Dagur - 12.06.1968, Blaðsíða 2

Dagur - 12.06.1968, Blaðsíða 2
2 Knattspyrmilímabilið er Iramundan TÍMI KNATTSPYRNUNNAR er hafinn og fyrstudeildarleik- irnir hafa vakið athygli svo sem venja er, enda töluvert um þá ritað í dagblöð höfuðborgarinn- ar. Knattspyrnulið íþróttabanda lags Akureyrar hefur nú þegar leikið tvo leiki. Fyrri leikurinn var við Keflvíkinga og leikinn í 'Keflavík 25. maí. Lauk hon- um með sigri ÍBA 1:0. Talið er, að liðin hafi verið nokkuð jöfn þótt niðurstaðan yrði Akureyr- ingum í vil. En þessi leikur var að því leyti merkur fyrir Akur- eyringa, að úrslit hans urðu gagnstæð venjunni, því þeir hafa oftast tapað sínum fyrstu leikjum í þessari keppni. Með þessi tvö dýrmætu stig úr fyrsta leik ÍBA í fyrstudeild arkeppninni gengu þeir til leiks við KR á Laugardalsvelli í Reykjavík hinn 9. júní. En leik- ir milli þessara knattspyrnuliða hafa jafnan vakið eftirtekt, a. m. k. hér á Akureyri og oft ver- ið all-harðir og tvísýnir. Að þessu sinni gengu Akureyring- arnir með sigur af hólmi 3:0. Sunnanblöðin róma mjög frammistöðu norðanmanna. Kári Árnason skoraði öll mörk leiksins en tvö þeirra eftir hnit- miðaðan samleik. ÍBA-liðið var þannig skipað gegn KR: Markvörður Samúel Jóhannsson, bakverðir Gunnar Austfjörð og Ævar Jónsson, framverðir Guðni Jónsson, Jón Stefánsson, sem jafnframt var fyrirliði ÍBA og er aldursforseti liðsins, og Pétur Sigurðsson. Framlínuna skipuðu Steingrím ur Björnsson, Kári Árnason, Skúli Ágústsson, Magnús Jóna- tansson og Valsteinn Jónsson. Svo sem sjá má af nafna- skránni er hér um sama lið að ræða og á síðastliðnu ári, nema Gunnar Austfjörð er nýr maður og lék þó með í eitt sinn eða fleiri í fyrrasumar. Eftir leik sinn við KR-inga hafa Akureyringar hlotið 4 stig og er það góð byrjun. Næsti leikur ÍBA-liðsins er við Fram í Reykjavík 18. júní en næsti leikur á heimavelli verður ekki fyrr en 23. júní og keppa Vestmannaeyingar þá við ÍBA. Hinn 28. júní verður svo minningarleikur Jakobs Jakobs sonar og keppa Fram og ÍBA þann dag. Blaðið hitti sem snöggvast að máli í gær, þá Einar Helgason þjálfara Akureyrarliðsins og Hrein Óskarsson formann Knatt spyrnuráðs Akureyrar. Einar Helgason sagði, að aðstaða til æfinga hefði aldrei verið verri hér en nú í vor. Þó myndi liðið í heild ekki lakar undir keppni búið en áður, e. t. v. betur. Of snemmt væri að spá nokkru um næstu leiki. í knattspyrnu ylti á ýmsu og það væri of snemmt að hefja sig til skýjanna, því að snögglega væri hægt að dala. Hreinn Óskarsson sagði, að verið væri að útbúa leikskrá, þar sem veittar væru upplýsing ar um hin ýmsu lið, sem þátt taka í fyrstudeildarkeppninni og einstaka leikmenn, og gang keppninnar nú í sumar. Fyrir- tæki og einstaklingar styðja þessa útgáfu með auglýsingum ■og leikskráin verður mjög hand hæg uppsláttarbók fyrir knatt- spyrnuunnendur. Einar og Hreinn gátu þess, að ÍBA hefði fengið mjög kær- komna æfingaaðstöðu við flug- stöðina á Akureyri og þökkuðu þá fyrirgreiðslu ráðamanna. Knattspyrnan er vinsælasta íþróttagreinin hér um slóðir og fjölmenna bæjarbúar jafnan á íþróttavöllinn, þegar knatt- spyrna er annars vegar. Allar íþróttir byggjast á áhuga al- mennings, skilningi og stuðn- ingi. Hvorki þarf að hvetja bæj arbúa eða nærsveitamenn til að sýna þessari íþróttagrein áhuga T I L LEIGU óskast nú þegar hús eða íbúð með húsgögnum, og iiel/.t bílskúr. Leigutími út ágúst. Sími 1-11-44, kl. 9 til 17. TIL SÖLU Nýleg fjöguna herbergja íbúð á Syðri-Brekkunni. Laus lljótlega. líppl. í sírna 1-29-66. HERBERGI TIL LEIGU Regilusemi áskilin. Uppl. í sítna 1-22-95, eftir kl. 3 e. h. T I L S Ö L U 2ja herbergja íbúð í nýju húsi á norður brekkunni. IJppl. í síma 1-17-67, eftir kl. 7 