Dagur - 05.02.1969, Blaðsíða 7

Dagur - 05.02.1969, Blaðsíða 7
^Ráðstefna ungra (Framhald af blaðsíðu 1), í lok fundarins var borin upp og samþykkt eftirfarandi álykt- un, samhljóða: ALYKTUN UM ATVINNUMÁL I. Ekki er fjarri lagi að telja, að neyðarástand ríki nú í atvinnu- málum þjóðarinnar. Tala at- vinnuleysingja á landinu er komin a. m. k. upp í 4000, og fjöldi atvinnufyrirtaekja hefur stöðvazt eða er á barmi gjald- þrots. Þess verður að krefjast, að þegar í stað verði stefnt að útrýmingu atvinnuleysisins með því að fullnýta þau atvinnu tæki, sem til eru í landinu. Framsóknarm. Fundurinn vill í þessu sam- bandi einkum benda á eftirfar- andi: 1. Fiskiskipaflotinn verði full nýttur til hráefnisöflunar, m. a. með því a, hefja bolfiskveiðar á síldarskipunum og koma sjó- færum togurum á veiðar til löndunar hér heima. 2. Iðnaðinn verður að styrkja með auknu rekstrarfé, sem einkum ætti að renna til líf- vænlegra og vel rekinna fyrir- tækja. Innlendum iðnaði verður að tryggja Stóraukna hlutdeild í innanlandsmarkaðnum, m. a. með lækkun tolla á aðfluttum hráefnum. Oæskilegt er að leita til erlendra aðila um fram- kvæmd verkefna sem er þjóð- Stór-útsala Þriðjudaginn 4. febrúar hófst útsala á margs- konar barnafatnaði, kjólaefnum og' m. fl. MIKIL VERÐLÆKKUN. VerzL RÚN Þökkum börnum, tengdabörnum, barnabörnum * svo og öðrum œttingjum og vinmn hlýjar kveðj- ® ur og gjafir i tiíefni gullbrúðkavps okkar 1. febr. f síðastliðinn. 9 GUÐRUlV ANDRÉSDÓTTIR. BERGUR BJÖRNSSON. I i Móðiii okkar. RÖSFRÉÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, sem andaðist 29. janúar s. 1., verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 6. febrúar kl. 13.30. Guðrún Halldórsdóttir, Ingibjörg Halldórsdóttir, Lára Halldórsdóttir, Stefán Halldórsson. Faðir okkar, GUÐMUNDUR BJÖRNSSON, andaðist að Kristneshæli 2. febrúar. Jarðarförin fer Iram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 11. lebr. n. k. kl. 2 e. h. líjörn Guðmundsson. Sigurgeir Guðmundsson. Dóttir okkar LINDA andaðist 25. janúar s. 1. Jarðar-förin liefur farið fram. Innilegustu þakkir til lækna og starfsfólks barna- deildar Fjórðungssjúkraihússins á Akureyri. Sjöfn Óskarsdóttir. Njáll Bergsson. Innilegustu þakkir til allra þeirra, er sýndu samúð og vinarhug við fráfall og útför litla drengsins míns, ÞORMÓÐS SVANLAUGSSONAR, Rauðumýri 12. Guð blessi ykkur öll. Fyrir mína Itönd og annarra vandamanna, Rannveig Þormóðsdóttir. Þök'kum hjartanlega auðsýnda samtið og vinar- hig við andlát og jarðarför, DAVÍÐS SIGURÐSSONAR, Dalvík. Einnig færum við læknum og hjúkrunarliði á Fjórðungssjtikrahúsinu á Akureyri innilegustu þakkir fyrir sérstaka umönnun í veikindum lians. Systkinin. hagslega hagkvæmt að vinna hér heima. 