Dagur - 07.05.1969, Side 8
8
Kynningarkvöld Flugbjörgunarsveilar
SMATT & STORT
Á FÖSTUDAGINN bauð Flug-
'bjöi'gunarsveitin. á Akureyri
fréttamönnum, bæjarstjómar-
mönnum, stjóm Kvennadeildar
Slysavarnafélagsins á staðnum
og fleiri á kynningarkvöld í
bækistöð sinni á Oddeyri.
Gísli Kr. Lorenzson formaður
Yerkbönnum
aflýst
SEINT í fyrrakvöld náðist það
samkomulag milli Iðju, félags
verksmiðjufólks í Reykjavík,
og atvinnurekenda, að verk-
bönnum væri aflétt og verkföll-
um Væri þar lokið. Þó ber
Kassagerð Reykjavíkur og
fsögu, að framleiða fyrir lager
sinn eingöngu fyrst um sinn. □
KAUPFÉLAG ÞINGEYINGA
'hélt aðalfund sinn á Húsavík
29. og 30. f. m. Þar mættu 108
fulltrúar frá deildum félagsins,
sem eru tíu. Auk þeirra mætti
stjóm félagsins, kaupfélags-
stjórinn og allmargir gestir.
Á fundinum flutti formaður
félagsins, Karl Kristjánsson,
skýrslu um starfsemi félags-
stjórnarinnar á árinu 1968, og
niðurstöður þeirra málefna, er
fulltrúaráðið hefði sérstaklega
til hennar vikið á síðasta aðal-
fundi. Gat hann þess, að fjár-
festingar hefði félagið forðast
að gera á síðasta ári, vegna hins
erfiða verzlunarárferðis, en ein
beitt sér að því að draga úr
tilkostnaði við verzlunarrekst-
urinn.
Kaupfélagsstjórinn Finnur
Kristjánsson flutti mjög ýtar-
Greip óskráðan bíl
LÖGREGLAN biður þá, sem
leiðbeiningar geta gefið um þá,
er brutu útstillingarkassa Eð-
varðs Sigurgeirssonar ljósmynd
ara, að láta lögregluna vita.
Þetta gerðist kl. 11 að kveldi og
tveim stórum myndum var þar
stolið.
Um helgina tók lögreglan
mann einn, er gripið hafði
óskráðan bíl, líklega undir
áhrifum áfengis. Ekki hefur
verið mikið um drykkjuskap í
bænum undanfarið. □
sveitarinnar bauð gesti vel-
komna og sýndi þeim starfsað-
stöðu og tæki. Húsakynni eru
nú önnur og betri en áður, tæki
allmikil og góð aðstaða til að
skipuleggja og stjórna leitar-
flokkum. Þar gaf að líta, auk
þriggja bíla, sjúkrabörur og
sjúkrasleða, mannbrodda, axir,
kaðla, tjöld, nesti og hitunar-
tæki og leitartæki af mörgum
tegundum, svo eitthvað sé
nefnt.
Hjá Flugbjörgunarsveitinni
hefur það sannazt, að til eru
menn, sem ekki spyrja um
klukkustundir og ekki hugsa í
krónum, er þeir vinna að þess-
um þætti öryggismála. En öll
störf sveitarinnar miðast við
það, að vera tilbúnir til hjálpar
þegar óvænt slys bera að hönd-
um. Þetta starf viðurkennir
bær og ríki í verki, með fjár-
stuðningi, ennfremur sýsla og
einstaklingar.
lega skýrslu um verzlun félags-
ins, bæði í einstökum búðum
þess og heildinni. Gerði grein
fyrir afurðasölu og afkomu
fyrirtækja, sem það rekur.
Ræddi um hag félagsins á líð-
andi stund og framtíðarhorfur.
Heildarvörusala í búðum fé-
lagsins hafði verið á árinu 102.3
millj. kr. og sala framleiðslu-
vara og iðnfyrirtækja var 156.4
millj. kr.
Þrátt fyrir minni tilkostnað
(Framhald á blaðsíðu 5)
ÞAU tíðindi gerðust á Austur-
landi árið 1965, að þar var stofn
að „Sögufélag Austurlands11.
