Dagur - 05.10.1968, Blaðsíða 4
4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-1166 og 1-1167
Ritstjóri og ábyrgSarmaður:
ERUNGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
EINMENNINGS-
KJÖRDÆMI
í NÆSTSÍÐASTA blaði Dags var
vikið að ályktun kjördæmisþings
Framsóknarmanna á Laugum um
endurskoðun stjómarskrárinnar, en
í þeirri ályktun var m. a. mælt með
skiptingu landsins í einmennings-
kjördæmi. En það fyrirkomulag virð
ist nú eiga vaxandi fylgi að fagna,
a. m. k. meðal ungra manna, sem
áhuga liafa á stjómmálum. Þó að
gera megi ráð fyrir, að áfram verði í
landinu stjómmálaflokkar, bendir
ýmislegt til þess, að almenningur
vilji heldur kjósa menn en flokka til
að fara með umhoð sitt við meðferð
þjóðmála. Hvað uppbótarþingsætin
varðar, vita menn ekkert hverja þeir
eru að kjósa og er það mörgum þym-
ir í auga. Ef taka ætti upp einmenn-
ingskjördæmafyrirkomulag og hafa
áfram jafn fjölmennt þing og nú,
yrði að skipta landinu í 60 einmenn-
ingskjördæmi. Mætti hugsa sér að
skipta núverandi 8 kjördæmum þann
ig, að hvert þeirra yrði jafn mörg ein
menningskjördæmi og þingmenn
þess em nú, þó þannig, að bætt yrði
við 11 einmenningskjördæmum í
fjölmennustu hlutfallskosningakjör-
dæmunum, af því uppbótarsætin em
11 talsins.
Ekki ætti að vera meiri vandi að
skipta Reykjavík í kjördæmi en
prestaköll, eins og nú er gert. Svipað
er að segja um Akureyri, Hafnar-
fjörð og Kópavog. Annarsstaðar á
landinu yrðu menn að vera við því
búnir að kjördæmin gætu ekki haft
sömu „landamerki“ og sýslur því
hafa verður hliðsjón af mannfjölda.
Hin nýju kjödæmi þyrftu ekki að
vera sérstakar félagslegar heildir að
öðru leyti eða hafa áhrif á starfsemi
sýslufélaganna.
Sumir gera ráð fyrir, að hinir fá-
mennari stjórnmálaflokkar hlytu að
verða andvígir einmenningskjördæm
um. Óvíst er það þar til á reynir. Ef
áfram yrði hér, eins og á hinum Norð
urlöndunum, einn flokkur stærstur
og þrír eða fjórir minni, hafa minni
flokkamir þann möguleika, að ganga
sameinaðir til kosninga og styðja
einn frambjóðenda í hverju kjör-
dæmi. Það er a. m. k. eins eðlilegt og
að flokkar taki höndum saman við
stjómarmyndun eftir kosningar.
Hér er ekki úr háum söðli að detta
eins og sakir standa fyrir núverandi
stjórnmálaflokka. Núverandi fyrir-
komulag skapar ákjósanleg skilyrði
til að kljúfa fiokka og stofna nýja.
Hlunnindin, sem ráðandi flokkar
hafa ætlað sér að njóta, geta fallið
öðmm í skaut. □
STOFNAUKINÚMERÞRETTÁN
R-®J1
Rætt við Gnúpufellshjón, Ingibjörgu
Bjarnadóttur og Daniel Pálmason
SÁ MAÐUR, sem fyrstur
byggði bæ og kallaði Gnúpu-
fell, var Hrólfur sonur Helga
magra landnámsmanns. Milli
Sölvadals og Eyjafjarðardals er
Hólafjall. Vestan í múla þeim
eða hálsi sem tekur við af Hóla
fjalli að norðan, valdi Hrólfur
sér bæjarstæðið. Niður á slétt-
lendi við Eyjafjarðará óx til
forna Eyrarskógur. Þar leynd-
ust eitt sinn bræður tveir frá
Gnúpufelli, sem eftir var leitað
og átti að stytta aldur, svo sem
sögur herma. Nú er skóglaust
þar um slóðir og víða blásnir
melar í landi Gnúpufells. Má þó
sjá, að sáð hefur verið í einn
melinn og á öðrum stað er af-
girtur reitur, þar sem skógar-
plöntur teyga sumarsól, hvort
tveggja tákn um aukinn skiln-
ing á þeirri þörf, að maðurinn
vinni með náttúrunni og hjálpi
henni til að græða landið grasi
og skógi.
