Dagur - 07.05.1969, Page 1

Dagur - 07.05.1969, Page 1
LII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 7. maí 1969 — 20. tölublað FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyrl Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJÓSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Puntila og o LEIKFÉLAG HÚSAVÍKUR hefur sýnt Púntila bónda og Matta 10 sinnum á Húsavík og ávallt fyrir fullu húsi og eru fá dæmi um slíka aðsókn og undir tektir. Ákveðið er, að Leikfélagið komi til Akureyrar og hafi hér þrjár sýningar um næstu helgi. Gripaskip bíður UM 350 hross, yngri og eldri, tamin og ótamin, hryssur, sum- ar fylfullar og geldingar, bíða fars í girðingu á Sauðárkróki og lifa við veizlukost á meðan. En stórt gripaflutningaskip ligg ur við hafnargarðinn spölkorn frá, tilbúið að gleypa hrossa- hóp þennan og þótt stærri væri — en það stendur á „einhverj- um pappírum“ eins og frétta- ritari Dags á Sauðárkróki, Stefán Guðmundsson, orðaði það í gær. Hrossahópur þessi á að fara til Svíþjóðar og fékkst sæmi- legt verð fyrir. Matti Verður fyrsta sýningin á laugar dag kl. 8.30, kl. 4 á sunnudag og aftur um kvöldið kl. 8.30. Sjónleikur þessi, í meðförum Húsvíkinga, hefur hlotið frá- bæra dóma og þarf ekki að efa, að leikhúsgestir hér við Eyja- fjörð fjölmenna í samkomuhús- ið báða leikdagana. □ á Sauðárkróki Á Sauðárkróki berst mikill afli togbáta á land, svo tvö frystihús staðarins hafa naum- ast undan. Verið er þessa daga að prófa vélar þær, sem eiga að búa til sokkabuxur og sokka á Sauðár- króki. Þar hafa 20—30 konur von um vinnu, ef allt gengur að óskum með framleiðsluna. Hafís, allþéttur, er rétt fram- an við höfnina, og töluvert út, en auður sjór að austan. Sagt er, að skipstjóri gripaflutninga- skipsins sé ekki ánægður að bíða lengi í sambýli við þann hvíta. □ Góður fundur Framsóknarmanna LAUGARDAGINN 3. maí var haldinn fundur í Fulltrúaráði Framsóknarfélaganna á Akur- eyri. Frummælandi var Ingvar Gíslason, alþingismaður, og ræddi hann um stjórnmálavið- horfið og sagði frá ýmsum þing málum. Sérstaklega ræddi hann hina nýju fjögurra ára vega- áætlun, sem nú liggur fyrir Al- þingi. Á eftir ræðu frummælanda urðu miklar umræður um þessi mál. Síðan var rætt um víðhorfin í launamálum og þess ástands, sem nú ríkir í þeim málum, og var ákveðið að boða til sérstaks fundar um þau næstu daga. □ Djúplrysf sæði í nýrri slöð r Olafur E. Stefánsson og Jóhannes Eiríksson töluðu uin nautgriparækt á bændaklíibbsfundi EYFIRZKIR bændur fögnuðu sumri með fjölmennum klúbb- fundi á Hótel KEA 5. maí og daginn eftir var þingað í SNE. Ólafur E. Stefánsson. Mátti því segja, að kýrnar og nautgriparæktin væri á dagskrá þessa daga og fer vel á því. Og á laugardaginn verður aðal- fundur Mjólkursamlags KEA og kemur þá í ljós, hvort sam- tök bændanna eru þess megnug að greiða bændum það verð fyrri mjólkina, sem tekjur þeirra eru reiknaðar eftir í verðlagsgrundvellinum. Því miður hefur árað fremur illa í landbúnaðinum og mjólk- urframleiðslan dregizt saman og er óhagstæðri veðráttu og stjórnarfari um að kenna, því kal hefur verið í stjórnarráðinu ekki síður en á Sléttu. Eyfirðingar hafa komizt all- langt áleiðis í nautgriparækt og munu nú eiga mjög góðan kúa- stofn, enda byggist afkoma þeirra á mjólkurframleiðslu öðru fremur. Þeir komu upp sæðingastöð fyrir 23 árum, hafa stundað afkvæmarannsóknir til margra ára og ásamt dugnaði, hafa þeir staðið fast saman á félagsmálasviðinu. Skýrslur bera það með sér, hve ótrúlega mikil afurðaaukning kúnna hef ur orðið og stöðugt er sótt fram á sömu braut. Á bændaklúbbsfundi þeim, er var á Hótel KEA á mánudag- inn, höfðu tveir