Dagur - 16.10.1968, Blaðsíða 5

Dagur - 16.10.1968, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarma'ður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Rjömssonar h.f. Veður ræður akri VIÐ setningu Alþingis hinn 10. októ ber flutti forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn ávarp. Kafli úr því fer hér á eftir. „í þjóðfélagi voru eru flestar stofn anir ungar að árum, þar á meðal margar af mikilvægustu og virðuleg- ustu stofnunum landsins. Alþingi er hins vegar nokkum veginn jafngam- alt J>jóðinni sjálfri. Þótt saga þess sé ekki með öllu í órofnu samhengi og gengið hafi á ýmsu um völd J>ess og virðingu á ýinsum skeiðum þessa langa tíma, er J>að eigi að síður sama stofnunin frá upphafi vega og fram á þennan dag. Hlutverk þess nú er hið sama og þá, að setja J>jóðinni lög, greiða veg hennar í hverjum vanda, sem að höndum ber og finna nýjar leiðir henni til lieilla í veraldlegum og menningarlegum efnum. Til Al- J>ingis lítur þjóðin um úrræði og for- ustu, og J>eirrar ríkisstjómar, sem ábyrgð ber fyrir því, til þess sækja aðrar stofnanir styrk sinn. Hjá Al- þingi vonast þjóðin eftir frumkvæði að góðum málefnum og stuðningi við góð málefni, sem fram koma utan þingsala. Störf og áhrif Alþingis varða lif og hag hvers manns í land- inu, þau ráð, sem það ræður, em samtvinnuð öllu þjóðlífinu. En hagur og viðgangur þjóðar á hverri líðandi stund er undir ýmsu kominn. Margt er í því efni, sem mannlegur máttur fær ekki við ráð- ið. Veður ræður akri, sögðu forn- menn, og það gerir J>að enn. Auð- lindir nýtast misjafnt frá einu skeiði til annars og frá ári til árs, og um það getum vér íslendingar úr flokki talað, sem búum við harla misjafnt árferði til lands og sjávar. Liggur í augum uppi, hve mjög lieill og gengi þjóðarinnar er háð áhættusömum at- vinnuvegum vorum. Þótt nú ári ekki vel, kennir sagan oss, að harðari veðráttu geti verið að vænta en nú er þessi árin, og er rétt að láta sér ekki sjást yfir það. En sagan kennir einn- ig, að góð og vond ár, erfið og hag- sæl tímabil, skiptast á. Góðu árin eiga að bæta hin upp, og það er stjómvizka að stuðla að því, að svo verði. Veður ræður akri, en vit syni, kváðu fommenn og vissu, að hvort tveggja gat bmgðið til beggja vona. Það vitum vér einnig og reyndar meira. Vér vitum, að vit sonarins, í víðri merkingu, á að bæta úr þeim misbresti, sem óhjákvæmilega verð- ur á akrinum öðru hverju. Vér eig- um að vísu mikið undir veðri og vindum, en J>ó á þjóðin, þegar á allt er litið, mest undir sjálfri sér, hvem- ig hún vinnur verk sín, að hver hönd (Framhald á blaðsíðu 2). Halldóra Bjarnadóftir AFMÆLISKVEÐJA HÚN Halldóra Bjarnadóttir er sögð 95 ára, og það verður víst ekki rengt. Um hana má segja „að fögur sál er ávallt ung und- ir silfurhærum.“ (S. T.) Hugur hennar er enn frjór og ríkur af hugsjónum landi og lýð til heilla. Bein í baki, sviphrein og tígu_ leg, klædd íslenzka búningnum, með andblæ vors og hlýju kom hún til Akureyrar í sumar og dvaldi um tíma hjá sinni tryggu og góðu vinkonu, Ragnheiði O. Björnsson. Halldóra heilsaði vin um og kunningjum, sinnti marg víslegum erindum, því áhuga- málin eru óteljandi, og enn var hún að leiðbeina og fræða. enn hin sama. Ja þvílíkur dugn- aður og vera orðin hálf tíræð. Hún er engum lík. Halldóru hefir