Dagur - 05.02.1969, Blaðsíða 5

Dagur - 05.02.1969, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. í rétta átt FYRIR rúmum aldarfjórðungi setti berklasjúklingur, nýkominn af Krist neshæli, upp litla prjónastofu í kjall ara einum á Akureyri, án viðhafnar. Vélakosturinn var tvær handprjóna- vélar, sem góður maður lánaði. Prjónavörumar seldust jafnóðum, fyrirtækið stækkaði ört og fjölgaði starfsgreinum og starfsfólki. Sam- bandið keypti fyrirtækið, er það hafði sýnt ágæti sitt, framkvæmda- stjórinn er sá sami og í upphafi. Hann heitir Ásgrímur Stefánsson en fyrirtækið Fataverksmiðjan Hekla, og er það nú á hvers manns vörum vegna þess útflutnings, sem það hef- ur með höndum. Þar vinna nú 140 manns og á nokkrum undanförnum árum hefur það selt peysur úr ís- lenzkri ull til Sovétríkjanna fyrir 300 milljónir króna, miðað við nú- verandi gengi krónunnar — án þess nokkru sinni að hafa fengið útflutn- ingsbætur eða ríkisstyrk. Auk þessa er svo salan innanlands og fram- leiðsla og sala á 50 þúsund flíkum af hverskonar vinnufatnaði og kulda- úlpum. Á yfirstandandi ári selur verksmiðjan ullarpeysur til Sovét- ríkjanna fyrir 68 milljónir króna og var á mánudaginn verið að flytja fyrstu sendinguna um borð í Dísar- fell, sem hér lá við bryggju. Fataverksmiðjan Hekla vitnar um þrotlausan dugnað framkvæmda- stjórans og um hæfni og atorku iðn- verkafólksins. Framleiðsluvörur hennar í prjónadeild bera íslenzku ullinni gott vitni, en hún hefur meira slitþol en önnur ull, er mjög hlý og hrindir vel frá sér vatni. Þess- ar útfluttu og eftirsóttu prjónavörur úr hinu innlenda liráefni, minna ennfremur á, að af þeim 8—900 vor- reifum ullar, sem íslenzki fjárstofn- inn skilar ár hvert, er þriðjungurinn enn fluttur úr, sem verðlítið hráefni fyrir útlendar hendur að vinna verð- mætar vörur úr. Slíku mega íslend- ingar ekki una. íslenzki fjárstofninn skilar einnig árlega fast að milljón gærum. Þær eru saltaðar og fluttar út að fjórum fimmtu hlutum. Iðnaðarmenn ann- arra landa vinna úr þeim verðmikl- ar vörur og má þar minna á hinar eftirsóttu, fögru, léttu og hlýju loðkápur úr íslenzku gærunum. Sennilegt er, að þótt ullariðnaður- inn búi yfir miklum iðnaðarmögu- leikum, sem enn eru aðeins nýttir að nokkru, séu enn stærri verkefni fyrir hendi í skinnaiðnaðinum. Stórauk- inn iðnaður búvara er bezta atvinnu trygging bændastQttarinnar, auk þess að veita kærkomna atvinnu á (Framhald á blaðsíðu 2) \~Ý7 V bóndi á Hæringsstöðum. IN MEM0RIAM FÁAR SVEITIR þessa lands eru umluktar þvílíkri röð tign- arlegra fjalla sem Svarfaðardal ur og þó allra helzt framhluti hans, eftir að hann sveigir til vesturs, um það bil sem Urða- sókn hefst. Ef nokkurstaðar er réttmæli að líkja fjöllum við risa á verði um byggð mann- anna, þá er það hér. Skjöldur- inn, Hnjótafjallið, Skeiðsfjallið, Hæringsstaðahyman, Kerling- in, eru nöfn nokkurra þeirra risa, sem standa vörð um þenn- an sveitarhluta. Og hvort sem það má þakka þessari varð- stöðu fjallanna