Dagur - 05.02.1969, Blaðsíða 2

Dagur - 05.02.1969, Blaðsíða 2
2 KÖRFUKNATTLEIKSMÓT ÍSLANDS, 1. DEILD: Tvísýnn leikur milli ÍR og Þórs — ÍR SIGRAÐIMEÐ AÐEINS 5 STIGA MUN SL. LAUGARDAG lék 1. deild arlið I>órs í körfuknattleik sinn í.vrsta leik á heimavelli, og í íáum orðum sagt var leikur þessi mjög tvísýnn frá upphafi til leiksloka, en á síðustu minút ium tókst ÍR að tryggja sér sig- oir, en aðeins 5 stig skildu liðin að í leikslok 01:56. Þór hafði ;yfir í leikhléi 29:28. Einar Bolla son átti afbragðs leik og skoraði 21 af 29 stigum Þórs í fyrri hálf ieik, en í síðari hálfleik skoraði jEinar 16 stig, enda var hans tnjög vel gætt, „tekinn lir um- ferð“ eins og talað er um í hand iknattleik. — Dómarar voru Jón Eysteinsson úr Reykjavík og Hörður Tulinjus og bar talsvert á því, að þeir voru ekki sam- inála í dómum sínum, og vorit full fljótir á sér nokkrum sinn- li m. ÍR-ingar léku án Birgis Jakobssonar, og í einu orði sagt sýndu þeir enga yfirburði, síður en svo, og máttu kallast heppn- :ir að fara með bæði stigin strax 2 stig, 30:29, en Þór komst aftur yfir 31:30. Leikui’inn var nú mjög jafn, en ÍR hafði held- ur frumkvæði og komst 7 stig yfir mest, en um miðjan síðari hálfleik voru leikar enn jafnir 45:45 og 47:47. Eftir það hafði ÍR forustu til leiksloka, og féllu stigin þannig: 48:47, 50:47, 52:47, 52:49, 52:51, 54:51, 54:52, 57:52, 59:52, 59:54, 60:54, 60:56 og 61:56, en þannig endaði leik- urinn. í síðari hálfleik þjörm- uðu ÍR-ingar mjög að Einari Bollasyni, svo hann gat varla rótað sér, þó tókst honum að skora 16 stig í síðari hálfleik, og 5 síðustu stigin skoraði hann úr vítaköstum. Magnús Jóna- tansson skoraði 10 stig í þess- um leik, en varð að fara út af skömmu fyrir leikslok vegna leikbrota. f körfuknattleik fá menn „villur“ vegna leikbrota, og er sami maður hefur fengið 5 villur verður hann að víkja af leikvelli og fær ekki að koma inn aftur. Áhorfendur voru all-margir og skemmtu sér vel, enda er þetta einn tvísýnasti leikur í körfuknattleik, sem sézt hefur í íþróttaskemmunni. Sv. O. f, — ki/n i *i * 1 _ J Por og KR leir NÆSTI leikur Þórs í íslands ia a laugardag landsmótinu enn sem komið mótinu í körfuknattleik fer er. Ekki er að efa að áhorf- fram n. k. laugardag, 8. febr., endur fjölmenna, og vonandi í íþróttaskemmunni, en KR verður um skemmtilega við- hefur ekki tapað leik í ís- ureign að ræða. ■ - - ■ .JJ TVF.1R GÖNGUMENN FRÁ AKUR EYRI TIL ÆFINGA í SVÍÞJÓÐ I.suður. Þórsarar virtust eitthvað mið ur sín fyrstu mínútur leiksins og skoruðu ÍR-ingar 6 fyrstu stigin, en þá skoraði Þór, og Ibrátt voru leikar jafnir 8:8. Þór komst. yfir 12:10, en ÍR jafnai' og