ráðunautar Búnaðarfélags íslands, þeir Ólafur E. Stefánsson og Jó- r Stækkun á vinnusal hraðfrystihússins er liafin FYRIR nokkrum dögum var hafin vinna við stækkun á aðal vinnslusal Hraðfrystihúss Út- gerðarfélags Akureyringa h.f. Er það knýjandi nauðsyn þar sem hráefnisöflun hefur um skeið gengið mjög vel og fjórir togarar Ú. A. lagt upp mikinn og stöðugan afla og þörf fyrir mjög aukna vinnu í bænum. En með þessari stækkun er unnt að bæta við 50 manns í vinnu. Viðbót þessa verður væntanlega hægt að taka í notkun í júnímánuði næstkom- andi. En þótt hinir gömlu og góðu togarar Ú. A. hafi skilað miklum afla, jafnvel svo mikl- á Hvanneyri hannes Eiríksson framsögu og ræddu nautgriparæktina. En að því loknu hófust almennar um- ræður. Eggert Davíðsson stjórn aði fundi. Ólafur E. Stefánsson rakti aðdraganda og stofnun fullkom innar sæðingastöðvar á Hvann- Jóhannes Eiríksson. eyri, sem Búnaðarfélag íslands er búið að setja þar á laggirnar og tekur til starfa í sumar. Djúpfryst sæði verður notað, en notkun þess á að geta valdið (Framhald á blaðsíðu 7) um nú að undanfömu, að naum ast hefur hafzt undan í landi, segir aldur þeirra brátt til sín á þann veg, að endurnýjun er óumflýjanleg. Eflaust hafa forráðamenn í GÆR var enn hæg norðaustan átt, svalt á Norðurlandi og víða þoka, en milt vorveður á Suður landi. Hafís við Horn og á Húnaflóa lokar skipaleiðum. Tveir bátar haf.a verið að reyna að komast norður fyrir Langanes, en hafði SÍÐASTLIÐINN laugardag hélt Karlakórinn Geysir samsöng í samkomuhúsinu á Grenivík. Fékk kórinn hinar beztu undir- tektir. Séra Bolli Gústafsson sóknarprestur í Laufási flutti kórnum frumort ljóð, um leið og hann þakkaði Geysi komuna. Næsti samsöngui' kórsins verður í Sólgarði fimmtudaginn 8. maí klukkan 9 síðdegis. Hér á Akureyri verða samsöngvar laugardaginn 10. maí, mánudag inn 12. maí og þriðjudaginn 13. maí, í Nýja-Bíói. 15. maí heldur kórinn sam- söng í Miklagarði í Skagafirði, Ú. A. opin augu í þessu efni og munu vera að kynna sér mögu- leika á kaupum nýs skuttogara, en jafnan er eitthvað af þeim á sölulista erlendis. Þrotlaust hefur verið unnið að verkun hins mikla afla, sem á land berst, næstum nætur og (Framhald á blaðsíðu 2). ekki tekizt það fyrir hádegi í gær, er blaðið hafði síðast spurn ir af. Ekki er útlit fyrir veður- breytingu. ís er frá Horni og allt suður í Hrútafjarðarbotn, íshrafl er á Skagafirði. □ og 18. maí í Skjólbrekku og í félagsheimili Kinnunga. Annan hvítasunnudag, 26. maí, fer kórinn með póstbátn- um Drang til Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, og heldur sam- söngva. □ LA til Blönduóss LEIKFÉLAG AKUREYRAR hefur ákveðið að sýna Popp- söngvai'ann á Blönduósi 10. maí kl. 21 í félagsheimilinu. En síð- asta sýning á Akureyri verður á morgun, fimmtudag. Q Um launamálin FULLTRÚARÁÐ Framsókn arfélaganna á Akureyri lýsir fullri ábyrgð á hendur stjórn arvöldum landsins, sem hafa stofnað til hins mikla og geigvænlega ófriðar á vinnu markaðinum, er nú ríkir, og lýsir fulltrúaráðið fullum stuðningi við hógværar kröf ur verkalýðsfélaganna í nú- verandi varnarbaráttu þeirra í kjaramálum. Fulltrúaráðið treystir því, að fulltrúar samvinnumanna í samninganefndum, sýni launþegum fullan stuðning í núverandi kjarabaráttu þeirra og komi til móts við þá, eins og framast er unnt. í því efni bendir fulltrúaráð- ið á, að samvinnusamtökin og verkalýðsfélögin eiga nú sameiginlega undir högg að sækja hjá núverandi ríkis- stjórn, og hljóta því að standa hlið við hlið í barátt- unni fyrir bættum hag. □ kr -- Isinn lokar skipaleiSum Geysir söng á Grenivík

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.