Dagur - 18.12.1968, Blaðsíða 1

Dagur - 18.12.1968, Blaðsíða 1
BLAÐ I EFNAVERKSMIÐJAN SJÖFN FIL.MU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SéRVERZLUN: LJÖSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING ÓVEKJU KVILLASAMIIEYJAFJARÐARHÉRAÐI Okennilegt fyrirbæri sást á snðurloftinu Síldarvertíðin hér við land hefur brugðizt verulega í sumar. Skipin lialda til lands og hér er Kristján Valgeir að skipa síldarnótinni í land á Akureyri. (Ljósm.: E. D.) blöndur ÁRNI GESTSSON, kenndur við Glóbus h.f. í Reykjavík og Har- aldur Helgason kaupfélagsstjóri Kaupfélags verkamanna á Akur eyri litu inn á skrifstofur Dags í gær og upplýstu þá eftirfar- andi: Glóbus h.f. hefur tekið upp samvinnu við gamalt og gott fóðurframleiðslufyrirtæki í Dan mörku, Elias B. Odense A/S um innflutning á fóðurvörum. Er hér um margskonar fóðurvörur að ræða fyrir allar tegundir bú- fjár. Forráðamenn hins danska fyrirtækis hafa nýlega verið hér á landi til að kynna sér aðstæð- ur allar og þeirra á meðal fram- kvæmdastjórinn, Hans Muus. Og nú er fyrsta sending af þessum fóðurvörum að koma til landsins. Kaupfélag verka- manna á Akureyri sér um söl- una hér en Völundur Hermóðs- son í Suður-Þingeyjarsýslu. □ Glóbus hf flytur inn fóður- Sveif Umí. Skriðuhrepps sigraði Við opnun skrifstofunnar. Talið frá vinstri: Asgeir Magnússon, fram kvæmdastjóri Samvinnutrygginga og Andvöku, Magnús Ingólfsson, forstöðumaður skrifstofunnar og Björn Vilmundarson, deildarstjóri Söludeildar Samvinnutrygginga. Ný umbeðsskrifstofa Samvinnu- trygginga opnuð á Egilsstöðum SUMARIÐ 1967 varð sú breyt- ing á" umboðsstarfi Samvinnu- trygginga á Austjirlandi, að opn uð var skrifstofa í Egilsstaða- kauptúni, sem síðan hefur ann- azt umboðsstörf á Fljótsdalshér. aði, Reyðarfirði, Eskifirði, Seyð- isfirði og Borgarfirði eystra. Kaupfélögin á þessu svæði höfðu annazt þessi störf fyrir Samvinnutryggingar frá byrjun og hafa áfram annazt ýmsa fyrir greiðslu fyrir viðskiptamenn, en (Framhald á blaðsíðu 4) Sigurvegarar í sveitakeppni UMSE. Frá vinstri: Rúnar Búason, Ar- mann Búason, Búi Guðmundsson og Guðmundur Búason. Asíuinnflúensan líklega komin til Reykjavíkur JÓHANN ÞORKELSSON hér- aðslæknir á Akureyri tjáði blað inu í gær, að heilsufar fólks í héraðinu væri með lakara móti í nóvembermánuði og nú í þess- um mánuði. Hettusótt gengur um allt, bæði í sveitunum og á Akureyri, og er með versta móti og fylgi- kvillar tíðir af þeim sökum eða um 40%. Hálsbólga hefur einnig geng- ið, ásamt kvefi og fylgir nokkur hiti hjá mörgum. Asíuinflúensan er talin kom- in til Reykjavíkur, sagði héraðs læknir ennfremur, aðeins nokk- ur tilfelli að vísu, og ekki að fullu greind. En verið er að rækta sýkilinn og innan fárra daga er úrskurðar að vænta. Talið er, að um nýjan sýkil sé að ræða og hefur enn ekki tekizt BÚIÐ er að steypa upp hinn mikla turn Hallgrímskirkju í Reykjavík og er hann 70.5 metra hár, en krossmark verður 4.5 metrar. Árið 1974 er ellefu alda af- mæli íslandsbyggðar og liðin að fá nema