Dagur - 11.09.1968, Blaðsíða 5

Dagur - 11.09.1968, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Súnar 1-1166 og 1-1167 Kitstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsia: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Hjálparbeiðni og neyðarráðstafanir ÞÓTT fjárlög fyrir yfirstandandi ár séu ekki að öllu leyti sambærileg við fyrri ár, vegna formbreytingar, er þó augljóst að ríkið ætlaði samkvæmt þeim að innheimta 6240 milljónir króna til sinnar ráðstöfunar. Tekju- afgangur ætlaður 100 millj. kr. Þetta voru að vísu ófullkomin fjárlög þótt há væru, því þegar þau voru sam- þykkt í vetur, var allt enn í óvissu með rekstur fiskveiðiflota og frysti- húsa. Gengisbreyting hafði farið fram í nóvember og átti hún að leysa vanda atvinnuveganna, en gerði það ekki. Eftir áramótin voru svo samin ný lög, einskonar viðaukaf járlög, þar sem stjómin gaf sjálfri sér leyfi til að gera ýmsar þær breytingar á því, sem þingið áður hafði samþykkt við af- greiðslu fjárlaganna. Til samanburð- ar má geta þess, að niðurstaða fjár- laga 1958 var 807 millj. kr. Þannig hefur þróunin orðið undir „við- reisn.“ Sú þróun og vísitalan segir til um hitann eða hitasóttina í efnahags málunum hér á landi. Niðurgreiðsl- umar eiga að lækka þennan hita, enda til þeirra varið 570 milljónum króna, áætlað á þessu ári, þrátt fyrir gengisbreytinguna. Fyrir átta ámm var hver Bandaríkjadollari skráðtu: á kr. 16.32 en nú á kr. 57. Viðreisnar- stjórnin taldi niðurgreiðslur og út- flutningsbætur óþarfar ef rétt væri stjómað. Útflutningsuppbætur eru á þessu ári áætlaðar uin 600 millj. kr. samkvæmt gildandi lögum. Sú mikla verðbólga, sem orðið hefur í tið nú- verandi stjómar, hefur veikt sam- keppnisaðstöðu atvinnuveganna á erlendum mörkuðum og aukið hvers konar eyðslu innanlands og hreina gjaldeyrissóun, sem afsökuð er með yfirlæti og nefnt frelsi í viðskiptum. Þjóðin stendur nú frammi fyrir stjómmálakreppu og efnahags- kreppu í senn, eftir hið mesta góð- æristímabil í öflun verðmæta og sölu þeirra erlendis, sem um getur. Fjár- málaráðherra landsins segir sh'kt ógnarástand vart þekkt í nokkm landi á síðari tímum og ríkisstjómin biður um hjálp þann sama dag og hún lögleiðir fyrstu neyðarráðstaf- anirnar. Sjálfsagt er, að stjómmála- flokkarnir allir ræði vandann. Jafn sjálfsagt er, að þeir, sem ábyrgastir teljast, leggi málið undanbragðalaust fram fyrir þjóðina, hversu sárt sem það kann að reynast, jafnvel undir dóm hennar í kosningum, áður en meira sígur á ógæfuhlið. □ Erlendu skuldirnar og „greiðslubyrðin FYRIR einum áratug eða því sem næst, var því haldið fram af þeim, sem þá voru í þann veginn að koma til valda hér á landi, að skuldasöfnun íslend- inga erlendis væri orðin meiri en svo, að þjóðin fengi undir henni risið. 1 greinargerð, sem ríkisstjórnin lét þá frá sér fara og dreift var um landið í sér- prentim undir nafninu „Við- reisn“, var sérstök áherzla lögð á að sýna fram á, hvílík hætta stafaði af hinum erlendu skuld- um, eins og þær þá voru. Þar var því haldið fram að gjald- eyrisstaða íslendinga væri „verri en allra annara“ og að árleg „greiðslubyrði“ þjóðarinn ar vegna afborgana og vaxta af erlendum lánum, væri orðin óhæfilega þung. Sagt var, að hag fræðinganefnd hefði komizt að raun um það við athugun, að í flestum löndum, sem upplýsing ar hefðu fengizt um, væri „greiðslubyrðin" lægri en 5% af gjaldeyristekjum hlutaðeigandi lands. Talið var, að þjóðin þyrfti að eignast gjaldeyrisvarasjóð, sem næmi 30—40% af árlegum innflutningi. Eitt aðaládeiluefni hinna nýju valdhafa á svo- nefnda „vinstri stjóm“ áranna 1956—’58 var, að hún hefði auk- ið „greiðslubyrðina". í árslok 1958, um það leyti, sem „vinstri stjórnin“ sagði af sér, voru inneignir bankanna erlendis (gjaldeyrisvarasjóður) 229 millj. kr. og skuldir erlendis, að frádregnum inneignum tæp- ar 2000 millj. kr. í nýútkomn- um Fjármálatíðindum segir, að fyrrnefnd „greiðslubyrði“ vegna afborgana og vaxta hafi um þau árslok (1958) verið 5.1% af inn- komnum gjaldeyristekjum. í þessu síðasta hefti Fjármála tíðinda er líka yfirlit um það, hvernig greiðslubyrðin hefir breytzt frá ári til árs á tíma- bilinu 1958—’67, og eru tölum- ar miðaðar við árslok hverju sinni. Yfirlitið er á bls. 160 í umræddu hefti og lítur þannig út: Ár 1958 5.1% Ár 1959 8.7% Ár 1960 9.9% Ár 1961 11.0% Ár 1962 10.2% Ár 1963 8.5% Ár 1964 8.0% Ár 1965 7.7% Ár 1966 8.7% Ár 1967 11.4% Á þessu sést, að „greiðslu- Næstu 6 árin fór gjaldeyrisvara sjóðurmn vaxandi og var í árs- lok sem hér segir: Ár 1961 Ár 1962 Ár 1963 Ár 1964 Ár 1965 Ár 1966 527 millj. kr. 1150 millj. kr. 1311 millj. kr. 1593 millj. kr. 1912 millj. kr. 1915 millj. kr. Láta mun nærri að gjaldeyris varasjóðurinn í árslok 1966 hafi numið 30% af innflutningi þess árs. En á árinu 1967 lækkaði hann um hvorki meira né minna en 1070 milljónir og var kominn niður í 845 millj. kr. um síðustu áramót. Nú er það hins vegar svo, að gjaldeyrisvarasjóðurinn, eins og hann var um hver áramót und- anfarin 10 ár, segir ekki nema byrðin“ kostaði þjóðina rúmlega 20. hverja krónu af gjaldeyris- tekjunum árið 1958 en nálega 9. hverja krónu árið 1967. Auð- sætt er, að því fer fjarri, að þró unin, að því er greiðslulbyrðina varðar, hafi orðið sú, sem nauð- synleg var talin á sínum tíma. í samhandi við greiðslubyrð- ina og þróun hennar, er ástæða til að gefa gaum að þeim breyt- ingum á skuldum og inneignum íslendinga erlendis, sem orðið hafa á því tímabili, sem yfirlit Fjármálatíðinda nær yfir, en þar eru einnig glöggar tölur um það efni. f seinni tíð hefir oft verið rætt urn „gjaldeyrisvarasjóð" íslend inga erlendis. Með orðinu gjald- eyrisvarasjóður er þá, eins og fyrr var sagt, átt við inneignir íslenzkra banka í erlendum bönkum. í árslok 1958 var gjald eyrisvarasjóðurinn, eins og áður er fram komið, 229 millj. kr. Á árinu 1959 var þessum gjald- eyrisvarasjóði eytt að fullu og meira en það, því að í stað hans var í árslokin komin 144 millj. kr. skuld. Á árinu 1960 mynd- aðist svo vísir að nýjum gjald- eyrisvarasjóði 126 millj. kr. Gísli Guðmundsson. hálfa sögu og þó varla það um niðurstöðu viðskiptareikning- anna gagnvart öðrum þjóðum. Þó að innstæður hafi hækkað í bankareikningum, hefir þjóðin jafnframt verið að safna skuld- um erlendis. Sú skuldasöfnun var á tímabilinu 1960—’66 mun meiri en aukning gjaldeyris- varasjóðsins, og jafnframt því sem gjaldeyrisvarasjóðurinn minnkaði um meira en helming á sl. ári jókst skuldasöfnunin enn til mikilla muna. Hér er um að ræða tvenns konar skulda- söfnun, föst umsamin lán til lengri eða skemmri tíma og óumsamin vörukaupalán (víxla), sem innflytjendur vara hafa tekið til stutts tíma. Föstu lánin voru um