Dagur - 03.07.1968, Page 5

Dagur - 03.07.1968, Page 5
4 S Skriístofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síraar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. FORSETÍ DR. KRISTJÁN ELDJÁRN þjóð- minjavörður frá Tjöm í Svarfaðar- dal hefur nú verið kjörinn forseti fs- lands til næstu fjögurra ára og tekur við embætti 1. ágúst n. k. Dómendur Hæstaréttar munu afhenda honum kjörbréf við hátíðlega athöfn í Al- þingishúsinu. Mun hann þá vinna embættiseið sinn, sem þjóðhöfðingi. Þátttakan í kosningunum var mik- il og atkvæðamunur varð meiri en flestir höfðu búizt við. Það kom raun ar strax í ljós er kunnugt varð um framboð Kristjáns Eldjáms, að hann mundi hafa meðbyr í kosningunum, því segja mátti, að framboði hans væri tekið með fögnuði. Höfðu marg ir hvatt hann til framboðs, þótt menn gerðu sér jafnframt ljóst, að hinn frambjóðandinn, dr. Gunnar Thoroddsen sendihena í Kaup- mannahöfn, mundi eiga áhugasama og kappsfulla formælendur, enda var þar einnig um að ræða þjóðkunnan hæfileikamann, sem þar að auki var þaulreyndur forystumaður í stjóm- málum og kosningabaráttu, sem vit- að var að átti fylgi mjög margra og áhrifaríkra flokksmanna sinna og naut svo stuðnings ýmsra mætra manna úr öðrum stjómmálaflokk- um. Meðal þeirra, sem gengu fram fyr- ir skjöldu til að afla lionum fylgis voru fjórir ráðherrar núverandi ríkis stjómar, þeirra á meðal forsætisráð- herrann, sem jafnframt er formaður Sjálfstæðisflokksins. Og stærsta og út- breiddasta stjórnmáladagblað lands- ins, Moigunblaðið, lýsti einnig stuðn ingi við dr. Gunnar Thoroddsen, sem raunar kom flestum á óvart, þar sem þingflokkarnir höfðu ekki tekið afstöðu til kosninganna. En þessi stuðningur íáðherranna, Morgun- blaðsins og fleiri íhaldsblaða hefur sýnilega ekki orðið Gunnari til fram dráttar og sennilega verkað öfugt við það, sem til var ætlast. Þó að 24 ár séu liðin frá lýðveldis- stofnun, hefur þjóðkjör forseta að- eins einu sinni áður farið fram, árið 1952.1 fyrsta sinn var forseti kjörinn af Alþingi en fimm sinnum liefur forseti verið sjálfkjörinn. Þegar byrj- að var að afla meðmælenda með Gunnari Thoroddsen munu margir hafa álitið, að um gagnframboð yrði ekki að ræða. Hitt kom síðar í ljós, að almenningur undi því illa, að hefð kæmist á, að forseti væri sjálf- kjörinn. Þjóðin vildi ekki láta fleiri eða færri forystumenn í stjórnmálum segja fyrir verkum um val forseta. Þannig skapaðist sé hreyfing, sem stóð að framboði Kristjáns Eldjárns. (Framhald á blaðsíðu 6). ÁTTRÆÐ Kristín Krislinsdóllir fyrrverandi húsfreyja í Rarnafelli AFMÆLISKVEÐJA ÞAÐ var gaman að koma í Barnafell á vorin. Ég held, að mér hafi ekki þótt eins gaman að koma á nokkurn bæ. — Enn í dag finn ég til fagnaðar að koma þar, þó að nú sé bærinn í eyði. — Gatan vestan yfir fellið liggur enn í sínum dularfullu krókum, mynduð af hestafótum og kindaklaufum á liðnum öld- um, sætramman þef af fjall- drapa og lyngi leggur fyrir vit þess, sem um hana fer, og lóur og spóar fylgja honum alla leið og skemmta honum með söng. Fljótið dunar enn á flúðum sín- um, og hátt uppi í hlíðinni mæta manni ennþá vegvísarnir tveir, rómur fossins og úðastrókur hans, þar sem götuslóðarnir leysast í sundur í Grænunum. Fyrr en varir breiðist Barna- fellstúnið út fyrir fótum manns, með ávölum halla niður á bæjar hólinn, síðan snarhallandi niður að fljótsgljúfrinu, þar sem eyrar rósin vex og laxinn byltir sér