Dagur


Dagur - 03.07.1968, Qupperneq 1

Dagur - 03.07.1968, Qupperneq 1
LI. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 3. júlí 1988 — 30. tölublað FILMU kúsið Hafnarstræti 104 Akureyri Slmi 12771 • P.O. Box 397 SÉRVHRZLUN: LJOSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERiNG UM HELGINA tóku menn eftir því, að tvö hross á ísjaka rak frá landi við ós Eystri-Héraðs- vatna. Slysavarnamenn frá Sauðárkróki réru út að jakan- um og steyptu hrossin sér þá til sunds og héldu til lands. Reynd ust þetta vera trippi frá Hellu- landi í Hegranesi. Menn geta ímyndað sér hve slíkt hefði örvað ímyndunar- aflið, ef til trippanna hefði sézt í rökkri og þeim ekki verið bjargað! □ HVITTÚN HINN 28. júní var aðalfundur Búnaðarsambands Norður-Þing eyinga haldinn á Kópaskeri. Þar voru mættir fulltrúar úr iillum búnaðarfélögum sýslunnar. Þar var einnig staddur Pálmi Ein- arsson landnámsstjóri og flutti liann erindi á fundinum. En aðalmál fundarins voru þær ógurlegu kalskemmdir, sem nú eru í sýslunni og yfirgnæfa önn ur vandamál bændanna um þess ar mundir. Álitið er, að þrír fjórðu hlutar af öllum túnum í sýslunni séu skemmdir af kali. Geta menn af því séð, að hér er á ferðinni stórkostlegt vanda- Frú Ilalldóra Ingólfsdóttir. Doktor Kristján Eldjám. mál. Bjarni Guðleifsson jarðfræð- ingur hefur rannsakað kal túna sérstaklega í Svalbarðshreppi og Axarfjarðarhreppi, á vísinda legan hátt. En hann er búfræði- kandídat frá Ási í Noregi og hef ur þar sérstaklega kynnt sér frostkal. Hann hefur frá því sagt, að í Svalbarðshreppi séu kal túna 78%. Þeir hlutar túna í sýslunni, sem minnst eru skemmdir, eru ársgamlar ný- ræktir. Ymsar ályktanir voru gerðar á þessum aðalfundi, sem e. t. v. verða síðar birtar. En hagur bænda austur þar er mjög erfið ur, eftir þrjú liarðindaár í þeim landshluta. □ f FORSETAKOSNINGUNUM 30. júní sigraði dr. Kristján Eld- járn með miklum yfirburðum. Hann hlaut 67.564 atkvæði en dr. Gunnar Thoroddsen hlaut 35.438 atkvæði. Dr. Kristján hlaut yfir 60% atkvæða í öllum kjördæmum landsins. Dr. Kristján Eldjárn tekur \ið embætti 1. ágúst en dr. Gunnar Thoroddsen hverfur afíur til Hafnar og verður áfram sendi- herra íslands. Þegar kosninga- úrslit voru kunn sendi dr. Gunn ar hinum nýkjörna forseta heillaóskir en dr. Kristján þakk aði þjóðinni hið mikla traust. Urslit kosninganna í hinum einstöku kjördæmum urðu þessi: REYKJAVÍK. Gunnar Thoroddsen 16900 atkv. Kristján Eldjárn 26460 atkv. Nokkur æviafriði hins nýkjörna forseta HINN 30. júní var dr. Kristján Eldjárn kjörinn forseti íslands og tekur >h.ann við embætti um næstu mánaðamót. Hann er fæddur á Tjcirn í Svarfaðardal 6. desember 1916, sonur hjón- anna Þórarins Eldjárns Kristj- ánssonar og Sigrúnar Sigur- hjartardóttur. En Þórarinn og Sigrún bjuggu á Tjörn frá 1913 —1959 og þar býr nú Hjörtur sonur þeirra. Ættir hins ný- kjörna forseta verða hér ekki raktar, en forfeður hans voru margir kunnir menn í klerka og bændastétt og faðir hans, sem enn lifir er óumdeildur gáfu- og drengskaparmaður, sWp?: >*:; sem notið hefur mikils trúnaðar í héraði og heimili hans og Sig- rúnar heitinnar konu hans var mikið menningarheimili. Kristján Eldjárn óx upp með foreldrum sínum í Svarfaðardal og í hópi systkina sinna: Þor- bjargar, húsfreyju í Reykjavík, Hjartar, 'búfræðikandídats og bónda á Tjörn og Petrínar, hús- freyju á Akureyri. Fjórtán ára gamall tók hann próf upp í ann- an bekk Menntaskólans á Akur eyri og útskrifaðist þaðan stúd- ent 1936 með lofsamlegum vitn- isburði því hann var mikill og fjölhæfur námsmaður. Sama ár sigldi hann utan til náms í (Framhald á blaðsíðu 7) REYKJANESKJORDÆMI. Gunnar Thoroddsen 5908 atkv. Kristján Eldjám 10876 atkv. VESTURLANDSKJÖRDÆMI. Gunnar Thoroddsen 2168 atkv. Kristján Eldjárn 4455 atkv. VESTF J ARÐ AK J ÖRDÆMI. Gunnar Thoroddsen 1796 atkv. Kristján Eldjárn 3284 atkv. NORÐURLANDSKJÖRDÆMI VESTRA. Gunnar Thoroddsen 1709 atkv. Kristján Eldjárn 3486 atkv. NORÐURLANDSKJÖRDÆMI EYSTRA. Gunnar Thoroddsen 2697 atkv. Kristján Eldjárn 8528 atkv. AUSTURLANDSKJÖRDÆMI. Gunnar Thoroddsen 1099 atvk. Kristján Eldjám 4655 atkv. SUÐURLANDSKJÖRÐÆMI. Gunnar Thoroddsen 3161 atkv. Kristján Eldjárn 5820 atkv. Á kjörskrá í þessu*n forseta- kosningum voru 113.719. At- kvæði greiddu 103.907. □ Kór háskólanema í heimsókn hér Hefur sungið í Bandaríkjunum og Ríisslandi KÓR háskólanema (The Elíza- bethan Madrigal Singers) frá Wales í Englandi er á ferðalagi urn ísland. Kórinn hefir á und- anförnum árum heimsótt mörg lönd m. a. Þýzkaland, Banda- ríkin, Kanada, Rússiand og ítalíu og sungið víða í þessum löndum við mjög góðar undir- tektir. Félagar í kómum eru um tuttugu og stjórnandi er Jchn Hearne nemi í tónlistarháskóla. Hér norðanlands mun kórinn syngja á tveim stöðum. Miðviku daginn 10. júlí syngur hann í Ólafsfjarðarkirkju kl. 9 e. h. og fimmtudaginn 11. júií í Akur- eyrarkirkju á sama tíma. □

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.