Dagur - 11.09.1968, Blaðsíða 8

Dagur - 11.09.1968, Blaðsíða 8
8 Þrátt fyrir kalt vor urðu margir skrúðgarðar bæjarins fagrir í sumar. (Ljósm.: E. D.) SMÁTT OG STÓRT RAKA SAMAN FÉ Blaðinu hefur verið tjáð, að hljómsveit, sem víða hefur aug- lýst skenuntisamkomur, hafi fyrst selt inn á skemmtiatriði á 150 kr., síðan rekið fólkið út og selt því inn á dansleikinn á 200 kr. eða somtals 350 krónur. Þetta gerðist í sveitum. Sama hljómsveit, sem hélt samskonar skemmtim á Akureyri seldi að- ganginn á 150 krónur aðeins. Hvers átti sveitafólkið að gjalda? Hljómsveitir að sunnan eru sagðar hafa rakað sarnan fé hér norðanlands í sumar. AÐ AKA Enn ber það við hér á Akur- eyri, að ökumenn brjóta flest boðorð í umferðimii, aka jafn- vel á ofsaliraða, svo hrehm keppakstur sé ekki nefndur. Hættan af þessu er mikil, og BERJATÍNSLA Víða náðu ber fullum þroska og fólk þyrpist í berjamó rnn helg- ar. Blaðið vill minna á, að berja tínsla er óheimil án leyfis land- eigenda og er það hinn mesti dónaskapur að óvirða þann rétt með berjaþjófnaði í löndum bænda. Leyfi til tínslu eru hins vegar oftast auðfengin gegn nokkru gjaldi, sem hverjum og einum á að vera Ijúft að greiða. TOGARI STRANDAR Togarinn Surprise frá Hafnar- firði (smíðaður í Skotlandi 1947) strandaði á Landeyjar- sandi að morgni sl. fimmtudags. Mannbjörg varð. Skipverjar töldu sig vera á Krossandi en skip þeirra strandaði framan við bæinn Sigluvík. Dimmviðri var á. Björgun hefur ekki tekizt. óbein áhrif á aðra ökumenn er það einnig. Þvi miður virðist almennur áhugi á því, að læra umferðarreglur og fara eftir þeim, sem svo lofsverður var í umferðarbreytingunni miklu í vor, fara dvínandi. Á þetta er minnt að marggefnu tilefni. BAKKUS EKKI MEÐ I síðasta blaði sagði frá ungum manni, sem ók út af við kirkj- una. í næstu málsgrein er getið lun ölvun. Til að fyrirbyggja misskilning var hér ekkert sam- band á milli ölvunar og útaf- keyrslu og hefur lögreglan stað- fest það. Hins vegar biluðu heml ar bílsins og ökuhraðinn var of mikill. Það tvennt var orsök slysins. Mætti það dæmi undir- strika þau orð hér að framan, sem fjalla um of hraðan akstur. Aðalfundur ÆskuSýðssambandslns AÐALFUNDUR Æskulýðssam bands kirkjunnar i HólastiftL var haldinn í Olafsfirði um sl. helgi og var hinn fjölmennasti fram að þessu. Þar voru bæði prestar, ungmenni og annað áhugafólk um málefni kirkjunn ar. Fundínum lauk með sam- sæti í Tjarnarborg, sem sóknar- nefnd og söfnuður í Ólafsfirði boðaði til. Hófinu stjórnaði séra Ingþór Indriðason. Aðalfundar- gestir nutu gistivináttu 20 heim ila í Ólafsfirði. Síðar verður e. t. v. nánar frá fundinum sagt er fréttatilkynning berst. □ FEGURSTU GARÐARNIR Á AKUREYRI THULE-ÖL HÆKKAR Thule-ölið frá Sana á Akureyri sem hlotið hefur vinsældir neyt enda, hækkar nú um 90% á höfuðborgarmarkaðinum. Kost- ar flaskan þá 18.75 í stað 10.00. Hér á Akureyri var hver flaska 1.25 króninn ódýrari en syðra. Ölverksmiðjan mun ekki hafa treyst sér lengur til að fram- leiða ó fyrra verði og verðlags- yfirvöld því leyft þessa hækkun. MISFERLI í SEMENTS- VERKSMIÐJUNNI Saksóknari ríkisins hefur nú til meðferðar mál 42 starfsmanna Sementsverksmiðjunnar, vegna launaframtala, sem þykja mjög í molum, og hafa verið það síð- ustu árin. Má búast við að dóm- stólarnir fjalli um þetta meinta (Framhald á blaðsíðu 5). HINN 5. september sl. hófst kennaranámskeið á Laugalandi á ÞeLamörk og þar einkum kennd hin nýja stærðfræði — mengi —■. Námskeiðinu lýkur 14. september. Valgarður Har- aldsson námsstjóri hefur um sjón með því, f. h. fræðslumála' skrifstofunnar. FEGRUNARFÉLAG Akureyr- ar hefur veitt eigendum 200 skrúðgarða verðlaun og viður- kenningar á undangengnum árum. Á föstudagskvöldið bauð það til