í strengjum og iðuköstum. — En þar sem bærinn stóð, er nú að- eins gróin þúst. Þó er vatnið í bæjarlæknum enn með sínu gamla bragði, svalt og tært og hressandi. í Barnafelli er vorgott, en það liggur afskekkt. Varla var um að gera flutninga þangað nema á klökkum. Og það mátti heita engjalaus jörð. Heyskap varð að sækja til annarra jarða um lang an og torsóttan veg til að afla fóðurs handa búfénu, oft á lé- legum engjum, annað var ekki að fá. Það var slítandi þrældóm ur. Þar lét húsfreyjan ekki sinn hlut eftir liggja. Hún kom á engjarnar í Grænunum heiman með miðdegismatinn handa karl mönnunum, oftast með tvö yngstu börnin með sér, stundum ríðandi, klukkustundar ferð, en allt eins oft gangandi, og bar þá í báðum höndum. Síðan stóð hún á teignum og rakaði fram á kvöld. Hún var orðlögð ham- hleypa til heyskaparverka. — Þegar svo að lagt var af stað heim að kvöldi undir rökkur, Morgunhugleiðingar á Akureyri 22. júní sl. Um sólstöður sólskinslausar á sumarsins bjarta tíma nú fellur mjöllin að foldu, sem fáséð og náhvít gríma á andlit brosandi blóma; svo beygir hún grænu stráin. En trjálaufin hljóð og hnípin þau hanga, sem væru dáin. En ísinn við íslands strendur — sá íslands bölvaldur kaldi — nú glottir og hrósar happi því hafið lýtur hans valdi, og frænka hans mjöllin fagra nú felur gróðursins veldi. Ó skyldi ei sólin skína í skýjarofum að kveldi? Þá bráðnar mjöllin hin bjarta svo blómanna vökvast rætur, þau gleðjast og gá til veðurs, sem gengin úr myrkri nætur. — En ísinn við íslands sterndur þá angrast smækkar og grætur. Helga frá Dagverðará. var eftir að finna kýrnar og mjólka þær, reiða fram kvöld- verð, hátta börnin og þvo og dytta að plöggum heimilisfólks- ins undir næsta dag, forugum eftir vaðalinn á blautum engj- um. Engir nema þeir, sem þekkja af eigin reynd lífsbar- áttu liðinna tíma, geta gert sér í hugarlund, hvílíkt þrekvirki það var að koma stórum barna- hóp myndarlega til manns við slíkar aðstæður á þeim erfiðu tímum, sem þá gengu yfir. — En þrátt fyrir langan vinnudag og margháttaða örðugleika var Kristín alltaf glaðbeitt og hress, og víl fannst aldrei í hennar munni. Þau hjónin Kristín og maður hennar, Benedikt Sigurðsson, kunnu vel að taka á móti gest- um. Þó að húsakynni væru ekki rismikil í lágum torfbæ, og vafa laust væri stundum þröngt í búi hjá þeim með börnin sín sjö, var alltaf gleðilegur viðburður að koma þar og hverjum, sem að garði bar, einlæglega fagnað. Ég þáði marga góða hressingu við borð þeirra í baðstofunni, blaut- ur og þreyttur í fjárleitum éða móður og sveittur af ærslaleikj- um með sonum þeirra, sem voru leikbræður mínir og ég hef átt marga glaða stund með, bæði fyrr og síðar. — Benedikt í Barnafelli var einnig æskuvinur minn, þótt hann væri h. u. b. 30 árum eldri en ég. Hlýja hans, einlægni og greiðasemi var ein- stök. Ævinlega var hann boð- inn og búinn til að hjálpa grönn um sínum, ef þeir þurftu að- stoðar. Síðasta kveðja hans til mín voru svellþæfðir vettlingar úr tvinnuðu þelbandi, sem hann hafði prjónað handa mér. Það var löngu eftir það að ég var kominn að heiman. — Svona var hann. — Hann lézt árið 1950, þrotinn að heilsu. Manni hlotnast margt dýrmætt á ævinni, en fátt, sem er meira vert en að njóta tryggðar og vin áttu góðra og óspilltra manna. Einlægni þeirra og alúðarhugur er sömu ættar og ylurinn í sólar geislanum. — Slík kynni við mig og mitt fólk þakka ég Kristínu í