Dagur


Dagur - 22.01.1969, Qupperneq 4

Dagur - 22.01.1969, Qupperneq 4
4 5 Skrifslofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Mikil verkefni ÁÐUR er frá því sagt, að samvinnu- menn brugðu skjótt við eftir brun- ann mikla í verksmiðjum Jjeirra á Gleráreyrum á Akureyri, og ákváðu að byggja nýjar verksmiðjur eins fljótt og við yrði komið. Þetta vakti mikla athygli á tímum vonleysis og erfiðleika og á sama tíma og verið er að selja úr landi vélar og tæki deyjandi fyrirtækja á ýmsum stöð- um. Skógerð Iðunnar, saumadeildin, verður fyrst um sinn flutt í htisnæði það við Ráðhústorg, er áður var Saumastofa Gefjunar. — Vélasalur Skógerðarinnar verður endurnýjað- ur og vélamar yfirfamar og settar niður á sama stað, þar til nýtt hús- næði fyrir alla starfsemi þessarar verksmiðju leysir húsnæðisþörfina. Kapp er lagt á, að verksmiðjan geti tekið til starfa eins fljótt og auðið er. Skinnaverksmiðjan verður endur- byggð og stækkuð til muna, með stóraukna starfsemi fyrir augum. En þar heldur starfsemin áfram að hluta þar til nýtt húsnæði er fengið. I>ær verksmiðjur, sem framleiða peysur og teppi og Rússar hafa keypt undanfarin ár, eru Fataverksmiðjan Hekla og Ullarverksmiðjan Gefjun og truflaðist ekki rekstur þeirxa í hninannm. — Þessa dagana situr samninganefnd frá Iðnaðardeild Sambandsins á fundum í Moskvu og semur við fulltrúa Sovétstjómar um sölu á 131.800 ullarpeysum frá Heklu og 35.400 ullarteppum frá Gefjun. í fyrradag var samningum ekki lokið en gert ráð fyrir sam- komulagi. Áætlað útflutningsverð- mæti þessara vara úr íslenzkn ull er 80-90 millj. kr. og er þetta töluvert verkefni, sem ljúka þarf á þessu ari. Og nú virðast vera að opnast mark- aðir fyrir ullarvömr, einkum peysur, á ýmsum fleiri stöðum, bæði í Banda- ríkjunum og Ástralíu. Er nú unnið að markaðsmálum í öllum heims- álfum. Pmfusendingar hafa líkað mjög vel og hér virðast íslendingar vel samkeppnisfærir. íslenzka ullin hefur nokkra þá eiginleika, sem ull af öðmm fjár- stofnum hefur ekki. Ennfremur em gæmpelsar mun lettari, og að þvi leyti eftirsóttari, en annarra fjár- stofna. Þessa séreiginleika þarf að nýta og þar felast eflaust miklir möguleikar. Um 80% af gæmframleiðslunni er selt úr landi sem hráefni. — Um þriðjungur ullarframleiðslunnar er einnig seldur úr landi, líka sem hráefni. Má af þessu ljóst vera, að mikil verkefni bíða á sviði iðnaðar í þessum greinum. Með það í huga þarf að endurbyggja verksmiðjurnar. Er liægt að liaga liátíðaliölduniim 17» júní á annan hátt en að undanförnu? SMÁTT & STÓRT Nokkrar tillögur frá Tryggva Þorsteinssyni ÞESSI spurning hefir stöku sinnum leitað á mig, og ég læt hér flakka nokkrar hugmyndir, sem ég hripaði niður á síðast- liðnum vetri og orðaði síðar við nokkra kunningja mína, meðal annarra nefndarmenn þá er sáu um hátíðahöldin 17. júní 1968. Hátíðahöldin ættu að hafa einhvem