Dagur - 20.06.1969, Blaðsíða 5

Dagur - 20.06.1969, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. 17, JUNI I DAG eru liðin 25 ár síðan lýðveldi var í annað sinn stofnað á Islandi. Frá stofnun hins fyrra lýðveldis eru liðin 1039 ár. Það stóð í 332 ár. í 682 ár hafði hin íslenzka þjóð erlendan þjóðhöfðingja. í 25 ár höfum við i'verið sjálfstæð, verið okkar eigin gæfu smiðir. Þannig hóf Bjami Ein- arsson bæjai-stjóri á Akureyri lýð- veldisræðu sína hinn 17. júní. Síðar í ræðu sinni sagði hann: Hið íslenzka lýðveldi hefur nú lifað sitt gelgjuskeið. Uppeldið hefur yfirleitt ekki verið strangt fyrr en nú. Nú blasa við stórkostleg vandamál á flest um sviðum. Greinilegt er, að við get um ekki byggt afkomu þjóðarinnar áfram á liappdrættisvinningum. Framundan er barátta fyrir efnahags legu sjálfstæði þjóðarinnar, fyrir nægilega örri en traustri, uppbygg- ingu atvinnulífs og þjónustustofn- ana. Manndómsár lýðveldisins em nú hafin. Þetta em raunveruleg og örlagarík tímamót. Ef vel tekst til munum við byggja upp velferðar- þjóðfélag og standa jafnfætis ná- grannaþjóðum okkar í lífskjömm og menningu. Ef illa tekst til, drögumst við afturúr, og e. t. v. missum við þá stóran hóp af kjammiklu og duglegu fólki burt úr landinu. Greinilegt er, að stefnubreytingar er þörf. Við get- um ekki lengur treyst á stóru hrúg- una, á síldartorfuna. Nú þarf magn- stefnan að víkja fyrir gæðastefnunni. Kæruleysi, tízkustefna og skammsýni verða að hverfa. í staðinn verða að koma framsýni og stefnufesta, byggð á vaxandi þekkingu, á tækni og þjóð félagslegum lögmálum. Við skulum draga lærdóm af mistökum gelgju- skeiðsins. . . . Hina íslenzku stefnu mætti kalla félagslega ábyrgð ein- staklingshyggju. Og í draumaþjóð- félaginu, sem byggt væri á þeim grunni, eiga allir einstaklingar að geta notið sín og hafa jöfn tækifæri til mennta, menningar og andlegs þroska. Þetta þarf ekki að vera póli- tísk stefna, ég held að flestir stjóm- málaflokkar geti játast undir hana. Einstaklingshyggjan á að forða þjóð- inni frá að verða múgsál, en hin fé- lagslega ábyrgð á að tryggja hæfileg- an jöfnuð, félagslegt réttlæti og öryggi. Vegna smæðar okkar höfum við sérstaka aðstöðu til að byggja upp fyrirmyndar þjóðfélag. En til þess að svo megi verða, þurfum við að uppfylla enn eitt skilyrði. Við megum ekki sólunda starfsorku okk- ar x innbyrðisdeilur, svo sem verið hefur. Bæjarstjórinn íökstuddi hugmynd ir sínar um endurbætt þjóðfélag mörgum rökum og þótti mönnum ræðan öll hin skeleggasta. □ Fræðslumálamiðstöð á Akureyri NÁGRANNAÞJOÐIR okkar gera ráð fyrir að í sambandi við skólana starfi sálfræðingur, tal- kennarar og félagsráðgjafar, og í nýjum skólabyggingum er þessu starfsfólki búin mjög góð vinnuaðstaða, þótt aðal bæki- stöð þess sé oft í sérstakri stofn un. Fylgir hér með lausleg þýð ing á þeirri reglugerð, er mark- ar starfssvið skólasálfræðing- anna í Noregi. 1. Skólasálfræðingurinn skal sinna þeim verkefnum innan skólans, þar sem sérþekking hans er nauðsynleg eða æski- leg. Hann skal vera barnavernd arnefnd, lækni og skólastjórn til ráðuneytis og aðstoðar þegar þess er óskað. 