Dagur - 14.08.1968, Blaðsíða 8

Dagur - 14.08.1968, Blaðsíða 8
B Borg'arfulltrúar og heimameun í Kjötiðnaðarstöð KEA. Borgarstjóri og bæjarstjóri á miðri mynd. — (Ljósm.: Myndver) Bor garst j óraar menn að suiinan gesiir Akureyringa SMÁTT OG STÓRT GJÖ boi'garstjórnarmenn úr ’ríeykjavík, þeirra á meðal Geir Hallgrímsson borgarstjóri og Auður Auðuns forseti borgar- fitjómar, dvöldu nokkra daga á Akureyri um og fyrir síðustu í JÚLÍ sl. tók til starfa á Akur- eyri í skrifstofum bæjarins, byggðaáætlanadeild Efnahags- stofnunarinnar. Ætlunin er, að deildin annist allar þær byggða áætlanir, sem Efnahagsstofnun- inni er falið að gera. Meginverk efni deildarinnar er nú Norður- landsáætlunin. Nú þegar hefur komið út í handriti 1. hluti þeirrar áætlunar: „Mannfjölda- þróun og almenn byggðastefna á Norðurlandi". Þar er fjallað um niðurstöður athugana á Akureyrartogararnir KALDBAKUR landaði 125 tonn um á Akureyri 8. þ. m. SVALBAKUR landaði 158 tonnum 5. þ. m. HARÐBAKUR landaði 130 tonnum á mánudagmn. SLÉTTBAKUR er nýkominn úr klössun og fer á veiðar síðar í vikunni. □ NÚ UM verzlunarmannahelgina lágu margra leiðir í Vaglaskóg, á bindindismótið, sem þar fór fram á vegum ýmissa félagasam taka á Akureyri, Eyjafirði og Þingeyjarsýslu. Mun mót þetta yfirleitt hafa farið vel fram og verið til sóma fyrir þá aðila, sem að því stóðu. Liggur í hlutarins eðli að geysileg vinna hefir ver- ið lögð fram til þess að svo vel mætti takast í framkvæmd, sem óskir vísuðu til í upphafi. Ber að þakka þeim öllum, sem þar áttu hlut að. Mikið átak í menningarátt er það, sem gert hefir verið á allra síðustu árum í sambandi við hina umtöluðu verzlunarmanna helgi. Áður varð hún oft fræg að endemum. Nú einkennist hún gjaman af þeim menning- arblæ, sem bendir til góðra helgi í boði Akureyrarbæjar. En Reykjavíkurborg bauð héð- an bæjarfulltrúum í fyrra. Suimanmenn komu á fimmtu dag og skoðuðu þann dag eink- um fjögur fyrirtæki: Útgerðar- mannfjöldaþróun, aldurs- og atvinnuskiptingu og meðaltekj- um á Norðurlandi 1945—65. Enn fremur er gert grein fyrir horf- um á mannfjöldaþróun árabilið 1965—85 miðað við ákveðnar forsendur og hversu búast má við að margir komi fram á vinnumarkaðinum á tímabilinu í hinum ýmsu atvinnugreinum. Unnið er nú að 2. hluta áætl- unargerðarinnar, atvinnumála- kaflanum, en við það starfa auk Efnahagsstofnunarinnar, Þór Guðmundsson starfsmaður At- vinnujöfnunarsjóðs. Auk þessa eru samgöngumál könnuð í sam vinnu við erlenda sérfræðinga, sem nú vinna á vegum Efna- hagsstofnunarinnar að heildar- athugun á samgöngukerfi alls andsins á landi, sjó og í lofti. Skrifstofa byggðaáætlana- deildarimiar er í ráðhúsi bæjar- ins II. hæð, sími 21000. Deildarstjóri er Lárus Jóns- son, viðskiptafræðingur. (Fréttatilkynning) veðrabrigða. Eru það æskulýðs- samtökin í landinu, sem hér munu einna stærstan hlut að eiga, þótt þessi auðnuvísir eigi sér víðar rætur. Ég var ein af mörgum, sem heimsóttu Vaglaskóg í tilefni nefnds móts. Ég var þar sunnu- daginn 4. ágúst. Sá dagur var á allan hátt ánægjulegur. Veður- guðirnir veittu blessun sína. Sól skein í heiði, blærinn lék í laufi og straulc svalandi um vanga. Sætur ilrnur fyllti loftið og hörpuleikur árinnar lét ljúft í eyrum. Dagskrá mótsins var fjöl- breytt og góð: helgistund, söng- ur, ræða, hljómsveitarleikur, fimleikasýning og gamanþáttur. Prúður blær var á öllu, þjón- usta og umsjón með ágætum og (Framhald á blaðsíðu 5). félag Akureyringa, Kjötiðnaðar stöð KEA, Slippstöð og skipa- smíðar og ölgerðina Sana. Á föstudag var gestunum fylgt til Mývatnssveitar, þar sem Kísil- verksmiðjan var m. a. skoðuð og borðaður Mývatnssilungur, en rennt fyrir lax seinni hluta dagsins, í Laxá. Á laugardaginn var gengið um Lystigarðinn, nýju bókhlöð una, íþróttaskemmuna og fleiri staði. Síðar voru fyrirtæki bæj- arins kynnt gestunum. Veður var mjög gott. Gestkoma þessi þótti hin ánægjulegasta og mun hún hafa aukið nauðsynleg kynni milli ráðamanna borgar og bæjar. □ Raufarhöfn 13. ágúst. Það bar til tíðinda hér á laugardaginn, að Katrina, leiguskip Síldarút- vegsnefndar kom með 800 halt- síldartunnur, er veiðiskip höfðu saltað í á miðunum. Söltunar- stöðvarnar tóku síld þessa til geymslu. Aðeins þrjú