3, Hefjast verður handa um byggingaframkvæmdir á veg- um hins opinbera til að stemma stigu við atvinnuleysinu. Finna verður byggingasjóði nýjan tekjustofn, þannig' að ljúka megi þegar höfnum íbúðabyg'g- ingum. II. Þess verður að krefjast, að gerð Norðurlandsáætlunar verði mjög hraðað, enda hefur þegar verið tilkynnt um að feng izt hafi stórlán til hennar, en enginn virðist vita til hvers það fé eigi að renna. Um þetta verða að fást skýr svör, þegar er Alþingi kemur saman að nýju. Ljóst er, að íslendingar verða þegar að stefna að fullnýtingu íslenzkra hráefna innanlands með því að koma á fót nýjum iðngreinum. Má hér benda á frumkvæði samvinnufyrirtækj - anna norðanlands. Koma þarf upp nýjum iðnfyrirtækjum ekki síður norðanlands en fyrir sunn an, og skal í því sambandi bent á, að stóriðjufyrirtæki ættu ekki að hafa lakari vaxtarskil- yrði nyrðra, þar eð góð aðstaða er til stórvirkjana. III. Ljóst er, að ríkisstjórnin hef- ur brugðizt því hlutverki að taka raunhæfa forystu um fram tíðarlausn erfiðleika atvinnu- veganna. Vara verður við trú á bráðabirgðaúrræði eða frek- ari happdrættisvinninga. Fram- tíðaruppbygging íslenzkra at- vinnuvega þarf þegar að hefjast með virkri samvinnu alþýðu- samtakanna, atvinnurekenda og sérfræðinga undir markvissri forystu ríkisvaldsins. Jafnframt er það algert frumskilyrði, að öll framtíðarstjórn atvinnulífs- ins verður að vera í höndum landsmanna sjálfra. □ mtmmw Tveggja herbergja ÍBÚÐ-TIL LEIGU. Uppl. í síma 1-19-55 eftir hádegi. TIL SÖLU SON Y- FERÐAÚTVARP Uppl. í síma 1-27-50. FROSKMENN! Til sölu er háþrýstidæla (Bauer K. 13 E.) 3ja þrepa, dælir 50 1- á mínútu. Nánari uppl. geíur Jón Samúelsson, sími 1-20-50 eða 1-11-67, Akureyi i. HJÓNARÚM TILSÖLU. Upplýsingar í síma 1-26-48. milli kl. 7-8 á kvöldin. TIL SÖLU Varahlutir í FORD-VEDETT, árgerð 46—’49. — V 8 mótor, stýrisgangur o. £1. Uppl. á Bíla- og vélasöl- unni, sími 1-19-09. I.O.O.F. — 15027811! MESSAÐ verður í Akureyrar- kirkju n.k. sunnudag kl. 2 e.h. Sálmar: 131 — 431 — 419 — 428 — G87. — B. S. LÖGMANNSHLÍÐARKIRKJA Messað á sunnudaginn kl. 2. Biblíudagur. Sálmar nr. 500 — 131 — 119 — 425 — 687. Tekið á móti gjöfum til biblíu félagsins. Bílferð úr Glerár- hverfi. — P. S. MÖÐRU V AIXAKL AUSTURS - PRESTAKALL. Bamaguðs- þjónusta vei'ður að Glæsibæ n. k. sunnudag, 9. febrúar, og hefst kl. 2 e. h. — Sóknar- prestur. SUNNUDAGASKÓLI Akur- eyrarkirkju verður n. k. sunnudag kl. 10.30 f. h. i kirkj unni og kapellunni. Öll börn hjartanlega velkomin. — Sóknarprestar. KRISTNIBOÐSHÚSIÐ ZION. Samkoma sunnudag 9. febr. kl. 8.30 e. h. Ræðumaður Guð mundur Ó. Guðmundsson og Jón Viðai' Gunnlaugsson. — Allir velkomnir — Sunnu- dagaskóli kl. 11 f. h. Öll börn velkomin. SUNNUDAGASKÓLI Glerár- hverfis í skólahúsinu kl. 1.15 n. k. sunnudag. Öll börn vel- komin. DRENGIR. Verið velkomnir á drengjakvöld að Sjónarhæð n. k. mánudagskvöld kl. 5.30. Sýndar verða litmyndir. Allir drengir velkomnir. ALMENNUR safnaðarfundur verður haldinn í