Dagur - 20.11.1968, Blaðsíða 8

Dagur - 20.11.1968, Blaðsíða 8
8 Sviðsmynd úr Skrúðsbóndanum. SMÁTT & STÓRT GENGISFELLINGIN Það er strax búið að auglýsa nokkrar verðhækkanir í útvarp inu. Benzín og olíur voru hækk aðar í verði deginn eftir gengis- fellinguna, mánudaginn 11. nóv ember. Búið er að hækka kaffi- kílóið um 32 krónur og smjör- líkið mjög verulega, vegna er- lenda hráefnisins, sem í því er. Margt mun á eftir fara. Erlendi gjaldeyririnn hefur verið hækk- aður um 54% til viðbótar 30% hækkun í fyrra. Það þýðir, að dollarinn, sem fyrir ári síðan kostaði 43 krónur, kostar nú 88 1930 OG 1988 Þeir láta sig liafa það sumir, sem ekki eru allt of minnugir á þjóðl legar staðreyndir, að halda því fram, að erfiðleikamir í útflutn- ingsframleiðslunni og útfiutn- ingsverzluninni séu nú meiri en þeir hafi áður verið á þessari öld. En hvað eru þessir erfiðleik ar, þótt miklir séu, hjá erfiðleik um þeim, sem komu í kjölfar heimskreppunnar upp úr 1930, þegar saltfiskurinn féll mest og var litt seljanlegur á aðalmörk- uðunum? Og þegar Iambsverð á hausti fór niður í átta krónur? sýndur í Valaskjálf 'LENGI hefur leikmennt verið iðkuð í sveitum, en í smáum stíl og við erfið skilyrði. Við tilkomu félagsheimilanna batnaði aðstaða til alls félags- lífs og leiklistin tók mikinn fjör- kipp. Leikfélag Fljótsdalshéraðs er jafn gamalt héraðsheimilinu Valaskjálf og sýndi Skugga- Svein á vígsludegi þess. Seldi allar myndirnar STEIN GRÍMUR Sigurðsson, blaðamaður og á síðustu misser um listmálari, seldi öll málverk sín á þriggja daga sýningu á Hótel ICEA fyrir helgina, 19 að tölu. En þetta var önnur sýning Steingríms hér á Akureyri og sú fimmta í röðinni hérlendis. En nú ætlar hann að leggja land undir fót og sýna næst í Lpxem borg og síðan í Bandaríkjunum. Sfðan hefur leiklistarþáttur- inn verið ofinn án afláts og fé- lagið tekið hvert viðfangsefnið af öðru, innlend verk og erlend. Mikið starf verið ynnt af hönd- um fyrir lítið gjald, en það hef- ur Iöngum verið hlutskipti þeirra, sem hvað drýgst hafa ofið menningarþátt þessarar þjóðar. Um þessar mundir æfir Leik- félagið Skrúðsbóndann eftir Björgvin Guðmundsson tón- skáld. Höfundurinn er öllum Austfirðingum kunnur af tón- verkum sínum og uppruna. Sag an, stofnviður verksins, um prestsdótturina frá Hólmum, sem bergþursinn í Skrúð seyddi til sín er austfirzk þjóðsaga. Þannig, að hvortveggja er sönn ættar og forvitnilegt Austfirðing utn að sjá: hvernig tónsmiðnum hefur tekizt að færa þjóðsöguna í nýjan búning og Ijá með henni einhvern boðskap. UNDANFARIN ÁR hefur oft verið um það rætt, að íslend- inga skorti fjármagn. Talið hefir verið nauðsynlegt að skammta fjármagnið og sett lánsfjánhöft af ýmsu tagi. Snemma á stjórn- arárum núverandi stjórnar voru lánin, sem Seðlabankinn veitir út á afurðir, lækkuð úr 67% að verðmæti niður í ca. 50%. Og rekstrarlán til bænda, sem veitt eru fyrri hluta árs, voru stöðvuð við ákveðna krónutölu. Bankar voru varaðir við að lána fé til íbúða, annað en það sem veð- lánalöggjöfin gerir ráð fyrir o. s. frv. Innlánastofnanir voru skyldaðar til að afhenda Seðla- bankanum tiltekinn hluta af inn lögðu sparifé. Allt