eða einhverju öðru, þá er það víst, að í skjóli þeirra hefur þessi byggð varð- veitzt og dafnað með mestu prýði „í umróti liðinna ára“, sem svo grátt hefur leikið ýms- ar aðrar byggðir, þar sem nátt- úrugæði virðast þó vera ríku- legri heldur en í þessari land- litlu afdalabyggð. Hæringsstaðahyrnan er eitt hið allra tígulegasta og form- fegursta fjall við Eyjafjörð, snarbratt, himingnæfandi þrí- hyrningur milli Búrfells- og Grýtudala. Undir þessu fjalli standa tveir bæir, Búrfell og Hæringsstaðir. Á síðarnefnda bænum hefur hönd dauðans nú gripið inn í líf fjölskyldunnar, óvænt og harka lega. Húsbóndinn, Árni Jóns- son, andaðist að morgni sunnu- dagsins 26. janúar. Hann hafði tekið að kenna verkjar í höfði skömmu fyrir áramótin, og veik in ágerzt smátt og smátt, unz hann var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri, en þar dó hann á fjórða degi. Fráfall Áma á Hær ingsstöðum á fertugasta og níunda aldursári er hönnulegt áfall, ekki einasta fyrir hans stóru fjölskyldu, heldur einnig fyrir sveitarfélagið allt, sem með honum hefur misst einn sinn mætasta liðsmann. Árni Jónsson var fæddur á Hæringsstöðum 29. maí 1920, næstelztur af bömum hjónanna Lilju Árnadóttur, d. 1961, og JónS Jóhannessonar, sem enn dvelst á Hæringsstöðum, maður á niræðisaldri. Hann var sonur hjónanna Jónínu Jónsdóttur og Jóhannesar Sigurðssonar, sem þar bjuggu fyrstu tvo tugi ald- arinnar, og er út af þeim kom- inn mildll ættbogi ágætis manna og kvenna, sem mjög hafa komið við sögu í Svarfaðar dal og á Dalvík síðustu áratug- ina. Árni Jónsson dvaldi heima á fæðingarstað sínum nálega alla ævi að frátöldum námsvetrum sínum í Hólaskóla 1942—43 og sumrinu þar á milli. Til Hóla hafa fjölmargir af beztu bænd- um Svarfaðardals sótt nota- drýgsta veganestið til lífsgöngu sinnar, faglega menntun, víkk- aðan sjóndeildarhring og félags legan þroska. Hefur svo verið heila öld og lengur þó. Nokkrir- þeirra hafa líka sótt þangað konuefni sitt, og virðist sá ráða hagur hafa gefið góða raun undantekningarlaust. Þannig eru nú fimm skagfirzkar hús- freyjur á svarfdælskum bæjum. Einn þessara manna var Árni á Hæringsstöðum. Kona hans varð Bergþóra Stefánsdóttir bónda á Hrafnhóli í Hjaltadal. Bræður hennar eru Guðmund- ur bóndi þar og Þórður bóndi á Hofi í Hjaltadal. Þau Árni og Bergþóra tóku við búi á Hæringsstöðum árið 1944 og hafa búið þar síðan. Böm þeirra eru tíu talsins, tveggja til tuttugu og fimm ára að aldri. Lengi vel bjó Árni í félagi með bræðrum sínum, fyrst með Þórami, nú bónda á Bakka, en síðan með Sveini mjólkurbílstjóra, sem lézt af hjartaslagi árið 1965, rúmlega fertugur, og Torfa, sem nú býr á Dalvík. Siðustu fjögur árin hefur Árni búið einn á jörðinni. Á þeim fjórðungi aldar, sem þau hafa búið Ámi og Berg- þóra, hefur mikil saga gerzt á Hæringsstöðum. Sú saga á sér að vísu hliðstæður í sveitum um land allt, en á Hæringsstöð- um hefur hún verið ævintýri líkust, svo algjör eru stakka- skiptin orðin á þessari