á kvöldin. nú í sumar, eða til þess að fagna því sem vel er gert á íþrótta- vellinum. Oft er hér skorað á viðstadda að hvetja heimamenn sérstaklega. Ekkert nema gott er um það að segja, en hér gild- ir það, sem í öðrum íþróttagrein um, einstaklinga og hópa, að frækileg frammistaða er jafnan fagnaðar verð, hverjir sem í hlut eiga. Þess er óskandi, að bæjarbú- ar og aðrir, sem leggja leið sína á íþróttavöllinn í sumar, eigi þar sem flestar ánægjustundir. Til leikmanna eru gerðar mikl- ar kröfur um góða frammistöðu á leikvellinum og góða fram- komu utan leikvallar. Undir þær kröfur tek ég um leið og ég sendi þeim beztu kveðjur. E. D. TIL SÖLU tvær notaðar barnakojur með dýnum. Seljast ódýrt. Uppl. í síma 1-12-71. SVEFNSÓFI nýlegur, til sölu. Verð kr. 6.800. Selzt vegna brott l'lutningSi Uppl. í Hafnarstræti 95. TIL SÖLU svefnsófi, saumavél og kolakyntur þvottapottur. Uppl. í síma 1-16-52, eftir kl. 7 e.h. TRILLA TIL SÖLU Upplýsingar gefur Jóhannes Hjálmarsson, sími 7-14-43, Siglufirði. Nýlegur, vel mcð farin PEDEGREE BARNAVAGN til sölu. Uppl. í síma 1-12-12. ÓDÝRAR JEPPAKERRUR TIL SÖLU Upplýsingar í sírna 1-14-61 Grímur Valdimarsson, Geislagötu 12. 150 teuundir GÓÐRA BÓKA SELDAR MEÐ HÁLFVIRDI TIL 16. JÚNÍ. Skrá yfir bækurnar fýrirliggjandi. Höfum opið vegna 17. jóiií r Á langardag til kl. 6 e. h. Bókaverzl. Edda h.f. og á sunnudag kl. 9-12. Hafnarstr. 100, Akureyri. Sími 1-13-34. BLÓMABÚÐIN LAUFÁS Fyrsta keppni Golfkiúbbsins FYRSTA keppni Golfklúbbs Akureyrar í ár var Flaggkeppn- in (full forgjöf) og fór hún fram þann 2. júní. Sigurvegari varð Þórarinn B. Jónsson með tals- verðum yfirburðum, en hann lék mjög vel í þessari keppni. Annar varð Ragnar Steinbergs- son og þriðji Skúli Ágústsson. Um síðustu helgi, eða 8. og 9. júní, var háð keppni um Mickey’s Cup (3/l forgjöf), en leiknar voru 18 holur 'hvorn daginn. Keppendur voru 24. Urslit urðu þau, að fyrstur varð Þengill Valdemarsson með 137V2 högg (nettó), annar varð Ólafur Stefánsson með 138 högg og þriðji varð Árni Jónsson með 144 högg. Árangur Þengils er mjög eftir tektarverður, þar sem hann er aðeins 16 ára og tvímælalaust efni í góðan golfleikara. Nýir meðlimir k,ai'lar, konur og unglingar hafa í stórauknum mæli gengið í Golfklúbb Akur- eyrar nú í vor og hafa hafið æfingar af fullum krafti. Aðal- kennari klúbbsins er Sævar Gunnarsson, og geta nýir og gamlir kylfingar hitt hann á golfvellinum á hverjum degi kl. 5—7 e. h., og látið skrá sig á æfingastundatöflu. Nýir golf- félagar fá fimm fyrstu tímana sér að kostnaðarlausu eins og áður hefur verið skýrt frá í blöðum. Næsta keppni Golfklúbbsins er keppni um Gunnarsbikarinn, en það er 72 holu keppni, sem hefst miðvikudaginn 12. júní. (Fréttatilkynning) SÖLUFOLK VANTAR Áhugasamt sölufólk (ekki yngra en 18 ára) óskast til útbreiðslu og innheimtustarfa næstu tvær vikur. Nán- ari upplýsingar veitir Gunnl. P. Kristinsson skrifstofu KEA. SAMVINNAN. HESTAMENN, AKUREYRI Þeir sem hafa hug á að koma trippum í sumarhaga á Bleiksmýrardal í sumar, hafi samband t ið Sophonías Jósefsson, sími 11573, eða Berg Erlingsson, sími 12368, fyrir n. k. föstudagskvöld. HESTAMANNAFÉLAGIÐ LÉTTIR. Verzlunar- og iðnaðarhúsnæði Efri hæð hússins Glerárgata 32 er til sölu eða leigu. RAFORKA H.F. r Odýr matar og kaffistell saman 8 MANNA - AÐEINS kr. 1.500 og 1.890. JÁRN- OG GLERVÖRUDEILD Iðnaðarmenn! — Verkstæði! MILLER’S FALLS rafmagnsliandverkfæri: BORVÉLAR, ýmsar stærðir. BELTASLÍPIVÉLAR, 3 og 4“ m. poka. SMERGELSKÍFUR. HJÓLSAGIR. HÖGGBORVÉLAR. Aðeins nokkur stykki a£ hverju. Viðgerðar- og varahlutaþjónusta. RAFTÆKNI - Ingvi R. Jóhannsson Símar 1-20-72 og 1-12-23, Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.