Dagur - 09.10.1968, Síða 7
7
Úr Lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað
20. gr.
Lögreglustjóra er heimilt að
banna öllum óviðkomandi, sem
eiga ekki brýnt erindi, umferð
út í skip, sem liggja í höfninni,
frá kl. 20—8 á tímabilinu 1. októ
ber til 1. maí, en frá kl. 22—8 á
tímabilinu 1. maí til 1. október.
Ennfremur getur lögreglan jafn
an bannað börnuð innan 16 ára
aldurs umferð um bryggjur og
- Áburðarpantanirnar
(Framhald af blaðsíðu 1).
K20 styrkleika, og enn ekki
nema fínkomað.
Gert er ráð fyrir, að fosfór-
sýruáburður verði í þrífosfati
45% P205 eins og verið hefir,
enda þótt vér munum leitast við
að mæta óskum um útvegun
annars fosfórsýruáburðar, svo
sem superfosfats 18% P205, ef
þess yrði óskað. □
- Framsóknarmenn
(Framhald af blaðsíðu 5).
in var góð í sumar og laxinn
mjög stór. Kirkja er í kaup-
túninu og önnur í Laugardæl-
um, barnaskóli, gagnfræðaskóli
og iðnskóli — og tónlistarskóli
mun þar einnig vera.
Héraðslæknir situr á Selfossi,
einnig er þar lítið sjúkrahús og
praktiserandi læknir.
Átak hefur verið gert í gatna-
gerð. Varanlegar götur eru
'breiðar og vel merktar, svo til
fyrirmyndar er.
Hinn 2300 manna bær er hit-
aður með hveravatni, sem leitt
er frá Þorleifskoti, sem er rétt
hjá Laugardælum. Selfosshrepp
ur keypti hitaveituna í byrjun
þessa árs af Kaupfélaginu.
í örstuttu samtali við oddvita
Selfosshrepps, Sigurð Inga Sig-
urðsson, lét hann í ljósi nokkrar
áhyggjur af minnkandi fram-
kvæmdum, einkum í byggingar
iðnaðinum. En engum dylst, að
það er gróska í kauptúninu
undir Ingólfsfjalli. □
ferð út í skip og báta í höfninni,
telji hún ástæðu til.
Unglingum innan 16 ára er
óheimill aðgangur að almennum
knattborðsstofum, dansstöðum
og ölstofum. Þeim er og óheimill
aðgangur að almennum kaffi-
stofum eftir kl. 20 nema í fylgd
með fullorðnum, sem bera
ábyrgð á þeim. Eigendum og um
sjónarmönnum þessara stofnana
ber að sjá um, að unglingar fái
ekki þar aðgang né hafist þar
við.
Börn yngri en 12 ára mega
ekki vera á almannafæri seinna
en kl. 20 á tímabilinu frá 1. öktó
ber til 1. maí og ekki seinna en
kl. 22 frá 1. maí til 1. október
nema í fylgd með fullorðnum
vandamönnum.
Börn frá 12—14 ára mega
ekki vera á almannafæri seinna
en kl. 22 á tímabilinu frá 1. októ
ber til 1. maí og ekki seinna en
kl. 23 frá 1. maí til 1. október,
nema í fylgd með fullorðnum
vandamönum.
Þegar sérstaklega stendur á
getur bæjarstjórn sett til bráða-
bhgða strangari reglum um úti-
vist barna allt að 16 ára aldri.
Foreldrar og húsbændur barn
anna skulu að viðlögðum sekt-
um sjá um, að ákvæðum þessum
sé fylgt. □
ÞVOTTAPOTTUR!
ELDAVÉL!
Viljum kaupa rafmagns-
þvottapott, helzt 75 1.
Einnig notaða eldavél.
LJÓSGJAFINN H.F.
Glerárgötu 34,
sími 1-17-23.
TAPAÐ
RONSON DÖMU-
KVEIKJARI
tapaðist föstudaginn 27.
sept. í Þingvallastræti.
Finnandi vinsamlegast
hringi í síma 2-11-84.
TIL SOLU:
BORÐSTOFUBORÐ
og 4 stólar. Til sýnis eftir
kl. 7 e. h. í Langholti 7,
niðri.
TIL SÖLU:
Lítil velmeðfarin Emrna-
ÞVOTTAVÉL.
Uppl. í síma 2-11-89.
Innilegt þakklæti fyrir alla aðstoð og auðsýnda samúð
við andlát og jarðarför
ÞORGEIRS JÓNSSONAR.
Guð blessi ykkur öll og veri ykkur styrkur á rauna-
stundum.
Fyrir mína hönd, systra hins látna og annarra
vandamanna.
Guðný Helgadóttir.
Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og
jarðarför
BJARNA STEFÁNSSONAR,
Héðinsliöfða.
Hólmfríður Jónasdóttir,
Ljótunn Bjarnadóttir, Jónas Jakobsson,
Jónas Bjarnason, Valgerður Jónsdóttir,
Bergljót Bjamadóttir, Sigurður Friðbjamarson,
Sigríður Bjarnadóttir,
Jónína Bjarnadóttir,
Bjami Bjarnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
BARNAVAGN
TIL SÖLU.
