Dagur - 26.06.1968, Blaðsíða 5

Dagur - 26.06.1968, Blaðsíða 5
4 S Skriístofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Súnar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Forseta- kosningarnar EORSETI íslands gegnir æðsta emb- ætti þjóðarinnar, ekki valdamiklu nema í sérstökum tilvikum, en þýð- ingarmiklu og áhrifaríku í höndum mikilhæfra manna. Þjóðin kýs sjálf forseta sinn, þegar fleiri en einn mað ur býður sig fram til forsetakjörs. Núverandi forseti var kjörinn af þjóðinni árið 1952 og liefur verið sjálfkjörinn síðan, þar sem enginn hefur keppt við hann um kjörfylgi. En hvert kjörtímabil er fjögur ár. Engin hefð hefur hér á landi skap- azt um val forseta. Árið 1952, þegar þjóðin kaus sér núverandi forseta, studdu Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn opinberlega einn hinna þriggja frambjóðenda, sem þá var kosið um. Þjóðin hafnaði forsjá hinna pólitísku flokka, sem eftirminnilegt er. Reynslunni ríkari ákváðu allir fjórir stjómmálaflokk- arnir í vetur, að standa utan við þær forsetakosningar, sem nú fara í hönd. Fólkið hefur því algerlega óbundnar hendur við val forsetans að þessu sinni og var því að sjálfsögðu vel fagnað meðal almennings, sem tví- mælalaust vill liafa það val í eigin hendi og vill eiga þjóðliöfðingja, sem er sameiningartákn og fulltrúi allra liinna mörgu stríðandi stétta og flokka í landinu — sem allir geta treyst —. Gagnstætt þessu sjónarmiði °g gagnstætt okkar stjórnarskrá eru hins vegar forsetaembætti ýmsra ann arra þjóða, þar s em þjóðhöfðingjan- um er gefið mikið pólitískt vald, svo sem í Bandaríkjunum og hann kos- inn lireinni jxditískri kosningu stjómmálamanna. Ekki em allir á einu máli um, hvort heppilegt sé fyr ir okkur íslendinga, að forsetaemb- ættið skipi valdamikill pólitískur flokksforingi hverju sinni, kosinn pólitískri kosningu, eða valdalítill, þjóðkjörinn þjóðhöfðingi. En stjóm arskrá okkar sker úr um þetta atriði hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Pólitískur valdamaður í for- setaembætti og flokkspólitískar kosn ingar fara saman. En þjóðkjörinn for seta, eins og hér á landi, sem situr á - friðarstóli hvort sem vinstri ménn eða hægri sinnaðir fara með hús- bóndavaldið í ríkisstjóm og á Al- þingi, vill þjóðin sjálf kjósa, án leið- sagnar stjómmálaflokkanna. □ Viðtal við Jón Sæmundsson, skipstjóra Á SÍÐASTA ÁRI sigldi nýtt og vel búið hafrannsóknar- og fisk veiðiskip fram og aftur með ströndum Austur-Pakistan og á nálægum slóðum. Áhöfnin var af ýmsu þjóðerni. Þar voru tveir rússneskir fiskifræðingar, haffræðingur frá Perú, fiskiðn- fræðingur frá Kanada og veið- arfærasérfræðingur frá Japan, hásetar og yfimienn dökkir eða gulir nema skipstjórinn. Hann var íslendingur, Jón Sæmunds son af nafni, sonur Sæmundar Sæmundssonar skipstjóra og Sigríðar Jóhannesdóttur frá Þönglabakka konu hans. En Sæmundur var norðlenzkur atgervismaður á sjó og landi, sem Hagalín gerði landskunn- ann með ævisögu hans, Virkum dögum. Jón Sæmundsson hefur, síðan hann komst til nokkurs þroska, stundað sjóinn, fyrst með föður sínum og skipstjóri hefur hann verið þrjátíu ár eða lengur, á mótorbátum, síldarskipum og togurum og aflað með öllum þeim algengu veiðai-færum, sem notuð eru í sjó hér við land. Það bar svo til að hann var hér á ferð fyrir