Dagur - 20.06.1969, Blaðsíða 6

Dagur - 20.06.1969, Blaðsíða 6
6 Ársþing HSÞ 1969 HINN 8. júní 1969 var 56. árs- þing HSÞ haldið á Grenivík. Knattspyrnufélagið Magni sá um þingið og nutu fulltrúar og gestir gestrisni þeirra í hví- vetna. Þingið sóttu 26 fulltrúar frá 10 sambandsfélögum. Þing- forsetar voru kjörnir Pétur Axelsson og Þormóður Ásvalds son og þingskrifarai' Gunnlaug- ur Tr. Gunnarsson og Björn Ingólfsson. Á fundinum lá fyrir prentuð Starfsskýrsla HSÞ fyrir árið 1968 og verður nú getið helztu atriða úr henni: Á vegum HSÞ störfuðu 13 íþróttakennarar og leiðbeinendur. Haldið var leið- beinendanámskeið í júní á Laug um og voru þátttakendur 11 frá 4 sýslum, og luku þau leiðbein- endaprófi I. gráðu, aðal kennari á námskeiði þessu var Guð- mundur Þórarinsson úr Reykja vík. Ennfremur var haldið sumarbúðanámskeið á Laugum fyrir unglinga á aldrinum 12— 16 ára og sóttu það um 30 nem- endur úr héraðinu. Sambandið stóð að samkomu um verzlunai' mannahelgina í Vaglaskógi ásamt félagssamtökum úr Eyja firði og Akureyri. Eitt nýtt fé- lag gékk í sambandið á árinu, er það Golfklúbbur Húsavíkur, og eru þá sambandsfélögin orð- in 12. 29. júlí var farin land- græðsluferð á vegum HSÞ í samráði við UMFÍ og Land- græðslu ríkisins, voru þátttak- endur rúmir 20 úr 4 félögum. íþróttir voru mikið stundaðar innan HSÞ og verður nú getið þess helzta: íþróttafólk HSÞ tók þátt í 87 íþróttamótum á árinu og voru þátttakendur í þeim um 1210. Frjálsíþróttafólk HSÞ tók þátt í um 20 íþróttamótum og voru þátttakendur um 340. Sett voru 22 HSÞ-met þar af 1 ís- landsmet í langstökki án atrennu 2.67 sett af Kfistínu Þorbergsdóttur. Sendir voru um 55 þátttakendur á Lands- mótið á Eiðum og varð sam- bandið í öðru sæti á mótinu, ennfremur sendi HSÞ keppend- ur í Bikai'keppni FRÍ og varð í 5. sæti, keppt var við UMSE og sigraði HSÞ, Norðurlandsmeist aramót í frjálsum íþróttum var haldið á Laugum og varð sam- bandið í fyrsta sæti. Sambandið hélt íþróttamót fyrir unglinga á aldrinum 10—15 ára og var boð ið til þess unglingum á öllu Norðurlandi, keppendur frá 3 samböndum mættu til keppn- innar, frá UNÞ, UMSS og HSÞ. Glíma var þó nokkuð iðkuð á sambandssvæðinu, tóku glímu- menn meðal annars þátt í Fjórð ungsglímu Norðlendinga og stóðu sig þar vel, voru í 1., 3., 4. og 5. sæti. Haldið var héraðs- mót í sundi á Húsavík með 27 keppendum, . ennfremur tók sundfólkið þátt í Norðurlands- meistaramóti í sundi og varð í 4. sæti. Skíðaíþróttin er lítið stunduð nema á Húsavík, þar er hún mikið stunduð, kepptu þeir á mörgum mótum m. a. á Skíðamóti íslands og Unglinga- móti íslands, þar sem þeir voru í 3. sæti. Knattspyrna er mikið stunduð á sambandssvæðinu, léku sambandsfélögin 54 leiki innbyrðis og utan héraðs. íf. Völsungur tók þátt í III. deildar keppni KSÍ og komst í úrslita- leik um rétt til að leika í II. deild í ár, en það varð að fresta úrslitaleiknum vegna veðurs. Völsungur tók þátt í Norður- landsmóti í I. deild og Umf. Mývetningur í Norðurlandsmóti II. deildar, ennfremui' var hald- ið héraðsmót í knattspyrnu. (Framhald á blaðsíðu 2) SfMI 21400 Sportskyrtur Sportpeysur Rúllukragapeysur FJÖLBR. ÚRVAL. FÓTBOLTAR! Margar tegundir No. 5,4 og 3 JÁRN OG GLERVÖRU- DEILD ATHUGIÐ! Er flutt í Hrafnagilsstr. 38, kjallara. Sími 1-25-13. Björg Kristmundsdóttir, saumakona. HLJÓÐFÆRA- MIÐLUN. - Sem fyrr veiti ég aðstoð við kaup og sölu á notuðum hljóðfferum. Til viðtals eftir kl. 6 flesta daga. Haraldur Sigurgeirsson, Spítalavegi 15, sími 1-19-15. AUGLÝSIÐ í DEGI 1-13-99 B.T.H.- STRAUPRESSA er til sölu. — Tækifærisverð. Bergþóra Eggertsdóttir, sími 1-10-12. SVEFNSÓFI! Til sölu er svefnsófi, lítill og ve! með farinn. Verð kr. 3.000.00. Uppl. í síma 1-20-45. TIL SÖLU A-816 fólksbifreið — BENZ. Uppl. í Þórunnar- stræti 125. TIL SÖLU er WILLYS-JEPPI, árgerð 1946. Nýskoðaður. Uppl. í síma 1-29-08 til kl. 5 á daginn. KERTI KVEIKJUHLUTIR LEIÐSLUR KAPLAR LEIÐSLUSKÓR ROFAR LJ ÓS AS AMLOKUR PERUR OLÍUSÍUR STIMPILHRINGAR RAMCO VÉLAPAKKNINGAR VATNSHOSUR VIFTUREIMAR DEMPARAR HEMLABORÐAR HEMLAGÚMÍ ÞURRKUBLÖÐ ÞURRKUARMAR HURÐAR- ÞÉTTINGAR FIBERGLASS BOXERPLAST BARDAHL o. m. fl. ÞÓRSHAMAR H.F. Akureyri. Varahlutaverzlun. Sími 1-27-00 RENAULT-10 er til sölu nú þegar af sérstökum ástæðum. Albert Valdemarsson, símar 1-25-51 og 2-12-24. BIFREIÐ TIL SÖLU. Mjög vel með farin 5-manna bifreið, sem ekið hefur verið 42 þús. km. Uppl. í síma 1-10-12 eða 1-10-01. Maríus Helgason. Sjónvarpskaup- endur f jær og nær! Seljum KÚBA-sjón- varpstæki með aðeins 5 þúsund kr. útborgun. Sökum tæknigæða fylgir 3ja ára ábyrgð hverju tæki. Einnig stálfætur, borð og stereo-útvarpstæki. SJÓNVARPSHÚSIÐ HF Hafnarstræti 86, sími 2-16-26. Frá starfinu á Sjónarhæð Yegna þess að svo margir verða fjarverandi úr bænum, falla samkomur niður um óákveðinn tíma. Hann er öruggur um gott efni frá Gefjun. Hann er öruggur um gott sniS frá Gefjun. Hann er öruggur um hag- kvæmt verð frá Gefjun. ÖRUGG TRYGGING VERÐS OG GÆÐA. - 'í-Lb GEFJUN

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.