Uppl. í síma 2-14-56,
eða 1-16-74.
TIL SÖLU:
8 LESTA VÉLBÁTUR.
Allar upplýsingar gefur
Ragnar Steinbergsson,
lögfræðingur,
sími 1-17-82, Akureyri.
TIL SÖLU:
BARNAKERRA,
burðarrúm og lítið reið-
hjól.
Uppl. í síma 1-28-85.
TIL SÖLU:
SKÚR
í Glerárhverfi.
Sími 2-15-87.
ÍSSKÁPUR TIL SÖLU.
Uppl. í síma 1-15-56,
milli kl. 1 til 4 e. h.
BARNAVAGN
til sölu. Selst ódýrt.
Uppl. í síma 1-14-27.
TIL SÖLU:
BOSCH ÍSSKÁPUR
180 lítra, lítið notaður og
RAFHA ELDAVÉL.
Uppl. í síma 1-13-13.
TIL SÖLU:
Nýlegur
HNAKKUR og BEIZLI.
Uppl. í síma 1-13-03.
TIL SÖLU:
BÍLDEKK!
( 2, 670x15 og 1, 7,33-15)
og einar keðjur.
Uppl. í síina 2-11-98,
eftir kl. 6 e. h.
íjJ hentar í öll eidhús -
gömul og ný
^er Iramleitt í stötriucTum
einingum
er mect plasthúcT utan
og innan
er (slenzkur IdnacTur
•jjc er ódýrt
HAGI H.F. - AKUREYRI
ÓSEYRI 4 - SÍMI (96)21488
NY SENDING
KULDAHÚFUR
í miklu úrvali
MARKAÐURINN
SÍMI 1-12-61
I.O.O.F. 15010118V2
I.O.O.F. Rb. 2 — 1181098(4 —
m St .-. St .-. 59681097 .-. VH
AKUREYRARKIRKJA. Mess-
að á sunnudaginn kemur kl.
355 — 203 — 153. Séra Björn
Björnsson prófastur frá Hól-
um í Hjaltadal predikar. P. S.
MÖÐRU V ALLAKL AU STURS -
PRESTAKALL. í sambandi
við aðalfund Prestafélags
Hólastiftis mun messað n. k.
sunnudag kl. 2 e. h. að Möðru
völlum og Bægisá. Á Möðru-
völlum mun séra Pétur Þ.
Ingjaldsson predika, en séra
Gísli H. Kolbeins þjóna fyrir
altari. Á Bægisá mun séra
Sigurpáll Óskarsson, Hofsósi
predika, en séra Birgir Snæ-
björnsson þjóna fyrir altari.
— Birgir Snæbjörnsson.
MESSAÐ verður í Lögmanns-
hlíðarkirkju n. k. sunnudag
kl. 2 e. h. Séra Bolli Gústavs-
son prédikar. Bílferð verður
úr Glerárhverfi kl. 1.30. —
Sóknarprestar.
MESSUR í Laugalandspresta-
kalli 13. október. Kaupangur:
Sr. Kári Valsson og sr. Björn
Jónsson. Organisti Kristján
Rögnvaldsson. Munkaþverá:
Sr. Sigurður Guðmundsson og
sr. Bjartmar Kristjánsson.
Organisti frú Hrund Kristjáns
dóttir. Möðruvellir: Sr. Árni
Sigurðsson og sr. Kristján
Róbertsson. Organisti Frið-
rik Jónsson. Hólar: Sr.
Marinó Kristinsson. Organisti
Ólafur Jónsson. — Messurnar
hefjast á öllum stöðum kl. 14.
STARFIÐ á Sjónarhæð tilkynn
ir: Á sunnudaginn er sunnu-
dagaskólinn kl. 1.30 e. h.
Biblíulestur kl. 5 e. h., byrjað
á Þessalonikubréfi. Öll börn
velkomin. Mánudag kl. 5.30
e. h. drengjafundur. Allir
drengir velkomnir. Þriðjudag
inn kl. 5.30 e. h. telpnafundur.
Allar telpur velkomnar.
KRAKKAR! KRAKKAR! —
Barnasamkoma verður á
hverju kvöldi kl. 6 frá og með
n. k. föstudegi.
FÍLADELFÍA, Lundargötu 12,
tilkynnir: Miðvikudaginn 9.
okt. kl. 5.30 saumafundur fyr-
ir stúlkur, telpur 6 ára og
eldri eru hjartanlega vel-
komnar. Fimmtudaginn 10.
okt. samkoma kl. 8.30 e. h.
Kristín Sæmunds talar.
Sunnudaginn 13. okt. Sunnu-
dagaskóli kl. 1.30 e. h. Öll
börn hjartanlega velkomin.
Almenn samkoma kl. 8.30 e. h.
