Dagur - 26.04.1969, Blaðsíða 1

Dagur - 26.04.1969, Blaðsíða 1
LII. árg. — Akureyri, laugardaginn 26. apríl 1969 — 18. tölublað FILMU húsið Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJOSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Vopnafirði 25. apríl. Snjóföl er á jörð og vegir frosnir og færir og voru áður vel jeppafærir. Saman fraus vetur og sumar og er góðs viti. Allgóð atvinna hefur verið í A MIÐVIKUDAGINN var einn ökumaður tekinn fyrir of hrað- an akstur, átta bílar lentu í árekstrum og umbúðakössum yar stolið við Sana. Tveir menn voru staðnir að benzínþjófnaði á sumardaginn fyrsta, einn árekstur varð þann sama dag, en að öðru leyti tíð- indalaust, samkvæmt frásögn lögreglunnar á Akureyri. □ Sviarnir eru SVÍAR eru mjög á dagskrá hér á Norðurlandi, ekki aðeins meðal íþróttamanna, sem fagna komu Lugi, sænska handknatt- leiksliðsins, heldur einnig meðal stóðeiganda í Skagafirði, sem áður segir frá og Húnvetninga, sem nú kaupa hross af okkur, Gleðilegt snmar! MOKAFLI Á DALVÍK Dalvík 25. apríl. Hér hefur verið mokafli á togbátana og frysti- húsið hefur ekki undan. í vik- unni er búið að landa á þriðja hundrað tonnum og auk þess 60 tonnum á Húsavík af þess- um tveim bátum okkar, Björg- vin og Björgúlfi. , Trillurnar eru í hrognkels- unum. Afli er misjafn, en góðir dagar hafa komið. Karlakór Dalvíkur söng á Grund í gær og syngur í Frey- vangi á laugardagskvöldið. Ofurlitlar driftir eru komnar. Gamli snjórinn, sem eftir er, er •hörð klakabrynja. J. H. Verður Sðndá í Þistiniroi segir Guðmundur Jónasson á Ási í Vatnsdal. Hann sagði í gær: Svíar voru hér á ferð á dögunum, þeirra erinda að kaupa hross. Þeir vildu helzt þriggja vetra geldar hryssur og vanaða fola og er búið að skrifa niður á annað hundrað hross á sölulista, og kaupin halda áfram næstu daga. Svíarnir eru miklu skárri að skipta við en Danir þeir, sem hér voru áður og gefa hærra verð. Þeir borga 8.500 krónur fyrir þrevetlinga og 11.500 krónur fyrir 4 vetra en 16 þúsund kr. fyrir stillta, dá- lítið tamda hesta og hryssur. Þessir menn láta að því liggja, að þeir vilji kaupa folöld í haust og léttir það á kjötmark- aðinum, ef að því verður. Þeir eru einnig til viðtals um 10 ára samning og er það mál til um- hugsunar, hvað sem framhaldið verður. □ Gunnarsstöðum Þistilfirði 21. apríl. í síðustu viku hélt Raf- orkumálanefnd N.-Þingeyinga fund að Holti í Þistilfirði til að fjalla um raforkumálin. Mættur var þar og Ingólfur Árnason rafveitustjóri á Akureyri. í lögum frá 1967 um orkumál segir m. a. svo í kaflanum um ný orkuver og nýjar orkuveitur Rafmagnsveitna ríkisins: „4. að virkja Sandá í Þistil- firði til raforkuvinnslu í allt að 2900 hestafla orkuveri og leggja fi'á þvj aðalorkuveitur til Þórs- hafnar og Raufarhafnar, eða leggja aðalorkuveitu frá Laxár- virkjuninni um Norður-Þing- eyjarsýslu.“ Fyrir 20 árum fóru fram at- huganir á virkjunarmöguleik- um Sandár og voru þá gerðar áætlanir um þá framkvæmd. En ýmislegt kom í veg fyrir, að til þeirra framkvæmda kæmi, meðal annars ráðagerðir um stórvirkjun. Nú hafa þessar gömlu athug- anir verið dregnar fram í dags- ljósið á ný og þykir sýnt, að um mjög hagkvæma virkjun geti verið að ræða. Áðurnefndur fundur sam- þykkti áskorun til Rafveitna ríkisins um að hrinda málinu er nú. En disilrafstöð þarf að byggja á Þórshöfn að öðrum kosti. Talið er, að Sandárvirkj- un muni kosta um 35 millj. kr. Markaður er talinn geta aukizt ört. Búið er að leggja raflínu frá Þórshöfn inn í Laxárdal. Sú lína kemur að fullum notum með Sandárvirkjun. Ennfremur hefur lína verið lögð frá Rauf- arhöfn vestur í Kelduhverfi og er hið sama að segja um hana. Væntanleg ný lína frá Sandár- virkjun til Raufarhafnar liggur að miklu í byggð og notast vel (Framhald á blaðsíðu 5) BÆND AKLÚBBS- Verklöll halin hér rsvrðra AFGREIÐSLA skipa og önnur hafnarvinna er nú stöðvuð, frá ótíniabundið, er einnig stöðvuð. Dreifing á olíu til fyrirtækja, annarra en fiskvinnslustöðva, er stöðvuð, ótímabundið. Framundan er stöðvun í mjólkuriðnaðinum, 28.—30. apríl að báðum dögum með- töldum. Og 2.—5. maí er verkfall hjá Iðju, ef samnmgar hafa ekki tekizt fyrir þann tíma. □ fram. Sýnt þykir, að virkjun við Sandá geti leyst raforku- þörf sýslunnar, á ódýrari hátt en leggja línu frá Laxárvirkjun. Sandárvirkjun getur framleitt tvö þús. k\v., sem er helmingi meii'i orka en hámarksnotkun FUNDUR verður að Hótel KEA 5. maí kl. 9 e. h. Frummælendur verða ráðunautarnir Olafur E. Stefáns son og Jóhannes Eiríksson, og ræða um nautgriparækt. □ þorpinu síðari hluta vetrar, því Brettingur hefur lagt hér upp. Kristján Valgeir var mánðar- tíma á loðnuveiðum en er nú kominn heim og farinn að fiská á línu. . Fimm trillur hafa lagt .fyrir hákarl, en sú grái hefur verið dræmur ennþá. . Vinna er að hefjast við höfn- ina, og nokkur von til þess, að síðari hluti þessa verks .verði einnig únninn nú í sumar. Engin leiklist er hér í sveit og söng hefur maður naumast heyrt á þessu ári. Þessar grein- ar listarinnar „vaða ekki uppi“ nú í vetur. Norðfirðingar hafa tekið Vest urdalsá á leigu, Skotinn okkar hefur Hofsá og Selá verður leigð frá degi til dags. Þ. Þ. Ilestamannafélögin á Akureyri fóru að venju hópreið um bæinn á sumardaginn fyrsta og mátti þar sjó margan gæðinginn. Fyrir hópreiðinni fór lögreglubíll, en fremstur reið með fána á stöng Aðalbergur Stefánsson. (Ljósm.: E. D.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.