Dagur - 26.04.1969, Blaðsíða 5

Dagur - 26.04.1969, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar hi. SKULDIR 06 ATVIHNULEYSI ÓLAFUR Jóhannesson sagði m. a. svo á fundi miðstjómar Framsóknar flokksins fyrir skömmu, um gengis- fellinguna síðustu og erlendu skuld- irnar: „Eitt er víst. Gengisfellingin bægði ekki frá hinu yfirvofandi at- vinnuleysi. Hér varð meira atvinnu- leysi í vetur en dæmi eru til um ára- tugi. Og enn er hér talsvert atvinnu- leysi, þratt fyrir ágæta vertíð. Um það þarf ekki að fjölyrða. Þá stað- reynd þekkja allir. Það var að mín- um dómi óverjandi af ríkisstjórninni að beita sér ekki í tæka tíð fyrir ráð- stöfunum til atvinnueflingar. Á það var henni bent hvað eftir annað. í vantraustsumræðunum, sem fram fóru skömmu eftir gengisfellinguna, lét ég m. a. svo ummælt: „Gengisfellingin er staðreynd. Frá henni verður ekki horfið. En nú skiptir mestu í bili, að gengislækk- uninni sé mætt með skynsamlegum ráðstöfunum til að draga úr kjara- skerðingu, og þá sérstaklega hjá þeim verst settu. Það þarf að gera margvíslegar liliðarráðstafanir, ef hér á að afstýra hreinu neyðar- ástandi. Umfram allt þarf strax — alveg strax — að gera raunhæfar ráð- stafanir til atvinnuaukningar, ekki aðeins í Reykjavík og nágrenni, held ur og hvarvetna þar sem atvinnu- leysisplágan herjar.“ Þessum ábendingum mínum og annarra var því miður ekki sinnt. Við afgreiðslu fjárlaga fluttu stjóm- arandstæðingar tillögu um að verja 350 milljónum króna til atvinnu- aukningar. Þá sameinaðist allt stjóm arliðið um að fella þá tillögu. Eitt er það atriði, sem hlýtur að vera sérhverjum hugsandi manni mikið áhyggjuefni um þessar mund- ir. Það er skuldasöfnun þjóðarinnar erlendis. í tíð núverandi forráða- manna þjóðfélagsins hafa skuldir þjóðarinnar við útlönd hækkað stór- kostlega. Þó hefur lengst af þess tíma ríkt hér eindæma góðæri. Þegar frá eru skilin tvö sl. ár, má segja að hvert árið hafi verið öðru betra, bæði að því er varðar aflabrögð og afurðaverð. En í sjálfu góðærinu hefur verið safnað skuldum, hvað þá heldur þegar liallar undan fæti. Auð vitað hefur ýmsu þessu lánsfé verið varið til þarflegra framkvæmda, en allt of rniklu af því Itefur farið í eyðslu og fyrirhyggjulausa fjárfest- ingu. Það hefur verið stofnað til (Framhald á blaðsíðu 5). VALGARÐ TÍIORODÖSEN, rafmagnsveitustjóri ríkisins: Rafmagns veitur ríkisins og rafveitumálin RAFVEITUMÁL landsiris hafa að undanförnu, svo sem oft áður, verið mikið rædd í blöð- um og manna á milli. Er það vissulega eðlilegt, þar sem um svo veigamikinn þátt í nútíma þjóðskipulagi er að ræða. Hins vegar hafa sum þessara skrifa einkennzt mjög af þröng- um sjónarmiðum rafveitustjóra nokkurra lítilla bæjarrafveitna. Raforkumál hafa, á undan- förnum árum, þróazt í að vera málefni allrar þjóðarinnar, og það er að verða viðurkennt sjón armið, í öllum menningarlönd- um, að landsmenn eigi allir, óháð búsetu, að búa að sömu kjörum varðandi afnot rafork- unnar. í stærstu menningar- löndum Evrópu hefur samfélag ið falið ríkinu að veita þessum málum forstöðu, svo sem það gerir varðandi t. d. vegi og síma. í öðrum löndum Evrópu, þar sem ríkið hefur ekki ennþá tekið að fullu að sér þessi mál, er þróunin sú að draga hinar