Dagur - 26.04.1969, Blaðsíða 8

Dagur - 26.04.1969, Blaðsíða 8
* 8 SMÁTT & STÓRT UNGFRÚ DEVLIN Svo heitir 21 árs gömul kona, sem nýlega var kjörin til neðri málstofu brezka þingsins og er yngsta kona, seni þar hefur set- ið. Hún vann kosningasigur sinn í Norður-írlandi. Hún er ófeimin og myndarleg skóla- stúlka og flutti þrumandi jóm- frúræðu í þinginu 22. apríl og fékk dynjandi lófatak að laun- um. SAMTÍNINGUR Svipmyndir úr „Púntila og Ma tti“. Ljósmyndastofa Péturs, Húsavík. Hver vill beita sér fyrir skoð- unarferðum um nágrennið? ‘ ' " ■ • - * r - Fuglar, gróður og skeljar eru LEIKFÉLAG HÚSAVÍKUR PÚNTILA og MATTI eftir Berthold Breeht. - Leikstjóri: Erlingur E. Halldórsson. SKYLDI nokkurstaðar vera jafn mikill áhugi á leiklist, og hér á íslandi. Stórir hópar fara til Reykjavíkur að sjá leikrit í Þjóðleikhúsinu og telja ekki eftir sér að borga nokkur þús- und í fargjöld. Lítil leikfélög út á landi sýna stórverk, er þykja ekki meðfæri nema þaulæfðra leikara. Víða á landinu eru nú Engar úrbætor HIÐ mesta ófremdarástand rík- ir nú í heilbrigðismálum, eink- um hvað kvensjúkdóma snertir. Fæðingar- og kvensjúkdóma- deild Landsspítalans er löngu ófullnægjandi, svo sem margir hafa staðfest opinberlega. Engar úrbætur eru fram- undan næstu þrjú ár, þ. e. áformaður af hálfu ráðamanna. Ymis samtök kvenna hafa mótmælt þessum seinagangi harðlega, enda er það kapps- mál þeirra, og ætti að vera keppsmál allra, að sem flestum megi bj.arga, sem nú og á næstu árum þjást af krabba í móður- lífi og öðrum sjúkdómum, sem karlmenn eru lausir við. Þegar mál þessi voru rædd á Alþingi, fjölmenntu konur þar og létu álit sitt mjög áberandi í ljósi. □ félagsheimili er gera kleift að ráðast í veigamiklar sýningar, eru þetta gleðilegar framfarir. Á Húsavík er gamalt leikhús, með þeim elztu á landinu, og senan bæði lítil og allar aðstæð ur mjög erfiðar. Þó réðst lítið leikfélag þar í að sýna hvorki meira né minna en Púntila og Matta eftir Bertolt Brecht. Ég gat ekki setið á mér, en brá mér austur á sýningu hjá þessu dugnaðarfólki, núna um helg- ina, og sé ég ekki eftir því. Þessi sýning er Húsvíkingum til sóma, bæði leikstjóra og leik endum og öllum er lögðu þar hönd að verki. Er þetta gott dæmi um, hvað samhugur og áhugi getur komið til leiðar. Allt þetta fólk, sem að sýning- um stendur, fær ekki eyri fyrir erfiði sitt, en bak við þessa sýn- ingu liggur óhemju mikið verk. Meira verk en margur heldur, er kemur bara og sér eina sýn- ingu. Þetta á ekki að vera neinn leikdómur, ég vil bara með nokkrum orðum vekja athygli á þessari sýningu, hún á það fylli lega skilið, væri gaman ef leik- félagið gæti komið hingað með þessa sýningu, er um hægðist. Þó get ég ekki stillt mig um að minnast þeirra, er mest á reyn- ir, og raunar halda uppi sýn- ingurn, þó margir aðrir komi fram, en alls eru leikendur 25 að tölu. Sigurður Hallmarsson leikur Púntila bónda. Sigurður er . (Framhald af blaðsíðu 8). heillandi skoðunarefni, undir leiðsögn fróðra manna. Mývetn ingar andmæla harðlega þeirri ráðagerð, að veita Suðurá, Svartá og Kráká. út í Mýya(n og telja að þá muni Mývatn upp fyllast af sandi. Þá munu Aðal- dælir sízt hrifnari af hugmynd- inni. íslenzkum smiðum eru boðnar 255 kr. pr. klst. við inn- réttingar skipa í Svíþjóð. 