Dagur - 16.10.1968, Blaðsíða 8

Dagur - 16.10.1968, Blaðsíða 8
SMÁTT & STÓRT Slóð í Vatnsdal. — (Ljósm.: E. D.) Hrossamarkaður í Skagafirði Á FIMMTUDAGINN komu til Skagafjarðar tveir Danir þeirra erinda að kaupa folöld og hryss ur. í gær var von skips til Sauð árkróks, sem flytja á hrossin út. Á hafnargarðinum var búið að koma upp 'hrossarétt og átti að 1'eka hrossin um borð, beint úr l'éttinni, en síðan setja þau í stíur. En ákveðnar reglur gilda um meðferð og aðbúnað gripa í slíkum flutningum. Sveinn Guðmundsson og Páll Sigurðsson, ásamt Gunnari Bjarnasyni aðstoðuðu Danina við kaupin. Hrossaréttir eru um garð gengnar fyrir vestan og hrossin því nærtæk og auðvelt að safna þeim saman. f símtali við blaðið á mánu- daginn sagði Sveinn Guðmunds son, að Danirnir væru þaulvanir hrossakaupendur og veldu hross in sjálfir. Þeir keyptu örfá hross í Skagafirði í sumar. Nú hafa þeir keyþt eitthvað úr flestum hreppum sýslunnar. Þeir keyptu 63 hryssur með folöldum og 57 geldar hryssur eða samtals 183 hross. Nokkrar tveggja vetra hryssur eru í þessum hópi og svo upp í 7—8 vetra gamlar, allar ótamdar og ekki einu sinni bandvanar. Bændur sætta sig við verð- lagið, sem er allt að því tvöfallt niðurlagsverð. Danir hrifnir af skjóttu. Danirnir völdu mest eftir lit. Ljósar hryssur vildu þeir helzt, bæði hvítar og steingráar, enn- fremur leirljósar og ljósbleikar. En einnig sóttust þeir eftir brún- og jarpskjóttum og niður staðan varð sú, að meira en annaðlhvort hross er skjótt í þessum hópi útfluttra hrossa. Það eru áratugir síðan hrossa markaður hefur verið í Skaga- firði. Hins vegar fór fram upp- boð kynbótahrossa á Hólum á sunnudaginn. □ BOÐSKAPUR GYLFA Fyrir nokkrum dögum boðaði Gylfi ráðherra nýja stefnu í landbúnaðarmálum á fundi verzlunarráðs. Taldi hann óhugs andi að launþegar gætu sætt sig við nýjar lífskjaraskerðingar (sem liann jafnframt boðaði) nema um leið væri hafist lianda um breytta landbúnaðarstefnu. Morgunblaðið gleypti við hinni nýju stefnu, sem er hin gamla Gylfa-stefna í þessum málum. BOÐSKAPUR INGÓLFS Daginn eftir, sl. sunnudag, var komið annað hljóð í strokkinn í Mbl. Þá reis þar upp Ingólfur landbúnaðarráðherra, mótmælti Gylfa og afneitaði liinni „nýju stefnu.“ Segir hann, að ræða Gylfa mótist nokkuð af því, að vera ekki gerlmgsuð! Færir hann síðan rölt að því, að fyrr en varir geti orðið skortur á bú- vörum, ef ekki sé haldið óbreyttri stefnu. HRAÐSKAKKEPPNI HRAÐSKÁKKEPPNI um Lindubikarinn var háð sl. mánu dagskvöld í Alþýðuhúsinu. Þátt takendur voru 20 og urðu úrslit sem hér segir: 1. Júlíus Bogason með 17 v. af 19 mögul. 2. Jón Björgvins- son með -6 v. af 19 mögul. 3. Þor geir Steingrímsson með 14 V2 v. af 19 mögul. Æfingar Skákfélags Akureyr- ar verða í Alþýðuhúsinu á mánu dögum í vetur en fyrsta æfing verður n. k. þriðjudagskvöld. Mánudaginn 28. okt. hefst svo haustmót Skákfélags Akur- eyrar. □ Bráðum fáiiin við að sjá Dúfnaveizlima Guðnnmdur Guðjónsson. Skúli Halldórsson. Næsty tóníeikar Tóniistðrfélags ureyrar verða 24. TÓNLISTARFÉLAG Akureyr- ar, sem starfað hefur í höfuðstað Norðurlands um aldarfjórðungs skeið, heldur fyrstu hljómleika sína á þessu starfsári hinn 