Dagur - 07.05.1969, Síða 4

Dagur - 07.05.1969, Síða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. LAX OG SILUNGUR SUMARIÐ 1968 var með beztu lax- veiðisumrum hér á landi, því lax- gengd var mikil í mjög mörgum veiðiám, einkum sunnanlands og vestan og jafnframt stangveiði var mikil netaveiði t. d. í Hvítá í Borgar- firði og Ölfusá. Og á því ári voru 11 lax- og silungseldisstöðvar starf- ræktar og er ein þeirra ríkisfyrir- tæki, Laxeldisstöðin í Kollafirði. Merkingar laxa og silunga hafa ver- ið mjög auknar. Nytjar af lax og silungsveiði hafa verið verulegar allt frá landnámstíð, þótt veiðitækin væru frumstæð. En nú er sú öld upp runnin, í sambandi við lax- og silungsveiðar, að þessir fiskar eru að verulegum hluta veidd- ir sem sport og tómstundagaman. Fjöldi manns stundar þær veiðar sér til heilsubótar og gleði, sem einn eða tveir menn gætu annað með tækjum þeim, sem lítið minna á skemmtun. Og þessi þróun er ekki aðeins stað- reynd, heldur útlit fyrir, að sport- veiðin muni aukast mjög í framtíð- inni — og í þessu felast óþrotlegir möguleikar og verðmæti, sem ekki verða metin í aflaeiningum, heldur seldum veiðidögum. Til að auka fiskstofna ánna, er búist við að 200 þús. laxaseiðum verði sleppt í veiðiárnar nú í sumar og merkt laxaseiði frá Kollafjarðarstöð verða um 10 þús. Líklegt er talið að lax- aflinn hafi undanfarin ár numið um 100 tonnum og þrisvar til fjórum sinnum meira veiðist af bleikju. Þótt fiskiræktarmál Islendinga séu flest skammt á veg komin, er að vakna skilningur á hinum miklu möguleikum, og menn láta sig nú dreyma stóra drauma um betri hag- nýtingu hinna fjölmarga veiðivatna í byggð og á heiðum. En þar má eflaust koma til hjálpar með því að auka silungastofninn og e. t. v. skipta um stofn, ef þurfa þykir. fs- land er eitt af fáum löndum, þar sem ár, vötn og sjór er lítt mengað og því eru hér, einnig af þeim ástæðum, góð skilyrði til stórra átaka í ræktun vatnafiska. Fiskgengar ár og heiðavötnin mörgu og fögru eru auðlindir, sem auknar verða og nýttar í framtíð- inni. Fiskeldi, þar sem fiskar eru aklir í tjömum þar til heppilegri markaðsstærð er náð, er svo önnur hlið þessa máls, og slíkt fiskeldi get- ur án efa orðið veruleg búgrein bænda, enda skortir ekki innlent aðalfóður til fiskeldis. Hin ört vaxandi verðmæti, sem veiðihlunnindi í ám og vötnum eru, þarf að virða vel, og betur en oft hefur tíðkazt og er bæði átt við veiðimenn og landeigendur. (Framhald á blaðsíðu 2) Um laxaveg fram hjá Lðxárvirkjun Rætt við Þorgeir Jakobsson frá Brúum ÞORGEIR JAKOBSSON, Brú- um í Aðaldal hefur þann góða sið að líta inn á skrifstofur Dags við árstíðaskipti og mætti þó oftar vera. Er hann hélt vana sínum í tilefni sumarkomunnar, barst talið óðar að virkjun Laxár, framtíð Laxárdals o. fl. Þorgeir Jakobsson bóndi og rafvirki stofnaði nýbýlið Brúar við fossa þá í Laxá, sem frægir voru fyrir fegurð og síðar fyrir hinar miklu virkjanh-, er þar risu. Hann bjó á Brúum ó fjórða áratug og stundaði jafnframt iðn sína víða í Suður-Þingeyj- arsýslu og gerir enn. Hann er margfróður maður og drengur góður en ber