litlu rafveitueiningar saman í stórar rekstrarheildir, til meiri hagkvæmni í rekstri og til jöfn- unar á raforkuverði í hinum einstöku héruðum. Gagnstætt þessari þróun, og í andstöðu við hana, hafa nú tveir bæjarrafveitustjórar skrif að greinar í blöðin Dag og ís- lending 9. og 10. apríl, og er aðaltilefni skrifa þeirra nýlega framkomið frumvarp til laga um Norðvesturlandsvirkjun. Báðir eru þeir mjög vel sam- mála um ágæti þeirra hugmynd ar, sem bak við liggur, þ. e. að flytja eignaraðild og alla stjórn raforkumála inn í héruð, og smækka þannig og hluta niður rekstrareiningar rafveitna og orkuvera. Mál þetta er þó ekki svo ein- falt og eftirsóknarvert fyrir raf- magnsnotendur almennt og hvað sízt í dreifbýlinu, og halda mætti af skrifum þeirra. Það er því full ástæða til að draga fram ýmsa þætti málsins, bæjarraf- veitustjórunum og þeim, sem greinar þeirra lesa, til fróðleiks. Raforkukerfi Rafmagnsveitn- anna i Norðurlandskjördæmi vestra nær að austan um 5 km. norður fyrir Hofsós og að vést- an til Borðeyrar í Strandasýslu. Fyrirhugað er að auka kerfið að austanverðu til tengingar við línur Rafmagnsveitnanna, sem lfggja í vesturátt frá Skeiðsfoss virkjun og ennfremur að auka það vestan Hrútafjarðar, í Strandasýslu til býla í Fells- hreppi, Óspakseyrarh'reppi og Bæjarhreppi. Hér er því um að ræða hagsmuni sveita utan Húnavatns- og Skagafjarðar- sýslna. Á orkuveitusvæðinu, eins og það nú er, eru rafstöðvar Raf- magnsyeitnanna Laxárvatns- virkjun 480 kw. vatnsafl og 1000 kw. dísilafl, Gönguskarðsár- virkjun 1064 kw. vatnsafl og 1200 kw. dísilafl, og á Skaga- strönd 200 kw. dísilafl. Samtals 3944 kw., en ekki 2500 kw. eins og fram kemur í annari fyrr- nefndra greina. Orkuframleiðsla þessara raf- stöðva sl. 5 ár hefur vreið úr vatnsafli annars vegar og úr dísilafli hins vegar, eins og neð angerð tafla sýnir: Ár ’64 ’65 ’66 ’67 ’68 Dísilafl 0.8 2.0 3.3 3.0 3.7 Vatnsafl 8.9 8.9 8.5 9.4 9.5 Samtals 9.7 10.9 11.8 12.4 13.2 Aðalorkuflutningslínur þ. e. með 30 kw. spennu, eru Laxár- vatn — Gönguskarðsárvirkjun 40.15 km. og Laxárvatn — Víði- dalur 34.11 km. Samtals 74.26 km. Hið nýja frumvarp gerir ráð fyrir, að Norðvesturlandsvirkj- un eigi aðeins hluta þessara vinnslu- og aðalflutningskerfis, eða Laxárvatnsvirkjun, Göngu- skarðsárvirkjun og tengilínu þar á milli. Slíka skiptingu má telja óæskilega með tilliti til heildar- reksturs orkuvera og aðalflutn- ingskerfa. í frumvarpinu er gert ráð fyr ir, að sveitarfélög sýslnanna verði helmingseigendur að sam eignarfyrirtækinu Norðvestur- landsvirkjun. Hér mun þá vera um að ræða 31 hreppsfélag, auk Sauðár- krókskaupstaðar, og eru þá ValgarS Thoroddsen. ekki meðtaldir þeir 3 hreppar í Strandasýslu, sem tengdir eru, eða verða tengdir inn á kerfið. Það verður ekki séð á frum- varpinu né greinargerð, að þessi hreppsfélög hafi gert nein- ar samþykktir um að taka á sig þær fjárhagslegu skuldbinding- ar, sem felast í frumvarpinu. Varðandi þetta atriði má benda á, að með Raforkulögum frá 1946 var gert ráð fyrir að sýslufélög landsins, ásamt með Rafmagnsveitum ríkisins, tækju þátt í rafvæðingu hinna ein- stöku byggðarlaga. Reynt var þá að haga málum í samræmi við þetta lagaákvæði, en reynd- in varð sú, að