Sprengisandsvegur liggur yfir
nefndan háls og þaðan upp á
Hólafjall, brattur á köflum en
öllym sæmilegum bilum fær í
þurru.
Hinn 26. september ók ég
fram Eyjafjörð í hlýju haust-
veðrinu. Engin frostnótt hafði
enn komið svo kartöflugras stóð
grænt í görðum, sumarlitir nær
einráðir í ungskógi Botnslands
og þar gerði fjárhópur sig heima
kominn og vissi ekki hvað hann
gerði, túnin voru enn græn, gótt
beitiland hinna margkynbættu
og vel mjólkandi kúahópa, sem
eyfirzkum bændum þykir
vænna um en aðra ferfætlinga,
sem á jörðu ganga. Nálægt
Grund er mikið hlið á vegi og
því þurfa vegfarendur að loka.
Litlu síðar er annað hlið eins,
og því þarf líka að loka. Þetta
eru hlið á mikilli girðingu um-
hverfis hið forna höfuðból
Grund og hjáleigur þess (sumar
hjáleigurnar að vísu orðnar að
stórbýlum). Innan girðingar
þessarar er hringormurinn rækt
aður á mönnum og skepnum
með ótvíræðum útbreiðslu-
árangri, svo sem kunnugt er.
Lengra er haldið eða allt til
Saurbæjar, þar sem í senn er
eitt af stórbýlunum, gömul torf-
kirkja, sem enn þjónar sínu hlut
verki, sem samkomuhús kristins
safnaðar og sýnir um leið vel
hlaðna klömbruveggi, sem nú er
fágæt sjón í sveitunum og þarna
er félagsheimilið og skólinn Sól
garður. Eyjafjarðará þylur sín
stef við túnfótinn og þar er brú.
Sprengisandsvegur, stendur þar
á skilti. Ég ek Sprengisandsveg,
yfir ána, austur yfir flatlendið
— áður Eyrarskóg, en beygi síð
an heim að bænum Gnúpufelli,
sem er eitt af góðbýlum Eyja-
fjarðar.
Á Gnúpufelli búa hjónin
Daníel Pálmason og Ingibjörg
Bjarnadóttir og bóndi leiðir mig
til stofu, og mér kemur þessi
staður svo fyrir sjónir, að þar
muni hvorki vanta eitt e'ða neitt,
sem góðu heimili í sveit má til
gagns og yndis verða. Daníel
bóndi Pálmason er hvorki hár
né þrekinn og segist lítill fyrir
sér til enfiðra starfa. Ef það er
rétt, sannast vel á honum, að
betra sé að vinna með viti en
striti, og ber búskapur hans því
ljósan vott. Hann er skýrleiks-
maður í frásögn, fastmæltur,
mun vera einarður maður í
Ingibjörg Bjarnadóttir.
skoðunum og ekki ætíð sammála
síðasta ræðumanni þótt málþóf
sé honum ekki að skapi. Hann
hefur gegnt bæði hreppsstjóra
og oddvitastörfum í sveit sinni
og fúsastur manna lagt þau í
annarra hendur.
Þú munt þegar hafa farið í
fyrstu göngur, Daníel?
Nei, við erum ekki farnir að
hreyfa við fé eða fara í göngur,
vegna þess 'hve seint fé héðan
úr Saurbæjarhreppi er lógað að
þessu sinni. Fyrstu göngur
verða um næstu helgi. Það hef-
ur farið vel um féð ennþá því
grös eru lítt sölnuð, miðað við
árstímann.
Hvenær hófstu búskap hér á
Gnúpufelli?