skoðanir sínar lítt á torg. En nú víkjum við að umræðuefnum þeim, er fyrr getur og leggjum fyrir hann spurningar. Hvað gerist í Laxárdal þegar virkjunarframkvæmdum verð- ur fram haldið? Við framhaldsvirkjun hjá Brúum er óhjákvæmilegt að gera mikla uppistöðu í neðan- verðum Laxárdal. Ef stíflugarð ur verður allt að 40 metra hár mun uppistaðan ná framundir Þverá, að því er talið er. Virkj- un verður alltaf ótrygg, þar til mikil uppistaða verður gerð. Laxdælir líta þau mannvirki ekki hýru auga? Nei, að sjálfsögðu ekki. Mikil náttúrufegurð, auk landsins sjálfs, sem við þetta færi undir vatn, verður aldrei að fullu bætt. Á hitt ber að líta, að stífl- una átti að vera búið að gera fyrir 10 árum síðan, en ekki er þörf á, að sakast um það nú. Hin mikla stífla, ef gerð verður, gjörbreytir Laxárdal. Hann verður ekki eins og áður en samt fagur. Fer hann í eyði, eins og sumir spá? Lítilli byggð er jafnan hætt þegar einhverjir 'bæir eru dæmdir úr leik. Ekki geri ég lítið úr því landi, sem undir vatnið færi. En á það má þá líta, sem úrræði, að unnt er að rækta stór landflæmi vestan Laxár í landi Halldórsstaða og Þverár. Þar væri félagsræktun sennilega mjög heppileg og um leið þyrfti að leggja akveg yfir Laxárdalsheiði, niður í Reykja- dal. Með þessum orðum er þó engan veginn verið að draga úr réttmætum bótakröfum Lax- dælinga, ef af áðurnefndum framkvæmdum verður. Sennilega hefur lax aldrei gengið suður í Laxórdalinn? Mestar líkur eru á því, að á landnámstíð hafi lax gengið fram Laxárdalinn, sem nafn sitt dregur af laxi. Þá var stutt síð- an seinna hraunið rann og þá hafa fossarnir hjá Brúum senni lega verið svo lágir, að þeir hafa verið vel laxgengir. Síðan hefúr áin sorfið bergið og fossamir orðið laxinum farartálmi. Telja má líklegt, að liðin hafi verið 800 ár frá því hraunið rann, þar til fyrstu landnemar gáfu Lax- árdal nafn. En hvernig á að koma laxin- um fram dalinn? Rætt hefur verið um, að taka laxinn við Hraunshólmastíflu og flytja hann upp fyrir virkj- un. Þetta er eflaust hægt, en það kostar auðvitað nokkurt fé og fyrirhöfn, sem árlega verður að framkvæma. Þetta er fær, en kostnaðarsöm leið. Einnig má hugsa sér aðra leið, miklu greið færari. En hún er sú, að búa til laxgengan veg með því að veita lítilsháttar kvísl úr Laxá, ofan virkjana, fram hjá þeim og nið- ur í lygna ána neðan við virkj- anir. Mestan hluta þess verks mætti vinna með jarðýtu. Vatn þyrfti ekki að renna í þessum laxavegi á vetrum. Þorgeir Jakobsson. Eftir það er leiðin greið? Já, eftir það er greið leið fyrir hinn fagra og nytsama fisk allt suður í Kráká og Helluvaðsá. Og þar efra eru hin beztu upp- eldisskilyrði fyrir laxinn. En laxveiðar í Laxárdal ættu að geta stuðlað mjög að því, að byggð héldist í hinum fagra Laxárdal. Þar býr mikið sóma- fólk. Talið er, að aðeins elzta vélin í Laxárvirkjun, sem nú er lítt notuð, geti orðið laxaseiðum, sem niður þurfa að ganga og (Framhald af blaðsíðu 1). þáttaskilum í nautgriparækt- inni, og sú aðferð ryður sér til rúms erlendis þessi árin og gef- ur áður óþekkta möguleika til að nýta sæði eftirsóttra