180 manns gáfu sig þegar fram. Kaup þeirra hér er milli 60 og 70 krónur. Sumar stofnanir hér í bæ bjóða starfsfólki sínu í dýr ar reisur um þessar mundir og þykir það ekki í samræmi við örðugleika ahnennings, sem verður að neita sér um flest. Upp hefur komizt um mikið fjárbruðl hjá húsameistara ríkis ins, og ýmsar athugasemdir gerðar við fl. á ríkisreikningum. Tíu eftirtektarverð atriði Á ALÞINGI hafa Framsóknar- menn barizt fyrir leiðréttingum á málefnum iðnaðarins en talað þar fyrir daufum eyrum. í þings ályktunartillögu Einars Ágústs- sonar og fl. er lagt til m. a.: 1. Kannað verði, hvaða iðn- greinar geta hérlendis haft jafn góða eða betri starfsgrundvöll en hliðstæðar iðngreinar hafa í nágrannalöndum. 2. Sérstök lánafyrirgreiðsla verði veitt þeim fyrirtækjum, Átta kindur drápust Stórutungu 18. apríl. í gær var fyrsta hlákan sem hægt er að tala um. Snjó og svell hefir þó leyst undanfarið því hægviðri hafa verið en frost um nætur, en sólar notið og hún vinnur mikið þegar jarðar gætir. Þess vegna er mikið autt orðið í daln um þótt srijór sé mikill til heið- arinnar. Mikið er orðið um það að fé sé rúið að vetrinum, þó ekki alrúið, það telja menn ekki skynsamlegt svo óráðið sem er um veðráttu þegar rúningur fer fram og fóðurþörf getur orðið mun meiri en ella. Veturinn hef ur verið mjög gjaffrekur en heybirgðir yfirleitt nægar — Skepnur hafa verið hi'austar að undanskyldum einum bænum, Svartárkoti. Þar hefir verið ókennd veiki í sauðfé og 8 kind ur drepizt, sumar snögglega nokkuð og óttast er um lamb- leysi í ám. Þarna er hætt við að um einhverja efnavöritun sé að ræða. Dýralæknir hefir ekki getað skýrt þetta. Fé er þarna mjög mikið fóðrað og hey yfir- drifin, óvenjumikil innistaða og lítil kraftfóðurgjöf. Nú virðist vera tekið fyrir þetta. Fundir standa nú yfir um búnaðarmál, samvinnumál o. fl. Pétur Kristjánsson sem setið hefir fyrir tófum undanfarna vetur og veitt þær við ljós, hefir drepið 3 nú í vetur. Þ. J. sem keppa við erlend fyrirtæki, sem bjóða greiðslufresti. 3. Komið verði á sérstöku út- flutningslánakerfi. 4. Rekstrarlán til iðnaðar verði veitt með hliðstæðum hætti og til annarra atvinnu- greina. 5. Felldur verði niður inn- flutningur iðnaðarvara á þeim sviðum, þar sem vörur til sömu notkunar eru framleiddar hér á landi með atvinnulega hag- kvæmum árangri. 6. íslenzk fyrirtæki látin ann ast þau verk, sem þau eru fær um að annast þannig, að talizt geti þjóðhaglega hagkvæmt. 7. Smíði fiskiskipa og flutn- ingaskipa verði haldið áfram og hafin smíði fiskibáta á vegum ríkisins til að auka hráefnisöfl- un til frystihúsa. Þórarinn Þórarinsson og fleiri hafa flutt tillögu um þetta: 8. Innflutningstollar á efnum og vélum til iðnaðarins verði hinir sömu og á efnum og vél- um til fiskveiða. 9. Iðnfyrirtæki fái víxilsölu- heimild til sölu á allt að 90 daga löngum víxlum er nemi allt að þriggja mánaða framleiðslu þeirra fyrirtækja sem selja vör ur sínar heilsölu til dreifingar- aðila. 10. Iðnfyrirtækin fái yfir- dráttarheimild á reikningslán- um, er svari til þriggja mánaða kaupgreiðslu viðkomandi fyrir- tækis. Hér eru helztu ábendingar og tillögur Framsóknarmanna sett ar fram í tíu punktum. Á þetta hefur ekki verið hlustað. Hér stendur illa upp á stjóm- völd landsins. □ SAMTOK VINSTRI MANNA UM alllangt skeið hefur það verið á döfinni, að stofnuð yrðu ný stjórnmálasamtök vinsti'i manna á íslandi. Eru það meðad annarra stuðningsmenn alþingis mannanna Hannibals Valdi- marssonar og Björns Jónssonar, sem þar eiga hlut að máli, svo og margir fleiri, er telja það nauðsyn að vinstri menn í land inu efni til nýrra, frjálslyndra og víðsýnna samtaka um þjóð- mál, Er það sameiginleg skoðun þessarra manna, að núverandi flokkaskipan í landinu sé orðin úrelt og fullnægi engan veginn kröfum og þörfum nútímans. Nú hafa hópar manna víða um land tekið sig saman um að hefjast handa og hrinda máli þessu í framkvæmd á næstu vikum. Hafa þeir m. a. samið frumdrög að lögum fyrlr sain- tökin, þar sem segir svo- um til- gang og hugsjónagrundvöll: „Samtökin eru þjóðmálafélag, er beitir félagslegum úrræðum, jafnaðarstefnu og samvinnu- stefnu við lausn þjóðmála til að stuðla að betri lífskjörum og koma á bættu og heilbrigðara þjóðfélagi. í því skyni leitast samtökin við að sameina innan sinna vé- banda alla vinstri menn meðal allra starfsstétta þjóðfélagsins.