Dagur - 20.11.1968, Blaðsíða 2

Dagur - 20.11.1968, Blaðsíða 2
(Framhald af blaðsíðu 8). ijóður greiddi of háar upphæðir í uppbætur á útfluttar landbún- aðarvörur, þó að greiddar hafi raunar verið útflutningsbætur á fleiri vörur vegna verðbólgunn- ar. Hinu gleyma þessir menn, að hinn erlendi gjaldeyrir, sem inn kemur fyrir þessar vörur, er ainnig nokkurs virði fyrir ríkis- sjóðinn og þá ekki sízt þegar jjaldeyrisskortur er tilfinnan- legur. Sé gert ráð fyrir, t. d. að fluttar hafi verið út landbún- aðarvörur fyrir 400 millj. kr., sem er innan við 10% af heildar Útflutningnuni 1967, og inn hafi verið fluttar fyrir þennan gjald- eyri útlendar vörur, sem hér bera 50% toll, hefur þessi út- flutningur búvara aukið tekjur ríkissjóðsins um 200 millj. kr. HVENÆR KEMUR AÆTLUNIN? Fyrir nokkrum árum hét ríkis- ítjórnin því, í samningum við norðlenzku verkalýðsfélögin, að gerð yrði Norðurlandsáætlun um framkvæmdir og eflingu at- vinnulífs hér á Norðurlandi. Seint gengur að efna það heit. Bétt fyrir kosningarnar 1987 iýsti Magnús Jónsson ráðherra yfir því, opinberlega í blaðavið- tali, að Norðurlandsáætlunin kæmi á árinu-1967. Þegar komið var langt fram vfir síðustu ára- mót, spurðist norðlenzkur þing- maður fyrir um það á Alþingi, hvað áætluninni liði. Þá varð Magnús enn fyrir svörum og sagði að áætlunin kæmi á árinu 1968. Nú eru sjö vikur eftir af árinu og enn hefur þessi áætlun ekki séð dagsins Ijós. En formáli að áætluninni mun hafa verið sendur einhverjum sveitarstjóm um síðla sumars. A honum er lítið að græða og því er enn spurt: Hvenær kemur Norður- landsáætlunin? HAFÍSHÆTTAN Fjórir alþingismenn að norðan bafa lagt fram fyrirspurn um það til ríkisstjórnarinnar, hverj- jr séu tillögur hafísnefndar uni óryggisráðstafanir vegna hafís- bættu og hvað hafi verið gert til að koma þeim tillögum í fram- kvæmd. Þessi fyrirspurn varð til þess, að stjórnin lét prenta ílitið og útbýta því á Alþingi, daginn sem umræður um fyrir- spurnina hófust. En þeim um- ræðum er enn ekki lokið. Veður træðingar telja að hætta á, að is verði hér landfastur, sé sízt minni en í fyrra. Eitt af áhyggju ■efnunum í sambandi við hafís, ®r það, að hér á Norðurlandi vantar, að dómi hafisnefndar allmikið á, að til séu olíugeymar fyrir nægilegar olíubyrgðir, en nefndin telur, að þær þurfi að vera til 4—5 mánaða. Nú síð- ustu daga munu hafa verið gerð ar ráðstafanir til að greiða fyrir innflutningi á kjarnfóðri á Norð urlandshafnir, að því er fjár- magn varðar. HJÓLAHÚS Bóndi einn í sýslunni, einhleyp- ur maður, er nú að smíða hús á hjólum. Hann vinnur hingað og þangað og ætlar að hafa liúsið með sér, tengir l>að aftaní bíl eða dráttarvél. Mun þetta vera fyrsta hús sinnar tegundar, sem íslenzkur bóndi smíðar handa sér. í því eru liitunartæki og smá-eldhús. LEIT AÐ MÖNNUM Oft er gerð mikil Ieit að týndu ferðafólki, innlendu og útlendu. Mannlegar tilfinningar krefjast þess, að ekkert sé til sparað og einkis látið ófreistað til að leit beri árangur, og ekki spurt um kostnað. Það var ekki fyrr en kona ein týndist á fjöllum og fannst lifandi, að opinberlega var rætt um kostnað, sem var talinn allt of mikill, af því konan var orðin svo gömul! Oft er leitin gerð að út- lendingum, sem lítt þekkja til staðhátta og fara villur vegar. Komið