kyn- bótanauta, eftir að þau eru fall- in frá. Þrjár aðrar sæðinga- stöðvar eru til í landinu, og eru þær á Lundi, Laugardælum og á Blönduósi. Jóhannes Eiríksson ræddi einkum um júgurlag og mjalta- hæfni kúnna. En mikils er um það vert, að júgur og spenar sé vel skapað og mjaltir auðveldar. Rannsóknir sýna, að með kyn- bótum er auðvelt að fá fram þessa eiginleika. Og þar sem munað getur helming eða meira á mjöltum, er mikils virði að taka þetta atriði með í reikn- HINN 25. febrúar samþykkti bæjarstjórn Akureyrar eftir- farandi: „Bæjarstjórn Akureyrar legg ur áherzlu á nauðsyn þess, að nú þegar verði gert sérstakt átak til eflingar atvinnulífs og byggðar á Norðurlandi. í því sambandi beinir bæjarstjórn eftirfarandi til háttvirts Al- þingis og ríkisstjórnar: 1. Að nú þegar verði stór- auknar rannsóknir á virkjunar- möguleikum vatns- og hitaorku á Norðurlandi með hagnýtingu raforku til stóriðju fyrir augum. 2. Að í viðræðum þeim, sem fyrirhugaðar eru við bandaríkst komast út í sjó, að tjóni. Hvernig lízt þér á að vatn Laxár verði aukið að miklum mun? Komið hefur til tals, að veita Suðurá og Svartá norður í Kráká. Þessar ár þurfa ekki að bera með sér framburð í Mý- vatn, því Kráká kemur aldrei inn í Mývatn. Þess vegna er Mývatn enn við lýði og ekki orðið hálfgróið mýrlendi. En sandburður er mikill í Kráká, því í hana rýkur á öræfunum. En hvað mundi gerast í Aðal- dal, ef vatn Laxár yrði aukið svo stórkostlega? Ekkert sérstakt, nema að veiðisvæðin færðust til. Á tak- mörkuðum parti er að vísu hætta á skemmdum á graslendi. En til er gamall Laxárfarvegur og þar er hægt að gera aðra Laxá úr hluta vatnsins, ef mönn um sýndist nauðsyn að halda sama vatnsmagni i norðan- verðri ánni. Það má taka kvísl úr Laxá sunnan við Hólmavað í Aðaldal og veita henni vestur í Hafralæk og Skjálfandafljót. Þar er gamli farvegurinn og í þann farveg fer Laxá stöku sinn um í stórflóðum. Sennilega gæti slíkt aukið laxgengd í Skjálf- andafljóti til mikilla muna. En þetta tilheyrir nú framtíðinni. Að sjálfsögðu þurfa að fara fram rannsóknir á því, hver hætta stóraukið vatnsmagn Laxár skapar í Aðaldal. Mesta hættan mun vera sú, að stífla bili, því þá yrði stórflóð með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. En slík hætta fylgir stíflugerð á flestum stöðum, segir Þorgeir Jakobsson að lokum og þakkar blaðið viðtalið. E. D. inginn í kynbótastarfinu. En ráðunauturinn hefur unnið að rannsókn á þessum atriðum nú að undanförnu bæði á Lundi og á Laugardælum. Á báðum stöð- um fara afkvæmarannsóknir fram og er því auðvelt að sjá eiginleika kynbótanautgripa á dætrunum. En mjaltamælingar eru gerðar með hjálp vogar og skeiðklukku og eru auðveldar í framkvæmd. Eyfirzku bændaklúbbsfund- irnir eru jafnan ágætlega sóttir og sýnir það áhuga bændanna. En jafnan flytja sérfróðir menn í hinum ýmsu greinum land- búnaðarins framsöguræðu í upp hafi hvers fundar, sem síðan er umræðugrundvöllur. Eru fund- ir þessh' oftast mjög fróðlegir. fyrirtæki um byggingu nýrrar álbræðslu á íslandi, verði lögð áherzla á, að hún verði reist við Eyjafjörð. 