dalajörð. Hæringsstaðir var aldrei talin í röð betri jarða, að fornu mati jafnvel ekki á svarfdælskan mælikvarða þar sem jarðir voru þó örsmáar og eru það raunar enn að landstærð. Árið 1944, fyrsta búskaparár þeirra bræðr anna, settu þeir á vetur sex nautgripi og áttatíu og átta sauð kindur, og mun jörðin hafa ver ið talin fullsetin, eins og ástand hennar var þá. Síðastliðið haust setti Árni hins vegar á 23 naut- gripi og réttar 200 sauðkindur. Þessar tölur tala nægilega skýru máli um ræktun lands á Hæringsstöðum þessi árin. Þó munu kunnugir taka meira til þess, sem gerzt hefur þar í hús- byggingarmálum. Það er skemmst frá því að segja að húsakynni eru þar öll eins og bezt gerist við Eyjafjörð, bæði íbúðarhús og útihús. Af fram- ansögðu má ljóst vera, að ekki hefur Árni bóndi alltaf setið auðum höndum þann aldar- fjórðung, sem honum gafst til að vinna ævistarf sitt, og hafa fáir svarfdælskir bændur ávaxt að pund sitt með meiri glæsi- brag, og er því þó ekki gleymt, að fleiri lögðu þar hönd á plóg- inn. Árni var ekki einasta atorku- samur bóndi og framkvæmda- maður á jörð sinni. Hann var líka prýðilegur félagsmálamað- ur. Frá unga aldri fékk hann þjálfun í félagsstörfum í ung- mennafélaginu Atla, sem unga fólkið frammi í dalnum stofnaði upp úr 1930. Ámi unni þessu félagi og vann því allt sem hann mátti alla tíð. Hann hafði yndi af að starfa að almennum vel- ferðarmálum sveitarfélagsins og hafði í ríkum mæli bæði hæfni og vilja til að fást við slíkt. Og hann naut í stöðugt vaxandi mæli trausts sveitunga sinna, sem fundu að hinum þýðingar- mestu málum var vel borgið í höndum hans. Hann starfaði í (Framhald af blaðsíðu 8). urn áhuga til matvælaiðnaðar, hafa enda fengið sýnishom til reynslu. Útflutningsverðmæti loðnu- mjöls á síðasta ári var um 70 millj. kr. og á þrem síðustu ár- um hefur loðnulýsi verið selt út fyrir 35 millj. kr. samtals. Síldarverksmiðjur hérlendis eru tilbúnar að taka á móti loðnuafla. En ýmsir telja, að bræðsla loðnu til mjöls og lýsis sé mikil verðmætasóun, því þessi litli og litfagri fiskur sé hin ljúffengasta fæða niðurlögð. En á meðan matvælaiðnaður okkar er enn á því frumstigi, sem hann er, fögnum við að sjálfsögðu miklum og væntan- legum afla og sættum okkur við sjónai-mið hi'áefnisöflunarinnar. tveimur hreppsnefndum Svarf- aðardals m. a. sem fjallskila- stjóri, en það er talið nokkuð vandasamt starf og æði erfitt að vinna það svo öllum líki. En Árni leysti það af hendi með ágætum. Þá var hann síðastlið- in sex ár í stjórn Búnaðarfélags Svarfdæla og Ræktunarsam- bandi Svarfdæla og gegndi all- an tímann langmikilvægasta hlutverkinu, þ. e. gjaldkerastöð unni. Undirritaður kynntist Árna bezt í þessum samtökum og lærði að meta hann að verð- leikum. Áhugi hans og ósér- hlífni var frábær og hann átti drjúgan þátt í að gera Rækt- unarsambandið að tiltölulega styrku fyrirtæki fjárhagslega á tímum sem systurfélög þess sum hver hafa átt mjög í vök að verjast. Slíkir menn eru bráðnauðsynlegir