Dagur - 14.08.1968, Blaðsíða 4

Dagur - 14.08.1968, Blaðsíða 4
4 I n Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Eiiimenningskjördæmi ÓÁNÆJA með hið pólitíska líf, sem lifað er í landinu, færist í aukana með hverjum mánuði, sem liður. Ungir menn láta mikið til sín heyra um að almennngur sé þreyttur á flokkaskiptingunni og vinnubrögð- um stjórnmálaflokkanna, enda séu þeir orðnir gamlir. Talað er um, að virðing fyrir Alþingi og stjómmála- mönnum sé þverrandi. Hrópað er á samstöðu um lausn vandamála, sem illa gengur að ráða við og steðja að úr öllum áttum. Og allt hefur þetta við rök að styðjast. „Hvað má nú til varnar verða vorum sóma?“ Eitt er víst, að predikanir nægja ekki. Það er gleðilegt, að margir hinna yngri gera sér grein fyrir því að orðin ein nægja ekki þótt þau séu til alls fyrst, og þeir hafa komið auga á það og lát- ið í Ijós, að kjördæmaskipunin í land inu og kosningafyrirkomulagið til Alþingis em skakkar undirstöður hins pólitíska lífs, sem lifa þarf í okk ar landi. Þess vegna riðar „vor mann félagshöll“ þegar eitthvað reynir á. Þeir tala skynsamlega um, að nú verði menn að taka rögg á sig og breyta kjördæmaskipuninni, skipta landinu öllu í einmenningskjördæmi og fella niður uppbótarþingmennsk- una (,,kosningabingóið“). Eðlileg af- leiðing þessara breytinga segja þeir réttilega, að verði tveggja flokka kerfi. Með einmenningskjördæmum, meirihlutakosningu og afnámi upp- bóta yrði úrval til þingsetu strangara en nú. Kjósendur fengju betri að- stöðu til beinna afskipta af fram- boðum en nú er, einnig aðstöðu til beinna sambands við þingmann síns kjördæmis. Og þingmenn hefðu „sinn reit að annast“, aukna ábyrgð og gætu ekki mókt á annarra kostn- að. Þingmenn yrðu flokknum áháð- ari og flokksræðið minnkaði. Nú virðast vera til menn á Alþingi, sem aðeins finna til ábyrgðar gagnvart flokki sínum — meðvitandi um, að þeir eiga e. t. v. flokki sínum meira að þakka þingmennskuna en kjós- endum —. Flokkastarfsemi er óhjá- kvæmileg en hún þarf að hafa að- hald. Og fámenn þjóð, sem mörgu þarf að sinna til umbóta og margs að gæta í samskiptum við aðrar þjóð- ir, hefur ekki efni á því að sundra sér í marga stríðandi flokka. Hún þarf að skapa tveggja flokka kerfi grundvöll. Þá hljóta þeir að vinna saman, sem skyldastir eru í skoðun- um. Þá þarf ekki á samsteypustjóm- um að halda og hrossakaupum milli flokka. Þá þarf ekki að stríða við stjómarkreppu eða samsteypustjóm- arþoku. Stjómmálalífið yrði heil- brigðara og sterkara. □ Þórarinn Kr. Eldjárn á Tjörn Fæddur 26. maí 1886 - Dáinn 4. ágúst 1968 ÞÓRARINN ELDJÁRN á Tjörn látinn. Fregnin kom óvænt, því þó hann væri orðinn 82 ára gamall og gengi með sjúkdóm, sem getur leitt til endalokanna, þá var hann þó á fótum og hress eftir aldri til hinztu stundar. Hafði og aðeins 4 dögum áður lifað þá stund er kær sonur hans tók við tignasta embætti þjóðarinnar, eftir einn glæsileg- asta sigur sem um getur hér- lendis. Ég veit að margir munu minn ast Þórarins á Tjörn m. a. rekja æviferil hans. Ég sleppi því öllu slíku. Ég vil aðeins senda hon- um vinarkveðju yfir í eilífðina, nú þegar hann verður lagður til hinztu hvíldar. Það er nú orðið langt síðan leiðir okkar lágu fyrst