nær 5 stiga forskoti 18:13. Þór tók nú góðan sprett og skor aði Einar hvað eftir annað, og náði Þór 7 stiga forskoti 25:18, en ÍR tókst að jafna þann mun og er leikhlé var gert hafði Þór aðeins 1 stig yfir 29:28. í síðari hálfleik skoraði ÍR TVEIR skíðagöngumenn frá Akureyri, þeir Halldór Matt- híasson og Sigurður Jónsson, sonur Jóns Þingeyings, fóru til Svíþjóðar um sl. helgi, og munu dvelja í Vesterás, vinabæ Akur eyrar, við nám og æfingar í skíðagöngu næsta hálfan mán- uð. Það er ánægjuleg nýbreytni að göngumenn skuli kynna sér íþrótt sína í öðrum löndum, eins og svigmenn okkar hafa gert, og vonandi verður ferð þeii'ra félaga árangursrík fyrir gönguíþróttina í bænum, og' verður vonandi til þess, að ung- ir menn leggja rækt við þessa íþróttagrein, sem hefur verið í miklum öldudal hér í bæ á und anförnum árum. □ Dærndir bíða lengi húsnæðis 3AGT ER, að mjög vanti á það húsnæði, sem dæmdum er ætl- að. En afbrotum fjölgar stöðugt •á landi hér, einkum á höfuð- iborgarsvæðinu. Hið opinbera inefur haft þessi mál til með- terðar undanfarin ár, með það í ouga að bæta þennan húsnæðis skort. Nú er gert ráð fyrir því, að byggt verði 70 manna ríkis- fangelsi að Ulfarsá og eru teikn ingar að verða tilbúnar, en stað arval er löngu ákveðið. Alþingi á eftir að samþykkja pessa ríkisfangelsisbyggingu. Gert er ráð fyrir, að á meðan unnið er að hinni miklu bygg- ingu, verði önnur fangahús stækkuð og endurbætt, m. a. á Litla-Hrauni. í sunnanblaði segir svo um þetta: „í dag er þessum málum þann ig háttað að í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg er rúm fyrir 27 fanga, en þar er húsnæðið algjörlega ófullnægjandi fyrir núverandi starfsemi. Til dæmis er þar einn fimm manna klefi og fjögurra manna klefi og nokkrir tveggja manna klefar. Og eins ig dæmin sanna er fangelsið hvergi nærri mann- helt, ef fangar á annað borð eru staðráðnir í að brjótast út. Á Litla-Hrauni eru 29 fangaklef- ar, allir eins manns. Samtals rúrna því þessi fangelsi aðeins 56 fanga. Um önnur fangelsi er ekki að ræða í landinu. Að vísu eru víða fangaklefar í kaupstöð um, en þeir eru ekki ætlaðir fyrir fanga sem dæmdir eru til lengri vistar. Yfirleitt eru þess- ir klefar ekki ætlaðir hverjum einstökum, sem þangað er stung ið inn, nema til einnar nætur eða svo.