Dagur - 18.09.1968, Blaðsíða 8
Sfórbruni varð á Hvanneyri um helgina
smátt og stórt
SÍÐASTA sunnudagskvöld varð
eldur laus í þúsund liesta hlöðu
á Hvannéyri. Við hlöðuna var
áfast fjós, ennfremur hesthús.
Undir hlöðunni var kjallari, og
kom eldurinn upp þar. Þar var
súgþurrkunarblásari og kyndi-
tæki, sem brenndi hráolíu. Er
talið líklegt, að eldurinn hafi
komið frá kyndingunni. Slökkvi
SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihús
anna hefur krafizt endurskoð-
unar á ferskfiskmati og bent á
nauðsyn þess að bæta meðferð
sjávarafla.
Segir í álistgerð frá aukafundi
S. H. 6. sept. sl. að verði róttæk-
ar aðferðir ekki upp teknar í
þessu efni, muni það leiða til
stórkostlegra vandræða í næstu
framtíð.
Stafnsrétt 26.
september
Blönduósi 16. sept. Sauðfé verð-
ur rekið til Stafnsréttar 26. sept.
og stóðréttin er daginn eftir.
Réttað verður í Auðkúlurétt 20.
og 21. sept., en þar er stóðrétt
1. október og ennfremur í Vatns
dal.
Tíðin er blíð, heyskap víðast
lokið eða að ljúka.
Sauðfjárslátrun hófst á
Blönduósi 11. þ. m. og í dag
hófst slátrun á Skagaströnd.
Féð er fremur vænt það sem af
er. Á. J.
Grímsey 17. sept. Heyskapur-
inn varð lélegur í sumar. Tún
kól svo, að annað eins þekkist
ekki í manna minnum. Sem
dæmi um það eru tvo eða þrjú
tún ekki ljáberandi. Við vérðum
því að kaupa mikið hey og höf-
um fengið það í Eyjafirði og frá
Hofsósi. En þrátt fyrir heykaup-
in verður fénu fækkað að mun.
Nautpeningur er hér enginn.
Undanfarna daga hefur afli
lið var kallað til hjálpar bæði
frá Borgarnesi og Reykholti.
Nokkru tókst að bjarga af heyi.
Húsin stórskemmdust og er
tjónið því mjög mikið og til-
finnanlegt.
Skólastjóri Bændaskólans á
Hvanneyri er Guðmundur Jóns
son. Við skólann, sem er tveggja
vetra almennur búnaðarskóli,
Vitnað er í þessu sambandi í
skreiðar- og saltfiskmarkaðina.
Bent er á, að mikill hluti þess
afla, sem frystihúsum berst til
vinnslu á sumrin, sé aðeins hæf
ur til vinnslu fiskblokka, en á
þeim sé offramboð, en á sama
tíma sé mörkuðum fyrir gæða-
vöru ekki fullnægt. Sem úrbót
taldi fundurinn að nota ætti fisk
kassa til að láta fiskinn í um
borð og gera þyrfti tilraunir
með þá hið fyrsta. í þessu efni
er skorað á sjávarútvegsmála-
ráðherra að beita sér fyrir úr-
Það mun samróma álit þeirra,
er um sjávarútveg fjalla, að stór
auka megi útflutningsverðmæti
aflans með bættri nýtingu og
vinnslu. □
Góðrn* afli
KALDBAKUR landar á Akur-
eyri 19. sept., en hann fór á
veiðar 7. sept.
SVALBAKUR hefur verið
jafnlengi á veiðum og landar
hér 23. sept.
verið ágætur. Aflinn í sumar er
allgóður, þótt ísinn hamlaði
veiðum til 10. júní. En hér er
sama sagan og á ýmsum öðrum
stöðum, að allt er að fyllast af
fiski, því seint ganga afskipanir.
Fólki fjölgar heldur í eynni
og má fremur þakka það iðju-
semi heimamanna en aðflutn-
ingi, því sex börn eru þegar
fædd á árinu. S. S.
starfar einnig framhaldsdeild,
sem útskrifar búfræðikandídata,
en margir þeirra vinna nú leið-
beiningastörf hjá samtökum
bænda, sem héraðsráðunautar.
KRISTINN Jóhnnsson skóla-
stjóri í Ólafsfirði opnar á morg-
un áttundu málverkasýningu
sína. Hún verður í Landsbanka
salnum á Akureyri, lýkur n. k.
togaranna
HARÐBAKUR landaði 230
tonnum á mánudaginn og fer í
slipp 'hér að því loknu.
SLÉTTBAKUR landaði 133
tonnum í síðustu viku og fór á
veiðar 12. sept.
Afli togaranna hefur verið
mun meiri í ár en á sama tíma
í fyrra. □
FERÐASKRIFSTOF-
UNNI SÖGU LOKAÐ
FERÐASKRIFSTOFAN SAGA
hefur verið svipt leyfi til rekst-
urs. Ástæðan er sú, að skuld-
heimtumenn hafa gengið að
tryggingarfé fyrirtækisins og er
þá fallið niður skilyrði til rekst-
urs, samkvæmt lögum. Er þetta
önnur ferðaskrifstofan, sem
'kemst í þrot og er lokað. □
MIKIL HAFÍSHÆTTA
NÆSTA VETUR
Eftir veðurfræðingum er það
liaft, að meiri hætta sé á hafís
á Norður- og Norðausturlandi
næsta vetur en verið hefur tun
nær fimmtíu ár. Þessa hættuspá
byggja þeir á veðurathugunum
undanfarkma ára og nú í vetur
og sumar á norðlægum slóðum.