sýslufélögin voru ófús til að taka á sig þær fjár- hagslegu skuldbindingar, sem þessu voru samfara, og lenti því öll rafvæðingin í hlut Rafmagns veitna ríkisins. Af þessum sökum var, með tilkomu Orkulaga, fellt úr ákvæði um þátttöku sýslufélaga í rafvæðingarmálunum og munu allir aðilar hafa verið sammála um þetta atriði. Nokkur hætta mun vera á því, að þátttaka hinna mörgu sveitarfélaga, allt að 35 að tölu, á þessu einangraða svæði, verði jafnvel enn erfiðari í fram- kvæmd en sýslufélaganna áður. Frumvarpið leggur megin- áhérzlu á virkjun Svartár sem næsta áfanga til orkuöflunar fyrir Skagafjarðar- og Húna- vatnssýslur. Rafmagnsveitur ríkisins telja engan veginn nægilega rann- sakað, hvaða orkuöflunarleið eigi næst að velja, en hafa nú í athugun á hvern hátt verði hagkvæmast að auka raforku- vinnslu fyrir Norðvesturland frá innlendum orkulindum. í því sambandi kemur til athug- unar, auk virkjunar Svartár, tenging við kerfi Laxárvirkjun- ar, eða virkjun í Húnavatns- sýslu, t. d. virkjun Víðidalsár, sem mun verða nokkuð orku- meiri en Svartá, eða jafnvel j arðvarmavirk j un. Við ákvörðun um virkjun á svæðinu verður að taka nokk- urt tillit til þess öryggisatriðis að hafa orkuvinnslu á vestur- hluta svæðisins, en segja má að Vestur-Húnavatnssýsla sé all afskipt í þessum efnum, svo og áðumefnd svæði Strandasýslu. Eins og áður er getið, er virkj- un nú þegar í Skagafjarðar- sýslu og önnur í Austur-Húna- vatnssýslu. Ef litið er til nefndra öryggisatriða einna má telja, að virkjun Svartár sé frekar fyrir Sauðárkrók og Skagafjarðarsýslu, en síður fyr ir Húnavatnssýslur og sízt vestursýsluna. Ef áðumefndur þáttur raf- orkukerfis Norðvesturlands verður slitinn úr tengslum við heildarkerfið, með Norðvestur- landsvirkjun, standa eftir tveir aðilar um dreifingu og sölu, en það er Rafveita Sauðárkróks um sölu innan bæjarmarka Sauðárkróks og Rafmagnsveit- ur ríkisins á öðrum svæðum sýslnanna. Frumvarpið gerir ennfremur ráð fyrir, að hin ein- stöku sveitarfélög kunni að stofna sérstakar héraðsraf- magnsveitur, þar sem Raf- magnsveitur ríkisins nú annast sölu og dreifingu, og að Norður landsvirkjun geti um lengri eða skemmri tíma tekið að sér rekst ur þeirra. Þetta gæti leitt af sér enn fleiri rekstraraðila og jafn- vel mjög smáa, ef einstök sveit- arfélög vildu sjálf annast dreif- iriguna innan sinna marka. Nú er all verulegur mismun- ur á kostnaði við dreifingu og sölu í þéttbýli og strjálbýli. Á þessu svæði stendur Sauðár- krókur bezt að vígi og þar næst koma minni þéttbýliskjarnar, svo sem Blönduós. Önnur svæði kjördæmisins standa verr að vígi. Við sundurgreiningu í smærri rafveitueiningar verður hætta á mismunandi raforku- verði í hinum einstöku byggðar lögum og stendur þá dreifbýlið verst að vígi. Við núverandi skipan þessara mála er sama raforkuverð, verð jöfnun alls staðar á landinu, þar sem Rafmagnsveitur ríkisins hafa á hendi dreifingu og sölu, þ. e. í öllu dreifbýli landsins. Hins vegar er Sauðárkrókur og fleiri kaupstaðir utan þessa verðjöfnunarsvæðis, því þeir hafa sínar eigin bæjarrafveitur og ákveða útsöluverð sitt eftir tilkostnaði á hinu takmarkaða dreifisvæði eins og ákvörðun sveitarstjórnar á hverjum stað. Rafveita Sauðárkróks nýtur nú