Dagur - 06.11.1968, Síða 5

Dagur - 06.11.1968, Síða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaSur: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prcntverk Odds Bjömssonar h.f. Blómið sem dó EINU SINNI samdi Gylfi Þ. Gísla- son lag við ljóð eftir Tómas Guð- mundsson: „Ég er dularfulla blómið í draumi hins unga manns og ég dey ef hann vaknar.“ Gylfi var ungur í þann tíð og fékkst við tómsmíðar. En hann var, eins og menn vita, einnig hugfang- inn af hagfræðinni og hefur sjálfsagt dreymt hitt og þetta um framtíðina á því sviði. Nú dreymir liann í stjórnarráðinu og hefur dreymt undanfarin tólf ár. Gamansamur maður segir í Reykja- víkurblaði, að gjaldeyrisvarasjóður- inn, sem svo er nefndur, hafi verið dularfulla blómið í draumi viðskipta málaráðherra. Nú fari það saman, að dularfulla blómið sé dáið og ráðherr ann vaknaður við vondan draum í stólnum sínum.-------- Við þetta ævintýri er svo því að bæta, að Stefán Jónsson fyrrum skrif stofustj. gjaldeyrisnefndar hefur nú um mánaðamótin talið sig geta fært sönnur á það, að dularfulla blómið, þ. e. gjaldeyrisvarasjóðurinn, hafi aldrei verið til í raunveruleikanum. Röksemdafærsla Stefáns Jónssonar er í stuttu máli sagt á þessa leið: Til þess að fyrirtæki geti myndað vara- sjóð, þarf að vera um tekjuafgang að ræða. Líta má á utanríkisviðskipti ís Iands í heild, sem fyrirtæki. Þá er að athuga hvort samanlagðar tekjur hennar á tilteknu tímabili t. d. þau 9 ár, sem Gylfi hefur verið viðskipta- málaráðherra, hafi verið meiri en útgjöldin, þannig að þar liafi verið eitthvað til að leggja í varasjóð fyrir- tækisins. Tekjur utanríkisverzlunarinnar ár hvert eru, eins og sést í skýrslum Seðlabankans, útfluttar vörur og út- flutt þjónusta (í þágu annarra landa). Útgjöldin eru innfluttar vörur og innflutt þjónusta. Með þjónustutekj- um og þjónustugjöldum teljast t. d. vextir af lánum og innstæðum. Stef- án gerir síðan upp reikning hvers árs, samkvæmt reikningstölum Seðla- hankans og er mismunurinn íslandi í hag (-f-) eða í óhag (-^-), sem hér segir Árið 1959 584 millj. kr. Árið 1960 468 millj. kr. Árið 1961 -f- 225 millj. kr. Árið 1962 + 363 millj. kr. Árið 1963 -f- 204 millj. kr. Árið 1964 -^- 324 millj. kr. Árið 1965 + 246. millj. kr. Árið 1966 -f- 321 millj. kr. Árið 1967 -f- 2350 miUj. kr. Þegar tímabilið er gert upp, kem- ur í ljós, að í lok þess var ekki um (Framhald á blaðsíðu 7) Dúfnaveizlan svnd - Utvarpsleikrit æft RÆTT VIÐ ÞORSTEIN Ö. STEPHENSEN LEIKARA 0G LEIKLISTARSTJÓRA UM ÞESSAR MUNDIR er stadd ur hér á Akureyri leiklistar- stjóri Ríkisútvarpsins, Þor- steinn Ö. Stephensen leikari. Hann leikur pressarann hjá L. A. í Dúfnaveizlu Halldórs Laxness og náði blaðið tali af honum á mánudaginn og svar- aði hann góðfúslega nokkrum spurningum þess. Þótt Þor- steinn sé þjóðkunnur maður er rétt að gera ofurlitla grein fyrir þessum viðmælanda Dags. Þorsteinn Ö. Stephensen er Reykvíkingur, varð stúdent frá Menntaskólanum i Reykjavík 1925 og settist síðan í lækna- deild. Á stúdentsárunum komst hann í snertingu við leiklistina, er hann fór að leika í mennta- skólaleikjum, tók slíku ástfóstri við hana, að hann hætti háskóla námi en sneri sér að leikstörfum og hefur unnið að þeim fram á þennan dag. Um