norðan um síðustu stórhátíð og fundum okkar bar saman stundarkorn. Hann er þrekvaxinn maður, án þess að vera feitur, léttur í spori, stælt- ur og vel á sig kominn. Hann er líka léttur í máli og virðist búa yfir mikilli lífsorku. Gránað hef ur hann í vöngum með aldrin- um, en hann er kominn yfir sextugt. Líklegtx þykir mér, að hann skapi sér á mörgum svið- um skoðanir, bæði á einstökum málefnum og hinum ýmsu stefn um, sem hann ógjarnan muni af láta, fremur en aðrh- þeir menn, sem ekki eru kallaðir talhlýðn- ir. En í dómum um menn og framandi þjóðir er hann ekki dómgjarn þótt þar komi íslend- ingi mai-gt undarlega fyrir sjón ir, þegar tími er til að skyggn- ast um. Kona Jóns er Helga Sigurðardóttir, ættuð af Austur landi og eiga þau þrjú upp- komin börn. Á snöggri ferð um Norður- land, eða hvað? Ég er að heimsækja vini og vandamenn og er eiginlega ekki á snöggri ferð. Ég ætla að eyða nokkrum næstu vikum eða jafn vel mánuðum á landi — þykist vel áð því kominn að taka mér ofurlitla hvíld —. Þú rnunt liafa verið í þjón- ustu Sameinuðu þjóðanna? Ég var í þrjú ár á vegum einnar stofnunar þeirra, árin 1955, 1956 og 1957 og dvaldi þá á Ceylon og kenndi innfæddum fiskiveiðar. Við notuðum troll, reknet og snurpinót og raunar fleiri veiðarfæri. Það var mjög fróðlegt fyrir mig að dvelja þama. Það var þó aðal erindið að fræða aðra og vona ég að starf mitt hafi borið einhvem árangur og að fróðleikurinn hafi þá verið gagnkvæmur. Þeg ar ég kom svo heim, að þessari útivist lokinni, var næsta verk- efnið að fara með íslenzkan bát, mannaðan íslendingum til ír- lands og veiða síld í snurpinót. Það var á „þorskastríðsárun- um.“ Viðkvæmni landhelgismál , anna og fiskigöngurnar upp að frlandsströndum trufluðu árang ur þessarar tilraunar. En það voru írar, sem fengu mig til þessarar ferðar. En þama var fiskur í sjó, um það var ekki að villast. Svo fórstu síðar aðra ferð á vegum Sameinuðu þjóðanna? Já og kom úr þeirri för eftir síðustu áramót. Ég tók að mér skipstjórn á hafrannsókn- ar- og fiskiskipi, sem smíðað var í Japan. Það var út af fyrir sig ævintýri, að ég skildi vera eini íslendingurinn um borð og jafnframt skipstjórinn, ekki að- eins sjálfs mín vegna, heldur vegna þeirra tilfinningar íslend ings, að vilja hvarvetna standa sig á borð við aðra, þegar um einstaklingana er að ræða, þótt við getum ekki stært okkur af fólksmergðinni. Þetta var auð- vitað nánast tilviljun hvað mig Jón Sæmundsson, skipstjóri. snerti, því að mjög margir ís- lenzkir sjómenn eru vel til þess fallnir að kenna þeim þjóðum fiskiveiðar, sem enn eru skammt á veg komnar á því sviði. Já það voru margra þjóða menn um borð, sundurleitur hópur, flestir litaðir, eins og kallað er. Hvar voruð þið við þessar rannsóknir og fiskveiðar? Við landamæri Burma og Pakistan. Við eyju eina, sem Pakistanar þykjast eiga og kennd er við Sankti-Martin, fundum við lobster, lostæta krabbategund og mjög verð- mæta. Strax voru gerðar ráð- stafanir til að fara að veiða krabbann til útflutnings og til sölu á betri hótelum. Pakistanar þurfa mjög á auknum útflutn- ingi að halda og sjálfir vilja þeir ekki eta fiskinn. Þeir flytja líka út mikið af rækju. Þegar við höfðum fundið lobsterinn og tekið sýnishorn, tóku aðrir við veiðunum á litlum bátum. Þeir veiða á grunnu vatni með