Drangur, Síidar- verksmiðjan í'Krossanesi Davíð Haraldsson frá Dalvík setti sýninguna upp. Síðar var farið fram á það, að Akureyring ar legðu til skemmtikrafta eitt kvöld á Akureyrardegi sýning- arinnar. Því var játað og var frá því sagt í síðasta blaði og tókst með ágætum, enda góð skemmti atriði. Ferðamálin á Akureyri voru sérstaklega kynnt. Til gamans má geta þess, að upp var settur skíðalyftustóll og sat þar Sigrún Harðardóttir er hún söng, en Hermann Sigtryggsson kynnti ferðamál. Meiri aðsókn var á þessu kvöldi en áður 'hafði orðið á sama tíma annan sýning ardag. Hljómsveit Ingimars Ey- dals lék og söngvarar með henni voru Helena Eyjólfsdótt- ir og Þorvaldur Halldórsson. Þá söng Eiríkur Stefánsson og Þor björg dóttir hans lék á píanó. Var öllum þessum atriðum rnjög fagnað af 3—4 þús. við- stöddum sýningargestum. Flug Söngmót Heklu sambands norðlenzkra karlakóra TÍUNDA söngmót „Heklu“ fer fram dagana 22. og 23. júní n. k. í S-Þingeyjarsýslu og Skaga- firði. Hefst mótið með sam- söng á Húsavík laugardaginn 22. júní kl. 14. Annar samsöng- ur verður sama dag kl. 21 að Skjólbrekku í Mývatnssveit. Sunnudaginn 23. júní verður mótinu haldið áfram að Mið- garði í Skagafj.sýslu. Þar hefst samkvæmi með kaffidrykkju kl. 15. Gefst mönnum þá kostur á að koma fram í máli og tónum. Ef ástæður leyfa er gert ráð fyrir, að fram fari við þetta tækifæri hljóðritun á einsstökum kórum. Mctið endar með samsöng á sama stað kl. 19. Níu kórar taka þátt í mótinu. Þeir eru: Karlakór Akureyrar, Karlakór Bólstaðahlíðarhrepps, Karlakór Dalvíkur, Karlakór- inn Feykir, Karlakórinn Geysir, Karlakórinn Heimir, Karlakór Mývatnssveitar, Karlakór Reyk dæla og Karlakórinn Þrymur. Auk þessara kóra eru í sam- bandinu Karlakór Ólafsfjarðar og Karlakór Sauðárkróks, sem því miður sáu sér ekki fært að mæta á þessu móti. Söngmanna tala á mótinu verður nokkuð á fjórða hundrað og er þetta því sennilega ein hin fjölnxenn- asta söngmannasveit, sem mætt hefir til samsöngs hér á landi. Á öllum undangengnum mótum hafa kórarnir sungið sameigin- lega nokkur lög. Nú syngja þeir aðeins tvö lög. Raddir höfðu komið fram á aðalfundi sam- bandsins að hafa annan hátt á sameiginlega söngnum, þannig að jafnframt því sem kórarnir flyttu sín. sérstöku verkefni, þá sameinist kórar hvers héraðs og syngi þanpig sameinaðir (Framhald á blaðsíðu 5). Áskell Jónsson formaður Heklu. félag íslands létti starfsmönn- um sýningardeildarinnar ferðir og Hekla gaf skemmtikröftum fallegar peysur, sem voru á sýn ingunni. Talið er, að Akureyrar deildin og Akureyrardagurinn hafi tekizt mjög vel og vakið eftirtekt. Umsjónarmaður Akur eyrardeildarinnar er Guð- mundur Arnaldsson. Formaður sýningardeildarinnar, sem hér um ræðir, hefur tjáð blaðinu, að hinir ágætu skemmtikraftar að norðan hafi enga þóknun tek ið fyrir sina þátttöku í Akur- eyrarkvöldinu. □ KRYDDIÐ Vasco da Gama sigldi 3S000 kíló metra leið í landaleit árin 1497 og 1498. Tvö skipanna komust heim til Lissabon aftur. En þessi tvö skip fluttu með sér krydd- vörur og annað fundið verð- mæti úr leiðangrinum, sem greiddi sextíu sinnum farar- kostnaðinn. Þá, eins og nú, var krydd notað til að auka bragð matar og dylja bragð legins eða geymds matar, en auk þess eru sumar kryddtegundir rotverj- andi, svo sem negullinn. YFIR ÍSLANDS ÁLA Fjarlægðir frá íslandi til næstu reynd, sem liafa verður í huga og eftir að breyta í allri umferð. Eitt er það boðorð breyttrar um ferðar, sem rík áherzla er lögð á, að haldið sé, en það er öku- hraðinn. Því miður gengur mönnum illa að lialda þetta boð orð og líklega verr en önnur hinna nýju reglna umferða- málanna. Ekki er kannski liægt að tala um kappakstur í bænum en fast að því. Ökuhraðinn er svo mikilvægt atriði á meðan