Dagur - 02.10.1968, Blaðsíða 5
4
5
Skrifstofur, Hafuarstræti 90, Akureyri
Símar 1-1166 og 1-1167
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
„Engilssvipur er á hvarmi“
í OPINBERRI fréttatilkynningu
segir, að gagnasöfnun um helztu
þætti efnahagsmálanna standi yfir og
sé þeirra að vænta um miðjan mánuð
infl. En nokkrum vikum áður báðu
stjómarflokkarnir stjórnarandstöð-
una um viðræður um vanda efna-
hagsmálanna því vá væri fyrir dyr-
um. Viðræðurnar hófust og standa
yfir „án þess nokkurra frétta sé af
þeim að vænta fyrst um sinn,“ eins
og sagt hefur verið, og án þess að
ríkisstjómin hafi í höndum nauðsyn
legar upplýsingar. Er það mál
manna, að stjórninni bæri fremur að
segja af sér en biðja um hjálp, og
láta kjósendur ákveða forystu þjóð-
málanna, eftir uppgjöf íhalds og
krata.
Víst fer, x fljótu bragði séð, ekki
illa á því, að ríkisstjómin hefur snú-
ið sér til stjómaiandstöðunnar og
beðið hana um viðræðu til að leita
ráða til þess að koma þjóðarskútunni
út úr þanghafi þeirra efnaliagsörðug-
leika, sem stjómin hefur siglt henni
inn í.
En spumingin er þó, hvaða hugur
fylgir máli hjá stjóminni með til-
mælum þessum. Er lienni það aðal-
atriði, að vandinn verði fljótt og
örugglega leystur með sem heillavæn
legustum hætti fyrir þjóðfélagið?
Vill hún láta gera við og breyta
þeim vitlausa áttavita, sem hún hef-
ur siglt eftir?
Eða vill hún fleka stjómarand-
stöðuna til að samþykkja siglingu
eftir vitlausa áttavitanum lengra inn
í þanghafið?
Eða hyggst hún koma því svo fyr-
ir, að stjórnarandstaðan hljóti að
liafna samvinnu, en á þann hátt að
takast megi að túlka það fyrir al-
menningi sem þvergixðing?
í þessum spumingum þykja máske
vera slæmar getsakir í garð ríkis-
stjórnarinnar um léttúð. En er það
ekki líka fyrir léttúð hennar í stjóm
efnahagsmálanna, að nú er komið í
óefni?
Og er það ekki sú almenna efna-
liagsmálaléttuð, sem stjómarfarið
hefur skapað, sem gerir þetta óefni
miklu erfiðara viðfangs en ella væri?
Er það ekki af stjórnmálalegri
léttúð, að hún segir ekki af sér, eins
og ástandið er?
Er það ekki blygðunarlaus léttuð,
að hún lætur blöðum sínum líðast að
segja — og segir jafnvel sjálf — að
„viðreisnin“ hafi náð tilgangi sínum?
Skáldsnillingurinn Einar Bene-
diktsson lýsir léttúðardrós þannig:
„Engilssvipur er á hvarmi
undirheimabros á vör.“
Þeir, sem eiga nú í samstarfsvið-
ræðunum við stjómina, gái að undir-
heimabrosinu. □
Nýr verðlagsgrundvöSlur landbúnaðarvara
Viðtal við Inga Tryggvason, bónda á Kárhóli
Á FIJNDI í sexmannanefnd 4.
sept. sl. var ákveðið að skjóta
til yfirnefndar ágreiningi um
ákvörðun verðlagsgrundvallar
fyrir landbúnaðarvörur fram-
leiðsluárið 1968—1969 og 1969—
1970.
Þau atriði sem yfirnefnd var
falið að úrskurða voru:
1. Allir gjaldaliðir grundvall-
arins.
2. Bústærð og afurðamagn.
3. Verð á ull og gærum.
Ekki varð í sexmannanefnd
samkomulag um oddamann yfir
nefndar.
Fulltrúar framleiðenda kusu
af sinni hálfu Inga Tryggvason
bónda á Kárhóli í Reykjadal.
Fulltrúar neytenda notuðu ekki
rétt sinn til að kjósa mann í
nefndina og skipaði þá félags-
málaráðherra Jón Þorsteinsson
alþingismann til að taka þar
sæti af neytenda hálfu. Hæsti-
réttur skipaði svo Guðmund
Skaftason lögfræðing formann
nefndarinnar.