hraunbotni. Hvað sástu skemmtilegast á ferðum þínuni? Því er örðugt að svara. Það má fremur segja, að maður sjái margt nýstárlegt en ekki er það allt jafn skemmtilegt. Eitt af því eftirminnilegasta var að sigla með hraðbáti upp Gangesósana og nokkur hundruð kílómetra inn í landið. Eiginlega var öll þessi leið um Gangesósana því landið er sundurskorið af þeim langt upp eftir. Það er svolítill fiskur þarna og við sáum menn veiða á handfæri og í lítil net. Þarna sáum við innfætt fólk að hverskonar störfum. Við sáum til dæmis sjö manna fjölskyldur á 20—22 feta bátum, sem byggt var yfir miðjuna á. Þetta er heimili fjölskyldunnar daga og nætur, sumar og vetur. Þetta fólk er á stöðugu ferðalagi um fljótið og veiðir fisk sér til mat- ar. Hræddur er ég um, að ein- hverjum þættu þægindin lítil um borð á þessum heimilum. ISn krókódílar og hákarlar? Krókódílamir eru enn ofar í fljótinu og sáum við þá ekki, og hákarlarnir halda sig við sjó- inn. Við kynntumst ekki þess- um skepnum neitt. Þegar siglt er á flutningaskipum af sjónum og upp í Ganges, verður að fara á flóðinu því straumurinn er mikill, eða 8—9 mílna straum- ur. Svo þegar komið er inn fyr- ir, verður straumsins ekki mik- ið vart og þar opnast hálfgerðir firðir og flóar fljótsins. Gróður- inn er mikill á bæði borð og hvert sem litið er. Skógurinn mikilfenglegur og allur gróður stórvaxinn og á sumum stöðum mjög litfagur. Komust þið í kast við inn- fædda? Naumast er hægt að segja það. Þetta er meinlaust fólk og virðist margt af því sinnulítið og slappt. Sólarhitinn er lam- andi og flestir bera þess merki. Maður stofnar ógjarnan til sam skipta, nema nauðsyn krefji og sannast að segja er það naum- ast hægt. Hins vegar er óþarfi að spai'ka því frá sér með fyrir- litningu eins og sumir munu gera, að því er sagt er. Það er hægt að halda sig frá óæskileg- um félagsskap og unnt að halda fólki í hæfilegri fjarlægð á ann an hátt, eftir því sem hver og einn telur við hæfi. Því er ekki að leyna, að maður kynnist ýmsu misjöfnu, sem ekki er svo auðvelt að skilja. En þegar fátæktin, ásamt menntunar- skorti er höfð í huga, kemst maður þó nær því að skilja bæði eitt og annað í siðum og ósiðum og lífsviðhorfi fólksins. Fjöldinn býr við fátækt, en að sjálfsögðu hefur auðlegð safn- azt saman á vissa staði, svo sem hvarvetna í heiminum. Þjófn- aðurinn, morðin, betlið og allt hið óhugnanlega verður ekki til af engu og naumast af því, að um „verra“ fólk sé að ræða. Mannslífin eru ekki hátt metin, enda af miklu að taka því mann fjölgunin er vandamál. Það er ekki verið að gera sér rellu út af því þótt einhverjir týnist eða farist. Dæmi um fátækt? Ég get hvorki eða vil ræða það mál nánar, það þyi'fti svo miklar skýringar. En ég skal aðeins nefna eitt dæmi af öllu því, sem ég sá af því tagi. Ég var einu sinni að koma frá borði og gekk upp í bæinn. Ég gekk þar hjá, sem rusli hafði verið safnað saman. Ogurlegur fjöldi hrafna eða líkra fugla gæddi sér á ýmsu á haug þessum. Og mitt í hrafnagerinu var kona. Hún var líka að leita að ein- hverju ætilegu. Ég brá upp myndavélinni minni og tók eina mynd af þessu, án þess að nema staðar. Ekki hafði ég lengi geng ið þegai' sæmilega vel klæddur maður ók á mótorhjóli upp að hliðinni á mér og sagði mér, að ef ég sæist taka fleiri slíkar myndir, mundi