Seli og öllu hennar skylduliði. — Hún dvelst nú í góðri elli hjá Braga syni sínum og konu hans, Maríu Valdimars dóttur. Arnór sonur hennar býr þar á næsta bæ. Elztu synirnir tveir, Sigurður og Ingimar, eru búsettir í Reykjavík, og sama er að segja um dæturnar báðar, Sigríði og Guðbjörgu, en öll sýna þau móður sinni mikla ræktarsemi og umhyggju. Einn sonur þeirra Kristínar og Bene- dikts, Þórhallur dó á tvítugs- aldri, efnismaður og góður drengur. — Fundum okkar Kristínar bar saman fyrir skömmu. Mig rak í rogastanz, þegar hún sagðist vera áttræð 25. júní. Það er svo ótrúlegt, hvað hún er ungleg og sælleg og andlega heil og hress, sléttleit og glettin í augunum, — rétt eins og í gamla daga, þegar hún þandi sig með hríf- unni í Grænunum heima og yngsta barnið svaf á milli þúfna. — Henni virðist svei mér ekki hafa orðið meint af veraldar- volkinu. — Ég sendi henni innilega afmæliskveðju og ósk um hamingjuríka ellidaga. Árni Kristjánsson. ís norðan við togarabryggjuna á Akureyri. (Ljósm.: F. V.) Eftirmæli vetrar og vors 1968 Þannig var veturinn 1967— 68, illur og góður til skiptis, eins og flestir aðrir vetrar sem yfir ísland hafa gengið, en þó var það kannske aðaleinkenni hans, hve hann var illur í öllum sín- um gerðum, og ofstopafullur, hvort sem það var í hláku eða hríðarbyl. Þangað til hafísinn kom. Þar kom sá sem sterkari var honum, og meira mátti sín. Sannaðist þar enn, að frænd- ur eru frændum verstir var veturinn eftir það eins og í felum. Jafnskjótt og hafísinn fjarlægðist hið minnsta, gægð- ist hann fram úr fylgsni sínu, og reyndi að gera vart við sig með norðanstrekking og éljum, en gáði þess þá ekki að þarmeð rak hann ísinn aftur að landinu, og varð þá óhjákvæmilega að kúldr ast niður aftur, og guð einn veit hve oft þessi saga á eftir að end urtaka sig í sumar, því það er eins og þeir bindi hvor annan veturinn og ísinn, svo hvorugur getur vikið burt frá landinu, enda þótt aðeins geti þar annar rikt í senn. Lítum við nú á málin af svo- lítið meiri alvöru, er það auð- séð, að það er hafísinn, hinn forni og nýi fjandi landsins, sem mestu veldur um það hvernig síðastliðinn vetur hefur reynzt. Það er gamalkunnugt, að þegar hafis er mikill nálægt landinu, og jafnvel þótt hann sé ekki á siglingaleiðum, og verði annars lítið vart, veldur hann umhleypingasamri veðráttu hér. Veðurfræðilega skýrist þetta af því, að meginskil hins hlýja (atlantíska) lofts og kalda lofts- ins (heimskautaloftsins) á norð anverðu Atlantshafi fylgja oft ís röndinni eftir, eða eru skammt frá henni, en einmitt í þessum skilum eru myndunarstaðir lægðanna, og eftir skilunum stefna lægðirnar síðan. Þannig veldur hafísinn óvenju miklum lægðagangi yfir eða í grennd við landið. Lægðirnar færa þá ýmist atlantískt, tiltölulega hlýtt og rakt loft yfir landið, eða þær ausa hingað heimskautalofti, sem er í eðli sínu kalt og þurrt. en aðstreymi þess getur þó vald ið mikilli úrkomu, þar sem hið raka og hlýja loft er fyrir, og sannast það bezt í norðanáhlaup um, eins og algeng voru í vetur. Snjóar þá gjarnan fyrsta dag áhlaupsins, og jafnvel fram á annan daginn en síðan birtir upp, enda er þá heimskauta- loftið oi'ðið einrátt. Leggist hafísinn hins vegar upp að landinu, færast megin- skilin oftast suður á bóginn með honum, og lenda þá gjarnan sunnan við landið, svo það verð ur allt í haumskautaloftinu. Fara þá lægðir oftast í austur, sunnan við landið, og