“ Gert er ráð fyrir, að félagar geti allir þeir orðið, sem náð hafa 16 ára aldri, lýsa yfir stuðn ingi, við stefnu samtakanna og tilkynna aðild til stjórnar. Eitt félag undir nafninu Sam tök vinstri manna er þegar tek- ið til starfa, þ. e. á Húsavík, en félög verða mjög fljótlega stofn liS á Akureyri og á Raykjavík. Á Akureyri er starfandi sér- stök undirbúningsnefnd, veitá meðlimir hennar allar nánari upplýsingar um væntanlega fé- lagsstofnun og taka á móti þátt tökutilkynningum. í nefndinni eiga sæti: Adolf Davíðsson, sími 1-23-78; Baldur Svanlaugsson, sími 1-16-85; Björn Hermannsson, sími 1-28-82; Heiðrún Steingríms- dóttir, sími 1-26-54; Hörður Adolfsson, sími 1-28-75; Jón B. Rögnvaldsson, sími 1-15-13; Kristófer Vilhjálmsson, sími 1-16-32; Lárus B. Haraldsson, sími 1-20-61; Ólafur Aðalsteins son, sími 1-14-87; Tryggvi Helgason, símí 1-15-88; Þór- hallur Einarsson, sími 2-10-26. ( Ffé ttatilkynning ) 300 MANNA HERFLOKKUR UM 300 manna sveit í brezka hernum fékk leyfi til að stunda lieræfingar á íslandi stuttan tíma og fylgir 60 manna hljóm- sveit til að leika fyrir innfædda. Æfingar fara fram í Gnúpverja lireppi og eru undir stjórn Dymoks nokkurs höfuðsmanns. EINVÍGI Skúli Thoroddsen læknir af- henti á sunnudaginn Dymok höfuðsmanni afrit af bréfi sínu - til .drottningar Bretaveldis, þar sem hann skorar Dymok á . liólm. -En. hann, -þ. e. Dymok þessi, á að- vera fulltrúi dfottn- ingar í einvígum og er eini maðurinn í ríki Bretadrottning- ar, sem ekki þarf að taka ofan fyrir henni. BIÐUR AÐ FA LÁNAÐA BYSSU Segir Skúli í bréfi sínu, ásamt fögrum orðum um drottning- una, mann hennar og þegna: „en nú hefur hennar hátign sent herflokk hingað til lands míns til að skjóta á það og finnst mér sem íslendingi, að mér beri skylda til að skora yður á hólm.“ Ennfremur segir, að hennar hátign megi velja vopnin, en verði byssa fyrir valinu biðji hann drottningu að lána sér eina. ÞA VERÐUR IIÁTÍÐIS- DAGUR Um fátt er nú meira talað en viðræður Björns og Hannibals annars vegar og Framsóknar- flokksins hins vegar — um sam starf á Alþingi og utan þings og hafa báðir aðilar gefið út yfir- lýsingar rnn viðræðurnar og stofnun nýrra samtaka. Það verður mikill hátíðisdag- ur á íslandi þegar vinstri menn samfylkja gegn íhaldi og óstjórn í stað þess að standa í sundruðum hópum. Völd íhalds ins í landinu byggjast á, því nú| og áður, hve andstæðingar þess eru tvístraðir. LANDVARNIR íslendingar, einir þjóða, kosta engu til landvarna, og hafa jafn vel drjúgar tekjur af þeim „vörnum“, sem hér á landi eru og aðrir kosta. Islendingar verða þó að hugsa um landvarnir, þótt á öðru sviði sé, ef þeir vilja ekki tína sjálf- lun sér. Þótt engin óvinaskot heyrist, eru innrásarherir á hverju strái. Það eina, sem (Framhald á blaðsíðu 7) Akurey rartogarar KALBAKUR landaði 165 tonn- um hinn 21. ápríl. SVALBAKUR landaði 262 tonnum 12. apríl. IIARÐBAKUR landaði 184 tonnum 23. apríl. SLÉTTBAKUR landaði 16. apríl 260 tonnum. Öllum aflanum landað í heknahöfn. Nóg að gera. Miklir peningar. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.