3. Að við uppbyggingu slíks atvinnurekstrar á íslandi í fram tíðinni verði þess gætt, að fram kvæmdirnar hafi sem hagkvæm ust áhrif á byggðaþi'óun í land- inu. 4. Að komið verði á víðtæk- um, kerfisbundnum athugunum á frekari möguleikum á upp- byggingu orkufrekrar stóriðju með eða án ei'lends áhættufjár". (Birt hér á ný vegna fyrir- spuma). - Djúpfrysting sæðis Ályktun bæjarsfjómar um efl- ingu atvinnirlifs á Norðurlandi 5 Ameríkubréf Frá Jassballettnámskeiði er haldið var í Hvammi undir leiðsögn frk. Mínervu Jónsdóttur, íþrótta- kennara. Æskulýðsráð hél) líu námskeið I velur VETRARSTARSEMI Æskulýðs ráðs Akureyrar lauk fyrir nokkru síðan. Margvísleg verk- efni hafa verið á vegum ráðsins sl. vetur í samvinnu við ýmis félög, félagasamök og Gagn- fræðaskóla Akureyrar. Alls voru haldin 10 námskeið frá því í janúar sl. og voru þátt- takendur um 300 talsins. Auk þessa var starfrækt opið hús í Skátaheimilinu Hvammi, en að- sókn að því var fremur lítil, eftir að sjónvarpið tók til starfa. Klúbbar hafa starfað á veg- um ráðsins, efnt var til mynd- listarsýningar á verkefnum unglinga, hljómleikar og hljóm listarkynningar voru haldnar fyrir ungt fólk. Þá hefur æskulýðsráðið af-. skipti af unglingadansleikjum í baenum og haft margvíslega samvinnu við aðila sem að æskulýðsmálum vinna. Á síðasta fundi Æskulýðsráðs Akureyrar fór fram verðlauna- afhending fyrir beztu málverk og Ijósmyndir, sem unglingar hafa gert á námskeiðum ráðs- ins, en efnt var til sýningar á verkefnum þeirra í Hvammi 23. marz sl. Alls sóttu sýninguna rúmlega 200 manns. í sumar eru ráðgerð ýmis námskeið á vegum ráðsins og má nefna t. d. námskeið í hesta mennsku, með sama fyrirkomu lagi og verið hefur undanfarin ár, siglinganámskeið, náttúru- skoðun og foringja- og félags- málanámskeið svo eitthvað sé nefnt. Skrifstofa æskulýðsráðsins er í Hafnarstræti 100, sími 12722. Formaður Æskulýðsráðs Ak- ureyrar er séra Birgir Snæ- bjömsson. □ FRÉTTIR ÚR REYKJADAL Laugum 6. maí. Félagslíf hér í Reykjadal, sem lengi var með daufasta móti í vetur, lifnaði til mikilla muna við síðustu vikur vetrarins. Margskonar samkom ur og mannfundir komust á og sem dæmi má nefna, að 22. apríl bauð Kvenfélag Reykdæla til sin kvenfélagskonum úr Bárðar dal og Kaldakinn og tók á móti þeim með skemmtiatriðum í samkomuhúsinu á Breiðumýri. Á sumardaginn fyrsta héldu börn barnaskólans sína árlegu skemmtun og höfðu börnin' mörg skemmtiatriði undir stjórn kennara sinna. Laugardaginn 26. apríl var svo árlegt hjóna- ball fyrir Reykdælahrepp á Breiðumýri. Meðal skemmti- atriða var söngur 6 húsmæðra í Reykjadal, sem víðar hafa kom ið fram og vakið athygli. Söng- stjóri þeirra og undirleikari er Friðrik Jónsson bóndi og söng- kennari á Halldórsstöðum. Seint gengur að vorið komi. Og lítið er snjórinn á undan- haldi. Ekki heyrist enn um alvarlegan fóðurskort hjá bænd um hér í sveit. En mikilu máli skiptir, að fljótlega hlýni og snjórinn hverfi, svo lambfé sé ekki að öllu leyti háð heygjöf og fóðurbæti í húsum inni. G.G. - Aðalfundur K. Þ. (Framhald af blaðsíðu 8). í rekstri, vegna hagræðingar, varð þó rúmlega 