Til að byrja á byrjuninni er
ég fæddur hér og uppalinn og
hef alltaf átt heima hér. Var
aðeins þrjá vetur að heiman,
fyrst í Eiðaskóla og síðan starf-
aði ég einn vetur í Reykjavík.
Smábúskap byrjaði ég ungur
með afa og ömmu, hætti svo bú
skap um tveggja ára skeið en
byrjaði aftur 1945 og hef búið
hér óslitið síðan. Iiér brami
1956 og þá byggði ég þetta hús,
sem við nú erum í, en gamla
burstahúsið stendur enn. Hér
hokra ég með ær og kýr, eins
og þú sérð.
Hokrar?
Já, miðað við stórbændurna í
Eyjafirði. Ég hef alltaf verið
ofurlítið sérvitur í búskap mín-
um, eins og öðru. Hér er.nóg
land til ræktunar og hægt að
hafa stórt bú. Ég hef aðeins um
eða lítið yfir 20 kýr og svo
nokkra tugi fjár á fóðrum. Þetta
er nú allur búskapurinn og þyk-
ir hann ekki beisinn í þessu
mikla og ágæta landbúnaðar-
héraði. Mitt bú er af þeirri
stærð, sem við sæmilega að-
stöðu, er fremur auðvelt fyrir
hjón að sinna sæmilega, án
þrældóms. Við erum hér oft ein,
ég og konan mín, ásamt yngri
Daníel Pálniason.
börnum okkar, þau eldri eru
hér af og til, eins og gengur, á
skólum á vetrum.
En fjárhagsleg afkoma?
Ég gerði í mörg ár upp skatta
skýrslur fyrir ýmsa bændur.
Það leyndi sér ekki, að margir
þeirra „minni“ höfðu jafnmiklar
eða meiri nettótekjur af sínum
búskap og þeir, sem stóru búin
höfðu. Ég býzt við að svo sé
ennþá. Ég legg mikið upp úr
því, að hafa næg hey og góð
hey. Það á að vera unnt hér
vegna þurrviðra á sumrin og
góðrar sprettu. Hins vegar er ég
á móti mjög mikilli notkun er-
lends kjarnfóðurs. Nokkur hluti
búsafurða okkar selst fyrir lítið
verð erlendis. Þessi umfram-
framleiðsla er til komin vegna
mikillar kjarnfóðurnotkunar.
Þetta er ekki hin rétta hagfræði,
héld ég. En við getum komist
mun lengra á þeirri braut, að
bæta ræktarlöndin og að verka
heyið betur og það eigum við að
gera. Án þess að nefna nöfn
nágranna, hef ég í huga tvo
harðduglega, unga bændur, sem
búnast mjög vel. Þeir nota kjarn
fóður til mjólkurframleiðslunn-
ar sem svarar einni krónu eða
svo á hvern framleiddan mjólk-
urlítra. Svipað er það hjá mér.
Sumir bændur nota helmingi
meira kjarnfóður og jafnvel svo,
að svarar til kr. 2.50 á hvern
mjólkurlítra. Teljandi kjarnfóð-
ur nota ég ekki handa sauðfé.
Um fjárhagslega afkomu vil ég
benda á, að öll þau hús á þess-
ari jörð, sem uppi standa eru
byggð í minni búskapartíð,
einnig er mest af ræktuninni
gerð á þeim tíma. Vil ég þó á
engan hátt gera lítið úr því, sem
faðir minn gerði hér. Hér er
ekki safnað í sjóði á annan hátt,
og hér er heldur ekki í hávegum
ýmiskonar eyðsla, sem mai-gir
hafa tamið sér á síðari tímum.
Utan og ofan við efnahag gleðst
ég yfir því, að vera hér upp-
runninn og hafa fengið að lifa
hér og starfa og eignast gott
heimili.
Frúin, Ingibjörg Bjarnadóttir,
kemur nú með kaffi, pönnukök-
ur og smurt brauð. Fönguleg
kona með öra og litríka skap-
gerð.
Þú ert ekki Eyfirðingur, Ingi-
björg?
Nei, ég er Dýrfirðingur en
hélt að heiman, gekk í skóla á
Akureyri og svo var ég á Hús-
mæðraskólanum á Laugalandi.