í hverjum fé- lagsskap ef honum á vel að farnast. Nú þegar starfsdagur Áma á Hæringsstöðum er á enda, syrgja sveitungar hans mikils metinn samferðamann og ágæt- an félaga. Og þótt dagurinn væri stuttur er engin hætta á að Árni gleymist Svarfdæling- um. Minningin um samveru- stundirnar lifir með þeim, sem með honum voru við leik og við störf. Og verk hans heima á Hæringsstöðum munu tala til komandi kynslóða sínu þögla en skýra máli um framtak hjón- anna, sem þar bjuggu fyrsta aldarfjórgung hins endurreista íslenzka lýðveldis. En umfram allt mun bamahópurinn þeirra tryggja það, að nafn hans fær ekki að gleymast, því ef dæma má af fenginni reynslu af þrem ur kynslóðum þeirra Hærings- staðamanna, þá má örugglega vænta þess, að börn þeirra og barnaböm eigi eftir að taka mikinn og góðan þátt í svarf- dælskri sögu á komandi árum og öldum. Ámi Jónsson var jarðsettur í Urðakirkjugarði laugardaginn 1. febrúar. Það er óhætt að full- yrða, að allir Svarfdælingar, bæði í dalnum og við sjóinn, munu vilja senda innilegustu samúðarkveðjur heim að Hær- ingsstöðum til ekkju Árna, föð- ur hans og barnanna svo og til systkina hans og annarra vanda manna. Og bændur dalsins sér- staklega félagar hans í Búnaðar félagi Svarfdæla, munu lengi hugsa til hans með þakklátum huga. Hjörtur E. Þórarinsson. Súlutröllið, leikari Marinó Þor- Huldukonan, sem Guðlaug Her Dverginn leikur Árni Valur steinsson. mannsdóttir leikur. Viggósson. (Ljósm.st. Páls) Súlutröllið skemmtir börnunum LEIKFÉLAG AKUREYRAR frumsýndi annað verkefni sitt á þessu ári síðasta fimmtudag í Samkomuhúsinu. Það var sjón- leikurinn Súlutröllið eftir Indriða Úlfsson skólastjóra Odd eyrarskóla. Leikstjóm annaðist Ragnhildur Steingrímsdóttir. Birgir Helgason kennari samdi tónlistina, en Hljómsveit Ingi- mars Eydals annaðist músikina og Aðalsteinn Vestmann málaði leiktjöld. Það má með sanni segja, að verkið sé eins norðlenzkt og framast er unnt og flutningur þess. Höfundurinn, Indriði Úlfs son, er Þingeyingur, en hefur starfað um árabil á Akureyri, sem kennari og síðan skóla- stjóri. Hann mun vera vel pennafær, eins og margir frænd ur hans, og er þess skemmst að minnast, að nýlega kom út barnabók eftir hann og hlaut hún góðar viðtökur. Einnig hef ur hann skrifað marga leikþætti fyrir börn, er æfðir hafa verið Á AÐ BANNA SÖI.l SÍGARETTA? SKAÐLAUSAR sigarettur eru ekki til og munu ekki verða til í náinni framtíð, segir Sir George Godber forstjóri „Medi- cal Officer of the Minestry of Health“ í heilbrigðisskýrslum sínum fyrir árið 1967, sem ný- lega hafa verið birtar. í skýrslum þessum er frá því skýrt, að í Stóra-Bretlandi deyi fjórum sinnum fleiri úr lungna krabba en vegna umferðarslysa. Réttast væri að banna blátt áfram sigarettur, segir Sir George, þá neyddust reykinga- menn til að snúa sér að pípunni eða reykja vindla. Samtals falla í valinn 50000 menn á ári af völdum sigarettu- reykinga. Væru sigarettur bannaðar myndi þessi tala dauðsfalla lækka í 