lítið af bóluefni og ekki unnt að fá meira á þessu ári. í Reykjavík og á Akureyri hafa nokkrir starfshópar verið bólusettir, svo og sjúklingar og gamalmenni, eftir því sem bólu- efnið entist. Á þessum árstíma er umferð mjög mikil og útbreiðsluhættan því meiri en oftást. Og e£ (Framhald á blaðsíðu 4) 300 ár frá dauða séra Hallgríms Péturssonar, en þá er þess að vænta að kirkjan, við harrn. kennd, verði fullsmíðuð. Um 23 millj. kr. hafa farið í þessa bygg ingu, en nú eru meira en tveir áratugir síðan kirkjusmíðin hófst. □ Turninn fullsteyptur HIN árlega sveitakeppni Ung- mennasambands Eyjafjarðar í skák hefir staðið yfir að undan- förnu. Er nú aðeins ólokið skák- um milli Umf. Möðruvallasókn- ar og Umf. Svarfdæla. Hver sem úrslit þeirra skáka verða, er ljóst að A-sveit Ungmennafélags Skriðuhrepps er sigurvegari keppninnar, hlaut 16y2 vinning og B-sveit sama félags verður í 2. sæti með 12Vi vinning. Sex fjögurra manna sveitir tóku þátt í keppninni. □ ÞANN 14. desember sl. sá Sig- fús Árelíusson bóndi á Geld- ingsá á Svalbarðsströnd ein- kennilegt fyrirbrigði á suður- lofti, ennfremur sá kona hans það og móðir hans einnig og börn þeirra hjónanna. En þau skiptust á að horfa á þetta í sjónauka með „næturglerjum“. Sigfús segir svo frá þessu: Klukkan 7.30 á laugardaginn sá ég og heimilisfólk mitt ókenni legt ljós, lágt á suðurlofti og bar það héðan að sjá yfir Hólafjall eða þar um bil. Það færðist svo hægt til vesturs og horfðum við á þetta í 15—20 mínútur. Þetta breytti um lit þannig, að stund- um var það skínandi bjart, líkt og stjarna, eða að rauðum bjarma sló á það og þannig var það fyrst er ég sá það og datt mér strax í hug brenna. Og er (Framhald á blaðsíðu 4) Er hœgt að treysta þesswn mönnnm? AÐ KVELDI 25. ágúst 1967 talaði Gylfi Þ. Gíslason við- skiptamálaráðlierra í sjón- varp^ Daginn eftir, 26. ágúst, sagði Alþýðnblaðið frá ræðu ráðherrans á þessa leið: „Ráðherrann kvaðst ekk- ert geta sagt um það enn, hvaða ráðstafanir yrðu gerð- ar til að niæta þessum vanda, en hins vegar gæti liann full- yrt, að gengislækkun væri ekki rétta ráðið. Gengislækk un skapaði alltaf vandamál, og undir núverandi kringunl stæðum teldi ríkisstjómin að gengislækkun myndi skapa meiri og stærri vandamál en hún leysti.“ Bjami Benediktsson sagði á Alþingi 16. október 1967: „Er ég sannfærður lun, að gengislækkun skapar okkur fleiri örðugleika, heldur en þann vanda, sem hún leysir. Ég er sannfærður um það, að þeir sem tala um gengisbreyt ingu, sem ætti að' verða lausn, er hjálpaði sjávarút- veginum, jafnvel iðnaðinum, og örugglega kæmi í veg fyrl ir atvinnuleysi á næstu miss- erum, hafa ekki hugsað það mál til hlýtar.“ f nóvember sama ár lét ríkisstjórn Bjarna Benedikts sonar og Gylfa Þ. Gíslasonar lækka gengið í þriðja sinn. Og í nóvember 1968 lét hún lækka það í fjórða sinn. Nú segja þeir, að gengislækkun, sé einmitt „rétta ráðið“ til að hjálpa sjávarútvegi og iðn aði og koma í veg fyrir at- vinnuleysi! □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.