Dagur - 05.02.1969, Blaðsíða 1

Dagur - 05.02.1969, Blaðsíða 1
LII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 5. febrúar 1969 — 5. tölublað FILMU HÚSIÐ Hafnarslræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJÖSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Skotf æraþ j ófnaður- inn er nú upplýstur SEINT í ágústmánuði sl. sumar var 25 þúsund riffilskotum stol ið úr geymsluhúsi KEA á Odd- eyri. Lögreglan fékk málið þeg- ar til meðferðar. Nú fyrir skömmu fannst þriðjungur þýf- isins og leiddi það til þess, að mest af skotunum fannst á öðr- um stöðum. En fjórir ungir utanbæjarmenn höfðu verið þarna að verki og játuðu þeir einnig fleiri þjófnaði. Ennfrem- ur hafa fleiri þjófnaðir annarra manna, m. a. bæjarmanna, ver- ið upplýstir, svo sem olíu- og benzínþj ófnaðir. (Samkv. viðtali við fulltrúa bæjarfógeta). Sfcrbreyfingar á 0 K E á Dalvík Dalvík 4. febrúar. Verið er að gera miklar breytingar á útibúi KEA á Dalvík um þessar mund Dagleff a o o spurt ÍSLENDINGAR hafa mikinn áhuga á búferlaflutningum til Ástralíu. Eru upplýsingar um landvist og fyrirgreiðslú' ástralskra yfirvalda gefnar á ræðismannsskrifstofu Breta í Reykjavík. Segir ræðismaður- inn, að íslendingar spyrji dag- lega um möguleika til Ástralíu- ferða og sumir hafa ekki látið sitja við orðin tóm í því efni. □ ir. Aðalverzluninni verður nú skipt í deildir á nýtízkulegan hátt. Sérskilin verður vefnaðar vörudeild og svo nýlenduvöru- deild, sem annast um leið verk- efni núverandi kjötbúðar og mjólkurbúðar. Þá verður ný- lenduvörukjörbúð og bygginga vörudeildin á að svara til Bygg- ingavörudeildar KEA á Akur- eyri. Sú deild verður í nýbygg- ingu þar sem áður var pakk- hús. Allra þessar breytingar verða væntanlega búnar í marz. Nýr verzlunarstjóri hefur og verið ráðinn hingað, Kristján Ólafs- son kjörbúðarstjóri á Akureyri. Þá er þess að geta, að hinar nýju deildir verða í nánari tengslum við samsvarandi aðal- deildir KEA á Akureyri og fá vörur sinar þaðan, nema þunga (Framhald á blaðsíðu 5) Verið að skipa nær 33 þús. Heklu-peysum út á Rússlandsmarkað. — Sjá nánar í leiðara. Hvers á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri að gjalda? Á SÍÐASTA fundi bæjarráðs Akureyrar var eftirfarandi sam þykkt: „Bæjarráð Akureyrar fer þess eindregið á leit við daggjalda- nefnd sjúkrahúsa, að ákvörðun um daggjöld Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri verði breytt í samræmi við kröfur stjórnar sjúkrahússins. Á ráðstefnu ungra Framsóknarmanna. (Ljósm.: G. P. K.) Telur bæjarráð að ella sé grundvelli kippt undan eðlileg- um rekstri sjúkrahússins.“ Sérstök nefnd ákvarðar sjúkrahúsum landsins daggjöld. Fyrir jólin ákvað nefndin dag- gjöldin fyrir árið 1969. Kom þá í Ijós, að skertur er hlutur Fjórðungssjúkrahússins á Akur eyri, er því sjúkrahúsi var skip að á bekk með mun verr bún- um sjúkrahúsum í gjaldflokki, er ekki geta veitt þá þjónustu, sem hér er unnt að veita. Daggjöldin voru ákveðin 760 krónur í þessum flokki. Til við- miðunar getum við svo tekið sjúkrahúsin í Reykjavík. Dag- gjöld á Landsspítalanum eru 1600 krónur og 1500 krónur í Borgarsjúkrahúsinu. í þeim sjúkrahúsum er að sjálfsögðu hægt að annast fullkomnari þjónustu en á Akureyri, en munur daggjalda er þó langt of mikill. Nefnd sú, er ákveður dag- gjöld í sjúkrahúsum, á að miða þessi gjöld við eðlilegan rekst- urskostnað — miðað við hag- kvæman rekstur og þá þjón- ustu, sem þau geta í té látið. Samkvæmt síðara atriðinu er flokkunin röng og má færa að því sterk rök. Manni sýnist, að verið sé að „refsa“ Fjórð- ungssjúkrahúsinu hér, fyrir það, að hafa hagað rekstri sín- um skynsamlegar en víða ann- arsstaðar. Þetta er óþolandi sjónarmið. sem verður að endur skoða. Til dæmis um óviðunandi mis munun er, að daggjöld á fæð- ingardeild Landsspítalans eru 1100 krónur og á fæðingar- heimili Reykjavíkur 1000 kr. Á Akureyri eru daggjöld sængur- kvenna ákveðin 760 krónur. Manni verður ósjálfrátt á að spyrja: Hvers á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri að gjalda? □ LÁNSÖFLUN til þjóðvegar BÆJARRÁÐ hefur lagt til við bæjarstjórn Akureyrar, að hún fari þess á leit við ríkisstjórn- ina, að við gerð vegaáætlunar fyrir 1969—1972 verði gert ráð fyrir lánsfjáröflun til lagningar þjóðvegar um Akureyri (sam- kvæmt reglugerð nr. 44 frá 1965). Verði aflað 53 millj. kr. láns til þessara framkvæmda, til ráðstöfunar 1969 og 1970. Ennfremur samþykki bæjar- stjórn að fara fram á við ríkis- stjórnina, að Akureyri verði, á greiðslutíma láns þessa, úthlut- að aukaframlagi til lagningar þessa vegar, þannig, að framlag til bæjarins hrökkvi til greiðslu afborgana og vaxta af nefndu láni. □ Ráðstefna um atvinnumál á veg- um ungra Framsókiiarmanna Á SUNNUDAGINN hélt Sam- band ungra Framsóknarmanna fund á Hótel Varðborg á Akur- eyri um atvinnu- og efnahags- mál. Hófst hann kl. 2 e. h. Formaður Félags ungra Fram sóknarmanna á Akureyri, Hákon Eiríksson, setti fundinn og stjórnaði honum. Gestur fundarins var Stefán Reykjalín, formaður atvinnumálanefndar Akureyrar. Frummælendur voru: Björn Teitsson, ritari SUF, Hákon Hákonarson, vélsmiður, Svavar Ottesen, prentari, Hjörtur Eiríksson, ullarfræðingur, Daní el Halldórsson, verzlunarmaður og Stefán Reykjalín. Umræður urðu miklar að loknum ræðum frummælenda og þótti fundurinn takast vel. Fundinn sóttu 40—50 manns. (Frauuhald á blaðsíðu 7) LAXNESS ENN TILKYNNT hefur verið, að skáldinu í Gljúfrasteini, Hall dóri Laxness, hafi verið veitt Sonning-verðlaunin, sem Kaupmannahafnarháskóli veitir og margir frægir menn hafa áður hlotið. Mun skáld- ið veita verðlaununum, sem eru rúm hálf önnur millj. ísl. HEIÐRAÐUR króna, viðtöku í Kaupmanna höfn 19. apríl. Sonning-verðlaunin eru árlega veitt manni fyrir þýð ingarmikinn skerf til evrópskrar menningar. Hef- ur íslenzka skáldinu því mikill sómi verið sýndur með verðlaunaveitingunni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.