ákveðinn bakgrunn 'hverju sinni, auk þess að vera tengd stofnun lýðveldisins og fæðingu Jóns Sigurðssonar. Eitt árið mætti miða þau við einhvern þátt í atvinnusögu þjóðarinnar, eins og t. d. „ís- lendingar og hafið“. Gætu þau þá hafist með siglingu mikils flota smærri báta af ýmsum gerðum, sem færi frá innstu bryggju bæjarins og tæki land við flotbryggju sunnan á Odd- eyrartanga. í fararbroddi færi víkingaskip, skarað skjöldum. Rúmsins vegna fer ég ekki nán ar út í þetta, þótt ég hafi gert mér grein fyrir allri þeirri fárán legu framkvæmd. Einnig mætti nota einhver tímabil úr sögu þjóðarinnar, sem bakgrunn. Tökum t. d. há- tíðahöld 1969. Við getum t. d. hugsað okkur árið frá 874 til 1262. Þá gæti hátíðahöldin t. d. farið þannig fram. 1. Bæjarbúar safnast saman á Ráðhústorgi, þar sem ekkert ráðhús er og á húsgrunninum, þar sem einu sinni var kosn- ingaskrifstofa. 2. Lúðrablástur. 3. Hlé á „blástri“, en inn á torgið kemur fararbroddur skrúðgöngu, sem þannig er skipuð: a. Ríðandi fornmenn í litklæð um og með alvæpni. b. Bændur og frjálsir menn í búningum landnámsaldar, og með vopn eða áhöld, sem til- heyra störfum þeirra stétta á landnámsöld. c. Fjallkonan ekur í skraut- vagni, sem gerður er úr venju- legum heyvagni þannig að land vættirnir, gammurinn, drekinn, uxinn og risinn, mynda horn vagnsins, en á milli þeirra er landslag. Þetta er gert úr spóna plötum. Vagninn er dreginn af litlum mótorvagni. d. Næst á eftir Fjallkommni fara biskupar, prestar, munkar og nunnur í einkennisklæðum sínum og með þá hluti sem ein- kenndu störf þeirra. ð. Næstir gætu svo komið nokkrir dánumenn og ribbaldar frá Sturlungaöld, með Gamla sáttmála. Rúmsins vegna tek ég ekki fleiri framliðna menn með í skrúðgönguna, en nú er auðvelt fyrir hvern sem er að bæta við hópinn, eða setja upp skrúð- göngu, sem farin yrði síðar og hefði árið 1262—1874 að bak- grunni. Á eftir þessari fylkingu, sem ég hefi nú lýst ætti að koma skrúðganga almennings með svipuðum hætti og verið hiefur, að því viðbættu, að öll félaga- samtök ættu að ganga undir fánum sínum. Hvert skal halda? Út Glerárgötu og upp Tryggvagötu, sem til er á upp- drætti og liggur sunnan Glerár að svæði því, sem skátamir notuðu til hátíðahalds. Leiksvið, eða pall þarf að gera undir kletti sunnan við ána, á sama stað og skátarnir fluttu sín skemmtiatriði. Þegar komið er á hátíðasvæðið raðar gamli timinn (þeir framliðnu frá 874—1262) sér í brekkuna umhverfis pallinn, að undan- teknum hestum, sem hestasvein ar flytja suður götuna sem liggur upp að Skarði. Lúðrasveit tekur sér stöðu á stalli framan við pallinn, en stendur þó nokkuð hærra en almenningur, sem verður á flöt inni þar fyrir neðan. Tryggvi Þorsteinsson. Fánar og félagsmerki mynda skeifu bak við pallinn. Nú fer fram fánahylling með þeim hætti að íslenzki fáninn er dreginn á stöng sem reist verður í klettinum