Kristín Sæmunds og fleiri
tala. — Fíladelfía.
KRISTNIBOÐSHÚSIÐ ZION.
Sunnudaginn 13. okt. Sunnu-
dagaskóli kl. 11 f. h. Öll börn
4 ára og eldri hjartanlega vel-
komin. Kristniboðssamkoma
kl. 8.30 e. h. Lesið úr bréfum
frá Skúla Svavarssyni kristni
boða. Kristniboðsþáttur.
Ræða. Almennur söngur. Tek
ið á móti gjöfum til kristni-
boðsins í Konsó. Allir hjartan
lega velkomnir. — Kristni-
boðsfélag kvenna, KFUM og
KMUK.
SÖGUSTUND BARNANNA. —
Foreldrar. Athugið að Sögu-
stundin verður framvegis í
Laxagötu 5, hvern sunnudag
kl. 1 e. h. Börn. Verið velkom
in á fyrstu Sögustund vetrar-
ins n. k. sunnudag. — Lilja og
Steinþór.
BRUÐHJON. Hinn 5. október
voru gefin saman í hjónaband
á Akureyri ungfrú Gerður
Garðarsdóttir og Smári Pálm-
ar Aðalsteinsson plötusmíða-
nemi. Heimili þeirra verður
að Skarðshlíð 4 A, Akureyri.
Sama dag voru gefin saman í
hjónaband í Lögmannshlíðar-
kirkju ungfrú Hugrún Engil-
bertsdóttir hjúkrunarkona og
Stefán Héðinn Gunnlaugsson
framreiðslumaður. Heimili
þeirra verður að Eyrarvegi 21,
Akureyri.
HJÚSKAPUR. Hinn 6. okt. sl.
voru gefin saman í hjóna-
band, af síra Ágústi Sigurðs-
syni í Vallanesi, Ragna Guð-
mundsdóttir og Þórhallur
Jónsson í Möðrudal á Fjöll-
um. Heimili þeirra er í Möðru
dal.
MAJÓR Guðfitina Jó-
hannesdóttir kemur til
Akureyrar. Hún stjórn-
ar og talar á samkomum
Hjálpræðishersins n. k.
fimmtudagskvöld kl. 20.30
(happdrætti) og sunnudags-
kvöld kl. 20.30. Alli velkomnir
HVERNIG á að líta á þá. sem
falla frá sannri guðsdýrkun?
Opinber fyrirlestur fluttur af
Holger Frederiksen sunnudag
inn 13. október kl. 16 að Kaup
vangsstræti 4, II hæð. Allir
velkomnir — Vottar Jehóva.
FRÁ SJÁLFSBJÖRG.
Munið afmælisfagnað-
inn að Bjargi laugar-
daginn 12. okt. kl. 8
e. h. Aðgöngumiðar og
borðapantanir í skrifstofu fé-
lagsins milli kl. 4 og 6 dag-
lega. Sími 1-26-72.
FRÁ kvenfélagi Akureyrar-
kirkju: Fyrirhugað er að
halda hinn árlega bazar fé-
lagsins um miðjan nóvember
n. k. Félagskonur eru vinsam-
lega beðnar að skila munum
fyrir 15. nóv. til einhverra
eftirtalinna: Kristín Sigur-
björnsdóttir, Sólvöllum 8,
María Ragnarsdóttir, Möðru-
vallastræti 3, Kristín Péturs-
dóttir, Vanabyggð 7, Lovísa
Pálsdóttir, Hamarsstíg 22,
Ragnheiður Árnadóttir,
Byggðavegi 97, Stefanía
Brynjólfsdóttir, Hrafnagils-
stræti 26 og Stefanía Jóhanns
dóttir, Grenivöllum 14.
I.O.G.T. st. Ísafold-Fjallkonan
nr. 1. Fundur fimmtudaginn
10. þ. m. kl. 8.30 e. h. í Alþýðu
húsinu. Fundarefni: Vígsla
nýliða, önnur mál. Eftir fund:
Góðgæti, grín og gaman. Æ.t.
VISTHEIMILINU SÓLBORG
hafa borizt eftirtaldar gjafir:
Frá N. N. kr. 500.00 og frá
kvenfélaginu Iðunni í Hrafna
gilshreppi kr. 10.000.00 (til
tækjakaupa). Kærar þakkir.
— J. Ó. Sæm.
ATHYGLI er vakin á auglýs-
ingu frá Jóhanni Þorkelssyni
héraðslækni í blaðinu í dag.
SLYSAVARNADEILD kvenna,
Akureyri hefur borizt 25 þús.
kr. gjöf til minningar um
Júlíus Tryggva Þórisson frá
Reykhúsum, frá frænkum
hans á 25 ára afmæh hans 10.
sept. sl. 1988. Að ósk gefanda
mun gjöf þessari verða varið
til nauðsynlegra slysavama
heima fyrir. Hjartans þökk til
gefenda. — Deildin.
SKOTFÉLAGAR. Æfingáföstu
dagskvöldið kl. 9—11.