saman. Það var haustið 1904. Þá kom ég í sem nýsveinn í 1. bekk Gagnfræðaskólans á Akureyri (nú Menntaskóli), en Þórarinn var þar fyrir í 2. bekk. Þó við værum ekki bekkjar- bræður hófust þó kynni okkar þann vetur og hafa haldizt síðan og ég man hann vel frá þeim tíma. Hann var kátur og hlátur- mildur og ljúfur í umgengni, en aldrei tók hann þátt í neinum strákapörum né illkvitni, sem strákar á þeim aldri þó gera oft og geta þó síðar orðið beztu menn. Að skapferli og fram- komu virtist mér Þórarinn vera alla ævi eins og ég hafði kynnzt 'honum 18 ára gömlum í skóla: Skemmtilegur í umgengni, vel- viljaður, prúðmenni í þess orðs beztu merkingu og drengur hinn bezti. Síðar á ævinni áttum við Þór arinn mikið saman að sælda og vorum samstarfsmenn á ýmsum sviðum og þó mest í stjóm KEA. Þar sátum við saman >dir 20 ár og var hann formaður fé- lagsins 10 síðustu árin, sem hann átti sæti í stjóm þess. Betri og elskulegri samstarfs- mann get ég ekki hugsað mér og var ég þó góðu vanur áður, á meðan Einar sál. á Eyrarlandi var formaður félagsstjómar- innar. Þegar Einar á Eyrarlandi vildi hætta þingmennsku, þó ekki yrði af í það sinn, fórum við báðir út að Tjöm og báðum Þór arinn að vera í framboði til þings í stað Einars, en hann var alveg ófáanlegur til þess, hefði honum þó verið sigurinn alveg vís í það sinn. Svo komu hlut- fallskosningar í tvímennings- kjördæmum og haustið 1949 fékkst hann til að skipa 2 sæti á lista Framsóknarflokksins í sýslunni. Hann varð því vara- þingmaður kjörtímabilið 1949— 53. Á því tímabili þurfti ég að hverfa af þingi um tíma og fór þá auðvitað fram á að hann tæki sæti mitt á meðan, en hann kvaðst ekki geta það vegna heimilisins og starfa heima fyr- ir. Ég hygg líka að hann hafi farið hálf nauðugur í framboðið og alls ekki viljað sitja á þingi. Ég efa þó ekki, að hann hefur sagt satt eitt um það, að hann gæti tæplega farið fyrirvaralítið frá störfum og heimili. Þó Þórarinn Eldjám hefði ekki hug á þingmennsku, hlóð- ust þó á hann mörg opinber störf heimafyrir, í sveit sinni og héraði. Hann var lengi hrepp- stjóri í sveit sinni og sýslunefnd armaður. Þá var hann og lengi bamakennari þar. Starfa hans í stjórn KEA er áður getið. Nú síðast var hann í fasteignamats- nefnd sýslimnar. Ég efa ekki að öll þessi störf vildi hann rækja með fyllstu samvizku og dreng- skap. Þó „Hugr einn þat veit, es býr hjarta nær“, er ég sapn- færður um að Þórarinn Eldjárn var hinn mesti lánsmaður í líf- inu. Hann var kvæntur ágætri konu, Sigrúnu Sigurhjartardótt ur frá Urðum. Barnalán þeirra var mikið. Hann varð að vísu fyrir þeirri sáru sorg að missa Sigrúnu eftir langa og gifturíka sambúð, þá kominn á áttræðis- aldur og veikur. En hann gat þó verið áfram heima á Tjörn hjá góðum syni og tengdadóttur. Það hefur verið mikil huggun. Kæri vinur. Nú verður þú í dag lagður til hinztu hvíldar heima hjá þér á Tjörn. Ég þakka þér alla okkar samfylgd í 64 ár og við hjónin kveðjum þig kærri vinarkveðju. Akureyri 10. ágúst 1968. Bemharð Stefánsson. t t t SUNNUDAGINN 4. ágúst varð Þórarinn Kr. Eldjárn hrepp- stjóri á Tjöm í Svarfaðrdal bráð kvaddur, 82 ára að aldri. Útför hans fór fram á Tjörn laugar- daginn 10. ágúst og fylgdi hon- um svo