skip hafa komið SUNDRUNGARVÉL í leiðára er minnst á kjördæma- skipisn o. fl. Núverandi kosn- ingafyrirkomulag er einskonar sundrungarvél í þjóðfélaginu, eins og það er upp sett og fram- kvæmt. Þetta fyrirkomulag mal ar þjóðina í óeðlilega marga stjórnmálaflokka og það veldur því, að sumir þingmenn hafa ekki nauðsynlegt persónulegt fylgi til að fara með umboð fólks á Alþingi en eru nánast strfsmenn flokka, ábyrgðarleysi vex, hrossakaupin aukast en virðing Alþingis minnkar. KJÖRDÆMISÞING Búið er að ákveða kjördæmis- þing Framsóknarmamia í þessu kjördæmi á Laugum síðustu tvo daga þessa mánaðar. Áríðandi er, að liin ýmsu sambandsfélög kjósi fulltrúa sína strax og að sem flest Framsóknarfólk sjái sér fært að koma á þingið til að hlusta á mál manna og blanda geði við fulltrúana. Sjá auglýsingu um þingið á öðru-m stað í blaðinu í dag. í BRÆÐSLU SKAL HÚN Síldaraflinn er lítill það sem af er. Sú nýbreytni, að salta um borð á fjarlægum miðum er lofs verð. Síldarskipafloti sjö þjóða stunda síldveiðar á sömu slóð- um og íslendingar. En engin þeirra aflar síld til bræðslu nema fslendingar, sem ennþá eiga þá ósk heitasta að geta mok að upp síld, flutt hana í stórum hingað með bráeðslusíld, 400 tonn samtals. Ekkert aðkomufólk er hér nú og er það dauflegt, miðað við undanfarin sumur. Reitingsafli er á færi þegar bezt lætur en fiskurinn er smár. H. H. förmúm tií lands — kasaða og úldna um borð og meira kasaða og úldna í síldarþróm — verð- andi loðdýrafóður og áburður auk hrálýsL til iðnaðar. Sú nýjung á íslenzka flotanum að salta um borð er þó gleðileg, svo límgt sem hún nær, og hefði fyrr 'mátt vera, NÝJA ÐRÁTTARBRAUTIN Nýja dráttarbrautin á Akureyri, sem stærst er dráttarbrauta hér á landi á að geta tekið tvö þús. þungalesta skip. Unnið er að þvf að koma upp hliðarfærsl- um. Dráttarbrautin var reynd með því að taka Snæfell þar upp. Síðar var sleða dráttar- brautarinnar aftur rennt fram með Snæfelli á, annað skip sett á sleðann. og þau síðan dregin upp. Sleðinn er rúmlega 80 m. að lengd og 17.5 m. á breidd. Vígsla dráttarbrautarmnar fer fram í næsta mánuði. En þá mun Verða búið að taka upp stórt skip og með því reynt til hlýtar hvers hið nýja mann- virki er megnugt. ÆSKAN Júlí—ágúst hefti Æskunnar flyt ur margskonar efni að vanda og er ánægjulegt, að hið nær 70 ára blað skuli þjóna hlutverki sínu við yngstu kynslóðina jafn vel og raun ber vitni. Ritstjóri er Grímur Engilberts. Æskan er 60 blaðsíður að þessu sinni, mjög myndskreytt og flest börn munu finna þar bæði eitt og annað við sitt hæfi. DÝRAVERNDARINN f síðasta hefti Dýraverndarans segir frá nokkrum dönskum dómum út af brotum á lögum um dýravernd. Héraðsdómur í Skjern dæmdi mann einn í 20 daga fangelsi fyrir að svelta svín. Á öðrum stað var maður dæmdur í mánaðar fangelsi fyr ir að vanfóðra svín, kanínur og kalkúna. Sjálenzkur maður var dæmdur í 7 þús. kr. sekt (ísl. kr.) fyrir að loka liund sinn inni án vatns og matar. Þá voru menn dæmdir í háar sektir fyrir að gelda hunda og gelti án deyf- ingar. Dýravemdunarfélög hafa víöa verk að vinna. HEYSKAPUR OG BERJASPRETTA Haganesvík 12. ágúst. Bændur í Fljótum eru langt komnir að heyja. Það spratt vel, einkum fram í dölunum og fyrr en víða annarsstaðar á þessu sumri. Heyfengur verður því sæmilega mikill og heyin góð vegna hag- stæðrar veðráttu til heyverk- unar. Berjaspi'etta virðist ætla að verða sæmilega góð og þegar eitthvað byrjað að tína. Veiði hefur ekki verið mikil ennþá, en er að glæðast bæði í Miklavatni, Ósvatni og Flóka- dalsvatni. Lax er að ganga í Fljótaána. Unnið er að því að leggja veg inn frá Hrauni að Ketilási, en ekki verður Reykjaá brúuð í sumar. Undanfamar vikur hefur ver ið fyrsta verulega sumartíðin í mörg ár. E. A. Byggðaáætlunardeild Efnaliagsstofnimarinnar vinnur að áætlun um atvinnumál ,Eg var í Yaglaskógi’ ^ Hallgrímur Sveinn Kristjánsson frá Kringlu við Blönduós að f koma úr grenjaleitum. Maður með byssu um öxl vekur at- % hygli á þjóðvegum, ennfremur þeir hestar, sem bera eðlis- é 1> kosti sína utan á sér, eins og þessi grái gæðingur, sem eigand- inn sagði að væri 23 vetra. (Ljósm.: E. D.) f Katrina með síld til Raufarhafnar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.