Dagur - 21.08.1968, Blaðsíða 5

Dagur - 21.08.1968, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síniar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrg'ðarmaSur: ERUNGUR DAYÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Kjðrdæmis- þing KJÖRDÆMISÞING Framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldið á Laugum um aðra helgi, svo sem auglýst hefur verið. Verkefni þessa þings eru að venju mörg og mikilvæg, bæði verður f jall- að um héraðamál og landsmál. Mik- illar óánægju gætir nú meðal lands- manna í öllum stjómmálaflokkum um stjóm landsins og störf hinna pólitísku flokka, m. a. kom alvar- leg ábending um þetta ljóslega fram í forsetakosningunum í sumar. Þá hafnaði þjóðin eindregnum óskum ráðherranna og yfirlýstum vilja þeirra og aðalstjómarblaðsins. Þessu líktu sumir við hálfgerða uppreisn gegn stjóm landsins og núverandi pólitískum vinnubrögðum flokk- anna. Hvað, sem um þessar kosning- ar má segja, virðist liggja ljóst fyrir, að ný viðhorf hafa skapazt, er þá komu greinilega í ljós. Eflaust ræðir þingið hin nýju viðhorf, og lýsir vilja sínum um meðferð efnahags- og atvinnumála, sem mjög em ískyggileg um þessar mundir. Kal og aflaleysi á síldarmiðum em mikil vandamál, sem rædd em hvar sem ábyrgir menn hittast. Það liggur fyrir Alþingi í vetur, að afgreiða 4 ára vegaáætlun fyrir næstu 4 ár. í haust á vitamálastjóri að skila 4 ára áætlun um hafnar- framkvæmdir í landinu og skiptir miklu að þessi mál verði sæmilega leyst. Enn bíða menn Norðurlands- áætlunar, sem margsinnis hefur ver- ið lofað en ekki efnt. Jafnvel ráð- herraloforð hafa brugðizt, hvað þá gaspur annarra manna. Vaxandi erfiðleikar á flestum sviðum þjóð- mála, bæði vegna stjómleysis og utan aðkomandi áhrifa, kalla á ráð viturra manna. Ráðamenn þjóðarinnar viður- kenna nú erfiðleikana en virðast ekki þeim vanda vaxnir að mæta þeim, né heldúr að fá þjóðina til þess að sameinast um nauðsynleg úrræði. Opinberlega hefur verið spurt um, hvort vænta megi kosninga eða breið ara samstarfs í stjórn landsins. Svör hafa verið loðin. En víst er það, að þjóðin er orðin þreytt á þeirri ríkis- stjóm, sem lengi og of lengi, hefur setið á valdastóli og virðist keppa að því öðm fremur að sitja lengur en sætt er á meðan undirstöður efna- hagsmála bresta hver af annarri. □ - Gróður er gulli befri (Framhald af blaðsíSu 1). farið með gamanmál og lesin kvæði. í takmarkaðri blaðagrein er auðvitað ekki hægt að rekj a gang sýningarinnar frá degi til dags. Búfjársýningamar dag hvem vöktu að sjálfsögðu feikna athygli, enda margt góðra gripa að sjá þótt Norð'- lendingar ættu þar lítinn þátt (öryggisástæður vegna sjúk- dóma). Góðhestar, kynbóta- hross, úrvals kýr, risavaxin kyn bótanaut og holdanaut, sauðfé, svín, fiðurfénaður, hundar, svo og meindýr og tilraunadýr af nagdýraættum. Allt var þetta forvitnilegt. Góð verðlaun voru veitt fyrir úrvalsdýr, einnig keppti fólk í starfsíþróttum og daglega fór fram sýnikennsla í matreiðslu og framreiðslu. £>rjú atriði, sem ekki voru talin stór eða merkileg, en vöktu þó mikla og verðskuldaða athygli, vil ég aðeins nefna. Hið fyrsta var keppni unglinga í uppeldi nautgripa. Keppendur