mikið fjölmenni til grafar, að kirkjan rúmaði aðeins lítinn hluta þess. Þórarinn fæddist á Tjörn 26. maí árið 1886 og átti þar heima alla ævi. Sveitungi hans, Gestur Valhjálmsson bóndi í Bakka- gerði, gerði grein fyrir ætt hans í „Heima er bezt“ fyrir nokkr- um árum á þessa leið: „Foreldrar hans voru prest- hjónin, sr. Kristján Eldjárn Þór arinsson og Petrína Soffía Hjör leifsdóttir. Að Þórarni standa merkir menn í báðar ættir. Sr. Kristján faðir hans var sonur sr. Þórarins frófasts og alþingis- manns, síðast í Vatnsfirði, Kristjánssonar prests síðast á Völlum, Þorsteinssonar, prests í Stærra Árskógi, Hallgrímssonar prófasts og skáds á Grenjaðar- stað Eldjámssonar prests í Stórubrekku í Hörgárdal, Jóns- sonar. Kona sr. Þórarins og móðir sr. Kristjáns á Tjörn, var Ingi- björg Helgadóttir frá Vogi á Mýrum Helgasonar. En fyrsta kona sr. Kristjáns á Völlum og móðir sr. Þórarins í Vatnsfirði, var Þorbjörg Þórarinsdóttir prests að Múla Jónssonar. Kona sr. Þorsteins í Stærra Árskógi og móðir sr. Kristjáns á Völlum, var Jórunn Lárusdóttir Seeving. Og kona sér. Hallgríms á Grenj aðarstað og móðir sr. Þorsteins í Stærra Árskógi var Olöf Jóns- dóttir prests Halldórssonar á Völlum. Petrína kona sr. Kristj- áns á Tjöm og móðir Þórarins var dóttir Hjörleifs prests Gutt ormssonar, síðast á Völlum. En allt eru þetta kunnar ættir og ekki þörf á að rekja það nánar. Foreldrar Þórarins voru valin- kunn sæmdarhjón. Sr. Kristján var góður prestur. Einkum var hann annálaður fyrir góðar tæki færisræður og þótti honurn tak- azt bezt, þá er hann mælti eftir þá, sem lægst stóðu í mann- félagsstiganum. Um þá fór hann mjúkum höndum og snilliorð voru honum þá tiltæk. M. d. Petrína var góð kona, glaðvær og skemmtileg, mild og hlý í skapi og mátti ekkert aumt sjá“. Þórarinn ólst upp á heimili foreldra sinna, varð snemma fylgdarmaður föður síns, hóf nám í Gagnfærðaskólanum á Akureyri 1903 og lauk þar prófi eftir tvö ár, stundaði nám á norskum lýðháskóla, sótti kenn aranámskeið í Reykjavík, gerð- ist barnakennari í heimasveit sinni og hafði það starf með höndum til 1955. Kona Þórarins var Sigrún Sigurhjartardóttir frá Urðum. Hún andaðist 1959. Þau bjuggu á Tjörn nær fjóra áratugi, til 1950, að Hjörtur sonur þeirra tók við búi. Böm þeirra hjóna eru: Þor- björg, Reykjavík, Kristján Eld- járn, forseti íslands, Hjörtur, bóndi á Tjörn og Petrína, Akur eyri. Þórarinn á Tjörn var félags- hyggjumaður af lífi og sál og forystumaður ýmsra þeirra í sveit sinni og héraði. Á hann hlóðust óteljandi opinber störf. Meðal annars var hann stjórnar formaður Kaupfélags Eyfirð- inga í 10 ár og í stjóm þess önnur 10, varaþingmaður Eyfirð inga 1949—1953, óhvikull Fram sóknarmaður og samvinnumað- ur til dauðadags, hreppstjóri sveitar sinnar frá 1929 til ævi- loka. Þórarinn Kr. Eldjárn var í senn fríður maður og karl- manni, góður bóndi og leiðtogi í félagsmálum, hjartahlýr mað- ur og ráðhollur og afburða kenn ari. Hann átti trúnað hvers manns er til hans þekkti. Mér fannst ég verða betri maður í hvert sinn er við ræddum um menn og málefni og er mér það ríkast í huga nú, við leiðarlok. E. D. t f t ÞÓRARINN Á TJÖRN er allur. Ekki verður lengur hægt að leita holháða