myndavélin mín brotin í smátt. Hér var um hót- un að ræða, sem engum gat dulist, enda var maðurinn auð- sjáanlega reiður — og hann var viðkvæmur fyrir fátækt landa sinna —. Það fannst mér heiðar legt. Ahorfandinn getur að sjálf sögðu dæmt að eigin vild. Eln hann þekkir e. t. v. ekki þau rök, sem að baki liggja. Hvemig var lífið í sjónum? Gagnstætt því sem maður gæti í fljóti bragði álitið, var lítið líf í sjónum og sagði haf- fræðingurinn mér, að of lítið væri af kolsýringi til að venju- legar fiskitegundir gætu lifað þar, nema helzt á grunnmiðum, næst ströndinni, enda var ljóst, að því lengra frá landi og á meh-a dýpi, þess minna af dýra- lífi í sjónum. Við fórum með- fram ströndinni eins og hún leggur sig, vestur að landamær- um Indlands og suður að landa- mærum Burma. Það er náttúr- lega gaman að sigla þarna um og ferðast á landi á þessum slóð um. En sannleikurinn er sá, að þarna lifir fólk mjög frumstæðu lífi, nálega allt svart. Hvirfil- vindar valda stundum tjóni. Tré rifna upp með rótum, hús fjúka og bátar farast. Það fórst einu sinni 140 bátar í einu slíku veðri, meðan ég var þama. Það var lítið um þetta rætt. Fólk virtist ekki hafa miklar áhyggj- ur af slíku. Það voru þó 4—8 menn á hverjum báti. Vorið þið viðstaddir brúð- kaup eða jarðarfarir? Ekki vorum við hú beinlínis í brúðkaupsveizlum. En maður varð var við þau. Þá fer fólkið í betri fötin og mikið eru bumb ur barðar og leikið á ýmis önn- ur hljóðfæri og sungið. Ég held þetta sé nokkuð hátíðlegt. Brúð kaupsveizlumar fara fram í húsi og húsagarði, þar sem há girðing er umhverfis. Óviðkom andi er ekki ætlaður inngang- ur. En jarðarfarirnar voru aftur á móti fyrir allra augum. Við sáum oft fjóra menn bera lík á börum, oftast á öxlum sér og láta þau í fljótið. Líkbrennsla er þó orðin mjög algeng. Á Ceylon sér maður oft þrjú svört flögg. Þá er einhver dáinn í því húsi. Stundum er þá verið að brenna hinn látna í húsa- garðinum eða á bak við húsið. Nokkur vandræði með sjó- mennina þína? Nei, ég lenti ekki í neinum vandræðum með þá. Þeir mættu betur til skips en vænta mátti í öllu seinlætinu. Hins vegar eru það hrein vandræði að fá menn til að vinna í landi, þegar einhvers þarf með. Þegar eitthvað þarf að láta gera í landi, telja flestir það litiu máli skipta eða alls engu, hvort verk- ið er gert í dag eða á morgun — eða bara í næstu viku. Þetta gengur okkur illa að þola, sem vanir erum að vinna eftir klukku eða a. m. k. dagatali. En sjónarmið okkar skilja inn- fæddir bara alls ekki. Það tók mig einu sinni viku að fá lóðs um borð til að færa skipið ör- lítið. Annað er eftir því. Sein- lætið er svo óskaplegt, að það er ekki hægt að hugsa sér neitt annað eins. Sýndist þér fólkið myndar- legt? Mjög margt Asíufólk er frem ur illa vaxið, slappt og dauft og einhvern veginn hálf kræklótt. Kannski er það af næringar- skorti í uppvexti eða vaxarlag- ið er bara svona. Eflaust gefa ungir menn ungum stúlkum hýrt auga, éins og gengur og gerist. Ég held fæstum íslend- ingum mundi lítast á kvenfólk- ið, svona við fyrstu sýn. Sam- göngurnar eru heldur lélegar á sjó og landi. Veðurfregnirnar koma stundum of seint, t. d. sagt frá vonda veðrihu daginn eftir að það skellur á. Dýralífið á landi? Tigrisdýrin sá ég ekki lifandi, aðeins skinnin af þeim. Þau voru seld á 