hægri-umferðin er að festa rætur í hugum niaixna, og brot svo tíð og ábcrandi í þessu efni, að lögreglan verður að taka í taumana. Rekstrarlánin verða að liækka TIL VIÐBÓTAR ÞVÍ, sem í síð asta blaði sagði frá aðaifundi Kaupfélags Eyfirðinga 5. og 6. júní sl. er m. a. þetta: Aðalfundurinn ákvað að greiða í reikning félagsmanna 6% arð af viðskiptum þeirra við lyfjabúð félagsins, Stjörnu Apótek, sem þeir sjálfir höfðu greitt. Úr Menningarsjóði félagsins hafði á órinu verið úthlutað kr. 125.000 til átta aðila, en tekjur sjóðsins voru 250 þús. króna framlag samþykkt á aðalfundi í fyrra, auk vaxta. Á aðalfundin- um nú var einnig samþykkt 250 þús. króna framlag til sjóðsins. Á fundinum var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Þar sem rekstrarlán til land- búnaðarins hafa ekki hækkað síðastliðinn áratug, en rekstrar- fjárþörf bænda og sölufyrir- tækja þeirra hefur farið ört vax andi með hverju ári, skorar aðalfundur KEA 1968 á ríkis- stjórnina að hlutast til um að rekstrarlánin verði hækkuð svo, að þau verði hlutfalislega jafn Akureyrartogarar SLÉTT’BAKUR landaði á Akur eyri í fyrradag 130 tonnum og fór á veiðar síðdegis í gær. KALDBAKUR landaði á Ak ureyri í dag ca. 100 tonnum. SVALBAKUR landar hér á moi’gun eða föstudag. HARÐBAKUR landar í næstu viku. Afli togaranna hefur verið tremur tregur undanfarið. □ há og þau voru 1958.“ I stjórn félagsins var endur- kjörinn til þriggja ára Kristinn Sigmundsson, oddviti, Arnar- hóli. Endurskoðandi til tveggja ára var endurkjörinn Guðmund ur Eiðsson, bóndi, Sörlatungu, og varaendurskoðandi til tveggja ára Ármann Dalmanns- son, skógarvörður, Akureyri. í stjórn Menningarsjóðs til þriggja ára var endurkjörinn Bernharð Stefánsson, fyrrv. al- FOSTUDAGINN 7. júní sl. var Félag sjónvarp-áhugamannna á Akureyri stofnað. Var stofn- fundurinn haldinn í Nýja-Bíói og var fullt hús. Stofnendur eru á sjötta hundrað. Tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna sjónvarpsnotenda á Akureyri og í nágrenni á sem flestum sviðum, bæði er varðar innkaup og notkun. Fundarstjóri var Gísli Kon- ráðsson og fundarritari Hörður Svanbergsson. Aðalgeir Pálsson setti samkomuna í upphafi fund ar og bauð væntanlega félags- menn velkomna. Maríus Helg'a- son flutti framsöguerindi er fjallaði um fagleg og félagsleg efni og óskaði eftir náinni sam- vinnu við seljendur sjónvarps- tækja og þá er veittu aðra þjón ustu í því sambandi Stefán Guðjónsen síma- og sjónvarps- verkfræðingur flutti fróðlegt erindi um sjónvarpsmál og sýndi skýringamyndir. Fleiri tóku til máls. í stjórn hins nýja félags voru þingismaður, Akureyri, og í stjórn Menningarsjóðs var kjör inn til eins ái’s Árni Kristjáns- son, menntaskólakennari, Akur eyri í stað Þórarins heitins Björnssonar, skólameistara. Varamaður í stjórn Menningar- sjóðs var kjörinn Hólmfríður Jónsdóttir, menntaskólakenn- ari, Akureyri, í stað Árna Kristjánssonar. Fastráðið starfsfólk félagsins í árslok var 521 talsins. □ kjörnir: Halldór Helgason, Aðal geir Pálsson, Alfreð Möller, Freyr Ófeigsson og Jónatan Clausen. Til vara Hörður Svan bergsson, Kári Hermannsson og Örn Steinþórsson. □ ÖKLASNJÓR Á LANGANESI Langanesi 11. júní. Fyrir réttri viku gerði norðanáfelli og setti niður ökladjúpan, jafnfallinn snjó. Sá snjór er horfinn og hlýtt í veðri á ný. Hér bíða menn milli vonar og ótta að í Ijós komi hversu kalið í túnunum er mikið. Grásleppuafli er sæmilega góður á Þórshöfn og í þorska- net hefur fengizt nokkur afli í Víkunum, en annars hefur þorskafli verið lítill. Hafborg frá Ólafsfirði er hér á hand- færaveiðum og er aflinn lagður upp hjá Fiskiðjusamlaginu á Þórshöfn. Hálsavegur er enn illfær. G. Félag sjónvarpsnolenda

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.