“ □ - ÚTHLUTUN FJÁR TIL LISTAMANNA (Framhald af blaðsíðu 8). Thor Vilhjálmsson Þorsteinn Jónsson (Þórir Bergsson) Þorvaldur Skúlason Þórarinn Jónsson 30 þúsund krónur. Agnar Þórðarson Arndís Björnsdóttir Ármann Kr. Einarsson Benedikt Gunnarsson Björn Olafsson Bragi Ásgeirsson Einar Hákonarson Einar Ól. Sveinsson Eyþór Stefánsson Geir Kristjánsson Gísli J. Ástþórsson Guðmunda Andrésdóttir Guðmundur Elíasson Guðmundur Frímann Guðmundur Jónsson Guðmundur Ingi Kristjánsson Gunnar Dal Gunnar M. Magnúss Hafsteinn Austmann Halldór Stefánsson Hallgrímur Helgason Hannes Sigfússon Heiðrekur Guðmundsson Hringur Jóhannesson Ingibjörg Bjömsdóttir Jóhann Hjálmarsson Jóhannes Geir Jón Óskar Jón Nordal Jón Þórarinsson Jórunn Viðar Jökull Jakobsson Karl Kvaran Kristinn Pétursson listmálari Kristján frá Djúpalæk Lárus Ingólfsson Magnús Á. Árnason Ólöf Pálsdóttir Óskar Aðalsteinn Pétur Friðrik Sigurðsson Sigurður Sigurðsson Skúli Halldórsson Stefán Júlíusson Sveinn Björnsson Sveinn Þórarinsson Sverrir Haraldsson listmálari Valtýr Pétursson Valur Gíslason Vetui’liði Gunnarsson Þorgeir Sveinbjarnarson Þorsteinn frá Hamri Þorsteinn Valdimarsson Þórarinn Guðmundsson Þóroddur Guðmundsson Örlygur Sigurðsson. □ Svarfdælir sisraðu INNANHÚSSMÓT Ungmenna- sambands Eyjafjarðar í frjáls- um íþróttum fór fram í íþrótta skemmunni á Akureyri 29. des. sl. Keppt var í þrem flokkum og voru keppendur alls 39. Móts- stjóri var Vilhjámur Ingi Áma- son íþróttakennari, Akureyri. Úrslit: KARLAFLOKKUR. Langstökk án atr. m. Sigurður Viðar, Þ. Sv. A. 3.04 Gylfi Traustason, Þ. Sv. A. 2.92 Baldur Friðleifsson, Sv. 2.87 Þrístökk án atr. m. Sigurður Viðar, Þ. Sv. A. 8.99 Stefán Sveinbj.s., Þ. Sv. A. 8.50 Þóroddur Jóhannss. M. 8,40 Hástökk án atr. m. Sigurður Viðar, Þ. Sv. A. 1.45 Gylfi Traustason, Þ. Sv. A. 1.35 Baldur Friðleifsson, Sv. 1.35 Hástökk með atr. m. Sigurður Viðar, Þ. Sv.A. 1.70 Stefán Sveinbj.s., Þ. Sv. A. 1.60 Jón Eyjólfsson, R. 1.60 Kúluvarp. m. Þóroddur Jóhannsson, M. 12.91, Sigurður Viðar, Þ. Sv. A. 11.74 Brynjólfur Eiríksson, Sv. 10.19 Gestur: Vilhj. Ingi, KA 13.08 Áheit og gjafir TIL HRÍSEYJARKIRKJU LILJA Valdimarsdóttir 2000 kr. Hrefna Víkingsdóttir 400 kr. Anna Sveinsdóttir 500 kr. Ósk Hallsdóttir 300 kr. Ónefnd 200 kr. Baldrún Árnadóttir 100 kr. Ingibjörg Ingimarsdóttir 500 kr. S. S. 400 kr. Esther Júlíusdóttir 250 kr. Alvilda Möller 1000 kr. Ingveldur Gunnarsdóttir 100 kr. Sjómannadagurinn Hrísey 50000 kr. Minningargjöf um Önnu Jónasdóttur frá Jóhanni Jónassyni og fjölskyldu 5000 kr. Sigurgeir Júlíusson og fjöl- skylda 1000 kr. Eygló Ingimars- dóttir 500 kr. Ólafur Þorsteins- son 500 kr. Helga Þorleifsdóttir 3000 kr. Aðrar gjafir. Ryksuga gefin af Elínu Árna- dóttur og Alvildu Möller. Gólf- teppi gefið af Kvenfélagi Hrís- eyjar. Skírnarfontur gerður af Kristjáni og Hannesi Vigfús- sonum, gefinn til minningar um hjónin Valdimar Guðmundsson og Þórdísi Hallgrímsdóttur, af börnum þeirra, tengdabörnum og barnabörnum. Hjartans þakkir. Sóknarnefnd