kaffisamsætis á Hótel Varð- borg og veitti eftirtöldum viður kenningu fyrir snyrtilega garða með ávarpi og hinni ágætu Skrúðgarðabók: Herberti Tryggvasyni og frú Kringlumýri 33, Guðna Þórðar- syni og frú Hamarstíg 1, Jó- hanni Malmquist og frú Ás- byggð 3 Leonarð Albertssyni og Sauðf j árslátrun hefst á Akureyri 17. sept. SAUÐFJÁRSLÁTRUN á Akur eyri hefst að þessu sinni hinn 17. september. Lógað verður þar 36 þús. fjár en auk þess á Greni vík og Dalvík. Áætluð slátur- fjártala hjá KEA á þessum þrem stöðum er um 50 þúsundir. Auknar kröfur eru nú gerðar af erlendum kaupendum kinda- kjöts um breyttar slátrunarað- ferðir og meira hreinlæti í slát- urhúsum, en unnt er víðast við að koma. Um þriðjungur alls dilkakjötsframleiðslunnar er seldur úr landi ár hvert eða um 4 þús. tonn og því mikilsvert að uppfylla kröfur kaupenda um meðfefð vörunnar. Framleiðendur, eða bændur landsins gera kröfur til kaup- félaga sinna um að mæta þess- um kröfum með byggingu nýrra og fulLkominna sláturhúsa. En bankarnir hafa sett kaupfélög- unum-stólinn fyrír dyrnar í .þess um efnum eins og mörgum öðr- um með sinni alkunnu lána- tregðu. Framleiðsluráð landbúnaðar- ins og framleiðnisjóður vilja að því vinna, að endurbyggja slát- urhúsin og fækka þeim um leið af praktískum ástæðum. Rekstr arfjárlánin til landbúnaðarins hafa ekki hækkað í krónutali síðan 1960. Kaupfélög bænd- anna eru því illa á vegi stödd og hreinlega svelt.. Eins og áður segir verður sauðfjárslátrun KEA á þrem stöðum í haust eins og áður, en heyrzt hefur, í bollaleggingum um nýja skipan þessara mála, að sláturhúsin í Grenivík og Dal- vík verði lögð niður en slátrun- araðstöðunni þannig breytt á Akureyri, að hún fullnægi hin- um nýju kröfum erlendra kaup enda, en of kostnaðarsamt mun, af opinberum aðilum talið að koma þeirri breytingu á nema á einum stað á félagssvæðinu. Kennarar á stærðfræðinámskeiði Þelamerkurskóla. (Ljósm.: E. D.) frú Möðruvallastræti 8, Ólafi Aðalbjörnssyni og frú Grænu- mýri 14, Gesti Jóhannessyni og frú Reynivöllum 2, Tryggva Gunnarssyni og frú Norðurgötu 43. Ennfremur Dúa Björnssyni fyrir góða hirðingu kirkjugarðs ins. Dómnefnd skipuðu: Jón Rögn valdsson, Ingólfur Árnason og Einar J. Hallgrímsson. Er formaður, Jón Kristjáns- son, hafði veitt þessar viður- kenningar flutti hann ræðu, svo og Jón Rögnvaldsson, sem sagði að ekki hefðu öðru sinni verið jafn-ljótari garðar á Akureyri, vegna óhagstæðrar veðráttu. í kaffisamsætinu voru um 30 manns og undu menn sér lengi kvölds við samræður um skrúð- garða o. fl. □ Þrír Þiiigeyingar sýna verk sín á Aknreyri EINAR Karl Sigvaldason, bóndi á Fljótsbakka í S.-Þing., opnaði málverkasýningu í Landsbanka salnum svo sem áður var frá sagt og sýndi 40 olíumyndir o. fl. Á fimmtudaginn var opnuð önn ur sýning í aðalsal Hótel KEA. Þar sýndi Jakob V. Hafstein, frá Húsavík, nú í Reykjavík, 35 myndir, þar af 20 olíumálverk og svo vatnslitamyndir og Jó- hann Ingimarsson, N.-Þingey- ingur, nú á Akureyri, 25 mynd- ir, nokkuð sérstæðar, því þar er — auk lita og lérefts notað tré, stál o. fl. Hér er því um að ræða verk þriggja Þingeyinga á tveimur sýningum samtímis og lauk þeim sl. sunnudagskvöld. Einar Karl og Jóhami Ingi- marsson hafa ekki áður sýnt málverk sín, en Jakob V. Haf- stein hefur hins vegar haldið nokkrar sýningar. Sýningar þessar voru sæmi- lega sóttar og margar myndir seldar. □ Leiðbeinendur eru: Guðmund ur Arnlaugsson rektor, Björn Bjarnason yfirkennari, frk. Agnete Bundgord, Kristinn Gíslason eftirlitsmaður, Ármann Helgason, Akureyri og Helgi Þorsteinsson, Dalvík. Fast að 30 sem einkum var ætlað Norð- lendingum. Margir kennaranna búa í skólanum en aðrir á Akur eyri. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.