síðustu áramót samtals 5112 millj. kr. og vöru- kaupalánin 743 millj. kr. Til frá dráttar kemur svo áðurnefndur gjaldeyrisvarasjóður, eins og hann var um síðustu áramót, 845 milij. kr. Skuldir íslendinga erlendis, að frádregnum gjaldeyrisvara- sjóði, hafa undanfarin 10 ár ver ið, sem hér segir, miðað við árs- lok: Ár 1958 Ár 1959 Ár 1960 Ár 1961 Ár 1962 Ár 1963 Ár 1964 Ár 1965 Ár 1966 Ár 1967 1999 millj. kr. 2635 millj. kr. 2987 millj. kr. 2620 millj. kr. 2038 millj. kr. 2352 millj. kr. 2515 millj. kr. 2584 millj. kr. 3271 millj. kr. 5010 millj. kr. um. Þegar hagfræðingar reyndu að gera sér grein fyrir því 1958 —’60, hvað þjóðin væri fær um að bera í vöxtum og afborgun- um af erlendum lánum, miðuðu þeir við gjaldeyristekjurnar, þ. e. þann gjaldeyri, sem þjóðin eignast árlega fyrir útfluttar vörur og þjónustu. Það var þá álit þeirra, að þessi „greiðslu- byrði“ mætti ekki fara fram úr tilteknum hundraðshluta af -gjaldeyristekjunum. Samkvæmt þessu hafa þrjú meginatriði áhrif á „greiðslubyrðina11 og hve þungbær hún verður þjóðinni: Upphæð gjaldeyristeknanna, upphæð erlendra skulda og lána kjörin erlendis. Vaxandi gjald- eyristekjur þýða, að öðru jöfnu, minnkandi greiðslubyrði, en hækkun erlendra skulda eða versnandi lánskjör þýða vax- andi greiðslubyrði. Hin óhag- stæða þróun í sambandi við greiðslubyrðina stafar af því, að skuldir erlendis hafa vaxið til- tölulega hratt í samanburði við gjaldeyristekjurnar, sem þó voru í nokkur ár mjög miklar, en auk þess eru vextir af erlend um skuldum hærri nú er þeir voru fyrir 9—10 árum, sam- kvæmt skýrslu um það efni í fyrrnefndu hefti Fjármálatíð- inda. Gjaldeyristekjurnar náðu hámarki árið 1966, en lækkuðu svo mjög verulega árin 1967. Urðu þær þó víst fullkomlega í meðallagi, og erfiðleikar útflutn ingsatvinnuveganna stöfuðu fyrst og fremst af verðbólgu- aukningunni innanlands, svo sem kunnugt er, en umdeilt af stjórnmálaástæðum. Upplýsingar þær úr Fjármála tíðindum, sem hér er einkum stuðst við, ná ekki lengra en til síðustu áramóta. En horfur eru á því, að gjaldeyrisjöfnuður verði mjög óhagstæður á því ári, sem nú er að líða. Með nýjum lántökum er hægt að gera bönk unum kleift að halda í meira eða minna af því, sem eftir var af (Framhald á blaðsíðu 2) Kjördæmismálanefnd kom út á tröppur í fundarhléi. Frá vinstri: Halldór Kristjánsson, Haraldur Gíslason, Baldvin Baldursson, Eiríkur Sigurðsson, Hafsteinn Pálsson, Þrándur Indriðason, Ólafur Magnússon, Jón Friðriksson, Jón Bjarnason, Benedikt Björnsson, Óli Gunnarsson og Gunnar Eiríks- (Ljósm.: E. D.) son. æinisméii 1. Norðurlandsáætlun. Kjördæmisþingið átelur þann drátt, sem á því hefur orðið, að lokið yrði Norðurlandsáætlun, sem heitið var að fram skyldi koma á árinu sem leið. Horfur í atvinnumálum eru nú þannig í bæjum, þorpum og sveitum hér norðanlands, að vel mundi henta, að sem fyrst yrði hafin vinna við opinberar fram- kvæmdir, sem ætla má, að áætl unin geri ráð fyrir á næstu ár- um. En af framkvæmdum, sem þingið telur sjálfsagt, að teknar verði inn í áætlunina, skulu þessar nefndar: a) Samgöngumál. Þingið árétt ar fyrri ályktun sína um nauð- syn á uppbyggingu Þingeýjar- sýslubrautar. Á öðrum þjóð- brautum í kjördæminu er upp- byggingarþörfin einnig mjög mikil, svo og á landsbrautum. Þingið telur, að stjómarvöldum landsins beri að láta ljúka Norð