2. Skólasálfræðingurinn er bundinn þagnarskyldu og hefir rétt til að neita um upplýsingar. Þagnarskylda hans hindrar ekki að hann gefi heimili, skóla og barnaverndarnefnd þær upplýs ingar sem nauðsyn krefur. 3. Skólasálfræðingur er ráð- gefandi og sér um: a) Að skriflegar og munn- legar upplýsingar, eða ráð, sem hann gefur spyrjendum feli ekki í sér annað en það, sem samrímist þagnarskyldu hans. b) Að spyrjanda sé gert ljóst að frásagnir og ráð sálfræðings- ins eru trúnaðarmál, sem ekki má ræða utan þess er sálfræð- ingurinn ákveður. c) Að þeir sem skýrslur fá, eða þeir aðilar, sem þær eru stílaðar til, verða að sjá svo um að þær séu geymdar undir lás og óaðgengilegar fyrir alla, nema þá, sem þær eru ætlaðar. d) Að framanskráð fyrirmæli fylgi skýrslunum, ef þær verða lesnar af öðrum en þeim, sem þær eru til stílaðar. e) Að rannsóknargögn séu varðveitt svo vel að óviðkom- andi geti ekki náð til þeirra. f) Að sá sem gefur ráð um meðferð fylgist eins vel með árangri þeirra og framast er unnt, eða fái glögga greinargerð um framvindu málsins frá ábyrgum aðila, ef hann getur ekki sjálfur fylgst með árangr- inum. 4. Sálfræðingurinn er yfir- maður ráðleggingastofnunar skólans og ber faglega ábyrgð á störfum hennar. (í ráðlegg- ingastofnuninni starfar félags- ráðgjafi). Skipulagslega er ráð- leggingastofnunin undirgefin skólastjóm eða sérstakri stjórn, sem fer með fræðslumál héraðs ins eða borgarinnar. 5. Sálfræðingurinn skal vera virkur í upplýsingastarfi til foreldra og forráðamanna barna og unglinga á öllum aldurs- stigum. ég geta þess, að í nokkur skipti hefir komið hingað sálfræðing- ur til að athuga fáein böm á skólaaldri, en svo strjálar og stuttar heimsóknir eru alls ekki viðunandi lausn á þessu vanda- máli. í sambandi við sálfræðiþjón- ustuna og talkennslu er líka rétt að hafa það í huga, að inn- an skamms tekur hér til starfa stofnun (Sólborg), sem ætluð er fólki er áreiðanlega þarf á sérfræðilegri aðstoð að halda á Tryggvi Þorsteinsson. að þeim sviðum, sem hér er vikið. Á hverju vori innritast í skól ana börn með áberandi „mál- galla“, sem sérmenntaður tal- kennari gæti oft ráðið bót á, stundum auk anmars með því að kenna foreldrunum aðferðir til að laga málfar barnanna, en vegna aðgerðaleysis og þekking arleysis verða þau oft blekkt á máli allt sitt líf, og allir geta gert sér í hugarlund hvaða af- leiðingar það getur haft. Með auknu valfrelsi í skólum og með starfsfræðslu vex þörfin fyrir félagsráðgjafa, sem ásamt öðrum leiðbeinir nemendum og foreldrum um námsgreinaval, og síðar um stöðuval ungling- anna. Hvað á að gera? Hér á Akureyri þai’f ríkið að setja á laggirnar „fræðslumála- þjónustu“, sem hefir á að skipa sálfræðingum, talkennurum og félagsfræðingum auk annars starfsfólks. Þessi stofnun gæti þjónað öllu Norðurlandi um nokkra framtíð, hvað sem síðar yrði. Námsstjórinn á Norður- landi gæti veitt þessari stofnun forstöðu og yrði hans þáttur meðal annars sá, auk venjulegs eftirlits með skólahaldi, að afla upplýsinga um nýjungar í kennslutækni og uppeldismál- um og sjá um að kennarar og almenningur eigi þess kost að kynnast þeim. Auk þess ætti hann að beita áhrifum sínum