skeið var hann meðal nemenda Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn. Skömmu siðar var hann ráðinn aðstoðar þulur ihjá Ríkisútvarp- inu, síðan aðalþulur og hafði þá með höndum margvísleg störf önirur ;hjá stofnuninni, svo sem undirbúning dagskrár, umsjón með barnatímum og svo var hann leikari og leikstjóri margra leikrita, sem Ríkisút- varpið flutti. Síðan 1947 hefur hann verið leiklistarstjóri út- . varpsins og er það enn. Hann var einn af aðalleikurum Leik- félags Reykjavíkur um árabil og var einn þeirra, sem nauðsyn taldi að það félag héldi áfram störfum þótt Þjóðleikhúsið rísi á ' legg. Allir landsmenn þékkja rödd Þorsteins Ö. Step- herísen og þarf ekki að kynna hana. Sjálfur er maðurinn þrek legur, mjög gerðarlegur í sjón, gráhærður orðinn, hæglátur í fasi en traustvekjandi. En nú höfum við ekki þennan formála lengri en leggjum þess í stað spurningar fyrir leikarann og leiklistarmanninn Þorstein Ö. Stephensen. Þú hafðir kynni af Dúfna- veizlunni og höfundi hennar áður en þú komst hingað? Já, Leikfélag Reykjavíkur tók hana til meðferðar seint á leik- ári og hafði svo 20 sýningar í einni lotu. Við tókum hana svo aftur um haustið og sýningar urðu alls fast að 70 og aðsókn var jafnan mjög góð. Höfund- urinn, Halldór Laxness, var mikið með okkur í verki, var oft á æfingunum og gerði ýms- ar smábreytingar á meðan verið var að æfa. Samvinna við hann var framúrskarandi skemmtileg og lærdómsrík. Hvað viltu segja um leikritið, Dúfnaveizluna? Leikritið er samið upp úr sam nefndri smásögu. Ekki veit ég hvort skáldið hefur haft leikrit í huga þá strax, en svo mikið er víst, að þetta efni sótti á huga þess og svo varð leikritið til. Ég held, að öllum muni finnast grunntónninn í verkinu ljós og einfaldur. Settir eru upp í verk- inu tveir pólar, ef svo mætti segja. Annars vegar það mann- líf, sem byggist á einfaldleikan- um og innra gildi hlutanna og hins vegar er eftirsókn eftir vindi eða ofgnótt lífsþæginda og lífsnautna. Um byggingu verks- ins má segja, að það er samið að hluta í gamalli raunsæisstefnu, þó með þeim skáldlegu ýkjum, sem höfundur notar tíðum, svo sem fram kemur t. d. í viðhorfi pressarahjónanna til peninga. En þótt þetta tilheyri raunsæis- bókmenntum, bregður höfund- urinn á spretti þar sem hann fer inná módernismann. Verkið er því með tvennskonar stíl. Hvernig líkar þér að vinna með Ieikurunum hér á Akur- eyri? Ég hef haft hina mestu ánægju af samstarfinu við leikara bæjar ins. Þegar stjórn L, A. bað mig að koma, gat ég ekki svarað því strax, því ég sá fram á, að í þetta myndi fara mikill tími. Varð ég því að haga vinnubrögðum mín- um með tilliti til þessa, ef af því ætti að geta orðið. Það gerði ég og kom svo norður, en auðvitað Radiobúðin lieitir verzlunin, sem þessi mynd er úr og er hún til húsa í Strandgötu 7. Þetta er sérverzlun með radiovörur frá hinu heimsþekkta merki „Nordmende“. Eins og sést á myndinni eru sjón varpstækin aðalvaran um þessar mundir, en þau uppfylla kröfur hins vandláta kaupanda, segir í auglýsingu á öðrum stað í blaðinu. Þorsteinn Ö. Stephensen. er ég ekki slitinn úr tengslum við starf mitt syðra þótt ég sé hér. Ég kynntist leikurum hér í fyrra, í sambandi við upptöku leikrits. í því sambandi háttar