Dagur náði í gær tali af Inga
Tryggvasyni og lagði fyrir hann
nokkrar spurningar um störf
yfirnefndarinnar og hinn nýja
verðlagsgrundvöll.
Hvenær hóf nefndin störf?
Fyrsti fundur nefndarinnar
var boðaður 10. sept. En þar sem
þá hafði ekki verið tilnefndur
fulltrúi frá neytendum hófust
ekki regluleg nefndarstörf fyrr
en 16. september. En þá lögðu
fulltrúar framleiðenda og neyt-
enda tillögur sínar fyrir yfir-
nefnd, ásamt þeim gögnum, sem
þeir töldu styðja málstað sinn.
Yfimefndin kannaði síðan þessi
gögn og aflaði nýrra.
Hvenær lauk svo nefndin
störfum?
Aðal störfum nefndarinnar
lauk 25. sept. En þá voru ein-
stakir liðir verðlagsgrundvallar-
ins ákvarðaðir. Hins vegar er
ekki enn lokið að úrskurða
nokkur atriði varðandi dreifing
arkostnað, sem vísað var til yfir
nefndar.
Hverjar eru svo niðurstöður
á hins nýja vreðlagsgrundvallar?
Megin breytingar grundvall-
arins eru í því fólgnar, að grund
vallarbúið hefur verið stækkað
og au'ka búgreinar, hlunnindi,
tekjur af hrossum og vinnutekj-
ur utan bús hafa verið felldar
niður. Miðað er nú við 400 ær-
gilda bú: 180 kindur og 12 naut
gripi og auk þess 10 tunnur garð
ávaxta. Er þessi bústærð í sam-
ræmi við tillögu framleiðenda
og varatillögu neytenda. Eftir
að bústærð hafði verið ákveðin,
voru aðrir þættir ákvarðaðir
með hliðsjón af bústærðinni.
Niðurstöðutölur hins nýja
grundvallar eru kr. 570.742.00.
Kostnaðarliðir á gjaldahlið verð
lagsgrundvallarins eru þessir:
Laun bónda og annarra, sem að
búskapnum vinna kr. 294.836.00,
kjarnfóður 61.304.00, áburður
kr. 57.471.00, kostnaður við vél-
ar kr. 50.088.00, vextir kr.
44.590.00, flutningskostnaður kr.
21.459.00, viðhald og fyrning
húsa kr. 16.257.00, viðhald og
girðingar kr. 4.625.00 og annar
kostnaður kr. 18.912.00.
Tekjumegin eru svo: Naut-
gripaafurðir kr. 335.881.00, sauð
fjárafurðir kr. 226.371.00 og garð
ávextir kr. 8.490.00.
Hvað valda þessar breytingar
miklum hækkunum á landbún-
aðarvörum?
Verðgrundvöllur landbúnaðar
vara var síðast umræðumál
vegna verðhækkana 1. júní sl.
Hæklkun til bænda frá verðinu
þá er rösklega 10% þar af 3%
vegna kauphækkana í sumar og
20% aðflutningsgjalds, sem að
Ingi Tryggvason.
nokkru leyti kemur inn í verð-
lagið nú. Verð til neytenda á
kjöti og mjólkurafurðum hækk-
ar lítið eitt meira í prósentum
talað. En það er vegna þess að
ullarverð lækkar og gæruverð
stendur því sem næst í stað, og
eins vegna hins, að niðurgreiðsl
ur ríkissjóðs haldast óbreyttar
að krónutölu á sölueiningu.
Urðu nefndamienn sammála
um einstök atriði verðlagning-
arnar?
Auðvitað voru menn ekki á
einu máli um áreiðanleik þeirra
gagna, sem nefndarmenn fengu
í hendur, og ekki heldur um
túlkun þeirra. Samstaða var um
bústærðina og suma stærri liði
grundvallarins, en ágreiningur
um stærstu liðina, sem allir
voru samþykktir með atkvæði
oddamanns og flestir aðeins
með atkvæði annars meðnefnd-
armanns.
Er það fleira, sem þú vilt taka
fram?