leiddu gripi sína, kyngóða og nokkuð vaxna, afburða vel fóðreða og hirta um sýningar- svæðið á jafn auðveldan hátt og vel tamin hross og Ihlutu laun að verðleikum. Þá voru þama tvennskonar dýraiþróttir. Öku- maður í léttikerru sem myndar- legum hesti var beitt fyrir, brun aði um völlinn. En íslendingar hafa ekki komið á kappakstri í þessari grein, eins keppnissjúk- ir og þeir þó eru og með sin fá- brotnu mót, sem kennd eru við hesta. Og í þriðja lagi sýndi bóndi einn úr Gilsfirði hvemig nota má fjárhunda við smala- mennsku. Munu hundarnir skozkir, hreinkynja fjárhundar. En bændastéttin á, hér á landi, eftir að læra að láta hunda létta störfin svo um munar við sauð- fjárræktina. Ræktun grastegunda er undir staða alls búskapar í landinu. Landið er gott grasræktarland. Um síðustu aldamót er talið, að túnin hafi verið um 17 þús. hektarar að stærð og að miklu leyti þýfð. Nú eru þau talin vera 104.700 ha. En á árunum 1942—1966 að báðum meðtöld- um var nýrækt nær 70 þús. ha. En á sama tíma hafa 120 þús. ha. lands verið þurrkaðir með vélgröínum skurðum. Töðufallið 1965 varð rúmlega 3.7 millj. hesta og úthey 93 þús. hestar en hefur heldur minnkað síðan, þrátt fyrir stækkim tún- anna. Veldur því eflaust kóln- andi veðrátta þessi árin, auk sérstakra áfalla, t. d. af völdum kalskemmda er allir þekkja. Nautgripir vom á síðasta ári taldir 54.530 og hefur nythæðin aukizt úr 1800 kg. á ári upp í 3000 kg. miðað við 4% feita mjólk á síðustu áratugum. Elzta mjólkursamlagið var stofnað af samvinnumönnum í Eyjafirði en nú eru þau 19 tals- ins og taka á móti 100 þús. tonn um en mjólkurframleiðslan alls er talin 121 þús. tonn á landinu öllu. Sauðfé er nú nær 850 þús., vetrarfóðrað og var kindakjöts- framleiðslan árið 1967 talin 13.436 tonn. Frjósemi ánna hef- ur aukizt til mikilla miuia og fóðrun er orðin allt önnur og betri en hún áður var. Þar sem svo hagar til er þó enn treyst mjög á vetrarbeit og þá ekki fóðrað til hámarksafurða. Árið 1967 voru hross 35.490 í landinu og hafði fjölgað. Hlut- verk þeirra eru þó orðin smá, miðað við það, sem fyrrum var. í þéttbýli hefur reiðhestum mjög fjölgað hin síðari ár. Kjöt- framleiðsla í þessari búgrein er töluverð, en sumum finnst henni ofaukið nú. Vélvæðing landbúnaðarins er mikil, samhliða aukinni ræktun. Bústærðin er stöðugt vaxandi, enda verður miklum og nauð- synlegum vélakosti naumast við komið á hagkvæman hátt nema á stærri búum. Tilraunastöðv- arnar, sín í hverjum landsfjórð- ungi gefa markverðar bending- ar um ræktun lands, búnaðar- skólamir, norðhn og sunnan, mennta bændaefnin. Samvinnu félögin, sem bændur höfðu for- ystu um að stofna, hafa annazt vinnslu og sölu búsafurða og annast ómetanlega fyrirgreiðslu við bændastéttina um land allt. En öllum þessum þáttum land- búnaðar voru gerð góð skil á landbúnaðarsýningunni og þró- un landbúnaðar í myndum, máli og með sýningargripum af ýmsu tagi. Á sama tíma og fólki, sem vinnur við landbúnaðarstörf hef ur fækkað, bæði beint og hlut- fallslega, hefur framleiðsla bú- vara aukizt risaskrefum, vegna stóraukinnar ræktunar, vél- væðingar og kynbótastarfs og það er einmitt þetta, sem land- búnaðarsýningin