svo til, að hér fannst enginn góð ur staður fyrir þesskonar upp töku. Þetta var mikið vandamál því leiklistin hér skilar sér ekki eins vel og eðlilegt er, nema skil yrði til upptökunnar séu góð. Ég hef unnið að því með öðrum, m. a. form. L. A., Jóni Kristins- syni, að bæta úr þessu og held ég að málið fari nú að leysast. En upptaka útvarpsleikrita? Það er tvennt ólíkt að æfa leikrit fyrir útvarp og æfa leik- rit fyrir leikhús. Sannast að segja er ég nú að æfa, hér á Ak- ureyri, útvarpsleikritið Blákald an sannleikann eftir Christian Bock. Þetta er æft á réttan hátt til flutnings í útvarpi, og ætti geta leikara hér á Akureyri að koma betur í ljós en áður hefur verið. Og þetta verður þá í fyrsta skipti, að útvarpsleikrit er æft hér, sem slíkt. Viltu segja nokkuð um ein- staka leikara hér eða leikstjóra? Leikstjórinn, Ragnhildur Steingrímsdóttir, vann vel að þessari sýningu og setti á hana samræmdan svip, ennfremur kom hún með eftirtektarverða nýjung í sjálfum veizluhöldun- um, þar sem aðeins er brugðið upp táknmyndum, og finnst mér þetta fara mjög vel. Ég var svo heppinn þegar ég lék pressarann í Reykjavik, að fá á móti mér leikkonu, sem að mínum dómi náði réttum tókum á hlutverk- inU og hinum rétta tón. Hún náði hinum hljóðláta anda, sem ríkir hjá þeim pressarahjónum og samstillingu við höfuðhlut- verkið. Þessi kona var Anna Guðmundsdóttir. Ég kveið fyrir, ef ekki tækist að velja vel í þetta hlutverk hér. En að feng- inni reynslu af Þórhöllu Þor- steinsdóttur í þessu hlutverki, er ég mjög ánægður. Ungir leik- arar, sem ég hef nú lítillega kynnzt hér, hafa vissulega orðið mér efni ýmsra hugleiðinga, sem ég kom nokkuð inná í svo- lítilli ræðu að frumsýningu lok- inni. Það er nauðsyn, að ungt fólk, sem sýnir áhuga og hefur hæfileika í leiklistaráttina, fái tækifæri til að þroska leikgáf- una og auðga um leið menning- arlíf það í bænum, sem leiklistin er hverju bæjarfélagi. Hvernig heldur þú að það verði bezt gert? Hér er tíu þúsund manna bær. Ungir leikarar eiga ekki að þurfa að flytjast burt til að njóta hæfileika sinna. Ég stakk upp á því í áðurnefndri ræðu, að bærinn réði til sín ungan og menntaðan leikhúsmann, sem (Ljósm.: E. D.) hefði því hlutverki að gegna að vera leiðbeinandi og leikari, enn fremur gæti hann kennt fram- burð móðurmálsins o. fl. í skól- um bæjarins. Hér þarf leiklistin að geta þróast eðlilega. Hvernig finnst þér leikhúsið? Skemmtilegt. Það er af þeirri stsérð, þar sem tengsl leikara og leikhúsgesta geta orðið hin beztu. Salurinn finnst mér við- kunnanlegur. Leiksviðið er að vísu ekki alveg nógu stórt og þó við hæfi þessa salar. Aðbúnaður leikara í búningsherbergjum er góður, nema loftræsting þyrfti að vera betri. Taka leikhúsgestir ekki leikn- um vel? Jú, og mjög skynsamlega og ekki þarf að kvarta yfir aðsókn- inni það sem af er. Það er gott að leika fyrir þetta fólk. En í sambandi við Dúfnaveizluna dettur mér í hug, að ýmsir hafa éinhverskonar andúð á höfundi hennar ög lesa jafnvel ekki verk hans að nokkru ráði. Þetta undrar mig mikið. Halldór Lax- ness er ekki aðeins kunnur höf- undur, heldur líka óvenju snjall. Mér finnst það bera vott um of mikla deyfð, að lesa hann ekki. Hann hefur auðgað íslenzkar 'bókmenntir og andlegt