urlándsáætlun um vegagerð það Hún synti óttalaus með maka sínum og börnmn þegar fuglamorð- inginn kom á vettvang. Ljótar aSiarir viS Ljósavaln Þessar skuldatölur eru, eins og aðrar krónutölur í þessari grein, allar miðaðar við sömu gengisskráningu, þ. e. þá gengis skráningu, sem í gildi var 23. nóv. 1967. En samkvæmt þeim hafa skuldir íslendinga út á við, að frádregnum inneignum, aukizt um ca. 150% á tímabilinu frá 31. des. 1958 til 31. des. 1967. Nú kunna menn að segja, að framleiðslan í landinu hafi auk izt á síðasta áratug og að þjóðin geti staðið undir meiri skuldum erlendis nú er fyrir 9 eða 10 ár- í SUMAR og mörg undanfarin sumur hafa álftahjón gert sér hreiður á litlum hólma í tjöm einni við Ljósavatn og komið upp imgahópum sínum, þeim til yndis er kunna að njóta þess, að sjá þessa hamingjusömu fjöl- skyldu, hinna hvítu og pniðu fugla. Á laugardaginn synti fjöl- skyldan óttalaus á vatninu, ann að hjónanna á undan en hitt á eftir en milli þeirra fimm ungar. Ljós Volkswagenbíll á leið vest- ur þjóðveginn staðnæmdist við Ljósavatn. Maður með byssu kom út úr honum, lagðist niður og hóf skothríð að álftafjölskyld unni. Eftir 8—10 skot lá sú álft- in dauð, sem öftust var í hópn- um. Tveir menn aðrir komu út úr bifreiðinni, síðan hurfu þeir allir inn í hana aftur og óku birrt. Á þennan Ijóta verknað horfði fólkið á næsta bæ, ennfremur gestkomandi maður, Ágúst Ás- grímsson á Akureyri, sem er heimildarmaður blaðsins að þessu atviki og á þetta horfði einnig fólk í berjamó, ekki fjarri skotstað. Af framanskráðu er Ijóst, að enn eru til kærulausari dónar en svo, að þeim sé trúandi fyrir skotvopnum því hér var sannar lega ekki um veiðiskap að ræða heldur drápsfýsn. Vita mega þeir og aðrir slíkir, að reiði margra manna fylgir þeim og réttmæt fyrirlitning. □ tímanlega, að hægt sé að taka tillit til hennar við vegaáætlun landsins fyrir árin 1969—1972, sem fjallað verður xnn á Alþingi í vetur. Þingið telur sem fyrr eðlilegt, að tekið verði ríkislán til hraðbrauta og þjóðbrauta. Kjördæmisþingið leggur jafn framt áherzlu á, að Norðurlands áætlun um hafnargerð verði lok ið áður en fjögurra ára lands- áætlun hafnarmálastjórnarinn- ar verður lögð fram á Alþingi og vekur athygli á því, að mörg um nauðsynlegum hafnarmann virkjum hér í kjördæminu er enn ólokið. Þingið minnir á, að inn í Norð urlandsáætlunina ber að taka framkvæmdir, sem til þess þarf, að bætt verði aðstaða við flug- velli á Norðausturlandi, svo að unnt sé að veita þá þjónustu, sem nauðsynleg er. Þar með er m. a. átt við fullkomna aðstöðu til millilandaflugs t. d. á Akur- eyri og í Aðaldal eftir því sem tryggara þykir. b) Menntamál. Þingið telur nauðsynlegt, að ökólahús fyrir börn og unglinga á skyldunáms- og gagnfræðastigi hér í kjör- dæminu, sem samþykkt hafa verið og byrjað að veita fé til, verði tekin inn í Norðurlands- áætlunina og þar með ákveðið, hvenær lokið skal byggingu þeirra. Ennfremur ítrekar kjördæmis þingið ályktanir sínar frá sl. ári um kennaraskóla, verzlunar skóla og tækniskóla á Akureyri og telur rétt, að greitt verði sér stákt ríkisframlag til safnáhúss- ins á Húsavík. c) Raforka. Þingið leggur áherzlu á, að inn í Norðrtrlands áætlun verði tekin stækkun Laxárvirkjunar og þær fram- kvæmdir, sem eftir eru til að ljúka rafvæðingu dreifbýlisins í ÆSKAN NÍUNDA tölublað þessa árs er