hans. Enginn finn ur framar mjúkt og hlýtt hand- tak hans. Hann birtist ei oftar á mannfundum eða í vinahópi þar sem hann var ávallt aufúsu- gestur. Svarfaðardalur drúpir af trega, því að eitt mesta val- menni hans er hnigið að foldu. En minningarnar, ógleymanleg- ar, vaka í huga hvers einasta manns, sem einhver kynni hafði af þessum höfðinglega dreng- skaparmanni. Það er ekki ætlunin að rekja hér lífssögu Þórarins. Til þess mun áreiðanlega einhver verða. Þetta á aðeins að vera óbreytt kveðja frá samferðamanni, sem var svo lánsamur að njóta vin- áttu Þórarins um langan tíma. Fyrsta skýra mynd af Þórarni í huga mínum er, þegar ég um fermingaraldur, sá hann í gam- ansömum og gáskafullum leik. Það leyndi sér ekki að þar var maður, sem naut þess að skemmta sér og öðrum. Og hlát urinn hans innilegur og dillandi ómar enn í eyrum mínum, enda heyrði ég hann svipaðan oft og mörgum sinnum síðar og það var ekki hægt annað en hríf- ast með svo smitandi reyndist hann flestum. Á vegum Ungmennafélags Svarfdæla lágu leiðir okkar fyrst verulega saman. Þá var þar valið forustulið, sem mótaði félagsandann og var okkur yngra fólkinu til fyrirmyndar. Þórarinn stóð þar í fylkingar- brjósti. En það veganesti, sem bæði hann og aðrir miðluðu okkur, held ég að hafi verið hollt og gott. Seinna urðu svo persónuleg samskipti okkar nán ari. Við höfðum ýmislegt saman að sælda, vorum stundum á öndverðum meiði, en aldrei brást drenglyndi hans né sann- girni. Mér fannst alltaf sálubót að eiga orðastað við Þórarinn. Það var aðdáunarvert hversu Þórarni tókst vel að samhæfa sig þeim aðstæðum er fyrir lágu. Hann var oft kátastur allra þar sem gleðimál og gaman var um hönd haft. En hann var einnig hinn djúpvitri alvöru- maður, sem með samúð og inni- leik tók þátt í kjörum þeirra, sem örlögin léku grátt. Það hafa áreiðanlega fleiri en ég reynt. Hann var einn þeirra, sem strá birtu og góðleik í kringum sig. Ég held að hann hafi kunnað öðrum fremur listina þá að lifa. Minningarnar sækja á, en hér skal skotið loku fyrir. Ég þakka Þórarni af alhug vináttu hans, og leiðsögn og bið honum heilla og blessunar á landi lifenda. Ástvinum hans votta ég samúð mína. Helgi Símonarson. - Landbúnaðarsýning (Framhald af blaðsíðu 1). dráttarvélaakstri og Jón Viðar Jónmundsson á Hrappsstöðum í naútgfipadómum. Þá varð Hild- ur Marinósdóttir, Engihlið, hlut skörpust í framreiðslustörfum kvenna. Er auðséð á þessu, að Norðlendingar eru liðtækir í verklegum greinum, a. m. k, hvað ungu kynslóðina snertir. Æskulýðsmóf við Vestmannsvatn um næstu helgi UM NÆSTU HELGI, dagana 17. og 18. ágúst, vefður ,hið ár- lega æskulýðsmót á végum ÆSK í Hólastifti við Vestmanns vatn í Aðaldal. Þátttakehdur eru unglingar af Norðurlandi og prestar, ennfremur sá flok.kur elztu sumarbúðabamanna, sem nú dvelja að Vestmannsvatni. Tjaldað verður yíð vafnið og þurfa þátttakendur að kóma með nauðsvnlegan útbúnað ann an en mat, þar sem borðað verð ur sameiginlega í skálanum, — kostnaðarverð er kr. 225.00 á -------------------------j--- mann, og eiga mótsgestir að sjá sér fyrir fari til og frá Vest- mannsvatni. Mótið verður sett kl. 6 á laug- ardaginn og eiga þá allir að hafa reist tjöld sín og komið sér fyrir á