Dagur - 20.06.1969, Blaðsíða 1

Dagur - 20.06.1969, Blaðsíða 1
FILMU HÚSIÐ Hafnarstræli 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJÖSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Mannmargt var á Ráðhústorgi 17. júní. (Ljósmyndir frá þjóðhátíðinni tók Friðrik Yestmann) Geysilegt fjölmenni 17. jíiní hér á Akureyri Allir flugmenn veikir í gær? I GÆR féll niður allt flug Flug- félags fslands og Loftleiða, bæði utan lands og innan, því flug- menn boðuðu veikindaforföll. En undanfari þessa er sá, að í fyrradag slitnaði upp úr samn ingaviðræðum flugmanna ogi flugfélaganna um kaup og kjör, eftir að flugmenn höfnuðu 5% kauphækkunartilboði atvinnu- rekenda. Þá tók ríkisstjórnin það til bragðs, að setja málið í gerðar- dóm, er upp skuli kveða úr- skurð í deilumáli þessu og gerð ist það síðdegis í fyrradag. Gerðardómurinn, er við það bundinn, að miða úrskurð sinn í meginatriðum við þá samn- inga, sem í gildi liafa verið í sanmingum við atvinnuflug- menn og flugvélstjóra, með hlið sjón af nýlegri lausn í almenn- um vinnudeilum, 19. maí sl. Stjóm Félags íslenzkra at- vinnuflugmanna mótmælti þess ari málsmeðferð harðlega. í framhaldi af þessu brugðu flug- menn á það ráð, sem fyrr segir, að boða veikindaforföll. Trún- aðarlæknum flugfélaganna, sem rannsaka áttu heilsufarið, var ekki hleypt inn í hús flug- manna. (Framhald á blaðsíðu 7) Ófeigsstöðum, Kinn, 18. júní. — Víða eru nýjar kalskellur og á stöku bæ er mikið kalið í ár. En yfirleitt er þetta verulega betra en í fyrra. Nokkuð vel gengur á menn- ingarsviðinu. Til dæmis má nefna, að hingað hafa komið þrír fyrirmyndar karlakórar, hver öðrum betri og sungið í óskírðu félagsheimili okkar, sem sumir hafa nefnt Ljósvetn- IÐNSKÓLI var starfandi hér í vetur frá 15. nóvember til 3. maí sl. í 3. bekk, sem starfaði frá 15. nóv. til 13. febrúar, voru 20 nemendur. Af þeim héldu 15 áfram námi í 4. bekk og luku allir burtfararprófi í vor. Tveir þeirra áttu aðeins eftir að ljúka prófi í iðnteikningu og efnis- fræði. Hæstu einkunn hlaut Gunnar Sigurbjörnsson 8.54 og annar varð Vigfús Ái'nason með 8.33. í 3. beklí hlaut hæsta einkunn Sverrir Eðvaldsson frá Siglufirði 8.40. Skólinn starfaði sem kvöld- skóli að mestu leyti. Stunda- kennarar voru 5 auk skóla- stjóra, Björns Stefánssonar, sem annazt hefir skólastjórn við skól ann frá því er hann tók fyrst til starfa haustið 1946. Var þetta tuttugasta starfsár skólans og sennilega um leið það síðasta, þar sem fyrirhugað er samkvæmt nýju iðnskólalög- gjöfinni, að iðnnemar hér sæki skóla á Akureyri, þegar hinn nýi iðnskóli þar tekur til starfa á komandi hausti. HÁTÍÐARHÖLDIN á Akureyri 17. júní voru hin ánægjulegustu á flestan hótt og fóru þau fram undir berum himni. Eru þau talin þau fjölmennustu, er þar hafa verið þennan hátíðisdag, en þó voru þau í aðalatriðum ingabúð. Höfum við því ekki orðið afskiptir í söngmenntinni. Sauðburði er lokið fyrir nokkru. og var hvergi vanfóðr- að. Rekið