Ég var búin að vera kaupakona
á eyfirzkum góðbýlum, þegar
Daníel datt í hug að biðja mig
að verða ráðskona hjá sér! Svo
kom ég hingað.
Og þá voru hæg lieimatökin?
Þessari spurningu beint ‘ til
bónda!
Hjónin verða kímileit. Þau
svara á þessa leið: Eiginlega
byrjaði okkar kunningsskapur
áður. Við höfum það að gaman-
málurn, að kynning okkar hæf-
ist með stofnauka númer 13.
Hvernig þá, ef ég má spyrja
um einkamál?
Það var þannig á skömmtun-
arárunum, að stofnauki nr. 13
tók stundum gildi síðar en aðrir
skömmtunarseðlar. En það
þurfti bæði að endurnýja hann
og stundum að skipta honum í
minni einingar. Og það var ein-
mitt það, sem Ingibjörg þurfti
að láta gera. Ég var þá oddviti
og leysti þann vanda, segir
bóndi. Gerðir það bæði fljótt og
vel bætir húsfreyja við' og
skellir upp úr. Því fylgdu svo
einhverjar orðræður, eins og
gengur.
Þú varst byrjaður þinn alvöru
búskap, Daníel, þegar þetta
var?
Já, já, bjó með ráðskonum og
var orðinn þreyttur á því, án
þess ég vilji hallmæla þeim á
nokkurn hátt. Ingibjörg grípur
fram í og segir: Sá enn eina ráðs
konu í huga sér, þar sem ég var,
skólagengna stúlkuna! Ég ráð-
legg engum að búa konulausum,
segir Daníel. Ég var svo lán-
samur, að þurfa þess ekki leng-
ur. Þetta hefur svo gengið sæmi
lega hjá okkur, held ég, eða a.
m. k. stóráfallalaust bæði í
hjónabandinu og búskapnum.
Hann sætti sig við að fá dá-
lítið ráðríka konu af öðru lands
homi, segir frúin. Konu af allt
öðrum uppruna, sem alin var
upp í ólíku umhverfi og með
allt aðrar lífsSkoðanir. En stund
um dregst það ólíklegasta sam-
an og getur farið vel á því.
Mætti ég spyrja, frú Ingi-
björg, hvort þú sért af galdra-
mönnum komin?
Séð heim að Gnúpufelli, að fomu Gnúpafell.. (Ljósm.: E. D.)
5
Móðurfaðir minn var talinn af
galdramönnum kominn, eins og
það er kallað. Hann var einn sá
bezti karl, sem ég hef þekkt.
Rauðbirkinn var hann og mér
lízt vel á mat'ga rauðhærða
menn. Annar forfaðir minn
vestra varð heillaður af huldu-
konu og bjó með henni um
skeið. Hann var formaður á bát
og hvarf. Hann var auðvitað
fátalaður um dvöl sína hjá
huldukonunni. Guðrún amma
mín var eitthvað skyggn. Fólk,
sem var einhverjum dularhæfi-
leikum gætt, var fyrrum talið
göldrótt. Ég kann ekki við þá
nafngift og ekki kann ég heldur
við draugatal fólks. Annars er
óþarfi að segja sögur af svo-
kölluðum galdramönnum að
vestan. Það er búið að gefa út
helztu sagnir um þá. Ég kann
ekki við, að hugsað sé um dáið
fólk sem drauga og ekki heldur
eins og það sé alveg horfið. Ein-
hverjir eru að leita að ljósinu,
eftir að þeir eru farnir héðan.
Við ættum fremur að hjálpa
þeim til að finna það, en hafa
í flimtingum þó einhvers verði
vart.
Ert þú kannski skyggn eða
berdreymin?
Ég er ekki skyggn. En flestir
munu komast í kynni við eitt-
hvað, sem vandi er að skýra.
Það er hrein undantekning, að
ég sá einu sinni Rósu á Helga-
stöðum, sem var hálfsystir
Káins. Hún var jarðsungin
þennan dag á Möðruvöllum.