12 þús. kr. stykkið, eins og þau komu af skeppn- unni. Af slöngum og höggorm- um sá ég meira en nóg. Þessi kvikindi voru allsstaðar. Við ókum einu sinni yfir þriggja álna slöngu, sem var að skríða þvert yfir veginn. Hún dasaðist og við rotuðum hana með trjá- grein. Tamda fíla sá ég líka. Það eru mikil dýr og vitur. Ekki eru fílarnir liðlegir, en komast þó leiðar sinnar yfir hvaða veg- leysur og torfærur sem er. Þeir eru mikið notaðir yið að flytja tré úr skógunum að bílvegum. Keðja er um háls þeirra, sem bundin er í trén, sem flytja skal. Ekki eru fílarnir teymdir, eins og hestar, heldur er þeim bent. Og þegar þeir eru búnir að fara eina ferð, þræða þeir sömu slóð ina. Svo sáum við náttúrlega öll ósköp af fuglum, sem marg- ir voru mjög litskrúðugir og beinlínis fallegir, en fæsta þeirra kann ég að nefna. Enn- fremur sá ég hina stóru ög gráð ugu hrægamma, sem eru eins- konar sorpeyðingarstöðvar. Ekki eru það fagrir fuglar. Yfir leitt er bæði jurta- og dýralif á landi bæði mikið og fjölskrúð ugt. En hvorki hafði ég dýra- fræðing eða grasafræðing við hendina þegar í land var farið. Ég vil svo að1 lokum leggja áherzlu á, að þótt margt kæmi undarlega fyrir sjónh' manns norðan af íslandi og sumt jafn- vel hörmulega, eins og ég hefi áður sagt, ber að dæma varlega, því til þess að dæma þarf mikla þekkingu. Og þess ber þá einnig að geta, sem vel ér og ber vott um hið gagnstæða. En áð saman lögðu held ég, að flesth' íslend- ingar, sem þarna kunna að koma eða dvelja lengur eða skemur, geti glaðst yfir þeirri ættjörð, sem þeir eiga, jafnvel miklu meira að ferð lokinni, segir Jón Sæmundsson skip- stjóri að lokum og þakka ég við talið. E. D. Aðalfundur K. S. (Framhald af blaðsíðu 1). kr., sem er um 1 millj. hærra en árið áður.“ „Hagur félagsins út á við hef- ur versnað, sem m. a. stafar af stórauknum afurðabirgðum. Birgir Mjólkursamlagsins hafa aukizt sem nemur um 10 millj. kr. frá árinu áður — auk inn- stæðu hjá Osta- og smjörsöl- unni um áramót 7.3 millj. rösk- lega, sem eru raunverulega mjólkurvörubirgðir en ekki gjaldkræf skuld fyrir áramót. Birgðir ýmissa annarra inn- lendrá vára hafa og aukizt, enda mjög treg sala innanlands og utan.“ Fiskiðja Sauðárkróks h.f. var rekin með 1.3 millj. kr. halla og skuldar kaupfélaginu um 5.3 millj. kr.“ Á árinu 1967 greiddi K. S. í opinber gjöld — þar með talinn söluskattur — 7.4 millj. kr. tæp- ar, þar af til Sauðárkróksbæjar rösklega 1.4 millj. Launagreiðsl ur á vegum félagsins námu á árinu, sem fyrr greinir, tæplega 32 millj. kr. Ur félagsstjóm átti að ganga Bessi bóndi Gíslason í Kýrholti, er setið hefur í stjórn K. S. í 21 ár, en gaf nú ekki kost á sér til endurkjörs. Þakkaði fundar- stjóri Bessa sérstaklega farsæl og óeigingjörn störf í þágu Kaup félags Skagfirðinga, og tóku fundarmenn undir með almennu lófataki. Kosinn var í stjóm til þriggja ára Jón bóndi Eiríksson í Djúpadal. Aðrir í stjóm K. S. eru: Tobías Sigurjónsson, Geld- ingaholti, formaður, Gísli Magn ússon, Eyhildarholti, vai’afor- maður, Jóhann Salberg Guð- mundsson, -Sauðárkróki, ritari og Björn Sigtryggsson, F::am- nesi, meðstjórnandi. Fram- kvæmdastjóri er Sveinn Guð- mundsson. Endurskoðendur eru Ámi Gíslason, Eyhildarholti og Vésteinn Véstemsson, Hofstaða seli. Ályktanir aðalfundarins bíða næsta blaðs. □ Á stuðningsmannafundi Kristjáns Eldjárns á Akureyri 22. júní var þröng á þingi. (Ljósmyndasíofa Páls) Fjöfmennur stuðningsmannafundur Krisfjáns Eldjárns á Ákureyri STUÐNIN GSMENN KristjánS Eldjárns í Norðurlandskjör- dæmi eystra boðuðu til almenns kynningarfundar á Akureyri sl. laugardag, 22. júní. Upphaflega var ætlunin, að þetta yrði úti- fundur á íþróttavellinum, en vegna vetrarveðurs á Akureyri á laugardagsmorguninn var ÞÓ AÐ MARGT sé ólíkt um forsetaframbjóðendurna, Gunn- ar Thoroddsen og Kristján Eld- járn, þá hefur svo verið talið til þessa, að framboð þeirra beggja væru óháð stjórnmálaflokkum. M. o. ö. stjórnmálaflokkarnir voru ekki taldir eiga hlut að framboðum þeirra. Á þetta hafa báðir frambjóðendur, svo og talsmenn þeirra, lagt áherzlu. Enda er það rétt, að stjórnmála- flokkamir réðu hvorugu fram- boðanna. F'rambjóðendurnir hafa báðir notið stuðnings manna úr öllum stjórmnála- flokkum. Er með sanni hægt að segja, að eftir að framboðin voru birt, hafi ríkt þegjandi samkomu lag um hlutleysi blaða og stjórn málaflokka. Þetta þegjandi sam komulag hefur nú verið rofið að nokkru leyti. Útgefendur Morg- unblaðsins (H.f. Árvakur) lýsa yfir því í forystugrein blaðsins sl. sunnudag, að þeir hafi ákveð ið að veita Gunnari Thoroddsen fjdlsta stuðning í kosningunum. í þessu sambandi er þó vert að benda á, að Sjálfstæðisflokkur- inn sem slí'kur hefur ekki tekið flokkslega afstöðu með Gunnari, þannig að ákvörðun útgefenda Morgunblaðsins bindur flokks- menn í sjálfu sér ekki. Þessi ókvörðun Morgunblaðs ins er harmsefni. Yfirleitt verð- ur ekki annað sagt en að kosn- ingabaráttan hafi farið skaplega fram, — þótt með undantekn- ingum sé —, og aðalástæðan til þess að svo hefur verið er vafa- laust sú, að dagblöðin og flokks málgögnin hafa haldið sig utan við deilurnar. Hin sérstöku kosn ingablöð forsetaframbjóðend- anna hafa gengt því hlutverki að vera vettvangur umræðna og deilna í kosningunum. Fer vel á þessu, og æskilegt hefði verið, að ]>essari baráttuaðferð hefði verið haldið til loka. Svo mun hætt við það, og fundurinn hald inn í íþróttaskemmu bæjarins á Gleráreyrum. Fundarsókn varð geysimikil, eða um 2500 manns. Er það langmesta fundarsókn í mannaminnum hér nyrðra, enda margir fundarmenn langt að komnir. M. a. höfðu 50—60 bílar Þingeyinga samflot vestur yfir þó ekki verða að fullu og öllu vegna ákvörðunar útgefenda Mbl. Af einhverjum ástæðum brast þá þolinmæði, og blaðið gengur nú erinda Gunnars Thor oddsens þvert ofan í yfirlýstan vilja flokks þess, er að ‘blaðinu stendur. Ég vænti þess fyrir mitt leyti, að önnur blöð virði drengskap- arsættir flokka og stjórnmála- blaða um hlutleysi í forsetakosn ingunum, og þykir miður farið, að Morgunblaðið skyldi bresta þor til þess að gera hið sama. - SJÁLFSBJÖRG (Framhald af blaðsíðu 8). verksmiðju og eru miklar vonir við hana bundnar. Þar verður meðal annars framleitt raflagna efni. Þingið gerði ýmsar markverð ar samþykktir, sem væntanlega verða birtar síðar. (Úr fréttatilkynningu). - Fermingarbarnamót (Framhald af blaðsíðu 1). nagla'boðhlaupi bæði við pilta og stúlkur og höfðu þeir einnig sigur þar. Um kvöldið var fjöl- breytt kvöldvaka. Þar var með- al annars leikþættir, upplestur, söngur, einleikur á píanó og svo heimsótti dr. Finnur Guðmunds son fuglafræðingur