Mér finnst rétt að vekja at-
hygli á því, sem áður er um
getið, að ullarverð hefur lækk-
að mjög í grundvellinum og er
nú kr. 10 hvert kg. og líklegt,
að það verð náist tæplega. Stór-
kostlegt verðfall erlendis veldur
þessu. En verðið innanlands er
miðað við útflutningsverð. Enn-
fremur þykir mér rétt að taka
fram, að ég tel, að enn sem fyrr
séu ýmsir kostnaðarliðir grund
vallarins mjög vanreiknaðir.
Mikilvægt er, að búreikninga-
stofa landbúnaðarins verði efld
og bændur bregðist vel við þeg-
ar til þeirra er leitað um upp-
lýsingar um vinnumagn og fjár_
magnsþörf landbúnaðarins, því
hvernig sem verð landbúnaðar-
vara verður ákveðið í framtíð-
inni, hljóta glögg og ábyggileg
gögn um afkomu landbúnaðar-
ins að verða bændum mikilvæg
vopn í kjarabaráttu þeirra, segir
Ingi Tryggvason að lokum og
þak'kar Dagur svörin. □
KLUKKUFJÖLTEFLI
YIÐ 10 MEISTARA
NÚVERANDI fslandsmeistari í
skák, Guðmundur Sigurjónsson,
heimsækir Akureyri um næstu
helgi í boði Skákfélags Akur-
eyrar. Hann mun tefla klukku-
fjöltefli við 10 meistaraflokks-
menn á laugardag kl. 2 e. h. Um
kvöldið kl. 8 verður hraðskák-
mót og á sunnudag kl. 1.30 e. h.
teflir hann fjöltefli og er öllum
heimil þátttaka. Keppendur eru
beðnir að hafa með sér töfl.
Keppnin fer fram að Hótel
KEA.
Komið, sjáið spennandi
keppni. Skákfélag Akureyrar.
MINNING
Sigurður Haraldsson
SJALDNAST er það metið sem
skyldi, hve gott það er að eiga
góða granna. En stundum gleym
ist að minnast þess og þakka
svo sem vert er þar til granninn
er fluttur. Sambýlismaður Dags,
í gamla kaupfélagshúsinu, Hafn
arstræti 90 á Akureyri, var m. a.
Sigurður Haraldsson, sem þar
bjó um nær þrjá áratugi. Hann
andaðist 23. ágúst í sumar, hálf
áttræður.
Sigurður var Jökuldælingur,
fæddur á Merki, sonur Harald-
ar Sigurðssonar og Aðalbjargar
Hallgrímsdóttur, sem bjuggu á
ýmsum heiðarbýlum austur þar,
svo sem í Veturhúsum, Ranga-
lóni og Háreksstöðum. Má því
með sanni segja, að þessi nýlátni
granni okkar hafi verið sonur
heiðanna miklu, sem orðlagðar
eru fyrir fegurð og víðfeðmi og
fyrir það einnig, að ala upp
hraust fólk og sjálfstætt í orði
og athöfn.
Kona Sigurðar var Hróðný
Stefánsdóttir Einarssonar frá
Möðrudal og hófu þau þar bú-
skap en fluttust í Rangalón 1922
en síðan að Stuðlafossi í Jökul-
dal. Árið 1930 fluttust þau hjón
til Akureyrar og áttu þar heima
til lokadægurs. Hróðný lézt fyr-
ir tveim árum. Börn þeirra
hjóna, er upp komust, eru fimm.
Sigurður var lengi umsjónar-
maður Nýja Bíós á Akureyri,
vann við bókband, kennslu og
síðast mörg ár á Skattstofu
Norðurlands. En mörg sumur
vann hann við brúarsmíðar í
vinnuflokki Jónasar Snæbjöms
sonar. En hér átti ekki að segja
ævisögu aldraðs manns, heldur
að minnast góðs sambýlismanns,
sem bæði var prúður og drengi-
legur og átti jafnan tiltæk hóg-
vær gamanyrði. Við skiptumst
daglega á orðum við samliggj-
andi útidyr eða úti á götu. Náin
kynni voru engin — en þó
sakna ég hans, sem vinar og
góðs drengs, sem gott var að
kynnast. Fyrir þau kynni þakka
ég að leiðarlokum.