gæti til mála, að leyfa ekki ferðir þeirra nema þeim fylgi hæfir leiðsögumenn. Þá er það aldrei of vel brýnt fyrir inn lendu ferðafólki, að búa sig vel til ferða. (Framhald af blaðsíðu 8). hverri sál og veltur á ýmsu í þeirri viðureign. Að þessum orðum rituðum er leikurinn fullæfður. Listamanns hendur Steinþórs Eiríkssonar •hafa fært landslag við Reyðar- fjörð, helli Skrúðsbóndans og kirkjuna á Hólmum, inn á leik- svið Valaskjálfar. Ágúst Kvaran leikstjóri frá Akureyri hefur lagt síðustu hönd á að þjálfa og samæfa hinn stóra, sundurleita hóp leikenda. Frumsýning verð ur á laugardag, í 'byrjun Menn- ingarviku Héraðsbúa. Leikfélag Fljótsdalshéraðs hefur fyrr leitað til Akureyrar eftir leikstjóra, enda er leik- mennt gömul og rótgróin list- grein við Eyjafjörð og í þetta sinn varð Ágúst Kvaran fyrir valinu. Þú munt lengi hafa gefið þig að leiklist Agúst? Já, sú saga fer nú að verða æði löng. Kom fyrst á svið 1912 í Iðnó. Næstu árin voru nokkurs konar leiklistarskóli hjá Leik- félagi Reykjavíkur, en hjá því lék ég að staðaldri frá 1918 og þar til ég flutti til Akureyrar 1927. Og framhaldið? Ætlunin var að hætta leikstússi og helga sig verzlunarstörfum einvörðungu, en römm er taug- in og ósjálfrátt dróst ég inn í þetta að nýju og hefi leikið og stjórnað leiksýningum um ára- bil, en með nokkrum 'hvíldum. Nú eru yngri mennirnir að taka við sem vera ber. Nú ert þú kominn með Skrúðs bóndann á næsta leiti við heima hagana? Mér hefur lengi verið ríkt í huga, að Skrúðsbóndann bæri að setja upp á Austurlandi og mér fannst að með tilkomu hinna nýju félagsheimila ætti það að reynast gerlegt, nokkuð hefur þetta dregist á langinn. Nú er draumurinn að rætast? Já, vissulega, svo er Svein- birni Jónssyni framkvæmda- stjóra Bandalags ísl. leikfélaga fyrir að þakka. Hann kom mér í samband við Halldór Sigurðs- son kennara á Egilsstöðum for- manns Leikfélags Fljótsdals- héraðs. Árangur þeirra við- ræðna varð skyndiför hingað austur til að kynna sér aðstæður og þá var endanlega ákveðið að taka verkið til sýningar og kom ég austur 7. okt. sl. Hófust þá æfingar, sem staðið hafa óslitið síðan, ná'ega hver stund verið notuð, má með réttu segja, að oft hafi nótt verið lögð við dag. Mér skilst að Ieiksviðið geri miklar kröfur til leikara? Já, vissulega og þótt mér væri nokkuð kunnugt um leikstarf- semi hér á Héraði vissi ég lítið um hæfilerkafólk á þessu sviði. Þegar ég kom austur var búið að leita til fólks um þátttöku og það var mjög undarleg tilfinn- ing, sem fylgdi því, að mæta hér hópi tilvonandi leikara, þekkja ekkert andlit, vita ekkert um hæfileika eins eða neins og eiga fyrir höndum það erfiða hlut- verk, að koma á svið vandasömu leikverki. En mér duldist ekki, að áhugi og vilji var fyrir hendi og allir hafa möglunarlaust fórn að miklu af naumum tíma sín- um frá öðrum störfum. Og finnst þér árangurinn í samræmi við erfiðið? Vissulega. Að mínum dómi framar öllum vonum. Ég skal játa, að kvíðnastur var ég um hvernig til tækist um val leik- konu í hið erfiða hlutverk prest dótturinnar, en fljótt kom í ljós að Sigrún Benediktsdóttir var vandanum vaxin og gerir hlut- verkinu frábærlega góð skil. Hefi ég sjaldan kynnzt svo undraverðum og ríkulegum hæfileikum, sem ég vona að fái að njóta sín í framtíðinni. Onnur