Dagur - 18.12.1968, Blaðsíða 8

Dagur - 18.12.1968, Blaðsíða 8
8 Fiskibátur á Stöðvarfirði fyrir rúmum þrjátíu árum. mönnum miklar tekjur á tiltölu lega skömmum tíma árið áður. Þess vegna biðu flestir eftir síld inni, sem þá var byrjuð að láta bíða eftir sér. Af þessum ástæð- um fékk ég kjark, til þess að biðja Þorgrím formann um pláss á trillu hans fyrir mig og 15 ára son minn, og var fúslega. veitt það. Og tveimur dögum síðar var haldið af stað í fyrsta færaróð- urinn í dásamlegu veðri klukk- an 5 að morgni. Örstutt sigling út fjörðinn, og þá tók við opinn, víður faðmur Atlantshafsins. Sæt-sölt hafgola fyllir vitin svo ósegjanlgea hreinu og tæru loft — að maður, sem vanizt hefir næstum áratugi innilofti blöndnu pakkhúslykt — andar nú ósjálfrátt að sér af öllum kröftum alveg ofaní maga — þessu unaðslega sjávarlofti. Og mér fljúga í hug minnisverður Sœluvikur á Stöövarfirði í fyrra Á MIÐJU ÁRI 1967 hætti ég störfum hjá Kaupfélagi Héraðs- búa, Egilsstöðum. Hafði ég þá starfað sem kaupfélagsstjóri á þrem stöðum í um þrjátíu ár. Störf kaupfélagsstjóra hafa allt- af verið erfið og vandasöm, en það er skoðun mín að aldrei hafi þau þó verið erfiðari en síðustu tíma — ár mestu peningaveltu á íslandi —. Peningahyggja og félagsmálaáhugi eiga ekki alltaf samleið. Þó kaupfélagsstjóri hafi vilja til að gjöra sitt bezta — eru miklir möguleikar á að gjöra ýrnis mistök — og nóg af áhyggj um. Og svo þegar maður eftir þriggja áratuga meiri og minni áhyggjur í slíku starfi — losnar frá ábyrgð og skyldum eru við- brigðin ekki óveruleg — ekki sízt, ef menn samfara því hljóta það heillahlutskipti — að njóta þess umhverfis, sem flestir menn þrá, sem einu sinni hafa kynnzt því — kyrrlátri byggð úti á landi í fullkomnu sam- bandi við náttúru lands og sjávar. Stöðvarfjörður er slíkur stað- ur, með fjölbreyttan gróður í grænum hlíðum langleið til fjalla — og jafnhliða blasir við opið hafið. Tengdaforeldrar mínir áttu hús og dálítið jarðnæði í kaup- túninu á Stöðvarfirði. Þangað hafði kona mín flutt, ásamt tveim yngstu sonum okkar, sum arið 1967 — hálfum mánuði á undan mér. Beið hún mín þar eins og brúður í festum — og mátti helzt segja að með komu minni til Stöðvarfjarðar upphæfist okkar brúðkaupsferð eða brúðkaups- frí — þar sem brúðkaup okkar fyrir 27 árum gaf ekki tækifæri á fríi. Búskapur okkar byrjaði strax með ábyrgð og stöðugri vinnu okkar beggja. Ýmiskonar vandamál og áhyggjur fólksins, sem ég vann fyrir — urðu j.afn- framt mín vandamál og konu minnar, sem í allri okkar sam- fylgd, hefir stutt mig í störfum mínum, sem mest má verða. Og með júlímánaðarbyrjun 1967 hófst okkar sex vikna sælu tímabil. Ég hafði stundað sjóróðra að staðaldri á sumrin á Austfjörð- um — milli fermingar og tví- tugsaldurs, aðallega á opnum bátum við handfæraveiðar, sem mér þótti þá skemmtilegast. Og þegar ég kom til Stöðvarfjarðar fyrir þrjátíu árum sem kaup- félagsstjóri — var þar all mikil smábátaútgerð, aðallega opnir vélbátar. Þó var þá enn aðeins borið við að stunda þaðan sjó á róðrabátum, tveggja manna förum, settum að sumri til, ef fiskur gekk nærri landi. En þeir, sem sjó stunduðu, sem aðalatvinnu réru nær allir á opnum vélbátum, svokölluð- um trillum, oftast 3 til 4 menn á hverjum bát. Var mér það mest skemmtun á þeim árum — að skreppa frá skrifstofusetu ofan á bryggju þegar bátarnir komu að landi — fylgjast með aflanum — og sjá illa dulinn sigurglampa í svip sjómanna þeirra, sem fengsæl- astir urðu hverju sinni. Á þessum árum fyrir og eftir 1940 var margt ungra manna, sem stunduðu sjó ásamt þeim eldri á 12 til 14 trillubátum, sem þá voru gerðir út frá Stöðvarfirði. Allmikil keppni var þá ekki sízt meðal yngri áhafnarmanna að vera hæstir eða mest hæstir að aflamagni. Mun þar oft hafa meira ráðið heilbrigður metn- aður, að standa sig sem bezt — en tekjuvonir. Fengsæl fiskimið út af Stöðvarfirði hafa byggt upp staðinn til lands og sjávar. Samfellt gróið ræktarland á milli húsanna í kauptúninu á Stöðvarfirði vekur athygli að- komumanna. Þessi samfelldu tún, sem setja svo hlýjan og geðþekkan svip á allt umhvex-f- ið — eru upprunalega , ræktuð að langmestu leyti upp af fisk- úrgangi. Dugmiklir smáútvegs- bændur létu sig ekki muna um að flytja upp á landareign sína allan úrganginn þegar búið var að gjöra að fiskinum. En nýtni, hirðusemi