sumafbúðasvæðinu. Um kvöld ið verður kvöldvaka, varðeldur og flugeldasýning. Fyrir hádegi á sunnudag f-ara fram íþróttir og biblíulestur, og eru þátttak- endur beðnir um að koma með Nýja-Testamenti og sálmabók. Mótinu lýkur í Grenjaðarstaða- kirkju með guðsþjónustu. Móts- stjórar verða séra Sigurður Guð mundsson prófastur og Gylfi Jónsson sumarbúðastjóri. Ungl- ingarnir eru beðnir um að til- kynna prestum sínum þátttöku eigi síðar en á fimmtudags- kvöld. Munið að vera útbúin með skjólgóð föt og fjölmennið á mótið. Aðalfundur ÆSK í Hólastifti verður haldinn í Olafsfirði dag- ana 7. og 8. september. Umræðu efni fundarins verður þátttaka æskunnar í starfi kirkjunnar. (Fréttatilkynning frá ÆSK í iifjym mmm SEGIR DAVÍÐ BJÖRNSSON FRÁ WINNIPEG Frú Hallgerður og Davíð Bjömsson. (Ljósm.: E. D.) TVEIR stórir hópar Vestur-ís- lendinga dvöldu hér á landi í júljmánuði. Þeir hittu frændur og vini hér á landi, var hvar- vetha vel fagnað og munu hafa notið þess, að sjá ættland sitt eða land feðra og afkomendur þess fólks, sem tókst á við hina miklu erfiðleika á ofanverðri síðustu öld og sigraði þá. Það er íslendingum vestan hafs og aust an mikill styrkur að treysta vinaböndin svo lengi sem unnt er. Einn þeirra manna, sem ferð- aðist viða um Norðurland, úr þessum hópum vestanfara, var Davíð Björnsson frá Winnipeg. Ég hitti hann að máli eina fagra morgunstund. Davíð fæddist í Hafnarfirði 1890, foreldrar hans voru hjónin Bjöm Hjálmarsson og Guðrún Bjarnadóttir. Þau voru bæði ættuð úr Húnavatns- sýslu og fluttist hann með þeim þangað norður eins árs eða svo. Þar óx hann upp að mestu leyti og dvaldi á ýmsum bæjum, svo sem Steinnesi, Hnausum og Sveinsstöðum, einnig á Þing- eyrum. Síðan fór hann í Hóla- skóla og þaðan til Reykjavíkur til smiðanáms hjá Eyvindi Áma syni. Svo lá leiðin til Kanada árið 1924. Hann er kunnur með- al landa vestra fyrir fjölda blaða greina um íslenzk málefni og skáldmæltur er hann. Hann gaf Landsbókasafninu mikið bóka- safn og handrit sín, þeirra á meðal bók um veiðarnar í Winnipegvatninu. Davíð Björnsson er, sem fleiri vesturfarar, hinn mennilegasti maður, ber aldurinn svo vel að maður gæti ætlað hann a. m. k. 20 ámm yngri og býður af sér hinn bezta þokka. Hann féllst á að svara nokkrum spurningum blaðsins. Hvert var þitt fyrsta starf vestra? £ Já, ég fór fyrst til ættingja minna vestra og störf mín fyrsta veturinn voru fiskiveiðar i Winnipegvatni. Oft voru frostin hörð, allt upp í 40—50 gráður, en þá var logn og loftið þunnt svo að kuldinn var ekki eins til- finnanlegur. Viltu segja frá einhverju minnistæðu atviki á ísnúm? Já, það var stuttu eftir að vatnið lagði, sem við fórum að leggja leitamet. ísinn vár auð- vitað þunnur. Við lögðum svo netin nokkuð langt frá landi. Þegar netin höfðu verið lögð undir ísinn var farið að dimma. Og þá skall á okkur stórhríð. Kennileiti voru engin og eigin- lega ekkert að styðjast við, nema helzt hestana, sem við höfðum fyrir sleðanum okkar. Fyrst gátum við fylgt slóðinni okkar frá því fyrr um daginn, því hestarnir höfðu markað svellið með skeifnasköflunum. En brátt sáust þær slóðir ekki lengur. Við héldum samt áfram nokkra stund, en komum þá að vök, sem var langtum breiðari