En samskonar veðurathuganir
lágu til grundvallar þeirri skoð-
un þeirra fyrir ári síðan, að vá
kynni að vera fyrir dyrum af
völdum ísa. Má segja, að sú
skoðun hafi ekki verið út í loft-
ið.
ÍSINN ER AR Á LEIÐINNI
Þegar ísaár eru, liggur ísröndin,
þ. e. austurbrúnin, nærri Jan
Mayen. Flöskuskeyti, sem látin
eru í hafið milli Jan Mayen og
Svalbarða, berast að norður og
norðausturströnd landsins, og
hafa þau þá verið ár og stundum
lengur á leiðinni. fsinn er senni-
lega álíka lengi. Víst er, að
straumar íshafsins bera ísinn
sunnudagskvöld og verður dag-
lega opin kl. 3—10 e. h.
Á sýningunni verða 40 mál-
verk og teikningar frá síðustu
fjórum árum. Sýningin heitir:
Myndir um húsin, bátana og
snjóinn. Kristinn Jóhannsson
hafði hér síðast málverkasýn-
ingu 1964. Sýningar hans, bæði
hér nyrðra og í Reykjavík hafa
verið vel sóttar. Er þess að
vænta, að svo verði enn.
Akureyringar hafa nú átt kost
á að sjá verk margra málara og
kunná vel að meta þá listgrein,
þótt þeir, sem hæst ber í listinni
komi sjaldan. □
ÞAÐ bar nýlega við á bæ ein-
um, er börn voru að leik við
Eyjafjarðará, að minkur var þar
einnig kominn. Hófst þegar elt-
ingarleikur og var fátt um af-
drep fyrir minkinn. Leitaði
hann síðast skjóls í kálfsskrokki,
er þar hafði verið fleygt. Börnin
tóku nú strigapoka og breiddu
sem vandlegast yfir dvalarstað
meindýrsins og settu grjót á.
hingað til lands og nú eru meiri
hafþök af ís í norðurhöfum en
oftast áður, enda kaldari veðr-
átta.
HVAf) VERÐUR GEST?
Vá getur orðið fyrir dyrum, ef
svo fer sem veðurfræðingar
telja nokkur líkindi á, að ísaár
sé í vændum. Langvarandi sigl-
ingateppa hefur stundusn orðið
af völdum ísa, jafnvel fram í
ágúst eða lengur. Þjóðin
getur síður búið að sínu og
þolir verr samgönguleysi en áð-
ur var. Neyðarástand getur því
hæglega orðið af völdum haf-
íss, ef birgðir eru ekki nægar,
hvað snertir lífsnauðsynlega
þungavöru. Vonandi sjáum við
þess bráðlega einliver merki, að
stjórnarvöldin geri sér hættur.a
ljósa og bregðist við samkvæmt
því.
STÓR SPRUNGA
Þau tíðindi gerðust á kjördæmis
þingi Alþýðubandalagsins á
Vestfjörðum, að lýðræðissinnað
ir Alþýðubandalagsmenn gengu
af fundi og mótmæltu með því
hinum allsráðandi sósialisku
vinnubrögðum bandalagsins.
Þykir mörgum svo horfa, að A1
þýðubandalagið klofni a. m. k.
í tvennt og látið er að því liggja,
að stofnaður verði nýr flokku-r
þeirra, sem stundum liafa verið
kallaðir Hannibalistar, en
kommúnistar látnir sigla sinn
sjó.
NÝTT DÝRTÍÐARFLÓÐ
Sú neyðarráðstöfun ríkisstjóm-
(Framhald á blaðsiðu 5)
Síldarsöltun á
Dalvík
Dalvík 16. sept. Síðast voru í
nótt saltaðar 100 tunnur úr
Baldri. En 810 tunnur voru salt-
aðar úr Lofti Baldvinssyni á
laugardaginn og auk þeirrar
síldar kom skipið með 100 tunn
ur, er saltað var í hafi. Norður-
ver hefur fengið alla þessa síld
og hafði áður saltað 720 tunnur
úr Bjarma II á föstudag. Eln sam
tals hefur Norðurver nú fengið
2500 tunnur.
f gær var héraðsfundur Eyja-
fjarðarprófastsdæmis og hófst
með guðsþjónustu í Tjamar-
kirkju, þar sem séra Bjartmar
Kristjánsson predikaði og séra
Pétur Sigurgeirsson þjónaði fyr
ir altari, en kirkjukór Tjarnar-
sóknar söng. Að messu lokinni
og setningu héraðsfundarins
hófust fundarhöld í Húsabakka
skóla. Prófstur er séra Stefán
(Framhald á blaðsíðu 5).
Var nú meindýraskytta til
kvödd. Kom hún á staðinn með
margskota haglabyssu, góðan
grip, en trúði naumlega að und-
ir strigapokanum lægi kálfur og
þar innaní lifandi minkur. Þó
varð það úr, að hann skaut þar
í tveim skotum og viti menn. —
Rétt reyndist það, sem börnin
sögðu og þar lá minkurinn dauð
skotinn. □
OF LÍTIR ER FRAMLEITT AF GÆÐAVÖRU
Nauðsynlegt að bæta
meðferð sjávaráflans
Grímseyingarnir iSjysamir
Kristinn Jóhannsson hjá einu málverki sínu.
Opnar málverkasýningu á
Akureyri á limmludaginn
Rélf var það - sem börnin sögðu