Dagur - 05.03.1969, Blaðsíða 1
FILMU HÚSIÐ
Hafnarstræti 104 Akureyri
Sími 12771 • P.O. Box 397
SÉRVERZLUN:
LJÖSMYNDAVÖRUR
FRAMKÖLLUN - KOPIERING
Margir æfla að
Hrísey, 4. marz. Snæfellið land-
aði 26 tonnum hér í gær. Tveir
bátar, Auðunn og Eyrún, róa
með net og fá 1—5 tonn. Haf-
örninn er gerður út frá Rifi.
Sigurveig hefur veitt sæmilega
á færi, þegar gefið hefur.
veiða grásleppu
Vinna er nokkur við hrað-
frystihúsið, en ekki nóg.
Margir ætla að hefja grá-
sleppuveiðar þegar líður að
vori.
í morgun tók Lagarfoss nokk
uð af freðfiski. S. F.
Gufurafstöðin í
Bjarnarflagi reynd
VÆNTANLEGA verður nýja
rafstöðin í Bjarnarflagi, sú
fyrsta hér á landi, sem knúin
er jarðgufu, reynd um næstu
helgi. Sú virkjun á að framleiða
Flúðu
ismn
ÞRÍR Skagastrandarbátar, þeir
Stígandi, Helga Björg og Auð-
björg, eru farnir frá Skaga-
strönd; flúnir vegna ótta við
innilokun vegna hafíss. Stígandi
fór til Bolungarvíkur, hinir til
Grindavíkur.
Heima er Guðjón Árnason og
svo Arnar, sem mestar vonir
eru bundnar við um öflun hrá-
efnis.
Hólanes h.f. hefur flutt sína
starfsemi í gamla frystihús
Kaupfélags Skagstrendinga og
er tekið á móti fiskinum þar og
vinna hafin, enda bátarnh byrj
'aðir að róa. □
2500 kw, en orkan kemur úr
iðrum jarðar, sjóðandi gufa úr
borholu, er gerð var í sumar.
En gufan í borholu þessari
braut af sér öll bönd, sem kunn
ugt er, en síðustu mánuði hefur
boi'holan verið fóðruð innan og
er enn unnið við að tryggja
hana. í sumar er ráðgert að
bora meira, því gufuorka sú,
sem nú er fyrir hendi, mun ekki
nægileg til fullra afkasta raf-
stöðvarinnar, en ætti þó að gefa
1500 kw og er það mikils virði
og leystj vararafstöðvarnar á
Akureyri af hólmi að mestu,
því að hin nýja rafstöð í Bjarn-
arflagi verður strax tengd Lax-
árveitukerfinu.
Lausleg mæling á gufuorku
borholu þeirrar, sem hér um
ræðir, sýndi 30—40 tonn, áður
en röskun varð. En um 50 tonn
þurfa til að framleiða 2500 kw.
(Samkv. lauslegu viðtali við raf
veitustjóra, Knút Otterstedt).
■ ■
Grjótá tekur skreið á Akureyri og flytur áleiðis til Biafra.
Landssöfnun ti! stuðnings íbúum
(Ljósm.: E. D.)
Gunnarsstöðum, 4. marz. Snjór
er ekki mikill á þessum slóðum,
en harðfenni mikil og þó minni
svellalög en í fyrra. Jarðlaust
er með öllu og standa allar
skepnur í húsi.
fshrafl sást hér um daginn,
en er farið. Hrognkelsaveiðar
eru hafnar.
Bátarnir Dagur og Glaður
eru farnir héðan og því dauft
yfir sjósókn á Þórshöfn. Ó. H.
Á NÝBYRJAÐRI föstu mun
fara fram hér á landi víðtæk
fjársöfnun til styrktar hinu bág
stadda fólki í Biafra. Styrjaldar
átök og hungursneyð hafa nú
staðið þar hátt á annað ár — og
verður ekki enn séð fyrir end-
ann á þeim hörmungum. Þörf-
in fyrir aðstoð er því mikil og
er stefnt að því, að öllum lands-
mönnum, sem eitthvað vilja
láta af hendi rakna, gefist sem
greiðastur kostur á að leggja
skerf til söfnunarinnar — en
meginátak hennar verður helg-
ina 15.—16 marz n. k. Er þess
vænzt, að söfnunin hljóti góðan
stunðing, þar sem að undan-
BREZKA náttúruverndarsýn-
ingin var opnuð í Landsbanka-
salnum á Akureyri s.l. laugar-
dag (1. marz) að viðstöddum
40—50 gestum, sem boðið hafði
verið víðs vegr aað úr hérað-
inu.
Formaður náttúruverndar-
nefndanna, Ofeigur Eiríksson,
bæjarfógeti, bauð gesti vel-
komna og flutti þakkir. Þá
flutti Helgi Hallgrímsson safn-
vörður, stutt erindi um náttúru
vernd. Gat hann þess m. a., að
ætlunin væri að boða til fund-
ar áhugamanna um náttúru-
vernd á Akureyri í vor, og
benti á innritunarlista, sem
lægi frammi á sýningunni. Því
næst sagði Jón Rögnvaldsson
fömu hefur komið fram mikill
skilningur og samúð hjá þjóð-
inni með hinum hrjáðu íbúum
Biafra.