E. D.
SAMVINNUÞJÓÐFÉLAG
FJÁRHAGS-, launa_ og at-
vinnumál, hafa löngum verið
einhver helztu deilumál stjórn-
málaflokka, svo og alls almenn-
ings, má og segja að það sé ekki
óeðlilegt, því hér er um að ræða
þau mál, sem einna mestu valda
um afkomu fólksins og þjóðar-
búsins. Hin síðustu misseri má
segja að deilur þessar hafi verið
óvenju háværar, sól undangeng
is hátekju og eyðslu tímabils,
hefir skyndilega gengið til við-
ar, en svalt rökku refnahags-
örðugleika lagzt yfir landið. Um
ástæður, eða forsendur, þessara
ömurlegu umskipta, greinir
menn allmjög á, samt liggur að
vísu í augum uppi, svo sem
minnkandi aflabrögð, harðæri,
og mjög lækkað verð á flestum
útflutningsvörum. Um hitt er
deilt, hvei-n þátt aðgerðir, eða
aðgerðaleysi stjórnarvalda, eigi
í því ástandi sem skapazt hefir.
Ekki er ætlan mín að leggja orð
í þann belg. En fleira gæti kom
ið til greina, sem minna hefir
verið um rætt, gæti ekki hugs-
ast að viss form, eða fyrirkomu
lag, í félags- og launamálakrefi
okkar, eigi hér nokkra sök á.
í eftirfarandi línum mun ég
ræða það mál nokkuð.
1. Ein hin mesta meinsemd í
óbeint, hvei-ju skildi það nema?
Öll mál á að sækja með rök-
um, en ofbeldisaðgerðir að
hverfa úr sögunni, þær skapa
úlúð, og margskonar óréttlæti
og tjón. Hvað verkföllin snertir,
þá grípa þau inn í hag og af-
komu fjölda manna, sem standa
algerlega utan við það mál, sem
átökin standa um, og valda
þeim, og þjóðinni í heild, oftlega
stórtjóni.
Við íslendingar erum með fá-
mennustu þjóðum heims, það
þykir ekki stór borg, með millj-
óna þjóðum, sem telur 200.000
íbúa. Sum stórfyrirtæki hafa
álíka marga menn, eða fleiri, í
þjónustu sinni. Það sýnist því
ekki óeðlilegt að við þurfum að
hafa okkar ráði nokkuð á annan
veg en milljóna þjóðir, ef vel á
að fara. Við þolum ekki þau
harðvítugu hagsmunalegu inn-
anlandsátök, þar sem barist er
svo að segja um hvern spón og
bita, við verðum að söðla um,
og hefja samstarf, í stað sundr-
ungar, þar sem hver stétt og
starfshópur stendur hlið við
hlið, og vinnur að sameiginleg-
um hagsmunum, sem allir fái
réttláta hlutdeild í.
2. Víxlliækkun kaupgjalds og
verðlags, er stórhættulegt fyrir-
komulag. Hefir sú svikamylla
átt drjúgan þátt í að ýta okkur
út í ógöngur verðbólgunnar.
3. Að miða kaupgjald við vísi-
tölu virðist vera mjög hæpið,
og jafnvel háskalegt fyrii'komu-
lag. Eðlilegast sýnist að miða
það við þjóðartckjur, það er
hinn eini raunhæfi grundvöllur.
Það er órofa samband á milli
þess sem oftast, og þess sem
hægt er að eyða. Það blessast
aldrei til lengdar, að eyða meiru
en aflað er, hvorki fyrir einstakl
inga né þjóðir, fyrr eða síðar
kemur að skuldadögunum, og
fylgir þá gjarna fjárhagslegt
hrun, hafi ekki verið snúið við
í tíma. Þetta verða menn að
læra að skilja, og haga sér í sam
ræmi við það, allt annað er
blekking, sem fyrr eða síðar
hefnir sín.
Ég hefi hér að framan minnzt
á þrjú atriði, sem ég álít að hafi
verkað óheppilega á þjóðarbú-
skap okkar. Vil ég nú að lokum
koma fram með tillögu um gjör
breytingu þessara mála, en hún
er í sem stystu máli á þessa leið.
Ákveða skal, að beztu manna
yfirsýn, hver hlutur hinna ýmsu
stétta og starfshópa í þjóðar-
tekjunum skuli vera, þegar það
er fengið, sé kaup ákveðið í sam
ræmi við það.