verið sýndur margvíslegur sómi og mun svo verða nú. Kvenfélagið Framtíð- in á Akureyri hefur minnzt af- mælis hennar á mjög smekk- legan hátt með útgáfu jóla- merkja. Mynd Halldóru mun prýða mörg jólabréf í ár. Þjóðin öll á henni mikla þökk að gjalda, og þegar saga tuttug- ustu aldarinnar verður skráð mun Halldóru Bjarnadóttur verða að góðu getið. Og ekki er ólíklegt, að einhver menntamað ur framtíðarinnar taki sig til og skrifi um hana doktorsritgerð. Halldóra Bjarnadóttir er kon- an, er byggir líf sitt á trú á hand leiðslu og forsjón Guðs. í nafni hans hefur hún lifað og starfað langa og gifturíka ævi að heill og menningu þjóðarinnar. Hún er hin rammíslenzka kona, er ber kyndil ljóssins 'hátt, svo hátt, að ljóma þess ljóss ber yfir landið allt, landið hennar ísland. Frá Akureyri eru Halldóru Gísli Guðmundsson, alþingismaður :st Við opnun listiðnsýningarinnar. — (Ljósm.: E. D.) - NORRÆNA LISTIÐNAÐARSÝNINGIN sendar hlýjar óskir og kveðjur. Guð blessi hana alla daga. Akureyri, 14. október 1968. Laufey Sigurðardóttir frá Torfufelli. SMÁTT & STÖRT í þessari ferð sat Halldóra Bjarnadóttir sem gestur sam- bandsfund norðlenzkra kvenna, er haldinn var að Laugalandi í Eyjafirði. Þar hitti hún konurn- ar sínar, konurnar, sem hún hef ir starfað með og starfað fyrir áratugum saman. Á fundinum sagði hún meðal annars frá til- drögum að stofnun ársritsins Hlínar, er hún og hin gáfaða vin kona hennar frú Hólmfríður Pétursdóttir á Arnarvatni voru að ráða ráðum sínum með út- gáfuna. Það var í mikið ráðist á þeim tímum, að gefa út rit fyrir konur. Á þessu ári sendi Halldóra frá sér Elftirhreytur Hlínar. í 50 ár hefir hún verið ritstjóri þessa merka rits. Hún er elzti ritstjóri á íslandi og að líkindum í öllum heiminum. Án allra öfga getur þjóðin verið stolt af henni sem ritstjóra, af kvenskörungnum Halldóru Bjamadóttur. Halldóru var boðið á hina glæsilegu landbúnaðarsýningu í Reykjavík. Þar hitti hún skyld- fólk og vini, sat veizlur og fór í heimsóknir, hvatti til dáða og góðvildar. Nú er hún heima á Héraðs- hælinu á Blönduósi, gengur um og skemmtir fólkinu með við- ræðum og styttir mörgum lang- ar stundir, skrifar bréf og kveðj ur til vina og kunningja. Þakk- látssemi og háttvísi Halldóru er Tvímenningskeppni BA er nú hafin SL. ÞRIÐ JUD AGSKV ÖLD hófst tvímenningskeppni Bridge félags Akureyrar. Spilað er í tveim riðlum 14 manna og verða 5 umferðir spilaðar. Röð efstu manna er þessi: 1. Dísa — Mikael 201 2. Jóhannes — Þorsteinn 193 3. Baldur — Baldvin 191 4. Guðjón — Skarphéðinn 185 5. Ármann — Jóhann 184 6. Pétur Sigurður Óli 177 (Framhald af blaðsíðu 8). FALIN UMFERÐARMERKI Blessaður trjágróðurinn í görð- um bæjarbúa felur sum nieiri- háttar umferðarmerki í bænum, svo þau koma ekki áð þehn not- um, sem skyldi. Annað tveggja verður að gerast: Tré verða að víkja eða að færa umferðar- merkin þaðan sem þau í sumar hafa verið hulin í laufi trjánna. Þá vill blaðið koma þeirri ósk á framfæri, að gefnu tilefni, að greiddar verði götur fólks til kirkju sinnar, svo sem með auknum umferðarmerkjum og e. t. v. með aðstoð lögreglu í umferð þegar fólk streymir til kirkju. LSD Eitt þeirra lyfja, sem valdið hef- ur mestum umræðum síðustu ár er LSD og jafnframt vekur það furðu vísindamanna. Einn tíu- þúsundasti úr grammi veldur