24. október. Guðmundur Guðjóns- son og Sigurveig Hjaltested syngja við undirleik Skúla Hall dórssonar. Aðrir tónleikar Tónlistarfé- lagsins verða 28. nóvember. Þá leikur blásarakvintett við undir leik Guðrúnar Kristinsdóttur. Gunnar Egilsson klarinett, Kristján Þ. Stephensen óbó, Stefán Þ. Stephensen horn og Sigurður Markússon fagott. X (Framhaid á blaðsíðu 2). Sigurveig Hjaltesteð. EINS og áður var frá sagt, er Leikfélag Akureyrar um þessar mundir að æfa Dúfnaveizluna eftir Halldór Laxness. Það eitt leikrita skáldsins hefur ekki verið sýnt í Þjóðleikhúsinu. En Leikfélag Reykjavíkur sýndi það nær sjötíu sinnum við ágæta aðsókn. Samtímis var Prjónastofan Sólin eftir sama 'höfund sýnd í Þjóðleikhúsinu. Þorsteinn O. Stephensen lék aðalhlutverk Dúfnaveizlunnar syðra og hlaut „silfurlampann11 í viðurkenningarskyni. Leikfé- lag Akureyrar fékk svo Þor- stein O. hingað norður til að taka að sér sama hlutverk. En Ragnhildur Steingrímsdóttir hef ur leikstjórnina á hendi. Aðal- hlutverk eru fimm talsins og 'hefur áður verið sagt frá leik- endum, sem með þau fara. L. A. var svo vinsamlegt að bjóða fréttamönnum til skrafs og ráðagerða á laugardaginn, að viðstöddum Þorsteini O. Step- hensen og Ragnhildi Steingríms DJUPSTÆÐUR ÁGREININ GUR Þessar orðahnippingar ráðherr- anna eru sprottnar af djúpstæð- um ágreiningi, sem m. a. leiddi til leynilegra átaka nú í haust, þegar þúvöruverðið var tekið til meðferðár í yfirnefnd, sam- kvæmt" lögum. Þá mun Gylfi hafa krafizt þess, að gengið væri framhjá löglegri meðferð máls- ins en enn ein bráðabyrgðalög gefin út í staðinn — en Ingólfur neitaði —. Blaðið hefur ástæðu til að ætla, að orðrómur um þennan ágreining, sé sannur, þótt hann hafi ekki opinberlega komið fram fyrr en nú. (Framhald á blaðsíðu 4) dóttur og nokkrum öðrum, sem að sviðsetningu á Dúfnaveizl- unni vinna. Skýrði leikstjórinn frá æfingum og öðrum undir- búningi, sem að sjálfsögðu er í (Fram'hald á blaðsíðu 4) Heimir Hannesson. KVÖLDVERÐAR- FUNDUR Á FÖSTU- DAGINN KEMUR FÉLAG ungra Framsóknar- manna á Akureyri efnir til kvöldverðarfundar á föstudag- inn, 18. október kl. 7.15 e. h. í Sjálfstæðishúsinu — litla sal. Frummælandi verður Heimir Hannesson hdl. Ungt fólk um land allt hefur nú vaxandi áhuga á þjóðmálum og full þörf á, að það taki einnig aukinn þátt í störfum þeirra félaga, sem að þeim vinna. Það er gott tækifæri fyrir ungt fólk að sækja fundinn á föstudaginn, og ungt Framsóknarfólk er hvatt til að taka með sér gesti. 2250 SÍLDARTUNNUR Á SUÐURLEIÐ MEÐ BÍLUM UM ÞAÐ leyti á mánudagsmorg un er börn og unglingar voru á leið í skólana, iðnverkamenn komnir á vinnustað og þrest- irnir höfðu neytt nægju sinnar af þroskuðum reyniberjum, sem menn vilja ekki borða, voru handfljótir menn að hlaða tunn- um á nokkra Stefnis-<bíla. Þennan dag fóru 10 vörubílar, hlaðnir tómum síldartunnum, áleiðis til Akraness. Fluttu 225 tunnur hver. En þangað hafði síld borizt á land um nótt- ina og kvöldið áður. □ í leikhúsinu: Ragnhildur Steingrímsdóttir og Þorsteinn Ö. Stephen- sen og á bak við þeir Marinó Þorsteinsson til vinstri og Ólafur Axelsson. — (Ljósm.: E. D.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.