Greinargerð. Árlega reiknar
Hagstofan út þjóíartekjurnar,
sömuleiðis tekjur hinna ýmsu
stétta, bænda, sjómanna og iðn-
aðarmanna, þá er og að miklu
leyti farið að ákveða, eða hafa
íhlutun um, kaup þessara stétta,
af opinberum aðilum. Þá kveð-
ur og kjaradómur á um laun
opinberra starfsmanna. Segja
má því, að gengið hafi verið að
verulegu leyti inn á þá braut,
sem í tillögunni felst. Hér er
lagt til að þetta verði gegnum-
gangandi yfir þjóðarheildina.
Að sjálfsögðu þarf að koma til
samþykki allra hlutaðeiganda,
að hlýta þessu fyrirkomulagi,
sem síðan verði lögfest. Sjálf-
sagt mun það reynast erfitt í
byrjun, að finna réttlátan grund
völl fyrir tekjuskiptingunni, og
reynir þar mjög á þegnskap
allra aðila um samkomulag. En
að sjálfsögðu verður ekki sú
upphaflega skipting einsdæmi
um alla framtíð, hana þarf vitan
lega að endurskoða, og breyta,
eftir því sem reynslan, og breytt
ar aðstæður gefa tilefni til. En
allar kröfur til breytinga verður
að sækja með rökum, verkföll
koma ekki til greina.
í áratugi hafa íslenzkir bænd-
ur búið við það launafyrirkomu
lag, sem hér er lagt til að verði
gegnumgangandi, og nái til
allra. Þeim hefir verið ákveðið
kaup. Þeir hafa að vísu ekki
alltaf verið ánægðir með það
sem þeim hefir vreið úthlutað,
en þeir hafa aldrei gert verk-
fall, þ. e. sölustöðvun. Með rök-
inn hafa þeir smátt og smátt
aflað sínum málum betri skiln-
ings, og aukinna úrbóta. Því
ættu ekki aðrar stéttir að geta
setið við sama borð? (Þær mis-
fellur, sem urðu á meðferð þess
ara mála á síðastliðnu ári, verð-
ur að telja sérstætt fyrirbæri,
sem vonandi ekki endurtekur
sig).
Hvað mundi þá vinnast við
þetta fyrirkomulag? Mjög mik-
ið. í stað þess að standa í stöð-
ugu ófrjóu stríði um kaup og
kjör, stæði nú öll þjóðin sam-
einuð, sem ein fjölskylda, ein
skipshöfn, þar sem allir bera
sanngjarnan og eðlilegan hlut
frá borði, í stað sundrungar
kemur samstaða. Kjör fólksins
fylgja, og verða í samræmi við
þjóðartekjur á hverjum tíma,
þjóðlífi okkar Islendinga, eru
(Framhald af blaðsíðu 8).
Á starfsliði Samvinnuskólans
Bifröst verða þær breytingar í
haust að Húnbogi Þorsteinsson,
sem verið hefur kennari í hag-
nýtum skrifstofu- og búðarstörf
um, lætur af starfi og gerist
sveitarstjóri í Borgamesi. Við
starfi hans tekur Hrafn Ma-gnús
son, sem um nokkur ár hefur
unnið hjá Samvinnutrygging-
um. Þá hættir Jón Sigurðsson,
húsvörður skólans starfi, en við
tók Rafn Guðmundsson. Skóla-
stjóri þakkaði þeim sem burtu
hurfu fyrir störf í þágu skólans
og staðar og bauð hina nýju
starfsmenn velkomna til Bifrast
ar.