þeirrar sérstöðu að geta selt raforkuna við lægra vei'ði en gildir annars staðar í sýslunum. Þetta stafar annars vegar af ódýrari dreifingu innan þétt- býlis og hins vegar af því að Rafmagnsveitur ríkisins selja Rafveitu Sauðárkróks rafork- una undir kostnaðarverði ásamt ýmsum öðrum bæjarrafveitum. Til þess síðarnefnda eru ástæður þessar: Rafmagnsveitur ríkisins selja raforku í heildsölu til 16 bæjar- rafveitna í landinu, og er eitt og saraa heildsöluverð látið gilda til allra þeirra. Þetta heild söluverð er hins vegar nær ein- göngu ákveðið út frá kröfum bæjarrafveitna á Suðvestur- landi, sem ekki vilja sætta sig við mikið hærra verð en Reykja vík nýtur, en hún fær raforku í heildsölu frá Landsvirkjun flutta að sínum bæjardyrum, án sérstaks reiknaðs kostnaðar við flutning raforkunnar frá orku- verum til bæjarmarka. Þetta heildsöluverð, þannig miðað við Suðvesturland, er síð an látið gilda til annarra bæjar- rafveitna í landinu, óháð til- kostnaði á hverjum stað, og fá því ýmsar bæjarrafveitur raf- orkuna í heildsölu undir kostn- aðarverði — þar á meðal Raf- veita Sauðárkróks — og selja síðan raforkuna í smásölu á lægra verði en Rafmagnsveitur ríkisins, sem verða að standa undir hallarekstri orkuveranna og aðalorkuflutningslína. Fyrir Húnavatns- og Skaga- fjarðarsýslur, og raunar einnig fyrir Sauðárkrók til frambúðar, er það meira hagsmunamál að stuðla að einu og sama raforku- verði í kjördæminu, frekar en að stofna til þeirrar misjöfnun- ar, sem óhjákvæmilega mun sigla í kjölfar þeirrar tilhögun- ar, sem hugsuð er með stofnun Norðvesturlandsvirkjunai'. Til hliðsjónar við hugmynd ina um Norðvesturlandsvirkj- un, hefur verið bent á Anda- kílsárvirkjun, sem er sameign sýslusjóðs Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu og Akranesskaup- túns. Þess er þó að geta, að sú virkjun hefur ekki tekið þátt í rafvæðingu dreifbýlis í sveit- um sýslnanna. Það hafa Raf- magnsveitur ríkisins annazt, en þrátt fyrir eignarhluta sýsln- anna í virkjuninni verðleggur hún raforkuna hærra inn á strjálbýliskerfi sýslnanna en til Akraness og Borgarness, auk þess sem virkjunin tekur ekk- ert aukagjald fyrir flutning ork unnar til þessara tveggja kaup- túna. Hér er orkukaupendum mis- munað og þéttbýlinu íviljað á kostnað dreifbýlisins. Eitt mjög mikilvægt mál í öll um rafveiturekstri er öryggi gegn truflunum og straumrofi, en slíkt getur, sem kunnugt er, valdið miklu tjóni við hvers konar starfrækslu, sem háð er raforku. Það ber því brýna nauðsyn til, að þeir, sem starfa við gæzlu og viðhald raforku- mannvirkja, hafi sem víðtæk- asta þekkingu og reynslu í þess um efnum. Lítið raforkufyrirtæki á mjög erfitt með, vegna kostnaðar, að hafa á að skipa sérhæfu starfs- liði til þessara verka. Rafmagnsveitui' ríkisins hafa byggt og starfrækja 35 rafstöðv ar og nálægt 5000 km. af há- spennulínum víðs vegar um landið. Staðar- og svæðismenn í hverju héraði annast gæzlu þessara mannvirkja, en sérþjálf aðir menn Rafmagnsveitnanna heimsækja á vissum fresti allar rafstöðvar og aðaltengistöðvar þeirra til eftirlits, viðhalds og stillingar hinna margbrotnu tækja, sem í stöðvunum eru. Þessir menn fá því meiri þjálf- un og afla sér víðtækari þekk- ingar á stöðvar- og