til þess að sem flestir skólar ættu kost á sérmenntuðum kennur- um í ýmsum greinum s. s. tungu málum og kennslu seinfærra barna, svo eitthvað sé nefnt. Eins og nú er munu alltof fáir sálfræðingar, talkennarar og félagsfræðingar vera starfandi í landinu. Enda litlir atvinnu- möguleikar fyrir menn með þá menntun, nema þeim sé ákveð- ið verksvið í skólalöggjöf þjóð- arinnar. Verður vonandi fyrir því séð með tilkomu nýrra fæðslulaga. Tryggvi Þorsteinsson. Ungir og gamlir við Vesfmannsvaln Fimleikaflokkur frá Ólafsfirði sýndi. Geysilegt fjölmenni 17. júní (Framhald af blaðsíðu 1) Guðmundsdóttir, Bessi Bjarna- son og Gunnar Eyjólfsson fóru með gamanþætti, Geysir söng og L. A. fór með þætti úr sögu sj álf stæðisbaráttunnar. Á öllum auglýsingum hátíðar nefndar var áherzla lögð á, að ekki mætti óvirða hátíðina með áfengisneyzlu. Samkvæmt um- sögn lögreglunnar brugðust menn sómasamlega við þeirri áskorun og ölvun var næstum engin. Er það til mikils sóma að bæjarbúar sýndu þá háttvísi. □ ÞORIR BALDVINSSON: Við erum sælir úti við ísinn „Við erum sælir út við ís að eiga hæli í friði“. Þannig endar vísa, er kveðin var af kunnu skáldi á öðrum tug þessarar aldar. Þá var það staðreynd að við áttum „hæli í friði“, og land okkar og nálæg hafsvæoi lágu utan vopnabraks og veraldarvafsturs. Þess var þó skammt að bíða, að hér yrði breyting á. Heimsstyrjöldin 'iiiii og vegrnn r Utvarpserindi Jóns Eyþórssonar Þetta ætti að nægja til þess að gefa fólki nokkra hugmynd um hlutverk skólasálfræðings. Enginn getur ætlast til þess að hann sé óskeikull í athugunum sínum og ráðleggingum fremur en t. d. læknir, en allir vita að sérþekking hans getur greitt götu margra til árangursríkara náms og betri lífskjara á full- orðinsárum. Hvemig er ástatt hjá olckur í þessum málum? Hér er ástandið þannig að vegna þess hve langt þarf að sækja veigrar fólk sér við því í lengstu lög að leita til sérfræð- inga með hegðunarvandamál eða örðugleika í málfari og geð- heilsu, og kennarar eiga þess sjaldan kost að njóta ráða og aðstoðar sérfræðinga um með- ferð afbrigðilegra barna. Þó vil JÓN Eyþórsson var fjölhæfur gáfumaður og fjölfróður, sífellt viðbúinn að leggja góðu máli lið. Þannig var hann einn þeirra manna, sem á sínum tíma beittu sér fyrir stofnun útvarps hér á landi og var frá upphafi tengd- ur starfsemi þess á margan hátt. Átti hann m. a. lengi sæti í út- varpsráði, en kunnastur var hann þar meðal almennings fyr ir erindaflutning sinn, enda má víst hafa fyrir satt, að enginn ræðumaður Ríkisútvarpsins, fyrr eða síðar, hafi til langframa átt viðlíka vinsældum að fagna. Ei’ þá ekki hvað sízt átt við erindi hans „um daginn og veg- inn“, en hann hóf flutning þessa þáttar haustið 1936 og átti þar með stóran hlut að því að koma útvarpinu inn á hvert heimili, að heita mátti. Um daginn og veginn er all— mikil bók og vegleg úr garði gerð. Tekur meginefni hennar til tímabilsins frá 26. október 1936 og þar til síðast í maí 1941, en þá flutti Jón sjálfur flest erindin í þessum útvarpsþætti. Þó eru hér ennfremur þrjú erindi frá 1951, eitt frá 1952 og loks síðasta erindið, frá 24. októ ber 1966, en það var