Á námstilhögun skólans verð-
ur sú breyting gerð að bókleg
kennsla og verkleg verður að-
skilin meira en áður. Verður
gert hlé á -bóklegri kennslu á
miðju skólaári og þá haldið
hin sí harðnandi átök í kaup-
gjaldsmálum, sem ná hámarki í
bölvun verkfallanna. Eru átök
þessi komin á það stig, að þau
ógna öllu fjármálakerfi þjóðar-
innar, og efnahagslegu sjálf-
stæði. Verkföll eru ofbeldis-
aðgerðir, og eiga með öllu að
þurrkast út úr íslenzku þjóð-
félagi. Má vera, að fjölmennar
og auðugar þjóðir, með fjölþætt
atvinnulíf, geti staðið af sér ógn
þeirra, en okkar litla þjóðfélag
þolir þau ekki. Og hagnaðurinn
sem verkföllin gefa, hver er
hann? Oftast harla lítil. Þær
kjarabætur sem fást í bili eru
fyrr en varir horfnar í hækkun
á vöruverði, og allskonar þjón-
ustu, sem siglir í kjölfarið, auk
þess tjóns, sem vinnutapið skap
ar þeim, sem í verkföllum
standa. Raunverulegár kjara-
bætur verða því harla litlar, eða
engar. Sé það rétt, sem sumir
halda fram, að kaupgeta laun-
þega sé litlu eða engu meiri nú,
en fyrir 8—10 árum, (hér er
miðað við það ástand sem var,
meðan atvinna var næg) þrátt
fyrir öll þau verkföll sem orðið
hafa á þessu tímibili, þá sjá allir
hvílík fásinna þetta er. En tjón-
ið sem þau hafa valdið, beint og
hækka, með batnandi hag þjóð-
arbúsins, og þegar á móti blæs,
taka a'llir á sig byrðarnar hlut-
fellslega. Þetta er hið eina heil-
brigða og réttláta fyrirkomu-
lag. Það hlýtur að ýta undir
alla að gera sitt bezta, svo þjóð
artekjurnar megi vaxa, og sem
mest verða til skiptanna. Vissan
um það að allh’ fái sanngjama
hlutdeild í ágóðanum, verður
það sigursæla afl, sem stælir
hug og hönd, til sameiginlegra
átaka.
Þá væri það sjálfsögð öryggis
ráðstöfun að leggja nokkuð af
þjóðartekjunum í varasjóð, þeg
ar meðalært er, eða betur, til
að hlaupa uppá, og jafna milli
ára, þegar erfiðleikar staðja að.
Ég get í þessu sambandi ekki
stillt mig um að minna á, að
varasjóður er forn íslenzkur
menningararfur. Heyfyrningar
íslenzku bændanna voru ekkert
annað en „varasjóður" þeirra
tíma. Til hans gripu þeir þegar
í harðbakkann sló, og björguðu,
ekki aðeins sínum eigin fénaði,
og sinni eigin afkomu, heldur og
fjölmargra annarra, sem lakar
voru staddir. Sennilega má full-
yrða, að þjóðin hefði ekki kom-
izt yfir hin erfiðustu eldgos og
harðindatímabil, hefði ekki hey
fyminganna notið við. Nú er, í
fjögurra vikna námskeið í hag-
nýtum verzlunarfræðum.
I tilefni 50 ára afmælis Sam-
vinnuskólans verður haldin ráð
stefna í næsta mánuði um skóla
mál samvinnusamtakanna. Á
þeirri ráðstefnu verður gerð
grein fyrir könnun, sem nú fer
fram á vegum skólans, á verzl-
unarfræðslu nágrannalandanna,
en eldri nemendur skólans
lögðu fram allmikið fé, sem hag
nýtt er í þessu skyni. Á ráð-
stefnunni mun fjallað um fram-
tíð Samvinnuskólans og þarfir
íslenzkrar æsku fyrir skóla, er
rækja hlutverk áþekk því, sem
verzlunarskólar landsins hafa
nú með höndum.
í niðurlagi ræðu sinnar gat
skólastjóri um hugsanlega skip-
an verzlunar- og viðskipta-
fræðslu á íslandi á næstu ára-
tugum.
Bifröst — fræðsludeild.
samræmi við breytta tíma, eðli-
legt að þetta verði útfært þann-
ig, að þjóðin eigi sameiginlegan
varasjóð, til að hlaupa uppá,
þegar af einhverjum ástæðum
harðnar í ári. Anðvitað þurfa
bændurnir að eiga sínar hey-
fyrningar eftir sem áður,
reynsla síðustu ára hefir sýnt og
sannað að þær eru enn sem fyrr,
ein öruggasta trygging fyrir
traustum búrekstri.