línubúnaði en hægt er að vænta að aðrir menn hér á landi öðlist. Trufl- anir og straumrof, vegna sjálfs rafstöðvarrekstursins, er því mjög fátítt fyrirbrigði hjá Raf- magnsveitum ríkisins. Á hverju ári verða Rafmagns veitur ríkisins fyrir allmiklum bilunum á línum á hinum ýmsu svæðum landsins, bæði af of- viðrum og ísingu. Er þá oft mik (Framhald á blaðsíðu 2) 5 1 GULLBRÚÐHJÓNIN f & ? | índíana Sigurðardóftir og j I Finnur Kristjánsson j J Ártúni, Eyjafirði J ÞANN 18. marz 1968 áttu hjón- in Indíana og Finnur í Ártúni í Eyjafirði gullbrúðkaup. Dagur- inn var blíður og bjartur, svo sem brúðkaupsdagar eiga að vera, og margt vina og vanda- manna lagði leið sína heim til þeirra. Hjónin voru hress og Finnur er fæddur 8. jan. 1891 á Jórunnarstöðum. Foreldrar hans voru hjónin Kristjana Hólmfríður Tómasdóttir frá Holtseli og Kristján Pálsson frá Kolgrímastöðum. Kristján dó eftir tveggja ára hjónaband og varð því móðurin að sjá fyrir kát og tíminn leið fljótt í návist þeirra, en það þekkja kunnugir vel, því svo hefur jafnan verið á þeirra löngu ævi. Gesturinn hef ur þegið veitingar, alúð og við- ræðustundir, sem ekki hafa gleymzt og ekki er hægt að meta. Hverjum sem leitar að heimilismenningu, sveitamenn- ingu, eða hvað það er kallað, skal ráðlagt að leggja leið sína í Ártún. Hann mundi sannfær- ast um, að sjóndeildarhringur getur orðið viður án mikillar skólagöngu. Athygli og lestur góðra bóka er þar undirstaðan. Sá sem rennir augum yfir bóka safn Ártúnsheimilisins, kemst fljótt að raun um, hversu fræð- andi það er. Það er ekki bundið við neina ákveðna grein, nema þá helzt sögu lands og þjóðar, en skáldverk í bundnu og óbundnu máli eru þar líka í há- vegum höfð. Sem sagt, þar kenn ir margra grasa. Hjónin og börn þeirra eiga þarna sameiginlegt hugðarefni. Indíana er fædd að Leyningi 23. maí 1892. Foreldrar hennar voru hjónin Sigrún Sigurðar- dóttir Jóhannessonar á Gilsá og Sigurður Sigurðsson Sigurðs- sonar í Leyningi. Indíana var elzt barna þeirra. Hún átti heima í Leyningi til sjö ára aldurs, en fluttist þá með for- eldrum sínum að Torfufelli og átti þar heima síðan, imz hún sjálf varð húsfreyja. Heimilið í Torfufelli var mjög rómað fyrir myndarskap og gestrisni. Og þar hef ég mesta þekkt reglu- semi og snyrtimennsku á bónda bæ. Indíana og systkini hennar ólust þarna upp við glaðværð og góða siðu, enda voru tengsl þessarar fjölskyldu mjög náin og innileg. Við svona heimilis- arin er gott upp að alast og manneskjunni mikilvægt á lífs- leiðinni. Var því veganesti Indíönu gott, þótt ekki væri um að ræða aðra menntun en örlitla barnafræðslu. Skugga- laus hefur ævi hennar auðvitað ekki verið, en hún segist hafa reynt að láta þá ekki leggjast á sál sína, bjartari hliðin hafi ávallt orðið sér minnisstæðai'i, enda hefur lund hennar jafnan verið létt og leikandi. uppeldi drengsins. Hlaut hún það hlutskipti að vera vinnu- kona á ýmsum stöðum. Var Finnur stundum með henni, stundum á öðrum bæjum, en þó jafnan stutt á milli þeirra. Kristjana giftist aftur árið 1904 Kristni Jónssyni, hálfbróður fyrra manns hennar. Bjuggu þau á Úlfá og var Finnur hjá þeim. Haustið 1914 hóf hann búnaðarnám á Hvanneyri og lauk því með ágætum vitnis- burði á tveim vetrum. Vorið 