slíkri leiðslu hjá þeim, sem þess neyta, að þeir dansa við eigin skugga og allir hlutir Ijóma í sterkum litum. En þessar of- skynjanir verka stundum á ann an veg. Getur þá neytandinn brjálast af ótta við hryllilegar ofsjónir. Neyzla LSD getur leitt til varanlegrar geðveiki. Eitur- lyfjanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur fordæmt notkun þessa lyfs. Aukin vísindaleg þekking á mörgum deyfi- og nautna- lyfjiun ætti að hafa dregið úr ofnotkun þeirra. En því miður fer neyzla þeirra mjög vaxandi í mörgum löndum með þeim afleiðingum, að fjöldi manns verður háður vaxandi notkun lyfjanna á meðan döpur ævi treinist. MEÐ VINDIL I MUNNINUM f síðustu viku komu til Akur- eyrar nokkrir Bretar til að gera hluta af auglýsingamynd, sem nota á í sjónvarpi við auglýs- ingu vindlategundar einnar. A myndinni á virðulegur Breti að sjást í fallhlífarstökki með hinn ágæta vindil í niunnmum. HLUTUR KONUNNAR Hlutverk kvenna hafa ætíð ver- ið mikil og margvísleg og þeirra hlutur stór í sögunni. Og þær brjóta sér hvarvetna nýjar leið- ir. Fyrir nokkrum dögum rændi kona nokkur frá Argentínu tveggja hreyfla skrúfuþotu með 17 manns um borð og neyddi flugmanninn til að lenda á Kúbu í stað þess að lenda á Merida, svo sem ætlunin var. Konan, sem er 35 ára, dró upp skammbyssu og miðaði henni á flugmanninn. Þetta var 19 flug- vélin í ár, sem rænt er með þess um hætti. En kona hefur ekki áður staðið í slíkum stórræðum. HEYBRUNAR Á miðvikudaginn var brunnu 1260 hestar heys á Þórustöðum í Ölfusi og á þriðja hundrað svín drápust. Sama dag brunnu tvær hlöður á Vesturlandi, í Reyk- hóiasveit og Búðardal. En það er einmitt á þessum árstíma, sem heybrunar eru tíðastir og mest þörf að fylgjast með hey- hita í hlöðum, þar sem hann er einhver. Er á þetta minnt ef vera kynni að einhversstaðar kynni að vera svo ástatt, að at- hugun á hey hitanum væri þörf nú, en e. t. v. um seinan eftir fáa daga. ÍSLENDINGAR TIL AFRÍKU Óstaðfestar fregnir herma, að yfir 20 manns hafi á síðustu og mestu óreiðutímum yfirgefið land sitt og numið nýtt í Afríku. Er hér um að ræða braskara, sem flýja skuldir sínar en hafa áður komið fjármunum úl landi. Virðist eftirlit með utan- förum mjög ábótavant. Eru sagn ir um flótta þessara manna og „skuldaskil“ hinar furðulegustu og erfitt eða ómögulegt að fá þá senda til baka. (Framhald af blaðsiðu 1). mínútunni kl. 2 kom svo Ivar Eskeland, opnaði salinn og bauð gestum að „ganga í bæinn.“ I stuttri setningarræðu sagði Ivar Eskeland, að ekki væri unnt að flytja Norræna húsið hingað, en greiðar flugsamgöng ur F. í. hefði auðveldað flutn- ing sýningarmuna, en hér væri um að ræða sömu sýningu og upp var sett við opnun Norræna 'hússins í sumar. Þessi sýning norrænna muna gæti verið fróð leg til samanburðar, sýndi frjó- an sköpunarmátt þessara vina- og grannþjóða, sem þó væru um margt ólíkur og yrði það von-‘ andi. Ivar Eskeland bauð alla velkomna á sýninguna, líka í Norræna húsið þegar leiðir manna lægju suður. Hann mælti á íslenzku og hefur lagt sig vel eftir því, að læra málið. Ræðu hans var vel fagnað. Bjami Einarsson bæjarstjóri ávarpaði Ivar Eskeland og aðra viðstadda, þakkaði í nafni bæj- arins fyrir sýninguna, taldi bæn um heiður sýndan með flutningi hennar hingað norður til eins norrænasta bæjarins. Hann - DUFNAVEIZLAN (Framhald af blaðsiðu 8). margra höndum, auk leikar- anna, sem eru í óðaönn að taka á sig gervi hinna 27 í Dúfna- veizlunni. Hljómsveit Ingimars Eydals annast hljómlistina en Aðalsteinn Vestmann málar leik tjöld. Leikstjóri ög leikarar fagna mjög komu Þorsteins O. hingað norður. Aðspurður um leikritið sagði Þorsteinn Ö., að höfundur kalli það skemmtunarleik og hafi hann verið daglegur gestur hjá L. R. ér verkið var sviðsett syðra og samvinna 'hans og leik aranna verið hin ágætasta. Leik ritið sé eiginlega brotið í tvenns konar leikstíl og sýni annars vegar hið einfalda og nægju- sama lif, en hins vegar taum- lausa eftirsókn í lífsnautnir. Höfundur fái leikhúsgestum margt að hugsa að leik loknum, og þeirra sé að velta því fyrir sér og fá niðurstöðu, hverjum eftir sinni getu. Að sjálfsögðu er væntanleg- um leikliúsgestum það gott til skilningsauka og íhugunar, að lesa leikritið áður en sýningar hefjast. Leikritið er samið upp úr samnefndri sögu, allfurðu- legri, hverrar þráður verður ekki rakinn hér. Frumsýning er ráðgerð í lok mánaðarins. □ HAGSKÝRSLUNU taldi Akureyri með réttu talda aðalfulltrúa landsbyggðarinnar og hér byggju margir áhuga- menn um norræna samvinnu í raun, og hefðu sýnt það í verki. Bæjarstjóri sagði að lokum, að Norræna húsið væri nú og fram vegis velkomið til Akureyrar. Að ávörpum loknum voru hin ir fjölbreyttu og fögru munir skoðaðir og mun flestum finn- ast þeir eiga nokkurt erindi á sýningu þessa. Aðgangur er ókeypis, en sýningarskrá kostar 25 krónur. Vonandi sýna bæjar- og héraðsbúar það í verki, að þeir meti að verðleikum þá stefnu framkvæmdastj. Ivars Eskelands, að flytja Norræna húsið út um land, ef það má orða svo, og hann er þegar að framkvæma með flutningi sýn- ingar þessarar til Akureyrar. Fjölmennið á sýninguna! □ FRÁ BARNASKÓLA REYKDÆLA Á SÍÐASTLIÐNU ári barst Barnaskólanum að Litlu-Laug- um í Reykjadal 20.000.00 króna gjöf frá Unni Jakobsdóttur í Hólum. Fé þessu skyldi varið til bókakaupa fyrir barnabóka- safn skólns. Unnur Jakobsdóttir lézt sl. vor áttatíu ára að aldri. Hún fór í Gagnfræðaskólann á Akureyri og lauk þaðan prófi 1911. Jafn fágæt og slíkt uppátæki á þeim árum var ævi hennar öll, hvað snertir dugnað, víðsýni og hug- sjónir. Hún aflaði sér meiri menntunar, hér og erlendis, einkum í Svíþjóð, Við kennslu var Unnur yfir 40 ár, síðustu 17 át'in í heimabyggð sinni. All- lengi hafði hún umsjón með listasafni Einars Jónssonar. Skrifaði greinar í blöð og tíma- rit og þýddi nokkrar smásögur. í mörg ár formaður Kvenfélags Reykdæla. Síðustu hvatningu frá Unni Jaköbsdóttur fékk barnaskóli sveitar hennar með sendingu leikbúninga, er barst honum í sl. mánuði. (Fréttatilkynning) A LAUGARDAGINN var bár- ust mér í hendur verzlunar- skýrslur Hagstofunnar fullprent aðar fyrir árið 1967. En það er eitt af því, sem þakka má vél- tækni nútímans, að slíkar skýrsl ur eru nú fyrr á ferð en þær áður voru og koma því betur að gagni. Þetta er rúmlega 200 blað síðna bók, full af tölum um uían ríkisviðskipti Islands á síðast- liðnu ári, vörutegundir útfluttra og innfluttra, magn þeirra og verðmæti, viðskipti við einstök lönd o. s. frv. En þar eru Iíka stórfróðlegar samanburðartöfl- ur, sem Hagstofan hefur reiknað út og fjallar um utanríkisvið- skipti margra ára. Þessar