Piltarnir hérna fylgdu henni til
grafar en ég var heima með
börnin. Litlu eftir hádegið, ætl-
aði ég að fá mér blund. En þá
kom hún inn með prjóna sína
og bandhnykil undir hendinni
og var glaðleg, eins og hún jafn
an var í lifanda lifi. Prjónahyrn
an hennar var tvílit, brugðið í
kross og hnýtt aftan við bak.
Þetta atvik er. pú alveg sérstakt.
En því er ekki.að leyna, að ég
er berdreymin, stundum óþægi-
lega berdreymin.
Nokkuð dularfullt í húsinu?
Nei, ekki nema þá gamla
kommóðan, sem er gamall grip-
ur og í henni ýmisíegt af gömlu
dóti. Það má kannski segja að
hún sé eitthvað dularfull. Hún
lætur stundum til sín heyra og
höfum við heyrt það bæði, segir
húsfreyja. Það eru brestir og
högg. Þetta heyrist oftast þegar
einhver er að koma, t. d. þegar
börnin eru að koma heim. Hún
var í eigu móður Daníels. Við
höfum ekki tímt að láta gera
hana upp eða breyta henni á
nokkurn hátt. Nú kemur inn
snáði á öðru ári. Honum er vel
fagnað. Þessu var spáð fyrir
mér fyrir 12 árum síðan og ég
var farin að halda, að spádóm-
urinn rættist ekki. Hann er
fimmta barnið okkar.
Hvernig unið þið skólamálun-
uin í héraðinu?
Þau svara á þá leið bæði, að
Eyfirðingar geti með réttu ver-
ið stoltir af kúnum sínum, rækt
arlöndum og byggingum, enda
heyrist það hvarvetna um land
hvað Eyfirðingar séu miklir bú
menn. En það hefur aldrei
heyrzt að þeir hugsuðu eins vel
fyrir menntun barna sinna og
þeir hugsa um kýrnar. í ára-
tugi hefur verið talað imi skóla
fyrir ungmenni í héraðinu. Enn
sé enginn héraðsskóli til og bóli
ekki á honum. Með harmkvæl-
um sé hægt að fullnægja
fræðsluskyldunni. Síðan sé sótt
um skólavist fyrir unglinga hér
og hvar um landið og komist
ekki allir að. Við erum ekki
nógu mi'klir félagsmálamenn og
sættum okkur við of lítinn hlut
á menntunar- og félagsmála-
sviðinu. Það er ekki nóg að búa
í gjöfulu héraði við sæmilega
(Framhald á blaðsíðu 7).
FRÁ ODDEYRARSKÓLANUM !
Píla með síðustu hvolpana sína.
(Ljósm.: E. D.)
Hundrað og sjö barna móðir
SUMARIÐ 1961 bar það til tíð-
inda austur í Möðrudal, að ferða
fólk úr Öxnadal, Steinn Snorra
son og fjölskylda, nam staðar í
hlaði og ung dóttir Steins festi
ást á hálfvöxnum hvolpi, er þar
var að leik. Ferðafólkið hélt
áfram för en kom þar á heim-
leið. Hafði sú litla þá fengið því
áorkað við föður sinn, að hann
keypti hvolpinn ef falur væri,
sem hann vonaði að ekki væri.
Þegar hundakaupin bárust í
tal stóð svo á, að kvöldið áður
hafði skytta úr nágrenni lofað
að koma og fækka hundum á
bænum, en af því hafði ekki
orðið og var ekkert því til fyrir
stöðu að hvolpurinn flyttist með
góðu fólki í Öxnadal. Lét þó
Jón gamli í Möðrudal þau orð
falla, að annaðhvort væri þess-
um öxndælska bónda mjög vits
varnað, að þvælast með hund-
kvikindi vestur, eða að för hans
yrði síðar góð talin hundsins
vegna. Reyndist hið síðara rétt.
Hvolpurinn hlaut nafnið Pila.
Pila er svört með hvíta bringu,
stór vexti og hin friðasta og góð
ur fjárhundur.