mótið og sagði frá rjúpunni og Hrísey. Mótið sóttu sex prestar og um 240 börn. Veður var gott og ég held að óhætt sé að segja að mótið hafi tekizt vel. í undirbúningsnefnd mótsins voru: Staðarpresturinn sr. Kári Valsson, Ingþór Indriðason far- andprestur Olafsfirði og Stefán Snævarr settur prófastur Völl- um. Völlum í Svarfaðardal, 4. júní 1968. Vaðlaheiði og hefði þó orðið miklu meiri sókn þaðan, éf söng mót norðlenzkra karlakóra hefði ekki verið háð þar þann dag. Frú Halldóra og Kristján Eldjárn voru á fundinum. Fund arstjórinn, Árni Kristjánsson, menntaskólakennari, bauð þau velkomin, og lítil stúlka færði frú Halldóru fagran blómvönd, en fundai-menn risu úr sætum og hýlltu þau hjónin með lófa- taki. Þessir menn fluttu síðan ávörp: Sigurjón Jóhannesson, skólastjóri, Húsavík, Hreggvið- ur Hermannsson, héraðslæknir í Ólafsfirði, Eggert Ólafsson, bóndi, Laxárdal, Þistilfirði, frú Sigríður Angantýsdóttir, hús- freyja, Akureyri, Árni Jónsson, bókavörður, Akureyri, séra Poplar Crescent, Saskatoon, Sask., í Kanada, lézt af hjai'ta- slag í Saskatoonborg 1. júní 1968, þar sem hann hafði átt 'heima sl. 19 ár. Jarðarför hans fór fram frá kapellu útfarar- stofu Saskatoonsborgar þriðju- daginn 4. júní, kl. 3.30. Var hann lágður til hvíldar í Woodlawn kirkjugarði. Dr. Rex R. Dolan jarðsöng. Óskar var fæddur á íslandi 2. nóv. 1898 og flúttist með for- eldrum sínum og systkinum til Winnipeg árið 1910. í fyrri heimsstyrjöldinni gekk hann í herdeildina Winnipeg Grená- diers 78 og var 3 ár í !Frakk- landi, bæði að Vimy Rídgé og Somme. (Báðir þessir stáðir eru frægir úr fyrri heimsstyrjöld- inni fyrir miklar og mannskæð- ar orustur, er háðar voru þar). Var Óskar sæmdur heiðurs- merki (Military Medal) fyrir vasklega framgöngu þar.; • • Óskar var lehgi bóndi í Eston; Sask. og átti þar líka lengi verzl un. Ennfremur var hann með- eigandi í fyrirtæki í borginni, Canada Dry, Ltd! í mörg ár. Hann var félagi í mörguhi félög um, svo sem: Royal Canadian Legion, Saskatoon klúbbnum, Verzlunarráði Saskatoon (Board of trade), Eston Lodge nr. 134 A.F. og A.M. Einnig var Bolli Gústavsson, prestur í Laufási, og Kristján skáld frá Djúpalæk, sem mælti í ljóð- stöfum. Loks flutti Kristján Eld járn ávarp. Lúðrasveit Akureyrar lék í fundarbyrjun og við fundarlok, Að fundinum loknum veittu stuðningskonur kaffi í tveimur samkomuhúsum, og hitti for- setaefni menn að máli á báðum þeim stöðum. Einnig skruppu; þau hjónin í frystihús Ú. A., að eindreginni ósk starfsfólksins í frystihúsinu, ©n það komst ekki á fundinn vegna anna við ný- landaðan togaraíarm. (Fréttatilkynning frá stuðn- ingsmönnum Kristjáns Eld- járns). Fálkaorðunnar. í seinni heimsstyrjöldinni var hann flugformgi í nr. 2 Air, Eston. Eftirlifandi kona hans er Gladys Finnbogason. Systkini. hans þrjú eru búsett á íslandi: Albert Finnbo^nson. hóndi að Hallkelshólum, Grímsnesi, frú Borghildur Jónsdóttir, kona Jakobs Frímannssonar, fram- kvæmdastjÓTa, og frú Rannveig Þór, kona Vilhjálms Þór, banka stjóra. Óskar varð 69 ára gamall. (Tekið úr fréttablöðum frq Saskatoon, Kanada). INGVAR GÍSLASON, alþingismaður: Ákvörðun NorgunbiðlSsins Ós! ;ar rintiBCösso; Saskatchewan landnemi dáinn ÓSKAR FINNBOGASON, 213 w sæmdur riddarakrossi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.