valda hér ekki teljandi veðurbreytingum, nema þá helzt á syðsta hluta landsins. Þá má segja, að á Norður- og Austurlandi ríki góðk.ynjað heimskautaloftslag, en það ein- kennist af tiltölulega háum loft- þrýstingi (Grænlenzka hæðin eiga sér stað. Eins og áður getur eiga lægðir mjög erfitt uppdrátt ar í þessu loftslagi og því er naumast heldur að vænta sterkr ar sunnanáttar er megni að reka ísinn burt. Hvenær losnum við við ísinn? Þetta er nú algeng spurning. Auðvitað getur enginn svarað henni með vissu, en reynslan sýnir að hafís getur legið við landio fram í ágústlok eða sept- enda .............................. emberbyrjun, og samkvæmt haf ístöflum Þorváldár Thproddsen lá hafís við landið í ágústmán- HELGI HALLGRÍMSSON. SÍÐARI GREIN. breiðist þá oft suður yfir. ís- land), og þarafleiðandi góðviðri, björtu og þurru með áttleysu. Gerist þetta að vetri til er lík- lega kalt í veðri, a. m. k. á nótt- um og frosthörkur geta verið miklar. Þannig var t. d. vetur- inn 1918. Að vorinu má sólin sín hins vegar svo mikils, að ekki verða verulegir kuldar, og auk þess myndast þá oft grunnt lægðardrag í heimskautaloftinu á Grænlandshafi, sem gerir hæga sunnanátt á íslandi, og það gerðist t. d. seinni hluta maí í vor. Þetta eru því oft hin beztu vorveður og snemmsumarsveð- ur sem hægt er að fá á íslandi. Þannig veldur hafísinn bæði illu og góðu veðurfari. Með nokkrum sanni má segja, að þegar þetta gerist, breytist loftslagið úr eyja- eða úthafs- loftslagi í meginlandsloftslag, en það gæti samsvarað því að íslan.d flyttist frá núverandi stað vestur til Kanada eða aust- ur til Síberíu. Þykir mér ólík- legt, að nokkurt annað land á jörðunni, geti sem heild, orðið fyrir jafn róttækum loftslags- breytingum á einu ári, og hér uði um 10 sinnum á síðastliðinni öld. Yfirleitt mun gilda sú regla, að ís, sem kemur seint á ápnu fer einnig seint, Og líklega verð- ur að telja, að ísinn í vetur hafi kornið fremur seint upp að land inu (um 1. apríl). Önnur spurning, sem oft heyr ist nú: er að renna upp nýtt kuldatímabil, og getum-við átt von á hafís á hverjum vetri hér eftir? Hér virðast jafnvel veðurfræð ingar ekki hafa svör á reiðum hcndum, og því mun koma fyrir lítið að reyna að svara þessum spumingum. Þó langar mig að vékja hér athygli á einu. Af áðurnefndri hafístöf’u Þorvaldar, má greini- léga sjá, að mestu hafísárin er svo til aldrei ein sér (stök), held ur eru oftast 2—3 mikil hafísár samliggjandi, og oftast nokkur ár með íshrafli sitt hvorum meg in við, svo í hverjum ísárhóp eru frá 3 til 5 ár (og stundum jafnvel allt að 7 ár). Á milli þessara hópa eru svo jafnan nokkur íslítil eða íslaus ár, og virðast þau vera í hópum af svipuðum fjölda, oft 3—5 ár í hóp. Lengsta tímabilið, sem heita má að væri íslaust á öld- inni sem leið var á árunum frá 1840—1855 og nú á þessari öld hefur hins vegar verið íslaust að mestu frá 1920—1965 og er það mjög óvenjulega langur tími. Svo virðist sem á árunum 1730—1740 hafi einnig verið lítið um hafís við ísland, og á árun- um 1640—60 er lítið getið um ísa. Lengra nær þekking okkar naumast, og er þó sennilega hæpið að byggja mikið á þess- um gömlu heimildum. Samkvæmt þessu virðast vera tvenns konar sveiflur í tíðni haf íssins. Annars vegar stuttar sveiflur, ef til vill um áratugur eða svo,* og hins vegar langar sveiflur, sem virðast falla sam- an við aldarskiptin. Þar sem báðar þessar sveiflur leggjast saman