Dagur - 18.09.1968, Blaðsíða 1

Dagur - 18.09.1968, Blaðsíða 1
FILMU húsið Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJOSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Norræn listiðnaðar sýning á Akureyri NORRÆNA HÚSIÐ í Reykja- vík var vígt í sumar við hátíð- lega athöfn. Forstjóri þess er Ivar Eskeland. Markmið þessar ar stofnunar er að efla sam- vinnu Norðurlandanna á sviði menningarmála, hlúa að menn- ingarlegum sér-einkennum þjóðanna, sem Norðurlönd byggja og veita þeim nýmælum brautargengi, sem spretta kunna upp af hinni norrænu arfleifð. E. t. v. er það líka verk efni Norræna hússins að verjast menningarlegum og ómenning- arlegum ágangi heimsins, sem vill jafna út öll sérkenni þjóða. í sambandi við vígslu Nor- ræna hússins urn miðjan ágúst Ivar Eskeland framkvæmda- stjóri Norræna hússins. var opnuð listsýning, sem vakti svo mikla athygli að um síðustu helgi höfðu komið þangað 15 þús. sýningargestir. Sýningar- gripir eru frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Færeyj- um og Islandi. Þarna er bæði um að ræða handunna og vél- unna muni. Þeir eru úr ull og gulli og flestum efnum þar á milli. Listkynning af þessu tagi er í senn skemmtileg, fróðleg og gagnleg á margan hátt, ekki að- eins til samanburðar, heldur mun hún einnig örva til list- sköpunar og auðga hugmynda- flug listræns fólks. Gull- og silfurmunir, keramik, skartgrip ir, gler- og kristalsmunir, vefn- aðarvara og fatnaður, teppi og (Framhald á blaðsíðu 2). Sauðfjárslátrun hafin á Húsavík Húsavík 16. sept. Sauðfjárslátr- un hófst í morgun í sláturhúsi K. Þ. Áætlað er að lóga 36.200 fjár, sem er 600 færra en í fyrra. Heyfengur bænda er meiri nú en í fyrra og verða væntanlega fleiri lömb sett á vetur nú. Slátrun lýkur um 20. október og hefst þá stórgripaslátrun. Einnig verður færri stórgripum lógað en í fyrrahaust. En þess ber að geta, að í sumar hefur stórgripaslátrun verið öðru hverju. Þ. J. ÞEGAR litið er yfir umferðina á götum Akureyrar, sýnist hún róleg og vandræðalaus. Flestir ökumenn sýna bæði gætni og nauðsynlega tillitssemi og gang andi vegfarendur hafa töluvert lært. En þegar degi hallar og kvöld ar, ókyrrast sumir ungir menn, er ökutækjum stjórna og brjóta umferðarreglurnar, einkum með of hröðum akstri, jafnvel kapp- akstri og annarri slíkri fíflsku. Slíkt er hættulegt og getur Egilsstöðum 17. sept. Menn líta nú meiri vonaraugum til síldar- innar en áður. Mikið atvinnu- leysi hefur verið í sjávarþorp- unum eystra í sumar og þó lík- lega mest í Vopnafirði. Atvinnu bótaféð, sem greitt er, væri ef- laust betur varið til atvinnu- aukandi framkvæmda á hinum ýmsu stöðum, sem atvinnuleys- ið þjáir. En kannski er síldin á hvenær sem er valdið slysum, er ekki verða bætt. Lögreglan hefur síðan 26. maí sl. sektað 133 öku- fanta og fyrir hefur komið, vegna endurtekins glannaskap- ar í umferð, að menn hafa verið sviptir ökuleyfi um nokkurn tíma. Lögreglumenn og bæjarbúar þurfa að 'hafa samvinnu um að uppræta lögbrotin í umferðinni, sem á öðrum sviðum. Síðustu 7 daga hafa 8 bílar næstu grösum, a. m. k. er hún talin vera á réttri leið í hafinu og nú helmingi styttra á miðin en þegar lengst var sótt til fanga. Hreindýradrápið er mjög um- talað hér um slóðir um þessar mundir. Veiðiglaðir menn fara í hópum á hreindýraslóðir og skjóta. Kjöt dýranna er selt á 95 kr. kg. Ekki virðast gerðar lent í árekstrum og bíl hvolfdi hjá Lækjarbakka við Akureyri. Ekki urðu slys á fólki. Töluvert hefur verið um ölvun undanfarið og hefur m. a. nokkrum sinnum orðið að sker- ast í leikinn í heimahúsum, þar sem ölótt fólk hefur stofnað til vandræða. □ neinar athugasemdir við með- ferðina á því kjöti. Hins vegar þykja engin sláturhús nógu full komin til að lóga sauðfé í og eru heilbrigðisyfirvöldin að tryllast út af því. Kröftng stríðsvopn. Ymsir hneykslast yfir aðför- unum við hreindýraveiðarnar og þykir sýnt, að efitrlit vantar. Eftirlitsmaður er aðeins einn og getur hann að sjálfsögðu ekki fylgzt með sem skyldi. Hrein- dýr finnast nú dauð og hálfdauð af skotsárum á heiðum uppi og er það mjög að vonum, þar sem ýmsir nota skotvopn, sem ekki kunna með að fara. Er ósæmi- legt með öllu að halda slíku áfram. Enginn veit hve mörg dýr eru skotin. Skotvopnin, sem notuð eru, eru hin kröftugustu stríðsvopn og myndu sennilega duga vel í Níegeríu og Vietnam. Þetta eru rifflar, sem draga allt að 5 km. og skotin eru sprengi- kúlur. V. S. Þrjú skip á leið til Raufarhafnar Langf lestir ökumenn sýna gætni EN UNDANTEKNINGARNAR ÞÓ ALLTAF MARGAR OG HÁSKALEGAR Fjárrekstur við Garðsárgil. (Ljósm.: D.) Raufarhöfn 17. sept. Dauft er enn hér óg lítið um síld. Þó eru þrjú skip á leiðinni hingað með síld, sem hafa saltað um borð og koma einnig með eitthvað í bræðslu. Nokkrir bátar komu í sumar með sjósaltaða síld, sam- tals 11442 tunnur, þar af hefur Elísabet Henzer komið með 8000 tunnur. Og 7000 tunnur eru þegar farnar til kaupenda. í bræðslu eru komin 500 tonn en á sama tíma í fyrra 25000 tonn. í fyrra hófst söltun hér 14. sept. En þótt orðið sé áliðið, er ekki öll von úti enn hvað síld- veiðar og síldarsöltun snertir. í nótt var allgóð veiði og síld- in færist nær landi. Afli á færi og línu er tregari um skeið en oft hefur verið hér á þessum árstíma. Einkum veiða (Framhaid á blaðsíðu 5) YFIRNEFNDIN VINNUR YFIRNEFND sú, er nú vinnur að verðlagsmálum landbúnaðar ins, er þannig skipuð: Guð- mundur Skaftason fornx., Ingi Tryggvason og Jón Þorsteins- son alþingismaður. Sá síðast- nefndi var skipaður í nefndina af ráðherra, þar sem neytendur í sexmannanefndinni notuðu ekki rétt sixm til þess, en felldi fullnaðarúrskurð um verðlags- grundvöll landbúnaðarvara. Væntanlega hraðar yfimefnd störfum, því samkvæmt lögum átti verðlagsgrundvöllur að vera ákveðinn um síðustu mán- aðamót. En hins vegar tók yfir- nefnd til starfa fyrir fáum dög- xun. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.