en svo, að við kæmumst þar yfir. Vorum við þá í vanda staddir. Vökin lá þvert yfir og var breikkandi. Farin var körm unarferð meðfram henni án árangurs, en hestanna gætt á meðan. Ræddum við nú vanda- málið og kom okkur saman um, að kveikja bál. Til allrar lukku reykti ég á þeim árum og átti því eldspýtur. Við gátum kveikt eldinn og sást hann frá Gimli. Það er í eina sinn, sem það kom sér vel að ég réykti. Eftir nokkra bið komu menn akandi fram á vatnið. En ekkert var enn hægt að gera því bát vant- aði til að komast yfir. Var hann sóttur en við biðum enn á ísn- um. Svo komu hjálparmennirn- ir aftur og nú með bát og fór- um við yfir en skildum hestana eftir, gáfum þeim að sjálfsögðu. Daginn eftir sóttum við hest- ana. Hafði á einum stað mynd- azt jakabrú yfir vökina, en held ur veik. Við hleyptum þar yfir á fullri ferð og mátti ekki tæp- ara standa, því allt brotnaði í sundui' um leið. Við lentum oft í einhverjum ævintýrum, sem þetta atvik er dæmi um. Hvernig var veiðin? Það var miki' veiði og fiskur- inn var verðmætur, bæði hvít- fiskurinn og pikkeril-fiskurinn. En þetta er ekki eus góður fisk ur og sjávarfiskur, finnst mér, en samt hinn bezti matur. Um þessar veiðar og fisktegundim- ar skrifaði ég bók á sínum tíma, hvort sem hún kemur nokkum tíma fyrh' almenningssjónir eða ekki. Enn eru stundaðar veiðar á W innipegvatni af miklum krafti á vetrum. Um stangar- veiði á sumrin er ég lítt kunn- ugui’. Veturinn er aðal veiði- tíminn og af þeim veiðum hafa margir haft góðar tekjur. Hvert var svo næsta verkefni þitt vestra? Snemma í aprí' ’auk veiðum og þá fór ég at byggja hús ásamt tveim öð: um smiðum. Við byggðum tíu hús þetta sum ar og ég var ko ninn nokkuð áleiðis að byggja ’ ö bús þegar heilsa mín brást { þo’.di ekki (Framhald á b isíðu 2). . MINNING Steingríimir Baldvlnsson bóndi og skáld, Nesi, Aðaldal, S.-Þing. Látinn er Ijóðmæringur. Ljúfur og stilltur í svörum. Hörpuna sló af snilli strengirnir ómuðu þýðir. Hljóðlega Laxá nú líður lygn bæði og gjöful að vanda. Héraðið sem er í sorgum syrgir bóndann og vininn. Hljótt er í Þingeyjar þingi, þyimist á skáldanna bekknum, Látinn er liöfðingi héraðs og hugsuður mikill. Kveðjum við þingeyskir þegnai’ þjóðlegan, liugprúðan guma. Þökkum guði sem gaf hann. Geymd er lians minning. Jón G. Pálsson frá Garði. Marteinn Sigurðsson sjötugur ÞANN 8. ágúst sl. varð Mar- teinn Sigurðsson, Byggðavegi 94, Akureyri, 70 ára. Þeirra merku tímamóta í ævi hans vildi ég minnast með fáeinum orðum. Þótt afmæliskveðja þessi sé síðbúnari en ætlað var og segi færra en efni er til, er hún send af heilum hug og þökk og virðing býr henni að baki. Á Veturliðastöðum í Fnjóska dal stóð vagga Marteins Sigurðs sonar. Voru foreldrar hans þau Sigurður Davíðsson frá Reykj- um og Sigríður Sigurðardóttir ættuð úr Eyjafirði. Varð þeim hjónum sex barna auðið og var Marteinn hinn þriðji í röðinni. Sigurður á Veturliðastöðum lézt, þegar börnin voru í bemsku, en ekkja hans hélt bú- skapnum áfram með liðveizlu dyggra hjúa. Veturliðastaðir voru menningarheimili og eftir því prýðilega metið alla stund. Sigurður á Veturliðastöðum var hinn gjörfulegasti maður, greindur í bezta lagi og ágætur búhöldur. Sigríður kona