verður hafísinn mestur, þ. e. sitt hvorum megin við alda mótin, en minnstur um miðbik aldanna. Hugsanlegt er þó að um fleiri sveiflur sé að ræða t. d. 30-ára sveiflur, og gerir það málið auðvitað flóknara. Senni- lega eru allar þessar sveiflur meira eða minna óreglulegar. Nú væri gaman að athuga, hvað ísárin eru að þessu sinni orðin mörg. Veturinn 1956—66 var hafís fyrir öllu Norður- og Austurlandi og hindraði sigl- ingar um nokkurra mánaða skeið. Hafði það ekki skeð und- anfarna áratugi, og verður því árið 1966 að teljast fyrsta ísárið að þessu sinni. Veturinn 1966— 67 er einnig mikill ís fyrir Norð urlándi, enda þótt svo æxlaðist til að hann rak aldrei inn á firð- ina og ekki heldur að ráði suður með Austurströndinni. Ég held því að árið 1967 verði að teljast annað ísárið í röð, og árið 1968 þá það þriðja í röðinni. Sam- kvæmt ofansögðu, eru því nokk ur líkindi til, að næsta ár verði lítið ísár, og alla vega má vænta þess, að árin 1970—75 verði lítil ísár eða jfnvel íslaus. Læt ég svo lesendum eftir að halda áfram ísspánni. Að lokum má geta þess til gamans, að árin 1566, 1766 og 1866 voru með mestu hafísárum sem komið hafa á íslandi, sam- kvæmt skýrslum Þorvalds, og minnumst við svo ársins 1966, getum við naumast sagt að ekki sé regla í hafísnum. En þrátt fyrir allar reglur og útreikninga, vitum við þó með vissu það eitt, áð hafísinn er óútreiknanlegur og getur heim- sótt okkur hvenær sem er og á öllum árstíðum, nema að haust- inu. í hinu langa góðviðristíma- bili vorum við farnir að trúa því, að við værum lausir við hann, og farnir að miða líf okk- ar við það. Nú er hann aftur orðinn staðreynd, sem ekki .verður gengið framhjá en taka vei’ður mikið tillit til, í hinni daglegu hegðun og búskap þjóð arinnar. Við höfum naumast ástæðu til að æðrast, svo óend- anlega miklu betur sem við stöndum að vígi, en forfeður okkar. Viðureignin við hafísinn og duttlunga hans, ætti að vera okkur skemmtileikur. □ Þegar ísinn lirannaðist upp á klappir og kletta á Skagaströnd í síðasta mánuði. Skólaslil Gagnfræðaskólans á Akureyri GAGNFRÆÐASKÓLANUM á Akureyri var slitið 1. júní og fór athöfnin fram í hinum nýja hátíða- og samkomusal skól- ans, sem tekinn var í notkun í vetur. í skólanum voru í vetur 720 nemendur, sem skiptust í 19 bóknámsdeildir og 7 verk- námsdeildir. Kennarar voru 42, 29 fastakennarar og 13 stunda- kennarar. 98 gagnfræðingar brautskráð- ust að þessu sinni, 72 úr bók- námsdeild og 26 úr verknáms- deild. Hæstu einkunnir á gagn- fræðaprófi hlutu Jóhanna Jóns- dóttir, I. 8,06, Jóhannes Axels- son, I. 8,06 og Ingibjörg Ant- onsdóttir, I. 8,00. Til landsprófs miðskóla inn- rituðust 79 nemendur, þar af 1 utanskóla. Landspróf stóðust 58, en 44 náðu i'éttindaeinkunn til inngöngu í menntaskóla. Hæstu meðaleinkunn í landsprófs- greinum hlaut Gunnar Þórðar- son, I. ág. 9,33. Hæstu aðal- einkunn í skólanum á þessu vari hlaut Hólmfríður Vignis- dóttir, 3. bekk, I. ág. 9,28. Þau hlutu bæði bókaverðlaun fyrir yfirburði í námi. Aðrir verðlaunahafar voru þessir: Guðrún Jóhannesdóttir hlaut farand'bikar fyrir hæstu einkunn í islenzku á gagn- fræðaprófi. Lionsklúbburinn huginn verðlaunaði pilt og stúlku fyrir beztan árangur í stærðfræði, bókfærslu, vélritun og ritleikni á gagnfræðaprófi. Voru það þau Ragna Pálsdóttir og Jóhannes Axelsson. Jólianna Jónsdóttir fékk bókaverðlaun frá danska kennslumálaráðu- neytinu fyrir kunnáttu í dönsku og