upp af pall- inum. Um leið gengur fram á klettinn hópur skáta, sem heils ar með fánum. Lúðrasveitin leikur „Rís þú unga íslands merki“. Næst gengur fram á pallinn gamall höfðingi, líklega Helgi- magri, ásamt konu sinni, Þór- unni. Þau flytja hvort um sig stutt ávarp. Hann í óbundnu máli og býður þá héraðsmenn velkomna til þjóðhátíðar og set ur hana, en Þórunn flytur átt- hagakvæði. Lúðrasveit leikur: Þú álfu vorrar yngsta land. Fjallkonan flytur ávarp 10 mín. Lúðrasveit leikur: Ég vil elska mitt land. Prestur flytur 5 mín. ræðu. Allir biðja saman Faðir vor. Lúðrasveit leikur: Faðir andanna. Allir syngja. Minni Jóns Sigurðssonar (10 mín.). Lúðrasveit leikur: ísland ögr- um skorið. Minni íslands (10 mín.). Ó guð vors lands. Hvað á nú að gera? Á svæðinu beggja megin Gler ár mætti koma fyrir ýmsu, sem fólk getur fengist við og nefni ég þá ekkert af því sem margir bæjarbúar þekkja frá skátadeg- inum 1967 en bæti þessu við: a. „Eitt par fram“. Á tiltekn- um stað fer þessi leikur fram og geta öll pör, ung og gömul, tekið þátt í honum. Einhverjir stjóma leiknum og verða vænt- anlegir þátttakendur að gefa sig fram við þá. Þátttaka kostar 10 kr. fyrir parið og leikurinn stendur í 15 mín. Fjöldi þátt- takenda allt að 20 pör á hverj- um stað. b. Reiptog. Á öðrum stað er mönnum gefinn kostur á að reyna kraftana. 10 „Eyrarpúk- ar“ skora á 10 „Brekkusnygla" eða „Innbæinga". Einnig geta 10 menn 20 ára og eldri skorað á nokki-a „pottorma", sem ekki eru eldri en 12 ára hver, en sam anlagður aldur þeirra allra má ekki vera meira en 200 ár. Einn ig má snúa þessu við og 200 ára „pottormar“ skora á 10 menn 20 ára og eldri. Verður að skipu leggja keppnina eins og leikinn. Á sama hátt má stofna til margra annarra leikja og þrauta t. d. „Að hlaupa í skarð- ið“, „Köttur og mús“, „Þriðji hleypur“ o. fl. Að sjálfsögðu yrði að hafa ýmislega þjónustu við munn og maga á þessum stað, og pen- ingabragðið yrði að takmarka. Eru þá engar íþróttir? Jú. Ég geri ráð fyrir að íþrótt ir verði á íþróttavellinum kl. 5—7. Þar fari fram hópsýning á fimleikum, knattleikir og frjálsar íþróttir. Ekki þær skrýpamyndir af íþróttum, sem leikir óþjálfaðra gamalmenna verða oftast. Er þá allt búið? Nei. Kl. 8.30 hefst aftur gleð- skapur við Glerá. Til þess að árin 874—1262 verði bakgrunn- ur þessara hátíðahalda verður enn að hverfa aftur í aldirnar. Meðal annara skemmtiatriða má setja á svið sögulega þætti t. d. „víg Gunnars á Hlíðar- enda“, „Egill Skallagrimsson hjá Aðalsteini konungi“ o. fl. Samtölin liggja svo að segja fyrir í íslendingasögunum. Auk þess kæmi svo kórsöng- ur, víkivakar, bændaglima og gamanþættir við varðeld. En að lokum kæmu þau Helgi og Þór- unn aftur fram og mæltu nokk- ur alvöruorð til fólksins. Há- tíðahöldunum ætti að ljúka með því að nokkrir álfar kæmu fram á klöppina við fánann, og felldu hann. Á meðan ætti að blása á lúðra kvöldsignal skáta og syngja með: „Sofnar drótt, nálgast nótt. Sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, hvíldu rótt. Guð er nær.