300 þús. króna reksturstap, en þá var búið að reikna allar venjulegar afskrift ir af eignum og vörubirgðum. Innstæður í viðskiptareikning um og innlánsdeild höfðu í heild staðið í stað. Skuldir í heild frekar lækkað. Miklar umræður fóru fram á fundinum um framtíðarrekstur félagsins og ráð til að mæta vax andi erfiöleikum sökum hækk- aðs vöruverðs og minnkandi kaupgetu. Ymsar ályktanir voru sam- þykktar um málefni félagsins. Mikill einhugur ríkti á fund- inum og samhugur um þjóð- félagslega nauðsyn á eflingu samvinnusamtakanna. (Fréttatilkynning) GÍSLI GUÐMUNDSSON al- þingismaður dvelur um þessar mundir vestan hafs sér til heilsubótar og hefur sent Degi eftirfarandi bréf, sem blaðið birtir með ánægju og sendir honum jafnframt kærar kveðj- ur vestur. — En bréfið hljóðar svo: Nú er merkisdagur heima en ekki hér. Og hvar erum við þá á kringlunni? Þegar ég lít á landabréfið til að gefa upp hnattstöðuna, eins og skipin á sjónum gera, sé ég, að hér er nálægt 43. gráðu norðlægrar breiddar og 72 gráðu vestur lengdar. Landið, sem við dvelj- um í, er eitt af nyrztu strand- ríkjum Bandaríkjanna við At- lantshaf, vötnótt, skógi vaxið fjallaland. Hér er „fegurð í fjall dölum og í fossum afl“ eins og á íslandi, en engin stórborg. Mestur hluti landsmanna á heirna í bæjum og þorpum, sem hafa innan við 10 þúsund íbúa og víða miklu færri. í einum þessara bæja hér nærri, sem hefur heldur færra fólk en Akureyri, starfar samt háskóli, frægt sjúkrahús og 200 læknar. Hér eru allir vegir mal bikaðir og nú stendur yfir lagn- ing tveggja meiriháttar hrað- brauta norður til stórborganna í Austur-Kanada. Mikið er um ferðafólk á sumr in og skíðafólk á vetrum. En nóg um það. Konan mín hélt upp á sumar daginn fyrsta með því að hafa nýsteiktar kleinur og rúsínu- lummur með morgunkaffinu og við fengum kærkomna gesti, þrjár íslenzkar stúlkur og fimm íslenzk börn, þar af þrjú fædd hér, en öll íslenzkumælandi. ís- lendingabyggð er hér ekki, en fjögur íslenzk heimili. Aðfaranótt 8. apríl vorum við á leið með Bjarna Herjólfssyni suðvestur um „loftin blá“. Það var dimmt af nóttu lengst af, og við sáum svo sem ekki neitt nema skarðan mána á bakborða milli Suður-Grænlands og Furðustranda. En þar er flug- leiðin og svo suður yfir Vín- landsströnd. Uppi í 6—7 þús. metra hæð urðum við ekkert vör við suðvestan storminn, sem spáð hafði verið i Reykja- vík. Eftir 7.5 klukkustunda flug lentum við á Kennedy-flugvelli á Langey (Long-Island) í New York mjög árla morguns eftir þarlendum tíma, en þó fullbjart orðið. Á Langey eru tveir al- kunnir flugvellir, sá er nefndur var og annar, sem kenndur er við La Guardia, sem var borgar stjóri. Þangað ókum við all- langa leið, og vorum síðan eftir stutta stund búin að „spenna beltin“, sem farþegar í innan- landsflugi norður á bóginn. Átt- um fyrir höndum 400 km. flug með tveim viðkomustöðum auk leiðarenda. Sólskin var, móða í lofti sunnan til en bjart og víð- sýnt er norðar dró. Á ákvörð- unarstað komum við um kl. 10 f. h. að íslenzkum tíma. Allvíða sást snjór í jarðskjóli skóga og á sumum stöðuvötnum var ís, en grænir