Ragna Pálsdóttir, Helga Sig- urðardóttir, Guðrún Jóhannes- dóttir og Sesselja Steinarsdótt- ir verðlaun frá þýzka sendiráð- inu í Reykjavík fyrir kunnáttu í þýzku. Þá voru þeir Jóhannes Axelsson, umsjónarmaður skóla, Sigbjörn Gunnarsson, formaður skólafélagsins, Magnús Sigfús- son og Pálmi Jakobsson verð- launaðir fyrir forystu í félags- málum. Félagslíf var mjög gott í vet- ur, en leiðbeinendur nemenda í þeim efnum voru kennararnir Einar Helgason og Ingólfur Ár- mannsson. — Mörg íþróttamót voru háð og námskeið haldin, t. d. í myndlist, skák og bridge, og naut skólinn þar stuðnings æskulýðsráðs og æskulýðsfull- trúa Akureyrar. Nokkrar mál- fundir voru haldnir, og 2 tölu- blöð komu út af skólablaðinu Frosta. 10 skemmtisamkomur voru á vetrinum, allar mjög vel sóttar og fóru prýðilega fram. Veglegastar voru áramótadans- leikur, árshátíð og grímudans- leikur. Nokkrir afmælisárgangar voru viðstaddir skólaslitin og færðu skólanum veglegar gjafir. Skúli Flosason, málarameistari, af- henti skólanum háa fjárupphæð í bókasafnssjóð fyrir hönd 20 ára gagnfræðinga, frú Erla Hrönn Ásmundsdóttir myndar- lega peningagjöf til hljómplötu- kaupa frá 10 ára gagnfræðing- um og Sigurður Sigurðsson, verzlunarmaður, talaði fyrir hönd 5 ára gagnfræðinga, sem gáfu skólanum forkunnarfagran og vandaðan ræðustól. Allir minntust ræðumenn dvalar sinn ar í skólanum hlýjum orðum. í lok skólaslitaatlrafnarinnar ávarpaði skólastjórinn, Sverrir Pálsson, brautskráða nemendur og árnaði þeim heilla og bless- unar. (Fréttatilkynning). Eyjólfur að hressast BLAÐINU hefur borizt til eyrna, að loks hafi yfirdýralækn, ir tekið rögg á sig og lagt þau tilmæli fyrir landbúnaðarráð- herra, að felldir yrðu gripir á Moldhaugum í Glæsibæjar- hreppi, þar sem hringormaveiki í nautgripum kom síðast upp, Ekki fékkst þetta þó staðfest í gær og ekki hafði ráðherra und irskrifað tilskipun þess efnis hvað sem verður. Eri það væru. vissulega gleðitíðindi, ef loksins yrði á raunhæfan hátt snúist við yfirvofandi hættu á landlægum búfjársjúkdómi, þótt aðgerðir yfirvalda hafi verið kák eitt tii. þessa og til mikillár vansæmdar, HVERJIR DREKKA! ÞEGAR vitað er að íslendingar á íslandi þamba áfenga drykki fyrir hálfan milljarð íslenzkra króna, er ekki ófróðlegt að gera sér þess grein, hversu mikill hluti þjóðarinnar gerist jafn þorstlátur og raun ber vitni og skýrslur sýna. — Gera má ráð fyrir að börn til 15 ára aldurs séu um % hluti allra lands- manna og að þau megi senni- lega draga frá heildinni. Annan fimmta hluta væri hægt að hugsa sér allra aðra bindindis- menn. Sá ályktun þessi nálægt lagi, skiptist þjóðin í 16 þúsund fimm manna fjölskyldur, sem einskis víns neyta, en 24 þús- und 5 manna fjölskyldur, sem reynast landi sínu svo örlátir þegnar. ÞEGAR gengið er um garða til söfnunar góðum og nýtum mál- efnum til stuðnings, er oft kveð ið við þá lund, að margt smátt geri eitt stórt. Safnandinn lætur þess þá getið að 10—25 krónur, séu þakksamlega þegnar. Þar á móti kemur gleðin yfir að geta látið eitthvað af hendi rakna góðu málefni til framgangs. góðu málefni til framgangs. — Hinn örláti íslenzki þegn kenn- ir annað hvort í brjósti um rík- ið eða sjálfan sig, nema að hvort tveggja sé, því að hver fimm manna fjölskylda réttir ríkis- sjóði sínum árlega kr. 20.833,00. Hvort bruðl svo fátækrar þjóð- ar stafai' af ræktarsemi við sitt eigið land, eða af þorsta vegna kuldans. Það þurfi