og vandvirkni við vei-kun fiskjarins — myndi ég vilja telja aðalsmerki þeirra dug miklu manna, sem á fyrri hluta þessarar aldar sköpuðu fyrstu undirstöðu að þéttbýli á Stöðv- arfirði. Ætla ég t. d. að hvergi á Austurlandi hafi þekkzt jafn betur verkaður, sólþurrkaður saltfiskur en þar. Við komu mína til Stöðvar- fjarðar sumarið 1967 — vai’ð mér hugsað til alls þessa — sjó- sóknar og fiskvei-kunar og dug- mikilla sjómanna, sem undu glaðir við sitt — og ósjálfrátt langaði mig mikið til að geta orðið aftur þátttakandi í því heil brigða lífi að sækja fisk í sjó. Og óskir verða stundum fyrr en varir að veruleika. — Daginn eftir komu mína til Stöðvar- fjarðar frétti ég að kunningi minn ■ og vinur frá veruárum mínum þar, Þorgrímur Vilbergs son, eigandi fjögurra tonna trillu — vildi hefja sjóróðra, en hefði engann mann ráðið með sér, og enginn falað hjá honum skipsrúm, því flestir verkfærir menn á staðnum höfðu þá þeg- ar ráðið sig til starfa hjá síldar- vinnslustöðvunum, söltunar- stöð og síldarbræðslu. En vinna á þessum stöðvum hafði gefið atburður frá bernskuárum í sveitinni — á vori hverju — þegar kúnum var hleypt út í fyrsta sinn — eftir langa inni- veru í loftlitlu fjósi. — Við börn in nutum þess virkilega — að sjá gleðiviðbi’ögð þessara þung- lamalegu skepna, sem dönsuðu um túnið með þandar nasir, og teyguðu voi’loftið. — Og mikið skil ég vel fögnuð kúnna. En við höldum út og norður og nálgumst Skrúðinn, þessa dásamlegu, sígrænu, tignarlegu eyju, sem nú iðar af lífi og fjöri frá íbúunum, tugþúsundum Björn Stefúnsson, fyrrverandi kaupfélagsstjóri. bjax’gfugla. Á síðustu áratugum hefir súlan bætzt við búendur þar — helgað sér land í efsta og virðulegasta hluta bjargsins í sunnanverðum Skrúðnum. Og skammt frá Skrúðnum, við und irspil bjargfuglanna, byrjum við að í’enna færunum. Nælonfæri með gervibeituönglum og til- heyrandi færarúllu — eru létt og þægileg veiðitæki — miðað við það sem ég vandist sem strákur. — Ef fiskur er viljugur eru möguleikar á að fiskur sé á hverjum öngli, og þá hægt að draga upp í einu 5 til 6 fiska. í þetta sinn er fiskur tregur nærri Skrúðnum — og Þor- grímur keyrir töluvert utar — og þar verður sæmilega vel vart. — Eðlilegur tími í færaróðri er um 12 tímar — það er tvö sjávar föll — og eftir þann tíma höfð- um við reitingsafla. — Fiskur- inn er slægður eftir því sem til vinnst á landleiðinni — og eftir að landi er komið ekki annað að gjöra en losa bátinn og leggja inn aflann. Fyrstu dagana var ég óvan- ingurinn allur með strengjum og aumleika er af sjónum var kom ið. — Og gott var að koma heim gráðugur í mat eins og úlfur — og unaðurinn að fá að sofna eftir erfiða sjóferðardaga nær (Framhald á blaðsíðu 4) © 4- f I £ £ SIGURÐUR SVEINBJÖRNSSON: £ I I I I I £ £ £ £ £ KONAN 1 HELLINUM Svörtum helli sólskinslitlum sagan greinir frá. Sorgmædd kona sat þar inni, sú var ljós á brá. Augu hennar ávallt störðu undarlega blá. Þarna hafði hún lifað lengi löng og döpur ár. Farið var að flókna hennar fagra, mikla hár. Féllu á hennar fölu vanga fáein gullin tár. Hann, sem veröld verstan átti vesæll, bundinn lá. Yfir honum ein hún vakti enga hjálp að fá. Einn var hennar óskadraumur ein var hennar þrá. Árin liðu, eigi gat hún ennþá leyst neinn hlekk. Sá, að líf hans, er hún unni enn á þræði hékk. Þreytuleg í þessum ranni þolinmóð hún gekk. Hún var stærst í þyngstu þrautum þræddi veg um hraun. Fórnaði allri ástúð sinni aldrei spurði um laun. Fáir hafa á lífsins leiðum liðið þyngri raun. f f I f f t * t t f t f t f t f t f f t I t a -v f * t t 1 | f © f t t t f | f 1 f t f t f t Hún bað oft hinn hæsta anda honum gefa frið, sem hún hafði ung að aldri ástir bundið við. Eigi rættist óskin hennar. Ó, sú langa bið. T:'i -'f' f f f 1 f © ■f * 4- Þótt hún bergði á bikar lífsins beiskum hverja stund, sá hún ljós í svartnættinu sól og fagran lund. Eygði gegnum örðug kjörin opin heiðblá sund. f | f f f f t f 4- f © I I- 1 $ 1 £ £ £ £ Hún mun leysa hann úr böndum heimsins versta mann. Signa þann með sigurgleði, sem hún heitast ann. Fylgja homim heim á veginn hátt í ljóssins rann. Oft á margra ævibrautum æða hatursél. ■ Göfgin, sem í brjóstum bærist bræðir kuldaskel. Kærleiksandinn aldrei tapar. Ástin sigrar Hel. f <■ f f f * <■ íí'- f f f I 1 •í-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.