komið út, fjölbreytt og mynd- skreytt að vanda, gott lesefni fyrir bömin, fróðlegt og skemmtilegt i senn. □ FREYR FREYR flytur framhald á grein arflokki Olafs E. Stefánssonar um nautgriparæktun, útdrátt úr jarðaskrá Landnáms ríkisins eft ir Pálma Einarsson landnáms- stjóra, greinina Plöntulyfjagerð á tímamótum eftir Ingólf Davíðs son, um landbúnað í Hollandi □ kjördæminu á viðunandi hátt. d) At\innumál. Kjördæmis- þingið lætur í ljós þá skoðun, að sjálfsagt sé að þeir, sem að Norð urlandsáætlun vinna, geri sér grein fyrir þróunarmöguleikum og fjármagnsþörf aðal atvinnu- veganna í kjördæminu, landbún aðar, sjávarútvegs og iðnaðar, miðað við eðlilega fólksfjölgun, og að í áætluninni verði fjallað um ráðstafanir til að efla þá og treysta grundvöll þeirra. Komi Norðurlandsáætlunin fram milli kjördæmisþinga, fel- ur kjördæmisþingið sambands- stjórninni að undirbúa og leggja fyrir næsta kjördæmisþing álits gerð um áætlunina, til þess að greiða fyrir umræðum um mál- ið á því kjördæmisþingi. 2. Með tilliti til reynslu undan farinna ára, telur þingið að gera þurfi sérstakar öryggisráðstaf- anir vegna yfirvofandi hafís- hættu hér á Norðurlandi. Telur það óhjákvæmilegt, að á höfn- um hér norðanlands sé snemma vetrar til staðar nokkurra mán- aða birgðir af kjamfóðri, olíu- vörum og öðrum nauðsynjum og að auka birgðageymslur í þessu skyni, þar sem þess er þörf. Telur þingið eðlilegt, að Bjargráðasjóði verði falin um- sjón með slíkum öryggisráðstöf- unum og honum gert kleift að útvega það fjármagn til þeirra, sém ekki fæst með öðrum hætti. 3. Það er skoðun kjördæmis- þingsins, að halda beri áfram og stórefla vísindalegar rannsóknir á túnkali hér á Norðurlandi, or- sökum þess og möguleikum til úrbóta. Jafnframt telur þingið, að veita beri bændum aukafram lag til þeirrar nýræktar, sem kemur í stað kalsvæða, hvort sem um heimanýrækt eða félags nýrækt er að ræða og að setja beri lög um breytingu lausa- skulda bænda í föst lán. Þá telur þingið, að brýna nauðsyn beri til, að stofnsett verði í kjör- dæminu heykögglaverksmiðja og fóðurbirgðastöð sem allra fyrst. 4. Kjördæmisþingið telur óhjá kvæmilegt, að settar verði, að vel athuguðu máli fastar reglur um notkun veiðarfæra i ís- lenzkri fiskveiðilandhelgi og tryggt, að eftir þeim reglum verði farið, enda verði í slíkum notkunarreglum fyrst og fremst haft í huga, að þau fiskimið, sem hér er um að ræða, nýtist þjóð- inni sem bezt á komandi tímum. Nú sem fyrr leggur þingið áherzlu á, að ötullega sé unnið að vemdun fiskistofnanna með frekari útfærslu fiskveiðiland- Göngur og meðferð á sláturfénu ENN Á NÝ eru göngur og réttir framundan, síðan sláturtíð. Sum arstaðnir liestar og liehnarakkar eru ómissandi, eins og ætíð áð- ur, jafn nauðsjTilegir og nesti og skjólfatnaður. Naumast þarf að minna á þá hættu, sem brúk- unarlausum og feiturn hestum stafar af óvægilegri meðferð á haustin. Margir gangnamenn myndu nú kjósa sér vitra fjár- hunda að förunautum, en fæstir eiga þess kost fremur en áður. Menn og hestar verða að hlaupa í stað fjárliundanna og verður svo að vera þar til bændur taka rögg á sig í hundahaldi. í réttunum fara flestir vel með fé. En marblettimir á kjöt- inu í sláturhúsunum, segja þó sína sögu um undantekningam ar, sem á hverju hausti eru allt of margar til að heimfæra undir helginnar, og minnugir á nauð- syn l>ess, að haf- og fiskirann- sóknir verði stórefldar útifyrir Norðurlandi og uppeldisstöðvar friðaðar fyrir stórvirkum veiðar færum. 