segir svo ljóst í öllum aðal sýningardeildum. Án landbúnaðarframleiðslu gæti þjóðin ekki lifað í landi sínu. Landgræðsla, skógrækt og fiskirækt áttu deildir á landbún aðarsýningunni, ennfremur Sölufélag garðyrkjumanna og einstakir garðyrkjubændur. Það voru ekki aðeins blóm, tré og grænmeti, sem skörtuðu í þess- rnn deildum, heldur líka 13 punda lax og fjöldi stærri og smærri fiskar af laxakyni og var allur sá afturmjói fénaður við beztu heilsu. En á sviði land- græðslunnar standa málin svo, að enn blæs meira upp en græð- ist og má því betur ef duga skal, þrátt fyrir feikna mikil störf Landgræðslunnar. Um skóg- ræktiná er ekki þörf að ræða, því hún blasir við hverjum, sem sjón hafa og þar eru verkefnin ótæmandi. Fiskirækt er aðeins í byrjun, en landið býr yfir miklum möguleikum í fiskirækt í ám og vötnum og enn er mest- (Framhald af blaðsíðu 8). inni. Dapurleg þótti mönnum aðkoman, vægast sagt. Svo lé- leg er hirðingin í þessum fom- fræga reit, að til vansæmdar er. Komið var einnig að grunni hinnar eldri Akureyrarkirkju í innbænum, norðan Minjasafns- ins. Þar er umferð mikil og í brekkunni þar upp af stunda unglingar ýmiskonar akstur ökutækja, skemma gróður og eiga slys yfir höfði sér. Sumir vilja láta girða eða friða með öðrum hætti grunn hinnar gömlu kirkju og girða brekk- una svo óæskileg' og hættuleg umferð spilli ekki meira gróðri en orðið er. Gripahús Akureyringa í bæj- arlandinu er þrotlaust umræðu- efni manna. Búfjáthald er að sjálfsögðu látið víkja fyrir byggð bæjarins og eru skepnu- eigendur því á stöðugum flótta með hús sín og húsdýr. Því mið ur eru mörg gripahúsin, ef hús skyldi kalla, byggð án leyfis á ódýran hátt. Þetta er auðvitað alveg fráleitt og bænum ekki til neins sóma. Hann þarf að skapa aðstöðu, þar sem búfjáreigendur geta byggt góð hús yfir búfé sitt og fóður, óhræddir um að þurfa að flytja á næsta ári. Þessa er ur hluti heitrar gufu og vatns ónotaður. Áburðarsala ríkisins í Gufu- nesi seldi kjarna fyrir 110 millj. í fyrra. Garðyrkjuskóli ríkisins menntar garðyrkjumenn. Land- nám ríkisins hefur veitt aðstoð á 943 stöðum, til almenns bú- rekstrar, til garðyrkjubýla og til að endurbyggja eyði'býli Bú- reikningaskrifstofa landbúnaðar ins var stofnuð 1936. Grænmetis verzlun landbúnaðarins tók til starfa 1956 og samband eggja- framleiðenda hefur starfað um tvo áratugi. Sláturfélag Suðurlands er sextug stofnun og nær yfir allt Suðurland og Borgarfjörð. Það annast slátrun og sölu búsafurða og hefur 12 smásöluverzlanir í Reykjavík. Kaupfélag Eyfirðinga, stofnað 1886, sýndi sérstaklega fram- leiðslu frá Kjötiðnaðarstöð sinni, sem nú hefur t. d. 15 gerð ir niðursuðuvara á markaðin- um. Samband íslenzkra sam- vinnufélaga, sem er skipt í 8 aðal deildir og er samband 54 kaupfélaga, setti sinn svip á sýn inguna og var véladeildin fyrir- ferðamest. Bættir eru bændahættir heit- ir nýútkomin bók, 28 ritgerðir kunnra búvísindamanna og bún aðarfrömuða um landbúnað. Bókaútgáfan Þorri gaf út. Fleiri voru þar bókaútgefendur, m. a. Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri. En það gaf út hina miklu fóðurfræði, sem enn er til sölu og er mjög víðtæk kennslu og fræðslubók um fóðrun hús- dýra. Hér á sérstaklega við að nefna sýningu Iðnaðardeildar SÍS, sem sýndi margskonar iðn að samvinnumanna á Akureyri. Skófatnaður, ullar- og leður- vörur. Og ekki má gleyma gráu, fallegu pelsunum, sem eru full- unnir og saumaðir í Svíþjóð. Einn slíkan hlaut 50 þús. gest- urinn á laugardaginn. Það yrði of langt mál að lýsa öllu því, sem bar fyrir gests augað í Laugardalshöllinni. En ef 80 þúsundir sýningargesta hafa ekki meiri skilning á mál- um landbúnaðarins og stöðu bændastéttarinnar í þjóðfélag- inu að sýningu lokinni, þá er vonh'tið um fræðsluárangur og aukinn skilning. □ nú gefinn kostur en ákveðið að fjarlægja skuli öll gripahús og aðrar óæskilegar byggingar í vissum bæjarhlutum, einkum á Oddeyri. Hótað hefur verið brottflutningi þessara bygginga í nokkur ár en ekki gengið eftir að samþykktum þar um væri fram fylgt. Þetta viðvarandi vandamál þarf að taka fastari tökum en gert hefur verið eða banna allt búfjárhald. Kofa- og skúrabú- skapur, eins og hann er hér algengur, á ekki heima í þétt- býli. En snyrtileg hesta- og kindahús, með fóðurgeymslum og góðum girðingum ættu eng- um að vera til ama, og geta átt fullan rétt á sér, jafnvel þar sem byggð er annars þéttust, ef hirð ing og allur aðbúnaður er við hæfi. Margir telja sér það sálubót að eiga kindur eða hesta í kofa, annast hirðingu í tómstundum á vetrum og heyja handa þeim á sumrin. Þessi hópur manna er of stór til að svipta megi hann þessari ánægju, ef annað er hægt. En reglum um byggingar og lágmarkskröfum samfélags- ins um hreinlæti verður þessi hópur búandmanna að virða í verki. □ - í ÖKUFERÐ MEÐ FEGRUNARFÉLAGINU Knattspyrnufélag Akureyrar eða KA eignaðist þessa byggingu fyrir nokkru og flutti á væntan- legan íþróttavöll sinn vestan við þéttbýli bæjarins. I fyrradag þegar blaðamaður ók þar um, var búið að brjóta allar rúður hússins, um 30 að tölu, ennfremur skorið gler, þar geymt, sem átti að nota til áð tvöfalda glerið í gluggunum. (Ljósm.: E. D.) Firmakeppni KRA1968 REGLUR OG FYRIRKOMULAG 1. Öllum fyrirtækjum á Akur- eyri er heimil þátttaka. 2. Fyrirtækjum er ekki heimilt að hafa virka meistaraflokks- menn KRA í liði sínu. 3. Keppnisfyrirkomulag: Leik- tími er 2x30 mín. Leikhlé 5 min. Keppt er í fjórum fjög- urra liða riðlum. Stig ráða úrslitum, en séu stig jöfn, ræður hagstæðari markatala. Séu stig og markatala jÖfn ræður hlutkesti. Sigurvegar- ar í hverjum riðli taka þátt í undanúrslitum og keppa um fyrsta til fjórða sæti, þannig að sigurvegarar í fyrstu um- ferð undanúrslita keppa síð- an um fyrsta og annað sæti Firmakeppninnar en hin sem báru lægri 'hlut, um þriðja og fjórða sæti. Skilji lið jöfn í undanúrslitum, ræður víta- spymukeppni. Þrjú Akureyrarmet sett Á NÝLEGA höldnu unglinga- meistaramóti stökk Halldór Matthiasson Ak. 1.80 m. í há- stökki, sem er Akureyrarmet - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 1). faldan vinnutima miðað við aðra þegna, en beri þó aðeins úr býtum sem svarar lægst Iaun- uðum verkamönnum og sumir telji þá ómaga á þjóðfélaginu! Þjóðfélagið verði stöðugt fátæk- ara á meðan það heldur uppi kúgun á einni stétt. ALLTAF FER OKKUR