jafnframt kveðjuerindi hans til hlustend- anna og þáttarins. Bókin Um daginn og veginn er um hin vin sælu erindi Jóns Eyþórssonar. Um daginn og vegiim er bók, sem mörgum eldri mönnum verður kærkomin til upprifjun- ar, og á hún þó ekki síður erindi við yngri kynslóðir, sem þar kanna ókunna stigu. — Bókin er 239 bls. með nákvæmri nafna- og efnisskrá. Prent- smiðja Hafnarfjarðar annaðist prentun og band, en Torfi Jóns- son sá um útlit og kápu. Verð til félagsmanna í AB er kr. 395.00. □ Dulin örlög Fyrsta bók reykvískrar skáldkonu DULIN ÖRLÖG nefnist nýtt skáldrit, sem komið er út á veg- um Almenna bókafélagsins. Er þar um að ræða allmyndarlegt safn af smásögum eftir reyk- víska konu, Guðnýju Sigurðar- dóttur, og er þetta jafnframt fyrsta bókin, sem frá hennar hendi kemur. Guðný Sigurðardóttir er þó langt frá því að vera óþekkt meðal íslenzkra lesenda. Um margra ára skeið hafa blöð og tímarit birt eftir hana sögur, sem hafa ekki aðeins fest mönn um nafn skáldkonunnar í minni, heldur einnig aflað henni sívaxandi vinsælda. Þá hefur Ríkisútvarpið nokkrum sinnum valið verk hennar til flutnings, og loks hefur hún tvívegis hreppt verðlaun í samkeppni um beztu smásögur. Það er því ekki vonum fyrr, að Guðný Sig urðardóttir kemur fram fyrir lesendur sína í sérstakri bók. Dulin örlög hafa alls að geyma tólf smásögur, og má segja, að heiti bókarinnar fari furðunálægt því, sem teljast verður meginefni þeirra, flestra eða allra. Bókin er 146 síður í allstóru broti, harðkápubundin og vönd uð í öllum frágangi. Prent- smiðja Hafnarfjarðar prentaði hana og batt, en Kristín Þor- kelsdóttir teiknaði kápu. — Verð til félagsmanna í AB er kr. 235.00. □ Hráálsfarmur KOMINN er til landsins fyrsti farmurinn af hrááli eða súráli til álverksmiðjunnar nýju í Straumsvík. Kom skipið með þennan farm frá Noregi, þar sem það losaði hluta farmsins. En þetta hráefni er frá Afríku. Vinnsla hráálsins hefst um næstu mánaðamót, en tilrauna- vinnsla var áður hafin. □ fyrri fór að mestu fyrir ofan garð. Hernaðarþjóðirnar komu þó auga á ísland og herfræð- ingar Vilhjálms keisara merktu Seyðisfjörð inn á stríðskort sín sem álitlegt kafbáta- og her- skipalægi ef ástæður og tæki- færi gæfust. Hernaðarþýðing Is lands fór heldur ekki framhjá hálfluktum augum Lenins, að ■■sagt er. Þá var sjóher Breta drottnandi á öllum heimshöf- um, og hann var hin óbeina vörn okkar, ásamt fjarlægð landsins frá órólegum ströndum Evrópu. Síðan er lahgt um liðið ög valdahlutföll heimsbyggðarinn- ar stórum breytt. Heimsstyrjöld in síðari fór ekki fyrir ofan garð okkar, og er það í fersku sinni. Við búum ennþá „út við ís“, en við eigum ekki lengur „hæli í friði“. Ótíðindi viðsjállar veraldar skella okkur daglega á eyrum, og enginn veit hvað morgundagsins bíður. Þegar þetta er ritað er skammt um liðið frá því ða bryndrekafloti fjai’lægs ríkis óð í stríðsleik um hafið milli Færeyja og Islands og vílaði ekki fyrir sér um vá- lynd veður. Sá er þetta ritar skrifaði í janúar stutta grein hér í blaðið um varnarstöðu landsins, eins og hún virðist horfa við í dag. Komizt var að þeiri’i niðurstöðu að hermi væri í verulegum og alvarlegum atriðum