Ekki er að efa, að á öllum
sviðum atvinnulífsins má ná
'betri árangri, gera reksturinn
hagkvæmari, auka framleiðn-
ina, bæði með því að draga úr
tilkostnaði, og auka afköst. Tök
um t. d. húsnæðismálið, vafa-
laust er hægt að lækka húsnæð
iskostnað til verulegra muna,
en hann er, eins og vitað er
flestum fjölskyldum þyngsti út-
gjaldaliðurinn. Að þessu þarf að
vinna eftir öllum tiltækum leið-
um, en þær eru margar. Er skyn
samlegra að vinna að því að
lækka húsnæðiskostnað, heldur
en að berja stöðugt lóminn, og
hrópa á hærri lán, sem svo auð-
vitað kalla á meiri tekjur, hærri
laun, ef takast á að standa undir
þeim. Að þessu, og mörgu fleiru
í sömu átt, þarf að vinna af at-
orku og framsýni í sambandi við
nýjan grundvöll á útreikningi
launa, enda ýtir hið nýja fyrir-
komulag mjög undir að svo
verði gert, mun það sýna sig, ef
að þessum málum er unnið af
dugnaði og hagsýni, að hægt er
að þrýsta niður kostnaði á flest-
um sviðum framleiðslunnar, til
hagsbóta fyrir þjóðarheildina.
Sú hætta virðist vofa yfir, að
offjölgun verði í ýmsum þjón-
ustu- og atvinnugreinum, má
þar t. d. tilnefna verzlun, og
sama virðist vofa yfir í sam-
göngum o. fl. En slíkt hlýtur að
leiða til annars tveggja, óeðli-
lega hárra þjónustugjalda, eða
fjárhagslegs hruns þeirra, sem
að þjónustunni standa. Sama
má segja um sumar greinar iðn_
aðar, t. d. í sambandi við síldar-
og fiskvinnslu. Hér þarf að vera
öruggt skipulag, sem tryggi að
ekki leiði til öngþveitis, til stór-
tjóns fyrir alla aðila.
Það skipulag þyrfti að kom-
ast á, í sambandi við iðnrekstur,
að starfsfólkið fengi aðstöðu til
að fylgjast með rekstri og af-
komu fyrirtækisins, hefði trún-
aðarmann, sem hefði aðgang að
þeim gögnum sem þetta varða.
Þá ættu og atvinnurekendur,
eða forstjórar, að hafa fundi
öðru hvoru með starfsfólkinu,
þar sem stjórn og starfræksla
fyrirtækisins væru rædd, og
hefði starfsfólkið málfrelsi og
tillögurétt um þau mál. Mundi
án efa margt gott af þessu leiða,
gagnkvæmur skilningur og
traust, og viðræður um rekst-
urinn geta leitt til margvíslegra
úrbóta. En þetta allt, sem hér
■hefir verið drepið á, stuðlar að
því að skapa betri fjárhagsaf-
komu þjóðarheildrinnar, og um
leið hvers einstaklings hennar.
Ég hefi leyft mér að hafa yfir
skriftina yfir þessu greinarkomi
„Samvinnuþjóðfélag“. Ég hefi
viljað leitazt við að benda á að
þjóðfélagi okkar mundi betur
farnast, væri tekin upp sam-
vinna, í stað þeirrar miklu tog-
streitu og átaka, sem nú eiga
sér stað, um fjármuni þá sem
þjóðin aflar. Samvinnufyrir-
komulagið mun vera það rétt-
látasta félagsmálakerfi sem
þekkt er. Því ætti ekki að vera
hægt að reka þjóðfélag, og þá
einkum lítið þjóðfélag, á þeim
grundvelli? Grein þessi er rituð
til -að hreyfa því máli. Vil ég
hér með skjóta þessari tillögu
til allra vel þeinkjandi manna,
til athugunar, umræðu og at-
hafna.
Stefán Kr. Vigfússon.
- SAMVINNUSKÚLINN
og dó hún fyrir nokkrum árum.
Syni sína tvo misstu þau, annan
í bernsku, hinn uppkominn.
Pálmi gekk í Gagnfræðaskóla
Akureyrar laust eftir aldamótin
og var lengi síðan barnakennari
í heimabyggð sinni og kenndi
einnig unglingum. Til Akureyr-
ar flutti hann svo á efri árum og
bjó þar til dauðadags. Pólmi
Kristjánsson hneigðist snemma
til fræðistarfa og ritaði allmikið
í blöð, svo sem lesendur Dags
vita. Ornefni allra bæja í Saur-
bæjarhreppi skrásetti hann í
félagi við Angantý Hjálmarsson
skólastjóra. Og skólasögu
hreppsins skráði hann einnig.