sam- anburðartöflur gera mönnum hægara fyrir að átta sig á þeim breytingum, sem orðið hafa frá ári til árs. í einni slíkri töflu er tilgreint árlegt verðmæti útfluttra vara undanfarin 10 ár, 1958—1967. Á þessum tíma hafa sem kunnugt er verið í gildi fjórar mismun- andi skráningar á erlendum gjaldeyri, þannig að t. d. er Bandaríkjadollar, sem fyrsta ár ið var skráður á kr. 16.32 nú í lok síðasta árs skráður á kr. 57.00. En Hagstofan reiknar út útflutning allra varanna á sama gengi, þ. e. þeirri skráningu, sem í gildi var frá 4. ágúst 1961 til 24. nóvember 1967. Sam- kvæmt þessu hefur árlegur út- flutningur verið sem hér segir: Árið 1958 2825 millj. kr. Árið 1959 2799 millj. kr. Árið 1960 2874 millj. kr. Árið 1961 3075 millj. kr. Arið 1962 3628 millj. kr. Árið 1963 4043 millj. kr. Árið 1964 4776 millj. kr. Árið 1965 5563 millj. kr. Árið 1966 6042 millj. kr. Árið 1967 4210 millj. kr. Samkvæmt þessu var meðal- verðmæti þessara tíu ára 3983.5 milljónir króna og eru í fjögur ár yfir meðallagið, þ. e. 1964— 1967 að báðum meðtöldum. í annarri töflu eru sýndar verðvísitölur útfluttra vara mið að við íslenzkar krónur allan timann frá 1935 til ársins 1967 að báðum meðtöldum. Vegna gengisbreytinga eru þessar vísi- tölur ekki sambærilegar nema fyrir þann tíma, sem skráning erlends gjaldeyris var óbreytt. Á árunum 1962—1967, að báðum meðtöldum, veita þær nokkum veginn rétta liugmynd um breyt ingu á verði þessara vara er- lendis á þeim tima. Verðvísitöl- ur þessara sex ára eru sem hér segir miðað við 100 árið 1935: Árið 1962 1771 Árið 1963 1829 Árið 1964 2054 Árið 1965 2298 Árið 1966 2345 Árið 1967 2120 Þessar vísitölur sýna, að verð lag íslenzkra vara erlendis hef- ur orðið hæst á árunum 1965 og 25 MILLJÓN KRÓNA SKATTSVIKAMAL? í VÍSI, sem út kom í gær, segir, að upp hafi komizt mikið skatt- svikamál í Vestmannaeyjum hjá Fiskimjölsverksmiðjunni :h.f. þar. Hafi fyrirtækið hagrætt þannig tekjum milli ára að 25 millj. kr. skattskyldar tekjur, hafi ekki komið til álagningar. Friðriks-Jörgensens-málið er 1936. En næstu þrjú ár á undan var það miklu Iægra og raunar talsvert lægra en árið 1967. Verðvísitalan 1967 er 9.6% Iægri en á metárinu 1966. En verð- lækkunin erlendis, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar varð raunar 11.6% og stafar mismunurinn (á 9.6 og 11.6%) af gengisbreytingunni 24. nóv- ember. En til þess að fá rétta mynd af verðbreytingum þess- ara sex ára, verður að hafa í huga, að frá árinu 1962 til ársins 1966 hafði verðlag útflutnings- varanna hækkað um meira en 30%, eins og vísitölurnar sýna. í sambandi við útflutnings- verðmætið og verðlag útflutn- ingsvaranna, eins og það er til- greint í verzlunarskýrslunum, er ástæða til að tilgreina hér ennnig árlegt verðmagn sjávar- afla upp úr sjó, eins og það kem ur fram í hagskýrslum um það efni, en aflamagnið hefur undan farin 10 ár verið sem hér segir: Árið 1958 Árið 1959 Árið 1960 Árið 1961 Árið 1962 Árið 1963 Árið 1964 Árið 1965 Árið 1966 Árið 1967 580 þús. 641 þús. 593 þús. 710 þús. 832 þús. 782 þús. 972 þús. 1199 þús. 1240 þús. 895 þús. tonn tonn tonn tonn tonn tonn tonn tonn tonn tonn sagt blandað þessu máli. Skatta lögreglan hefur mál þetta nú til meðferðar, ásamt framtalsnefnd Vestmannaeyja. TaliS er, að bæjarsjóður Vestmannaeyja