“ Hvað á þetta að þýða? Skrúðgangan verður talandi tákn um liðna öld. Á sama hátt minna nokkur atriði á gengna tíð með öðrum hætti en vana- legast er. Leikirnir geta orðið til þess að bæjarbúar kynnast með nýj- um hætti, um leið og þeir skemmta sér. Þjóðdansaflokkurinn, segjum 10 pör, sem dansa gamla víki- vaka í sögualdarbúningum, get ur orðið skemmtikraftur, sem grípa má til í samþandi við heimsóknir erlendra skemmti- ferðaskipa og oftar. Sama er að segja um glímu- flokkinn. Nýr blær. Hér er lauslega drepið á nokk ur atriði, sem geta sett nýjan blæ á hátíðahöldin 17. júní, sem flestum finnst nú tilbreytingar- lítil frá ári til árs og því fremur leiðinleg, þótt formið hafi í upp hafi verið gott. Það endist fátt _til eilífðar. Er þetta hægt? Hver veit? Reyna má það. Mér er ljóst að þegar lagt verð- ur inn á nýjar brautir með þessi hátíðahöld, kostar það mikla fyrirhöfn og langan undirbún- ingstíma. í maí sl. var skátun- um boðið að sjá um hátíðahöld- in 1968, en þar sem stuttur tími ar til stefnu og margt af því fólki sem við hefðum leitað til í prófum eða próflestri, treyst- um við okkur ekki til að reyna þetta á þessu vori, þótt við hefð um hug á að gera tilraunina síðar, enda hafa þær tillögur, sem að framan eru skráðar ekki verið lagðar fyrir neina til at- hugunar. Verið getur að eftir lestur þessarar greinar komi einhver fram með miklu snjall- ari hugmyndir en hér hefur verið vikið að, og þá er þetta rabb ekki gagnslaust. Kostar þetta ekki öll ósköp? Jú, en ég geri ráð fyrir að sá, sem sér um hátíðahöldin fái ágóðann af öllu sem selt er á svæðinu við Glerá auk þess sem hann taki að sér að láta gera sérstakt merki í tilefni af 25 ára afmæli lýðveldisins og hafi hagnað af því. Á það skal líka bent að ekki er gert ráð fyrir útidansleik og sparast við það töluvert fé, sem verja má til annars, t. d. búninga. Að sjálfsögðu leggur bærinn svo fram fé til hátíðahaldanna í tilefni af 25 ár'a afmæli lýð- veldisins og ef bæjarstjórn fel- ur einhverjum að sjá um há- tíðahöldin er líklegt að hún eða bæjarráð vilji sjá aðalatriðin í þeirri áætlun sem um þau verð ur gerð, og ef þau þykja fram- bærileg er eðlilegast að fram- kvæmdaaðilinn fái allt það fé til umráða sem til hátíðahald- anna er ætlað, og svo er það hans að spjara sig. Fer nú ekki allt í hundana, ef illa viðrar? Jú, en þá frestum við 17. júní til næsta sólskinsdags. □ (Framhald af blaðsíðu 8). mikið út, eins og þeir, sem ætla að blása fast, heldur sagði hann að dáinn maður hefði sagt, að slíkt væri hægt. Þetta var að vísu lofsverð tilraun til að hugga dapran lýð, en tilraunin var þó svo utangátta, að strák einum varð að orði: Hví blæs Bjarni Benediktsson bara ekki sjálfur á erfiðleikana? TIL