Dagur - 11.09.1968, Blaðsíða 1

Dagur - 11.09.1968, Blaðsíða 1
EFNAVERKSMIÐJAN SJÖFN wm&m\ LI. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 11. september IMS — 38. tbl. FILMU HÚSIÐ Hafnarstræli 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SéRVERZLUN: LJÖSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Sjónvarp í Skagafirði um áramót? Svarfaðardalur, einn af fegurstu sveitum Norðurlands. (Ljósm.: E. D.) Fréttabréf úr Svarfaðardalnum Frostastöðum 6. sept. Senn líð- ur'að því, að Skagfirðingar geti farið að sitja við sjónvarpstæk- in. Eins og málin horfa nú, er svo ráð fyrir gert, að það þurfi ekki að dragast nema til næstu áramóta. Er mikil breyting orð- in þar á, því að samkvæmt upp haflegum ráðagerðum um út- breiðslu sjónvarpsins um land- ið, mun hafa verið við því búizt, að Skagfirðingar yrðu þar með seinni skipunum. Nesi í Fnjóskadal 9. september. Göngur byrja hinn 11. þ. m. og fé verður rekið til réttar: Loka- staðarétt 11. sept. og tveim dög um síðar á Ulugastaðarétt. Slátr í fyrrasumar var hafinn undir búningur sjónvarpsfram- kvæmda hér með því að rann- saka hvar bezt hentaði að reisa endurvarpsstöð, eða stöðvar og voru ýmsir staðir athugaðir. í vor var svo þessum rannsókn- um haldið áfram og varð endan leg niðurstaða sú, að reistar skyldu tvær endurvarpsstöðvar. Verður önnur þeirra og hin meiri á Geitabergi í Hegranesi (Framhald á blaðsíðu 5) un hefst á Svalbarðseyri 18. septembpr.......... Heyskap er langt komið. Ástæður virðast sæmilegar hvað heyin snertir þegar á heildina Dalvík 10. sept. Sumir bændur í Svarfaðardal eru hættir að heyja en aðrir að ljúka hey- skaparstörfum. Töluvert af heyi hefur verið selt héðan. Kartöfluspretta virðist ætla er litið. Þó fengu stöku bændur lítil hey. Seint var byrjað að slá og er taðan stórgerð og e. t. v. ódrjúg í hlöðum, en vel verkuð. Sex menn á tveim jeppum fóru nýlega upp norðan við Kiðagil, óku út með Bleiksmýr- ardal að austan, sneru við, héldu á Eyfirðingaveg og komu til byggða í Eyjafirði. Þeir voru m. a. að athuga hvort fært væri að flytja efni í gangnamanna- skýli í framanverðum Bleiks- mýrardal. Gekk þeim ferðin vel. Á mánudaginn kemur er bú- ist við að steypt verði gólf hinn- (Framhald á blaðsíðu 7). að verða mjög góð. En undan- farin ár hefur kartöflurækt gengið illa og var því minna sett niður í vor, en æskilegt hefði verið. Fólk er búið að tína mikið af berjum, enda berjasprettan víð- ast sæmileg. Þó voru aðalblá- berin smávaxin, af hverju sem það nú stafar. Ágætur afli er í dragnót á minni bátunum og hefur svo verið undanfarið. Björgúlfur er með troll og aflar minna nú en oft fyrr á þessu ári. Hætt er við að allt fari í sama farið og áður með frystigeymsl- urnar. Afskipanir ganga mjög seint og leiðir það til marg- þættra erfiðleika. Ein fiskimjölið fór allt í síðustu viku. Því er svo háttað á Dalvík um þessar mundir, að naumast er öðrum en fleygum fært, því byrjað er að steypa fyrstu göt- (Framhald á blaðsíðu 2). Mesta stálbitabrú landsins er á Fnjóská Búið er að selja 347.000 tiinmir af síld en aðeins saltað í 35.000 I haust verður beitt á hána Frostastöðum 29. ágúst. Sláttur er nú víðast hvar langt kominn hér og sumsstaðar er honum lokið. Enn er þó talsvert úti af heyjum en óvíða mikið flatt. tleita má að heyskapur hafi gengið ágætlega og hey lítið eða ekki hrakizt, enda tíð verið hag stæð. Hefur mjög breytt um til ‘hins betra frá því sem útlit var fyrir í vor og framan af sumri. Þá var spretta mjög treg og gerðu menn ráð fyrir grasleysis ári. Sláttur hófst líka um hálf- um mánuði seinna en í meðal ári. í júlíbyrjun tók að draga úr norðanáttinni og hlýna í veðri og um svipað leyti hvarf ís gf fjörum. En til verulegra hlýinda dró þó ekki fyrr en um miðjan júlí. Þá kom líka hver dagurinn öðrum betri næstu þrjár vikur, hóflegar skúraleiðingar og hiti uppundir og yfir 20 stig. Fleigði (Framhald á blaðsíðu 5). BÚIÐ er að semja um sölu á 347 þúsund tunnum saltsíldar, þar með talinn nýr samningur við Rússa um 100 þús. tunnur. Samið var um hækkun á sölu- verði, sem svarar gengisfellingu íslenzku krónunnar gagnvart Bandaríkj adollarnum. En aðeins hefur verið saltað í rúmlega 35 þúsund tunnur síld ar, mest á hinum fjarlægu mið- GONGIR A AKUR- um, sem er nýjung hjá íslend- ingum á síldarmiðunum. Geta má þess, að í fyrra voru saltaðar 325 þúsund tunnur síld ar og hófst síldarsöltunin þó ekki fyrr en seint í september. Margir eru því enn bjartsýnir á síldarsöltun í ár, þótt síldin sé enn langt undan og ekki hafi veiðzt af henni nema sem svar- ar tii fjórðungi þess magns, sem veiddist á sama tíma í fyrra. En samkvæmt upplýsingum Jakobs Jakobssonar fiskifræð- ings, mun síldin nú vera á suður leið og fer gangan um 15 sjó- mílur á dag. Gerir fiskifræðing- urinn sér vonir um, að síldin fari að nálgast sínar hauststöðv- ar austan við ísland eftir mán- aðartíma eða svo. □ Kæliturn Jóns Þórðarsonar. JÓN ÞÓRÐARSON framleiðslu stjóri á Reykjalundi hefur fund ið upp svokallaðann kælitum, sem notaður er við framleiðslu plastdúka. Þessi kælitum var nýlega á mikilli sýningu í Osló og vakti þar verulega athygli, (Framhald á blaðsíðu 2). EYRI 21 SEPTEMBER AFRÉTTARLÖND Akureyr- inga verða smöluð 21. sept. og réttað sama dag. Bæjarbúar áttu í vetur rúmlega 2 þús. fjár og munu því: eiga hálft fjórða þúsund á fjalli. Sama dag verð- ur réttað á Moldhaugum en 18. sept. í Reykárrétt í Hrafnagiis- hreppi og 16. sept. á Þverá í Öngulsstaðalireppi. □ TVEIM ungum menntamönnum frá Akureyri hefur verið veitt lektorsstaða erlendis. Það eru þeir Davíð Erlingsson, sem verður við Uppsalaháskóla í Svíþjóð og Tryggvi Gíslason við háskólann í Bergen í Nóregi. Þéir. kenna báðir íslenzk fréeði og bókménntir við hina erlendu háskóla. □ Davíð Erlingsson. Tryggvi Gíslason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.