1920 hófu þau Indíana og Finnur búskap á Skáldstöð- um, það er að segja hálflend- unni, sem þau svo keyptu nokkrum árum síðar. Árið 1920 er sjálfsagt versta ár í manna minnum, til þess að hefja bú- skap. Bústofn í geypiverði, en þá keyptu þau hann einmitt. Sjálf áttu þau lítið, eða ekkert, svo sem títt er um frumbýlinga. Afurðir búsins um haustið áttu að greiða skuldina að miklum hluta, en þá skall á stórfellt verðfall, sem varð upphaf að langri kreppu. Þar með voru ungu hjónin fjötruð í fjárhags- örðugleikum, sem um langt skeið komu í veg fyrir veruleg- ar framkvæmdir á bújörð þeirra. Árið 1936 hófu þau bygg ingu nýbýlis á landi sínu og nefndu Ártún. Þar hafa þau átt heima síðan. Þau eignuðust þrjú börn, Hjalta og Kristjönu, sem eru heima í Ártúni og hafa tekið við búsforráðum fyrir nokkru. Þriðja barn þeirra, Sig rún, er búsett á Akureyri. Finnur hefur orðið að sinna ýmsum félagsmálastörfum í Saurbæjarhreppi, og gerir jafn- vel enn, þótt nær áttræður sé. Var hann framsækinn og ötull, svo að sumum þótti nóg um, en bjartsýni og framfarahugur þró aðist með honum á námsárun- um á Hvanneyri. Finnur segir að sér hafi fallið þungt, að vita um gullið, sem gróðurmoldin hafði að bjóða, en erfiðir þjóðfélagshættir neituðu bændum að njóta. Að vísu var gott til þess að hugsa, að mold- in geymdi möguleikann til betra lífs, en glataði honum ekki. Hann fagnaði því heils hugar (Framhald á blaðsíðu 2). Samsöngur Karlakórs Akureyrar KARLAKÓR AKUREYRAR efndi til samsöngs í Samkomu- húsi bæjarins á sumardaginn fyrsta. Stjórnandi kórsins er Guðmundur Jóhannsson og und irleikari Dýrleif Bjarnadóttir, en raddþjálfun hefur Sigurður Demetz Franzson annazt. Ein- söngvarar voru þeir Eiríkur Stefánsson, Hreiðar Pálmason, Ingvi Rafn Jóhannsson og Hreið ar Aðalsteinsson. Á söngskrá voru innlend og erlend lög eins og það heitir, og kenndi þar ýmissa grasa. Karlakór Akureyrar hefur löngum átt á að skipa góðum söngmönnum, og nú af þessu tilefni ber einkum að nefna Eirík Stefánsson, sem er óvenju góðum kostum búinn sem sorigvari. Hefði verið ánægju- legt að heyra hann flytja lög, sem samboðnari væru getu hans og góðum eiginleikum, heldur en raun var á í þetta sinn. Annars er það ekki ætl- unin með þessum línum að ræða sérstaklega frammistöðu kórsins, þó að þar mætti stað- næmast við ýmis atriði. Því eru að sjálfsögðu takmörk sett, hvers hægt er að krefjast með sanngirni. Hér er eingöngu um tómstundaiðju manna að ræða og þai'f ekki að rekja þá sögu nánar. Eitt er þó, sem ég undrast stórlega og get ekki stillt mig um að nefna og það er, hvernig menn láta sér einlægt detta í hug að halda saman kór upp á þær spýtur, að mannskapurinn sé ekki allur læs á nótur. Mér virðist þetta hljóta að jafngilda því á sinn hátt að svífa í lausu lofti og hafa hvergi fast land undir fótum, enda verða nú ýmsar „nauðlendingar“ af þess- um sökum. Þó að ekki hljótist ævinlega stórslys af sem betur fer, þá fer ekki hjá því, að þarna er veruleg hindrun. Það myndi flýta mjög fyrir æfing- um og þar með auka kunnáttu og afköst kórsins, ef söngmenn- irnir væru allir sæmilega bæna bókarfærir á nótur, svo ekki sé minnzt á öryggið fyrir þá sjálfa, en sleppum því. Það er annað, sem ekki verður undan