hlýtur þetta að hafa byggzt á þeirri forsendu, að fjái'magn væri ekki meira en svo, að óhjákvæmilegt væri að takmarka notkun þess. Hins vegar hefur það komið nokkuð áþreifanlega í ljós öðru hverju undanfarin ár, að ekki virðist hafa verið þar svo var- lega farið með fjármagnið sem skyldi og að verulegar upphæð- ir hafi verið lánaðar aðilum, án þess að nægileg trygging væri fyrir hendi. Utlánin til vinnslu- stöðva sjávarútvegsins eru saga út af fyrir sig og má segja, að víða séu gildar ástæður til þess, að ekki hefur verið hægt að stöðva útlán þegar það hefur verið eðlilegt ef hreint banka- sjónarmið er haft í huga. En fjöldi fólks víða um land og jafnvel heil byggðarlög eiga af- komu sína og lífsframfæri undir því, að sú starfsemi stöðvist ekki. Mönnum er það enn í minni, enda ekki mjög langt um liðið Vitað var, að Björgvin orkti í tónum, enda nýtur verkið þeirrar vöggugjafar Björgvins í ríkum máli. Hitt vissu færri, að Björgvin leggði stund á leikrit- un og bóklega mennt og vafa- laust enn færri, sem .lesið hafa þjóðsöguna um Skrúðsbóndann, að hún hefði að geyma almenn lífssannindi sem væri nothæfur efniviður í leikrit. En þar hefur Björgvin komið auga á hina fornu og nýju baráttu milli hins góða og illa bæði almennt og í (Framhald á blaðsíðu 2). síðan hér var stofnað verzlunar fyrirtæki, sem ekki virtist bein þörf á. Þetta fyrirtæki varð gjaldþrota og bankar og aðrir biðu tjón af. Veitingahúsrekstur nokkur varð einnig gjaldþrota og þar tapaðist töluvert fé hjá bankakerfinu. Um svipað leyti fór vefnaðarvöruverzlun sömu leið og tap'aðist þar einnig veru- legt fjármagn. Gamalt verzlunar fyrirtæki varð nýlega gjald- þrota og svo drykkjarvöruverk- smiðjan Sana nú í síðustu viku. Ogætileg og jafnvel vítaverð meðferð á samanspöruðu fjár- magni er mikið umræðuefni þegar svo stendur á, hvort sem það eru bankar, ríkissjóður eða aðrir, sem fé tapa er fyrirtæki gefast upp. Bankamálin þarf að endurskoða fíá gjunni. Q viðreisnar GENGI íslenzku krónunnar var Iækkað árið 1939. Ellefu árum síðar, 1950, var það aft- ur lækkað. Á árunum 1951 til 1959, að báðum meðtöld- um, stóð gengisskráningin óbreytt. En á tímibilinu frá 1960—1988 eða á 8 árum og 8 mánuðum, er búið að lækka krónuna fjórum sinn- um og samtals um 72%. Þetta er ekki venjuleg gengis felling, sem síundum áður hefur átt sér stað einu sinni á áratug, lieldur miklu frem- ur gengislirun. Og þetta gengishrun liefur átt sér stað | á valdatíma þeirrar ríkis- stjórnar, sem í öndverðu iýsti því yfir, að hún væri ! verðstöðvunar- og viðreisn- j arstjórn, sem ætti sér það meginhlutverk að skapa at- vinnulífinu traustan grund- völl og hefja krónuna til vegs og virðingar. Q .1--------------------------:-- krónur. íslenzka krónan er kom in niður í 28 aura úr 100 síðan í ársbyrjun 1960! Þetta er gengis hrun. HVERS VEGNA? Nú spyrja menn að vonum, hvers vegna þurfti að lækka krónuna, þegar ekki voru nema ellefu mánuðir liðnir síðan hún síðast var lækkuð? Það er reynd ar ekki rétt að orði komist, að það hafi „þurft“ að lækka krón- una, því til var önnur leið skárri. En ástæðan til þessara hastarlegu ráðstafana, er auð- vitað ekki