FRAM í gamla daga lágu þungar refs- ingar við hestastuldi. Nú er ekki í tízku að grípa hest ófrjálsri hendi til að skjótast bæjarleið, en þess í stað stela menn bíl- um, svo sem vikulega og stimd- um daglega er sagt frá í útvarpi. Og enn færa menn sig upp á skaftið. Fyrir skömmu var lítilli flugvél stolið í Reykjavík, henni ekið út úr flugskýli og síðan flogið á henni ehia klukku stund yfir Reykjavík. Flug- maðurinn var ölvaður. Hann lenti án slysa. og á innanfélagsmóti 10. ágúst setti Barbara Geirsdóttir Ak. Akureyrarmet í 400 m. hlaupi, 74.2 sek. og Þorgerður Guð- mundsdóttir setti UMSE-met í sömu grein, 72.2 sék. í fyrrakvöld setti Barbara svo Akureyrarmet í 800 m. hlaupi á 2 mín. 44.8 sek, sem jafnframt er mjög nálægt ís- landsmeti. Ingibjörg Sigtryggs- dóttir jafnaði Akureyrarmet í langstökki kvenna, stökk 4.71 m. 4. Keppt er um farandgrip Firmakeppninnar — Stýris- hjólið. — Dregið hefur verið í riðla og er leiktafla í fyrstu umferð sem hér segir. Miðvikudaginn 21. ágúst. 1. riðill kl. 7.30 e. h. Starfs- menn bæjarfógeta — Starfs- menn POB. 1. riðill kl. 8.35 e. h. Verk- smiðjur SÍS — Starfsmenn Tryggva Sæmundssonar. Fimmtudagur 22. ágúst. 2. riðill kl. 7.30 e. h. Valbjörk — KEA. 2. riðill kl. 8.35 e. h. Vatns- veita Ak. — Slippstöðin. Föstudagur 23. ágúst. 3. riðill kl. 7.30 e. h. Verktak- ar MA — Bankastarfsmenn. 3. riðill kl. 8.35 e. h. Póstur og sími — Útgerðarfélag Ak. Þriðjudagur 27. ágúst. 4. riðill kl. 7.30 e. h. Oddi og Marz — Starfsmenn Ak.bæjar, 4. riðill kl. 8.35 e. h. Rafveita Ak. •— Old boys (gestir). Keppt verður á flugvallar- vellinum. Næsta umferð auglýst siðar. Nánari upplýsingar veitir Karl Steingrímsson, síma 11494. KRA. Þorleifur Einarsson: Jarðfræði saga bergs og lands. — Heimskringla, Reykjavík, 1968. FÁAR BÆKUR hef ég hlakkað meira til að sjá, en þessa, því víst hafði það fregnazt fyrir all- löngu, að slík bók væri í smíð- um hjá einum af okkar yngri jarðfræðingum, manni sem þó hefur getið sér frægð bæði utan lands og innan, fyrir fjölþættar rannsóknir í jarðfræði íslands, manni sem haft hefur djörfung til að taka til yfirvegunar sumt af því, sem áður var talið við- tekið í íslenzkri og alþjóðlegri jarðfræði. Þessi maður er Þorleifur Ein- arsson, sunnlendingur að ætt, en Reykvíkingur að uppfræðslu, doktor í jarðvísindum frá Köln- arháskóla. Annars hefur hann víða numið, og m. a. um skeið í ættlandi okkar, Noregi, þar sem hann kynnti sér séstaklega aðferðir við greiningu og taln- ingu á þeim örsmáu kornum af blómdufti, sem hvarvetna finn- ast og varðveitast í jarðlögum frá hinum yngri jarðsögutíma- bilum. Eftir þessum kornum hef ur hann, fyrstur manna, rakið gróðursögu landsins í stórum dráttum og þarmeð einnig lofts- lagssögu þess, síðan að ísaldar- jöklana leysti. Nú síðast hefur Þorleifur helgað sig einkum rannsóknum á hinum nafntog- uðu Tjörneslögum, þar sem hann hefur þegar gert uppgötv- anir, sem hafa úrslitaþýðingu fyrir skilning fræðimanna á að- draganda hinnar miklu jökul- aldar. Og nú hefur Dr. Þorleifur einnig orðið fyrstur til að gefa út íslenzka jarðfræðibók, sem ætluð er almenningi til lestrar og uppfræðslu. Áður höfðu að vísu komið