hafi, vegna „framtalshagræð- ingar“ nefnds fyrirtækis, orðið af 7—8 millj. kr. í útsvari og ríkissj. orðið af nokkrum millj. Það sést á þessu að árið 1967 var hið fjórða í röðinni að ofan að því er aflamagn varðar á þess um áratug. Og að því er varðar verðlag erlendis á útfluttum vör um, var það hið þriðja í röð- inni. Aðeins þrisvar sinnum var afli meiri á þessum áratug. Að- eins tvisvar sinnum var verðlag hagstæðara. Sá sem ókunnugur væri á ís- landi en sæi tölurnar, sem til- greindar eru hér að framan, um aflamagn, verðlag útflutnings- verðmæti í heild t. d. í alþjóða- skýrsluni, myndi álykta sem svo, að árið 1967 hefði verið gott ár hér. Gott ár fyrir útflutnings- atvinnuvegina og gott ár fyrir utanríkisverzlun. Við fslendingar vitum hins vegar, að árið 1967 var í reynd- inni erfitt ár, erfitt fyrir útflutn ingsframleiðsluna og ekki síður erfitt í utanríkisviðskiptum. I lok sl. árs barðist útflutnings- framleiðslan í bökkum, svo ekki sé meira sagt og myndi hafa stöðvazt ef ekki hefðu komið íil opinberar aðgerðir í stórum stíl. Á því ári eyddust meira en þús- und milljónir af inneignum bankanna erlendis og þar að auki varð að taka stór lán er- lendis til að jafna viðskiptahall- ann. Ástæðurnar eru augljósar: Verðbólga, sem hafði verið að magnast árum saman, gerði út- flutningsatvinnuvegunum ókleift að taka á sig 11.6% verð lækkun. Hún gerði þeim ókleift að þola meðalverð og þó hærra væri. Hún gerði þeim ókleift að komast af með meðal afla. Ótak mörkuð notkun gjaldeyris til vörukaupa og annars á árinu hafa skapað hinn geigvænlega halla í utanríkisviðskiptunum. Bankarnir eru víst ekki í vafa um, hvernig færi fyrir þeim, ef þeir veittu liverjum sem hafa vildi lán, sem um er beðið og hægt er að setja brúklega trygg ingu fyrir. Og lánsfjárhöft hafa hér Uótt fóð latína. en ciald- MINNING Laoíev Pálsdóttir ÞANN 28. september sl. andað- ist frú Laufey Pálsdóttir á heim ili sonar síns í Reykjavík. Hún var fædd á Akureyri 3. septem- ber 1887. Foreldrar hennar voru hjónin Álfheiður Eyjólfsdóttir frá bænum Hamborg í Fljótsdal og Páll Jónsson, er síðar tók sér ættarnefnið Árdal, skáld og kennari frá Helgastöðum í Eyja firði. Laust eftir aldamótin hóf hún prentnám á Akureyri og var með fyrstu konum, er lærði þá iðn. Síðar gekk hún í Gagnfræða skólann á Akureyri. Ung giftist hún Jóhannesi Þorsteinssyni, kaupmanni á Akureyrí. Eign- uðust þau einn son, Steingrím J. Þorsteinsson, prófessor við Há- skóla íslands, sem kvæntux er Valgerði Þorsteinsdóttur frá Akureyri. Mann sinn, Jóhannes, missti hún árið 1920. Systurson sinn nýfæddann tók Laufey í fóstur og gerði að kjörsýni sín- um. Lét hún hann heita Jó- hannes eftir manni sínum, en hann dó aðeins tuttugu og trveggja ára gamall. Árið 1925 giftist Laufey Jóni E. Sigurðssyni, förstjóra, á .Akur eyri. Eignuðust þau eina dóttur, Sólveigu Björgu, sem gift er Paul Dyhre Hansen, landsréttar lögmanni, og er heimili þeirrá í Odense í Danmörk. Heimili sitt átti Laufey. alltaf á Akureyri í húsinu Hamborg, sem hún löngum var kennd við. Þar var oft gestkvæmt og glað- værð ríkjandi, og fóru menn þaðan bjartsýnni á lífið og fram tíðina. Laufey var félagslynd með afbrigðum. Kvenfélagið Framtíðin naut starfskrafta hennar í þrjátíu ár. Einnig starf aði hún mikið í Oddfellowregl- unni