líf þjóð- arinnar með verkum sínum. Hitt er svo annað mál, að leikrit hans hafa sætt gagnrýni. Ríki og bær munu geta stutt leiklisíina? Ég er á móti metingi milli landsfjórðunga og byggðarlaga þegar hann er í þeim tón, sem kalla má hreppapólitík. En hitt er skoðun mín, að bæir og byggðir út um land eigi að heimta rétt sinn til jafns við Reykjavík, ef þær kröfur eru byggðar á sanngjörnum og eðli— legum samanburði. Á ég þar við nauðsynleg fjárframlög til menn ingarmála, svo sem til leiklist- arinnar. Við höfum Þjóðleikhús syðra og verjum til þess mörg- um miljónum á ári, og er ég ekki að telja það eftir. Er þá ekki með réttu hægt að ætlast til þess, að Akureyri fái fjár- hagslegan stuðning frá hinu opinbera til að leggja grundvöll að auknu leiklistarlífi hér? Viðtalinu er lokið og þakkar blaðið svörin. Þarf naumast að taka það fram, að síðustu orðum Þorsteins O. Stephensen verður hér svarað játandi. E. D. Aðalfundur FUF AÐALFUNDUR Félags ungra Framsóknarmanna á Akureyri verður haldinn fhnmtudaginn 7. nóv. kl. 8.30 e. h. í skrifstofu flokksins, Hafnarstræti 95. — Venjuleg aðalfundarstörf. Önn- ur mál. Stjómin. 5 SMATT & STORT (Framhald af blaðsíðu 8). nægja eftirspurn, Hér við Eyja- fjörð er ónotuð verksmiðja, sem bíður verkefna. Á Akureyri er nauðsyn að bæta við nýjum iðn greinum, jafn mikil nauðsyn og að efla þær, sem fyrir eru. SEKTÍR OG SÝNDAR- MENNSKA Á Alþingi var dómsmálaráð- herra spurður um sektir vegna landhelgisbrota. Ráðherra gaf þau svör, að sektir stóru skip- anna, þ. e. togaranna, hefðu all- ar verið innheimtar, en inn- heimtu sekta bátanna hefði ver- ið frestað. Þess vegna er spurt, hvaða þýðingu það hafi, að taka báta að veiðum í landlielgi, kannski 10—15 á einu bretti, eins og komið hefur fyrir, til- kynna landslýð tökuna, réttar- höld o. s. frv. en innheimta svo ekki sektarféð? Hér virðist vera veikur hlekkur í dómsmálunum. FÆR SÆMILEGT TÍMAKAUP Maður einn, sem leit inn á skrif stofur Dags nýlega, sagði efnis- lega svo frá: Ég hugsaði margt á ferð miríni um Eyjafjörð um daginn. Á einum stað sá ég léleg ustu fjárliús. Það var bragga- skrifli og skúr utan á honum. Hey stóð þar hjá en engin hlaða. Við eftirgrenslan kom í ljós, að bóndinn hafði 18 kg. meðalvigt á dilkum sínum í haust og voru þó flestir þeirra tvílembingar, cg taldi sig hafa sæmilegt tíma- kaup við sauðfjárbúskapinn. FÉÐ LÁ ÚTI Þessi sami bóndi lætur liggja við opið allan veturinn, gefur á garða einu sinni á dag, en féð kýs oftast að liggja úti. Stofn- kostnaður bygginga er sama sem enginn, kjarnfóðurgjöf lítil, féð mjög hraust og eins og fyrr segir, gefur þessi búskapur bónd anum góðar tekjur. Og svo bætti sögumaður við: Ekki veit ég hvort þetta er nú til fyrirmynd- ar, a. m. k. eru byggingamar ekki fyrir augað. Samt leiðir þetta hugann að því, hvort draga megi úr vissum kostnaðar liðum í sauðfjárbúskapnum yfir leitt. UNDIR SNJÓNUM Allvíða er grænfóður undir snjó, bæði fóðurkál og hafrar og er ekki útlit fyrir, að það verði hér eftir að gagni. Kartöflur eru enn óuppteknar á ýmsum stöðum, þ. e. einhver hluti garðlanda. Samanlagt er hér um mikil verð mæti að ræða. Og því miður er enn úti hey á nokkrum norð- lenzkum bæjum. Sumarið var stutt og vetur settist snemma