hefur verið á afrétt, þangað, sem fyrsti íslendingur- inn fæddist, en þar heita Nátt- faravíkur og er þar land gott. Við skólaslit í maí sl. rakti skólastjóri sögu skólans að nokkru og gat þess m. a., að skólinn hefði brautskráð alls rétta 90 nemendur að þeim með töldum er hann útskrifaði að þessu sinni. Hæstu einkunn í þessum hópi hafði Karl G. Þorleifsson, tækni fræðingur, I. ágætisemkunn 9.32. Barnaskóla Ólafsfjarðar var (Framhald á blaðsíðu 2) Vopnafirði 18. júní. Betur hafa vorverk gengið nú en fyrrfar- andi vor, og gróður er miklu meiri. Ekki hafa túnin kalið í ár og eitthvað mun gróa upp úr gömlum kalsárum. Vinna hefur verið allgóð í þorpinu því Brettingur landaði 700 tonnum til 11. maí og hefur síðan bætt við rúmum 200 tonn- um. Þetta er í fyrsta sinn að eins og mörg hin fyrri ár, en þó vandað til hátíðar og skemmti- atriða meira en venja er. Bjarni Einarsson bæjarstjóri flytur lýðveldisræðuna. Hið mesta og bezta á þessari miklu hátíð, 17. júní, sem jafn- framt er 25 ára afmæli lýðveldis ins, lagði skaparinn sjálfur til og það var sól og 24 stiga hiti. bátur er gerður út á vetrarver- tíð héðan og er árangurinn góð- ur. En afkastageta frystihússins er mjög takmörkuð og ekki nægileg ef hinn báturinn okkar, Stefán Valgéir, hefði lagt hér upp líka. Kristjón Valgeir er að búa sig á síld og Brettingur fer e. t. v. síðar á síld líka. Þ. Þ. Hefur það sjaldan við borið á útihátíð, að karlar klæddu sig hundruðum saman úr jökkun- um vegna hita, en það gerðist nú. Klukkan 10 árdegis gengu skátar um bæinn undir lúðra- blæstri og bumbu og báru myndir af landvættum. Og að þessu sinni fóru bæjarbúar í fjórar miklar skrúðgöngur, er sameinuðust á Ráðhústorgi en héldu þaðan á íþróttasvæðið um kl. 2 e. h. og þar setti formaður þjóðhátíðarnefndar, Þóroddur Jóhannsson, hátíðina en séra Birgir Snæbjörnsson sóknar- prestur flutti stutta guðsþjón- ustu með aðstoð kirkjukórsins. Lýðveldisræðuna flutti Bjarni Einarsson bæjarstjóri, en ávarp nýstúdenta flutti Jón Árnason. Karlakór Akureyrar söng, Lúðrasveitin lék og ávarp Fjall konunnar flutti frú Þórey Aðal steinsdóttir. Kvæði eftir Davíð og Matt- hías las Arnar Jónsson leikari og skemmtiþátt flutti Karl Ein- arsson. Kórar bæjarins sungu sameiginlega og Kári Árnason stjórnaði fimleikaflokki, er sýndi. Og enn má nefna fim- leikaflokk frá Ólafsfirði, sem Björnþór Ólafsson stjórnaði, en allt slíkt er Akureyringum tölu veriS tilbreyting. Þá var þarna ýmislegt fyrir börnin. Þau fengu að koma á hestbak og keppa í hjólreiðum. Frj álsíþróttakeppnin tókst ekki vel og gleymdu sumir að mæta. Hátíðarhöldin hófust svo að nýju á Ráðhústorgi um kvöldið. Þar fóru fram mörg skemmti- atriði. Gígjan söng, Margrét (Framhald á blaðsíðu 2) Þórey Aðalstemsdóttir flytur ávarp Fjallkonunnar. Þangað, sem fyrsti íslendingurinn fæddist Húsvíkingar hafa fiskað með eindæmum vel um lengri tíma. B. B.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.