hans var fríð sýnum, hún átti glaða og hlýja skapgerð og einlæga velvild til samferðafólksins, sem aldrei brást á langri ævi hennar. Systkinin á Veturliðastöðum hlutu að erfðum beztu kosti, bæði föður og móður og hafa borið þessum erfðum hið ágæt- asta vitni í öllu sínu lífi. Nú eru aðeins þrjú þeirra á lífi, öll bú- sett á Akureyri, en þangað flutti fjölskyldan frá Veturliðastöðum árið 1929. Ungur að árum fór Marteinn Sigurðsson til náms í bænda- skólann á Hvanneyri en hvarf að því loknu heim í Veturliða- staði og tók við búsforráðum með móður sinni. Mun hann hafa talið það helga skyldu sína, en annars mun hugur hans mjög hafa staðið til mennta, enda til þeirra kjörinn. En þá var leiðin ekki alltaf auðfarin að því marki og ekki siður að æskufólk yfirgæfi ættmenn og óðul til að svala eigin útþrá og óskum. Eftir að Marteinn fluttist til Akureyrar vann hann fyrst all- lengi hjá verksmiðjum SÍS en síðar snér hann sér að öðrum störfum, vann m. a. á skrifstofu bæjarfógeta og var um eitt skeið framfærslufulltrúi. Hann átti sæti í bæjarstjóm Akureyrar og hafði brennandi áhuga á mörgum félags- og framfara- málum. Er hann að eðlisfari hug sjónaríkur félagshyggjumaður, sem unir sér vel í andblæ ferskra áhrifa frá hræringum samtímans, en jafnframt er hann kyrrlátur hugsuður, unn- andi bóka og sögulegra minja. Marteinn var aðalhvatamaður að stofnun safns þess á Akur- eyri, sem helgað er sr. Matthíasi Jochumssyni og hefir hann frá upphafi haft umsjón með safn- inu í húsi skáldsins á Sigur- hæðum. Munu þeir margir orðn ir, sem þar hafa hitt Martein ao máli og notið leiðsagnar hans. Oll störf sín hefir Marteinn ræk i af áhuga, alúð og fyllstu trú- mennsku og hvar sem hann fe:; fylgir honum heiðríkja prúð- mennsku og drengskapar. í sam ræmi við það eru vinsældir han:; — óumdeilanlegar. Það leiku:; ekki á tveim tungum, að hann er sannur sæmdarmaður. Árið 1950 gekk gæfan meo nýjum hætti til móts við Mar- tein Sigurðsson og færði honum að lífsförunaut Einhildi Sveins- dóttur frá Eyvindará í Eiða- þinghá, hina ágætustu konu, sem staðið hefir örugg við hlio hans í bliðu og stríðu og búiö honum fallegt heimili, sen\ reynzt hefir honum sannui’ griðastaður í önn og reynslu ái’ anna. Vinir þeirra Einhildar og Marte.ins vita vel hversu hlýtí er við arininn í Byggðavegi 94. Þess hafa þeir oft notið — og nú síðast á heiðursdegi húsbóncl ans. í tilefni af þeim degi, sendi ég þeim hjónunum hugheilar óskii- og flyt þeim alúðarþakkir fyrir öll samskipti og órofa vin- áttu við mig og mína. Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum. - VAGLASKÓGUR (Framhald af blaðsíðu 8). framkoma hinna f jölmörgu móts gesta virtist yfirleitt hin bezta. Þau áhrif hafði dagurinn á mig, að ég tel hann einhven þann bezta, sem þetta sumar hefir fært mér. En vissulega voru tengslin við umhverfið hér virk ur þáttur. Ég naut þess rikulega að finna þann unað, sem átt— hagarnir einir geta veitt. Því vildi ég mega þakka hin hlýju handtök fólksins í daln- um þennan dag, alla vináttu þess fyrr og síðar og allar stund ir, sem gefizt hafa með því — og dalnum. Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðmn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.