Hríseyjarkirkju. - í rétta átt (Framhald af blaðsíðu 4). iðnaðarstað og skapa nauð- synlegan gjaldeyri. Bænda- samtökin, samvinnufélögin og verkalýðsfélögin eiga hér öll mikilla hagsmuna að gæta. En ullariðnaðurinn er hér tekinn sem dæmi um liina stórfelldu miiguleika. - Atvinnulevsi J (Framhald af blaðsíðu 8). fækkun hreindýranna á síðasta ári kunni að valda því, að þau hafi betri haga á sínum hálendis slóðum. Inflúensa hefur ekki komið til bæja eða þorpa á Austur- landi nema að Eiðum og Hall- ormsstað. Þangað barst hún með skólafólki eftir áramótin, en tekizt hefur að hefta út- breiðslu hennar að mestu. □ K VENN AGREIN AR. Langstökk án atr. m. Anna Daníelsdóttir, Sb. D. 2.34 Þórlaug Daníelsd., Sb. D. 2.27 Þuríður Jóhannsdóttir, Sv. 2.18 Hástökk meða atr. m. Jóhanna Helgadóttir, Sv. 1.35 Þuríður Jóhannsdóttir, Sv. 1.35 Anna Daníelsdóttir, Sb. D. 1.30 Kúluvarp. Kúlan of létt. m. Emelía Baldursdóttir, Ár. 11.74 Þorgerður Guðm.d. M. 10.30 Oddný Snorradóttir, Ár. 10.03 SVEINAFLOKKUR. Langstökk án atr. m. Jens Sigurðsson, R. 2.64 Jón E. Ágústsson, Sv. 2.61 Stefán Stefánsson, Sv. 2.61 Þrístökk án atr. m. Jens Sigurðssori, R. 7.89 Sigvaldi Júlíusson, Sv. 7.67 Jón E. Ágústsson, Sv. 7.64 Hástökk með atr. m. Sigvaldi Júlíusson, Sv. 1.60 Óskar Sigurpálsson, R. 1.55 Jens Sigurðsson, R. 1.50 Hástökk án atr. m. Jóhann Ólafsson, Þ. Sv. A. 1.25 Sigvaldi Júlíusson, Sv. 1.20 Jens Sigurðsson, R. 1.15 Kúluvarp. Kúlan of létt. m. Stefán Stefánsson, Sv. 14.88 Jens Sigurðsson, R. 13.49 Sigvaldi Júlíusson, Sv. 13.13 Telpnaflokkur, 14 ára og yngri. Langstökk án atr. m. Margrét Sigurðardóttir, R. 2.21 Doróþea Reimarsd., Sv. 2.11 Arna Antonsdóttir, Sv. 2.08 Hástökk með atr. m. Þóra Bjarnadóttir, Sv. 1.25 Margrét Sigurðardóttir, R. 1.25 Elva Matthíasdóttir, Sv. 1.20 Kúluvarp, aukagrein. Kúlan of létt. m. Margrét Sigurðardóttir, R. 8.99 Þóra Bjarnadóttir, Sv. 8.99 Doróþea Reimarsdóttir, Sv. 8.25 Stig félaga. Umf. Svarfdæla (Sv.) 61 Umf. Þorst. Svörfður og Atli (Þ. Sv. A.) 42 Umf. Reynir (R.) 33 Umf. Möðruvallasóknar (M.) 12 Umf. Saurbæjarhrepps og Dalbúinn (Sb. D.) 10. Umf. Ársól og Árroðinn (Ár.) 7 Stigahæstu einstaklingar: Karlaflokkur: Sigurður Viðar, Þ. Sv. A. 23 Kvennaflokkur: Anna Daníelsdóttir, Sb. D. 7 Sveinaflokkur: Jnes Sigurðsson, R. 17 Telpnaflokkur: Margrét Sigurðardóttir, R. 8 Sigurvegarar í hverri grein hlutu verðlaunapeninga. □ \TL KAIJPA STAKT SKlÐI, \'östra Polaris, blátt, 1,95 cni. \TL SELJA fóðraða SKÍÐASKO nr. 44. Sími 1-20-35. Vel meðíarinn BARNAVAGN óskast til kaups. Uppl. í síma 2-16-19 eftir 'kl. 7 á kvöldin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.