Þessu nýja átaki hérlendis til
styrktar Biafra-búum var
hleypt af stokkunum með
ávarpi biskups fslands, herra
Sigurbjörns Einarssonar, dr.
Jóns Sigurðssonar, borgarlækn
is, formanns Rauða kross ís-
lands, frú Helgu Magnúsdóttur
á Blikastöðum, formanns Kven
félagasambands íslands, skáta-
höfðingjans Jónasar B. Jóns-
(Framhald á blaðsíðu 5)
Svíar launa lífgjöfina
Brezka nátt iíruverndarsýniíigin
Á fundi með náttúruverndarnefndum.
(Ljósm.:E. D.)
garðyrkjumaður nokkur vel val
in orð, og beindi máli sínu eink-
um til vegagerðarmanna.
Að svo búnu var gestum boð
ið að skoða sýninguna, og að
lokum var sýnd kvikmynd um
náttúruvernd í Bretlandi.
Klukkan 4 sama dag var sýn-
ingin opnuð almenningi, og
verður hún framvegis opin alla
sýningardagana, kl. 4—10 síð-
degis.
Það er náttúruverndarnefnd
Hins íslenzka náttúrufræðifé-
lags, sem hefur fengið þessa sýn
ingu til landsins, og stendur að
henni hér, ásamt British Coun-
cil. Aðstandendur sýningarinn-
ar á Akureyri, eru þrír: Nátt-
úrugripasafnið, Náttúruvernd-
arnefndir Akureyrar og Eyja-
fjarðarsýslu og Fegrunarfélag
Akureyrar. Þá má geta þess, að
Jón Sigurjónsson trésmíðameist
ari hefur gefið eitt þúsund kr.
til að greiða kostnað við sýn-
inguna. Aðgangur er ókeypis,
en sýnnigarskrá, sem inniheld-
ur þýðingar á öllu lesmáli sýn-
(Framhald á blaðsíðu 2)
SNEMMA í vetur var frá því
sagt, er ferðamenn tepptust á
Fjarðraheiði í hinu versta veðri
og ófærð. Þeir voru á leið til
Seyðisfjarðar frá Egilsstöðum
og lentu í miklum mannraun-
um, þrátt fyrir vasklega fram-
göngu héraðsmanna. Meðal
ferðamannanna voru tveir
sænskir síldarkaupmenn og
Hrólfur Ingólfsson bæjarstjóri
á Seyðisfirði. Dvöldu þeir nátt-
langt, og lengur þó, í snjóbíl á
heiðinni, sem bilaður var, en
vélin höfð í gangi til að hita
upp. Aðrir brutust til byggða
eftir aðstoð. En það er af mönn
um þessum að segja, að þeir
voru allir meðvitundarlausir, er
að var komið, bæði bæjarstjór-
inn, sem hresstist þó brátt, og
báðir Svíarnir. Mun hafa skeflt
svo að bílnum, að útblástur vél
arinnar hefur lent inn í bílinn
að einhverju leyti, en slíkt get-
ur verið banvænt. Mennirnir
komust allir til heilsu.
í gær voru Svíamir komnir
til Reykjavíkur og afhentu þar
Steinþóri Eiríkssyni, form. slysa
varnadeildarinnar á Egilsstöð-
um snjósleða að gjöf til deildar-
innar, sem þakklætisvott fyrir
karlmannleg björgunarstörf á
Fjarðarheiði.
Nöfnum Svíanna náði blaðið
ekki í gær, en hafi þeir þökk
fyrir góðan skilning á málefn-
iim slysavarnadeilda og liarð-
fengi björgunarmanna. □
Vitni óskast
ÞRIÐJUDAGINN 18. febrúar, á
tímabilinu frá kl. 19.15 til 20.00
var ekið á bifreiðina A 569 þar
sem henni hafði verið lagt vest-
an flugstöðvarbvggingarinnar á
Akureyrarflugvelli.
Allir þeir, sem einhverjar
upplýsingar geta gefið í máli
þessu, eru beðnir að tilkynna
það lögreglunni.
(Fréttatilkynning )
YFIRLIT UM ARNARSTOFNINN
FUGLAVERNDARFÉLAG ÍS-
LANDS hefur sent frá sér
fréttatilkynningu um íslenzka
arnarstofninn.
Árið 1920 vreptu 20 arnar-
hjón á öllu landinu og 10 árum
síðar var hreiðurtalan eins. Árið
1940 voru hreiður 26 og 22 árið
1950. Bn 1959 voru arnarhreiður
10 og árið 1963 voru þau aðeins
4. Nú virðist fuglinum fjölga og
urpu 13 hjón árið 1968.
Það er einróma álit, að algert
bann við því að eitra fyrir mein
dýr, sé það eina sem bjargað
geti íslenzka amarstofninum
frá algerri útrýmingu. □