5. Kjördæmisþingið telur það lífsnauðsyn fyrir Norðurland, að komið verði í veg fyrir, að rekstur hraðfrystihúsa stöðvist, og að áherzla sé lögð á flutning síldar af fjarlægum miðum til norðlenzkra síldarverksmiðja og söltunarstöðva. 6. Kjördæmisþingið ályktar, að tjá þakkir sínar þingmönn- um kjördæmisins og öðrum þeim, er að því unnu sameigin- Iega sl. vetur, að samið var um smíði tveggja strandferðaskipa á Akureyri og lýsir ánægju sinni yfir því að þessi skipa- smíð skuli nú vera hafin. Telur þingið, að með smíði þessara stóru stálskipa og byggingu dráttarbrautarinnar skapist lík- ur til þess, að Akureyri verði á komandi árum aðal skipasmíða- staður landsins, og að hafskipa- HÉRAÐSFUNDUR Eyjafjarðar prófastsdæmis verður haldinn að Húsabakka í Svarfaðardal sunnudaginn 15. sept. Fundur- inn hefst með guðsþjónustu í Tjarnarkirkju kl. 2 e. h. Síra Bjartmar Kristjánsson, sóknar- prestur að Laugalandi, predikar. Þá mun síra Kristján Róberts- son, sóknarprestur á Siglufirði, flytja erindi. AIl margir kirkjureikningar eru ókomnir ennþá. Það eru slys, er alltaf geta komið fyrir. Fullir menn og grimmir og heimskir hundar, ættu hvorki að vera í göngum eða réttúm. Víða má sjá hvernig féð er rekið upp á bílpallana og er það til mikilla bóta, þar sem fé er flutt milli staða eða í slátur- húsin, í stað þess að lyfta einni og einni kind. Fjárgrindur á bil- unum eru víðast góðar og til fyrirmyndar. En flutningur fjár í ýmiskonar aftanívögnum er oft hinn herfilegasti. Hvíld fjárins fyrir slátrun er talin mjög þýðingarmikil vegna kjötgæðanna. Fé, sem kemur þreytt úr göngum, þarf því að vera nokkra daga á góðu gras- lendi, þar sem það einnig nær í vatn. Gildir það að sjálfsögðu einnig um stórgripi, að ekki má lóga þeim þreyttum. smíð geti orðið atvinnugrein, sem um munar hér á landi. 7. Heilbrigðismál. Kjördæmis þingið vekur athygli á því, að enn fer því fjarri, að læknamál kjördæmisins hafi verið leyzt á viðunandi hátt. Vegna vaxandi umræðna um læknamiðstöðvar telur þingið æskilegt, að heil- brigðisstjórnin komi á fót í ein- hverju því læknishéraði, sem búið hefur við læknisleysi, um lengri eða skemmri tíma, lækna miðstöð í tilraimaskyni, til þess að úr því verði skorið, svo sem unnt er, hvort slíkar miðstöðvar með bættri ferðatækni, geti veitt eigi lakari þjónustu, en tveir eða fleiri héraðslæknar hafa gert hingað til, enda verði tilraunin, meðan hún stendur yfir, ekki látin hafa áhrif á læknishéraðaskipun landsins. Þingið beinir því til stjómar sambandsins, að hún leiti sam- starfs við aðra aðila og gangist fyrir boðun almennrar ráð- stefnu um heilbrigðismál kjör- dæmisins. □ vinsamleg tilmæli mín til reikn ingshaldara að þeir sendi reikn- ingana sem allra fyrst. Það ber mjög á því á reikningum, sem þegar hafa borizt, að ekki sé nákvæm tala um innstæðu og vexti í almenna kirkjusjóðnum. Til leiðbeiningar reikningshöld- urum og öðrum til fróðleiks, set ég hér, þótt seint sé, þær tölur, sem ég hef handbærar um þessi atriði, en þær miðast við ára- mót 1966—67. f viturlegum orðum yfirdýra- Iæknis í útvarpi fyrir skömmu, er sérstök álierzla lögð á þessi aíriði. Eimfremur varaði haim við einhliða fóðurkálsheit fyrir slátrun, átaldi