Munkaþver- árkirkju sunnudaginn 9. febr. n. k. að aflokinni guðsþjón- ustu. — Sóknarnefndin. efni: Æ.F.A.K. Fundur verð ur í Stúlknadeild í kvöld (miðvikudags- kvöld) kl. 8. Fundar- Helgistund, 4. sveit sér skemmtiefni, kvikmynd og veitingar. — Stjómin. BRÚÐHJÓN. Hinn 25. janúar sl. voru gefin saman í hjóna- band í Möðruvallakirkju í Hörgárdal, ungfrú Ingibjörg Kjai'tansdótth' og Gestur Bjömsson húsasmíðanemi. — Heimili þeirra verður að Helgamagrastræti 50, Ak. I.O.G.T. stúkan Brynja nr. 99. Fundur fimmtudaginn 6. febr. kl. 9 e. h. í Alþýðuhúsinu. Fundarefni: Vígsla nýliða, ??, önnur mál. — Æ.t. ÉFRÁ SJÁLFSBJÖRG. Þriðja spilakvöld verð ur fimmtudaginn 6, febr. n. k. kl. 8.30 e. h. Mynd á eftir. — FRÁ SJÁLFSBJÖRG. Föndrið hefst mánu- dagskvöldið 10. febrú- ar. — Föndurnefndin. /fó, FRÁ SJÁLFSBJÖRG. Á r s h á t í ð félagsins jl ÍÉJj verður haldin í Bjargi Lugardaginn 8. febr. *----og hefst kl. 8 síðdegis. Að þessu sinni verður þorra- matur á borðum. Mörg skemmtiatriði og góð músik. Miðar eru seldir hjá Karli Stefánssyni í Electro Co. til fimmtudagskvölds kl. 6. Allir þeir sem áhuga hafa á að skemmta sér með Sjálfsbjörg eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Aðgangseyrir er kr. 250. — Sjálfsbjörg. LIONSKLÚBBURINN HUGINN. — Fundur fimmtudaginn 6. febr. kl. 12 að Hótel KEA. — SKOTFÉLAGAR. Æfing á föstu daginn kl. 8.15 til 9.15. Ath. breyttan æfingatíma. GE Y SISKONUR minna á barnaskemmtun n. k. sunnu- dag. Sjá auglýsingu á öðrum stað í blaðinu. SLYSAVARNAKONUR, Akur eyri. Munið fundinn í Bjargi kl. 8.30 í kvöld (miðvikudag). — Stjórnin. Æ.F.A.K. ALLAR DEILDIR. Skemmtikvöld verður haldið í Lóni laugardagskvöldið 8. febrúar kl. 8.30 stundvíslega. Happdrætti, bögglauppboð og fjölbreytt skemmtiatriði. — Heimsfrægar hljómsveitir spila fyrir dansi. Veitingar. Aðgangseyrir aðeins kr. 35. Aðeins fyrir félaga úr ÆFAK — Stjórnin. »o<><x»QQooðooðeff»ððð!xyy}«}0 mmmmm TIL SÖLU Moskovitsj, árgerð 1963. Verð 55 þúsund. Skipti á Rússajeppa koma til greina. Uppl. í síma 1-22-70. Ragnar Elísson. VOLKSWAGEN Árgerð 1958-1962, vel með farinn óskast TIL KAUPS. Uppl. í síma 1-24-52, — milli kl. 5.30 og 6.30 e.h. Góð útborgun. Auglýsingasíminn er 1-11-67 SLYSAVARNADEILD kvenna, Akureyri, sendir bæjarbúum hjartans þakkir fyrir ágæta þátttöku í fjáröflun sl. sunnu dag. Sérstaklega þökkum við öllum þeim, sem lögðu fram skemmtikrafta og yfirleitt alla veitta aðstoð. — Slysa- vai'nadeildin. SEXTUGUR er í dag Árni M. Rögnvaldsson kennari við Barnaskóla Akureyrar. Hann hefur verið vinsæll og dug- legur kennari í þi-játíu ár og munu margir nemendur hans minnast hans með þakklæti á þessum tímamótum. Árni er að heiman í dag. Leikfélag Akureyrar SÚLU TDAI 1- 1IA IKUI sýningar ■LID miðvikudag og fimmtudag kl. 8 e. h., — laugardag og sunnudag kl. 3.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.