Píla er frjósöm mjög og hefur
eignazt 107 hvolpa á sjö árum,
9—14 í senn og nú fyrir skömmu
átti hún 10 og eru nokkrir
falaðir til lífs. Sumir Pilu-
synir hafa orðið mjög góðir.
Sagt er, að Píla sé skozk í aðra
ættina. Mun sú ættfræðsla rak-
in í móðurætt því vart hefur
það skeð hér á landi að nokkur
viti faðerni hunda. Hópur flæk-
ingshunda safnast að, þegar tík-
ur vilja við þeim líta. En slíkt
skeður í engu landi öðru á þess-
um jarðarhelmingi, að tilviljun
ráði faðerni hvolpa.
Frjósemi Pílu bendir til þess,
að það myndi lítið kraftaverk
en er mikið nauðsynjaverk að
flytja inn skozka frændur henn-
ar, hreinkynja fjárhunda til að
létta fjárbændum störf — og
losa jafnframt íslenzkan land-
búnað við þá bastarða og fávita
í hundsmynd, sem nú eru hér á
landi og flestir eru eigendum
sínum til lítils sóma. □
ODDEYRARSKÓLINN á Akur
eyri var settur í sal skólans,
þriðjudaginn 1. okt. sl. í vetur
verða í skólanum 19 bekkja-
deildir með 460—470 nemend-
um, er það nokkur fjölgun frá
fyrra ári.
Haustskólinn hófst 1. septem-
ber og sóttu hann börn í 1, 2.
og 3. bekkjum. Var þá nám í
átthagafræði skipulagt og tekin
fyrir ákveðin verkefni, farnar
náms- og söfnunarferðir og síð-
an unnið í flokkavinnu að úr-
lausn verkefna.
Þær breytingar hafa orðið á.
starfsliði skólans, að.kennararn-
ir Helga Eiðsdóttir, Matthías
Gestsson og Valgerður Elín
Valdimarsdóttir hætta störfum,
en nýir kennarar, sem koma að
skólanum eru: Aðalgeir Aðal-
steinsson, Stefán Aðalsteinsson,
Hólmfríður Gísladóttir og Val-
dís Jónsdóttir. Þá munu Hjört-
ur L. Jónsson fyrrv. skóla’stjóri
og Margrét Rögnvaldsdóttir
íþróttakennari verða stunda-
kennarar við skólann. Fastráðn-
ir kennarar verða þvl 15 og
stundakennarar 5.
í vetur verður kennd nýstéérð
fræði í nokkrum yngstu deild-
um og einn af 6. bekkjunum á
kost á dönskukennslu, er nemur
4 stundum á viku, kennari verð-
ur Hólmfríður Ólafsdóttir. Þá er
fyrirhuguð nokkur breyting og
aukning á handavinnukennslu
drengja, auk þess munu nem-
endur í nokkrum bekkjardeild-
um eiga kost á frjálsum vinnu-
brögðum undir leiðsögn kenn-
ara. f
Margir af kennurum skólans
hafa í sumar sótt kennaranám-
skeið. Skólastjóri er Indriði
Úlfsson. □
Vetrarstarf Bridgefé-
lags Akureyrar hafið
AÐALFUNDUR Bridgefélags
Akureyrar var haldinn í Lands-
bankasalnum sl. þriðjudag. f
upphafi fundar minntist fráfar-
andi formaður, Soffía Guð-
mundsdóttir, Karls heitins Sig-
fússonar, sem starfað hafði vel
og lengi í félaginu.
í stjórn félagsins voru kosnir:
Angantýr Jóhannsson, Jóhann
Helgason og Mikael Jónsson.
Fyrir í stjórn voru: Dísa Péturs
dóttir og Baldur Árnason. —
Stjórnin skiptir með sér verk-
um.
Fyrsta keppni félagsins er tví
menningskeppni, sem hefst
þriðjudaginn 8. þ. m. Spilað verð
ur að Bjargi. Þátttaka tilkynnist
stjórninni í síðasta lagi n. k.
sunnudag.