ábótavant og þörf nýi-rar athugunai’. Fleiri hafa tekið í sama streng. Páll Magnússon frá Vallanesi hefur skrifað tvær gagnorðar og athyglisverðar greinar í blöðin Dag og Vísi um hinn 20 ára gamla vamarsamning, og sýnt með lögfræðilegum rökum, að orðalag hans og síðar fram- kvæmd hefur að. ýmsu leyti orð ið önnur en mátt hefði vænta, og því nú þörf nýrra athugana og nýrra umsvifa. Er slíkt raun ar ekki undrunarefni, því margt breytist á tveimur áratugum, og jafnan verður að byggja fram- tíðarráðstafanir á í-eynslu for- tíðarinnar, þar sem það er hægt. Mikill fjöldi manna úr öllum stéttum hefur í viðtölum látið í Ijós áhuga á þessum málum. Er það ekki að undra svo mjög sem þau skipta örlög og framtíð lands okkar og þjóðar. SUMARBÚÐIR þjóðkii’kjunnar við Vestmannsvatn í Aðaldal eru orðnar kunnar um land allt og fyllast af böi’num á sumrin. Þær eru á fögrum stað og bygg ingar orðnar allmiklar og raun- ar of dýrar til að standa ónot- aðar nefa fáa sumai-mánuði ár hvert, á meðan margvíslegt hús næði vantar til skólahalds og námskeiða á vetrum. En nú, einmitt þegar sumarbúðarstarf- ið er að byi’ja á þessu sumri, hefur verið ákveðin athyglis- verð nýbreytni. Þrjátíu manns af elliheimilum noi’ðanlands og sunnan munu dvelja við Vest- mannsvatn 8 daga í sumar og annar álíka hópur síðar í sum- ar. Koma hópar þessir til dvalar þegar skipt er um aldursflokka barna í sumarbúðunum og trufla því ekki hið reglubundna sumarbúðastarf. Frá þessu skýrðu þeir séra Pétur Sigurgeirsson, Akureyri, Gísli Sigui’björnsson, forstjóri á velvilja Flugfélags íslands í þessu máli m. a. Gefin ex-u út 25 og 50 kr. Sól- armerki til að auðvelda þessa framkvæmd og er þess fastlega vænzt, að mai’gir kaupi mei’kin og leggi þar með svolítið í ferða sjóð gamla fólksins. Foi'stöðumaður sumarbúð- anna við Vestmannsvatn nú er Gunnar Rafn Jónsson, séra Lárus Halldórsson fylgir gamla fólkinu að sunnan en heima- prestar liðsinna því norðlenzka. Dagur óskar gamla fólkinu til hamingju með 8 daga dvöl við Vestmannsvatn 18.—25. júlí á sjötta starfsári sumarbúðanna. Farið er nú í alvöru að hugsa um skóla- eða námskeiðahald í sumarbúðunum á vetrum. Þar eru 13 tveggja manna herbergi auk hins sameiginlega húsnæð- is, er miðast við heimavist. □ Samtök gegn gróðureyðingu FRÉTTIR hafa af því borizt, að nú í haust vei’ði stofnuð lands- samtök gegn gróðureyðingu og jarðvegseyðingu. Þakka ber áhuga og eldmóð, sem hjá mörgum manninum býr til starfa á þessum vettvangi. Gróður eyðist enn á íslandi og jai'ðvegur fýk.ur út í veður og vind — stærri svæði en þau, sem grædd eru, hið græna land okkar minnkar. — Hér þarf að snúa vörn í sókn og það er hægt og það hefur sannazt jafn áþreif anlega og gi'óðureyðingin, sem menn hafa haft fyrir augunum. I undii'búningsnefnd voru kosnir: Hákon Guðmundsson, Ingvi Þorsteinsson, Jóhannes Sigmundsson, Karl Eiríksson, Stux'Ia Friðriksson, Ragnar Kjartansson og Þorleifur Einars son. Vonandi tekst að hefja tví- eflda baráttu við eyðingaröflin — hefja nýtt landnám. □ Fegorð kvenna metin í sveitum Venjulega eru lönd varin með di'eifðum vamarstöðvum með öllum ströndum. Svo var það hér í