sú, að landsstjórnin vilji með því gera þjóðinni illt heldur það stjórnleysisástand, sem verið hefur í landinu undan farin ár og sem veldur því, að efnahagslífið þoldi ekki þá minnkun á aflamagni og lækk- un á afurðaverði erlendis, sem átt hefur sér stað síðari liluta árs 1967 og 1968. Það er höfuð- einkenni stjórnleysisins á þessu sviði, að predikuð hefur verið svokölluð tertubotnastefna öðru nafni frelsi til að eyða gjaldeyri þjóðarinnar eins og hverjum sýndist. AÐVARANIR Við þessu stjórnleysisviðhorfi liafa Framsóknarmenn marg- sinnis varað á undanförnum ár- um og bent á, að þetta stjórn- leysi og ábyrgðarleysi hlyti að enda með skelfingu, því ekki væri hægt að búast við metár- um í það óendanlega eða að verð ið erlendis hækkaði endalaust. Nú tala staðreyndirnar í þessu máli. Það er betra að hafa skyn- semina en skortinn fyrir skömmtunarstjóra, eins og Stef- án Valgeirsson alþingismaður sagði á fundinum á föstudaginn. Vistheimilið Sólborg í smíðum á Akureyri. Þrjú sambyggð hælishús og þrjú íbúðarhús fyrir starfsfólk að komast undir þak. Vonir standa til, að heimilið taki til starfa seint á næsta ári. — En þann tíma muna margir enn. Stjórn Framsóknarflokksins, sem þá var í landinu, greip samt ekki til gengisfellingar. Gripið var til annarra úrræða, sem ekki rýrði álit þjóðarinnar er- lendis og urðu undirstaða nýrra atvinnugreina, má í því sam- bandi minna á frystiiðnaðinn. HVERJIR ÁKVEÐA GENGH)? Öðru hverju spyrja menn hverj ir það eru, sem ákveða gengis- breytingar? Þetta var svo, þar til fyrir einum áratug, að ekki var hægt að breyta gengi, nema Alþingi ákvæði það með lögum. En eftir að núverandi ríkisstjóm kom til valda, var lögunum breytt þannig að Alþingi hefur ekki lengur gengisskráningar- valdið, heldur segir nú í lögum, að Seðlabankinn ákveði gengið með samþykki ríkisstjórnarinn- ar. Það er því í raun og veru ríkisstjórnin á hverjum tíma, sem ákveður gengisbreytingar. Og til þess að geta gert það, þarf ríkisstjórnin að fá tillögu um það frá Seðlabankanum, sem hún að sjálfsögðu getur að jafn- aði fengið, því talið er eðlilegt, að Scðlabankinn fari eftir stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahags- málum. Á Alþingi hefur því ekki farið fram nein atkvæða- greiðsla um gengisbreytinu þá, sem nú er helzta umræðuefnið í landinu-. Hún er stjórnarráð- stöfun. GENGISTAPIÐ í KEFLAVÍK OG STRAUMSVÍK Ýmislegt er það, sem hinum vísu mönnum, sem að gengis- breytingunni stóðu hefur sézt yfir eða þeir ekki haft orð á a. m. k. Vinnulaun íslenzkra manna í þjónustu varnarliðsins og Álfélagsins eru beint eða óbeint greidd í erlendum gjald- eyri, eins og með þarf sam- kvæmt íslenzkum kauptöxtum í krónum. Fyrir íslenzkan mann í slíkum störfum, greiða nú þessir erlendu aðilar sama kaup og fyrr í íslenzkum krónum en miklu minna í erlendri mynt, t. d. dollurum en áður var, vegna gengisbreytingarinnar. Hér er um að ræða gjaldeyris- tap, sem nemur liundruðum milljóna á ári. ÚTFLUTTAR BÚVÖRUR Stöðugt er klifað á því, og er viðskiptamálaráðherra Gylfi Þ. þar fremstur í flokki, að ríkis- (Framhald á blaðsíðu 2).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.