og var þar atkvæðamikil eins og alls staðar, er hún lagði hönd að verki. Hún var í stjórn arnefnd þeirra, sem vann að því að Kristneshælið var reist. Hún var ætíð reiðubúin að leggja góðu máli lið, og líknarstofnan- ir á Akureyri áttu góðan liðs- mann þar sem hún var. Laufey var glaðvær, frjálsleg og dugleg. Lífskrafturinn geisl- aði af henni. Verksvið hennar var stærra og meira en séð var í fljótu bragði. Hún var lesin vel og hafði af miklu að miðla og auðgaði anda sinn, er færi gafst. Hugur hennar var opinn fyrir öllu, sem hún heyrði og sá. Hátt á áttræðisaldri sagði hún eitt sinn við mig: „Ég má til með að hressa upp á enskukunnáttu rnína, er orðin hálf stirð að lesa hana núna.“ Hún lét ekki sitja við orðin tóm, heldur fékk sér enskar bækur til lestrar. Hún talaði oft um, hve nauðsynlegt væri að staðna ekki, heldur ávallt að læra og fylgjast með. Hún var ung, þótt árum fjölg- aði, sá alltaf nóg starf framund- an, hafði alls ekki tíma til að eldast, enda tókst henni að halda æskufjöri sínu til æviloka. Börn hennar áttu góða móður. í móðurhlutverkinu var hún heil sem og í öllu öðru. Hún kunni ekki að gera neitt verk hálft. Börnin sýndu það líka bæði í orði og verki, að hún var þeim kær. Unun var að heyra hana tala um barnabörnin. Frá- sögn hennar var ávallt gædd miklu lífi. Hún átti ríkan orða- forða og kunni að nota hann. — „Dagar þíns lífs, þínai' sögur, þín svör voru sjóir með hrynjandi trafi.“ — Ég þakka frú Laufeyju þá vin áttu, er hún veitti mér. Að þekkja hana var að sjá lífið í fagurri mynd. Dugnaður, þrek og þor ásamt birtu og yl voru förunautar hennar. Þessa mynd geymum við vinir hennar í hug- um okkar. Börnum hennar sendi ég beztu kveðjur og gleðst með þeim í endurminningunni um góða og göfuga móður. Þorbjörg Pálsdóttir. SMALASTÚLKAN sem fór út í víða veröld og öimur æviutýri. SVO heitir 147 blaðsíðu bók Axels Thorsteinssonar, sem blað inu hefur borizt. Þetta er falleg og skemmtileg ævintýri, endur- samin úr ensku, komu út fyrir áratugum og eru löngu uppseld. Þessi bók er hin ágætasta barna og unglingabók og því kærkomin á hinn fátæklega markað bóka fyrir unga lesend- ur. Ævintýrin eru stutt, einföld í frásögn og auðskilin, jafn góð til að lesa þau upphátt fyrir börn og fyrir börnin sjálf að lesa þau. Ég held að foreldrar ættu að líta í þessa bók, er þau velja börnum sínum lesefni. □ - FJÁRLÖGIN - ÁN ÚRRÆÐA (Framhald af blaðsíðu 1). liærri en í fyrra og gjöldin áætl uð litlu lægri. Sagt er í greinar- gerð, að enn sé óvissa ríkjandi um fjárþörf atvinnuveganna. Frumvarpið ber vott um öng- þveiti án úrræða og staðfesti fjármálaráðherra þetta betur í viðtali í útvarpi á mánudaginn en nokkur annar gat gert. Um viðræður stjórnmálaflokk anna liafa engar fregnir borizt. Sagt er, að beðið sé eftir skýrsl- um, sem stjórnin sé að láta gera um efnahagsástandið. Þessar skýrslur áttu að liggja fyrir 15. október. f gær hafði blaðið ekk- ert af þeim fregnað, en senni- lega eru þær á næstu grösum. í þeim má vænta upplýsinga uin fjárliag atvinnuveganna og ástand og horfur í fjármálum ríkisins og utanríkisverzlun- inni og í atvinnumálum almenn ings víðs vegar um land. Það mun svo sýna sig hvort flokk- arnir tclja skýrslugerðina full- nægjandi. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.