síðustu styi’jöld. Þá var vamarstöð við hver-n fjörð og vík að kalla mátti. Slíkt varnar- kerfi krefst mikils hers og mik- ils tæknibúnaðar og kostar ógrynni fjár. Það er hvorki framkvæmanlegt né æskilegt á tímum þegar landið og um- hverfi þess er utan hemaðar- átaka. Hér er því ein vai’narstöð látin nægja, og þott sú stöð sé síður en svo vel sett, væri ekki hægt mikið við því að segja, ef ■ samgöngufcerfi landsins væri í góðu lagi. Því fer þó víðs fjarri, að sVo sé, og er þar bseði alvar- legasta veila íslenzkra vama, sem og alls öryggis borgaranná, ef skyndilega þyrfti að yfirgefa ákveðna staði. Þarf hér ekki annað en eins eða tveggja daga stórrigningu á hausti eða vori til að setja gjörsamlega úr skorðum allt vegakerfi í heilum landshlutum. Slíkt ástand þjóð- vega gerir allar varnir haldlaus ar á hættustund. Þjóðvegirnir eru lífæðar landsins í stríði og friði. Varnir af hálfu flugvéla einna, eru lítils megnugar á á þeim árstíma þegar nóttin ræður, og í dimmviðrum, sem oft geta varað dögum saman á okkar norðlægu slóðum, eru vegir það eina, sem á er hægt að treysta. í grein minni lét ég í ljós undrun á því, að Banda- ríkjamenn, sem ekki hafa ein- ungis tekið að sér varðstöðu hér heldur einnig varnir lands- ins, skuli taka svo alvarleg mál (Framhald á blaðsíðu 7) Elliheimilinu Grund, landskunn ur maður og ennfremur séra Sigurður Guðmundsson prófast ur á Grenjastað, á fundi með blaðamönnum í Varðborg í fyrradag. Dvöl gamla fólksins verður 8 dagar og kostar 1500 krónur, bæði dvölin og ferðirnar, vegna FEGURÐARSAMKEPPNI kvenna er vel þekkt fyrirbæi'i skemmtanalífsins víða um heim og er slík samkeppni jafnan vel auglýstur þáttur „skemmtiiðn- aðai’ins". En kvenleg fegurð og yndisþokki hefur verið í nánum tengslum við fjármuni öðrum þræði um aldir. Margir hneykslast á fegiirðár r Fjöruskoðun á Árskógssfrönd VEGNA óhagstæðs veðui's varð að fresta fjöruskoðuninni, sem auglýst var um síðastliðna helgi. Nú hefur verið ákveðið að hafa fjöruskoðunina nú í kvöld (föstudag, 20. júní). Verður far ið frá skrifstofu Ferðafélagsins í Skipagötu, kl. 8 s. d. og ekið að Víkui'bakka á Árskógs- strönd. Verður farið rakleiðis í fjör- una, því lágfjara er um kl. 8. Gefst fólki kostur á að safna þar algengustu tegundum skelja og kuðunga. Athugað verður lífið í fjörupollunum og margt fleira. Að lokinni fjöruskoðun verð- ur skoðað safn fjörudýi'a og sæ dýra, sem sett hefur verið upp í rannsóknarstöðinni á staðnum. Þar verða og líklega nokkur fjörudýr lifandi í búrum, þ, á. m. svonefnt engildýr, sem bæði líkist geimfari og engli. Þeir sem óska eftir fari, eru beðnir að hafa samband við skrifstofu Ferðafélagsins. Öll- um er heimil þátttaka í fjöru- skoðuninni. □ TIL TUNGLSINS BANDARÍSKA geimferðastofn unin gaf út tilkynningu þess efnis 12. júní, að sá sögulegi atburður, er maður stígur fyrst fæti á tunglið, verði látinn fara fram samkvæmt fyrirhugaðri áætlun og verði Apollo 11, sem flytja á geimfai’ana til tunglsins skotið upp frá Kennedyhöfða 16. júlí n. k. Hámarki nær geim ferðin kvöldið fyrir og aðfara- nótt 21. júlí er geimfai’amir Neil Armstrong og Edwin Aldrin lenda í tunglferju á