Engin þörf á aldagömiu messuformi
HÉRAÐSFUNDUR Eyjafjarðar
prófastsdæmis var haldinn að
Húsabakka í Svarfaðardal,
sunnudaginn 15. þ. m. Fundur-
inn hófst með guðsþjónustu í
Tjarnarkirkju, þar sem sr. Bjart
mar Kristjánsson predikaði, en
sr. Pétur Sigurgeirsson þjónaði
fyrir altari. Organisti var Ólaf-
ur Tryggvason á Ytra-Hvarfi.
Messan var mjög hátíðleg og
má sérstaklega geta um hina
almennu þátttöku í söngnum.
Það má segja að allir syngja, og
er því bersýnilegt að engin þörf
er að innleiða aldagamalt messu
form til að fá almennan söng.
í messulok setti settur prófastur
sr. Stefán Snævarr héraðsfund-
inn, og er þetta fyrsti héraðs-
fundur, sem hann boðar til og
stjórnar. Að loknu ávarpi pró-
fasts var gert fundarhlé og fund
urinn fluttur að Húsabakka. Þar
var sest að rausnarlegum kaffi-
veitingum, en Tjarnarsóknar-
búar höfðu boðizt til að sjá um
fundinn, þessu sinni og fórst
þeim það prýðilega. Er setið
hafði verið að kaffidrykkju um
stund, þakkaði prófastur veittar
velgjörðir og var þá horfið til
fundarstarfa aftur.
Prófastur flutti skýrslu um
starf kirkjunnar innan prófasts-
dæmisins sl. héraðsfundarár.
Hann gat þess þó, að ekki kæmi
nema lítill hluti af störfum prest
anna fram á skýrslum. Á árinu
voru fluttar 385 messur í pró-
fastsdæminu, ferind 345 börn og
altarisgestir voru 828.
Þá lagði prófastur fram kirkju
reikninga, sem honum höfðu
GÍSLI GUÐMUNDSSON, ALÞINGISMAÐUR:
NOKKUR ORÐ UM SIJÓRN OG STJÓRNLEYSI
UM ÞAÐ leyti sem viðtöl voru
að hefjast milli þingfldkkanna
skrifaði ég greinarkorn í Tím-
ann og drap þar á ýmislegt, sem
þá var rætt manna á milli, eink-
um þar á landinu, sem ég er
kunnugastur, eftir að stofnað
hefði verið til þessara viðtala.
Ég gat þess þá m. a., að mörgum
þætti líklegt að fulltrúar flokk-
anna myndu fyrr eða siðar ræða
um möguleika á samstarfi um
stjórn landsins nú um sinn, í
því skyni að firra þjóðina áföll-
um af því vandræða ástandi,
sem nú ríkir í atvinnu- og efna
hagslífi landsins, en að vafi
þætti á því leika, hvort ríkis-
stjórnin óskaði eftir slíku sam-
starfi.
í þessu sambandi sagði ég eitt
hvað á þá leið, að ef stefna ætti
að slíku samstarfi, sýndist mér
eðlilegt, að byrjað yrði á því að
láta fram fara á vegum flokk-
anna, það sem ég nefndi „bráða
birgðaúttekt“ á ástandinu og að
þegar því væri lokið, „ráðlegast“
að ríkisstjómin segði af sér, en
starfaði til bráðabh'gða á meðan
viðræður færu fram á grund-
velli „úttektarinnar" um aðkall
andi úrræði og stjórnarsam-
vinnu um framkvæmd þeirra.
Mér var það auðvitað ljóst, að
þessi málsmeðferð kæmi því að-
eins til greina, að ríkisstjórnin
teldi stjórnarsamstarf allra þing
flokka æskilegt, og ég taldi hugs
anlegt, að hún væri þeirrar skoð
unar. Einföld aðferð til að gera
þá skoðun kunna, svo að ekki
þyrfti vafi á að leika, er auð-
vitað, að stjórnin segi af sér til
að greiða fyrir nýrri stjórnar-
myndun. Það er að visu hægt að
vinna að nýrri stjómarmyndun,
án þess að stjórn hafi sagt af
sér, en á því eru þó auðsæir
erfiðleikar og að mínu áliti ekki
mjög miklar líkur til þess eins
og sakir standa, að sú fyrirhöfn,
sem til þess kynni að verða var_
ið, bæri árangur. En ef stjómin
segði af sér yrðu menn ekki í
sama vafa og nú um vilja henn-
ar til samkomulags.