blettir voru í New York. Fólkið, sem tók á móti okkur hér fyrir norðan, sagði, að vorið væri komið og það væri með fyrra móti á ferð. Ár voru bún- ar að ryðja sig, en grænku sá ég hér næstum enga á jörð þann dag, nema barrtrén, enda sjálf- sagt klaki í jörð. Síðan eru liðn- ir 16 dagar. Og nú ei' að líta í dagbókma. Nálega helmingurinn af þess- um 16 dögum voru sólskinsdag ar. Það var einkum fyrsta vik- an, sem var sólrík. Hina dagana Frá námskeiði í kajaksmíði. Nemendur vinna að bátum sínum undir leiðsögn Dúa Eðvaldssonar. Frá verðlaunaafhendingu fyrir beztu málverk og Ijósmyndir á myndlistarsýningu Æskulýðsráðs 23. marz sl. Frá vinstri: Séra Birgir Snæbjörnsson form. Æskulýðsráðs Ak„ Gunnfríður Sigúr- harðardóttir (3), Þóra Sigurðardóttir (bezta mynd að dómi sýn- ingargesta), Sigurjón Hauksson (hlaut fyrstu verðlaun eftir úr- skurði dómnefndar), Matthías Hmriksen (2) og Jóhann Jóhanns- son (hlaut fyrstu verðlaun fyrir ljósmynd). á sumardagsnn lyrsla hefur verið skýjað og alltaf rignt eitthvað, en aldrei mjög mikið. Minnstur morgunhiti var 2 stig og mestur 12 stig C. Sól- skinsdagana 13.—15. apríl var hitinn 18—24 stig en ekki nema 2—5 stig á morgnana. 19. apríl fór hitinn niður í frostmark síð- degis. Varð þá hvítt í rót og vel það, en morguninn eftir var snjórinn horfinn. Storm hefi ég lítið orðið var við. Skiptist á Gísli Guðmundsson. logn, hæg gola og stinningsgola. Hinn 18. apríl sýndist mér hús- blettir yfirleitt orðnir grænir og þá voru brum byrjuð að þrútna á trjám. Enn (24. apríl) er þó laufskógur dökkur yfirlitum. Grátviðurinn springur víst fyrstur út. í kring um húsið hérna voru nokkrir hjarnbunk- ar þegar við komum, en sá síð- asti hvarf 21. apríl. Af því mér er ráðlagt að hafa hægt um mig, höfum við verið mest inni við þennan tíma, þó ekki alltaf. Við erum hér í dal milli lágra fjalla eða skógarása og bærinn okkar (með 3 þús. íbúa) stendur undir austurásn- um. Við sjáum yfir í vesturás- inn og niður í fljótið, sem er örskammt héðan. Það heitir Cornecticut, en ég kalla það fjögurra ríkja fljót, af því bakk- ar þess eru í fjórum ríkjum og dalinn Fljótsdal. f landafræði sé ég, að fljótið er 650 km. að lengd, eða eins og fjórar lengstu ár á íslandi samtals, kemur norðan frá Kanadalandamærum og rennur út á Langeyjarsund hjá New York. Þetta er mikið vatnsfall og Ijótt á litinn núna. Ekki virðist það vera skipaleið hér efra, þótt svo sé, er sunnar dregur. f næsta bæ hér i Fljóts dal er gröf Vilhjálms Stefáns- sonar. Hann trúði á framtíð „heimskautalandanna unaðs- legu“. En hér bíða menn þess með eftirvæntingu, að laufþök vorsins hvelfist yfir dalinn. Hér eru vorkvöldin dimm, en það birtir snemma. Bærinn und ir austurásnum er friðsæll og kvöldkyrrðin djúp. Oðru hverju tökum við þó eftir þungum nið, sem maður venst við. Sá niður er ekki frá fljótinu sjálfu, held- ur frá þjóðveginum gegn um miðbæinn. Þessi „fossniður“ minnir mann á, að dalurinn héma er hluti af 200 milljóna samfélagi 50 ríkja, og af mesta tækni-stórveldi jarðar. Af því langar mig til að vita, hvað helzt sé á dagskrá stórþjóðar- innar á