vikizt að ræða nánar, og það er lagavalið. Það var vægast sagt afleitt. Af sextán lögum á söng skrá voru aðeins þrjú, sem nokkur veigur var í. Af þeim erlendu vildi ég nefna Píla- grímakór úr óperunni Tann- hauser eftir Richard Wagner og „Silungurinn“ eftir Franz Schu bert. Væri þó synd að segja, að það lag henti vel fyrir karlakór. Af íslenzku lögunum bar mjög af lag Áskels Snorrasonar „Svanasöngur á heiði“. Það er hreinn tónn og sannferðugur í því lagi, þótt lítið láti yfir sér. Karlakór Akureyrar mætti gjarnan gera meira að því að kynna lög og raddsetningar -Skuldir og atvinnuleysi (Framhald af blaðsíðu 4). skulda án nokkurrar fyrir- hyggju, þ. á. m. lausaskulda einkaaðila, eins og t. d. verzlunarinnar. Þess vegna er skuldabyrð- in orðin ofboðsleg. Um það bil, sem gengisfellingin var framkvæmd var talið, að skuldir þjóðarinnar við út- lönd næmu 8—9 milljörðum króna á hinu gamla gengi, eða sem næst 12Vi milljarði á núgildandi gengi. Það sam svarar uin 60 þús. króna skuld á hvert einasta manns- barn í landinu. Árlegar af- borganir og vextir af þess- uin erlendu skuldum munu nú nema rúmum 15% af gjaldeyristekjum þjóðarinn- ar. Það er gífurlega þung greiðslubyrði. Og enn er haldið áfram að taka erlend lán, stundum kannske af óhjákvæmilegri þörf, eins og nú er komið. Hér hefur ver- ið lifað á kostnað framtíðar- innar. Hér hafa ungu kyn- slóðinni verið bundnir bagg ar. Byrðunum er velt yfir á hana. Hún fær að borga.“ - LEIKFÉLAG HÚSAVÍKUR (Framhald af blaðsíðu 8). Músik og leiklist eru hans hjart mjög fjölhæfur listamaður. ans- mál, þó ég efist ekki um að leiklistin á mest ítök í honum. Það ér ekki á allra meðfæri, að leika Púntila, en Sigurður sýndi að hann er vandanum vaxinn. Var leikur hans allur stórsnjall, svipbrigði góð og raddbeiting ágæt. Ingimundur JóUsson lék Matta vinnumann. Matti er algjör andstæða Púntila, en jafn vandasamt hlutverk fyrir það. Var leikur Ingimundar ágætur og samleikur þeirra Púntila og Matta það bezta í leiknum. Frú Iðunn Steinsdóttir lék Evu Púntila. Þetta er hættulegt hlutverk, vegna þess, að hún gæti horfið í skuggann af sterk- - SANDÁ VÍRKJUÐ?~ (Framhald af blaðsíðu 1). á þeirri leið. Samkvæmt þeim áætlunum, sem nú liggja fyrir, er Sandár- virkjun fjárhagslega hagkvæm- ari lausn á raforkumálum N.- Þingeyinga en lína frá Laxár- virkjun. Ó. H. um leik þeirra Púntila og Matta, en frúin stóð sig með prýði og gaf ekkert eftir. Frú Aldís Friðriksdóttir lék Lenu matráðskonu. Þetta er ekki stórt hlutverk, en hún gerði meira en að leika, hún söng milli atriða og tengdi sam an söguþráðinn. Var frúin mjög örugg bæði í leik og söng. Guðný Þorgeirsdóttir lék Finnu stofustúlku. Þetta er ný- liði á leiksviði, en kæmi mér ekki á óvart að þarna væru hæfileikar. Margir aðrir gerðu vel, þó ekki vinnist tími til að nefna fleiri. Ég er ekki það kunnugur leik máta eða leikstíl Brechts, að ég geti dæmt um hlut leikstjórans í þessari uppsetningu og ekki veit ég heldur hvort beri að þakka leikstjóra eða senumönn um að geta komið öllum þess- um senum fyrh' á ekki stærra sviði, en það er kraftaverk. Þó er ég viss um að leikstjórinn, Erlingur Halldórsson, hefur unnið þarna stórsigur. Ég vil að lokum þakka Leikfélagi Húsavíkur þennan