meiriháttar hlutverk eru í hönd um Ágústu Þorkelsdóttur (Gríma) og titiihlutverkið, Skrúðsbóndann, leikur Jón Kristjánsson. Leikritið sjálft? Efni þess er mörgum kunnugt. Það hefur verið prentað og leikið tvívegis á Akureyri. Höfundur- inn leitar fanga í gamalli þjóð- sögu og skapar úr henni harm- sögu ungrar stúlku og rekur harma frá vöggu til grafar, stúlku, sem lætur glepjast af freistingum og solli lífsins og fær ekki aftur snúið. Slíkar sög ur gerast á öllum tímum. Inn í leikritið er fléttað hjátrú og hindurvitnum — í samræmi við þjóðsöguna — og mikilli tónlist. Kirkjusöngur'inn í þriðja þætti er ákaflega fagur og vel af hendi leystur af söngfólki og Svavari Björgvinssyni orgelleikara. Ég hefi gert ýmsar breytingar á leikritinu til hagræðis fyrir leiksvið og uppsetningu, enda er sá háttur nú víða hafður. Má t. d. benda á að frægustu leik- ritahöfundar okkar, svo sem Laxness, ganga ekki endanlega frá leikritunum fyrr en æfingar eru hafnar og breyta þeim á ýmsa vegu. Og að síðustu? Ég vil færa öllum leikendum og öðrum þeim sem með mér hafa starfað mínar 'beztu þakkir. Án þeirrar fórnfýsi, samstarfs- vilja og dugnaðar sem þetta fólk hefur sýnt, hefði aldrei verið unnt að skapa svo heilsteypta og ágæta sýningu, sem ég tel að raunin sé á um þessa. Væntanlega sannfærast sýn- ingargestir um sannleiksgildi orða Ágústs Kvarans og hafa má í minni, að hlutur hans sjálfs er ósmár í þessu máli. Honum fylgja góðar óskir norður yfir fjöll með þakklæti fyrir kom- una og starfið hér eystra. V. s. - Störf og stefnur (Framhald af blaðsíðu 4). fyrir innflutning á vissum vörutegundum. Ætla má, að ástand í skuldamálum þjóðarinnar væri annað og betra nú, ef þannig hefði verið að farið undanfarin ár. □ Nemendaskipti þ j óðkirkj unnar UM þessar mundir stendur yfir umsóknarfréstur um nemenda- skipti þau, sem æskulýðsstarf þjóðkirkjunnar er aðili að. All- mikil breyting hefir orðið á þátt töku íslands í þessum nemenda skiþtúm. Þar fil fyrir þremur árum fóru íslenzk ungmenni ein göngu til Bandaríkja Norður Ameríku og ungmenni þaðan komu hingað í .staðinn. í ár eru íslenzk ungmenni í Sviss, Þýzka lndi, Belgíu, Finnlandi, Brasilíu, Jamaica og Bandaríkjunum. Hér á landi eru svo ungmenni frá Bandaríkjunum, Þýzkalandi, Sviss og Brasilíu. Þau dvelja hér í Reykjavík, Kópavogi, Keflavík, Selfossi og á Akur- eyri. Það eru um 28 þjóðir í öllum hlutum heims, sem taka þátt í þessum skiptum. Skiptin standa yfir í eitt ár, ungmennin dvelja á völdum heimilum, og til þess er ætlast að þau lagi sig að öll- um heimilisháttum, læri tungu og siði síns nýja lands, gangi þar í skóla, kynnist þar jafnöldrum sínum og þeirra hugðarefnum og dagíegu lífi og taki þátt í kirkjulegu starfi ásamt sínum nýju fjölskyldum. Ungmennin taka. þátt í mótum og sækja fundi, og fá þar tækifæri til að kynnast jafnöldrum sínum frá öllum heimshornum, sem eru í sömu erindagjörðum og þau. í upphafi voru þessi skipti milli Bræðrakirknanna í Banda ríkjunum og Þýzkalandi. Þau hófust 1948, tilgangur þeirra var að reyna að auka skilning og kærleika mOli þessara þjóða, sem fyrir svo skömmu höfðu átt í blóðugum ófriði. Takmark og tilgangur skiptanna í dag er enn hinn sami, þ. e. að auka skiln- ing þjóðanna á vandamálum og aðstæðum hverra annarra og styrkja æsku þessara