yfir- borði tunglsins. Á Armstrong að verða fyrstur manna, sem fæti stígur á tunglið og á það að ger- ast kl. 4.00 að íslenzkum tíma 21. júlí. □ samkeppni kvenna, enda hneykslismál komið upp í því sambandi, en einnig þykir þetta minna töluvert á húsdýrasýning ar. En þrátt fyrir allt og allt hefur þessi þáttur skemmtana- lífs nú teigt sig út úr höfuðborg inni. Á nokkrum stöðum hefur farið fram sýslukeppni og valin fegurðardrottning sýslunnar. Er þessi keppni farin að nálgast höfuðstað Norðurlands, því næsta keppni í kvenlegri fegui'ð liefur vei'ið auglýst í Húnaveri. - DÁLÍTILL FORMÁLI (Framhald af blaðsíðu 2). Skal svo að lokum endurtek- ið, þótt áður hafi sagt verið, að tilgangur minn með söfnun þátta þessara var frá upphafi, og hefir til þessa verið sá sami: að stuðla að því eftir mætti í hjávei’kum mínum að bjarga frá algerðri gleymsku og glötun ótvíræðum þjóðmenningarleg- um verðmætum, sem til þessa hafði sézt svo fui'ðulega yfir! — Síðar munu óefað snjallir fræði menn og áhugasamir taka þetta „brotasilfur mitt“ og steypa úr því gripi góða, sér til lofs og dýrðai’, og leggja þá fagra og fágaða í skaut þjóðar sinnar! Er þá betur farið en heima setið — fyrir alla aðila. — Og mega þá allir vel við una! Sumarið 1950, Helgi Valtýsson. Hendingar á Samlagsfundi Góður fiskibáfur til Raufarhafnar Raufarhöfn 18. júní. Engin há- tíðarhöld voru hér í gær, en margir nutu veðurblíðu á ferða lögum um nágrennið. Grásleppuveiðum er að ljúka og er afli minni en í fyrra, en verð hrogna hagstætt og bætir það úr. Sumir hafa þó veitt vel. Einn bátur er með troll í fló— anum og fiskar 6—12 tonn á sólarhring, hjá öðrum hefur afli verið fremur lítill. Fiskurinn hefur verið saltaður og hengdur upp því enn er frystihúsið ekki tilbúið en verður það innan skamms. Búið er að kaupa hingað Jör- und II. og heitir hann nú Jökull ÞH 299. Hann er frá árinu 1964 og er 260 tonna bátur. Nú er mikið rætt um stjóm- málin héi’. Hannibal og Björn héldu fund 9. júní. Félag frjáls- lyndra var stofnað með 20 mönn um. Þá komu þeir Ragnar Am- alds og Rósberg Snædal og stofnuðu Alþýðubandalagsfélag með 44 mönnum. H. H. Á ÁRSFUNDI Mjólkursamlags KEA 10. maí sl. fæddust nokkr- ar stökur og voru látnar fjúka, fundai-mönnum til gamans. Höf undar þeirra eru hagyrðingarn- ir Þórir Valgeirsson, Auð- brekku og Jón Bjarnason, Garðsvík. En Jón var annar af tveim fundarstjórum og þui'fa vísurnar ekki axmarra skýringa við. Jón minn skortir aldrei orð öðrum betur þykir flytja. Er hann þó við efsta borð óverðskuldað látinn sitja. Þ. V. Þú ert víst að gera grín gjarn að mér að hnýta. Einu sinni upp til mín er þér holt að líta. J. B. Þú skalt ekkert frægðarflog fá, nei, því er miður. Sat ég upp á svölum og sá því til þin niður. Þ. V. Það mun tæpast þér til nytja þitt að brjóta haft og hlekk. Enginn skyldi á svölum sitja sem á heima á neðsta bekk. J. B. Með engu verða tölur taldar með tölum verður engu breytt. Þú átt skilið þúsundfaldar þakkir fyrir ekki neitt. Þ. V. Allt ég heyri, ekkert skil allt í sjónum græna. Ég hef engan tíma til að taka þig til bæna. J. B. 1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.