þessu vori. Lít ég því stundum í dagblöðin að sunnan. Þar kennir margra grasa. í hverju blaði eru veðurfréttir, en séð hefi ég blað að heiman, þar sem hvorki er minnzt á veður né ís. f sunnanblaði hér var t. d. langt viðtal við efna- hagsmálaráðunaut Nixons, um dýrtíðina í Bandaríkjunum. Ekki héld ég þó, að dýrtíðin hafi vaxið neitt að ráði síðustu tvö árin ef reiknað er í dollur- um. En sé reiknað í íslenzkum krónum nú og fyrir tveimur árum, er dýrtíðarvöxturinn mjög mikill og laun líka miklu hærri en þá. Fremur lítil þriggja herbergja íbúð í 50 ára timburhúsi hér í Fljótsdal kost- ar átta þús. kr. á mánuði. Mjólk in hér í búð kostar rúmlega helmingi (100%) meira en heima. En nú er bezt að setja amen eftir efninu. G. G. Samsöngur Söngfél. Gígjunnar ÞAÐ má með sanni segja, að sönglífið í bænum sé heldur betur að lifna við með hækk- andi sól. Karlakór Akureyrar hefur nýverið látið ljós sitt skína, inn an tíðar er von á samsöng Karlakórsins Geysis og nú sl. sunnudag efndi söngfélagið Gígjan til samsöngs í Samkomu húsi bæjarins. Söngstjóri er Jakob Tryggvason, undirleikari Þorgerður Eiríksdóttir nemandi í Tónlistarskóla Akureyrar, og einsöngvari Björg Baldvins- dóttir. Kvennakór þessi hélt fyrsta samsöng sinn fyrir rúmu ári. Þótti þar allvel af stað far- ið, og sýnir þessi samsöngur góða framför, sem ber starfinu á næstliðnum vetri hið bezta vitni. Er skemmst frá að segja, að söngur sá, sem framinn var sl. sunnudag í Samkomuhúsinu, var með ósviknum menningar- brag og þokkafullu yfirbragði í hvívetna. Þarna er öllu mjög í hóf stillt, en ekki leyna sér vönduð vinnu brögð söngstjórans. Raddþjálf- ari kórsins, Sigurður Dernetz Franzson, á þarna vísast all- verulegan hlut að máli, og á góðri ástundun kvennanna leik ur ekki vafi. Þarna gafst mönnum að heyra efnisskrá, sem sett er sam an af öruggri smekkvísi, þar sem það sjónarmið ræður að flytja vandað efni innan tak- marka hins mögulega. Mér er nær að halda, að kór þessi gæti með góðum árangri færzt enn meir í fang. Svo nefnd séu lög þau, sem mér virt ist einkum njóta sín vel, er fyrst til að taka þýzku lögin, Brahms, Mendelsohn og þjóðlag. Var þarna ekkert léttmeti tekið fyr- ir, og eru lög þessi einkar vanda söm meðferðar, en þarna náðist léttur og fágaður blær. Enskt lag alþekkt við texta í gullfallegri þýðingu Halldórs Laxness naut sín vel í látlaus- um flutningi kórsins, sömuleiðis lag eftir finnska tónskáldið J. Sibelius. Sérstaka þökk vildi ég færa öllum hlutaðeigandi fyrir að lofa okkur að heyra madrigal eftir Thomas Morley (enskt tón skáld 1553—1603). Væri nú ráð að halda ögn lengra áfram á þeirri braut, og er þar af ekki svo litlu að taka. Það er trúa mín, að áheyrendur kæmust upp á lag með að læra að meta söngverk frá þessum tíma, ef oftar væru flutt. Vildi ég hér með hvetja til þess. Lag Haf- stéins Halldórssonar í útsetn- ingu Atla Heimis Sveinssonar vekur forvitni manns að fá að heyra meira af svo góðu og tókst vel til um flutning bæði af hólfu kórs og einsöngvara. Smekkur (Framhald á blaðsíðu 2).

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.