SJÓNVARPSINS Borgari á Akureyri óskar, að Sjónvarpið sýni á ný myndina um krabbameinið, sem sýnd var 1967. Segir borgari, sem sá þessa mynd syðra, að ýmsir, er LÆTUR EIMSKIP SMIÐA A AKUREYRI? (Framhald af blaðsíðu 1) með bréfi Viðskiptamálaráðu- neytisins, dags. 14. janúar 1969. Afhendingartími fyrra skips- ins, sem verður alfryst, er í maímánuði 1970, en hins síðara, sem verður venjulegt flutninga skip með nokkru frystirými, í september sama ár. Þá mun Eimskipafélagið geta fengið þriðja skipið byggt hjá skipa- smíðastöðinni í Álaborg á föstu verði. Svo sem kunnugt er, leggur íslenzka ríkisstjórnin mikla áherzlu á, að þau verkefni á sviði iðnaðar, sem framkvæm- anleg eru innanlands, verði fengin íslenzkum aðiljum til úr lausnar. Vill Eimskipafélagið að sjálfsögðu stuðla að því að svo megi verða, eftir því sem hag- kvæmt og fært reynist. Hefir Eimskipafélagið tilkynnt Slipp- stöðinni h.f. á Akureyri, að fé- lagið myndi ekki taka ákvörð- un um byggingu þriðja skipsins fyrr en 1. maí 1969. Er þetta gert til þess, að þessu fyrirtæki gefist kostur á að athuga, hvort það treysti sér til að gera við- unandi tilboð í skipið á föstu verði. Smíði þessa skips er að sjálfsögðu háð því, að fjárhagur Eimskipafélagsins og aðrar ástæður leyfi. Framangreindar skipasmíðar og bygging vörugeymsluhúsa voru ákveðnar á aðalfundi fé- lagsins 1966 og á síðari fundum. Skipasmíðarnar eru endumýj- un á skipastól félagsins. Var - SKÍÐAHÓTELIÐ (Framhald af blaðsíðu 2). virka daga kl. 10—12). Áætlunaiferðir í Hlíðarfjall annast Hópferðir sJ. Afgreiðsla er í Kaupvangsstræti 3, sími 21700. Upplýsingar um ferðir í Hlíðarfjall veitir einnig Ólafur Þorbergsson, heimasími 12878. Þá má geta þess að Skíðaráð Akureyrar heldur uppi mikilli starfsemi í Hlíðarfjalli í vetur. Skíðaæfingar fara fram tvisvar í viku í upplýstum skíðabrekk- um við hótelið og Stromp og skíðamót fara fram um helgar. Formaður Skíðaráðs Akureyr- ar er Óðinn Árnason. □ FERÐAMÁLAFÉLAGIÐ ENDURVAKIÐ AÐALFUNDUR Ferðamálafé- lags Akureyrar var haldinn fimmtudaginn 9. janúar sl. Þar með var starfsemi félagsins end urvakin, eftir nokkurra ára hlé, var lögum félagsins breytt til samræmis við nýjan starfsvett- vang og ný stjórn kosin. Er nú stefnt að því, að Ferðamála- félagið verði forystuaðili í ferða málum á Akureyri, hvetji með upplýsingum og aðgerðum til að bæta og auka ferðamannaþjón- ustu í bænum og beiti sér fyrir því að ferðamannastraumurinn til bæjarins fari sífellt vaxandi, jafnt að sumri og vetri. Ferðamálafélag Akureyrar var stofnað haustið 1952 og starf aði um árabil að uppbyggingu á aðstöðu til skíðaiðkana í Hlíð- arfjalli. Fyrir nokkrum árum tók Akureyrarbær við þeirri uppbyggingu og rekstri mann- virkjanna. Eins og kunnugt er, hefur íþróttasamband íslands ákveðið, að vetraríþróttamið- stöð landsins verði í Hlíðarfjalli. Frá því að Ferðamálafélagið