5000. Vinnutap vegna sjúgdóma í sambandi við mikl- ar reykingar er svo geysilegt, að ekki verður tölum talið. Sir George hefur heldur enga trú á sigarettusíum, því að fólk, sem reykir slíkar sigarettur, reykir að jafnaði meira en ella. Ástæðan fyrir því, að fleiri lungnakrabbasjúklingar eru í Englandi en nokkru öðru landi stafar fyrst og fremst af því, að Bretar reykja sigarettur meðan unnt er að halda um stubbinn. (Eftir norska blaðinu Folket) Áfengisvamaráð. og sýndir í skólunum. Súlutröllið er barnaleikrit og byggt á þjóðsögum, þar sem mikill tröllkarl, púkar hans og dvergur mynda einskonar sam- fylkingu annars vegar en huldu kona, mennsk börn og ungur maður aðra. Baráttan um gull og baráttan milli ills og góðs er hörð en ekki hrottaleg. Börnin fylgjast strax vel með og lifa sig svo inn í atburðina á leiksvið- inu, að þau geta ekki orða bund ist og taka þannig á sinn hátt þátt í sýningunum. Leikurinn gerist í Súlufjalli. Ýmislegt sýnist mér benda til þess, að höfundur muni síðar fást við stærri verkefni. Marinó Þorsteinsson leikur tröllkarlinn af þrótti og mynd- ugleik. Guðlaug Hermannsdóttir leik ur huldukonuna góðu af mikilli hæversku og þokka. Ámi Valur Viggósson leikur dverginn fjörlega. Jón Símon Karlsson leikur unga manninn, er gullið girnist í hellinum og varð þar fangi. Jóna Guðmundsdóttir og Svanfríður Ingvadóttir leika ungmeyjar og þess utan eru púkar, einnig leiknir af börn- um. Bömin hafa dæmt sjónleik- inn Súlutröllið og gefið því góða einkunn. Fyrir þau er leikurinn gerður og sýndur í ævintýra- legum búningi að gerð og upp- setningu. Ég held við fáum ekki sanngjamari dóm en þann, sem börnin hafa þegar kveðið upp. En þakka vil ég sérstaklega, að í þetta sinn er allt norðlenzkt í okkar norðlenzka leikhúsi. E. D. - Loðnan í Noregi f HVAMMI, félagsheimili skáta, Hafnarstræti 49, býður þessi vistlegi salur eftir því, að bæjar- búar notfæri sér liann til allskyns fundar- og gleðskaparhalda. Salurinn er þægilegur fyrir 60 manns. f kjallara hússins er ennfremur aðstaða til ljósmyndagerðar og margskonar námskeiða. Upplýsingar gefur Dúi Björnsson, sími 12517. (Ljósmyndastofa Páls) Kristín Steinsdóttir Gook ELSKU Kristín mín Steinsdótt- ir Gook! — Það hefur dregist lengur en skyldi að minnast þín með nokkrum orðum, vin- kona! — Það var mjer þó bæði Ijúft og skylt, svo löng og ljúf voru okkar kynni — eða nær 60 ár. — Kristín var um margt sjerstakur og stórmerkur per- sónuleiki. — Það er margt merkilegt fólk í þeirri ætt. Jeg kynntist bæði foreldrum hennar og systkinum. Kristín var hjá mjer í Barna- skóla Akureyrar 1908—1911. (Mynd af henni í hóp fullnaðar- prófs barna birtist í „Hlín“ (Eft irhreytunum) 1967 bls. 141, ann ari röð til hægri, bak við kenn- ara). —- En kynni okkar urðu mest á heimili Arthurs Gooks, trúboða á Sjónarhæð. Það voru næstu nágrannar okkar mæðgna. Jeg las stundum „Norð urljósið“ yfir fyrir Mr. Gook, setti upp að hann kenndi mjer ensku í staðinn, og það er sá besti kennari, sem jeg hef haft. Á þessu heimili var Kristín áratugum saman, fyrst barn- fóstra, síðar ráðskona, eftir að frú Gook fluttist með börnin til Englands til náms. Kristín stund aði mikið vefnað á þessum ár- um, einnig jurtalitun, og þá ekki síður garðyrkju, hæfileikarnir voru svo fjölþættir. Allt færði hún til betri vegar á Sjónarhæð, lagði allt í sölurnar fyrir heim- ilið: Seldi vefnað og blóm: Keypti miðstöð, kom upp bað- húsi, þvottavjel, eldavjel og margt var það fleira, sem laga þurfti. — Jeg dáðist að dugnaði hennar, hagsýni og listfengi. Hún tók móður sína til sín á þessum árum, þá merku konu, (Framhald af blaðsíðu 1) vörur. Má því segja, !að um miklar skipulagsbreytingar sé að ræða. Bátar hafa ekki farið á sjó síðasta hálfan mánuð, hvorki stórir eða smáir. Bæjakeppni var hér um helg ina í handbolta milli heima- manna og Siglfirðinga. Keppt var í þrem flokkum og mátti naumast á milli sjá. Áhorfenda- rúm var fullskipað með 300 manns, sem skemmtu sér hið bezta. Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður er að æfa sjónleikinn og Sæmundur G. Jóhannesson, Húnvetningur, hefur starfað á Sjónarhæð nær 50 ár (1919). Merkilegt fólk allt. — Húsbónd- inn, Mr. Gook, fór annað hvort sumar utan, til þess að vera sumarlangt hjá sinni fjölskyldu í Englandi. — Eitt af þeim sumr um fjekk jeg að halda til hjá vinum mínum á Sjónarhæð, meðan verið var að prenta ,,Hlín“, mitt fólk var þá allt far- ið úr bænum. — Var þar gott að vera sem fyrr. — Kristín fór stundum utan til fundar við frú Gook og bömin, og varð mjög vel að sjer í enskri tungu, einnig í söng og hljóð- færaleik. Árin liðu, frú Gook kom stundum upp og börnin, en ekki til langdvalar, nema elsta dótt- irin, sem er gift kennara á Akur eyri. — Loks kom frú Gook í heim- sókn til fólksins síns á íslandi, en varð það sumar bráðkvödd austur við Ástjörn, barnaheim- ilið þeirra, og var jarðsett á Akureyri. — Merkileg kona. — Nokkrum árum síðar var það að ráði, að Mr. Arthur Gook giftist Kristínu Steinsdóttur, og þau fluttu nokkru síðar til Eng- lands, eftir rúmlega 50 ára veru trúboðans á íslandi! Síra Art- hur, sem við kölluðum hann á seinni árum, kvaddi landið okk- ar með góðum orðstýr, góður. og merkur maður, ágætur íslend- ingur, elskaði land og þjóð, tal- aði og skildi málið vel, var rit- stjóri, læknir, auk trúboða- starfsins. — En merkasta æfi- starfið átti hann þó eftir, þar sem hann þýddi Passíusálma Hallgríms Pjeturssonar á enska Hreppstjórann á Hraunhamri. Hér á Dalvík æfir karlakórinn af kappi. Hér eru í dag verkfræðingar og jarðfræðingar til að rann- saka nýfundinn jarðhita, sem í 300 metra djúpri borholu skil- aði 20 lítrum á sek. af 58 stiga heitu vatni. Þegar verið var að skipta um krónu á bornum, varð einhver röskun á, svo bornum varð ekki komið niður á ný. Jarðfræðing- ur, Jón Jónsson, telur, að litlu dýpra sé heitara vatn að fá, og verður því borað dýpra eða boruð önnur hola. Q tungu, eftir að hann flutti til Suður-Englands. Kristín