út tvær bækur á ís- lenzku, sem fjölluðu um al- menna jarðfræði, þ. e. Jarð- fræði eftir Þorvald Thoroddsen, lítið kver, um 70 bls., sem birt- ist í ritaseríunni Sjálfsfræðar- anum 1889, og Ágrip af jarð- fræði eftir Guðmund G. Bárðar son, upphaflega skrifað sem kennslubók fyrir nemendur hans í Gagnfræðaskólanum ú BYGGINGADAGUR Á MÁNUDAGINN verður hald inn í Reykjavík norrænn bygg- ingadagur. Er búizt við 800 er- lendum gestum af þessu tilefni. Máeta þar byggingamenn úr öll- um flokkum, allt frá arkitekt- um til venjulegra byggingaiðn- aðarmanna og kynna innbyrðis hin mikilvægu málefni bygg- ingaiðnaðarins. □ Akureyri, og fyrst prentað 1921, en síðan endurbætt og gefin út 1927 og í því formi hefur hún verið notuð sem kennslubók í Menntaskólunum jafnan síðan. Fyrir sinn tíma var bók Guð- mundar ágæt, enda innspíreruð af brennandi anda mikils áhuga manns og lærdómsmanns. Þá var heldur enginn starfandi jarð fræðingur til í landinu, en nú verða þeir ekki lengur taldir á fingrum beggja handa, og má vera að tærnar dugi ekki held- ur til. Auk þess vinnur nú fjöldi út- lendinga við jarðfræðirannsókn ir á hverju sumri hérlendis. Eins og nærri má geta, hefur því margt nýtt komið í leitirnar á síðustu áratugum, og því var það ekki vanzalaust að kenna hér bók, sem ekki hafði verið endurbætt síðustu fjóra ára- tugina. Jarðfræði Þorleifs er allmikil bók, um 330 bls., sett tvídálka, með fremur smáu letri. Ljós- myndir og uppdrættir eru fjölda margar í bókinni, svo að nærri lætur að ein mynd sé að meðal- tali á síðu. Gefur þetta bókinni skemmtilegan og léttan svip, enda eru myndirnar svo lær- dómsríkar, að skoðun þeirra einna saman veitir heihnikla jarðfræðilega upplýsingu. Þetta er mikilvægt, því að_ víst ipá búast við því, að margir láti við það sitja að skoða myndimar í bókinni, og sjálfur verð ég að viðurkenna, að ég er enn ekki kominn mikið lengra í athug- un þessa mikla rits, enda lestrar tíminn naumur, síðan bókin kom út á síðastliðnu vori. Flest- ar myndimar örfa þó til frekara lesturs og athugunar á efni bók arinnar og ekki síður til athug- unar á sjálfri náttúrunni, og það tel ég mest um vert, enda eru þær langflestar valdar úr ís- lenzku landslagi og af öðrum íslenzkum fyrirbærum. Ég tel það höfuðkost bókar- innar, hve mikið hún höfðar til innlendra dæma. Þannig, og á þann einn veg, verður náttúru- fræðin kennd með einhverjum árangri, að jafnan sé miðað við þær aðstæður, sem fyrir hendi eru á hverjum stað, og hver nemandi og hver leikmaður get ur kyimt sér. Reyndar hefur alltaf verið gert meira af þessu í jarðfræðinni, heldur en í öðr- um náttúrufræðigreinum, enda er það líka auðveldara, þar sem landið okkar býður upp á meiri fjölbreyttni í jarðfræðilegum dæmum, en títt er um önnur lönd í okkar heimshluta. Margir útlendingar líta á ísland, sem eins konar jarðfræðitilrauna- stofu, og margt bendir til þess, að innan tíðar verði naumast útskrifaður nokkur jarðfræð- ingur í Evrópu, án þess að hann hafi kynnzt þessari tilrauna- stofu af eigin raun. Það væri okkur til minnkun- ar, ef við gengjum um þessa til- raunastofu, með hugarfari gylt- unnar, sem Eggert Ólafsson kveður svo um: akarn við rætur eikarstúfa, áhyggjulausar fylla sig, en upp í tréð þær aldrei gá, akarnið hvaðan kemur frá. Þetta, að spyrja sig, hvaðan akarnið kemur, er upphaf og endir allra náttúruvísinda, og ég er ekki í neinum vafa um, að í jarðfræðinni verður bók Þor- leifs til að vekja hjá mörgum hliðstæðar spurningar. Betur væri, að við ættum fleiri slíkar bækur. H. Hg. Naulpeningur hræSir lólk Á sunnudaginn vann Fram IBA á Akurcyri með 2:1. (Ljósm.: E. D.) ÞAÐ BAR TIL norður í Fjörð- um (Fjörðu) nú í sumar, að ferðafólk varð fyrir óvæntri heimsókn, er það áði og neytti nestis síns. En ferðafólk þetta var á tveim bílum og var áning arstaður þess hjá Kaðalstöðum. Heimsóknina gerðu geldneyti, sem tugir eru af á þessum slóð- um, og voru að vanda fremur forvitin og um sinn óvön manna ferðum í fáförnum SumarhÖgum hinnar eyddu byggðar. f þessum hópi geldneyta var boli einn hálfvaxinn, grár að lit, og skaut hann konum og börn- um skelk í bringu með ljótum munnsöfnuði og tilburðum. Og var forvitni hans úr hófi. Kom hann jafnharðan aftur þótt rek- inn væri í burtu og sýndist til alls liklegur. En ekki lét hann þó til skarar skríða og fór und- an, er menn með barefli mein- uðu honum hnýsni, en „bölvaði“ svo að undir tók í fjöllum. Ekki varð þetta að slysi. Slíkt gæti þó hent, ef t. d. konur og börn væru þama í berjamó og ekki nærri bílum. Landgott er talið í Fjörðum og einkar góðir sumarhagar. Er því hagkvæmt bændum, að nota graslendið handa hrossum sínum, geldneyt um og sauðfé. En naumast munu þar ganga mega gripir, sem hættulegh eru mönnum. Margar sögur og sagnir hafa verið skráðar og sagðar um mannýg naut, sem gengu laus á heiðum uppi og grönduðu stund um fólki, er þar átti leið. Boli lieimsækir tjaldbúa. í fyrrasumar fór eyfirzkur bóndi í skemmtiferð til Skaga- fjarðar, ásamt fjölskyldu sinni, naut sumarblíðu og landslags- fegurðar og reisti tjald að kveldi. Þegar skammt var liðið næt- ur vaknaði fólkið við traðk úti- fyrir og heyrði blástra mikla. Með því fólkið þekkti hina með- fæddu forvitni kúnna, hugði það, að henni mundi fljótlega svalað og eflaust væru þarna meinlausar kýr á ferð. En brátt var farið að hnippa í tjaldið og ýta á það að utan. Kom þá stór gúll inn og sló bóndi á gúlinn. Kvað þá við hið ferlegasta nauts öskur. Var nú svefn úti. Bóndi fór út, sá þar á að gizka tveggja ára gamalt naut, hið illilegasta en gat þó rekið það frá. Gekk svo alla nóttina, að boli kom jafnharðan aftur og færðist held ur í aukana. Um moi’gunin bar þar að mann af næsta bæ, ekki þó eigandi bola, vopnaðan heykvísl og sagði hann fólkinu, að skepnan væri til alls vís og ekki hættulaus, enda fór svo, að full alvara færðist í leikinn. Bóndinn og fólk hans fór úr tjaldstað um hádegi. Var boli þá erm ekki handsamaður, þótt fleiri menn legðust á eitt, enda var harm þá orðinn hirrn versti viðui-eignar. Sagt er, að Eyfirðingurinn; hafi í sumar á ný ferðazt um Skagafjörð og slegið tjaldi á svipuðum slóðum. En þá hafi hann haft byssu í farangri sín- mn, minnugur þess, sem skeði í fyrra, en naut nú svefns að vild, óti-uflaður af skapvondum búpeningi. | □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.