ógætna ökumenn og mhmti alla viðkomandi aðila á siðferðilegar skyldur við dýr- in. Dagur óskar gangnamönnum góðrar ferðar um fjöll og heiðar. Brú hjá Hólmavaði Fjalli 2. sept. Hafin er vinna við brúargerð á Laxá í Aðaldal hjá Hólmavaði. Gísli Gíslason frá Eyhildarholti kom hingað með brúarvinnuflokk sinn sl. þriðju- dag og hóf framkvæmdir. Er fyrirhugað að verkinu verði lok ið í haust, svo og vegarlagningu að brúnni — ef tíð leyfir. Er það stuttur spölur að vestan, en lengra að austan og þarf þar talsverða ræsagerð. Brú þessi hefur verið alllengi á döfinni, en verður mikil sam- göngubót innansveitar, einkum fyrir bæina austan Laxár, svo- nefnda Hvamma og Hagabæi og styttir verulega leið þeirra til Húsavíkur. I. K. - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). misferli imian tíðar. Skattsvik fara mjög í vöxt á íslandi og eru þau þjóðfélagsmein, sem verður að uppræta. Sements- verksmiðjan er ríkisstofnun! SÍÐASTA VONIN Ríkisstjómin hefur nú boðað landslýð uppgjöf sína opinber- Iega. Hún er rúin trausti, enda hefur hún brugðizt herfilega, svo það fer ekkert á milli mála lengur. Síðasta von fólksins, sem nú er búið að fá yfir sig fyrstu neyðarráðstaíanimar til árétt- ingar uppgjafarboðskapnum, er sú, að stjómin eigi þó a. m. k. þá manndáð eftir, að standa upp. - SJÓNVARPIÐ (Framhald af blaðsíðu I). en hin á Eggjunum ofan við Tunguhlíð, (áður Efra-Kot) í Tungusveit og verður sú minni. Hefur nú verið lagður vegur af þjóðvegi og þangað, sem stöðv- arnar eiga að rísa og bygging þeirra þegar fyrir nokkru hafin. Er hylla tók undir sjónvarpið var sjónvarpsáhugamannafélag eða jafnvel fleiri en eitt, — stofn að í Skagafirði. Tilboða var leit að í sjónvarpstæki og munu nokkur hafa borizt. Er nú verið að athuga þau. Fullvíst er talið, að ef nokkur hópur manna sam einast um kaup á ákveðinni teg und fáist umtalsverður afsláttur á tækjunum. mhg —■ - Úr Skagafirði (Framhald af blaðsíðu 1). sprettu þá mjög fram og jafnvel kalblettimtr, sem hér voru meiri og víðar en áður, fóru að fá á sig grænan lit, þótt sá gróð- ur muni 'hins vegar mestmegnis vera arfi. Er þannig víst, að heyfengur verður hér meiri og betri en horfur voru á í vor. Ymsir ráðgerðu engjaheyskap framan af í sumar en ekki býst ég samt við að hann verði mikið umfram venju, úr því að úr rætt ist með sprettu á túnum. Háar- sláttur mun hins vegar varla verða verulegur, enda fer það í vöxt, að menn slái túnin aðeins einu sinni en beiti á hána. mhg — í árslok 1965 Innl. Vextir 5.5% í árslok 1966 Miðgarðakirkja 885.00 49.00 934.00 Siglufjarðarkirkja 73.00 4.00 77.00 Vallakirkja 345.00 19.00 364.00 Urðakirkja 398.00 22.00 420.00 Upsakirkja 2894.00 159.00 3053.00 Hríseyjarkirkja 3036.00 167.00 3203.00 Stærra-Árskógskirkja .. 163.00 9.00 172.00 Möðruvallakl.kirkja .... 13064.00 92.22 723.78 13880.00 Bakkakirkja 1527.00 84.00 1611.00 Bægisárkirkja 730.00 40.00 770.00 Akureyrarkirkja 1945.00 107.00 2052.00 Lögmannshlíðarkirkja .. 3210.00 177.00 3387.00 Munkaþverárkirkja .... 326.00 18.00 344.00 Kaupangskirkja 431.00 24.00 455.00 Grundarkirkja 402.00 22.00 424.00 Möðruvallakirkja 402.00 22.00 424.00 Saurbæjarkirkja 19780.00 1080.00 20868.00 Hólakh-kja 402.00 22.00 424.00 50013.00 92.22 2756.78 52862.00 Prófastur. a 1968 Orðsending um Héraðsfund

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.