Með ungu fólki þótti Pálma
jafnan gott að vera og í hóp
þess var hann ávallt velkominn.
Áhugasamur ungmennafélagi
var hann og kjörinn heiðurs-
félagi síns gamla ungmenna-
félags.
Pálmi var síungur og leitandi
maður til æviloka, glöggur,
skemmtinn í viðræðum, tillögu-
góður og því jafnan veitandi í
umhverfi sínu. Stór var hann
vexti og karlmannlegur, traust-
ur maður og hreinskiptinn, —
Þökk sé honum góð kynni.
E. D.
EINN þeirra rosknu manna,
sem oft litu inn á skrifstoíur
Dags og nú eru horfnir sjónum,
var Pálmi Kristjánsson kennari,
sem var Eyfirðingur og átti
lengst heima í Saurbæjarhreppi.
Hann andaðist 10. sept. sl. nær
83 ára. Kona hans var Frí-
manía Margrét Jóhannesdóttir
Vilhjáimur Rikharðsson,
sútunarmeistari.
F. 18. júni 1915. - Dáinn 14. sept. 1968.
VILHJÁLMUR dáinn. Þegar
við starfsfólk hans á Iðunn,
mættum til vinnu að morgni
mánudagsins 16. september,
fengum við þessa fregn. Það var
sem skugga drægi yfir. Menn
setti hljóða, þeir urðu lostnir
djúpri hryggð. Þennan morgun
var algjör þögn í kaffistofunni,
þótt annars ríki þar glaðværð
og háreisti. Það hafði brostið
strengur í vitund okkar, mynd-
azt tóm, er vakti söknuð í fyllstu
merkingu orðsins.
Er ferðalagi lauk, síðla laugar
dags 14. september, hafði hann
að skilnaði þrýst hönd ferða-
félaga sins, þakklátur með bros
á vörum, eftir friðsælan dag og
vel heppnað ferðalag. Hann hélt
síðan heim til sín, og þar leið
hann útaf örendur fáeinum
augnablikum síðar.
Við samferðamenn hans stönd
um sem agndofa. Það er svo
erfitt að skilja að Vilhjálmur
skuli vera horfinn að fullu og
öllu. En þetta minnir okkur á
þá staðreynd, að líf mannsins er
sem grasið á vellinum. Það grær
og blómgast í dag, á mor.gun
hnígur það fyrir ljánum. Þá er
gott að geta sagt í fullkomnu
trausti til Guðs, sem hefir lífs-
anda mannsins í hendi sér:
„Drottinn gaf og Drottinn tók,
lofað veri hans heilaga nafn.“
Vilhjálmur átti vissulega
mörg óleyst verkefni hér á
Iðunn, sem horfðu til bóta og
svara skyldu kröfum tímans.
Hann vann að hvers konar um-
bótum með einstakri lipurð, en
einbeitni þó, þann stutta tíma,
sem hann dvaldi hér. Er mér
óhætt að segja, að vonir miklar
hafi verið við hann bundnar.
En oftlega stöndum við í þeim
sporum, að vonirnar verða að
engu, og hugsjónirnar hverfa á
kaf í sandinn.
Nú er höndin hlýja, sem vakti
traust og virðingu okkar snögg-
lega horfin. Persónuleikinn
sanni, fullur góðvildar og sann-
girni, er skyndilega kallaður
brott af sjónarsviði jarðneska
lífsins. Hvað lifir eftir hér?
Óvenju hugstæð minning, er
laðar fram hvöt til meiri ár-
vekni og umhyggju gagnvart
samtíðarmanninum, ef unnt
væri að gera göngu hans léttari.
Við nánari kynni af Vilhjálmi
Ríkharðssyni sáust æ fleiri
mannkostir hans. Þess vegna
skil ég' betur, hvers ástvinir
hans hafa misst, er fráfall hans
bar svo skyndilega að höndum.
Guð blessi þá alla og styrki x
þessari erfiðu raun.
Jóhann Sigurðsson.