landa til að horfast í augu við þessi vandamál af raunsæi og búa sig undir að takast á við þau og leysa þau á grundvelli kristilegs siðgæðis. Það meginverkefni, sem framundan er, er að stuðla að og koma á efnahagslegu og félagslegu réttlæti og friði með- al allra þjóða. Þessi krafa á hljómgrunn hjá ungu fólki hvar sem er í heiminum í dag, eins og fréttir hvaðanæva að greina frá. Þátttakendur í þessum skipt- um eru ungmenni á aldrinum 16—19 ára, sem eru við nám eða hafa nýlega lokið því. Þátttak- endur þurfa að vera félagslynd- ir, hafa hæfileika til að læra mál og til að laga sig að nýjum að- (Framhald af blaðsíðu 1). héraðinu var aðal umræðuefnið. Skipzt var á skoðunum, upplýs- ingar veittar og óformlegar til- lögur og hugmyndir fram born- ar. Ástand fræðslumála í héraði var sérstaklega kynnt þingmönn um kjördæmisins. En vart verð- ur því lengur unað, að hvorki er unnt að veita börnum lög- boðna fræðslu eða unglingum gagnfræðamenntun. Fundi var fram haldið á sunnudaginn. Með fræðsluráði sat þann fund samstarfsnefnd, þ. e. fulltrúar frá Ungmenna- sambandinu, samtökum kvenna, Búnaðarsambandinu og sýslu- nefnd. Á þeim fundi var geng- ið frá ákveðnum tillögum til skólayfirvalda og fjárveitinga- valds. Hraðkeppni í öllurn flokkum í körfuknatt- leik um síðustu helgi HRAÐKEPPNI í körfuknattleik fór fram í íþróttaskemmunni á Akureyri dagana 16. og 17. nóv- ember. — Úrslit urðu sem hér segir: 4. fl. Þór — KA 6:4 3. fl. Þór a — KA b 28:5 3. fl. KA a — Þór b 23:9 3. fl. Þór a — Þór c 27:2 3. fl. KA a — Þór a 5:4 2. fl. kvenna Þór — ÍBA 23:4 2. fl. Þór — SA 14:2 Mfl. Þór — ÍMA 27:18 Mfl. Þór — KA 40:22 stæðum og sigrast á óvæntum örðugleikum. Þeir þurfa að hafa jákvæða og opna afstöðu til kristinnar kirkju. Umsóknar- frestur um þessi skipti stendur nú yfir, og lýkur honum 15. desember. Eyðublöð og allar nánari upplýsingar er að fá hjá æskulýðsfulltrúa þjóðkirkjunn- ar, Biskupsstofu, Klapparstíg 27, Reykjavík, sími 12236. ( Fréttatilkynning) Fræðsluráð leggur áherzlu á það tvennt, að aðstaða verði sköpuð til að veita öllum börn- um lögboðna fræðslu og að upp rísi héraðsgagnfræðaskóli. Búið var að ákveða foyggingu skóla á Hrafnagili, til þess að börn gætu þar notið skyldustigs-náms. Fjórir hreppar stóðu að fyrir- hugaðri framkvæmd. Þessi skóli hefur fengið fjárveitingu í þrjú ár, en ekki hefur leyfi fengizt til að hefja framkvæmdir. Ýmsir telja eðlilegt, að skóli þessi, ef upp rís, geti auðveld- lega þróast í héraðsgagnfræða- skóla, eða sá skóli verði byggð- ur á öðrum stað, t. d. Möðru- völlum. Brýn þörf er að byggja heimavist við gagnfræðaskóla á Dalvík. Væntanlega tefur ekki togstreita um skólastaði fram- kvæmdir í skólamálum sýsl- unnar. □ Sjö umferðum er lokið EFTIR 7 umferðir á Haustmóti Skákfélags Akureyrar er staðan í meistaraflokki þessi: 1. Halldór Jónsson með 6 v. 2. Kristinn Jónsson með 5 v. 3. Hjörleifur Halldórsson með 4 v. og biðskák. í 1. flokki er staðan þessi: 1. Rúnar BúasSn með 6 v. 2.—3. Þóroddur Hjaltalín með 3V2 v. og biðskák 2.—3. Sveiníbjörn Sigurðsson með 3V2 v. og biðskák. Biðskákir verða tefldar í kvöld (miðvikudag) og næsta umferð verður tefld n. k. mánu- dagskvöld kl. 8 í Alþýðuhúsinu. - FRÆÐSLURÁÐ SÝSLUNNAR ÞINGAR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.