svo oft að taka úr sér hrollinn, eða hita- útstreymis á velsældarárum, skal ekkert um sagt. Þeir vita það eflaust bezt sjálfir, þessir þjóðræknu menn. ANNARS hefði verið freistandi að geta fækkað þeim þorstlátu um tug þúsundir, eftir að hafa hlýtt á 1. maí-þátt útvarps- manns, samtals við gamla verka lýðsmenn á fyrstu árum sam- takanna. Sérstaklega minntist einn viðmælenda kjörorða jafn- réttishugsjónarinnai': Frelsi, jafnrétti, bræðralag og bindindi. Síðasta orðið, bindindi, var að vísu framandi, en vegna endur- tekningar orðsins, hikaði hug- urinn, en stóð þó af sér freist- ingu þessa. Rann líka upp fyr- ir honum að hafa numið eitt sinn, að verkamönnum væri vorkunn, þótt þeir hresstu upp á sig í vikulokin eftir aðra eins þrælavinnu, sem félli í hlut þeirra að inna af höndum fyrir þjóðfélagið. Niðurstaða þessar- ar hugleiðingar virtist rétt vera að stéttarfélögin mundu alsak- laus af bindindisákvæðinu. — Ófróðlegt væri því ekki ef hægt væri að kynnast, hvaða stéttir það væru, sem bera hag ríkis- sjóðs svo mjög fyrir brjósti. En um slíkt mun tómt mál að tala. Sennilega slegið sömu huldu á það, sem um flest nöfn afbrota- manna þjóðfélagsins. EN Á þessu er til önnur hlið, sem taka þarf með í dæmið, svo að rétt fáist útkoman. Hún er að sönnu ekki ómerkari fyrir þjóðlífið. Þessa hlið málsins mætti færa undir þann lið, sem kallast gæti útgjaldaliðurinn. Því að nú kemur margt til greina, sem allt bitnar á bæði ríkissjóði og eins þeim, sem sækja í þessar svalalindir. ÞEGAR sagt er frá fjármagni því, sem áfengisneytendur láta renna úr greipum sér beint í ríkiskassann, heyrist þess sjald- an eða aldrei getið, hver til- kostnaðurinn sé. Þessi hálfi milljarður er því í sannléika blekking ein. Eða kostar áfeng- ið og flutningur þess til lands- ins ekki neitt. Eða hvað um alla þjónustu og dreifingu út á meðla landslýðsins? — Þarna hljóta að koma tölur til frá- dráttar. — En eins og manns- líf 'verður ekki í tölum talið, þannig verður ekki heldur skjal lega hægt að tölusetja það tj ór. eða ófremdarástand, sem af á- fengisbölinu leiðir, en neyzla áfengis er undanlátssemi við eigin hvatir. AÐ framan hefir verið vikið að þeim tölulega frádrætti, sem áfengið þarf til sín: verðlag' þess, dreifing og þjónusta. Hitt. sem engri tölvísi verður við komið, en öllum, sem sjá vilja og heyra, er fullkunnugt um, verður a ð minnast á. EITT sinn var áfengisneyzlu- bann hjá þjóðinni. Þeir, sem þá lifðu, hafa oftlega vitnað um ró og kyrrð, sem ríkti víðs vegar á landi hér, fangahúsin tóm og spellvirki og óknyttir hverf- andi. Nú er öldin önnur. Áfeng- ismenningin, ásamt ýmissi ann- arri menningu, hefir hertekið % hluta þjóðarinnar. — Þess vegna verður hún öll að gjalda þess, að stórauka þarf löggæzlu, fangageymslum að fjölga og fjármagn að auka til þeirra starfa, bílastuldir og bíla- árekstrar færasta í aukaria með hverju árinu og slys verða tíð- ari, bæði af völdum ákeyrslu og annarra atvika, þegar Bakkus stýrir stjórnandanum, jafnvel morð eru framin. Þá er talað um upplausn heimila, van- rækslu á uppeldi barna, van- mat á siðgæði, auk margs ann- ars, sem talið er ljóður á i'ram- komu og háttvisi siðaðs borgara í menningarþjóðfélagi. Sjálfsagl; mætti leiða rök að þessu, því að alþjóð er þetta kunnugt af: bergmáli blaða og útvarps. —■ Þetta eru aðeins samandregna.i; (Framhald á blaðsíðu 2). ,

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.