Félag þetta hefur verið starf-
samt og hóf þegar útgáfu árið
eftir með ársritinu „Múlaþing“.
Hefur það síðan komið út ár-
lega og eru komin af því þrjú
hefti, sem birta margs konar
austfirzkan fróðleik og skáld-
skap. Ritstjórar Múlaþings eru
þeir Ármann Halldórsson, Eið-
um og Sigurður Ó. Pálsson,
Borgarfirði.
Þriðja hefti Múlaþings kom
út í vetur. Af efni þess má nefna
fróðlegan þátt um Skrúðinn, rit
gerðir, sögur og ljóð. Þá er þar
ágætur sögulegur þáttur eftir
Benedikt frá Hofteigi, er hann
nefnir „Örlagabrúðkaupið“. Þar
eru einnig þrjár merkar grein-
Mjög mörg björgunartæki
eru frá varnarliðinu á Kefla-
víkurflugvelli, sum frá Slysa-
varnafélagi íslands, Kvenna-
deild Slysavarnafélagsins á Ak-
ureyri o. s. frv.
Allt að 90 manns eru skráðir
félagar í björgunarsveitinni en
kjarni hennar eru fjórir 10—12
manna flokkar, undir stjórn
flokksforingja. Þessa flokka er
unnt að kalla út með mjög stutt
um fyrirvara og 30—40 manns
til viðbótar með lengri fyrir-
vara.
65 þús. kr. framlag frá bæ og
50 þús. kr. frá ríki, gera starf-
(Framhald á blaðsíðu 6).
AÐALFUNDUR Ferðafélags
Akureyrar, fyrir árið 1968, var
haldinn að Hótel KEA fimmtu-
daginn 17. apríl 1969. Fundar-
stjóri var Björn Þórðarson, en
fundarritari Anna S. Jónsdóttir.
Formaður félagsins, Valgarður
Baldvinsson, flutti skýrslu
stjórnarinnar og fara hér á eftir
nokkur atriði úr henni.
Ferðir, blað F.F.A., kom út í
júní og var það 27. árgangur
ritsins. Aðalefni var grein um
Ólafsfjörð, eftir Björn Stefáns-
son og um Sel og selfarir, eftir
Hólmgeir Þorsteinsson.
Þorsteinsskáli var fjölsóttur
að venju.
Laugafell var einnig allmikið
notað, en lítið kom þar inn fyrir
gistingu. Lögð var hitaveita í
ar úr samgöngumálum fyrr á
Austurlandi, um brúna á Jök-
ulsá á Dal, svifferjuna á Lagar-
fljóti og straumferjuna yfir
Jökulsá í Fljótsdal. Allar eru
þessar greinar merkileg heimild
um þessar samgöngubætur.
Margt fleira mætti nefna af efni
ritsins, þótt ekki verði það gert
liér.
Þá eru þar nokkur góð
kvæði, sem sýna það, að Aust-
firðingar eru ekki hættir að
yrkja.
„Múlaþing" fæst í Bókaverzl-
un Jóhanns Jónassonar.
Þá er það gleðiefni, að lokið
er útgáfu á „Ættum Austfirð-
inga“ eftir séra Einar í Kirkju-
bæ, stærsta ættfræðiriti ís-
lenzku í 8 bindum. Það er af-
(Framhald á blaðsíðu 7)
„EINSKIS MANNS LAND“
Fyrir nokkrum dögum úrskurð
aði Hæstiréttur, að tiltekið
landsvæði norðaustan Hofs-
jökuls, er um höfðu deilt Ey-
firðingar og Skagfirðingar,
skyldi hvorugiun talið og er því
„einskis manns land“, ef það
mætti orða svo, eða land þjóð-
arinnar. Undirréttur hafði áður
dæmt land þetta Skagfirðing-
um. Friðrik Magnússon hæsta-
réttarlögmaður á Akureyri
flutti mál Eyfirðinga.