stórhug, að taka þetta ágæta leikhúsverk. J. Ö. þessa merka tónlistarmanns, sem lagði þann grunn, er kór- inn hefur síðan staðið á. Af efnisvali kórsins á þessum samsöng verður naumast ráðið, að markið sé sett sérlega hátt, og væri það vel, ef menn vildu nú freista þess að horfa ögn hærra. Hér gildir nefnilega ekki sú afsökun, að áhugamenn eigi í hlut. Þeir eiga einmitt að tak- ast á við góð og veigamikil tón- verk. Gagnvart léttvægari og innantómum verkum þarf mjög kunnáttusamlegan og smekk- vísan flutning, ef ekki á að verða hreinasta raun að. Fjöl- mörg þeirra tónverka, sem eitt- hvert gildi hafa, þola töluvert hnjask og standa samt fyrir sínu. Þau rata rétta boðleið til áheyrandans. Það má t. d. flytja áðurnefndan Pílagrímakór feiknalega illa til þess að menn skynji samt ekki stærð Wagners og skyldu söngmenn- irnir ekki líka vaxa af glímunni við slík verk? Svo vikið sé aft- ur að íslenzku lögunum þá vek- ur það furðu, að þar skuli ekki gæta meiri fjölbreytni í vali. Með tilliti til þess, að ekki er sérlega mikil tónlist til, sem samin er beinlínis fyrir karla- kóra, væri ástæða til að kynna það, sem íslenzk tónskáld hafa til málanna lagt á þeim vett- vangi. Mætti ég t. d. nefna tón- skáld eins og Þórarin Jónsson, Jón Nordal, Jón Ásgeirsson að ógleymdum Jóni Leifs. Hann hefði orðið sjötugur um þessar mundir, ef lifað hefði, og átti að baki sér merkilegt ævistarf. Ég held það hefði farið vel á því, ef kórinn hefði sungið svo sem eins og eitt lag eftir Jón Leifs, þótt ekki hefði verið til annars en ná burtu sykurbragðinu, sem óneitanlega loddi við söng- skrána. Ég vildi a. m. k. óska kórmönnunum þess, að þeir neituðu sér ekki endalaust um það að kynnast hinum sérkenni legu og svipmiklu lögum Jóns Leifs. í tilefni af þessum samsöng verður ekki hjá því komizt að álykta sem svo, að það tónlistar viðhorf, sem þar réð ferðinni, sé nokkuð staðnað. Það er e. t. v. ekki óeðlilegt. Karlakórar geta tæpast staðið einir af sjálf- um sér sem fullgild fyrirbæri á tónlistarvettvangi. Til þess er svið þeirra mikils til of þröngt. Þá ríður einmitt á því, ef menn vilja forðast blindgötu, að færa sviðið út, leitast við að rækta meðfætt tónlistarskyn og leggja eyru að sem flestum sviðum þessarar listar. Karlakórar hér á landi hafa unnið gott starf, sem þeim ber þökk fyrir, en nú er þeirra tími liðinn. Þegar þeir hófu göngu sína, átti fólk, sem vildi iðka tónlist, nær engra kosta völ. Kóramir máttu heita eini vettvangurinn. Nú er þetta sem kunnugt er mjög breytt, og við þeim aðstæðum ber að snú- ast af raunsæi. Hér er ekki átt við það, að karlakórar hætti starfsemi sinni. Þeir geta sem bezt haldið áfram að syngja lag og lag við viss tækifæri og svo auðvitað í sinn hóp, en þeir eiga fyrst og fremst að færa út kvíarnar og mynda blandaða kóra. Þar gæfust betri tækifæri til samstarfs við hljóðfæraleik- ara t. d. á blásturs- og strok- hljóðfæri, og þar væru stórum meiri möguleikar til þess að glíma við verk, sem líkleg eru til þess að efla tónlistarþroska þeirra, sem hlut eiga að máli. Að slíku verkefni ættu þeir að einbeita sér, sem áhuga hafa á eflingu söngmenntar hér í bæ, Því fyrr — því betra. S. G.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.