sagði, að maðurinn sinn hefði stund- um komið til sín fram i eldhús að spyrja sig um einstaka orð, sem hann var ekki viss um að skilja rjett. Þau hjón brugðu sjer í kring- um hnöttinn í fyrirlesrarferð, var þá Kristín gjaldkeri. Síra Arthúr var að bjóða mjer að gista hjá þeim hjónum í nýja húsinu þeirra í Suður-Englandi, gestaherbergið væri til. — En sízt datt mjer þá í hug að jeg ætti eftir utanferð. — Tíminn leið, og blessaður Arthúr and- aðist á þessum árum eftir stutta legu. Mjer hefur orðið tíðrætt um síra Arthúr þann merka og ágæta mann, og myndi Kristínu ekki finnast það ofmæli, svo dáði hún og elskaði mann sinn. En þá kom að því, að jeg þurfti utan í leiðangur 1961, vegna ís- lensks vefnaðar í erlendum söfn um, þegar tekið var til við Vefn aðarbókina íslensku, sem loks kom út 1966. — Þá kæmi sjer nú vel að fá annan eins lang- ferðamann og Kristínu, vin- konu, sem ferðanaut. — Bara að hún fengist nú! Og blessuð Kristín var til með að hjálpa mjer, og þau komu skeiðandi til London, Eric stjúpsonur hennar og hún og fóru með mig til Suð- ur-Englands, í hið ágæta hús þeirra hjóna. Þar leið manni vel, þó mikið vantaði nú, þar sem húsbóndinn var horfinn. Að liðinni hvítasunnuhátíð- inni lögðum við svo á stað: Fyrst til London i söfn, þá til Noregs, Svíþjóðar og Danmerk- ur. — Söfnin grandskoðuð, en fremur lítið að hafa. — Allar greiðslur annaðist Kristín með hinni mestu prýði, svo og aði'a þjónustu, svo ferðin varð öll hin ánægjulegasta, með því líka, að þarna voru víða til staðins vinir og kunningjar. — Ferðin tók öll rúmlega mánuð, og allt var far- ið flugleiðis. — Ekkert kaup fjekk Kristín, en fríar ferðir. Kristín mín fluttist til íslands alkomin 1965. Eric stjúpsonur hennar flutti hana heim, og mikið af búslóð hennar, alla leið til Akureyrar, hann gerði það ekki endasleppt! Kristín undi sjer sæmilega vel þessi ár og gaman var að sjá hana einu sinni enn, en heilsan var biluð, og hún andaðist 20. mars 1968. Guð blessi hana! Blönduósi 30. 11. 1968. Halldóra Bjarnadóttir. - STÓRBREYTIN GAR Á DALVÍK Sýnishom af umbú'ðunum, sem P.O.B. og Kristján Kristjánsson hlutu viðurkenningu fyrir. HLUTll MJÖ6 GÖÐA VÍÐURKEMNINGU Á SÍÐASTLIÐNU hausti fór fram fyrsta umbúðasamkeppni, sem efnt hefur verið til hér á landi, en að henni stóðu Iðn- kynningin 1968, Félag íslenzkra iðnrekenda og Landssamband iðnaðarmanna. Eitt fyrirtæki utan Reykja- víkm' hlaut sérstaka viðurkenn ingu fyrir umbúðaprentun og var það Prentverk Odds Bjöms sonar h.f. ó Akureyri, sem hlaut viðurkenningu fyrir litprentun á umbúðum fyrir niðursuðu- vörur frá Kjötiðnaðarstöð KEA og málningavörui' frá Efnaverk smiðjunni Sjöfn. Kristján Kristjánsson teiknari hjá P.O.B. hafði teiknað allar umbúðimar og hlaut hann sér- staka viðurkenningu dóm- nefndar. Fyrirhugað er að slík um- búðasamkeppni fari fram ár- lega. Margar vörur njóta vin- sælda sinna að verulegu leyti vegna góðra umbúða. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.