Höfundur Reykjavíkurbréfa
Mbl. segir, að þá væri „stjórn-
leysi“ í landinu, ef. núverandi
stjórn segði af sér og gegndi
störfum til bráðabirgða, á með-
an rætt væri um „þjóðstjórn“
og að ég vilji „stjórnleysi". lllt
er, ef satt væri, því að stjórn-
leysingjar eru taldir hættulegir
menn, bæði vestan tjalds og
austan. En þetta, að stjórn gegrii
störfum til bráðabirgða meðan
verið er að mynda aðra, er mjög
algengt, bæði hér á landi og
annarsstaðai'. Það er þingræðis-
venja en ekki stjórnleysi. Slík
stjórn innir af hendi dagleg
störf en tekur ekki að jafnaði
ákvarðanir í stórmálum. Það
myndi núverandi stjórn heldur
ekki telja viðeigandi að gera
hvort eð er, ef hafnar væru raun
verulegar viðræður um „þjóð-
stjórn“ og hún hefði áhuga á,
að þær bæru árangur.
Hins vegar nálgast það stjóm
leysi, ef þeir, sem settir hafa
verið til að stjórna landinu, geta
ekki innt af hendi hlutverk sitt,
hvort sem það er vegna mistaka
eða af öðrum ástæðum. Slíkt
ástand má ekki haldast. Þess
vegna var ég því fylgjandi, að
orðið yrði við framkominni ósk
um, að fulltrúar þingflokkanna
tækju tal saman.
borizt. En margir reikningar
eru ókomnir ennþá, og bað pró-
fastur safnaðarfulltrúa að sjá
um að þeir bærust sem fyrst.
Því næst lagði prófastur fram
tvær ályktunartillögur og fylgdi
hann þeim með nokkrum orð-
um. Hin fyrri var um þann
seinagang, sem orðið hefur í Al-
þingi á afgreiðslu kirkjulegra
frumvarpa og málefna. Tillagan
var svohljóðandi:
„Héraðsfundur Eyjafjarðar-
prófastsdæmis, haldinn 15. sept.
1968, átelur harðlega þann drátt,
sem orðið hefur á afgreiðslu
ýmsra kirkjulegra frumvarpa,
sem send hafa verið hinu háa
Alþingi. Fundurinn telur kirkju
íslands sýnd ótilhlýðileg lítils-
virðing með því að mál, sem
hafa fengið samþykki allra
kirkjulegra aðila fái ekki þing-
lega meðferð, heldur sé stungið
þegjandi undir stól.“
Tillagan var nokkuð rædd og
síðan samþykkt með öllum
greiddum atkvæðum.
Hin tillagan var um kvenna-
skóla kirkjunnar að Löngumýri
í Skagafirði. Hún var svohljóð-
andi:
„Héraðsfundur Eyjafjarðar-
prófastsdæmis, haldinn 15. sept.
1968, vill vekja athygli foreldra
og ungra stúlkna á húsmæðra-
skóla kirkjunnar að Löngumýri.
Skólinn starfar samkvæmt
námsskrá húsmæðraskólanna,
að því viðbættu að þar eru
einnig kennd kristin fræði.
Kennarar og nemendur hafa
sameiginlegar morgun og kvöld
bænir og farið er reglulega í
kirkju. Fundurinn hvetur ung-
ar stúlkur eindregið til að sækja
um skólann.“
Tillagan var samþykkt með
öllum greiddum atkvæðum.
Að lokinni dagskrá flutti sr.
Kristján Róbertsson, Siglufirði,
athyglisvert erindi um kirkju-
mál. Tími varð eigi til um-
ræðna.
Að lokum sleit prófastur
fundi með stuttri hugleiðingu og
bæn. Með því lauk þessum hér-
aðsfundi, sem var hinn ánægju-
legasti, og öllum til sóma, sera
að honum stóðu. J