STÆKKUN KÍSILIÐJUNNAR
Ákveðið hefur verið,. að stækka
Kísiliðjuna í Mývatnssveit, svo
hún geti skilað 22 þús. tonnum
á ári, en framleiðslan hefur
gengið mun verr, en búist var
við í upphafi, án þess það verði
rakið hér. En hin unna vara
líkar mjög vel og er það mikil-
vægast, og nægilegt er hráefnið
á botni Mývatns. Nær þrjú þús.
tonn hafa verið flutt út á þessu
ári.
ESJA GAMLA
Okkar gamla og góða Esja verð
ur í haust sett á sölulista og
hefur hún þjónað vel í 30
ár. Esja er 1347 lesta skip og
kostaði 1.2 millj. kr. Það var
Esja, sem fór hina kunnu
Petsamoför í stríðsbyrjun. f
sumar er áætlað, að hún fari
níu ferðir umhverfis Iandið. En
slíkar ferðir njóta vaxandi vin-
sælda bæði innlendra og er-
lendra manna.
húsið og nokkuð unnið að því
að fyrirbyggja uppblástur, sem
herjar nú mjög á gróðurtorfuna,
sem húsið stendur á.
Skáli við Drekagil. í sumar
reisti félagið skála við Dreka-
gil, í nágrenni Öskju, sem lengi
hefur verið í bígerð. Stofnkostn
aður er bókfærður kr. 182.082.73
en þar eru ekki meðtaldar gjaf-
ir til byggingarinnar, bæði
vinna, flutningur á efni og fólki
og peningar. Þakkir eru færðar
SÉRFRÆÐILEG AÐSTOÐ
Sérfræðiþekkingin er orðin víð
tæk og hennar er víða þörf á
síðustu tækni- og vísindatím-
um. Nú hafa nokkrir þingmenn
borið fram þingsályktunartil-
lögu um víðtæka rannsóknar-
starfsemi um sigarettureyking-
ar og varnir gegn þeim. Sem
fylgiskjöl eru álitsgerðir lækna.
f tillögunni er gert ráð fyrir
„opnum deildum“ til aðstoðar
við þá, sem vilja liætta að
reykja. (Framh. á bls. 2)
SAMÞYKKT BÆJAR-
STJÓRNAR í
LAUNAMÁLUM
ÞEGAR hlaðið var að fara í
pressuna, barst sú fregn, að
bæjarstjórn hefði samþykkt á
fundi sínum eftirfarandi:
„Bæjarstjórn Akureyrar tel-
ur ástand það, sem skapazt hef-
ir í atvinnumálum verkafólks á
Akureyri, m. a. vegna núver-
andi vinnudeilna, óviðunandi.
Bæjarstjórn Akureyrar skor-
ar því á ríkisstjórn og aðra aðila
að vinnudeilunni, að ganga nú
þegar til samninga um kaup og
kjör verkafólks á grundvelli
lágmarkskröfu þeirrar, sem
verkalýðssamtökin hafa sett
fram.“
Flutningsmaður var Sigurður
Óli Brynjólfsson og meðflutn-
ingsmenn Ingólfur Árnason,
Jón Ingimarsson og Sigurður
Jóhannesson. Áskorun þessi var
samþykkt með 7 atkvæðum
gegn 4. □
öllum þeim er liðsinntu.
Tungnafell, skáli Ferðafélags
íslands við Sprengisandsleið.
Eins og frá var skýrt í Ferðum
f. á., varð samkomulag um það
milli F.í. og F.F.A. að F.F.A.
hefði umsjón með þessum
skála.
Kvöldvökur voru haldnar
tvær á árinu.
Skrifstofan í Skipagötu 12
starfaði að venju meðan á sum-
(Framhald á blaðsíðu 7).
Akureyrmgar eiga nýja bókhlöðu við Brekkugötu og þangað er
Amtsbókasafnið löngu flutt. En iimi í Hafnarstræti, þar sem gengið
er inn í Tónlistarskólann er Amtsbókasafn málað stórum stöfum
til vinstri og skilti með sama nafni er til hægri. Kennarar Tón-,
listarskólana bafa óskað lagfærmgar á þessu. (Ljósm.: E. D.)
Aðalfundur K. Þ.
AUSTFIRZK