afhenti Akureyrarbæ mann- virkin þar, hefur starfsemi þess legið niðri. En á fyrstu Ferða- málaráðstefnu Akureyrar, sem haldin var fyrir tæpu ári að tilhlutan bæjaryfirvalda, var ákveðið að endurvekja félagið, svo sem nú hefur verið gert. í hinni nýju stjórn Ferðamála félags Akureyrar eru þessi menn: Formaður Herbert Guð- mundsson ritstjóri, ritari Pétur Jósefsson kennari, gjaldkeri Gunnlaugur P. Kristinsson skrifstofumaður, Ragnar Ragn- m.s. Goðafoss seldur á sl. ári og hefir nú verið tekin ákvörðun um, að setja m.s. Dettifoss á söluskrá“. □ hann þekkti liafi þá hætt að reykja. Nú horfa fleiri Iands- menn á sjónvarp en þá og slík hugvekja mun því gera enn meira gagn. Blaðið tekur undir þessa ósk. HÁLAR BRAUTIR Annar borgari bað fyrir þá orð sendingu, að kirkjutröppumar væru svo glerhálar að slys gætu hlotist af — og óskar lagfær- ingar áður en verr fer. Vonandi verður einnig þetta tekið til vinsamlegrar athugunar hið fyrsta, því mörgum er hætt á hálum brautum, einnig í hinum 120 kirkjutröppum á Akureyri. Nýif land - Frjáls þjóð ÚT ER komið fyrsta tölublað vikublaðsins, Nýtt land — Frjáls þjóð. Útgefandi er hluta- félagið Huginn, sem áður gaf út Frjálsa þjóð. Segir í þessu fyrsta tölublaði, að útgáfan kom ist nú á breiðari grundvöll, einkum með tilkomu nýrra manna í hlutafélagið. Útgefend ur ætla blaði sínu að vera mál- svara verkalýðshreyfingarinnar og vinstri stefnu í landinu, seg- ir í fyrsta tölublaði. En í það ritar Björn Jónsson forsíðu- grein. Blaðstjórn skipa: Hannibal Valdimarsson, Haraldur Henrys son og Magnús Torfi Ólafsson. En Ólafur Hannibalsson er rit- stjóri. □ KOMA HAUKARNIR? VONIR standa til, að 1. deildar lið Hauka frá Hafnarfirði í handknattleik heimsæki Akur- eyri um helgina, og leiki hér tvo leiki í Íþróttaskemmunni. Haukar eru nú í 2. sæti í ís- landsmótinu í 1. deild, og koma trúlega til með að berjast við F. H. um íslandsmeistaratitil- inn. Haukar koma á vegum KA, ef af verður. Sv. O. arsson hótelstjóri, Jón Egilsson forstjóri, Hermann Sigtryggs- son fulltrúi og Gunnar Árnason forstjóri. í varastjórn eru Björg vin Júníusson fulltrúi, Halldór Helgason skrifstofustjóri og Hörður Svanbergsson prentari. Fyrstu verkefni stjórnarinnar verða að safna félögum og er það þegar hafið, en margvísleg verkefni á sviði ferðamálanna bíða nú úrlausnar og er nú ver- ið að kanna, með hverjum hætti unnið verður að þeim á næst- unni. (Fréttatilkynning frá Ferða- málafélagi Akui'eyrar). DAGUR keinur næst út miðvikudaginn 29. janúar. Áætlunarferðir í Hlíðarfjall með Hópferðum s.f. verða fyrst um sinn sem hér segir: frá Kaupvangsstræti 3 frá Kaupvangsstræti 3 frá Kaupvangsstræti 3 og Glerárstöðinni og Glerárstöðinni og Glerárstöðinni í Hlíðarfjalli tók til starfa 15. þ. m. GISTING fyrir einstaklinga og hópa í her- bergjum og svefnpokaplássi GREIÐASALA - BÖÐ OG GUFUBÖÐ Félög, félagasamtök og vinnuflokkar athugið: Tilvalin upplyfting er að gista Skíðahótelið um helgar og aðra frídaga. Odýr og góð þjónusta Nánari upplýsingar í hótelsímanum, 1-29-30, alla daga, og í síma 1-27-22 milli kl. 10 og 12 alla virka daga. Skíðalyftan er opin fyrst um sinn, fyrir almenning, alla virka daga nema mánudaga frá kl. 13—17 og laugardaga og sunnudaga frá kl. 10—17. Verð miða er óbreytt frá því í fyrra. frá Kaupvangsstræti 3 og Glerárstöðinni ÞRIÐUDAGA: Að Skíðahóteli kl. 13,00 Að Skíðahóteli kl. 16,00 Að Skíðahóteli kl. 18,00 Frá Skíðahóteli kl. 14,00 Frá Skíðahóteli kl. 16,30 Frá Skíðahóteli kl. 18,30 Frá Skíðahóteli kl. 21,00 MIÐVIKUDAGA: Að Skíðahóteli kl. 15,15 Frá Skíðalióteli kl. 18,00 FIMMTUDAGA: Að Skíðahóteli kl. 13,00 Að Skíðalióteli kl. 16,00 Að Skíðahóteli kl. 18,00 Að Skíðalióteli kl. 20,00 Frá Skíðahóteli kl. 14,00 Frá Skíðahóteli kl. 16,30 Frá Skíðalióteli kl. 18,30 Frá Skíðahóteli kl. 21,00 Frá Skíðahóteli kl. 22,30 FÖSTUDAGA: Að Skíðahóteli kl. 16,15 Að Skíðahóteli kl. 16,30 Að Skíðahóteli kl. 19,30 Að Skíðahóteli kl. 22,45 frá Kaupvangsstræti 3 og Glerárstöðinni Frá Skíðahóteli kl. 17,30 Frá Skíðahóteli kl. 20,15 Frá Skíðahóteli kl. 23,30 frá Kaupvangsstræti 3 frá Kaupvangsstræti 3 frá Kaupvangsstræti 3 frá Kaupvangsstræti 3 og Glerárstöðinni og Glerárstöðinni og Glerárstöðinni og Glerárstöðinni frá flugvelli frá Kaupvangsstræti 3 og Glerarstöðinni frá Kaupvangsstræti 3 og Glerárstöðinni LAUGARDAGA: Að Skíðahóteli kl. 9,30 Að Skíðahóteli kl. 13,00 Að Skíðahóteli kl. 19,30 Að Skíðahóteli kl. 23,30 Frá Skíðahóteli kl. 10,00 Frá Skíðahóteli kl. 14,00 Frá Skíðahóteli kl. 20,15 frá Kaupvangsstræti 3 frá Kaupvangsstræti 3 frá Kaupvangsstræti 3 frá Kaupvangsstræti 3 og Glerárstöðinni og Glerárstöðinni og Glerárstöðinni SUNNUDAGA: Að Skíðahóteli kl. Að Skíðalióteli kl. Að Skíðalióteli kl. Að Skíðahóteli kl. Frá Skíðahóteli kl. Frá Skíðalióteli kl. Frá Skíðahóteli kl. Frá Skíðahóteli kl. Afgreiðsla Hópferða er í Kaupvangsstræti 3, sími 2-17-00. Upplýs- ingar um ferðir í Hlíðarfjall einnig veittar í Glerárstöðinni, sími 2-12-10, og hjá Ólafi Þorbergssyni, heimasími 1-28-78. Ef hópar óska eftir flutningi á öðruni tímum en gefnir eru upp hér að framan, }>á vinsamlegast hafið samband <við Ólaf Þorbergsson, sími 1-28-78. Fargjald fyrir fullorðna fram og til baka í Skíðahótelið er kr. 60,00 og kr. 50 fyrir börn 12 ára og yngri. Fargjald aðra leiðina er kr. 35 og 30. Vinnuhópar, félagasamtök og skólar fá afslátt af ferðum ef um 15 ntanns eða fleiri er að ræða. HÓPFERÐIR S.F. 9,30 10.30 12.30 13.30 10,00 11.30 14.30 17,00 frá Kaupvangsstræti 3 frá Kaupvangsstræti 3 frá Kaupvangsstræti 3 frá Kaupvangsstræti 3 á flugvöll og Glerárstöðinni og Glerárstöðinni og Glerárstöðinni og Glerárstöðinni Vetraríþrót tamiðstöðin - Akureyri

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.