að. Nauípeningur kom þrem vik um fyrr á fulla gjöf en venja er til. Enn hefur það orðið á þessu hausti, að liey hafa brunn ið í hlöðum og Iíklega að full þörf sé á því, að athuga hey- liitann enn um hríð. Jón Laxdal sjötugur JÓN LAXDAL, Brekkugötu 33, Akureyri, varð sjötugur á laug- ardaginn, 2. nóvember. Hann foyggði nýbýlið Meðalheima á Svalbarðsströnd 1930 og bjó þar rúman aldarfjórðung. Eiftir það fluttist hann til Akureyrar og hefur unnið við ullarmat hjá fyrirtækjum samvinnumanna. Kona Jóns er Hulda Jóns- dóttir frá Ólafsfirði og eiga þau fjórar dætur á lífi. Jón Laxdal er gestrisinn mað ur, glaðvær og hjálpsamur í bezta lagi og traustur maður í hverju starfi. Blaðið sendir hon- um árnaðaróskir. □ LEIÐRÉTTING. Það var kven félagið Framtíðin á Akureyri en ekki Hlíf, sem gaf Elli- heimilinu í Skjaldarvík 25 þús. kr. og frá er sagt í síðasta blaði. Leiðréttist þetta hér með. FORELDRAR - NEM- ENDUR! Get ennþá bætt við mig nokkrum nemendum í AUKATÍMA í ensku, dönsku, íslenzku reikning og eðlisfræði. Uppl. í síma 1-20-80. GEYSISKONUR! Fundur í Lóni miðviku- daginn 6. nóv. kl. 9 e. b. Stjómin. VERBÚÐ TIL SÖLU. Veiðarfæri geta fýlgt. Uppl. í síma 1-13-02, eft- ir kl. 7 e. h. BÍLSKÚR eða á móta húsnæði, ca. 30—60 ferm, óskast til leigu. Helzt upphitað, Til sölu mjög góður SKODA STATION. Skipti á ódýrari bíl konra til greina. Uppl. í síma 1-22-35. EINBÝLISHÚS! ÍBÚÐ! Fjögurra til fimm her- bergja íbúðarhæð óskast í skiptum fyrir stórt ein- býlishús, sem er í smíð- um í Glerárhverfi. -- Upplýsingar gefur Freyr Ófeissson, shni 2-13-89. TVÖ HERBERGI TIL LEIGU á Ytri Brekkunni. Uppl. í síma 1-17-67. STÓRT HERBERGI með innbyggðum skáp- um, er til leigu á Eyr- inni. Uppl. í síma 1-20-77 eft- ir kl. 7 e. h. TIL SÖLU: Þriggja herbergja ÍBÚÐ. Sími 1-14-08, kl. 9 til 6 virka daga. TIL LEIGU er tveggja herbergja ÍBÚÐ. Uppl. í síma 1-13-25. Fjögurra herbergja ÍBÚÐ TIL LEIGU nú þegar. Uppl. í síma 1-29-55. 3ja til 4ra herbergja ÍBÚÐ ÓSKAST til leigu á Akureyri sem fyrst. — Vinsamlegast hringið í síma 1-23-46. Þórhallur Höskuldsson. r Búðarfundir Nýlenduvörudeildar hefjast fimmtndaginn 7. nóvember með fundi i Strandgötu 25, kl. 6,30 stundvíslega. Veitið atliygli auglýsingum í búðunum. (Fundirnir auglýstir með tveggja daga fyrirvara á hverjum stað). NÝÍENDUVÖRUDEILD Taunus 20 M, ekinn 26 þús. km. Verð 180 þús. Taunus 12 M 1963, góð- ur bíll. Land Rover, benzín, 1967, ekinn 13 þús. km. Land Rover, diesel, 1964. Bronco 1966, ekinn 30 þús. km. Bedford, 6V2 tonn. Alls konar skipti. Opið frá kl. 4 til 6. Skautar Hoekeyskautar Listskautar Skautajárn JÁRN OG GLERVÖRU- DEiLD DÖMUR, ATHUGIÐ! KJÓLAR TIL SÖLU úr fallegum og góðum efnum — í Hafnarstræd 29, neðstu hæð. Tek einnig í saum, yfir- dekki hnappa og belti. Sími 1-26-77. TIL SÖLU: ÞRJÁR UNGAR KÝR. Jónmundur Zophónías- son, Hrappsstöðum, sími um Dalvík. Til sölu: Pedegree BARNAVAGN. Sími 2-11-70. Til sölu: Nýleg Elna Supermatic SAUMAVÉL. Uppl. í síma 1-19-81. SÓFI OG TVEIR STÓLAR til sölu í Oddeyrargötu 34, uppi. Uppl. eftir kl. 6. Sími 1-12-78. BARNAVAGN, barnakena og þvotta- pottur til sölu. Uppl. í síma 1-13-93. Til sölu: Nýir HOCKEY-SKAUTAR. Uppl. í síma 1-15-76.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.